Eystrahorn 14.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Miðvikudagurinn 18. apríl 2018

14. tbl. 36. árgangur

Skinney-Þinganes afhendir smáíbúðir

Starfsemi Fræðslunetsins

Nemendur sem luku íslensku 2 á vegum Fræðslunetsins

Þingey ehf., dótturfélag Skinneyjar– Þinganess hf., afhenti í dag lykla að sex smáíbúðum sem hafa verið í byggingu frá því í haust. Auk íbúðanna er sameiginlegt rými í miðju húsinu sem inniheldur eina geymslu fyrir hverja íbúð, sameiginlega þvottaaðstöðu og hjólageymslu. Húsið er byggt úr krosslímdu tré sem framleitt er í Austurríki og klætt með álklæðningu. Nær allt efni í húsið var flutt inn af fyrirtækinu Idex, en aðalverktaki hússins var Sakki ehf. og byggingastjóri eigandi þess Friðjón Skúlason. Sökklar og plata voru steypt af Mikael ehf. Sakki réð sjálfur til sín alla undirverktaka við byggingu hússins. Húsið er fullklárað og hver íbúð skiptist í anddyri, baðherbergi og alrými þar sem lítil eldhúsinnrétting er til staðar, auk tveggja borða, stóla, sófa

og rúma. Í þremur af sex íbúðum er niðurfellanlegt rúm þannig að rýmið nýtist sem best. Í vor verður gengið frá bílastæðum með malbiki en búið er að steypa stétt meðfram húsinu og umhverfis sorpskýli sem er fyrir miðju húsi. Einnig verður gengið frá lóðinni í vor með sáningu á grasi eða þökulagningu. Þingey ehf. vill þakka öllum þeim sem komu að byggingu hússins. Við úthlutun á íbúðunum var ekki hægt að anna allri eftirspurn. Ljóst er að rík þörf er á frekari uppbyggingu íbúða á staðnum. Núna er Mikael ehf. að byggja sex íbúða blokk fyrir Þingey samhliða byggingu á íbúðablokk fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð sem vonandi slær eitthvað á þá miklu þörf sem til staðar er í íbúðamálum á staðnum.

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi er sjálfseignarstofnun í eigu fjölmargra félaga, sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurlandi. Á ári hverju fá á milli 1.200 - 1.400 manns á Suðurlandi einhverskonar fræðslu á vegum Fræðslunetsins. Fræðslunetið sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Námsúrræðin eru af ýmsum toga; starfstengt nám og endurmenntun, námsleiðir sem gefa einingar á framhaldsskólastigi, nám fyrir fatlað fólk og námskeið fyrir fólk í starfsendurhæfingu. Þá sér Fræðslunetið um að skipuleggja námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana, greinir fræðsluþarfir þeirra og útbýr fræðsluáætlanir til langs tíma í kjölfarið. Á vorönn hefur ýmislegt verið í gangi hjá Fræðslunetinu á Höfn. Þar má nefna Fagnám í umönnun fatlaðra sem hófst síðastliðið haust, íslenska fyrir útlendinga (stig 2 og 3), smáréttanámskeið

og núvitundarnámskeið fyrir íbúa, ýmis námskeið fyrir fatlaða og nú á vormánuðum mun fara fram raunfærnimat. Að auki hefur Fræðslunetið tekið að sér að skipuleggja og halda utan um ýmsa fræðslu fyrir sveitarfélagið og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Á haustönn 2018 hefur nú þegar verið ákveðið að bjóða upp á fjarnám í félagsliðabrú og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum (dreifnám) og íslensku fyrir útlendinga. Verkefnastjóri Fræðslunetsins á Höfn er Sædís Ösp Valdemarsdóttir félagsráðgjafi og er hún við alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00. Þá má finna viðamiklar upplýsingar um Fræðslunetið og námsframboð hverju sinni á heimasíðu þess. Sædís Ösp Valdemarsdóttir Verkefnastjóri Sími: 842-4655 Netfang: saedis@fraedslunet.is Vefsíða: www.fraedslunet.is

Takk fyrir frábærar móttökur

Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að bjóða nemendum sínum uppá nám í listfögum. Aðsókn í námið á skólaárinu 2017-2018 fór fram úr björtustu vonum. Á næsta skólaári verður boðið uppá nám í hinum ýmsu listfögum og er von skólans og áhersla að styðja nemendur og aðstoða hvern einstakling í að finna þá leið sem hentar hverjum og

einum. Listnám hefur marg sannað gildi sitt það er bæði nærandi fyrir sálina og styrkjandi. Fjórða iðnbyltingin svokallaða er hafin. Þar sem gervigreind vélmenna er að taka við færibandavinnu gamla tímans. Í fjórðu iðnbyltingunni er hugur manneskjunnar, frumkvæði og skapandi hugsun dýrmæti framtíðarinnar. FAS er skóli sem býður nemendum sínum nám á listaog menningarsviði sem leiðbeinir nemendum að takast á við sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun. Kæru Hornfirðingar, takk fyrir skólaárið sem er að líða. Stefán Sturla Umsjónarmaður og kennari Lista- og menningarsviðs FAS

Sundlaug Hornafjarðar auglýsir

Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 19. apríl er sundlaugin opin frá kl.10:00 til 17:00 Starfsfólk sundlaugar


www.eystrahorn.is

Miðvikudagurinn 18. apríl 2018

Áhugavert starf Sóknarnefnd Hafnarsóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Hafnarkirkju og Stafellskirkju í 75% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með kirkjum og kirkjugörðum (ekki sláttur), móttaka gesta, bókanir o.fl. Sömuleiðis þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi (meðhjálpari), létt viðhaldsvinna, umhirða, ræsting og þrif ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri þjónustulund. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem þeir óska að taka fram. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fyrir 1. september en er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar á netfanginu albert.eymundsson@gmail.com eða í síma 862-0249. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn sendist til: Sóknarnefndar Hafnarsóknar b.t. Alberts Eymundssonar Vesturbraut 25 780 Höfn Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA HORNAFJARÐARMANNI Ekrumeistarinn í Hornafjarðarmanna verður spilaður fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20:00. Albert stjórnar. Hver verður næsti Ekrumeistari? Allir velkomnir

Andlát Guðlaug M. Káradóttir Víkurbraut 26 Höfn Hornafirði Guðlaug Margrét fæddist í Syðra-Firði í Lóni Bæjarhreppi 6. janúar 1938. Hún lést á Skjólgarði, Höfn í Hornafirði, 26. mars 2018. Foreldrar hennar voru Kári Halldórsson, f. 1895 - d. 1977 og Anna Albertsdóttir f. 1907 - d. 1992. Systkini Guðlaugar voru Berta Kristjana, f. 3.11.1936 – d. 13.2.1999, Halldór Jóhannes f. 13.3.1939 – d. 17.4.1971, Sölmundur f. 30.10.1942 – d. 25.10.1946, Sölmundur Ingibergur f. 10.9.1946 – d. 21.5.1983, Steinunn f. 9.9.1948 – d. 28.7.1951. Guðlaug giftist Ævari Rafni Ívarssyni f. 24.9.1940 - d. 17.4.1971. Foreldrar hans voru Ívar Björnsson f. 1918 - d. 1991 og Aðalbjörg Rósa Kjartansdóttir f. 1917 - d. 1983. Guðlaug og Ævar eignuðust fjóra syni: 1) Halldór Kára verslunarstjóri í Reykjavík, f. 6.8.1965. Sonur hans er Ævar Rafn f. 18.12.1995. 2) Björn Jón vélstjóri f. 4.3.1967. Maki hans er Anna Lilja Ottósdóttir, f. 17.8.1969. Börn þeirra eru: a) Guðlaug Margrét f. 23.5.1992 - d. 1.3.2017. b) Hjörvar Freyr f. 22.6.1993, sambýliskona hans er Kolbrún Rós Björgvinsdóttir, f. 16.11.1993 og dóttir þeirra er Helena Draumey f. 4.3.2015. 3) Steinar Már verkamaður, f. 1.9.1970. 4) Ævar Rafn sjómaður, f. 7.11.1971, sambýliskona hans er Fjóla Jóhannsdóttir kennari, f. 25.6.1971. Börn þeirra eru: a) Jóhann Kristófer, f. 22.09.1990, b) Ísabella f. 20.04.1999, c) Róbert Þór, f. 26.12.2006. Útför Guðlaugar fór fram frá Hafnarkirkju 10. apríl 2018. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 19. apríl þá er tilvalið að gleðja þann sem þér þykir vænt um með fallegri sumargjöf. fjölbreytt úrval af fallegri og nytsamlegri gjafavöru Gleðilegt sumar

Húsgagnaval

Verið velkomin

Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00

Aðalfundarboð Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2018 laugardaginn 21. apríl klukkan 15:00 á hótel Héraði Egilsstöðum Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2) Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar 3) Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 4) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs 5) Kjör félagslegra skoðunarmanna 6) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess 7) Ákvörðun félagsgjalds 8) Önnur mál a) Laun stjórnar b) Kosning fulltrúa á ársfund Stapa c) Verklagsreglur við framboð til stjórnar

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu. Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund

Súpufundur með frambjóðendum í Sjallanum alla laugardaga frá kl. 11-13

AFL Starfsgreinafélag

Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is

Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126


Eystrahorn

Miðvikudagurinn 18. apríl 2018

www.eystrahorn.is

Sveitarfélag tækifæranna Á Hornafirði er nóg að gera fyrir þá sem hér búa, hér er slegist um vinnuaflið og Eystrahorn er fullt af atvinnuauglýsingum í hverri viku, svona hér um bil. Ný fyrirtæki spretta upp, aðallega í kringum ferðþjónustu enda hefur vöxturinn verið mestur þar undanfarin ár. Reyndar svo mikill að erfitt hefur verið að fylgja þessari öru þróun enda er hún fordæmalaus með öllu. Þessu höfum við sem erum í skipulagsnefnd fengið að kynnast vel á þessu kjörtímabili. Við höfum fengið til okkar fjölda beiðna varðandi hinar ýmsu breytingar á skipulagi sem lúta að uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn. Sem dæmi um viðsnúninginn í þessum málum þá eru rúmlega fimmtíu ár síðan byggt var húsnæði undir hótel á Höfn. En í dag eru 3-4 aðilar að óska eftir að byggja þar hótel og einnig hafa 2-3 aðilar lýst yfir áhuga á hótelbyggingum í dreifbýlinu. Þá er ótalin fjölmörg önnur uppbygging á þessu sviði í öllu sveitarfélaginu, enda á milli. Fyrir síðustu kosningar talaði ég um að húsnæðisskorturinn væri farinn að hamla uppbyggingu í sveitarfélaginu. Fólk sem vildi flytja hingað fékk ekki húsnæði og urðu því sumir frá að hverfa. Þetta gilti líka um dreifbýlið þar sem þörfin fyrir lóðir undir húsnæði var mikil. Íbúafjöldi hafði nánast staðið í stað í mörg ár og erfitt var að manna störf á flestum sviðum, m.a. vegna húsnæðisskorts. Uppbygging Til að bregðast við þessu var ákveðið að fella niður gatnagerðargjöld af tilbúnum íbúðarlóðum í sveitarfélaginu og freista þess að einhverjir sæju sér hag í því og færu að byggja. Þetta hefur gengið eftir og á þessu ári verða teknar í notkun u.þ.b. tuttugu íbúðir á Höfn og meira er í farvatninu. Þetta er mjög ánægjuleg

þróun því á árinu 2017 fjölgaði íbúum í sveitarfélaginu um 119 manns samkvæmt Hagstofu Íslands og alls um 7% á kjörtímabilinu, en betur má ef duga skal. Einnig var farið í að skipuleggja lóðir í dreifbýlinu og búið er að klára skipulag á lóðum í Holti á Mýrum og Hofi í Öræfum. Sveitarfélagið er að hefja byggingu á raðhúsi á Hofi til að bæta úr brýnustu þörfinni fyrir húsnæði þar. Það er svo von okkar að aðrir fylgi í kjölfarið og byggðin styrkist enn frekar. Til stóð að skipuleggja íbúðarlóðir við Hrollaugsstaði en það mál hefur dregist vegna óvissu um eignarhald á landi í kringum félagsheimilið. Það er gaman að sjá hvað þessi uppsveifla í atvinnulífinu hefur mikil áhrif á mannlífið í sveitunum og sem dæmi um það þá fjölgaði íbúum í Öræfum um 56% frá 2014 til 2018, úr 97 í 151. Þar hefur líka tekist að opna leikskóladeild og nemendum hefur fjölgað í Grunnskólanum í Hofgarði Það hefur gengið vel að styðja við þá miklu uppbyggingu sem hér hefur verið og verður eflaust áfram ef við höldum rétt á spöðunum. Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að grípa þau. Páll Róbert Matthíasson. 3 maður á lista Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu.

Hreint umhverfi - gott mannlíf !

Umhverfisvika sveitarfélagsins verður dagana 22.-29. apríl Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki eru hvött til að taka vel til í kringum hús sín og næsta nærumhverfi. Umhverfisnefnd þakkar þeim sem „plokka“ tína upp rusl, og bendir þeim á að Áhaldahúsið getur tekið við óendurvinnanlega ruslinu. Umhverfisnefnd hvetur alla sem geta, að taka þátt í Norræna strandhreinsunardeginum 5. maí, þar sem Suðurfjörurnar verða hreinsaðar. Umhverfisnefnd

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinenda í 100% starf vinnutíminn er frá kl. 8.00 til 16.00. Helstu verkefni og ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslu­ störfum með ungum börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Leikskólinn Sjónarhóll er sex deilda leikskóli sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði. Leikskólinn verður opnaður í nýju húsnæði í ágúst 2018. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is.


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Öruggari á Michelin dekkjum Michelin CrossClimate+ • Sumardekk fyrir norðlægar slóðir • Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Halda eiginleikum sínum vel • Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

Michelin Primacy 4 • Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Frábært grip og góð vatnslosun • Einstakir aksturseiginleikar

Michelin Pilot Sport 4 • Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu • Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika • Frábært grip og góð vatnslosun • Endingarbestu dekkin á markaðnum í sínum flokki

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940

Alltaf til staðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.