Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 4. maí 2017
16. tbl. 35. árgangur
Uppbygging við Fjallsárlón
Uppbygging ferðaþjónustunnar við Fjallsárlón er langt komin. Af því tilefni eru eigendurnir Steinþór Arnarson og Kári Ólafsson teknir tali.
Hvernig kom það til að þið félagar hófuð siglingar á Fjallsárlóni? Steinþór: Mér datt fyrst í hug að sigla á Fjallsárlóni þegar ég var 16 ára að vinna fyrir Fjölni og Þorbjörgu á Hala sem þá ráku siglingarnar á Jökulsárlóni. En auðvitað var ekki mikil alvara í því þá. Eftir því sem ferðamannastraumurinn jókst um Öræfin togaði þetta meira í mann. Kári: Steinþór hafði sagt mér frá hugmyndum um siglingar á þessum stað. Við höfðum mikinn áhuga á að fara út í rekstur saman og margt rætt í því sambandi. Á endanum fannst okkur við einfaldlega verða að láta reyna á þetta en það var svo árið 2013 sem við hófum að sigla ásamt þeim tveimur góðum Hofsmönnum sem nú eru alfarið í eigin rekstri á Hofi. Steinþór: Það var byrjað smátt og byggt og bætt búnað og aðstöðu milli ára og nú loksins komnir í varanlegt húsnæði. Kári: Já þetta fór rólega af stað og það þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum og þótt fleiri væru farnir að leggja leið sína að Fjallsárlóni þá tók tíma áður en fólk fór að sækja í siglingarnar. Við kappkostuðum að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Fólk virtist ánægt og orðið barst milli manna, ekki síst fyrir tilstuðlan samfélagsmiðla. Þetta er okkur góð áminning um að láta ekki deigan síga, en skjótt getur skipast veður í lofti.
hannaði húsin átti þá hugmynd að skipta þessu í fleiri hús eftir því hvaða starfsemi færi þar fram og komu einnig með þessar skemmtilegu tillögur varðandi hönnun glugga. Kári: Það var ánægjulegt að fá að vinna þetta með Glámu Kím en endanleg útfærsla fæddist svo eftir að við höfðum kastað þessu á milli okkar nokkrum sinnum. Við erum virkilega ánægðir með útlit þessara bygginga og raunar eru þær framar okkar vonum. Steinþór: Byggingin fellur vel inn í umhverfið og sömuleiðis er hún í anda glæsilegs sveitabæjar sem og öræfskra þyrpinga. Byggingin skyggir ekkert á útsýni vegfaranda á Fjallsjökul og við lónið verður viðkomandi að sama skapi ekki bygginganna var. Það er okkur mikilvægt að valda sem minnstu raski á þessum fallega svæði.
Hvað bjóðið þið uppá í öllum þessum byggingum ? Steinþór: Á einum stað verður afgreiðsla fyrir siglingarnar sem og aðstaða til að klæða
Byggingin er glæsileg. Hvað getið þið sagt um hana? Kári: Okkur langaði að byggja húsnæði sem sómi væri að og væri aðdráttarafl útaf fyrir sig. Við sáum alla tíð fyrir okkur að það yrði hátt til lofts og klassískt þak. Þá vildum við auðvita að gestir gætu notið útsýnisins innan húss sem utan. Steinþór: Arkitektastofan Gláma Kím sem
sig í þann öryggisfatnað sem allir fara í fyrir siglingu. Svo erum við með sér byggingar fyrir salerni svo umferðin á salernin sé ekki ofan í annarri starfsemi. Kári: Aðalbyggingin er síðan undir veitingasal og eldhús en stefnan er að bjóða upp á heitan og kaldan mat, kaffi og meðlæti. Við stefnum á að vera með ferskan blæ á þessu. Sem fyrr förum við rólega af stað og smám saman aukum við úrvalið. Sambyggt aðalbyggingunni er matar- og kaffiaðstaða starfsfólks. Nú er formleg opnun og ákveðnum áfanga náð! Steinþór: Það er rétt og því ber að fagna með okkar fólki og sveitungum í dag. Kári: Þær eru ófáar vinnustundirnar sem farið hafa í þessa uppbyggingu hjá okkur félögum en á sama tíma erum við dyggilega studdir og margt af því góða fólki er með okkur í dag. Steinþór: Við viljum koma kærum þökkum á framfæri til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur og stutt í gegnum árin.