Eystrahorn 11.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 11. tbl. 36. árgangur

Fimmtudagurinn 22. mars 2018

www.eystrahorn.is

Allt á fullri ferð í körfunni Það er óhætt að segja að það gangi vel hjá körfuknattleiksdeild Sindra þessa dagana. Í byrjun mars fóru 1.-5. bekkur á Nettómót í Reykjanesbæ. Alls fóru 7 lið eða 27 iðkendur sem er mesti fjöldi sem hefur farið til þessa. Þess má líka geta að eitt af liðunum var stelpulið en erfitt hefur verið að fá stelpur til að æfa og því fannst okkur frábært að þær 5 stelpur sem gera það gátu farið saman og spilað sem lið. Öll liðin stóðu sig frábærlega og hópurinn ánægður með ferðina. Strákarnir í 6.-7. bekk fylgdu svo í kjölfarið suður helgina eftir að keppa á Íslandsmóti 7. flokks. Vegna veikinda og forfalla fóru þeir með engan skiptimann og létu það ekki á sig fá heldur gáfu sig alla í leikina og uppskáru tvo sigra af fjórum leikjum. Komu þeir mjög þreyttir en sáttir heim. Einnig erum við með tvo stráka í 9. bekk sem hafa verið að keppa á Íslandsmótinu fyrir sameiginlegt lið Hattar/ Sindra og gengur þeim vel. Á nýloknu ársþingi USÚ var deildin svo lánsöm að taka á móti viðurkenningum. Tómas Orri Hjálmarsson er ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður sem hlaut hvatningarverðlaun 2017. Við val á íþróttamanni ársins var svo breytt útaf vananum þetta árið og í staðinn var valið það lið sem þótti sýna bestu liðsheildina og góðan árangur á árinu. Hlotnaðist sú viðurkenning

meistaraflokki Sindra. Liðið hefur að mestu verið skipað heimamönnum og í fyrra vann liðið sig upp í 2.deild eftir að hafa aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og það í bikarkeppninni. Liðið stefnir nú ótrautt áfram upp í 1.deild og hafa unnist 14 leikir í röð og spennandi úrslitakeppni framundan. Viljum við nota tækifærið og þakka USÚ fyrir þessa viðurkenningu og óska strákunum til hamingju. En það er meira í gangi hjá okkur þótt ótrúlegt sé því deildin hefur komið af stað bumbubolta fyrir karla sem eru komnir af léttasta skeiði og koma þeir saman einu sinni í viku og er leikgleðin þar í fyrirrúmi og kappið aldrei meiri en forsjáin. Kvennaboltinn er líka að koma sér af stað og stelpurnar hittast einu sinni til tvisvar í viku og aldrei að vita nema að náist að senda inn kvennalið á næstu leiktíð! Leikskólaboltinn er á sínum stað í íþróttahúsinu á laugardagsmorgnum. Framtíðin er því björt hjá körfuknattleiksdeild Sindra.

Glæsileg tilþrif í leik Sindra gegn Haukum b. Mynd: karfan.is / Benóný

Körfuboltakveðja, stjórnin

Meistaraflokkur Sindra í körfubolta með viðurkenninguna frá USÚ

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 28. mars Skilafrestur á auglýsingum og öðru efni er til kl. 14:00 mánudaginn 26. mars


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Fimmtudaginn 22. mars kl. 18:15 Síðasta kyrrðarstundin á föstu í Hafnarkirkju. Verið velkomin í kirkju að njóta kyrrðarinnar.

Brunnhólskirkja

Pálmasunnudag 25. mars Hátíðarguðsþjónusta kl.11:00 Allir velkomnir

Prestarnir

Frestun á aðalfundi Vegna námskeiðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar um þátttöku í sveitarstjórnarmálum frestast aðalfundur Umhverfissamtaka Hornafjarðar. Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl, kl.17:00 í Gömlubúð.

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÖSTUDAGUR 23.MARS. SAMVERUSTUND KL. 17:00. Ólafía Ingibjörg Gísladóttir (INGALÓ) sýnir myndir frá SUMARFERÐUNUM 2017 og bregður sér með okkur til Sikileyjar. Missið alls ekki af stundinni. LAUGARDAGUR 24.MARS. AÐALFUNDUR FeH í EKRUNNI kl. 14:00. Aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins . KAFFIVEITINGAR. Vöffluballið á sunnudaginn frestast fram yfir Páska.

Andlát

Sigurþór Sigurðsson frá Krossalandi í Lóni

lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 11. mars síðastliðinn. Sigurþór fæddist í Krossalandi í Lóni 13. febrúar 1933. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f.10.7.1874, d.22.3.1956, og Þórey Guðmundsdóttir, f.5.12.1887,d. 20.2.1969. Systkini Sigurþórs voru: Þórlaug Sigurborg, f.26.4.1918, d.16.4.1947, Hlöðver, f. 16.4.1919, d.22.7.1995, Guðmundur, f.15.10.1921,d 10.1.1924, Jón, f. 24.7.1923, d.4.1.2011, Guðríður Kristbjörg, f. 19.5.1925, d. 4.12.1977, Gunnar, f. 22.10.1926, d. 27.10.2013. Sambýliskona Sigurþórs var Nanna Guðrún Ingólfsdóttir . f.16.10.1942, d.3.5.2016. Þau voru barnlaus. Útför Sigurþórs fór fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 21. mars. . Fjölskyldan vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Sigurþórs. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs.

Aðstandendur

Eystrahorn Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 24. mars n.k. Verður Sögustund á Bókasafninu kl 13.30 – 14.00. Lesefnið verður í þetta sinnið á íslensku, pólsku og svahílí og miðast efnið við börn á aldrinum 3-6 ára. Í þetta sinn verður sögustundin í samstarfi við gestalesara. Góðir sófar og allrahanda lesefni fyrir mömmur, pabba, ömmur og afa, á meðan á lestrinum stendur. Verið velkomin á bókasafnið.

Ef þú hefur áhuga á því að gerast gestalesari vinsamlegast hafðu samband við bókasafn í síma 470-8050 Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. mars 2018

www.eystrahorn.is

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

Til Sölu - Ránarslóð 16 Verð: 32.900.000 Mikið endurnýjað einbýli á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum. Innréttingar frá Brúnás, hiti í gólfum neðri hæðar. Óviðjafnanlegt útsýni er frá húsinu þar sem Vatnajökull og Höfðinn blasa við. Húsið er með varmadælu.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Þórir Hauksson Löggiltur fasteignasali í s: 696-1122, kristjan@fastlind.is

Laugardagurinn 24. mars - Borgarhafnarfjörur Fjölskyldu og jeppaferð Laugardaginn 24. mars stendur ferðafélagið fyrir fjölskyldu jeppaferð á Borgarhafnarfjörur Vonum að veðurguðirnir verði hliðhollir og við getum notið fallegrar útivistar í títtnefndri sveit sólar. Stutt gönguferð í túrnum og verðum vonandi með einhvern staðkunnugan til fræðslu. Reikna má með 3 til 4 tíma ferð en lagt verður af stað frá tjaldstæði kl 10 Verð 1000kr pr einstakling 1500 kr á fjölskyldu Munið nestið og klæðnað eftir veðri Uppl Jóhannes Danner 896-2081

Mikið úrval af fallegum og nytsamlegum vörum fyrir fermingabarnið. Tjöld, svefnpokar, sjónaukar, vekjara­ klukkur, bluetooth, rúmföt, teppi, úr, skartgripir, kortaveski og fl. Lifandi pottablóm, tilvalið í borðskraut og til tækifærisgjafa eða bara fyrir heimilið.

Húsgagnaval

Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Hótel Höfn. Deiliskipulagið nær yfir lóðina að Víkurbraut 20 en lóðin er 6.014 m² að stærð. Heimilt verður að hækka núverandi byggingu um eina hæð og byggja fjögurra hæða herbergjaálmu norðvestan við hana. Einnig verður heimilt að stækka núverandi veitingasal til vesturs. Bílastæði verða bæði vestan og sunnan við hótelið. Hefðbundin bílastæði í flokki A verða 48 og að auki verða 3 bílastæði fyrir fatlaða. Á lóð er einnig gert ráð fyrir stæðum fyrir tvo stóra hópferðabíla, en þeim verður lagt annars staðar, þegar farþegar eru farnir frá borði. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ stjornsysla undir skipulag í kynningu frá 14. mars til 7. maí 2018. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögu Hótel Höfn skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. maí 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að fresta skemmtikvöldi Kvennakórs Hornafjarðar sem halda átti þann 23. mars nk. í Sindrabæ. Ný dagsetning verður nánar auglýst síðar. Stjórn Kvennakórs Hornafjarðar

Páskabingó Kiwanis

Kiwanisklúbburinn Ós heldur páskabingó, laugardaginn 31. mars kl 14.00 í Nýheimum. Komið og vinnið glæsileg Freyjupáskaegg og styrkið með því styrktarsjóð Óss.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Eystrahorn

Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Myllulæk í landi Stórulágar. Deiliskipulagið nær yfir rúmlega 11,3 ha landspildu úr landi Stórulágar 2. Deiliskipulagið tekur til 12 lóða á frístundasvæði auk tjaldsvæðis meðfram Myllulæk að norðanverðu. Í gildi er deiliskipulag á svæðinu frá október 1994 og fellur það úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Unnið er að óverulegri breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsvinnu. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur. is/stjornsysla undir skipulag í kynningu frá 21. mars til 7. maí 2018. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögunnar skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. maí 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@ hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

SUMARSTÖRF Á HÖFN Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, þjónustu við viðskiptavini, vörumóttöku, áfyllingar, þrif og annað tilfallandi. Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi. • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Reynsla af verslunarstörfum er æskileg.

VIÐ LEITUM AÐ HRESSU SUMARSTARFSFÓLKI Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra á staðnum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. mars 2018

www.eystrahorn.is

Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 2 áfangi“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur á Vöruhúsinu sem verður gert í áföngum. 2. áfangi verksins sem þetta útboð felur í sér felast að mestu í endurbótum utanhúss. Byggð eru 2 ný anddyri. Eitt að suðaustan sem er aðalanddyri nemanda og kennara grunnskólans og verður það fullklárað að utan. Annað að suðvestan sem er aðalinngangur að Fablab og tengdum rýmum og það rými verður bæði fullklárað að innan og utan. Einnig er byggt nýtt skyggni yfir inngang inn í kjallara suðaustanmegin. Þá er einnig fyrirhugað að skipta út ónýtum gluggum í húsinu og endur glerja þá sem eru í lagi og mála húsið. Helstu verkþættir eru: Suðausturhlið. Rif (Sögun/brot á veggjum)og förgun á útbyggingu og skyggni, Gröftur fyrir viðbyggingu og lögnum og endurnýjun/endurbætur á frárennslislögnum þar. Uppsteypa á nýju anddyri og skyggni með tilheyrandi raf og pípulögnum. Tilbúið að utan. Suðvesturhlið. Smíði á nýju anddyri. Full klárað. Annað. Smíði nýrra útihurða og glugga og ísetning þeirra sem og endurnýjum á gleri í öðrum gluggum. Þá verður húsið allt háþrýstiþvegið, gert við sprungur í burðarvirki og endurmálað. Útboðið felur í sér fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðsins. Útboðsgögn má nálgast frá og með fimmtudeginum 22. mars 2018 án endurgjalds með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir að fá send útboðsgögn vegna „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 2 áfangi“ Útboðsgögn Útboðslýsing Verklýsingar Teikningar hönnuða Magnskrár og tilboðsblað Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði í afgreiðslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eigi síðar en fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir . Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi. Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í apríl Keilir býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Höfn í Hornafirði og nærsveitum. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið: Þriðjudaginn 3. apríl: Miðvikudaginn 4. apríl: Fimmtudaginn 5. apríl:

Lög og reglur Umferðaröryggi Vistakstur

Námskeiðin fara fram í Hoffelli 3. - 5. apríl, kl. 16 - 23 alla daga og eru háð lágmarks þátttöku. Nánari upplýsingar og skráning í síma 578 4075 eða á www.keilir.net/namskeid

Sveitarfélagið auglýsir eftir flokkstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2018. Auglýst er eftir bæði körlum og konum, 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Ráðnir verða fjórir einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum AFL stéttarfélags og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir skal senda í rafrænu formi á netfangið herdisiw@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Herdís I Waage, tómstundafulltrúi í síma 470-8028. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars n.k.


Tilboð til

Félagsmanna P

22. mars. - 25. mars

ð i r æ l a b m a l a sá k 2018 LAMBALÆRI FROSIÐ

989 kr/kg

Viltu gerast félagsmaður?

LAMBALÆRI ÚRB. OSTAFYLLT. ÓFROSIÐ

1.789 kr/kg

• Hægt er að sækja um kort á heimasíðu Samkaupa: www.samkaup.is/afslattarkort • Skráningargjald: 1.000 kr. • Kortið veitir 2% afslátt af öllum þínum innkaupum. • Þú færð kortið sent til þín innan nokkurra daga, en með bráðabirgðakortinu getur þú nýtt þér þessi tilboð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.