Eystrahorn 15.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 36. árgangur

Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

www.eystrahorn.is

Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild

Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 8277, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að þessum frábæra árangri hjá drengjunum og þá sérstaklega styrktaraðilum og stuðningsmönnum án þeirra hefði þessi árangur ekki orðið að veruleika. Einnig óskum við strákunum og þjálfara til hamingju með árangur og frábært starf í vetur. Síðar um kvöldið var svo uppskeruhátíð fyrir meistaraflokk karla þar sem árið var gert upp og veittar viðurkenningar. Mikilvægasti leikmaður tímabilsins var Jordan Jacks. Efnilegastur Ivan Kecik, besti varnarmaðurinn Árni Þorvarðarson, besti félaginn Sigurður Hallsson og mestu framfarir hlaut Bartek Sk. Einnig var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf fyrir deildina í gegnum tíðina og hana hlaut Ingvar Ágústsson. Verðlaun kvöldsins voru í boði Pakkhússins, Íshússins, Hótels Hafnar og Sundlaugar Hafnar. Sérstakar þakkir til þeirra.

Íslandsmót í Hornafjarðarmanna Þórhildur Kristinsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna en keppnin var haldin í 20. skipti þann 18. apríl. Í úrslitum glímdi hún við Rúnar Þór Gunnarsson og Hróðmar Magnússon fv. Íslandsmeistara. Þórhildur spilaði í úrslitum árið 2008, var þá 12 ára efnilegur spilari. Þessir þrír stórspilarar tengjast inn í öflugar hornfirskar spilaættir. Þinganes, Snjólfar og Vallarnes. Hornafjarðarmanni er samt sem áður meira leikur en keppni. Skaftfellingafélagið í Reykjavík stóð fyrir keppninni í ár en frá árinu 1998 hefur Albert Eymundsson séð um útbreiðslu manna-spilsins. Góð verðlaun voru í boði fyrir þrjú efstu sæti og komu þau frá ferðaþjónustuaðilum. Hótel Höfn gaf gistingu fyrir tvo, Árnanes gaf kvöldverð fyrir tvo og sigling fyrir tvo á Fjallsárlóni. Auk þess fylgir farandgripur sigurvegaranum. Það er mikill félagsauður í Hornafjarðarmanna. Hann tengir saman kynslóðir en Hornafjarðarmanninn hefur lengi verið spilaður í Hornafirði og breiðst þaðan út um landið, meðal annars með sjómönnum og því hefur nafnið fest við spilið. Talið er að séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892-1954) hafi verið höfundur þess afbrigðis af manna sem nefnt hefur verið Hornafjarðarmanni. En Hornafjarðarmanni sker sig frá öðrum afbrigðum manna með því að spilari á hægri hönd við gjafara velur samning með því að skipta spilastokki


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Sunnudaginn 29. apríl Sumarguðsþjónusta kl. 11

Sumarsálmar sungnir og sumarljóð lesin Allir velkomnir Prestarnir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlands

verður haldinn í Ekru mánudagskvöldið 30. apríl.n.k kl 20.30 . Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á starfsemi félagsins . Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Eystrahorn

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÖSTUDAGUR 27. APRÍL SAMVERUSTUND KL. 17:00 Björn Gísli Arnarson segir frá fuglum og fleiru og sýnir aðvitað fullt af fallegum myndum. Missið ekki af þessu Munið Ekrumeistarann í Hornafjarðarmanna kl. 20:00 í kvöld fimmtudag 26. apríl. Allir velkomnir.

Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands.

Ferðaþjónustuaðilar athugið Nú líður að endurútgáfu á þjónustubæklingi Ríkis Vatnajökuls og er útgáfan til eins árs. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um þjónustu sína birta í bæklingnum geta sent skráningu eða óskað nánari upplýsinga hjá Olgu olga@visitvatnajokull.is og Nejru nejra@ visitvatnajokull.is Frestur til skráningar er til og með 2. maí. nk.

Innritun barna fædd 2012 í Grunnskóla Hornafjarðar

Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 28. apríl – 11. maí nk. Foreldrar barna sem fædd eru 2012 eru beðnir að koma í Hafnarskóla og fylla út þar til gert innritunarblað. Innritunarblaðið má sjá á heimasíðu skólans http://gs.hornafjordur.is/media/haust-18/ Innritun---eydublad-loka.pdf Skólastjóri

Ríki Vatnajökuls

Eystrahorn

ATVINNA

Vildaráskrift

Okkur vantar fólk í hlutastörf og/eða fullt starf, um er að ræða: - Umbúnað og þrif á herbergjum - Aðstoð í eldhúsi - Þjón á veitingastað

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Nánari upplýsingar í síma 894-5566 Eða á netfangið: info@glacierworld.is Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Manstu eftir taupokanum Manstu eftir taupokanum? Manstu eftir taupokanum?


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

www.eystrahorn.is

Höldum áfram veginn Auglýsing um skipulagsmál

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl 2018 að gera breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 20122030. VÞ33 Freysnes, í greinargerð og á uppdrætti breytist eftirfarandi: Breyting í greinargerð og á uppdrætti Breyting á landnotkun í landi Skaftafells 2/Freysness, lita tákn gult (VÞ33) fyrir Verslun og þjónusta er skipt upp í tvo hluta og svæði fyrir greiðasölu og verslunina er flutt að flugvelli (FV3). Við gildistöku breytingar verður unnin breyting á deiliskipulagi við Flugvöll í Skaftafelli. Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsstjóra sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn Hornafirði. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Bifreiðaskoðun á Höfn 7., 8. og 9. maí. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 4. maí. Næsta skoðun 18, 19. og 20. júní. Þegar vel er skoðað

3.framboðið er óháð framboð skipað fólki með fjölbreyttar skoðanir sem á það sameiginlegt að vilja sjá öflugt samfélag til framtíðar í Sveitarfélaginu Hornafirði. 3.framboðið hefur frá 2014 starfað í farsælum meirihluta með Sjálfstæðisflokki og átt gott samstarf við minnihluta Framsóknarflokks. Rekstur sveitarfélagsins gengur afar vel, sem gefur færi á að efla grunnþjónustu og takast á við ný verkefni. Sveitarfélagið er annar stærsti vinnuveitandinn í samfélaginu okkar og daglegur rekstur þess er umfangsmikill. Starfsmenn eru um 250, flestir í fullu starfi. Sveitarfélagið rekur meðal annars leik- og grunnskóla á Höfn og í Hofgarði, tónlistarskóla og félagsmiðstöð, sinnir félagsþjónustu fyrir aldraða og fatlaða, rekur bókasafn og menningarmiðstöð, rekur áhaldahús, er með samstarfssamning við ríkið um rekstur heilbrigðisþjónustu, sér um skipulagsmál, byggingaeftirlit, sorpmál og veitur, rekur íþróttamannvirki og höfn. Við erum heppin með starfsfólk sveitarfélagsins, þar er mikill mannauður sem sinnir sínum störfum í margvíslegri þjónustu við okkur hin. Fyrir utan daglegan rekstur nærþjónustunnar þá hafa stærstu málefni á kjörtímabilinu verið; fráveitumál í þéttbýlinu á Höfn og í Nesjum, sameining og bygging nýs leikskóla, viðhald á Sindrabæ, Ráðhúsi og Vöruhúsi og uppbygging leiguíbúða á Höfn. Gerðar voru endurbætur á lóð og undirbúningur er á fullu skriði að koma upp húsnæði fyrir starfsfólk leik- og grunnskólans í Hofgarði. Ærslabelgir voru settir upp á Höfn, í Nesjum og Öræfum sem stuðla að hreyfingu fyrir ungmenni, ásamt Frisbie-velli við tjaldsvæðið á Höfn. Mikilvæg skref hafa verið tekin í sorpmálum með því að lífrænt efni er nú flokkað sérstaklega, sem hvetur til meiri flokkunar. Sömuleiðis er búið að samþykkja umferðaröryggisáætlun og fjallskilasamþykkt. Þetta eru mál sem hafa verið umdeild og lengi í deiglunni, en sýna að 3.framboðið er óhrætt við að taka á stórum málum og leiða þau áfram. Mörg baráttumál í samskiptum við ríkið hafa verið fyrirferðarmikil. Nægir þar að nefna fyrirhugaða byggingu nýs hjúkrunarheimilis, nýjan veg yfir Hornafjörð, framlenging samnings um heilbrigðisþjónustu og kaup ríkisins á einni helstu náttúruperlu Austur-Skaftafellsýslu. Í þessari stuttu grein verður ekki farið yfir öll mál sem unnist hafa á kjörtímabilinu. Eitt er víst að mörg verkefni eru óunnin og bíða þess að tekið verði á þeim. Vonandi tekst okkur á komandi vikum fram að kosningum að eiga gott samtal við kjósendur um málefnin sem brenna á íbúum. Á lista 3.framboðsins er gott fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu sem vill starfa fyrir ykkur öll með jákvæðni, metnað og kraft að leiðarljósi. Sæmundur Helgason, 1. maður á lista 3.framboðsins

Vöfflukaffi 3. framboðsins Miklagarði, Höfn Laugardaginn 28. apríl kl. 14-17 Allir velkomnir


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

Sterkara samfélag

Þann 26. maí er boltinn hjá okkur íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarmenn og stuðnings­menn þeirra völdu sinn framboðslista á fjölmennum aðalfundi þann 26. febrúar sl. og hafa síðan unnið að undirbúningi kosninganna. Undirrituð er stolt af því að leiða lista öflugra einstaklinga sem vilja vinna af krafti samfélaginu til heilla næstu fjögur árin. Framsóknarmenn og

stuðningsmenn þeirra vilja vera valkostur fyrir íbúa sem vilja enn sterkara samfélag. Þess vegna höfum við rætt við fjölmarga íbúa, bæði á opnum fundum og á öðrum vettvangi. Við munum kynna stefnumál okkar á næstu vikum en þetta er meðal annars það sem við viljum gera. Öflug stjórnsýsla Auglýsa eftir bæjarstjóra. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins láti að sér kveða í samfélaginu og tali máli þess þannig að eftir sé tekið á landsvísu. Kröftugt atvinnulíf Tökumst á við nýjar áskoranir sem hafa komið upp á yfirborðið með auknum straumi ferðamanna. Fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar eiga mjög mikið undir ferðaþjónustunni komið. Gott samstarf sveitarfélags og ferðaþjónustufyrirtækja

Eystrahorn

er öllum mikilvægt, ekki síst þeim fjölmörgu einyrkjum og fyrirtækjum sem þjónusta þessa atvinnugrein. Við viljum standa vörð um þessi staðbundnu fyrirtæki og þjónustuaðila. Auk þess þarf að byggja áfram upp innviði fyrir sjávarútveginn og leggja alla áherslu á að rannsaka Grynnslin og sjá hvað raunhæft er að gera til að bæta innsiglinguna. Sveitarfélagið stendur frammi fyrir mikilli áskorun um hvernig hægt sé að styrkja landbúnað í sessi og þarf að taka virkan þátt í því að leita leiða til að treysta afkomu bænda. Félags- og heilbrigðismál í fyrirrúmi Sveitarfélagið Hornafjörður er góður staður til að búa á en við getum gert betur. Við vitum að aðgengi að heilbrigðisþjónustu, ekki síst á sviði geðheilbrigði, þarf að bæta og við ætlum

að tryggja að svo verði. Tryggja þarf uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis sem allra fyrst svo bæta megi aðbúnað og vinnuaðstöðu íbúa og starfsfólks. Við viljum efla heimaþjónustu til eldri Hornfirðinga og annarra þeirra sem á þurfa að halda. Skólarnir hjarta samfélagsins Eftir mikla fjárfestingu í húsnæði í grunn- og leikskóla er mikilvægt að hlúa nú að starfinu innan veggja skólanna. Ekki að því sé ábótavant heldur þarf sveitarfélagið að halda áfram áherslu á aðbúnað starfsfólks og nemenda, auka aðgengi að stuðningsþjónustu og fleiri atriðum sem gerir skólana okkar að enn betri vettvangi fyrir börn okkar og unglinga. X-B fyrir sterkara samfélag. Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. sæti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra

SUMARSTÖRF Á HÖFN Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, þjónustu við viðskiptavini, vörumóttöku, áfyllingar, þrif og annað tilfallandi. Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi. • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Reynsla af verslunarstörfum er æskileg.

VIÐ LEITUM AÐ HRESSU SUMARSTARFSFÓLKI Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur er til 7. maí. Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra á staðnum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

www.eystrahorn.is

„Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Ég er 28 ára gömul, alin upp í anda sjálfstæðis og jafnréttis ásamt þremur systkinum í gömlu bárujárnshúsi í miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem móðir mín ásamt okkur í fjölskyldunni stofnaði árið 2010 og rekur fyrirtækið Urta Islandica. Urta er íslenskt jurtafyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri matargjafarvöru, en ég hef unnið að uppbyggingu þess frá byrjun, allt frá því að tína jurtir í íslenskri náttúru, hanna nýjar vörutegundir og umbúðir og að fara á vörusýningar erlendis. Árið 2016 kynntist ég Þresti Þór Ágústssyni, sem sannfærði mig um að Hornafjörður væri sá staður sem við vildum stofna okkar heimili og fjölskyldu. Ég var ekki lengi að trúa honum þegar ég keyrði fyrst inn í Suðursveitina og inn á Höfn. Fallega fjallasýnin og jöklarnir allt um kring, gerir mig í dag ávallt stolta og lætur mig hugsa: „Hér á ég heima“! „Af því að það er ekki hægt“ eru orð sem er ekki lengur leyfð í fjölskyldunni og fyrirtækinu en mottóið „allt er hægt“ er tekið við, þá var ekki mikil fyrirstaða þegar ég tilkynnti ákvörðun mína að flytja til Hornafjarðar. Fyrsta verkefni mitt eftir að ég flutti til Hafnar var að finna stað fyrir útibú frá Urta Islandica. Lánið lék við okkur og við fundum og festum kaup á Hafnarbraut 11, Gömlu Sundlauginni, þar sem ég rek nú verslun og teframleiðslu fyrirtækisins. Ég sé nú um vöruhönnun, sölu og markaðsstörf ásamt rekstri útibús okkar

á Höfn og hef í tengslum við starf mitt sérstakan áhuga á skapandi greinum, nýsköpun í atvinnulífi og öllu sem viðkemur ferðamannaiðnaði og umhverfismálum. Við Þröstur festum síðan kaup á Smárabraut 2 og vorum að eignast okkar fyrsta barn, dreng, og erum við spennt fyrir þessu nýja hlutverki og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Ég hef því einnig mikinn áhuga á öllu sem snýr að fjölskyldu-, mennta- og velferðarmálum og vonast til að geta komið með ferskt sjónarhorn og lagt lóð á vogarskálarnar í þeim málum. Ég hef skoðanir á öllu og er ávallt reiðubúin til að hlusta á skoðanir annarra. „Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi“, er mitt mottó sem ég hlakka til að vinna með Hornfirðingum að. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir – 2. Sæti Sjálfstæðisflokkurinn

20 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ KVENNAKÓRS HORNAFJARÐAR

Súpufundur með frambjóðendum í Sjallanum alla laugardaga frá kl. 11:00-13:00

VERÐUR HALDIN Á HAFINU 5. MAÍ 2018 AFMÆLISTÓNLEIKAR KL. 14:00. AÐGANGSEYRIR 2500 KR.

AFMÆLISHÁTÍÐ UM KVÖLDIÐ ÞAR SEM BOÐIÐ VERÐUR UPP Á ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍÐ, SKEMMTUN OG DANSLEIK AÐ SKEMMTUN LOKINNI. HÁTÍÐIN ER ÖLLUM OPIN, AÐGANGSEYRIR 9600 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 19.30, BORÐHALD HEFST KL. 20.00

ÞEIR SEM KAUPA MIÐA Á AFMÆLISHÁTÍÐ Í FORSÖLU FÁ FRÍTT Á TÓNLEIKANA.

Á BORÐHALDI MUN JÓGVAN HANSON SJÁ UM AÐ SKEMMTA FÓLKI. ÞÁ MUN HANN ÁSAMT MATTA MATT OG BANDI LEIKA FYRIR DANSI FRAM Á RAUÐA NÓTT. Forsala miða fer fram í Miðbæ 27. apríl kl. 17-19 og 30. apríl kl. 16-18 Eftir að forsölu lýkur verður hægt að panta miða hjá Örnu í síma 847-4035 og hjá Ingu í síma 894-1347

Kæru Hornfirðingar og nærsveitarmenn. Auður Mikaelsdóttir og Andrés Bragason hafa fest kaup á kaupfélagshúsinu að Hafnarbraut 2. Til stendur að opna matar- og kaffihús um komandi Hvítasunnu. Við óskum eftir fúsu fólki til vinnu í eldhús og sal. Um er að ræða bæði heilsárs-og sumarstörf. Við viljum bjóða starfsfólki heiðarlegt og skemmtilegt vinnuumhverfi og heimamönnum líflegan og vistlegan samkomustað. Vinsamlega sendið okkur skilaboð í andres@festivus.is eða hringið til Andrésar í s: 861-5888. Kærar þakkir og sjáumst fljótt. Auður & Andrés.


50%

discount on your transfer fee*

When you send money right now with the promo code: WUICELAND50

Promo code valid from April 26 until May 26, 2018 for Western Union transfers at Iceland Post locations in Neskaupstað, Reyðarfirði, Höfn and Egilsstöðum.

*Western Union also makes money from currency exchange. When choosing a money transmitter, carefully compare both transfer fees and exchange rates. Fees, foreign exchange rates and taxes may vary by brand, channel, and location based on a number of factors. Fees and rates subject to change without notice. © 2018 Western Union Holdings, Inc. All rights reserved.

230698728 - D Iceland post pricing print ad 192x274mm - Iceland EN.indd 1

24/04/2018 10:38


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.