Eystrahorn 11. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 11. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 23. mars 2017

Drengjalið Sindra bikarmeistarar 2017

Þann 26. febrúar var haldið bikarmót unglinga í hópfimleikum í Gerplu, Kópavogi. Fimleikadeild Sindra sendi frá sér þrjú lið, samtals 24 keppendur. Drengjalið Sindra gerði sér lítið fyrir og unnu sinn flokk með glæsibrag. Stelpurnar kepptu í tveimur 4. flokks liðum og kepptu í c deild. Þær stóðu sig með stakri prýði. 10 lið kepptu í deildinni, Sindri b lentu í 7. sæti og voru margar hverjar á sínu fyrsta keppnismóti. Sindri a unnu deildina ásamt Gerplu c. 11. mars var WOW-bikarmótið haldið í hópfimleikum í Stjörnunni, Garðabæ. Fimleikadeildin sendi frá sér eitt lið til keppni í 1. flokk b, samtals 10 keppendur. Stelpurnar gerðu gott mót en ekki nógu góðar lendingarnar á trampólíni varð þeim að falli og enduðu þær í 4. sæti af 4 liðum. Þetta er í fyrsta skipti sem hópfimleikalið frá Sindra keppir

með tvöfallt heljarstökk en það voru tvær stelpur sem gerðu það. Það er mikið fagnaðarefni að við getum keppt með stökk sem eru með hærri erfiðleika og meira krefjandi. Fimleikadeildin og fimleikaþjálfarar halda í vonina að það finnist leið til að bæta aðstöðu fimleikanna í sýslunni. Það bætir öruggi iðkanda og þjálfara að hafa svokallaða “gryfju” þar sem iðkandi getur gert meira af krefjandi og erfiðum stökkum við minni áhættu. Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra

Lionsklúbburinn Kolgríma færir Skjólgarði góðar gjafir Föstudaginn 17. mars komu Lionskonur færandi hendi á Skjólgarð. Klúbburinn færði heimilinu tvær fullkomnar vökvadælur, tvö vökvastatíf og eina úðavél að verðmæti 600 þúsund krónur. Þessar gjafir koma að góðum notum en vökvadælurnar leysa af hólmi dælur sem Lions gaf Skjólgarði 1996 þegar flutt var í núverandi húsnæði. Frá og með síðustu áramótum er heimilið aftur komið með fjögur sjúkrarými til að mæta styttri innlögnum vegna veikinda, slysa eða endurhæfingar, en þeim var fækkað niður í þrjú árið 2009. Tuttugu og fjögur hjúkrunarrými eru á Skjólgarði og hafa þau verið fullnýtt síðustu árin. Lionskonur vilja koma sérstöku þakklæti til Pálma Guðmundssonar verslunarstjóra Nettó sem senn lætur af störfum. Pálmi hefur verið sérstaklega velviljaður í garð Lionskvenna að leyfa þeim að selja varning sinn í Miðbæ. Einnig þakka þær íbúum sveitarfélagsins góðar viðtökur og stuðning. Lionskonur vilja einnig minna á hið árlega „Krúttmagakvöld“ sem verður haldið þann 8. apríl nk. þar sem konur koma saman, skemmta sér og styrkja gott málefni. Nánar auglýst síðar.


2

Fimmtudagurinn 23. mars 2017

Hafnarkirkja

FÉLAGSSTARF

Sunnudagur 26. mars HAFNARKIRKJA

1966

2016

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Guðsþjónusta klukkan 11:00. Fjölskylduguðsþjónusta Sögð saga, sungnir barnasálmar og litaðar myndir í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn

AÐALFUNDUR Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn í Ekrunni laugardaginn 25. mars kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Miðvikudaga 8. og 15. mars Kyrrðarstund kl. 18:15

Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga.

Brunnhólskirkja

Kaffiveitingar.

Sunnudagur 26. mars. Guðsþjónusta kl. 14:00 Allir velkomir Prestarnir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 26. mars. Messa kl. 12:00.

Sigríður Sveinsdóttir Háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 30. og 31. mars nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Sunnudaginn 26. mars er Vöffluball í Ekrunni kl. 16:00 -17:30. Ekrubandið leikur fyrir dansi. 550 kr. inn. Mætið vel !

Skráið ykkur sem allra fyrst í sumarferðina uppi í Ekru og hjá Hauki og Alberti ! Spilavist kvenfélagsins Einingar verður haldin föstudagskvöldið 24. mars kl. 20:30 í Holti á Mýrum. Miðaverð 1000kr. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórn Einingar

Bifreiðaskoðun á Höfn 3., 4. og 5. apríl. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 31. mars. Næsta skoðun 15., 16. og 17. maí. Þegar vel er skoðað


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 23. mars 2017

Fyrsti titill körfuknattleiksdeildar Sindra

3

Lokað

Vegna starfsmannaferðar verður lokað í Pakkhúsinu 24. mars til og með 27. mars.

RAÐHÚS TIL SÖLU Til sölu bjart og rúmgott endaraðhús á Sandbakka 10. Eignin er samtals 137,2 m2. Síðustu helgi urðu ákveðin þáttaskil í sögu körfuknattleiksdeildar Sindra þegar drengirnir í meistaraflokki spiluðu loka leikina í deildinni. Leikið var í höfuðborginni gegn Haukum c á laugardegi og vannst sá leikur eftir töluverða baráttu með 77 stigum Sindra gegn 70 stigum heimamanna. Á sunnudeginum mætti Sindri svo Breiðablik b og þrátt fyrir að tvö lið væru skráð til leiks mætti segja að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum því leiknum lauk með öruggum 30 stiga sigri Sindramanna. Með þessum sigrum tryggðu okkar menn sér deildarmeistaratitilinn og er það fyrsti titill körfuknattleiksdeildar Sindra frá upphafi. Það sem gerir titilinn kannski enn merkilegri er að liðið er eingöngu skipað Hornfirðingum ef frá er talinn Justin Berry þjálfari liðsins og svo Ivan kekić, sem flutti í fjörðinn upp úr áramótum. Mikill vöxtur hefur verið í körfuboltanum undanfarin ár þar sem teflt er fram liðum í flest öllum aldursflokkum og boðið upp á vandaða þjálfara á öllum stigum. Titillinn sem meistaraflokkurinn tryggði sér um helgina er ákveðin viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið á vegum körfuknattleiksdeildar Sindra en um leið vísbending um það sem koma skal, því menn ætla sér mun stærri hluti í framtíðinni og er full ástæða til bjartsýni í þeim efnum, enda ótrúlegt margt efnilegra drengja og stúlkna að æfa hjá deildinni. Með stuðningi Hornfirðinga, þá aðallega bæjaryfirvalda í formi bættrar aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss (eins og til dæmis með því að skipta um gólf í húsinu okkar sem er löngu orðið tímabært) þá mun körfuboltinn sem og aðrar deildir vaxa og dafna í framtíðinni. Körfuboltakveðjur Fyrirliðinn

Bæjarmálafundur sjálfstæðisfélaganna Haldinn laugardaginn 25. mars kl. 11:00 í sjáfstæðishúsinu Bæjarfulltrúar mæta Súpa í boði Allir velkomnir

Stjórnir sjálfstæðisfélaganna

Verð: kr. 33.000.000 Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Helgason, hdl. í síma 659-0446.

Húsnæði-Heimavist FAS vantar húsnæði-heimavist fyrir nemendur í fjallamennskunámi næsta skólaár. Fyrirkomulag umsemjanlegt. Áhugasamir hafi samband í síma 470-8070, 860-2958, eða á eyjo@fas.is Skólameistari


4

Fimmtudagurinn 23. mars 2017

Eystrahorn

Frægðarför til Akureyrar

Um síðustu helgi fór 5. flokkur karla hjá Sindra í frægðarför til Akureyrar. Var þetta vösk sveit sem samanstóð af 16 drengjum frá Sindra og 5 frá Neista á Djúpavogi. Stefnan var sett á Goðamót Þórs þar sem 38 lið með á fjórðahundrað keppendur voru skráð til leiks. Sindri var með tvö lið skráð í B- og D-deild. Bæði lið gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki og léku til úrslita í sínum deildum og enduðu bæði með bikar. Strákarnir spiluðu skemmtilegan bolta og sýndu mikinn karakter þegar á móti blés og var gaman að sjá hvað liðsheildin var góð allir voru að leggja sig fram. Framkoma þeirra var til fyrirmyndar sem og virðing fyrir andstæðingnum og virtist velgengnin ekki stíga þeim til höfuðs. Á þessu móti voru strákarnir að mæta liðum sem þeir hafa verið að keppa við á öðrum mótum og í Íslandsmótinu með misjöfnum árangri, þannig að árangur þeirra er glæsilegur. Það er greinilegt að þjálfari þeirra Samir Mesetovic er að ná vel til strákana og er að gera góða hluti með þeim. Samstarf okkar í Sindra og Neista á Djúpavogi hefur staðið í nokkur ár í yngri flokkunum og hefur það gengið mjög vel og mikill liðstyrkur að þeim. Foreldrar hafa verið duglegir að mæta með sín börn á æfingar þótt þeir þurfi að fara rúma 200 km, og eiga þeir heiður skilinn. Bæði hefur verið keppt undir merkjum Sindra og líka sameiginlegu liði Sindri-Neisti. Tilefni þessara skrifa fyrir utan að hrósa strákunum og þjálfurum er að hvetja foreldra til að taka þátt í tómstundum barna sinna. Ég var að hugsa það á leiðinni heim frá Akureyri hversu dýrmætt það er að fá að upplifa svona stund eins og á sunnudaginn þegar bæði lið unnu sína úrslitaleiki á sama tíma og hlupu svo hvort á móti öðru til að fagna saman. Ég verð að viðurkenna að mitt sæbarða hjarta klökknaði. Það gengur upp og ofan í íþróttum eins og við vitum en börnin leggja hart að sér og þegar uppskeran er

Til sölu VW Passat Árgerð 2003 Ekinn 225. þúsund km. Skoðaður 2018 Verð - 400.000 kr. Einn gamall og góður Upplýsingar hjá Þrúðmari 478-1513 eða 864-4913

góð vilja þau að við séum þátttakendur í gleðinni. Eins þurfa þau okkar stuðning þegar á móti blæs og oft þarf að þerra tár og berja kjark í brjóst þegar illa gengur. Starfið í ungmennafélögum verður aldrei meira en það sem foreldrar eru tilbúnir að leggja á sig og auðvelt er að standa fyrir utan og gagnrýna það sem gert er. Ef foreldrar eru samstilltir og tilbúnir að gefa smá tíma til þess að sinna starfi í félaginu verður allt starfið og umgjörðin betri og börnin finna að við sýnum þeirra tómstundum áhuga. Ég

vil því hvetja alla foreldra sem eiga börn í íþróttum að taka vel í vinnu þegar eftir því er leitað og styðja við bakið á þeim og félaginu sínu. Ég veit ekki um neitt sem gefur meira af sér en að fá að vera hluti af svona hópi í blíðu og stríðu og tími er kominn að hver og einn finni í sér Sindrahjartað og þau fari að slá í takt. Þetta er félag okkar allra. Til hamingju leikmenn og þjálfarar 5. flokks Sindra og Neista. Sigurður Ægir Birgisson foreldratengill í 5. flokk kk.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 23. mars 2017

Stóra upplestrarkeppnin

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Laugardagurinn 23. mars Eyðibýlaskoðun að Skinney, Bakka. Endum gönguna við Borg á Mýrum Fjölskylduferð, létt ganga

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarkirkju þann 6. mars s.l. Að þessu sinni voru 12 keppendur sem lásu á lokahátíðinni en það voru nemendur frá Grunnskóla Djúpavogs og Grunnskóla Hornafjarðar. Nemendur lásu texta úr bókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnússon, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóð að eigin vali. Allir keppendur fengu bókaverðlaun en þrjú efstu sætin fengu einnig peningaverðlaun. Að þessu sinni var Tinna María Sævarsdóttir í 1. sæti, Tómas Nói Hauksson í 2. sæti og Aðalheiður Sól Gautadóttir í 3. sæti, öll úr Grunnskóla Hornafjarðar. Systurnar Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Anna Lára Grétarsdóttir spiluðu á píanó og þverflautu fyrir áhorfendur og foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á kaffiveitingar ásamt Mjólkursamsölunni. Kynnir á hátíðinni var Salvör Dalla Hjaltadóttir en hún vann stóru upplestrarkeppnina árið 2016. Dómarar voru Baldur Sigurðsson, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, María Gísladóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Stefán Sturla Stefánsson.

Aðalfundur verslunarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 27. mars 2017 kl. 18:00 að Víkurbraut 4 Hornafirði Dagskrá 1. Kjaramál 2. Skýrsla formanns deildar 3. Reglugerðarbreyting 4. Kjör stjórnar deildarinnar 5. Önnur mál Stjórn Verslunarmannadeildar AFLs

Lagt af stað frá tjaldstæði Hafnar kl. 10:00, sameinast í bíla og keyrt að Hólmsá. Gengið niður með Hólmsá. Ferðatími ca. 4 klst. Tökum nú fram gönguskóna og fjölmennum í ferðina. Munið nesti og séu hundar með verður að vera ól meðferðis. Frekari upplýsingar gefur Ragna 662-5074. Allir velkomnir. Einnig eru ferðir okkar auglýstar á facebook. Minnum á næstu ferð Krakkaferð á Meðalfell 2. apríl kl. 11:00.

Framtíðarstarf við ræstingar á Skjólgarði

Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig! Auglýst eftir starfsmanni í ræstingar á hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Um er að ræða vaktavinnu í hlutastarfi. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470-8630 eða netfangið asgerdur@hornafjordur.is. Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017.

5


Fjórði ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Icelandair Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 20:00.

Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. • Kvískerjajöklar – Jöklabreytingar í ljósi gamalla ritheimilda og vitnisburðar Kvískerjabræðra: Snævarr Guðmundsson • Kynning á verkefninu „Hættumat vegna jökulvatna í Skaftárhreppi“: Kristín Hermannsdóttir. • Stærsti sjónauki til stjörnurannsókna á Íslandi settur upp á Hornafirði: Snævarr Guðmundsson. Kaffi, te og léttar veitingar í hléi. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Stjórnin

Hvernig tryggi ég hámarks upplifun gesta? - Customers service, experience and journey Gæðanámskeið ætlað stjórnendum og lykilstarfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu og veitingastöðum. Leiðbeinandinn Þorkell Óskar stundar nám í International Business in Hotel and Tourism Management við César Ritz Colleges í Sviss. Hann útskrifast núna í vor. Áhersla verður lögð á gæðastjórnun í ferðaþjónustu og við móttöku erlendra gesta. Hvernig er hægt að fara úr þjónustuhlutverkinu yfir í að hámarka upplifun gesta? Þátttakendur fá í hendurnar ýmis verkfæri sem auðvelt er að tileinka sér og nota í sínu starfi. Þorkell hefur víðtæka starfsreynslu á þessu sviði, bæði hér heima sem og erlendis. Námskeiðið er bæði í formi fyrirlesturs og umræðna.

Hof 1 Öræfum 5. apríl 2017 kl. 12 -14 Hótel Smyrlabjörg Suðursveit 6. apríl kl. 12-14 Pakkhús Höfn 7. apríl kl. 12-14 Verð: 13.000 kr. Skráning: eyrun@fraedslunet.is, s: 5602050 https://www.namsnet.is/fraedslunet/Applications/?ProgID=55282

Minnum á fræðslustyrki frá fræðslusjóðum

Fræðslunetið

Símenntun á Suðurlandi www.fraedslunet.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.