Eystrahorn 10. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 16. mars 2017
Mótmæli við Hornafjarðarfljót
Íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafna ákvörðun stjórnvalda að fresta löngu tímabærum vegaframkvæmdum við Hornafjarðarfljót. Íbúar vilja strax fá nýja tvíbreiða brú yfir Hornafjarðarfljót og nýtt vegstæði sem styttir vegalengðir innan héraðs um 12,7 km. Íbúar eru búnir að bíða eftir þessari samgöngubót í 20 ár og sætta sig ekki við að þurfa að bíða lengur. Um sýsluna fer mikill fjöldi ferðamanna og auk þess er mikil hagkvæmni í styttingu vegalengda fyrir starfandi fólk innan ferðaþjónustunnar. Íbúar sveitarfélagsins vestan Fljóta þurfa að sækja alla þjónustu til Hafnar. Ung börn þurfa að sækja skóla og leikskóla allt að 70 km aðra leið á dag, sem er algjörlega óásættanlegar
búsetuaðstæður fyrir ungt fjölskyldufólk og hamlar búsetuþróun á svæðinu. Í sveitarfélaginu er 21 einbreið brú en við framkvæmdir við nýtt vegstæði um Hornafjarðarfljót mun þeim fækka um þrjár; yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót og Hoffellsá. Þessar brýr eru allar á hættulegum stöðum, úr sér gengnar og löngu kominn tími til úrbóta. Það yrði því veruleg samgöngubót fyrir Suður- og Austurland ef farið yrði í þessar framkvæmdir eins og stjórnvöld höfðu lofað. 12. mars 2017 fyrir hönd mótmælenda Marie-Louise Johansson
„Mikilvægur partur af hornfirskri menningu.”
Viðtal við Helga Sæmundsson og Salóme Morávek, leikara úr leikritinu Piltur og stúlka. Salóme Morávek er 16 ára, ný útskrifuð úr grunnskóla og tekur nú þátt í sínu fyrsta stóra leikhúsverki, hennar hlutverk er jómfrú Sigríður Bjarnadóttir. Helgi Sæmundsson er 17 ára og er leikritið einnig fyrsta stóra verkið sem hann tekur þátt í en hans hlutverk er Guðmundur á Búrfelli. Þau koma bæði að sýningunni Piltur og Stúlka, sem sett verður upp í Mánagarði þann 18. mars n.k. Leiksýningin er samvinnuverkefni Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (Leikhópur FAS), Leikfélags Hornafjarðar og Tónskóla A-Skaft. Verkið er byggt á samnefndri bók Jóns Thoroddsen, en sett upp í nýrri mynd og í nýjum búningi. Handritið skrifaði Stefán Sturla sem einnig leikstýrir. Salóme segir leikritið vera dramatískt-gaman verk með söngvum, sem fjallar um stúlku sem er að læra á lífið og er ástfangin, þvert á vilja móður sinnar sem vill frekar að hún giftist öðrum manni, sem Salóme segir að sé algjör „sveitalúði”. Bæði tóku Salóme og Helgi þátt í uppsetningu á leikritinu Útskriftarferðin sem sett var upp af Grunnskóla Hornfjarðar árið 2016. Aðspurð að því hvort að mikill munur sé á milli leikritanna tveggja eru þau bæði sammála um að munurinn sé mikill og að þetta verk sé mun þyngra. Salóme segir að æfingaferlið sé skipulagðra og skuldbindingin meiri. Helgi er sammála henni og bætir við að mikilvægt sé að vera einstaklega einbeittur þegar taka á þátt í svona stóru verkefni, æfingar eru langar og strangar og mikilvægt er að taka leikritið fram yfir margt annað, þetta er mikil skuldbinding sem borgar sig þó margfalt að lokum. Bæði hvetja Helgi og Salóme alla til þess að tryggja sér miða á sýninguna. Helgi tekur það skýrt fram að uppákomur sem og leikrit séu mikilvægur partur af hornfirskri menningu og mikilvægt sé að standa við bakið á þeim sem taka það að sér að færa svona list inn í samfélagið og bjóða öðrum upp á það að taka þátt með því að mæta og sjá afraksturinn. Salóme bætir við að leikritið sé einstaklega skemmtilegt og að í því sé rosalega fjölbreyttur, stór hópur af myndarlegum leikurum, svo engum ætti að leiðast áhorfið. Þeim finnst báðum mikilvægt að fólk mæti þá sérstaklega til að styðja við sköpunargleði ungs fólks og taka það fram að það sé ekki síður mikilvægt að manna allar sýningar, þó að þetta leikrit sé ekki jafn þekkt og önnur leikrit sem sett hafa verið upp undanfarin ár.
Þeim finnst þau bæði hafa lært rosalega mikið af því að taka þátt í uppsetningu á sýningu sem þessari. Salóme bendir á að reynsla hennar á sviði muni fylgja henni í gegnum lífsleiðina, hún hafi lært hvernig tala skuli fyrir framan stóran hóp fólks sem mun nýtast henni bæði í námi og öðru. Helgi bætir við að það þurfi ákveðinn aga til þess að allt gangi upp á æfingum og sýningu, en eins og áður var sagt er skuldbindingin mikil og hafa þau lært að ekki sé hægt að ganga frá svona verki hálfkláruðu og að það þurfi allir að gefa sig 100% til Helgi Sæmundsson þess að allt gangi upp. Salóme segir það algjörlega frábært að svona starf sé í boði í litlu samfélagi sem Hornafjörður er og það lífgi upp á tilveruna. Þau segja þetta ótrúlega gott tækifæri fyrir fólk, þá sérstaklega ungt fólk, til að finna sig og prufa eitthvað nýtt. Helgi bætir við að ekki sé það verra hversu góðan félagsskap og góða vináttu maður myndar, enda sé leikhópurinn einstaklega góður í ár. Aðspurð að því hvaða orð þau myndu nota til að lýsa hópnum, hlæja þau bæði og segja „ADHD”, næstum samtaka. SalómetilMorávek Að lokum vilja þau Salóme og Helgi koma á framfæri þökkum Stebba leikstjóra, fyrir endalausa þolinmæði og fullt af góðum ráðum en þeim finnst það algjör forréttindi að fá að vinna með og læra af atvinnumanni eins og honum. Þá vilja þau einnig þakka Leikfélagi Hornafjarðar fyrir að standa ávallt við bakið á leikhópnum og undantekningalaust redda því sem redda þarf. Viðtalið tók og vann Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir.
2
Fimmtudagurinn 16. mars 2017
Spilakvöld í Ekru á fimmtudögum Fimmtudagana 16. og 23. mars kl. 20:00 ætlum við að spila félagsvist í Ekru. Allir velkomnir að koma og spila. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar. Spilagjald 1000 kr. Enginn posi.
PÓKER Fimmtudaginn 16. mars í Golfskálanum Mótið hefst kl. 20:00 og skráning opin til kl. 21:30 1.000 kr. endalaus endurkaup þar sem staflinn hækkar um 5.000 kr. spila flögur við hver endurkaup (hámark 25.000 hækkun eða 5 skipti) Stór skemmtilegt mót sem hentar vel fyrir byrjendur Nánar á facebook.com/pkhofn
HAFNARKIRKJA
1966
2016
Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar verður haldinn mánudaginn nk. kl. 17:30 í safnaðarheimilinu. Sóknarnefndin
Aðalsafnaðarfundur Bjarnanessóknar verður haldinn sunnudaginn nk. kl. 13:00 í Bjarnaneskirkju. Sóknarnefndin
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND föstudaginn 17. mars kl. 17:00 í Ekrunni. “Tölvur, skólinn og samskipti.” Þórgunnur Torfadóttir ætlar að fjalla um skólastarf fyrr og nú og velta fyrir sér hvort og þá hvernig nútímatækni sem þykir sjálfsagt að börn tileinki sér geti líka nýst eldra fólki. HornafjarðarManni verður spilaður laugardaginn 18. mars í Ekrunni kl. 13:00. Þetta er æfing fyrir Ekrumeistaramótið í Manna 6. maí. Þátttökugjald 500 kr. SPILANEFNDIN Aðalfundur félagsins er laugardaginn 24. mars nk. kl. 14:00. Mætið vel.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. mars 2017
Á hliðarlínu unglings
Töluvert álag fylgir því að komast á unglingsár, og er mótþrói og tilfinningasveiflur eðlilegur hluti þessara ára. Það er því mikilvægt að eiga foreldra og aðra fullorðna á hliðarlínunni til að komast í gegnum þennan tíma. Þeir sem hafa áberandi mikil áhrif í lifi unglinga eru fyrst og fremst foreldrar/ forráðamenn, vinir, kennarar, íþróttaþjálfarar og þeir sem vinna að æskulýðs og tómstundamálum. Kröfur á unglinga eru miklar, t.d. í námi og leik en á sama tíma ganga þeir í gegnum miklar líkamlegar og andlegar breytingar sem líka taka á. Þetta á auðvitað ekki að koma neinum á óvart þar sem við höfum jú öll gengið í gegnum þetta tímabil. Unglingsárin einkennast ekki af stöðugleika eða jafnvægi en sem betur fer komast flestir mjög vel í gegnum þennan tíma, bæði unglingarnir og hinir fullorðnu sem standa á hliðarlínunni. Það er mikilvægt að mæta unglingum þar sem þeir eru, ekki gera þeim upp skoðanir eða tilfinningar. Á þessum árum breikkar oft bilið milli foreldra og unglinga þar sem unglingarnir verða sjálfstæðari og það að fullorðnir gefi til kynna að unglingarnir séu ekki færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir getur þróast í mótþróa hjá unglingi. Það er því ákaflega mikilvægt að unglingum sé sýnd virðing á skoðunum þeirra og athöfnum ásamt því að þeim sé gefið tækifæri á að tjá sig þegar þau eru tilbúin til þess. Góð og innihaldsrík samskipti eru mikilvæg á þessum tíma ekki síður en öðrum og mikilvægt að fullorðið fólk sem umgengst unglinga átti sig á því. Gagnkvæm virðing ætti að vera í hávegum höfð ásamt skilningi. Fullorðna fólkið þarf að gefa unglingunum tækifæri á að tjá tilfinningar sínar á heilbrigðan hátt því annars er hætta á að erfiðar tilfinningar brjótist út ásamt neikvæðu hegðunarmunstri sem svo stuðlar að neikvæðum viðbrögðum í umhverfinu. Við sem fullorðin erum höfum það hlutverk og þá skyldu að koma börnunum okkar í gegnum unglingsárin á sem bestan og uppbyggilegastan hátt og það getum við gert með margvíslegum hætti en fyrst og fremst þurfum við að koma fram við þau af virðingu, vinsemd og hlýju. Gefa þeim tækifæri á að tjá sig og finna lausnir ef eitthvað ber út af. Við getum ekki leyft okkur að loka augunum ef illa gengur. Þetta á við um alla sem koma að lífi unglinga á einn eða annan hátt, við þurfum að vanda okkur og þá uppskerum við svo stórkostlega. Mig langar að minna fólk sem vinnur með unglingum á að ef við viljum að þau hlusti á okkur, þá megum við ekki gleyma að hlusta á þau. Öll samskipti við aðrar manneskjur verða að byggja á gagnkvæmri hlustun og virðingu. Ragnheiður Rafnsdóttir, móðir og skólahjúkrunarfræðingur Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í A-Skaftafellsýslu.
Hjón með tvö börn óska eftir húsnæði til leigu eða kaups. Erum róleg og reglusöm. Vinsamlegast hafið samband í s. 499-2571 eða á steinunnhodd@gmail.com Steinunn Hödd og Finnur Smári
Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 19. mars 2017 Dagskrá
Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 19. mars 2017
Bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður sunnudaginn 19. mars í Þórbergssetri og hefst kl 14:00. Gestir hátíðarinnar eru Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttir. Þau eru Skaftfellingar, afkomendur Þorleifs Jónssonar alþingismanns í Hólum í Hornafirði og Sigurborgar Sigurðardóttur konu hans. Þau ætla að fjalla um verk Þórbergs, Íslenskan aðal, Ofvitann, Sálminn um blómið og Viðfjarðarundrin. Einnig kemur Hjörleifur Guttormsson og ætlar gera grein fyrir fræða- og ritstörfum bræðranna Flosa, Hálfdáns og Sigurðar á Kvískerjum og sýna myndir frá Kvískerjum. Sigrún Sigurgeirsdóttir og Jónína Sigurgeirsdóttir kynna Brotagull, ljóðakver ömmu þeirra, Helgu Sigurðardóttur frá Hofsnesi, sem þær sáu um að gefa út. Tilvalið að taka daginn frá, renna í Suðursveitina og hlýða á metnaðarfulla og merkilega dagskrá, sem byggir á skaftfellskum grunni. Kaffiveitingar í lok dagskrár.
14:00 Setning. 14:05 Rauðhærði stjörnuskoðarinn á loftinu. Um fyrstu skáldverk Þórbergs Þórðarsonar og viðtökur þeirra; Þorleifur Hauksson íslensku og bókmenntafræðingur Reykjavíkur Akademíunnar. 14:40 Listplatið að geta orðið að engu en vera samt til – um þjóðsögur, skáldsögur og sannar sögur; Álfdís Þorleifsdóttir meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. 15:15 Kvísker- minningabrot í máli og myndum; Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur. 15:45 Brotagull, kynning á kvæðakverinu hennar ömmu, Helgu Sigurðardóttur frá Hofsnesi; Jónina og Sigrún Sigurgeirsdætur flytja ljóð og söngva. 16:00 Kaffiveitingar. 16:20 Guggurnar frá Höfn í Hornafirði flytja nokkur lög með kaffinu. Allir velkomnir
3
Íbúar Nesjum og Mýrum ATH!
Sveitarfélagið Hornafjörður fékk styrk fyrir lagningu og tengingu ljósleiðara í Nesjum og á Mýrum úr verkefninu Ísland ljóstengt 2017. Til að verkefnið gangi upp er þátttaka íbúa á nauðsynleg, ljósleiðari verður lagður að heimilum og öðrum styrkhæfum tengistöðum. Nægur ljósleiðaraforði verður í stofnstreng svo bjóða megi fleiri tengingar síðar en ÞÁ GREIÐIST ALLUR KOSTNAÐUR VEGNA TENGINGAR AF VIÐKOMANDI. Kerfið verður opið aðgangskerfi, öllum þjónustuveitum er frjáls aðgangur að kerfinu. Endanleg lagnaleið verður valin í samráði við landeigendur. Meðalkostnaður við hverja tengingu er áætlaðu rúmlega 1 milljón króna. Stofnkostnaður notanda er 350.000 kr. án. vsk. boðið verður upp á greiðsludreifingu. Í framhaldi af ljósleiðaratengingu mun örbylgjukerfi Gagnaveitu Hornafjarðar á Mýrum verða tekið niður gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á árinu 2017. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo verkefnið geti orðið að veruleika, eigendur húsnæðis og jarða þurfa að undirrita skuldbindingu við verkefnið fyrir þann 15. mars 2017 við Sveitarfélagið Hornafjörð. Hægt er að nálgast gögn til að undirritunar í afgreiðslu sveitarfélagsins eða á netfanginu afgreidsla@hornafjordur.is Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Fermingartilboð! Mikið úrval af góðum rúmum og dýnum, gerum einnig tilboð fyrir hótel og gistiheimili. Úrval af gjafavörum fyrir fermingarbarnið t.d. úr og skartgripir kortaveski, lampar, sængur og sængurverasett, tjöld, svefnpokar og margt fleira. Verið velkomin Símar: Opið:
478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00
Húsgagnaval
FRAMSÓKNARFÉLAG AUSTUR -SKAFTFELLINGA OG FÉLAG UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Í AUSTURSKAFTAFELLSSÝSLU BOÐA TIL AÐALFUNDA Í GOLFSKÁLANUM HÖFN MIÐVIKUDAGINN 22. MARS Gestir fundanna verða: Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarfulltrúi Sandra Rán Ásgrímsdóttir formaður Sambands ungra Framsóknarmanna FUNDUR FUF BYRJAR KL 19:00 og verður súpa í boði. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ávarp formanns SUF 3. Önnur mál
Fjórði ársfundur Þekkingarsetursins Nýheima verður haldinn í Nýheimum föstudaginn 24. mars kl. 15:00. Dagskrá 1.Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum Þekkingarsetursins Nýheima a)Skýrsla stjórnar
b)Ársreikningur Þekkingarsetursins Nýheima c)Breytingar á aðild að stofnuninni d)Endurskoðuð skipulagsskrá lögð fram til samþykktar e)Tilnefningar í stjórn
2. Önnur mál
Allir íbúar eru velkomnir og hvattir til að mæta Stjórn Þekkingarsetursins Nýheima
Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn Félag ungra Framsóknarmanna í Austur-Skaft. AÐALFUNDUR FRAMSÓKNARFÉLAG AUSTUR – SKAFTFELLINGA KL 20:00 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ávarp Sigurðar Inga formanns flokksins 3. Ávarp Silju 4. Ávarp Ásgerðar 5. Fyrirspurnir 6. Önnur mál Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.