Eystrahorn 14. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 20. apríl 2017

14. tbl. 35. árgangur

Endurlífgunarkennsla fyrir 7.-9. bekk

Unglingadeildin Brandur fór í Grunnskóla Hornafjarðar þann 5. apríl og var með endurlífgunarkennslu fyrir börn í 7.-9. bekk. Þetta er gert í anda verkefnis sem verið er að framkvæma víða um heim sem nefnist “KIDS SAVE LIVES”. Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 12 ára aldri endurlífgun árlega, helst sem hluti af skólaskyldunni, og þannig stuðla að því að fleiri fullorðnir kunni rétt viðbrögð þegar á reynir. Ekki nóg með það að börn alist upp með þessa þekkingu og læri að bregðast rétt við, heldur smitar áhuginn út frá sér og til þeirra sem eru í þeirra nánasta umhverfi. Þetta verkefni hefur verið keyrt í Danmörku í þónokkur ár. Strax eftir 5 ár kom í ljós að helmingi fleiri í hjartastoppi fengu endurlífgun en áður og þriðjungi fleiri lifðu af. Við í Björgunarfélagi Hornafjarðar / Unglingadeildinni Brandi, langar að þetta verði árlegur viðburður hér á Hornafirði

og helst smitist út til annarra sveitarfélaga. Draumurinn er að sjálfsögðu að endurlífgun verði að skólaskyldu í framtíðinni á Íslandi.

Þetta verkefni er stutt af WHO eða alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www. kids-save-lives.eu

Jöklar í bókmenntum listum og lífinu: Ráðstefna og sýningar Höfn í Hornafirði og Hoffell 28.-30. apríl 2017 Helgina 28.-30. apríl verður haldin ráðstefna á Höfn í Hornafirði með yfirskriftinni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Fyrir ráðstefnunni stendur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn, í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Til ráðstefnunnar er boðið rithöfundum og fræðimönnum á sviði bókmennta, myndlistar, heimspeki og jöklafræða. Meðal gesta verða rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Ófeigur Sigurðsson sem öll hafa fjallað um jökla í skrifum sínum. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp sýningar af ýmsu tagi; í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn verður málverkasýning á verkum í eigu safnsins, auk nokkurra verka sem koma frá Listasafni Íslands. Í fremri sal Svavarssafns verður sýning á kortum of gömlum og nýjum ljósmyndum. Í Nýheimum verður einnig ljósmyndasýning, handverkssýning, sýning á teikningum barna, sem og sýning á heimildamyndinni Jöklaland eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Ráðstefnan er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Vinum Vatnajökuls. Allir eru velkomnir að taka þátt: hlýða á fyrirlestra og skoða sýningar. Ekki þarf að skrá sig á ráðstefnuna og ekkert kostar inn á hana.

Harmonikkuball Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað munu standa fyrir harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk. Dansleikurinn hefst kl 22:00.

Minnum á tónleikana í Hafnarkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 17:00.

Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa fyrir Harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk., dansleikurinn hefst kl 22:00.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá Soffíu Auði Birgisdóttur: sími 470-8042 og 848-2003, netfang: soffiab@hi.is

Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja.

Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngja undir slagföstu undirskili beggja kóranna. Jökull og Karlakórinn

29. apríl

Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa

Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir fyrir Harmonikkudansleik páskanna.

í Sindrabæ 29. apríl nk.,

dansleikurinn hefst kl 22:00. Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja. Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngja undir slagföstu undirskili beggja kóranna.

Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir páskanna.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 20. apríl 2017

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur og unnustu, GUÐLAUGAR MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR.

Björn Jón Ævarson Anna Lilja Ottósdóttir Hjörvar Freyr Björnsson Kolbrún Rós Björgvinsdóttir Helena Draumey Hjörvarsdóttir Einar Björn Halldórsson

Sigurblót á Höfn

Sigurblót Ásatrúarmanna verður við Sílavík á sumardaginn fyrsta og hefst kl. 17. Fögnum því saman að sumarið er að sigra veturinn. Eggjaleit og sumargjafir fyrir alla krakka. Grilluðu eplin og goðapylsurnar verða á sínum stað.

Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.

Aðalfundur 3. framboðsins Aðalfundur 3. framboðsins verður haldinn í sal AFL að Víkurbraut 4 miðvikudagskvöldið 19. apríl kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og starfið innan 3. framboðsins. Nýir félagar velkomnir Stjórnin.

Opnunartími til 2. maí 18. – 19. april OPIÐ KL. 13:00 – 15:00 20. apríl LOKAÐ 21, 24, 25, 26. apríl OPIÐ KL. 13:00 – 15:00 27. apríl – 1. maí LOKAÐ 2. maí OPIÐ KL. 10:00 – 17:00

Félag eldri Hornfirðinga óskar félagsmönnum og öllum Hornfirðingum GLEÐILEGS SUMARS. SAMVERUSTUND með Sigurði Erni á morgun föstudag kl. 17:00. Sjónvarpsþátturinn “Þeytingur” frá 1996. Missið ekki af skemmtilegri stund. Herbergi á Höfn eða í nágrenni Rútufyrirtæki óskar eftir herbergi til leigu með aðgangi að baði fyrir rútubílstjóra í áætlunarakstri frá 28. júní til 31. ágúst 2017. Vinsamlega hafið samband í síma 840-6522 Björk

Nýjar lausar lóðir á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið breytingu á deiliskipulagi HSSA sem snýr að stofnun fimm nýrra íbúðalóða við norðurenda Júllatúns. Um er að ræða lóðir að Júllatúni 17, 19 og 21 sem og lóðir að Júllatúni 8 og 10. Lóðirnar eru nú lausar til umsókna og fer umsókn fram í gegnum íbúagátt. Frekari upplýsingar um lóðirnar má finna inni á vefsíðunni www.map.is/ hofn með að kveikja á þekjunni Skipulagsstofnun Deiliskipulag. Reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda gilda ekki um nýjar lóðir á Júllatúni og mun úthlutun vera í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn lóðaumsókn er til 11. maí 2017. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Í neyðartilfellum má hringja í: Binna 894-0262 Guðjón 845-0017

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Gleðilegt sumar Kaffisala Slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar verður í húsi félagsins sumardaginn fyrsta milli kl 14:00 - 17:00 Kaffið kostar 2.000 kr fyrir 12 ára og eldri 500 kr 6 - 12 ára. Athugið að ekki er tekið við kortum. Sumarkveðja Slysavarnarkonur


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 20. apríl 2017

www.eystrahorn.is

Uppbygging á Hótel Höfn Þann 17. mars síðastliðinn óskaði eigandi Hótels Hafnar, Jökull Fjárfestingar ehf., eftir formlegu leyfi til skipulagsnefndar Sveitarfélags Hornafjarðar til stækkunar hótelsins. Jafnframt var óskað eftir því að deiliskipulag Júllatúns verði tekið til endurskoðunar. Skipulagsnefnd tók málið fyrir 5. apríl og heimilaði umsækjanda að hefja vinnu við deiliskipulag skv. 40. og 41. grein skipulagslaga og vísaði málinu í framhaldinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 20-25 ný stöðugildi Landsvæði við Hótel Höfn er mikið og því mun fyrirhuguð stækkun ekki verða óheppileg fyrir næsta umhverfi, hvort sem um ræðir skuggavarp eða útsýnisskerðingu. Við stækkun er reiknað með að herbergjum í aðalbyggingu hótelsins fjölgi úr 36 í 90-100 og verði þá Hótel Höfn ehf. með samtals 120-130 herbergi í útleigu eftir breytingar. Hótelið er þriðji stærsti vinnustaður bæjarins, en í dag starfa þar að jafnaði 40 manns (25 stöðugildi) á veturna og 60 manns (40 stöðugildi) á sumrin. Við stækkun má reikna með að stöðugildum fjölgi um 20-25. Framkvæmdir staðið yfir í eitt ár Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í hótelinu síðan í maí 2016 þar sem þvottahús, veitingasalur á jarðhæð, sameign, setustofa og öll 36 herbergin í aðalbyggingu hótelsins hafa verið endurnýjuð. Auk þess voru brunakerfi hótelsins ásamt rafmagnstöflum endurnýjuð og eldvarnarhurðar komnar í öll herbergi. Breytingarnar hafa verið unnar af iðnaðarmönnum frá Höfn og hefur Málningarþjónusta Hornafjarðar haft yfirumsjón með verkinu. Eigendur lýsa yfir mikilli ánægju með þetta samstarf. Áætlað er að núverandi framkvæmdum ljúki á næstu vikum en jafnframt er gert ráð fyrir að næsta vetur fái herbergin og húsin við Víkurbraut fjögur og fimm verulega andlitslyftingu.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 20. apríl 2017

Eystrahorn

Einstakt útsýni Zeppelin arkitektar hafa unnið tillögu að stækkun hótelsins þar sem annars vegar verður byggð ein hæð ofan á núverandi herbergjaálmu og hins vegar ný herbergjaálma til norðurs út frá gömlu álmunni ásamt lyftu. Í báðum viðbyggingum verður lögð áhersla á að gestir njóti glæsilegs útsýnis við Hornafjörð hvort sem er til Vatnajökuls í vestri eða til Stokksness handan við Skarðsfjörð í austri. Jafnframt er lagt til að vestan við frambygginguna verði byggður opinn og bjartur veitingasalur með óhindruðu útsýni til vesturs. Veitingastaður með slíkt útsýni er vandfundinn á Íslandi.

Lýsa yfir áhyggjum vegna deiliskipulags fyrir Júllatún Eigendur Hótels Hafnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna nýsamþykktar deiliskipulagstillögu á Júllatúni, en tillagan felur í sér að gatan Júllatún verði lengd til norðurs og við hana byggð fimm ný einbýlishús. Það er mat Zeppelin arkitekta að verði húsin byggð muni útsýni frá Hótel Höfn skerðast verulega og sérstaklega frá fyrirhuguðum veitingasal sem skiptir höfuðmáli við stækkun og framgang hótelsins. Fyrirhugaðar framkvæmdir yrðu með þeim viðameiri sem farið hefur verið í hér á Höfn og um leið mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna sem og atvinnulífið almennt. Það er því einlæg ósk eigenda að farsæl lausn finnist á málinu bæjarfélaginu til heilla.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 20. apríl 2017

Breyting á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030

Stóramýri: Leiðrétting á stærð og nafnabreyting

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti 7. apríl tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er tvíþætt og felst í leiðréttingu á skilgreiningu stærðar frístundasvæðis F1 og að nafni Stórumýri verði breytt í Aðalból. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 25. mars 2017. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra Hornafjarðar. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

www.eystrahorn.is

Störf í vinnuskólanum sumarið 2017.

Í ár sem og fyrri ár er vinnuskólinn starfræktur yfir sumartímann. Í sumar bryddum við upp á þeirri nýjung að nemendum sem ljúka 7. bekk í vor er boðið að sækja um vinnu í sumar. Boðið er upp á vinnu frá kl. 9-12 eða kl. 13-16 fyrir nemendur fædda 2003 og 2004. Nemendur fæddir 2002 og 2001 geta fengið vinnu í 8 tíma á dag. Áætlað er að vinnuskólinn hefjist þann. 6. júní. Umsóknareyðublöð liggja inni á íbúagáttinni fyrir þá sem hafa hug á að sækja um vinnu. https://ibuagatt. hornafjordur.is Umsóknarfrest lýkur þann 07.05.2017. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, þá vinsamlegast hafið samband við: Herdísi I. Waage, herdisiw@hornafjordur.is eða í síma 470-8028.

Aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudaginn 20. apríl, Sumardaginn fyrsta, kl. 10:00 býður Ferðafélag-Austur Skaftfellinga upp á fjölskylduferð upp á Lónsheiði sunnanmegin, gengið upp að steinboga sem er yfir Traðargil og farið í jóga með Huldu Laxdal. Í bakaleiðinni verður leitað að kopar og gersemum í Össurá, gott að hafa stígvél með. Börn frá 3-4ja ára aldri eiga að ráða við ferðina en nauðsynlegt er að börnin hafi fylgd fullorðinna, bæði til stuðnings og eins upp á öryggi. Ferðin tekur allt um 3-4 klst. Hækkun um 150 m. Munið eftir nesti og klæðnaði eftir veðri. Verð 1000 kr, frítt fyrir 16 ára og yngri. Tilkynningar og/eða breytingar verða settar inn á fésbókarsíðu ferðafélagsins. Upplýsingar veitir Elsa í síma 8496635 Lagt verður af stað frá tjaldsvæðinu á Höfn kl. 10:00. ATH. Næsta ferð er laugardaginn 13. maí í Borgarhöfn og Staðardal í Suðursveit, jeppaferð og giljaskoðun í samstarfi við Hornafjarðardeild 4x4. Nánar auglýst síðar.

Stofnfundur félags harmóníkuunnenda á Höfn og nágrennis verður haldinn í Ekru laugardaginn 22. apríl nk. kl. 16:00.

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2017 laugardaginn 29. apríl kl. 15:00 Í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar 3. Lagabreytingar 4. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs 5. Kjör félagslegra skoðunarmanna 6. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess 7. Ákvörðun félagsgjalds 8. Önnur mál Að loknum fundi verður boðið upp á kvöldverð og stutta skemmtidagskrá. Félagsmenn sem ætla að taka þátt í kvöldverði og skemmtidagskrá eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu félagsins fyrir 26. apríl. Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins og miðast við þá sem taka þátt í kvöldverði. Skráið ykkur á næstu skrifstofu félagsins. Ársreikningar félagsins og tillögur að lagabreytingum liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund. AFL Starfsgreinafélag

Allir velkomnir sem hafa áhuga á harmóníkutónlist hvort sem fólk spilar á harmóníku eða ekki. Áhugafólk um harmóníkutónlist


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Cooper Zeon 4XS Sport Henta undir fjórhjóladrifna jeppann þinn. Mjúk og hljóðlát í akstri. Veita góða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi.

Cooper Zeon CS8 Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd. Einstaklega orkusparandi. Hljóðlát með góða vatnslosun.

Cooper AT3 Sport Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum. Hljóðlát og mjúk í akstri.

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Hluti af vorinu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.