Eystrahorn 12. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 12. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 30. mars 2017

www.eystrahorn.is

Rættist vel úr vertíðinni

Það má segja að þokkalega hafi ræst úr vetrarvertíðinni eftir langt sjómannaverkfall. Jói á Fiskmarkaðnum, inntur frétta, sagði að Sigurður Ólafsson hefði landað tæplega 400 tonnum frá áramótum, mest þorskur. Línubáturinn Beta VE hefur landað um 150 tonnum og aðrir minna. Þessar fréttir fengust hjá Skinney-Þinganesi; „Eftir langt hlé vegna verkfalls sjómanna brast loðnuvertíð á af fullum þunga. Það var ljóst að ekkert mátti út af bregða til að ná þeim kvóta sem skyndilega og óvænt var úthlutað í loðnu, eftir að útgerðarmenn tóku sig saman og leituðu norður og vestur af landinu. Skemmst er frá að segja að nær allt gekk eins og í sögu. Veðrið var gott, fært var nánast alltaf um Ósinn þannig að ekki slitnaði í sundur í verksmiðjunni að neinu ráði, fryst voru þúsundir tonna af Japansloðnu ásamt því að ný og endurbætt fiskimjölsverksmiðja starfaði vel. Jafnframt lönduðu uppsjávarskipin alls fjórum förmum hjá hrognaframleiðendum á Austurlandi. Á sama tíma hófust neta- og línuveiðar og saltfiskvinnsla á Höfn, og togbátar félagsins hófu að landa bolfiski í vinnslu félagsins í Þorlákshöfn. Neta- og línuveiðar fóru fremur hægt af stað en hafa tekið mikið við sér og undanfarið hefur verið hörkugóð veiði og miklar annir hjá fólki í landi. Humarveiði hófst svo eftir miðjan mars mánuð og sinna nú bæði Þinganesið og Þórir humarveiðum á suðausturmiðum. Eftir hrygningarstopp bætist Skinney í hóp humarbáta en Hvanney fer á snurvoð. Steinunn heldur áfram að veiða fyrir vinnsluna í Þorlákshöfn. Það lítur því út fyrir annasama tíma framundan.“

Heimsókn frá Póllandi

Fyrr í þessum mánuði komu góðir gestir í FAS. Það voru 17 nemendur og tveir kennarar frá Wroclaw Póllandi í samstarfsverkefninu „Your Health is Your Wealth“ en það er undir merkjum Erasmus+ áætlunarinnar. Þessi heimsókn er liður í tveggja ára verkefni sem lýkur formlega í haust. Verkefnið er byggt á hugmynd um heilsueflandi framhaldsskóla þar sem hugað er að andlegri sem líkamlegri líðan og hvernig megi ná sem bestum árangri í leik og starfi. Það er gert með fjölbreyttri verkefnavinnu og skólaheimsóknum. Hægt er að skoða verkefnið á http://health.fas.is/ Á síðasta skólaári tóku rúmlega 30 nemendur þátt í verkefninu og í ár voru 17 nemendur í hvoru landi sem tóku þátt í ferðunum. Það eru því um 70 nemendur sem hafa tekið beinan þátt í verkefninu. Þá eru ótaldir allir þeir sem kynnast verkefninu á annan hátt. Í heimsóknum er miðað að því að þátttakendur kynnist eins og kostur er landi og þjóð. Það er m.a. gert með því að nemendur búa hjá gestafjölskyldum meðan á dvöl stendur. Þá er farið í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir til að gefa sem besta mynd af lífinu á staðnum. Gestirnir okkar urðu margs fróðari um sögu staðarins og líf í sjávarþorpi eftir heimsóknina hingað. Það er mikils virði fyrir okkur í FAS hversu margir eru tilbúnir að aðstoða við að taka á móti gestunum. Það á við bæði um gestafjölskyldur og ekki síður þá sem opna dyr sínar, segja frá starfseminni og jafnvel leysa gestina út með gjöfum. Öllum þeim sem komu að móttöku gestanna eru hér með færðar bestu þakkir. Í júní verður svo síðari fundur verkefnastjóra þar sem m.a. er hugað að skýrslugerð. Sá fundur verður haldinn í Póllandi. Það eru þó ekki

bara umsjónarmenn verkefnisins sem mæta á þann fund heldur ætlar lunginn af starfsliði FAS með í þá för og þá á jafnframt að skoða fleiri skóla.

Næsta blað kemur út 6. apríl, ekki kemur út blað í páskavikunni, fimmtudaginn13. apríl.

Hjördís Skírnisdóttir


2

Fimmtudagurinn 30. mars 2017

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

Kyrrðarstundir á föstu alla miðvikudaga til 12. apríl kl. 18:15.

Lestur úr píslasögu Jesú, sálmar og bænir. Verið velkomin í Hafnarkirkju. Prestarnir

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND Föstudaginn 31. mars kl. 17:00

Gestur Sr. María Rut Baldursdóttir sóknarprestur Missið ekki af stundinni Allir velkomnir!

Bingó-Bingó-Bingó Bingó í EKRUNNI Sunnudaginn 2. apríl kl. 14:00. Margt góðra vinninga. Endilega kíkið í Bingóið!

Kaþólska kirkjan Páskadagur 16. apríl. Messa kl. 12:00.

Andlát Bifreiðaskoðun á Höfn 3., 4. og 5. apríl. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 31. mars. Næsta skoðun 15., 16. og 17. maí. Þegar vel er skoðað Aðalfundur Búnaðarsambands Austur – Skaftfellinga Verður haldinn í Mánagarði mánudaginn 10. apríl kl. 11:00 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. • Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri LS verður gestur fundarins og ræðir markaðsmál kindakjöts. • Önnur mál. Stjórn Búnaðarsambands A-Skaft.

Jón Helgason fæddist í Hoffelli 2. mars 1943, og lést 23. mars 2017. Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson bóndi, f. 14. apríl 1904, d. 2. febrúar 1981 og Heiðveig Guðlaugsdóttir f. 13. september 1919, d. 22. nóvember 2006. Systkini Jóns frá móður eru Jón Gunnar Jónsson f. 19. júní 1940, d. 21. desember 2012. Úlfar Helgason f. 11. júlí 1945. Guðmundur Helgason f. 1. janúar 1947, d. 23. júní 2016. Sigurbjörg Helgadóttir f. 7. janúar 1954. Eiginkona Jóns var Júlía Katrín Óskarsdóttir frá Höfn f. 24. maí 1948. Jón og Júlía eignuðust þrjú börn; 1) Heiðveigu Maren f. 11. janúar 1965, sambýlismaður hennar er Guðbergur Sigurbjörnsson. Börn Heiðveigar eru; Jón Vilberg f. 8. júní 1982, Bjarki Júlí f. 27. ágúst 1987 og Eva Kristín f. 17. desember 1993. 2) Helgi Jóhannes f. 15. mars 1972, sambýliskona hans er Áslaug Skeggjadóttir f. 5 janúar 1973, börn þeirra eru, Jón Skeggi f. 27. ágúst 1999, Óskar Þór f. 27. febrúar 2007 og Olga Júlía f. 27. febrúar 2007. 3.) Bjarni Óskar f. 9. maí 1982. Barnabarnabarn Jóns og Júlíu er Eva María f. 25. mars 2016. Jón var lengst af með sjálfstæðan atvinnurekstur og starfaði þá sem vörubílstjóri. Frá árinu 2000 og til starfsloka vann hann hjá Vegagerð Ríkisins. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 31. mars kl. 14:00.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

VILTU SELJA

VILTU SELJA!

Til Það vantar eignir í öllum flokkum Góð eftirspurn. Nánari upplýsingar á Jaspis fasteignasölu.

NÝTT Á SKRÁ

KIRKJUBRAUT

Vandað og fallegt einbýlishús með bílskúr og sólstofu, samtals 225,6 m² Seljendur skoða skipti á minni eign.

NÝTT Á SKRÁ

VÍKURBRAUT / EKRA

Góð 56,4 m² studioíbúð, með sólstofu. Sér inngangur um sólstofu frá 2. Hæð Laus strax.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 30. mars 2017

Þakkir

Við undirritaðar stóðum fyrir 3ja-kvölda félagsvist til styrktar Björgunarfélagi Hornafjarðar. Okkur langar að þakka mörgum fyrir stuðninginn m.a.; þátttakendum, Félagi eldri Hornfirðinga fyrir aðstöðuna, Þorleifi Olsen fyrir alla aðstoðina, eigendum Z-Bistró fyrir vinning, humarpizzan hjá þeim er alveg frábær, SkinneyÞinganesi fyrir saltfiskinn, dagvist eldriborgara í Ekru sem lögðu til lopasokka og vettlinga og öllum sem aðstoðuðu okkur þess á milli. Á lokakvöldinu komu Karl Ágúst Guðnason og Kristín Gyða Ármannsdóttir og tóku við 97.000 kr. fyrir hönd Björgunarfélagsins. Þakkaði Karl Ágúst fyrir styrkinn og tjáði okkur að Björgunarfélagið væri að festa kaup á talstöðvum svo þessir fjármunir væru kærkomnir nú. Okkur langar að hvetja fólk til þess að styðja Björgunarfélagið til kaupanna. Með kærri þökk Jóhanna Guðný Einarsdóttir og Katrín Steindórsdóttir

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn mánudaginn 6. apríl kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf Nýir félagar velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélaganna

Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í framtíðar- og sumarstörf. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður og iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Unnið á vöktum. Helstu verkefni

Hæfniskröfur

• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Rík þjónustulund

• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

• Reynsla af sambærilegum stöfrum er kostur

• Samskiptafærni og þjónustulund

Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt sumarstörf 2017. Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri í síma 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.

VR-15-025

3


4

Fimmtudagurinn 30. mars 2017

Eystrahorn

Starfsfólk vantar sem fyrst í eftirtalin störf á sameinuðum leikskóla á Höfn. • Starf leikskólakennara eða leiðbeinenda. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum, um er að ræða mjög gefandi starf. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru. • Hlutastarf í eldhús. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa reynslu að vinna í eldhúsi. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl næstkomandi Umsóknir berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is og í síma 470-8491 / 470-8481

Atvinna Flugfélagið Ernir óskar eftir starfskrafti í hlutastarf á Hornafirði. Starfið felur í sér almenn afgreiðslustörf, símsvörun, bókanir í flug, hleðslu á flugvélum, útkeyrslu og annað tilfallandi. Óskað er eftir fólki með hæfni í mannlegum samskiptum og öguðum vinnubrögðum. Góð enskukunnátta og bílpróf skilyrði. Umsóknir sendist á netfangið hofn@ernir.is fyrir 7. apríl

Fermingartilboð!

Síðasti dagur útsölu er föstudaginn 31. mars Vörur á góðum afslætti ásamt húsgögnum, hillum o.fl. Verið velkomin

Mikið úrval af góðum rúmum og dýnum, gerum einnig tilboð fyrir hótel og gistiheimili. Úrval af gjafavörum fyrir fermingarbarnið t.d. úr og skartgripir kortaveski, lampar, sængur og sængurverasett, tjöld, svefnpokar og margt fleira.

Jaspis

Verið velkomin

LOKA-LOKADAGUR Á JASPIS

Heiða Dís og Snorri

hársnyrtistofa

Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 8. apríl nk. Góður matur og ýmsar uppákomur. Húsið verður opnað kl. 19:00

Húsgagnaval Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00

Veislustjóri : Jens Garðar Helgason Miðaverð: 6000 kr. Allir karlmenn velkomnir Lionsklúbbur Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 30. mars 2017

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Fyrsta fjallgangan?

Næsta sunnudag, 2. apríl, býður FerðafélagAustur Skaftfellinga upp á krakkaferð á Meðalfell í Nesjum. Fellið, sem stendur ofan við samnefndan bæ, er rétt um 100 m hátt og því kjörið æfingafell fyrir litlar fætur. Börn frá 3-4ja ára aldri eiga að ráða við ferðina en nauðsynlegt er að börnin hafi fylgd fullorðinna, bæði til stuðnings og eins upp á öryggi. Ferðin tekur í allt um 2 klst. Tilkynningar og/eða breytingar verða settar inn á fésbókarsíðu ferðafélagsins. Upplýsingar veitir Helga í síma 842 4374. Lagt verður af stað frá tjaldsvæðinu á Höfn kl. 11:00.

Bæjarmálafundur 3. framboðsins verður haldinn laugardaginn 1. apríl nk. kl. 10:00 á Hafnarbúðinni. Bæjarfulltrúar 3. framboðsins mæta.

Grunnnámskeið í ferðamennsku á skriðjöklum Markmið námskeiðsins eru að fara í grunnatriði öruggrar ferðamennsku á skriðjöklum, þeim búnaði sem til þarf, ísklifur og einfalda sprungubjörgun. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að ferðast sjálfir á skriðjöklum, vilja kynnast heimi fjallamennskunnar og þeim sem eru að undirbúa sig fyrir fagþjálfun í jöklaleiðsögn skv. þjálfunarkerfi Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna (AIMG). Dagsetning: 10.-12. Apríl Lengd: 3 dagar, um 8-9 klst. á dag Staðsetning: Hali í Suðursveit og skriðjöklarnir í kring. Fjöldi sæta: 4 Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson Sigurður er yfirleiðsögumaður Glacier Adventure og hefur starfað við jökla og fjallaleiðsögn síðan vorið 2013, lauk AIMG Jöklaleiðsögumanna prófi í júní 2014 og hefur tekið þátt í kennslu ýmissa Fjallamennskunámskeiða fyrir einstaklinga, björgunarsveitafólk og jöklaleiðsögumenn síðastliðin 2 ár. Nánari upplýsi ngar veitir Haukur Ingi á netfanginu haukur@glacieradventure.is

5

Tónleikar

Karla- og kirkjukórs Vopnafjarðar í Hafnarkirkju laugardaginn 1. apríl nk. kl. 15:00 Stjórnandi og undirleikari Stephen Yates Aðgangseyrir 2.000 kr. Frítt fyrir grunnskólabörn og yngri Athuga að ekki er posi á staðnum Verið hjartanlega velkomin

Störf í leik- og grunnskóla í Hofgarði í Öræfum Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf í samreknum leik- og grunnskóla í Hofgarði. Óskað er eftir: 1. Skólastjóra í samrekinn leik- og grunnskóla. 2. Leikskólakennurum eða leiðbeinendum í sumar í hlutastarf í leikskólanum. Ráðningartími er frá 15. maí til 10. júlí er leikskólinn lokar vegna sumarfrís og síðan aftur frá 14. ágúst eftir að sumarfríi lýkur. 3. Grunnskólakennurum eða leiðbeinendum til að kenna nemendum á yngsta- mið- og unglingastigi. 4. Stuðningsfulltrúa í leik- og grunnskóla. 5. Matráði í hálft starf. Störfin eru lífleg, hressandi og skemmtileg fyrir alla þá sem hafa gaman af að samveru, leik og starfi með börnum. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknir berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is eða í s. 470 8000 sem veitir nánari upplýsingar. Pálína Þorsteinsdóttir núverandi skólastjóri veitir jafnframt upplýsingar í tölvupósti, palinath@hornafjordur.is eða í síma 478-1672.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.