Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 8. mars 2018
9. tbl. 36. árgangur
Bókmenntahátíð Þórbergsseturs
Hin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldin sunnudaginn 11. mars næstkomandi, en þá verður minnst 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar, sem var fæddur 12. mars 1888. Framundan er spennandi dagskrá þar sem Steinarnir tala verður umfjöllun fræðimanna og rithöfunda. Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og lesa upp úr verkum Þórbergs. Gísli Pálsson mannfræðingur flytur fyrirlestur og les úr bók sinni Fjallið sem yppti öxlum:maður og náttúra. Hér er fjallað á nýstárlegan hátt um ,,jarðsambönd fólks" og nábýli við lifandi náttúruöfl. Bókin á sannarlega erindi við okkur Skaftfellinga, nú þegar Öræfajökull er að rumska,- en reyndar alla daga. Þessi voldugi nágranni okkar, Öræfajökull, - sem við lítum upp til á hverjum degi,- en er reyndar stærðar eldfjall sem getur haft áhrif á líf okkar og aðstæður eins og hendi væri veifað. Hann og jöklaveröldin allt um kring eru nú mikið aðdráttarafl og uppspretta tækifæra í ferðamannabransanum. En skjótt skipast veður í lofti sem dæmin sanna, eins og í Vestmannaeyjum 1973. Sambýli manns og náttúru er umfjöllunarefni í bók Gísla, hver stjórnar? Hvað er maðurinn að gera í náttúrinni, erum við á ,,mannöld" að skaða með óafturkræfum áhrifum bólstaði okkar og jörðina sjálfa? Oddný Eir Ævarsdóttir verður einnig gestur hátíðarinnar.,,Ég steig inn í hefð Þórbergs Þórðarsonar" sagði Oddný í hádegisumræðum bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2015. Það verður forvitnilegt að heyra hana lýsa því hvernig Þórbergur Þórðarson hefur haft áhrif á hana og aðra nútímarithöfunda, - verk hans virðast ódauðleg og endalaus
uppspretta nýrra hugmynda þrátt fyrir breytta heimsmynd, enda Þórbergur stundum kallaður fyrsti nútímarithöfundur Íslands. Á bókmenntahátíðinni fjallar Oddný Eir um samband ofurnæmra vísinda við tilraunaskáldskap í tengslum við skáldsögur Þórbergs, Steinarnir tala og Sálminn um blómið og nýjustu skáldsögu hennar, Undirferli. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir ætlar að kynna útgáfu Landsdómsskjala frá fyrri öldum, en þegar hafa verið gefnar út tvær bækur. Þar er margt forvitnilegt að finna og ætlar hún að fjalla um tillögur presta í AusturSkaftafellssýslu til viðreisnar landinu árið 1771. Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum hefur verið
að æfa nokkur ,,Þórbergslög" og syngur við gítarundirspil á milli þátta Daginn eftir þann 12. mars á afmælisdegi Þórbergs fer stóra upplestrarkeppnin fram í Þórbergssetri og fer vel á því. Það verður því mikið um að vera á menningarsviðinu þessa daga, en einnig er mikill fjöldi ferðamanna alls staðar að úr heiminum gestir þessar vikurnar. Þórbergssetur er sannarlega alþjóðleg miðstöð þar sem mætast margir ólíkir menningarheimar og fer vel á því, þar sem Þórbergur var mikill alþjóðasinni á sama tíma og Hali í Suðursveit var viðmið hans og umfjöllunarefni alla tíð. Tilvalið er að taka sér góðan sunnudagsrúnt í sveit sólar og njóta einstakrar dagskrár. Allir velkomnir
Kiwanisklúbburinn Ós heldur Groddaveislu í Sindrabæ 17. mars • •
Húsið opnað kl. 19:30 og er opið til 23:00. Málverkauppboð til góðgerðarmála og pakkahappdrætti.
Gamanmál og gaman saman. Veislustjóri er Gunnar Helgason leikari og skemmtikraftur. Boðið verður upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa- og sauðakjöti og grillaða langreyðasteik. Þetta verður borið fram með Seljavallakartöflum, rófum, uppstúf og öðru meðlæti.
Styrkið styrktarsjóð Óss.
Verð aðeins kr 6.500. Forsala miða hjá næsta Ósfélaga og í Martölvunni. Ennfremur er hægt að senda póst á os@kiwanis.is eða osskemmtun@kiwanis.is
• •
2
Fimmtudagurinn 8. mars 2018
FÉLAGSSTARF
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Kyrrðarstund á föstu alla fimmtudaga kl. 18:15
Sjá nánar á www. bjarnanesprestakall.is Allir velkomnir
Bjarnaneskirkja Sunnudagaskóli 11. mars kl.11
Söngur, sögð biblíusaga, leikrit, börnin fá myndir til að lita. Djús og kex eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir í kirkjuna. Prestarnir
Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar Aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn
Sameiginlegur aðalfundur verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 18:00 Sóknarnefnd Hafnarsóknar
Eystrahorn
Föstudagur 9. mars kl.17:00. Friðrik Jónas Friðriksson forystumaður í Björgunarfélagi Hornafjarðar er gestur stundarinnar og fræðir okkur um starf félagsins í máli og myndum. Spennandi stund ! Syngjum fjallalög. Miðvikudaginn 14. mars kl.15:30. í EKRUNNI. Ólöf I. Björnsdóttir fjármálastjóri Sveitarf. Hornafjarðar fer yfir fasteignagjöld ársins 2018. Allir 60 ára + og félagar FeH velkomnir. Aðalfundur FeH verður 24. mars. kl.14.00
Aðalfundur Bjarnanessóknar Aðalfundur Bjarnanessóknar verður haldinn í Bjarnaneskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður RÖGNU SIGURÐARDÓTTUR Höfn Hornafirði
Brunnhólssystur og fjölskyldur þeirra
Eystrahorn Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sögustundin á Bókasafninu Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 10. mars n.k. verður Sögustund á Laugardaginn 10.13.30 mars–n.k. verður Sögustund Bókasafninu kl. 14.00. Lesefnið miðastá Bókasafninu kl. 13.30 – 14.00. Lesefnið miðast við börn á aldrinum 3-6 ára. Í þetta sinn verður við börn á aldrinum 3-6 ára. við Í þetta sinn verður sögustundin í samstarfi gestalesara. sögustundin í samstarfi við gestalesara. Góðir sófar og allrahanda lesefni handa Góðir og allrahanda lesefni mömmum,sófar pöbbum, ömmum og öfumhanda á meðan á mömmum, pöbbum, ömmum og öfum á meðan á lestrinum stendur. Veriðlestrinum velkomin stendur. á bókasafnið. Verið velkomin á bókasafnið. Ef þú hefur áhuga á því að gerast Efgestalesari þú hefur áhuga á því að gerast vinsamlegast hafðu gestalesari vinsamlegast hafðu samband við bókasafn í síma 470-8050 samband við bókasafn í síma 470-8050 Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 8. mars 2018
3
Ánægjulegt samtal við íbúa
Síðustu tvær vikur hefur stjórn 3. framboðsins staðið fyrir fundaröð vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fyrsti fundurinn var á Höfn en hinir í félagsheimilum sveitarfélagsins. Markmiðið með fundunum var að segja frá því helsta sem hefur verið gert á kjörtímabilinu og eins að eiga samtal við íbúana um hvar þeir telji að þurfi að gera betur eða hvað þeim finnist mikilvægt að unnið verði að á næsta kjörtímabili. Þegar farið var yfir það helsta sem hver nefnd hefur unnið að á kjörtímabilinu kom það flestum á óvart hversu viðamikið starf er unnið á vegum sveitarfélagsins en verkefni hafa aukist samfara miklum umsvifum t.d. í ferðaþjónustu. Á næstunni mun 3.framboðið móta stefnuskrá fyrir komandi kosningar og við viljum gjarnan fá fleiri í lið með okkur við þá vinnu. Við viljum að framboðið hafi sem breiðastan grunn og komi alls staðar úr sveitarfélaginu þannig að raddir sem flestra fái að njóta sín. Heimasíða framboðsins er http://xe.780.is/ og það hefur einnig fésbókarsíðu sem heitir 3-Framboðið. Hvetjum við unga sem aldna til að leggja framboðinu lið. Stjórn 3. framboðsins *vegna mistaka birtist þessi grein ekki í 8.tbl Eystrahorns, er hún því birt nú
Bridgefélag Hornafjarðar Frá og með næstkomandi sunnudegi, 11. mars verður spilaður Bridge í húsnæði Afls við Víkurbraut. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 19:30. Hagyrðingamót og dansleikur Verður á Hótel Smyrlabjörgum Laugardaginn 21. apríl næst komandi. Nánar auglýst síðar. Félag Harmonikuunnenda Hornafirði
Fjallamennskunám í FAS Sextíu eininga fagnám Fjarnám og vettvangsferðir á fjöll og jökla
Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 11. mars 2018
Dagskrá
13:30 Setning, 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar 13:40 Fæðing Þórbergs; upplestur; Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona 13:55 Söngur; Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur Þórbergslög við gítarundirspil 14:00 ,,Steinarnir tala,” loksins: Þórbergur á mannöld ; Gísli Pálsson mannfræðingur 14:30 Steinarnir tala, Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona 14:45 Um ofurnæma steina, lífræna hugarheima, skringilegar skáldsögur ; Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur 14:20 Söngur; Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur Þórbergslög við gítarundirspil 15:25 Kirkjuferð og ýmsar sérkennilegar skynjanir Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur 15:40 Prestar í Austur-Skaftafellssýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu árið 1771; Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur 16:10 Vatnadagurinn mikli; Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur 16:10 Kaffiveitingar, spjall og söngur, Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur við gítarundirspil Allir velkomnir
AA fundir Reglulegir AA fundir eru haldnir í Safnaðarheimili Hafnarkirkju miðvikudaga kl. 20:00 laugardaga kl. 17:30 Fundir eru opnir öllum sem kynna sér reglur samtakanna
Flokkstjóri Þrifa
Skinney – Þinganes hf óskar eftir að ráða flokkstjóra þrifa. Um er að ræða ábyrgðarstöðu í kvöld- og helgarvinnu. Miðað er við að vinna hefjist kl. 15:00. Frekari upplýsingar veitir Gunnar Ásgeirsson vinnslustjóri í síma 470-8111 og í tölvupósti gunnaras@sth.is
Nánari upplýsingar á fas.is
Ævintýraferðaþjónusta Nýsköpun og Menntun Nýheimar, Höfn í Hornafirði, 14. mars 2018
Athugið að dagskrá þingsins fer fram á ensku 10:20 - 10:30 10:30 - 10:45 10:45 - 11:00 11:00 - 11:15 11:15 - 11:30 11:30 - 11:45 11:45 - 12:00 12:00 - 13:00 13:00 - 13:20 13:20 - 13:30 13:30 - 13:40 13:40 - 13:50 13:50 - 14:00 14:00 - 14:10 14:10 - 14:20 14:20 - 14:30 14:30 - 14:50 14:50 - 15:10 15:10 - 16:10 16:10 - 16:40 16:40 - 16:50 16:50 - 17:00 17:00 - 18:00 19:00 - 21:30
Setning: Hulda Laxdal Hauksdóttir og Arndís Lára Kolbrúnardóttir Opnunarávarp: Eliza Reid forsetafrú, sérstakur sendiherra ferðamála hjá ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna Peter Varley, prófessor: Hugleiðingar um ævintýraferðaþjónustu Árdís E. Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi: Ferðaþjónusta á Hornafirði Steve Taylor og Sara Bellshaw, verkefnastjórar SAINT: Yndisævintýraferðir Edward H. Huijbens, prófessor: Markhópar yndisævintýraferða Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari: Andrógógía – nám fullorðinna HÁDEGISVERÐARHLÉ SAINT og ADVENT kynningarefni (myndbönd, vefsíður, blogg) Framsaga fyrirtækis 1 (Svíþjóð) Framsaga fyrirtækis 2 (Írland) Framsaga fyrirtækis 3 (Noregur) Framsaga fyrirtækis 4 (Skotland) Framsaga fyrirtækis 5 (Norður Írland) Framsaga fyrirtækis 6 (Finnland) Framsaga fyrirtækis 7 (Ísland) Umræður um framsögur fyrirtækja KAFFIHLÉ Vinnuhópar um nýsköpun og menntun í ferðaþjónustu Kynningar á niðurstöðum vinnuhópa, almennar umræður Lokaávarp: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Ráðstefnuslit: Eyjólfur Guðmundsson og Þorvarður Árnason LÉTTAR VEITINGAR OG SKEMMTIATRIÐI (Listasafn Svavars Guðnasonar) RÁÐSTEFNUKVÖLDVERÐUR (Pakkhúsið)
Ráðstefnan er opin almenningi, án endurgjalds (að hádegisverði og kvöldverði frátöldum). Þeir sem vilja taka þátt í hádegisverðinum, vinnuhópunum og/eða kvöldverðinum eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til Arndísar Láru Kobrúnardóttur (arndislk@hi.is) í síðasta lagi mánudaginn 12. mars n.k.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 8. mars 2018
5
Ársfundur
Aðalfundarboð
Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum, Hornafirði þriðjudaginn 20. mars 2017 kl. 17:15.
Umhverfissamtök Austur Skaftafellssýslu boða til aðalfundar. Fundurinn verður haldinn í Gömlubúð, miðvikudaginn 21. mars kl. 17:00.
Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. • Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki: Kristín Hermannsdóttir kynnir verkefnið og frumsýnd verður kvikmynd um verkefnið. • Jöklamyndir fyrr Guðmundsson.
og
nú:
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Óskir um að bæta við sérstökum dagskrárliðum þurfa að berast á umhverfisaskaft@gmail.com fyrir 15. mars. Nýir félagar velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Snævarr
Stjórn Umhverfissamtaka Austur Skaftafellssýslu.
• Stjörnusjónauki, fornlurkar og Hoffellsjökull: Stutt kynning á þremur ólíkum verkefnum: Snævarr Guðmundsson.
Aðalfundur Aðalfundur Björgunarfélags og Björgunarbátasjóðs Hornafjarðar verður næstkomandi þriðjudag, þann 13. mars kl 20:00
Kaffi, te og léttar veitingar í hléi. Allir velkomnir og hvattir til að mæta
Hvetjum alla félaga til að mæta.
Stjórnin
Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki
1
Menningarverkefni Til eflingar á menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
2
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um
Ertu með frábæra
hugmynd ?
RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.
Umsóknarfrestur er til hádegis 13. mars 2018 STYRKIR@SASS.IS
WWW.SASS.IS
S. 480-8200
Uppbyggingarsjóður er hluti af
Opinn íbúafundur um fyrirhugaða lagningu stofnpípu hitaveitu í Nesjum • Fundurinn hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 15. mars 2018 • Félagsheimilinu Mánagarði Á fundinum verður einkum fjallað um þann þátt framkvæmda er snýr að lagningu stofnpípunnar og tengingu íbúa í Nesjum. Dagskrá: • • • • •
Aðdragandi verkefnisins - Hverjir geta tengst? Áætluð lagnaleið og tímaáætlun Sýnishorn af samningum um lagnaleið og tengingar Breytingar húsa og lausleg áætlun um kostnað og gjaldskrár Kaffiveitingar, fyrirspurnir og umræður
RARIK ohf. • Dvergshöfða 10 • 110 Reykjavík • www.rarik.is
blús- og rokkhátíð 2018
Verið velkomin á Norðurljósablús- og rokkhátíðina. Miðar verða seldir við innganginn á Pakkhúsinu og á Hafinu. Miði á stakan viðburð kr. 3000 og helgarpassi kr. 5000. Flugfélagið Ernir og Hótel Höfn bjóða upp á tilboð á flugi og gistingu yfir hátíðina.
Dúndurfréttir FIMMTUDAGSKVÖLD 8. MARS Pub Quiz á Hafinu Hefst kl. 21:00
LAUGARDAGUR 10. MARS - Blús djamm í Pakkhúsinu, hefst kl. 12:00
FÖSTUDAGSKVÖLD 9. MARS Tónleikar í Pakkhúsinu - Guggurnar - Cuku Camp Contraband - Prins Pólo Húsið opnað kl. 20:30 Dagskrá hefst kl. 21:00
LAUGARDAGSKVÖLD 10. MARS Tónleikar á Hafinu kl. 21:00 - Blúsband Bjössa Sigfinns - Kveinstafir - Dúndurfréttir Húsið opnað kl. 20:30 Dagskrá hefst kl. 21:00 18 ára aldurstakmark
HUGMYNDA SAMKEPPNI
Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi. Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar. Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr. Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018. Ítarlegri upplýsingar má finna á slóðinni www.sass.is/hugmyndasamkeppni