Eystrahorn 13. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

13. tbl. 35. árgangur

Hornfirska hljómsveitin Misty komst í úrslit Músíktilrauna 2017 Músíktilraunir hafa verið stór partur af tónlistarlífi okkar Íslendinga en keppnin var fyrst haldin 1982. Markmið keppninnar er að veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri að koma sér og tónlist sinni á framfæri. Alls kepptu 32 hljómsveitir og í ár tók hornfirska hljómsveitin MISTY þátt og er skemmst frá því að segja að þeir félagar komust í úrslit. Hljómsveitina skipa þeir, Birkir Þór Hauksson, Þorkell Ragnar Grétarsson og Ísar Svan Gautason. Strákarnir byrjuðu að spila og semja tónlist saman í október 2015 og hafa þegar spilað á nokkrum tónleikum. Tónlist þeirra félaga má sennilega lýsa sem instrumental post-rokki með smá progg áhrifum. Laugardagskvöldið 1. apríl var svo úrslitakvöldið haldið í Hörpu og komu þar fram 12 hljómsveitir. Sjaldan hafa atriðin verði jafn fjölbreytt og nú og jafnvægi í kynjahlutfalli. Strákarnir í MISTY fluttu frumsamið 15 mínútna tónverk og gerðu það mjög vel. Hljómsveitin á hóp aðdáenda sem fóru landshorna á milli til að sjá þá og heyra í Hörpu ásamt því að sýna þeim stuðning. Að öðrum ólöstuðum á Jón Haukur miklar þakkir skildar fyrir dyggan stuðning og hjálp. Í lok kvölds þegar úrslit voru kynnt kom svo í ljós að þeir höfðu unnið titilinn hljómsveit fólksins í símakosningu sem var mjög ánægjulegur endir á þessu frábæra kvöldi í Hörpu. Þeir hafa nú einnig verið valdir blúsaðasta hljómsveit keppninnar og fengið boð um að spila á blúshátíð Reykjavíkur sem haldin verður í næstu viku. Fyrir hönd aðdáenda hljómsveitarinnar MISTY Ragnheiður Rafnsdóttir gestur Músíktilrauna 2017 í Hörpu

Allt á fullu hjá Kiwanisklúbbnum Ós Starfsárið 2016-2017 hefur verið skemmtilegt og líflegt hjá Kiwanisklúbbnum Ós. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin, en hann er fyrsti félagi í Ós sem hefur embætti umdæmisstjóra. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós. Í október var K-lyklasala Kiwanis um land allt og fékk Ós fimleikadeild Sindra til að aðstoða sig við söluna. Ekkert jólahlaðborð var að þessu sinni en í þess stað var haldin þrettándagleði í Golfskálanum og tókst hún með ágætum. Í lok árs tók við skógarhögg og jólatrésala undir forystu formanns jólatrésnefndar Geirs Þorsteinssonar. Jólatréssalan gekk ágætlega og veitt var fé til tíu bágstaddra fjölskyldna um jólin í samstarfi við Nettó. Á þessu starfsári hefur Ós veitt marga styrki úr styrktarsjóði sínum um rúmlega eina milljón króna. Heilbrigðisstofnun Suðausturslands HSU fékk fé til kaupa á HuntLeigh tæki til að mæla hjartaslátt á ófæddum börnum. Styrkur var veittur uppí kaup á stjörnusjónauka. Fimleikadeild Sindra fékk styrk. Ós hefur styrkt Kiwanis Children's Fund um 2.000 dollara en Barnasjóður Kiwanis hjálpar börnum um allan heim gegnum verkefni sem Kiwanis styrkir. Þar á meðal er stórt verkefni sem UNICEF er með í samstarfi með Kíwanis til að eyða Maternal and Neonatal Tetanus (MNT) / stífkrampa. Hin árlega Groddaveisla var haldin um miðjan mars í Sindrabæ. Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri og svæðisstjóri Sögusvæðis Jóhann V. Sveinbjörnsson mættu og skemmtu sér með félögum sínum. Veislan hófst á því að teknir voru inn tveir nýir félagar. Á boðstólum var saltað sauða- og hrossakjöt og grillað hvalkjöt sem snilldargrillarinn Stefán Brandur Jónsson hantéraði. Þá var uppboð á listaverkum og er það í þriðja sinn sem það er gert. Vel safnaðist í styrktarsjóð og er listakonunum Gingó, Lísu, Svövu og Eyrúnu þakkað en þær

lögðu fram listaverk. Eftirfarandi fyrirtækjum er þakkað fyrir styrki og gjafir fyrir Groddaveisluna: Seljavellir, Húsasmiðjan Höfn, Martölvan, Old Airline Guesthouse, Hvalur h/f, Matís, Flugfélagið Ernir, Nettó, Húsasmiðjan, Olís, Flytjandi, N1, Ajtel Iceland ehf og Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu. Ágóðinn af listverkauppboðinu fer í styrktarsjóð Óss. Veislustjóri var Sveinn Waage skemmtikraftur sem hélt uppi fjörinu með Groddasögum með Vestmannaeyja-ívafi. Það má því með sanni segja að starfsemi Kiwanisklúbbsins Óss hafi verið lífleg og skemmtileg á yfirstandandi starfsári. Fimm nýir félagar hafa bæst við á þessu á ári og vonast er eftir fleirum í klúbbinn á árinu. Það er ekki hægt að halda úti öflugum klúbbi án duglegra kiwanisfélaga sem eru tilbúnir að vinna fyrir klúbbinn sinn og er annt um samfélagið sem

þeir búa í. En ef þú sem lest þessar línur ert tilbúinn að leggja þitt að mörkum, hafðu þá samband við næsta kiwanisfélaga og komdu á kiwanisfund og vertu með í heimshreyfingu Kiwanis. Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna. Upplýsingar um klúbbinn eru á https://www. facebook.com/KiwanisclubOs Í lokin má nefna fasta liði sem eru framundan. Páskabingó verður í Sindrabæ þann 15. apríl kl. 14.00 og afhending kiwanishjálma nú í apríl, en Kiwanisfélagar stefna á síðasta vetrardag þann 18. apríl að færa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma.

Ekki kemur út blað fimmtudaginn 13. apríl.

Með Kiwaniskveðjum Ingvar Snæbjörnsson forseti Óss


2

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Eystrahorn

Fermingar um páskana í Bjarnanesprestakalli.

Fermd verða:

13. apríl (Skírdagur) kl. 11:00

Bjarnanesprestakall Hafnarkirkja 13. apríl

Arna Ósk Arnarsdóttir Norðurbraut 2, 780 Hornafjörður Hafdís Jóhannesdóttir Hólabraut 16, 780 Hornafjörður Hermann Þór Ragnarsson Smárabraut 13, 780 Hornafjörður Hilmir Guðni Heimisson Klukkurimi 61, 112 Reykjavík Karen Ása Benediktsdóttir Vogabraut 3, 780 Hornafjörður Salvör Dalla Hjaltadóttir Mánabraut 6, 780 Hornafjörður Unnar Freyr Hugason Kirkjubraut 43, 780 Hornafjörður

15. apríl (Laugardagur fyrir páska) kl. 11:00

Skírdagur- Ferming kl. 11:00

Hafnarkirkja 14. apríl

Föstudagurinn langi- Tignun krossins kl. 14:00

Hafnarkirkja 15. apríl

Laugardagur fyrir páska- Ferming kl. 11:00

Hoffellskirkja 15. apríl

Laugardagur fyrir páska- Ferming kl. 14:00

Hafnarkirkja 16. apríl

Páskadagur- Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00

Skjólgarður 16. apríl

Páskadagur- Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Bjarnaneskirkja 16. apríl

Páskadagur- Hátíðarmessa og ferming kl. 13:00

Brunnhólskirkja 16. apríl

Páskadagur- Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30

Hofskirkja 17. apríl

Annar í páskum- Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00

Kálfafellstaðarkirkja 17. apríl

Annar í páskum- Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Komum í kirkjuna og eigum notalega stund saman. Allir velkomnir

Kaþólska kirkjan

Páskadagur 16. apríl Messa kl. 12:00.

Angela Rán Egilsdóttir Austurbraut 6, 780 Hornafjörður Björgvin Bergur Hannesson Norðurbraut 6, 780 Hornafjörður Dagmar Lilja Óskarsdóttir Mánabraut 2, 780 Hornafjörður Daníel Snær Garðarsson Smárabraut 3, 780 Hornafjörður Jana Mekkín Friðriksdóttir Álaleira 10, 780 Hornafjörður Tómas Orri Hjálmarsson Hrísbraut 12, 780 Hornafjörður Ægir Þór Valgeirsson Austurbraut 10, 780 Hornafjörður

Hoffellskirkja 15. apríl (Laugardagur fyrir páska) kl. 14:00 Árni Steinn Sigursteinsson Vættaborgir 68, 112 Reykjavík

Bjarnaneskirkja 16. apríl (Páskadagur) kl. 13:00

Kjartan Jóhann R. Einarsson Miðtún 10, 780 Hornafjörður

Innilega til hamingju með daginn.

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Stjórnarfundur

þriðjudaginn 11. apríl kl. 16:00.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Viðtalstími formanns föstudaginn kl. 15:30 -16:30 í Ekrunni.

Leynist listamaður í þér ? Hafa einhverjir áhuga á að mála ? Áhugasamir hafið samband við Hauk í 897-8885. Næsta Samverustund er föstudaginn 21. apríl.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Aðalfundur ungra framsóknarmanna Miðvikudaginn 22. mars síðast liðinn hélt Félag ungra Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellsýslu aðalfund sinn. Boðið var upp á súpu, og hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram, meðal annars var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2017-2018. Í nýrri stjórn eru, Jóhann Klemens Björnsson formaður, Hákon Logi Stefánsson varaformaður, Ragnar Magnús Þorsteinsson gjaldkeri, Ármann Örn Friðriksson ritari, Siggerður Aðalsteinsdóttir meðstjórnandi, Dóra Björg Björnsdóttir og Sædís Harpa Stefánsdóttir varamenn. Gestur fundarins var Sandra Rán Ásgrímsdóttir formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og flutti hún ávarp á fundinum. Við óskum nýrri stjórn góðs gengis, auk þess sem við þökkum síðustu stjórn fyrir vel unnin störf.

Inga Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi formaður, Jóhann Klemens Björnsson nýr formaður og Hákon Logi Stefánsson nýr varaformaður.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu Venjuleg aðalfundarstörf Nýir félagar velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélaganna

3

Í formi í maí!

Umf. Sindri blæs nú lífi í mótið Í formi sem var haldið hér á Höfn við góðar undirtektir fyrir nokkrum árum. Mótið verður haldið dagana 15. – 20. maí nk. og verður keppt í fjölda íþróttagreina svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirkomulag mótsins verður með breyttu sniði frá því sem áður var. Má þar helst nefna að keppt verður seinni part dags og á kvöldin alla vikuna auk laugardagsmorguns og verður mótið að þessu sinni fyrir alla sem eru 18 ára og eldri, en rétt er að taka fram að í ákveðnum greinum verður þó aldursskipt og/ eða kynjaskipt þannig að unga fólkið okkar þurfi ekki að etja kappi við mikið eldri og reyndari íþróttamenn – eða öfugt. Stefnt er á að keppa í eftirfarandi greinum á mótinu: Strandblaki, inniblaki, körfubolta, fótbolta, sundi, frjálsum íþróttum, badminton, þríþraut, bridge, stinger, brennó, golfi, langhlaupi og barsvari. Æfingar fyrir mótið verða haldnar frá 1. maí og standa því í tvær vikur áður en keppni hefst. Stefnt er að því að hafa amk eina æfingu í flestum greinanna í hvorri viku svo allir verði búnir að ná að liðka sig og rifja upp gamla takta, nú eða læra nýja, fyrir mótið. Keppt verður í einstaklingskeppni í öllum greinum svo allir geta tekið þátt. Á laugardagskvöldinu verður síðan lokahóf og verðlaunaafhending. Við vonumst til að sem allra flestir taki þátt og kynni sér þær íþróttagreinar sem eru í boði með því að mæta á æfingar en þar verður að sjálfsögðu tekið sérstaklega vel á móti byrjendum. Nánari upplýsingar um mótið verða kynntar innan skamms eða þegar dagskrá fyrir mótið og æfingar liggur fyrir. F.h. ungmennafélagsins Sindra Jóna Benný Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri

Kynningarfundur um skipulagsmál Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu vegna skotæfingasvæðis og moto-cross svæðis verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 12:00 í fundarsal 3. hæð í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn. Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

Verð með vörur mínar til sölu í Nettó þriðjudaginn 11. apríl og miðvikudaginn 12. apríl Minni á gjafakörfurnar ljúffengu Sólsker ehf. Ómar Fransson


4

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Lionsklúbburinn Kolgríma. Heldur sitt árlega konukvöld, ”krúttmagakvöld” í Pakkhúsinu laugardaginn 8. apríl nk. Húsið opnað kl. 19:30 Borðhald hefst kl. 20:00 Veislustjóri – Söngur Happdrætti - Gamanmál Trúbador Allur ágóði rennur til líknamála í heimabyggð. Miðaverð kr. 5.000. - tökum ekki kort. Miðapantanir í síma: Anna Antonsdóttir 893-1995 Erla G. Einarsdóttir 846-4969 Erla B. Antonsdóttir 847-6634

Eystrahorn

Síðasta Kvöldmáltíðin Síðasta Kvöldmáltíðin er sviðslistaverk í formi gönguferðar, sem leiðir áhorfandann, - einn í einu - til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélagslegum álitamálum. Hvað er gott líf? Hvað skiptir mestu máli í lífinu? Verkið verður flutt á Skírdag, fimmtudaginn 13. apríl 2017 það er opið öllum – endurgjaldslaust, frá sólarupprás til sólarlags. Mikilvægt er að panta sér tíma en hleypt er inn á 10 mínútna fresti frá 07:00 - 19:00 Það kostar ekkert - en það er mikilvægt að melda sig! Miðasölusími á Höfn í Hornafirði: 898-6701 (Kristín Gestsd) Verkefnið er sett upp á fjórum stöðum á landinu á sama tíma eða á Raufarhöfn - Bolungarvík - Höfn í Hornafirði og í Keflavík . Síðasta kvöldmáltíðin er einskonar ratleikur hugleiðinga eða upplifunarganga sem býður gestum að sjá sína eigin sögu og eiga fund við sjálfan sig og sín eigin gildi í lífinu. Hver ganga er kortlögð í kringum sögu og andrúmsloft hvers staðar fyrir sig og unnin upp úr viðtölum við íbúa á hverjum stað. Þá er framkvæmd verkefnisins byggð á nánu samstarfi við íbúa í hverju byggðarlagi.Leikfélag Hornafjarðar er samstarfsaðili að þessari sýningu á Höfn. Listrænir stjórnendur eru Hallur Ingólfsson, Ingimundardóttir og Steinunn Knútsdóttir.

Rebekka

Konur gerum okkur glaðan dag

Útboð á byggingu hreinsivirkis á Höfn Verkið felur í sér byggingu á hreinsistöð fyrir fráveitu að Miðósi 8, Höfn í Hornafirði. Þegar hafa verið lagðar fráveitulagnir að og frá lóðinni en byggja skal stöð sem tekur við skólpi frá öllu þéttbýlinu, grófhreinsar það og lyftir upp svo það geti runnið áfram út um sjávarútrás. Verkið felst í að grafa niður á klöpp, taka klöpp í hæð, fylla undir mannvirkið og steypa það upp. Ganga þarf frá tilbúinni stöðinni að öllu leyti öðru en að útbúa stýringar fyrir stjórnbúnað. Leggja þarf lagnir að og frá stöðinni og koma fyrir tengibrunni aftan við hana. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Gröftur v/byggingar 3.300 m³ Fylling v/byggingar 3.000 m³ Neðra burðarlag 1.500 m³ Steinsteypa 230 m³ Fráveitulagnir 116 m³ Bygging hreinsistöðvar 146 m² Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Gunnlaug Róbertsson á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið utbod@hornafjordur.is, nauðsynlegt er að gefa upp um hvaða gögn er beðið um og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin afhent rafrænt. Útboðsgögn má einnig nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með þriðjudeginum 4. apríl 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 11:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Aðalfundur Björgunarfélags Hornafjarðar verður í húsnæði okkar að Álaugarvegi þann 11. apríl nk. kl. 20:00 Hvetjum alla félaga til að mæta. Ferðafélags Austur – Skaftfellinga auglýsir. Aðalfundur Ferðafélags Austur– Skaftfellinga verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 í Gömlubúð. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Lokað á Hótel Höfn og Ósnum vegna árshátíðar starfsmanna næstu helgi. Lokum kl. 11:00 föstudaginn 7. apríl og opnum aftur sunnudaginn 9. apríl kl. 17:00.

A.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

5

Óskum eeir starfskraai SUNDLAUG HORNAFJARÐAR PÁSKAR Opnunartími um páskana hjá Sundlaug Hornafjarðar:

Vínbúðin á Höfn í Hornafirði óskar eeir að ráða starfsmann. Um er að ræða afleysingu í sumar og lfallandi mavinnu í vetur. Helstu verkefni og ábyrgð

• Reynsla af verslunarstörfum er kostur

• Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun

• Jákvæðni og rík þjónustulund

• Umhirða búðar

Fimmtudagur, skírdagur Föstudagurinn langi Laugardagur, Sunnudagur, páskadagur Mánudagur, Annar í páskum

10:00 – 17:00 LOKAÐ 10:00 – 17:00 LOKAÐ 10:00 – 17:00

Gleðilega páska Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar

Hæfniskröfur

• Sala og þjónusta við viðskiptavini

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnááa

Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er lbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Starfshluuall er 10-87%

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum.

Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsóknarfrestur er l og með 18.04.2017. Æskilegt er að viðkomandi gee hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Sakavooorðs er krafist. Nánari upplýsingar veita Anna Ólöf Ólafsdóór (hofn@vinbudin.is - 471 3267) og Guðrún Símonardóór (starf@vinbudin.is - 560 7700)


6

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Eystrahorn

ÓSKUM EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF SEM OG SUMARAFLEYSINGAR Nettó Höfn, leitar að ábyrgum, metnaðarfullum og öflugum starfsmönnum í framtíðarstörf sem og sumarafleysingar

Umsóknir sendist á hofn@netto.is fyrir 30. apríl nk. Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í síma 896-6465 eða á staðnum.

Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í framtíðar- og sumarstörf. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður og iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Unnið á vöktum. Helstu verkefni

Hæfniskröfur

• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Rík þjónustulund

• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

• Reynsla af sambærilegum stöfrum er kostur

• Samskiptafærni og þjónustulund

Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt sumarstörf 2017. Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri í síma 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.

VR-15-025

Almenn afgreiðslustörf í verslun

Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

IceGuide ehf. Sproti ársins í ferðaþjónustu á Suðurlandi

Óhætt er að segja að líf og fjör sé hjá Hornfirðingum enda á mikil og blómleg uppbygging sér stað í sveitarfélaginu. Samfélagið við rætur Vatnajökuls dregur til sín sífellt fleiri ferðamenn hvaðanæva úr heiminum sem kallar á aukna gistimöguleika sem og fjölbreyttari þjónustu og afþreyingu. Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig sjávarþorpið Höfn og sveitirnar í kring laða til sín aðila sem sjá tækifæri í þeim fjölmörgu möguleikum sem ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar á svæðinu bjóða upp á. Enn ánægjulegra er að verða vitni að velgengni þeirra sem við greinina starfa, og varð það svo á árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi sem haldin var á Hótel Heklu föstudaginn 31. mars sl. Þar veitti Markaðsstofa Suðurlands hornfirska fyrirtækisinu IceGuide viðurkenningu um „Sprota ársins 2016“ Kom fram við athöfnina að fyrirtækið, sem er í eigu hjónanna Óskars Arasonar og Írisar Heiðar Jóhannsdóttur, hefði á skömmum tíma skapað sér góðan orðstír fyrir gæði og metnaðarfulla vöruþróun í jöklaafþreyingu. Auk íshella- og jöklaferða býður fyrirtækið upp á kayaksiglingar innan um ísjaka á Heinabergslóni og eru þær ferðir rómaðar fyrir einstaka upplifun. Með því að hugsa út fyrir rammann en um leið að leita fanga í sínu nánasta umhverfi hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu, en ekki síður gott orðspor sem er lykillinn að árangri og sjálfbærni til framtíðar. Er fyrirtækinu færðar innilegar hamingjuóskir með árangurinn. Árdís Erna Halldórsdóttir, Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Fermingartilboð!

Mikið úrval af góðum rúmum og dýnum, gerum einnig tilboð fyrir hótel og gistiheimili. Úrval af gjafavörum fyrir fermingarbarnið t.d. úr og skartgripir kortaveski, lampar, sængur og sængurverasett, tjöld, svefnpokar og margt fleira. Verið velkomin

Húsgagnaval Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00

7

Íslandsmeistarar í 3. deild karla

Laugardagurinn 1. apríl var ekkert djók fyrir Körfuknattleiksdeild Sindra. Þennan dag tryggði deildin sér fyrsta bikarinn í sögu deildarinnar. Íslandsmeistarar í 3. deild karla var staðreynd eftir stórglæsilegt tímabil. Eftir 13 sigra af 14 leikjum héldu þeir í úrslitakeppnina og unnu báða leikina með yfirburðum. Um kvöldið var svo uppskeruhátíðin haldin til að fagna þessu góða gengi. Leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn mættu í Pakkhúskjallarann í sínu fínasta pússi þar sem viðurkenningar voru veittar. Veitt var viðurkenning fyrir afburðar störf í þágu félagsins og hlaut Kristján Örn Ebenezarson þau. Kristján höf fyrst störf fyrir deildina í ágúst 2011. Hann hefur þjálfað yngri flokkana, auk þess sem hann hefur hlaupið í skarðið með mfl. karla og drengjaflokkinn þegar hann var. Starfinu hefur hann sinnt af stakri prýði, ástríðu og metnaði. Kristján tekur sér árs leyfi til að snúa sér að stærra hlutverki, föðurhlutverkinu. Seinni viðurkenning var veitt fyrir stjórnarstörf. Björgvin Óskar Sigurjónsson lét af störfum sem stjórnarmaður eftir 8 ár í stjórn. Innan stjórnar hefur hann verið tengiliður mfl. karla, auk þess sem hann hefur séð um leikjaröðun þeirra á ári hverju og sinnt skyldum af áhuga og metnaði. Að viðurkenningum loknum voru veitt verðlaun til leikmanna og voru þau eftirfarandi: Mikilvægasti leikmaður 2017: Justin D. Berry. Besti varnarmaður 2017: Hákon G. Bjarnason. Mestu framfarir 2017: Brynjar Máni Jónsson. Liðsfélagi 2017: Björgvin (fyrirliði) H. Erlendsson. Auk verðlaungripa voru veittar gjafir frá Hótel Höfn, Rakarastofu Baldvins, Sundlaug Hafnar, Jón Ríki, Humarhöfnin, Töfra Tröll, Hársnyrtistofa Jaspis og listakonunni Eyrúnu Axelsdóttur. Viljum við þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn ásamt Pakkhús veitingar, Vírnet/Límnet, TM trygginar, Brunnhóll, Kaffihornið, Höfn Inn, JM hárstofa og Sigurði Ólafssyni. Án stuðnings þessara góðu aðila og stuðningsmannanna sem mættu á völlinn í allan vetur væru við ekki þar sem við erum í dag ! Bikar og 2. deildin á næsta tímabili er því staðreynd dagsins og spennandi tímar framundan ! Til hamingju Sindri ! Körfuknattleiksdeild Sindra.

Sunnlendingar athugið ! Allar skrifstofur embættis Sýslumannsins á Suðurlandi verða lokaðar föstudaginn 21. apríl nk. vegna námsferðar starfsfólks. Sýslumaðurinn á Suðurlandi


8

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Fermingagjöfina færð þú hjá Martölvunni Lenovo tölvur Bluetooth hátalara Canon myndavélar Heyrnatól Canon og margt fleira myndaprentara

Athugið að vegna sumarleyfis verður Martölvan lokuð frá 15. apríl - 2. maí. Nánar auglýst í næsta Eystrahorni.

Óskum eftir starfsmanni í Lyfju Höfn í sumarafleysingar. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Ásdís útibússtjóri í síma 4781224 eða á asdis@lyfja.is.

Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 8. apríl nk. Góður matur og ýmsar uppákomur. Húsið verður opnað kl. 19:00

Eystrahorn

Vortónleikar Karlakórsins Jökuls verða á sumardaginn fyrsta Mörg undanfarin ár hefur verið venja Karlakórsins Jökuls að halda vortónleika á Sumardaginn fyrsta, sem að þessu sinni er fimmtudagurinn 20. apríl. Alla jafnan er mikil eftirvænting fyrir þessum degi, enda er sumarið komið samkvæmt tímatali og erfiði vetrastarfsins lagt í dóm tónleikagesta. Samkvæmt dagskrá verða sungin fjölbreytt lög, bæði með og án undirleiks sem eiga það að sjálfsögðu öll sameiginlegt að vera krefjandi og góð áskorun fyrir söngmenn. Karlakórinn Jökull var formlega stofnaður þann 9. júní 1973 og fagnar þessi ágæti kór 44 ára afmæli sínu nú í sumar. Samkvæmt bókun kórsins var fyrsta æfing hans þann 4. janúar 1973 og einmitt hér í Hafnarkirkju. Búum við svo vel að innan kórsins eru enn starfandi nokkrir af stofnfélögum hans, og langar mig að nefna þá hér í þessum stutta inngangi. Eru þetta þeir Einar Kristjánsson 1. bassi, Finnur Jónsson 2. bassi, Gunnar Sighvatsson 2. tenór og Hákon Skírnisson 2. bassi. Vetrarstarf kórsins hefur verið með hefðbundnu sniði en það byrjar með aðalfundi, þar sem línurnar fyrir komandi starfsár eru lagðar, ný stjórn er kosin sem og nýr formaður valinn. Vil ég fyrir hönd nýrrar stjórnar þakka fyrrum stjórnarmönnum fyrir óeigingjarnt starf í þágu kórsins. Á haustdögum söng kórinn á SASS þingi sem haldið var á vegum bæjarstjórnar Hornafjarðar í nýju og glæsilegu Fosshóteli Jökulsárlóni að Hnappavöllum í Öræfum. Einn af föstum liðum kórsins er að skipuleggja og halda aðventutónleika í Hafnarkirkju sem eru jafnframt styrktartónleikar sem skarta mörgum af okkar listamönnum, húsfylli var að þessu sinni og rann allur ágóði tónleikanna óskiptur til Krabbameinsfélags Suðausturlands sem er aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands. Einnig söng kórinn á Þorláksmessu í verslunarkjarna Litlubrú og dvalarheimili aldraðra Skjólgarði um jólin. Hafnarkirkja varð 50 ára á starfsárinu og að því tilefni færði kórinn kirkjunni ljósritunarvél að gjöf, en gjöfin var styrkt með fjárframlagi frá fyrirtækinu Jökulsárlón ehf. Færum við fyrirtækinu bestu þakkir fyrir framlagið. Í byrjun febrúar lagði kórinn land undir fót og skrapp til Gran Kanari. Var þessi ferð kærkomin hvíld þar sem kórmenn og eiginkonur þeirra slökuðu á í sólinni og nutu þess að vera saman. Langur laugardagur var haldinn hjá þeim ágætu hjónum Þrúðmari og Ingibjörgu í Miðfelli þar sem æfingin endaði á dýrindis kvöldverði. Margt er framundan hjá kórnum á næstu mánuðum sem ekki er vert að telja upp í þessum pistli og verður það auglýst síðar. Að lokum vil ég þakka þeim Guðlaugu Hestnes undirleikara og Jóhanni Morávek stjórnanda fyrir þeirra framlag og vel unnin störf um árabil. Gleðilegt sumar. Borgþór Freysteinsson formaður Karlakórsins Jökuls.

Veislustjóri : Jens Garðar Helgason Miðaverð: 6000 kr. Allir karlmenn velkomnir Lionsklúbbur Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. apríl 2017

9

Brotagull – Ljóð og minningar Helgu Sigurðardóttur frá Malarási Gefin hefur verið út bók með broti af ljóðum og frásögnum Helgu Sigurðardóttur frá Malarási í Öræfum. Helga fæddist á Hofsnesi í Öræfum þann 25. júní árið 1896 og lést 60 ára gömul, 28. ágúst 1956. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Bjarnadóttir og Sigurður Þorsteinsson. Skólaganga Helgu var ekki löng enda ekki fjölbreytt tækifæri til menntunar á þeim árum, sér í lagi fyrir kvenfólk. Til að víkka sjóndeildarhringinn réð hún sig til starfa í Vík í Mýrdal og taldi hún það hafa orðið sér til heilla, enda fékk hún þar vist á miklu menningarheimili þar sem hún lærði vel til heimilisverka og varð fljótt vinsæl hjá heimilisfólkinu vegna þess hve skemmtilega hún sagði frá. Helga giftist Jóni Oddssyni frá Hofi árið 1928 og eignuðust þau þrjú börn. Helga og Jón bjuggu á Hofi í rúman áratug, en reistu síðan nýbýlið Malarás í landi Hofsness og fluttu þangað árið 1940. Malarás var fyrsta steinsteypta húsið í Öræfum. Helga sýndi frumkvæði með skáldskap sínum, en hún var einnig áhugasöm um dægurmálin, þjóðmálin og veraldarvísindi. Þau hjónin höfðu ákaflega gaman af fjörugum samræðum við gesti og gangandi og voru bæði listfeng. Helga varð einna fyrst kvenna í Öræfum til að sækjast eftir að taka þátt í samkomum og fundum þar sem stjórnmál voru til umræðu, en þetta vakti áhuga hennar og má í bókinni sjá hvatningarljóð til kvenna um að taka sér stöðu jafnfætis körlum (Kvenréttindaríma), en það ljóð fékk Helga birt í Nýju kvennablaði (1948) 9. árg., 3. tbl. mars, bls. 1. Hún reyndi að skrifa ritstjórum ýmissa tímarita, hafði áhuga á að gefa út, en hafði ekki erindi sem erfiði. Handrit, glósur, minnispunktar og bréf, Helgu voru varðveitt í fallega útsaumuðu púðaveri eftir andlát hennar, líklega saumuðu af henni sjálfri, en hún var lagin við að teikna mynstur á efni og sauma út. Brotagull geymir hluta af ljóðasafni Helgu og öðrum minningum, sem gefa lesandanum innsýn í líf húsmóður í sveit á miðri 20. öld, lýsa gróðurfari, fuglalífi og fleiru í náttúrunni, um leið og þau gefa hugmynd um mannlíf og menningu í afskekktu héraði þar sem pósturinn færði bréf og aðrar fréttir, útvarpið veitti ánægju og önnur dægrastytting

gafst með lestri um fjarlæg lönd, sagnfræði og fleira. Um leið og ljóðið Póstar, sem fylgir hér með, sýnir tilhlökkun höfundar eftir nýjum fróðleik og umræðuefni, sem vænta má með póstinum, sýnir það líka á hæglátan hátt hvernig höfundur lætur hugann reika um land og sjó þar sem hún „tefur“ sunnan við bæinn og vonast til að pósturinn komist klakklaust yfir djúpar ár á eyðisöndum. Póstar Skyldi pósturinn koma í kvöld með kvæði sögur og bréf? Sólin er hnigin við sævartjöld sunnan við bæinn ég tef. Hugurinn reikar hægt og þýtt um hauður og víðfaðma sæ og suðrið andar sætt og blítt, í sumarsins léttasta blæ. Á meðan útvarp var eigi til og enginn sími um land, þá fluttu póstarnir frétta skil og fræðslunnar styrktu band. Um póstinn, vötn og veður enn, með vina hugkvæmni er rætt. Landið byggja lesandi menn því lestur fær menningu glætt. II Póstkoman er eitt af því, sem andinn þráir. Gæfan þeirra víki vanda, vatnadjúpum eyðisanda. Í næsta ljóði Helgu voru nokkur erindi. Ég lærði fyrsta erindið þegar ég var barn og tel mig hafa séð þrjú erindi, en nú finn ég því miður ekki fleiri. Útsýnið úr Ingólfshöfða Allt má sjá í einum svip engi, sanda, vötn og dali. Brekkur, hálsa, bæi, skip, bunulæki, hamrasali, birkilaut og berjamó, bláfjöll, jökul, strönd og sjó.

Humarskurðarmeistari óskast Humarhöfnin óskar eftir ráða humarskurðarmeistara. Góð laun í boði fyrir réttan einstakling á skemmtilegum og fjörugum vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eik Aradóttir netfang: info@humarhofnin.is Humarhöfnin restaurant wishes to hire someone to cut langoustine. Good pay for the right person in a fun and energetic workplace. For more information please send us an e-mail: info@humarhofnin.is

Tenglarnir hér fyrir neðan eru á vef Ísmús, en þar kemur fram í samtali við Svein Bjarnason (1967) að lítið hafi verið ort í Öræfum, en þó hafi verið þar ein hagmælt kona, Helga Sigurðardóttir, þá látin fyrir nokkrum árum og fer hann þar með upphafið að kvæðinu um útsýnið úr Ingólfshöfða. h t t p s : / / w w w. i s m u s . i s / i / a u d i o / i d - 1 0 0 3 8 8 9 https://www.ismus.is/i/audio/id-1003890 Brotagull er til sölu hjá systrunum Sigrúnu Sigurgeirsdóttur, sími 478-1656 og Jónínu Sigurgeirsdóttur, sími 566-7741 og kostar 3.000 krónur. Einnig hefur Guðný Svavarsdóttir á Bókasafni Hornafjarðar tekið að sér að selja bókina. Bókasafnið er í Nýheimum, Litlubrú 2, sími 470-8050. Jónína Sigurgeirsdóttir frá Fagurhólsmýri, dóttir Guðmundu Jónsdóttur, dóttur Helgu Sigurðardóttur

AÐALFUNDUR Ríkis Vatnajökuls ehf. 2017 Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2017 verður haldinn á Hótel Skaftafelli þriðjudaginn

25. apríl nk. kl. 14:00-16:00. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr.138/1994. Kynning á tillögu starfshóps um framtíð Ríki Vatnajökuls, umræður og kosning um tillöguna. f.h. stjórnar Ríkis Vatnajökuls ehf. Olga M Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Michelin CrossClimate Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika.

Michelin Energy Saver Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað.

Michelin Primacy 3 Einstakir aksturseiginleikar. Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag.

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Hluti af vorinu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.