Eystrahorn www.eystrahorn.is
Miðvikudagurinn 28. mars 2018
12. tbl. 36. árgangur
Góð mæting á aðalfund FeH
Félag eldri Hornfirðinga hélt aðalfund sinn sl. laugardag og var ágæt mæting á fundinum. Auk venjulegra aðalfundastarfa var talsverð umræða um væntanlega viðbyggingu við Skjólgarð. Lagði stjórnin fram ályktun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingarinnar þar sem skorað er á bæjaryfirvöld og heilbrigðisráðherra að sem allrar fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmdir við þetta brýna hagsmunamál eldri borgara og allra íbúa sveitarfélagsins. Þrjú ár eru nú liðin frá því að þáverandi heilbrigðisráðherra kom í heimsókn og enn eru framkvæmdir ekki hafnar. Greinilegt er að klukkan tifar okkur í óhag. Ályktunin var samþykkt einróma og verður afhent viðkomandi. Þá var lögð fram tillaga um að Félaga eldri Hornfirðinga fengi þau framboð sem bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum til almenns fundar til að svara spurningum um hvað varðar viðbyggingamál við Skjólgarð og eins varðandi byggingu smærri íbúða fyrir eldri borgara
og hvernig framboðunum finnst að sveitarfélaginu beri að haga þjónustu við eldra fólk, þ.m.t.heimaþjónustu. Var þessi tillaga samþykkt einróma. Ljóst er að eldra fólki finnst þessi mál skipta sig miklu.
Í stjórn FeH sitja: Haukur H. Þorvaldsson formaður, Sigurður Ö. Hannesson, Lucía Óskarsdóttir, Örn Arnarson, Heiður Vilhjálmsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Ásta Á. Halldórsdóttir. Aðsetur félagsins
er í EKRUNNI við Víkurbraut. Nýir félagar eru velkomnir. Einnig er hægt að gerast styrktarfélagar.
verið mjög virkur í sönglífinu hér heima m.a. tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar og á frumflutningi á óperunni Ragnheiði en þar fór hann með hlutverk Brynjólfs biskups. Viðar kennir við Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla
Sigurðar Demetz. Viðar hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig tilnefndur til Grímunnar, Íslensku Sviðlistaverðlaunanna. Á dagskrá kórsins verða bland
af hefðbundnum karlakórslögum og dægurlögum auk laga úr óperettum og messum. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morávek og undirleikari Guðlaug Hestnes.
Viðar Gunnarsson með Karlakórnum Jökli
19. apríl á sumardeginum fyrsta mun Karlakórinn Jökull halda sína árlegu vortónleika í Hafnarkirkju. Af tilefni 45 ára afmæli kórsins, munum við fá bassasöngvarann Viðar Gunnarsson til að syngja með kórnum ásamt því að syngja nokkur lög einn. Viðar hefur sungið víða um heim og fengið lofsamlega dóma fyrir söng sinn. Viðar var fastráðinn við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden 1990-1995 auk þess sem hann hefur sungið í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Essen, Mannheim, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Kassel, Dortmund, Genf, Bern, Þjóðaróperunni í Vínarborg, Bregenz, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu. Einnig hefur hann
Athugið að ekki kemur út blað þann 5. apríl. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 12. apríl
2
Miðvikudagurinn 28. mars 2018
Eystrahorn
Fermingarbörn við Hofskirkju eftir velheppnaða fermingarfræðsluferð í janúar
Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Aðalfundur 3.Framboðsins
Vildaráskrift
Verður haldinn í Golfskála GHH
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:00 Venjuleg aðalfundastörf Allir velkomnir Stjórnin
Eystrahorn
Miðvikudagurinn 28. mars 2018
3
Félagslandbúnaður í Hornafirði
Mánudaginn síðastliðinn var haldinn áhugaverður kynningarfundur um félags landbúnað. Fundurinn var haldin í Nýheimum við mikinn áhuga viðstaddra. Eftir stutta útskýringu á hugmyndafræði félagslandbúnaðar (e. Community supported agriculture / CSA) fengu fundargestir kynningu frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur hjá Gróanda á Ísafirði. Gróandi er sjálfstætt ræktunarfélag sem hefur þann eina tilgang að rækta grænmeti fyrir félagsmenn sína án hagnaðar og er fyrsti félagslandbúnaðurinn sem stofnaður hefur verið á Íslandi. Félagið innheimtir félagsgjöld árlega sem fer m.a. í að greiða fyrir starfsmann félagsins sem hefur yfirumsjón með ræktuninni. Um 50 félagsmenn eru nú í Gróanda og taka félagar allar ákvarðanir í sameiningu s.s. hvað skuli rækta, hvert árgjaldið er og svo framvegis. Á uppskerutíma geta félagar sótt sér grænmeti vikulega. Reglulega eru haldnir viðburðir, s.s. grill, kvöldvaka, sjálfboðaliðadagar og að sjálfsögðu að endingu uppskeruhátíð. Margar leiðir má fara í þessum
Gróandi á Ísafirði hefur staðið að félagslandbúnaði undanfarin tvö sumur við góðar undirtektir. Mynd: Gróandi
málum. Víða erlendis er verkefnið þannig uppbyggt að bóndi á svæðinu ákveður sjálfur, eða í samráði við aðra, um að fara þessa leið í sölu á sinni matvöru. Leitað er til nærsamfélagsins að fólki sem vill verða áskrifandi að grænmeti, ræktað í héraði. Ýmsir kostir eru fyrir bóndann, en með því að fá félaga til að greiða fyrir grænmetið fyrirfram tryggir bóndinn sér örugga sölu á afurðum sínum, betra verð fyrir
Mikið úrval af fallegum og nytsamlegum vörum fyrir fermingabarnið. Tjöld, svefnpokar, sjónaukar, vekjara klukkur, bluetooth, rúmföt, teppi, úr, skartgripir, kortaveski og fl. Lifandi pottablóm, tilvalið í borðskraut og til tækifærisgjafa eða bara fyrir heimilið.
Húsgagnaval
Símar: Opið:
478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00
vöruna (þarf ekki að undirbjóða á stórmarkaði), bóndinn getur framleitt eftir þörfum og félagarnir deila áhættu ef uppskerubrestur verður. Einnig geta veitingastaðir og fyrirtæki tekið þátt og þannig geta þeir boðið gestum sínum eða starfsfólki uppá ferskt grænmeti eða matvöru ræktaða í heimabyggð. Hvora leiðina sem farið er, þ.e.a.s íbúar stofna félag sem ræður starfsmann eða bóndi á svæðinu semur við íbúa, er ávinningurinn mikill. Neytendur vita hvaðan maturinn er fenginn, grænmetið er umbúðalaust, stuðlað er að minni matarsóun og einnig sparast flutningur á matvælum. Samfélagslegir ávinningar eru einnig til staðar, verkefnið eflir nærsamfélagið, það er fræðandi, eflir vitund íbúa á hvaðan maturinn er komin og er mjög fjölskylduvænt þar sem allir geta
tekið virkan þátt. Tilgangurinn með fundinum var að kanna áhuga íbúa á Hornafirði að fara af stað í slíkt verkefni hér á svæðinu. En verkefnið stendur og fellur með áhuga íbúa. Mæting hefði mátt vera meiri á fyrsta fundinn, en undirrituð fann fyrir áhuga íbúa áður en að fundinum kom og margir höfðu líst yfir áhuga á að fara af stað með slíkt verkefni. Ákveðið var í lok fundar að stofna facebook síðu og hefja þar umræðu um hvort og þá hvernig væri hægt að drífa af stað slíkt verkefni í Hornafirði. Áhugasamir geta leitað eftir hópnum „Félagslandbúnaður í Hornafirði“ á Facebook. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Verkefnastjóri UmhverfisSuðurland Nýheimum þekkingarsetri
Páskabingó Kiwanis
Kiwanisklúbburinn Ós heldur páskabingó, laugardaginn 31. mars kl 14.00 í Nýheimum. Komið og vinnið glæsileg Freyjupáskaegg og styrkið með því styrktarsjóð Óss.
4
Miðvikudagurinn 28. mars 2018
Eystrahorn
Aðalfundur Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga verður haldinn að Hrollaugsstöðum mánudaginn 9. apríl 2018 kl. 11:00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins er Sigurður Eyþórsson framkvæmdarstjóri BÍ Stjórnin
MEIRAPRÓF
Námskeið til aukinna ökuréttinda byrjar á Hornafirði 5. apríl klukkan 17.00 í húsnæði Afls. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðið. Upplýsingar og skráning í 893-3652 eða pall@egilsstadir.is Ökuskóli Austurlands
Hjálpartæki Samkvæmt skilgreiningu Sjúkratrygginga Íslands eru hjálpartæki tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða og aldraða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun. Hjálpartækið verður jafnframt að teljast nauðsynlegt og hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Til að eiga rétt á hjálpartæki þarf einstaklingur að vera sjúkratryggður og þarf að hafa not fyrir tækið í meira en 3 mánuði. Í sumum tilvikum greiða Sjúkratryggingar tækið að fullu en í öðrum tilfellum ber notandi hluta af kostnaði. Hjálpartæki eru mjög fjölbreytt og eru af ýmsum stærðum og gerðum og nýtast við ólík tilefni. Sem dæmi má nefna tæki sem aðstoða við hreyfingu s.s. hjólastóla, rafskutlur, göngugrindur og stafi. Tæki við athafnir daglegs lífs eins og eldhúsáhöld, sokkaífærur, rennilásahjálpartæki , hnappakrókar og ýmis stoðtæki og stuðningstæki. Þá eru ótalin hjálpartæki sem ætluð eru fyrir ákveðna sjúklingahópa eins og sykursýkislyf og stómavörur. Hvernig er sótt um hjálpartæki. Ef þú telur að hjálpartæki gæti nýst þér eða þínum er hægt að leita frekari upplýsinga á næstu heilsugæslustöð. Heilbrigðisstarfsmenn sjá um að fylla út umsókn sem send er á sérstöku eyðublaði til Sjúkratrygginga Íslands og sjá heilbrigðisstarfsmenn um að fylla út umsókn. Í tilviki fyrstu umsóknar um meðferðarhjálpartæki (þ.m.t. stoðtæki í meðferðarskyni) skal umsögn læknis ætíð fylgja. Oft sjá sjúkra- og/eða iðjuþjálfar um að aðstoða við val á hjálpartækjum. Sé umsókn samþykkt annast Sjúkratryggingar afgreiðslu á hjálpartækjum í samræmi við reglur og sér un endurnýtingu tækjanna. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Guðný Bogadóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum
Lionsklúbburinn Kolgríma. SUNDLAUG HORNAFJARÐAR SUNDLAUG HORNAFJARÐAR PÁSKAR PÁSKAR Opnunartími um Páskana hjá Sundlaug Hornafjarðar: Opnunartími um Páskana hjá Sundlaug Hornafjarðar: Fimmtudagur, skírdagur 10:00 – 17:00 Föstudagurinn langi LOKAÐ Fimmtudagur, skírdagur 10:00 – 17:00 Laugardagur, 10:00 – 17:00 Föstudagurinn langi LOKAÐ Sunnudagur, Páskadagur LOKAÐ Laugardagur, 10:00 – 17:00 Mánudagur, í páskum 10:00 – 17:00 Sunnudagur,Annar Páskadagur LOKAÐ Mánudagur, Annar í páskum
10:00 – 17:00
Gleðilega Páska Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar Gleðilega Páska Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar
Heldur sitt árlega konukvöld, ”Krúttmagakvöld” á Hafinu laugardaginn 14. apríl nk. Húsið opnað kl. 19:30 Borðhald hefst kl. 20:00 Veislustjóri: Margrét Gauja Magnúsdóttir Happdrætti - Trúbador Allur ágóði rennur til líknamála í heimabyggð. Miðaverð kr. 5.000. - tökum ekki kort. Miðapantanir í síma: Erla Berglind Antonsdóttir 847-6634 Anna Antonsdóttir 893-1995 Erla Gurðrún Einarsdóttir 846-4969 Konur gerum okkur glaðan dag
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Hittu ráðgjafa Símans á Höfn Ráðgjafar Símans taka vel á móti þér í spjall um farsímaleiðir, afþreyingu og skráningu rafrænna skilríkja í Póstinum á Höfn. Hlökkum til að sjá þig!
Pósturinn, Höfn: Fimmtudaginn 5. apríl frá klukkan 9–16.30.
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk til sumarstarfa. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður og iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Unnið á vöktum. Helstu verkefni
Hæfniskröfur
• Almenn afgreiðsla og þjónusta
• Rík þjónustulund
við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni
• Samskiptafærni og þjónustulund • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Höfn. Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri í síma 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.
VR-15-025