Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 20. apríl 2017
14. tbl. 35. árgangur
Endurlífgunarkennsla fyrir 7.-9. bekk
Unglingadeildin Brandur fór í Grunnskóla Hornafjarðar þann 5. apríl og var með endurlífgunarkennslu fyrir börn í 7.-9. bekk. Þetta er gert í anda verkefnis sem verið er að framkvæma víða um heim sem nefnist “KIDS SAVE LIVES”. Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 12 ára aldri endurlífgun árlega, helst sem hluti af skólaskyldunni, og þannig stuðla að því að fleiri fullorðnir kunni rétt viðbrögð þegar á reynir. Ekki nóg með það að börn alist upp með þessa þekkingu og læri að bregðast rétt við, heldur smitar áhuginn út frá sér og til þeirra sem eru í þeirra nánasta umhverfi. Þetta verkefni hefur verið keyrt í Danmörku í þónokkur ár. Strax eftir 5 ár kom í ljós að helmingi fleiri í hjartastoppi fengu endurlífgun en áður og þriðjungi fleiri lifðu af. Við í Björgunarfélagi Hornafjarðar / Unglingadeildinni Brandi, langar að þetta verði árlegur viðburður hér á Hornafirði
og helst smitist út til annarra sveitarfélaga. Draumurinn er að sjálfsögðu að endurlífgun verði að skólaskyldu í framtíðinni á Íslandi.
Þetta verkefni er stutt af WHO eða alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www. kids-save-lives.eu
Jöklar í bókmenntum listum og lífinu: Ráðstefna og sýningar Höfn í Hornafirði og Hoffell 28.-30. apríl 2017 Helgina 28.-30. apríl verður haldin ráðstefna á Höfn í Hornafirði með yfirskriftinni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Fyrir ráðstefnunni stendur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn, í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Til ráðstefnunnar er boðið rithöfundum og fræðimönnum á sviði bókmennta, myndlistar, heimspeki og jöklafræða. Meðal gesta verða rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Ófeigur Sigurðsson sem öll hafa fjallað um jökla í skrifum sínum. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp sýningar af ýmsu tagi; í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn verður málverkasýning á verkum í eigu safnsins, auk nokkurra verka sem koma frá Listasafni Íslands. Í fremri sal Svavarssafns verður sýning á kortum of gömlum og nýjum ljósmyndum. Í Nýheimum verður einnig ljósmyndasýning, handverkssýning, sýning á teikningum barna, sem og sýning á heimildamyndinni Jöklaland eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Ráðstefnan er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Vinum Vatnajökuls. Allir eru velkomnir að taka þátt: hlýða á fyrirlestra og skoða sýningar. Ekki þarf að skrá sig á ráðstefnuna og ekkert kostar inn á hana.
Harmonikkuball Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað munu standa fyrir harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk. Dansleikurinn hefst kl 22:00.
Minnum á tónleikana í Hafnarkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 17:00.
Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa fyrir Harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk., dansleikurinn hefst kl 22:00.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá Soffíu Auði Birgisdóttur: sími 470-8042 og 848-2003, netfang: soffiab@hi.is
Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja.
Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngja undir slagföstu undirskili beggja kóranna. Jökull og Karlakórinn
29. apríl
Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir fyrir Harmonikkudansleik páskanna.
í Sindrabæ 29. apríl nk.,
dansleikurinn hefst kl 22:00. Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja. Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngja undir slagföstu undirskili beggja kóranna.
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir páskanna.