Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
16. tbl. 35. árgangur
Uppbygging við Fjallsárlón
Uppbygging ferðaþjónustunnar við Fjallsárlón er langt komin. Af því tilefni eru eigendurnir Steinþór Arnarson og Kári Ólafsson teknir tali.
Hvernig kom það til að þið félagar hófuð siglingar á Fjallsárlóni? Steinþór: Mér datt fyrst í hug að sigla á Fjallsárlóni þegar ég var 16 ára að vinna fyrir Fjölni og Þorbjörgu á Hala sem þá ráku siglingarnar á Jökulsárlóni. En auðvitað var ekki mikil alvara í því þá. Eftir því sem ferðamannastraumurinn jókst um Öræfin togaði þetta meira í mann. Kári: Steinþór hafði sagt mér frá hugmyndum um siglingar á þessum stað. Við höfðum mikinn áhuga á að fara út í rekstur saman og margt rætt í því sambandi. Á endanum fannst okkur við einfaldlega verða að láta reyna á þetta en það var svo árið 2013 sem við hófum að sigla ásamt þeim tveimur góðum Hofsmönnum sem nú eru alfarið í eigin rekstri á Hofi. Steinþór: Það var byrjað smátt og byggt og bætt búnað og aðstöðu milli ára og nú loksins komnir í varanlegt húsnæði. Kári: Já þetta fór rólega af stað og það þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum og þótt fleiri væru farnir að leggja leið sína að Fjallsárlóni þá tók tíma áður en fólk fór að sækja í siglingarnar. Við kappkostuðum að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Fólk virtist ánægt og orðið barst milli manna, ekki síst fyrir tilstuðlan samfélagsmiðla. Þetta er okkur góð áminning um að láta ekki deigan síga, en skjótt getur skipast veður í lofti.
hannaði húsin átti þá hugmynd að skipta þessu í fleiri hús eftir því hvaða starfsemi færi þar fram og komu einnig með þessar skemmtilegu tillögur varðandi hönnun glugga. Kári: Það var ánægjulegt að fá að vinna þetta með Glámu Kím en endanleg útfærsla fæddist svo eftir að við höfðum kastað þessu á milli okkar nokkrum sinnum. Við erum virkilega ánægðir með útlit þessara bygginga og raunar eru þær framar okkar vonum. Steinþór: Byggingin fellur vel inn í umhverfið og sömuleiðis er hún í anda glæsilegs sveitabæjar sem og öræfskra þyrpinga. Byggingin skyggir ekkert á útsýni vegfaranda á Fjallsjökul og við lónið verður viðkomandi að sama skapi ekki bygginganna var. Það er okkur mikilvægt að valda sem minnstu raski á þessum fallega svæði.
Hvað bjóðið þið uppá í öllum þessum byggingum ? Steinþór: Á einum stað verður afgreiðsla fyrir siglingarnar sem og aðstaða til að klæða
Byggingin er glæsileg. Hvað getið þið sagt um hana? Kári: Okkur langaði að byggja húsnæði sem sómi væri að og væri aðdráttarafl útaf fyrir sig. Við sáum alla tíð fyrir okkur að það yrði hátt til lofts og klassískt þak. Þá vildum við auðvita að gestir gætu notið útsýnisins innan húss sem utan. Steinþór: Arkitektastofan Gláma Kím sem
sig í þann öryggisfatnað sem allir fara í fyrir siglingu. Svo erum við með sér byggingar fyrir salerni svo umferðin á salernin sé ekki ofan í annarri starfsemi. Kári: Aðalbyggingin er síðan undir veitingasal og eldhús en stefnan er að bjóða upp á heitan og kaldan mat, kaffi og meðlæti. Við stefnum á að vera með ferskan blæ á þessu. Sem fyrr förum við rólega af stað og smám saman aukum við úrvalið. Sambyggt aðalbyggingunni er matar- og kaffiaðstaða starfsfólks. Nú er formleg opnun og ákveðnum áfanga náð! Steinþór: Það er rétt og því ber að fagna með okkar fólki og sveitungum í dag. Kári: Þær eru ófáar vinnustundirnar sem farið hafa í þessa uppbyggingu hjá okkur félögum en á sama tíma erum við dyggilega studdir og margt af því góða fólki er með okkur í dag. Steinþór: Við viljum koma kærum þökkum á framfæri til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur og stutt í gegnum árin.
2
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Bifreiðaskoðun á Höfn 15., 16. og 17. maí. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn12. maí. Næsta skoðun 19., 20. og 21. júní. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Missið ekki af Hornafjarðarmannanum í Ekrunni kl. 20:00 í kvöld. Þátttökugjald 1000- kr. Spilað er um EKRUMEISTARANN. Síðasta SAMVERUSTUNDIN að sinni er á morgun föstudag kl. 17:00. Sungið, upplestur, spilað og kíkt á gamalt efni. Allir velkomnir !
Rakarastofan verður lokuð 11. og 12. maí, einnig 19. til 30. maí Rakarastofa Baldvins
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
Allt frá kvenmorðum til bankabasls
Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður haldin í Nýheimum á Höfn dagana 12. og 13. maí. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; kvenmorð á Íslandi, áhrif ferðaþjónustu í einstökum samfélögum, fordómar á grundvelli holdafars, huglæg stéttarstaða Íslendinga og bankabasl eru aðeins nokkur dæmi um viðfangsefni erindanna sem flutt verða. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, og Hornfirðingurinn Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, flytja inngangsfyrirlestra ráðstefnunnar. Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis, ekki er nauðsynlegt að sitja ráðstefnuna í heild sinni. Gestum er frjálst að koma til að hlusta á ákveðnar málstofur eða einstök erindi sem höfða sérstaklega til þeirra. Dagskrá ráðstefnunnar má finna bæði á heimasíðu og Facebook síðu Þekkingarsetursins Nýheima og mun hún jafnframt birtast í næsta tölublaði Eystrahorns. Eitt af meginmarkmiðum Nýheima er að auka tækifæri íbúa til þátttöku í hvers konar viðburðum og verkefnum á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna. Vonumst við því til þess að sem flestir nýti sér það tækifæri sem hér gefst til þess að hlýða á fjölbreytt og áhugaverð erindi um íslenskt samfélag. Sjáumst í Nýheimum.
Hugrún Harpa Forstöðumaður Nýheima Þekkingarseturs
3
VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS HORNAFJARÐAR Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 20:00. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og metnaðarfull. Stjórnandi kórsins og undirleikari er Heiðar Sigurðsson. Miðaverð kr. 2.500,Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Ekki tekin kort
Nýjar lausar lóðir á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið breytingu á deiliskipulagi HSSA sem snýr að stofnun fimm nýrra íbúðalóða við norðurenda Júllatúns. Um er að ræða lóðir á Júllatúni 17, 19 og 21 sem og lóðir á Júllatúni 8 og 10. Lóðirnar eru nú lausar til umsókna og fer umsókn fram í gegnum íbúagátt. Frekari upplýsingar um lóðirnar má finna inni á vefsíðunni www.map.is/hofn með að kveikja á þekjunni Skipulagsstofnun Deiliskipulag. Reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda gilda ekki um nýjar lóðir á Júllatúni og mun úthlutun vera í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn lóðaumsókn er til 11. maí 2017. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Fjarnám á háskólastigi – þarfir Sunnlendinga Kynning á niðurstöðum rannsóknar Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15-16:30. Þar mun Félagsvísindastofnun HÍ kynna niðurstöður rannsóknar sem unnin var í vetur í samvinnu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskóla Íslands og Háskólafélags Suður lands. Greindur var áhugi, þörf og eftirspurn eftir fjarnámi á háskólastigi á Suðurlandi meðal almennings og atvinnulífs. Allir velkomnir – látum okkur málið varða
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURLANDS
4
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
Eystrahorn
Milk Factory Guesthouse auglýsir eftir starfsmanni, 18 ára eða eldri. Vinna við þrif og gestamóttöku, unnið er á vöktum. Upplýsingar gefur, Elínborg S: 895-3830
Sveitarfélagið Hornafjörður Heilsueflandi samfélag vill minna á vinnustaðakeppnina : 3. – 23. maí Hjólað í vinnuna 2017
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í fimmtánda skipti fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 3. – 23. maí. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel og hafa hjólreiðar landsmanna aukist til muna síðan að verkefnið hófst árið 2003. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000 kr. Einnig verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi. Hægt er að skrá sig í vinnustaðakeppni og eða einstaklingskeppni á síðunni www.hjoladivinnuna.is. Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og þeir sem eiga ekki hjól geta alveg gengið, hlaupið, komið á línuskautum, hjólabretti, hestbaki eða hverju sem er, sem er umhverfisvænt og heilsusamlegt. Allir eru hvattir til að taka þátt, hvort sem þeir skrá sig í lið eða ekki.
Humarhöfnin ehf. óskar eftir að ráða þjóna 18 ára og eldri í vinnu. Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð tök á íslensku og ensku Um er að ræða framtíðarstörf fyrir metnaðarfulla einstaklinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eik Aradóttir, netfang: info@humarhofnin.is
Hótel Höfn óskar eftir þjón. Hótel Höfn leitar að öflugum og samviskusömum einstaklingi í 50-70% starf. Starfssvið • Almenn þjónusta í veitingasal • Undirbúningur og frágangur • Þrif Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Sjálfstæð vinnubrögð • Metnaður og frumkvæði í starfi • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta æskileg • Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára eða eldri Vaktafyrirkomulag Unnið er eftir 2-2-3 vaktakerfi á kvöldin. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Frekari upplýsingar fást hjá Guðjóni Bjarna Stefánssyni, veitingastjóra Hótels Hafnar sími: 478-1240 | netfang: veitingar@hotelhofn.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
Rafhorn tekur við umboði Vodafone
5
Sveitarfélagið Hornafjörður Heilsueflandi samfélag
Alþjóðlegi farfugladagurinn er 10. maí
Rafverktakaþjónustan Rafhorn tók við sem umboðs- og uppsetningaraðili fyrir Vodafone á Höfn í Hornafirði nú í byrjun maímánaðar og mun fyrirtækið einnig sinna bilanaviðgerðum. Framvegis geta viðskiptavinir Vodafone á Höfn því sótt alla þjónustu, jafnt tæki sem og fjarskiptaþjónustu, til Rafhorns. „Við hjá Rafhorni erum mjög ánægð með að vera komin í samstarf við Vodafone enda öflugt alhliða fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á margþætta þjónustu, jafnt fyrir einstaklinga sem og fyrirtæki. Vodafone er jafnframt eina fjarskiptafélagið á landinu sem veitir viðskiptavinum sínum ótakmarkaða þjónustu á Höfn í Hornafirði. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum alla Hornfirðinga velkomna í Rafhorn,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson framkvæmdastjóri Rafhorns. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Vodafone tekur í sama streng. „Það er okkur mikil ánægja að ganga til samstarfs við Rafhorn. Við þökkum um leið bæði Póstinum og Hátíðni samstarfið til þessa en Rafhorn tekur nú alfarið við sem okkar umboðsaðili. Hjá Vodafone erum við stolt af öflugu neti umboðsmanna okkar um land allt og við hlökkum til komandi samstarfs.“ Verslun Rafhorns er opin alla virka daga frá klukkan 8-16 og er með heimasíðu http://www.rafhorn.is. Nánari upplýsingar um þjónustu Vodafone á Íslandi má sjá á vefsíðunni fyrirtækisins http://www.vodafone.is.
Þann 10. maí er alþjóðlegi farfugladagurinn. Yfirskrift ársins 2017 er: Þeirra framtíð er okkar framtíð. Í tengslum við alþjóðlega farfugladaginn er blásið til viðburðar í samvinnu við Fuglathugunarstöðog Náttúrustofu Suð-Austurlands. Öllum sem áhuga hafa er boðið að mæta í Einarslund kl. 18:00 miðvikudaginn 10. maí þar sem farið verður í fuglaskoðun i nánasta umhverfi. Gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Búist er við að skoðunin taki um klukkustund. Vonumst til að sjá sem flesta. F.h. Heilsueflandi samfélags, Herdís I. Waage Verkefnastjóri skólaskrifstofu Sími 470-8028, herdisiw@hornafjordur.is
Sumar-Humar tónleikar 2017 Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 6. maí kl. 12:00. Leikin verða lög úr ýmsum áttum. Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum. Aðgangseyrir kr. 2.000Frítt fyrir 12 ára og yngri
Hittu ráðgjafa Símans Ráðgjafar Símans taka vel á móti þér í spjall um fjarskipti og afþreyingu hjá Póstinum á Höfn. Hlökkum til að sjá þig.
Miðvikudaginn 10. maí • kl. 09.00–16.30
Tímamót og tækifæri Fræðslunetið heldur starfslokanámskeið í samstarfi við Auðnast
Nýheimar, 17. maí kl. 10:20-15:30 Verð: 35.000.-
www.fraedslunet.is
Við kynnum námskeið sem lengi hefur verið beðið eftir. Úrvals fyrirlesarar frá Auðnast, sem sérhæfa sig í því að stuðla að aukinni vitund fólks gagnvart hamingju og heilsu í leik og starfi. Fræðst verður um ýmis atriði sem mikilvægt er að huga að þegar að starfslokum kemur. Meðal annars verður rætt um félagslega stöðu, samskipti, áhugamál, hreyfingu, svefn og fl. Starfslokanámskeið hentar fólki á aldrinum 50+ en allir eru velkomnir. • Kynningarfyrirlestur • Hreyfing á efri árum: Hvað gerist í líkamanum okkar, hver er tilgangurinn og hvernig á að byrja? • Hádegismatur • Hvað er mikilvægt á efri árum, heilsufarsskoðanir. “Ferð þú með bílinn þinn í skoðun? Hvað með sjálfan þig?” • Geðrækt – Ert þú þinn besti samferðamaður • Núvitundaræfing • Félagsleg staða, hvernig er hún núna? Mun hún breytast? Fyrirlesarar eru: Hrefna Hugosdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur Ragnhildur Bjarkadóttir B.S. í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur Steinunn Þórðardóttir lyf- og öldrunalæknir Skráning: https://www.namsnet.is/fraedslunet/Applications/?ProgID=55530, s: 560-2030, nina@fraedslunet.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
Félag harmonikuunnenda í Hornafirði og nágrenni stofnað Þann 22. apríl s.l. var Félag harmonikuunnenda í Hornafirði og nágrenni stofnað. Tilgangur félagsins er að stuðla að og efla harmonikuleik og hlustun á harmonikutónlist í Hornafirði og nágrenni. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með öflun félagsmanna. Bjóða ungu áhugafólki í sveitarfélaginu og nágrenni fjárstuðning eftir getu félagsins til harmonikunáms eða harmonikukaupa gegn samþykki hverju sinni. Auk þess mun félagið leita leiða til að vera með tónleika, dans og samveru. Laugardagurinn 6. maí er dagur harmonikunnar og af því tilefni munu nokkrir harmonikuleikarar leika nokkur lög í Miðbæ kl. 17:00. Um að gera að koma og skemmta sér saman og taka snúning og syngja jafnvel með. Verið hjartanlega velkomin. Kveðja stjórnin.
Starfsmenn í þrifadeild Skinney – Þinganes hf óskar eftir að ráða starfsmenn í þrifadeild. Erum að leita eftir starfsmönnum í fullt starf. Vinnutími er óreglulegur en þó er miðað við að vinna hefjist kl. 17:00. Frekari upplýsingar veitir flokkstjóri þrifa í síma 860-9916 og í tölvupósti kjartan@sth.is
Stjórnina skipa Hrefna Magnúsdóttir, formaður
Óskar Þorleifsson, varamaður
Katrín Ósk Jónsdóttir, gjaldkeri
Sverrir Þórhallsson, varamaður
Jóhanna Guðný Einarsdóttir, ritari
Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlands verður haldinn í Ekru þriðjudagskvöldið 9. maí nk. kl. 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á starfsemi félagsins og verkefnum. Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta. Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands.
Tímabilið er byrjað! Knattspyrnudeild Sindra heldur stuðningsmannakvöld í golfskálanum næstkomandi föstudagskvöld kl. 19:00. Grillað lamb, leikmannakynning á meistaraflokkunum, söngur, gleði, glens og grín fyrir litlar 2500 kr. Miðapantanir í síma 869-8650 og á sindri@umfsindri.is Áfram Sindri!!!
Ósk um tillögur að smávirkjunum á Suðurlandi Orkustofnun er að kortleggja möguleika til smávirkjana (minni en 10 MW) í vatnsafli. Orkustofnun fékk á fjárlögum ársins 2017 fjárhæð sem nýta á til forhönnunar á 6 virkjunarkostum en hugmyndin er að útfæra einn virkjunarkost fyrir hvern landshluta og þar með einn á Suðurlandi. Þær upplýsingar sem stofnunin þarf á að halda frá landeiganda eða þeim sem er í fyrirsvari fyrir virkjunarkostinn til að gera þetta mögulegt eru: • Kort sem sýnir hugmynd að staðsetningu á stíflu, virkjun og mögulegum aðrennslisskurði ef hugmyndin er að safna vatni úr mörgum lækjum í eitt lón (má vera handteiknað inn á kort sem finna má á vefnum, t.d. í gegnum www.landakort.is. Nákvæm staðsetning með GPS hnitum, væri mjög æskileg ef því verður við komið. • Stutt lýsing á þeim vatnsföllum sem um er að ræða og eðli þeirra (dragá/lindá) • Ljósmyndir af hugsanlegum stíflustað og staðsetningu stöðvarhúss • Upplýsingar um tengilið sem þekkir aðstæður (landeiganda/ landeigendur, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer) Orkustofnun fer þess á leit að hugmyndum verði komið á framfæri við stofnunina fyrir 20. maí nk. til Erlu Bjarkar Þorgeirsdóttur (erla@os.is), hún svarar einnig fyrirspurnum.
7
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í framtíðar- og sumarstörf. Þjónustumiðstöðin okkar er fjörugur vinnustaður og iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Unnið er á vöktum. Helstu verkefni
Hæfniskröfur
• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Rík þjónustulund
• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni
• Reynsla af sambærilegum störfum kostur
• Samskiptahæfni
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Sumarstörf 2017. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri í síma 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.
VR-15-025