Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
17. tbl. 36. árgangur
Humarhátíð 2018 með breyttu sniði Humarhátíð verður að þessu sinni í höndum áhugahóps sem stóð m.a. fyrir Heimatjaldinu og Morávekpallinum á Humarhátíð 2017. Hópurinn sóttist eftir að fá tækifæri til að endurskoða og færa hátíðina yfir til okkar Hornfirðinga. Þessir viðburðir á síðastliðinni Humarhátíð heppnuðust með eindæmum vel, mikil gleði ríkti hjá íbúum sem vildu gjarnan taka þátt, mættu margir til að leggja sitt af mörkum og enn fleiri til að njóta góðs af. Mikil stemmning var á báðum stöðum og allir jákvæðir um að svona ætti Humarhátíð að vera; haldin af Hornfirðingum fyrir Hornfirðinga og gesti. Humarhátíð 2018 var þó í upphafi í höndum Ungmennafélagsins Sindra, eins og síðustu ár, og
mættu fulltrúar þessa nýskipaða hóps einir á auglýstan fund þar sem íbúar fengu tækifæri til að segja sína skoðun og deila hugmyndum um Humarhátíðina nú fyrr í vor. Við sögðum Sindra frá okkar upplifun sumarið áður, hversu vel hefði gengið að fá hornfirska listamenn til liðs við okkur og tekið var vel í allar okkar hugmyndir. Fljótlega bauð Sindri okkur að taka við skipulagningu hátíðarinnar að gefnu samþykki bæjarstjórnar og stjórnar Sindra. Málið hefur verið tekið fyrir hjá báðum aðilum og hefur hópurinn nú formlega tekið við sem Humarhátíðarnefnd 2018. Knattspyrnudeild Sindra mun þó áfram sjá um dansleik í íþróttahúsi Hafnar á laugardagskvöldi Humarhátíðar. Vonumst við til að
Lifandi tónlist á Morávekpallinum
sem flest félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að gera Humarhátíð 2018 sem besta. Humarhátíðarnefnd 2018 skipa: Emil Morávek, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Heiðar Sigurðsson, Jónína Kristín Ágústsdóttir, Júlíus Sigfússon, Kristín Gestsdóttir, Kristín Vala Þrastardóttir, Kristjón Elvarsson, Steinunn Hödd Harðardóttir, Tjörvi Óskarsson og Vilhjálmur Magnússon Við viljum leggja áherslu á að dagskrá verði í boði við allra hæfi og að heimamenn fái að njóta sín.
Vilt þú vera með skemmtiatriði, viðburð eða sölubás? Áhugasamir eru hvattir taka þátt á einn eða annan hátt. Hafið samband á humarhatidarnefnd@ gmail.com og leyfið okkur að heyra ykkar hugmyndir. Fylgstu með á facebook undir hópnum “Humarhátíð í Hornafirði 2018“ og taktu dagana frá 29. júní - 1. júlí 2018. Humarhátíðarnefnd 2018
Fjölbreytt dagskrá hornfirskra tónlistarmanna var í Heimatjaldinu
Sólsker ehf. vinnur til verðlauna
Þann 10. mars síðastliðinn á Hótel Natura var haldin Fagkeppni Meistarfélags kjötiðnaðarmanna. Ómar Fransson trillukarl og margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann þar til verðlauna fyrir vörur sínar. Alls voru 17 keppendur í sama flokki og Ómar en hann fékk gullverðlaun fyrir grafinn lax og brons fyrir reyktan lax.
Sundlaug Hornafjarðar auglýsir.
Fimmtudaginn 10. maí, uppstigningardaginn, er sundlaugin opin frá kl.10:00 til 17:00 Starfsfólk sundlaugar
2
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
Uppeldi sem virkar
Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn, alls 4 skipti. Þátttakendur þurfa að skrá sig og greiða fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin.
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Minnum á tónleika GLEÐIGJAFA Í HAFNARKIRKJU KL.16:00 Á MORGUN FIMMTUDAG. FJÖLBREYTT SÖNGSKRÁ. SAMVERUSTUNDIN verður föstudaginn 11. maí kl. 17:00. Sýnum frá tónleikum Þórhalls Þorvaldssonar í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði í haust. LOKABALLIÐ verður í EKRUNNI sunnudaginn 13.maí kl. 16:00. Rjómavöfflur og dans við undirspil EKRUBANDSINS. 500 kr. inn. Allir velkomnir jafnt ungir sem aldnir.
Námskeiðsgjald er 10.600 kr. fyrir einstaklinga og 13.700 kr. fyrir pör - námskeiðsgögn innifalin. Byggir námskeiðið á Uppeldisbókinni sem Skrudda gefur út. Námskeið verður haldið hér á Hornafirði og hefst þann 17. maí n.k . Skráning er á netfangið hsu@hornafjordur.is eða á heilsugæslustöðinni í síma 470-8600 frá kl. 11.00 virka daga .
Veitingasala Nýheima Starfsmann eða rekstraraðila vantar í veitingasölu Nýheima næsta skólaár. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok dags þann 18. maí. Upplýsingar og umsóknir í skolameistari@fas.is og 470-8070 (Fyrir hönd Sveitarfélagsins, Háskólasetursins, Nýheima og FAS) Skólameistari
FRAMBOÐSFUNDUR Í EKRUNNI miðvikudaginn 16.maí kl. 17:00. Frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram á Hornafirði í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí sitja fyrir svörum um málefni eldri borgara. Allir velkomnir.
Sjómannadagurinn 2018 Sjómannadagsráð óskar eftir áhöfnum á róðrabátana. Ekkert internet um borð, bara hressileg átök og þrælavinna. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki. Áhafnir báta og félagasamtök hverskonar skrái sig í síma 845-1509 eða á facebooksíðu Verkstæðis SÞ. Sjómenn tökum nú höndum saman og hendum í eina góða bryggjuhátíð.
Eystrahorn Vildaráskrift Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Bryggjuleikir verða auglýstir síðar. Fullorðinsverðlaun.
Sjómannadagsráð 2018.
Eystrahorn
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
Tíðindi af Kvennakórnum
3
Karlakór Hveragerðis í Hafnarkirkju 12. maí
Myndatexti: Karlakór Hveragerðis, ásamt stjórnanda sínum, Örlygi Atla, sem er lengst til hægri á myndinni i neðri röð.
Það hefur verið mikið að gera hjá Kvennakór Hornafjarðar undanfarið þar sem kórinn fagnar sínu 20. starfsári. Laugardaginn 5. maí kl. 14.00 voru haldnir stórkostlegir tónleikar á Hafinu. Um 200 manns sóttu tónleikana og viljum við þakka öllum þeim sem komu og hlustuðu á okkur. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á sama stað þar sem Jógvan skemmti veislugestum. Um næstu helgi ætlum við svo að fara á Vopnafjörð þar sem við munum halda tónleika og halda ball um kvöldið og á leið okkar þangað stoppum við á Egilsstöðum og höldum tónleika í Egilsstaðarkirkju á föstudagskvöldið kl. 20.30. Kvennakórinn vill þakka öllum sem tóku þátt í afmælisgleðinni, styrktu okkur við útgáfu afmælisblaðsins og glöddust með okkur um kvöldið. Fyrir hönd afmælisnefndar, Erna Gísladóttir
Karlakór Hveragerðis fer í sína fyrstu vorferð helgina 11. til 13. maí í Sveitarfélagið Hornafjörð enda er formaður kórsins, Heimir Örn Heiðarsson, vel þekktur á Höfn og næsta nágrenni. Kórinn sem er rétt að verða tveggja ára var stofnaður haustið 2016. Stjórnandi og undirleikari er Örlygur Atli Guðmundsson. Um 30 karlar úr Hveragerði, Ölfusi og Selfossi æfa að jafnaði með kórnum þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi enda öll lög kórsins létt og skemmtileg. Kórinn mun syngja á tónleikum í Hafnarkirkju kl. 15:30 laugardaginn 12. maí. Stakir Jakar syngja einnig nokkur lög, auk félaga úr Karlakórnum Jökli sem munu syngja með Hvergerðingum. Aðgangseyrir á tónleikana verður 2.500 krónur (ekki posi). Félagar í Karlakór Hveragerðis vonast til að sjá sem flesta Hafnarbúa og íbúa í sveitunum í kring á tónleikunum á laugardaginn.
Jákvæðni byggir árangur ! Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður opnuð laugardaginn 12. maí kl. 11-15 í Sjálfstæðishúsinu að Kirkjubraut 3. Boðið verður uppá súpu og nýbakað brauð. Opnunartími virka daga kl. 17-19 og laugardaga kl. 11-14. Á kjördag verður opið frá kl. 10. Kosningakaffi á kjördag í Sjálfstæðishúsinu kl. 10-17 og súpa í hádeginu. Allir velkomnir
Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100% starf vinnutíminn er frá kl. 8.00 til 16.00. Helstu verkefni og ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslenskukunnátta. Leikskólinn Sjónarhóll er sex deilda leikskóli sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði. Leikskólinn verður opnaður í nýju húsnæði í ágúst 2018. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is.
4
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
„Þú Hornafjörður“ „Þú Hornafjörður hulinn tignar feldi. Með hafið blátt við ystu sjónarrönd Og fjalla hring er fegrast sólar eldi. Hin frjóvutún og víðu beitilönd. Á gulli sjávar gæðir þínum börnum Og gleði veitir inn í þeirra hús. Við söngvanið frá svanahóp á tjörnum, Er sérhver þegn til æðstu dáða fús.“ Mér finnst við hæfi að hefja þessa grein með texta Aðalsteins Aðalsteinssonar við lag afa míns Eyjólfs Stefánssonar „þú Hornafjörður.“ Þessi texti tekur vel saman þau gæði sem Sveitarfélagið Hornafjörður hefur að færa. Svo ég kynni mig aðeins þá heiti ég Jón Áki Bjarnason, sonur Elísabetar Magneu Krístínar Eyjólfsdóttur frá Höfn og Bjarna Jónssonar frá Akranesi. Ég er giftur Joannu Wójtowicz og eigum við 3 indæl börn. Ég er alinn upp á Dalvík, lærður fiskiðnaðarmaður og hef starfað við sjávarútveginn frá blautu barnsbeini. Ég fluttist á Höfn haustið 2013 og tók að mér núverandi starf sem framkvæmdastjóri í niðursuðuverksmiðju staðarins Ajtel Iceland ehf. Ég er meðlimur í klúbbum Kiwanis og Lions og læt mér annt um málefni sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Hornafjörður er vel rekið sveitarfélag og er það mér heiður að fá tækifæri til að koma að áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu á komandi kjörtímabili. Ég vil stuðla að betri samgöngum og stuðla að styrkingu og fjölgun atvinnuvega í sveitarfélaginu. Ég vil sjá ný hjúkrunar- og sjúkrarými rísa á kjörtímabilinu. Ég vil sjá nýtt íþróttahús rísa á næsta kjörtímabili. Að lokum þá vil ég sjá allt það góða starf sem unnið hefur verið í mennta- og félagsmálum halda áfram að vaxa og dafna. Jákvæðni skilar árangri. Kveðja Jón Áki Bjarnason 6. sæti hjá Sjálfstæðismönnum
Sigríður Sveinsdóttir Háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 24. -25. maí n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum.
Súpufundur með fram bjóðendum í Sjallanum alla laugardaga frá kl. 11:00-13:00
Eystrahorn
Ég elska að búa í Suðursveit! Þetta orðalag nota drengirnir okkar oft um eitthvað sem þeim þykir gott, fallegt eða líður vel með. En það er samt satt, ég elska sveitina mína og þar vil ég búa og ala upp drengina okkar. Sem betur fer eru fleiri sem vilja hér búa og ala upp sín börn, en það eru færri sem láta þann draum rætast vegna langra vegalengda í alla þjónustu. Sem dæmi fer elsti drengurinn okkar af stað alla virka daga kl. 7 á morgnana í skólann (hann er vaknaður a.m.k 30 mín. fyrr) og er komin heim aftur kl. 15:30, sem er 8,5 klst vinnudagur hjá 6 ára barni! Af þessum 8,5 klst situr hann 2 klst í bíl og þræðir afleggjarana 2x á dag hjá skólafélögum sínum. Það sjá allir að það er mikið lagt á börnin okkar og er það því í okkar verkahring að ýta á eftir styttingu vegalengda innan sveitarfélagsins eins og hægt er. Við getum fagnað því að loksins er hafin vinna við lagningu nýs vegar og brúa yfir Hornafjarðarfljót. Þetta er mikil samgöngubót fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og eykur samgang á milli þéttbýlis og sveitar. Það er mjög mikilvægt sérstaklega í ljósi þess að uppgangur í atvinnulífinu hefur verið hraður í sveitunum á síðastliðinum árum. Okkur sveitafólkinu vantar eins og Hafnarbúum íbúðir fyrir starfsfólkið okkar og varanlega lausn á dagforeldramálum sem og leikskóla- og skólamálum. Búið er að deiliskipuleggja nokkrar lóðir í landi Holts á Mýrum og eru þær tilbúnar fyrir þá sem vilja byggja. Skipulag á Hrollaugsstöðum hefur dregist, en vonandi tekst okkur að koma því í gegn á næsta kjörtímabili. Það er mikilvægt að hafa svona kjarna í hverri sveit þar sem hægt er að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sem vill setjast hér að í einhvern tíma og tengjast inn í samfélagið. Í svona kjarna gæti dagforeldri starfað og þegar börnin hafa náð 4 ára aldri mundu þau fara með skólabílnum til Hafnar í leikskóla 2-3x í viku. Það er mjög mikilvægt fyrir börnin að taka síðustu 2 árin í leikskóla til að kynnast krökkunum sem þau eiga eftir að vera með í skóla í 10 ár. Það þekki ég af eigin reynslu hve mikilvægt það er þegar á þarf að halda að barnið manns getur farið til vinar og þarf því ekki að sleppa viðburðum sem það vill mæta á. Til að þetta gangi upp þarf að breyta útboði skólakeyrslunnar svo að öll 4 og 5 ára börn í sveitunum hafi tryggt sæti í skólabílnum. Einnig þurfum við að huga að börnunum okkar sem eru 16-18 ára og sækja framhaldsskóla á Höfn. Þau hafa ekki bílpróf fyrsta árið a.m.k og samkvæmt skilgreiningunni eru þau börn fram að 18 ára. Því verðum við sem sveitarfélag að tryggja þeim sæti í skólabílnum svo að þau sitji við sama borð og jafnaldrar þeirra á Höfn. Ég veit að bæði framhaldsskólabörn og leikskólabörn hafa fengið að fara með skólabílnum undanfarin ár, en það byggist allt á því að það séu laus sæti fyrir þau og er eingöngu fyrir góðvild bílstjórana en það á ekki að vera þannig. Við í 3.framboðinu viljum horfa á allt sveitarfélagið sem eina heild, bæði m.t.t atvinnu og þjónustu. Þannig verðum við sterkara samfélag. Þórey Bjarnadóttir 8.sæti á lista 3.framboðsins
Þann 26. maí næstkomandi göngum við til sveitarstjórnarkosninga. Á þeim tímamótum leggjum við störf okkar í dóm kjósenda. Sjálfstæðismenn hafa verið í meirihluta síðustu fjögur árin. Samfélagið og atvinnuhættir hafa tekið miklum breytingum bæði til sjávar og sveita. Þar má nefna að ferðaþjónusta skipar mun stærri sess í atvinnulífi sveitarfélagsins en áður. Á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka höfum við látið verkin tala. Ráðist hefur verið í stór og mikilvæg verkefni sem eru komin vel á veg. Endurbætur hafa verið gerðar á Sindrabæ og Ráðhúsi. Leikskólarnir á Höfn sameinaðir undir nafninu Sjónarhóll. Leikskólinn mun flytja í nýtt og endurbætt húsnæði í sumar. Þar mun aðbúnaður barna og starfsfólks verða með því besta sem þekkist. Á nýjum leikskóla er hægt að taka á móti allt að 144 börnum, en það er fjölgun um 30 frá því sem var. Ráðist var í tímabærar lagfæringar á fráveitu á Höfn og Nesjum sem skipta verulegu máli með tilliti til umhverfisins. Bygging íbúðahúsnæðis hefur tekið kipp eftir að gatnagerðargjöld voru feld niður á íbúðarlóðum. Fjárhagur sveitarfélagsins er mun sterkari en við upphaf kjörtímabilsins. Það gefur okkur tækifæri til framkvæmda og að auka þjónustu og lífsgæði á svæðinu. Næg verkefni eru framundan í lifandi og kraftmiklu samfélagi. Ágæti kjósandi nú er það þitt að hafa áhrif á hverjir stýra sveitarfélaginu næsta kjörtímabil. Það er öflugur hópur sem nú býður sig fram og er tilbúinn að takast á við þau mörgu verkefni sem framundan eru. Þetta er hópur með víðtæka þekkingu á samfélaginu, í bland við fólk sem er nýtt á sviði sveitarstjórnarmála. Við óskum eftir stuðningi þínum til áframhaldandi uppbyggingu á öflugu og fjölbreyttu samfélagi. Jákvæðni byggir árangur. Setjum X við D þann 26. maí á kjördag.
1. Björn Ingi Jónsson Bæjarstjóri Hrísbraut 3, Höfn
6. Jón Áki Bjarnason
Framkvæmdastjóri Ajtel Hafnarbraut 15, Höfn
11. Sigurður Ólafsson Skipstjóri Álaleiru 2, Höfn
2. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Eigandi Urtu í ”Gömlu Sundlauginni” Smárabraut 2, Höfn
3. Páll Róbert Matthíasson Útibússtjóri Olís Hafnarbraut 41, Höfn
4. Bryndís Björk Hólmarsdóttir Sjálfstætt starfandi í sjávarútvegi Norðurbraut 9, Höfn
5. Stefanía Sigurjónsdóttir Þroskaþjálfanemi og sjálfstætt starfandi Bogaslóð 6, Höfn
10. Jörgína E. Jónsdóttir Afgreiðslukona Víkurbraut 30, Höfn
7. Jón Malmquist Bóndi Jaðri, Suðursveit
8. Lovísa Rósa Bjarnadóttir Framkvæmdastjóri Rósaberg Háhól, Nesjum
9. Jón Guðni Sigurðsson Nemi Austurbraut 16, Höfn
12. Sædís Ösp Valdemarsdóttir Verkefnastjóri Hæðargarði 7, Nesjum
13. Björk Pálsdóttir Viðurkenndur bókari Tjarnarbrú 3, Höfn
14. Einar Karlsson Fyrrv. sláturhússtjóri Hlíðartúni 20, Höfn
Atvinnulíf
Við viljum:
Eitt af meginhlutverkum sveitarstjórnar er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf sem er undirstaða kröftugs samfélags. Örugg innsigling og góð hafnaraðstaða er forsenda öflugs sjávarútvegs í sveitarfélaginu. Aukin samvinna við ferðaþjónustu um uppbyggingu og framtíðarsýn. Við viljum fá aukið tækifæri til að taka þátt í stýringu og stjórnsýslu þjóðgarðsins t.d. með því að höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs flytjist í Austur Skaftafellssýslu.
· Vinna að áframhaldandi starfsemi sláturhússins á svæðinu . Tryggja fjármagn til framkvæmda vegna Grynnsla og innsiglingar · Efla frumkvöðla og starfsemi í Matarsmiðjunni · Hvetja stjórnvöld til að draga úr skattlagningu á eldri borgara og öryrkja sem vilja vinna. · Hornafjarðarflugvöllur sem millilandaflugvöll · Efla atvinnu og rannsóknarsjóð · Koma á sterkara samstarfi milli Sveitarfélagsins og Vatnajökulsþjóðgarðs.
Húsnæðismál Sveitarfélagið stofnaði sjálfseignafélag um byggingu almennra leiguíbúða sem verða tilbúnar í sumar. Búið er að skipuleggja lóðir á Mýrum og í Öræfum, þar verður hafist handa við byggingu raðhúss á árinu. Tekjumörk hækkuð um 25% vegna afsláttar af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega. Fasteignakostnaður þessa hóps hefur því lækkað.
Við viljum: · Hvetja til áframhaldandi uppbyggingar íbúðahúsnæðis í þéttbýli og dreifbýli. · Hvetja til byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða. · Skipuleggja fleiri íbúðalóðir í þéttbýli og dreifbýli
Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt dreifbýlasta sveitarfélag landsins. Góðar og öruggar samgöngur skipta okkur öll máli, eru lykilatriði til að tryggja góð búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Við viljum hvetja enn frekar til uppbyggingar á þjóðvegi og að einbreiðum brúm verði fækkað í sveitarfélaginu. Við viljum þrýsta á stjórnvöld að flýta framkvæmdum við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót og byggingu gangna undir Lónsheiði. Við viljum efla göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu meðal annars milli Nesjahverfis og Hafnar. Lokið verður við háhraðanetstengingar í Nesjum og á Mýrum á árinu.
Við viljum · Markvist verði farið í viðhaldi gatna og gangstétta · Fleiri göngu- og hjólreiðastíga · Ljúka við uppbyggingu háhraðanets í Lóni · Millilandaflugvöll fyrir minni farþegavélar og ferjuflugvélar · Fækkun á einbreiðum brúm
Menningarmál Saga svæðisins er einstök á landsvísu, nauðsynlegt er að gera hana sýnilega. Menningarstefna sveitarfélagsins var samþykkt og með henni er framtíðarsýn mótuð. Mikilvægt er að stefnan verði ávalt í takt við líðandi stund.
Við viljum: · · · ·
Ráðast í endurbætur á Miklagarði Hluti Miklagarðs verði byggðasafn sveitarfélagsins Aðstaða fyrir frumkvöðla og listamenn í Miklagarði Við viljum kanna kosti þess að Jöklasýning verði sett upp í gömlu jarðstöðinni · Leitað leiða til að gera sögu héraðsins sýnilega.
Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftafellssýslu
Jákvæðni byggir árangur Menntamál
Við viljum:
Samþykkt var ný menntastefna sem mikilvægt er að sé lifandi stefna og að eftir henni sé unnið. Endurbætur á Vöruhúsi sem nú standa yfir skila bættri aðstöðu til frístunda og nýsköpunar. Félagsmiðstöðin Þrykkjan er komin í nýja og bætta aðstöðu sem einnig nýtist sem ungmennahús. Fjárfest í húsnæði undir félagsheimili með Ungmennafélaginu Sindra til að efla starfsemi félagsins. Frístundastyrkur hækkaður í 50.000 kr. á barn auk innleiðingar á skilvirkara greiðslufyrirkomulagi.
· Unnin verði heildarhönnun íþróttasvæðis sem taki mið af þörfum til framtíðar · Líkamsræktarstöð verði í varanlegt húsnæði í tengslum við önnur íþróttamannvirki. · Ljúka endurbótum á Sindrabæ sem tónskóla og tónlistarhúsi. · Efla forvarnir og fræðslu til barna, ungmenna og foreldra · Samfélagið verði aðgengilegra fyrir fólk að erlendum uppruna
Umhverfismál Umhverfisvitund íbúa verður sífellt meiri. Virðing fyrir umhverfi og náttúru er mikilvægur þáttur í tilveru okkar. Unnið hefur verið að miklum endurbótum á fráveitumálum í sveitarfélaginu. Boðin hefur verið út ný hreinsistöð á Höfn og hreinsivirki hefur verið tekið í notkun fyrir Nesjahverfi. Dregið hefur úr urðun á óendurvinnanlegu heimilissorpi með aukinni flokkun. Lífrænt sorp flokkað sér og moltað. Plast og pappír og annað endurvinnanlegt efni fer til endurvinnslu.
Velferðarmál Skrifað var undir nýjan þjónustusamning um rekstur heilbrigðisþjónustu. Nýtt hjúkrunarheimili er á aðgerðaráætlun Velferðaráðuneytisins skrifað verður undir samning um framkvæmdina á næstu dögum. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir framkvæmdinni. Málefni fatlaðs fólks fær nýtt húsnæði að Víkurbraut 24, núverandi húsnæði er of lítið. Tryggja áfram forræði sveitarfélagsins í heilbrigðismálum og standa þannig vörð um grunnþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og gesti þess.
Við viljum: · Ljúka fráveitumálum í samræmi við áætlanir. · Fylgja nauðsynlegri þróun og auka upplýsingaflæði um sorpflokkun og urðun · Koma á flokkunarstöðvum í dreifbýli. · Hornafjörður verði plastpokalaust sveitarfélag · Trjárækt til skjóls og fegrunar í þéttbýli og dreifbýli. · Rafbílavæða bíla sveitarfélagsins eins og kostur er
Við viljum: · Nýtt hjúkrunarheimili með 30 rýmum, kapellu, líkhúsi og nauðsynlegra stoðþjónustu. · Efla heimaþjónustu svo einstaklingar hafi tækifæri til að vera lengur heima. · Fá ljósmóður til starfa. · Tryggja tíðari komu sérfræðinga · Áfram verði öflug heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta í Sveitarfélaginu.
8
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
Horft til framtíðar
Góð heilsa gulli betri Íþróttir eru mikilvægar fyrir samfélagið okkar, þær bæta ekki einungis lýðheilsu íbúanna sem þær stunda heldur eru þær einnig mikilvæg forvörn fyrir börnin okkar og unglinga. Því er nauðsynlegt að gera íþróttum og tómstundum hátt undir höfði og tryggja að flestum standi til boða íþróttaog tómstundarstarf. En rekstur faglegrar íþróttastarfsemi er almennt kostnaðarsamur fyrir íþróttafélögin sjálf og deildir þeirra og þ.a.l. iðkendur og forráðamenn þeirra. Bæði er kostnaður við starfið sjálft mikill og einnig eru mannvirki og búnaður, sem þarf til að stunda hinar ýmsu íþróttir, kostnaðarsamur. Þar þarf sveitarfélagið að hjálpa til eins og frekast er unnt. Tómstundarstyrkur sveitarfélagsins hefur komið til móts við kostnað barna í íþróttum og forráðamanna þeirra sem er af hinu góða. En tómstundarstyrkurinn þarf síðan að fylgja eðlilegri verðlagsþróun tengdri íþróttastarfseminni. Einnig er nauðsynlegt að koma til móts við aukinn kostnað foreldra í dreifbýli vegna aksturs í íþrótta- og tómstundarstarf. Það er í sambandi við mannvirkin sem sveitarfélagið þarf e.t.v. að grípa ennþá sterkar inn í. Þó eru ekki öll börn og unglingar
sem finna sig í íþróttum og það er nauðsynlegt að hlúa einnig að þeim. Í því sambandi er rekstur félagsmiðstöðvarinnar nauðsynlegur nú sem áður. Félagsmiðstöðin fékk á dögunum nýtt og endurbætt húsnæði sem er vel. Það góða innra starf sem þar er unnið þarf sveitarfélagið e.t.v. að styrkja enn betur með lengri og auknum opnunartíma.
Staðan Íþróttastarfið er í ágætum blóma hér í Hornafirði og er framboð ólíkra íþróttagreina ótrúlega fjölbreytt að mínu mati miðað við fjölda íbúa. Körfuknattleikurinn er í miklum uppgangi þessi misserin og blakið er jafnframt vaxandi. Þá er fimleikastarfið öflugt og knattspyrnan er alltaf vinsæl meðal iðkenda. En alltaf má gera betur og það þarf að vanda til verka nú sem áður. Undirrituðum hefur alltaf þótt heillandi að hafa bæði húsnæði Grunnskólans, mest notuðu íþróttamannvirkin og miðsvæði til útivistar og afþreyingar á sama svæðinu. Svæði þar sem börn þurfa ekki að fara yfir umferðargötu til að komast á milli skólabygginga og allra helstu íþróttamannvirkjanna. Síðan er Vöruhúsið, miðja skapandi greina, ásamt félagsmiðstöðinni ekki langt
undan. Það eru mikil forréttindi að geta haft þetta svona og taka þarf mið af því til framtíðar.
Nýtt íþróttamannvirki Oft hefur verið rætt um að næsti áfangi í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja ætti að vera millibygging milli sundlaugar og Heppuskóla. En upp á síðkastið hafa ýmsar fleiri framkvæmdir verið nefndar sem menn telja þarft að ráðast í. Meðal þeirra er t.d. nýtt íþróttahús, framtíðarhúsnæði fyrir líkamsræktarstöð, stærra húsnæði fyrir fimleika, vallarhús fyrir knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllinn og nýja áhorfendastúku fyrir knattspyrnuvöllinn. Er jafnvel hægt að leysa flestar þessar framkvæmdir með einni nýrri byggingu? Þá losnar líka um gamla íþróttahúsið sem gæti nýst fyrir t.d. líkamsrækt, bardagaíþróttir, danskennslu, klifur auk annars. Með byggingu á nýju íþróttahúsi gætum við skapað iðkendum í þessum íþróttagreinum, ásamt greinum sem áður hafa verið nefndar, miklu betri aðstæður til æfinga og leikja. Listi Framsóknar og stuðningsmanna þeirra vilja setja uppbyggingu íþróttamannvirkja á dagskrá. Við getum samt ekki ráðist í þær framkvæmdir og forgangsraðað
Eystrahorn
hugsanlegum áföngum nema að undangengnu víðtæku samráði við íþróttahreyfinguna og skólasamfélagið. Við viljum byrja á samtali við þau áður en ákvarðanir verða teknar, en ekki ráðast blint í einhverjar framkvæmdir sem e.t.v. leysa vandann bara tímabundið. Það þarf að hugsa lengra en til fjögurra ára í þessum efnum, áætlanir þurfa að taka mið af þörf og notkun næstu 20-30 ára.
Björgvin Óskar Sigurjónsson 4. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.
Við opnum Bárukot á Uppstigningardag!
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins og stuðningsmanna er í Bárukoti, Víkurbraut 5. Við opnum á uppstigningardag kl. 11.00 - 14.00. Hamborgarar og ís. Frambjóðendur munu kynna helstu stefnumál flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá 22. maí fram að kosningum kl. 16.00-18.00.
Eystrahorn
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
9
Hvernig höldum við í unga fólkið? Ég tel það vera algjör forréttindi að hafa fengið að alast að hluta til upp á Hornafirði og ég hlakka til að ala upp börnin okkar Guðrúnar í þessu fallega, skemmtilega og gefandi samfélagi. Hins vegar eru, eins og í öllum öðrum sveitarfélögum, nokkrir hlutir sem ég tel vera ábótavant. Ég hef lengi starfað með Ungmennaráði Hornafjarðar og gegnt þar bæði formennsku og varaformennsku. Það er því hægt að segja að málefni ungs fólks séu mér sérstaklega hjartfólgin. En hvað eru málefni ungs fólks? Til þess að svara þessari spurningu er mikilvægt að velta fyrir sér þörfum ungs fólks á Hornafirði. Það hefur sýnt sig síðustu ár að ungir Hornfirðingar flytja margir hverjir í burtu frá Hornafirði eftir grunnskóla eða framahaldsskólagöngu sína. Hvers vegna? Jú, sumir flytja til þess að mennta sig, ferðast eða vinna. En svo eru þeir sem flytja til þess að vinna í sálrænum vandamálum eða koma út með kynhneigð sína, sem hefur sýnt sig að eru töluvert margir. Sálfræði og geðheilsuþjónusta er eitt það mikilvægasta sem sveitarfélag þarf að geta boðið íbúum sínum upp á. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2017 meðal allra unglinga í grunnskólum landsins kemur fram aukning á kvíða og depurð og að ungmennum líði almennt verr núna en áður. Þessar niðurstöður verðum við að hlusta á. Við verðum að hlúa að unga fólkinu okkar og veita þeim þau tæki og tól sem þau þurfa til þess að þeim líði vel og fá þá hjálp sem þau þurfa. Unga fólkið okkar í Hornafirði er framtíð sveitarfélagsins, en það er einnig mikilvægt að hugsa um þau í nútíðinni. Unga fólkið sem við ölum í dag verður hið frábæra, duglega og metnaðarfulla fólk sem í framtíðinni mun taka yfir og vera t.d. bæjarstjórar, sjúkraliðar, leikskólakennarar, sorpvinnslumenn, hjúkrunarfræðingar og svo mætti lengi telja. Því skiptir máli að hlúa að þeim áður en við ætlumst til þess að þau taki að sér ofangreind hlutverk. Við þurfum að rækta það með unga fólkinu okkar að það sé ákjósanlegt að búa á Hornafirði, þar sem þau geta verið fullviss um að þau fái þá hjálp og þau tækifæri sem þau kann að vanta. Fleiri íbúðarhús, leiguíbúðir, viðunandi heilsuræktaraðstaða og greið leið að sálfræði aðstoð eru meðal þeirra hluta sem við þörfnumst til þess að halda í unga fólkið okkar og til að tryggja að þau sjái það sem góðan kost að flytja aftur til Hornafjarðar, eftir nám og önnur ævintýri. Við þurfum að bjóða þessu unga fólki vettvang til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég vonast eftir því að með framboði mínu geti ég verið talsmanneskja fyrir hugmyndir og skoðanir ungs fólks í sveitarfélaginu. Ég vil hvetja ungt fólk til þess að leyfa rödd sinni að heyrast, vegna þess að öll málefni eru málefni ungs fólks.
Stuðningsfulltrúi og þroskaþjálfi við Grunnskóla Hornafjarðar Auglýst er eftir umsóknum í starf stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa við Grunnskóla Hornafjarðar næsta vetur. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. Starf stuðningsfulltrúa er 80 – 85 % starf og felst í aðstoð við nemendur inni í bekk og í frímínútum. Vinnutími er frá 8:00-16:00 tvo daga vikunnar en skemur hina dagana. Starf þroskaþjálfa getur verið 76-100 % og felst í sértækri aðstoð við nemendur og ráðgjöf. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. http://gs.hornafjordur.is/skolinn/ starfsmenn/ Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskrar sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag og Þroskaþjálfafélag Íslands. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899-5609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is
Sumarafleysing Auglýst er eftir vallaverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Helstu verkefni: Umhirða íþróttasvæðis, húsvarsla, almen þrif. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Foss við launanefnd Sambands Sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968. Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is Skal stíla umsóknina á: Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27. 780 Höfn. Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, 4. sæti á lista 3. framboðsins Greitt er fyrir birtingu á þessari grein.
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
10
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
Eystrahorn
Óslandið tekið í gegn
Laugardaginn 5. maí síðastliðinni blésu Umhverfissamtök AusturSkaftafellssýslu til strandhreinsunar. Tilefnið var Norræni strand hreinsunardagurinn sem er samnorrænt átak þar sem strendur eru hreinsaðar af plasti og öðru rusli. Í ár var það Óslandið á Höfn og fjörurnar þar sem urðu fyrir valinu. Rétt um 30 sjálfboðaliðar mættu við Gömlubúð á laugardagsmorgni og létu smá rigningu og rok ekki stoppa sig í að hreinsa Óslandið, það var sérlega skemmtilegt að sjá þá frambjóðendur í komandi sveitarstjórnarkosningum sem sáu sér fært að mæta. Það voru ansi margir pokar sem fylltust af plasti, rusli og drasli á þessum rúmum tveimur tímum sem gangan stóð yfir. Í fjörunum vestantil var áberandi mikið af blautþurrkum og öðrum hreinlætisvörum sem fólk sturtar niður í klósettið. Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að slíkt á ekki heima í skólpinu okkar, þar sem það getur valdið miklum stíflum og er einstaklega slæmt fyrir umhverfið. Í Óslandinu sjálfu var áberandi mikið af nammibréfum og matarumbúðum. En austast og við höfnina var mikið af rusli sem hefur komið frá starfsemi í sjávarútveginum. Að hreinsun lokinni voru grillaðar pylsur
í Skreiðarskemmunni í boði Nettó. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum sem mættu fyrir þátttökuna. Sveitarfélagið Hornafjörður fær þakkir fyrir að taka við sorpinu, Iceguide fær sérstakar þakkir fyrir að koma með bæði starfsfólk og kerru fyrir ruslið og síðast en ekki síst Nettó sem bauð upp á grillveisluna. Að lokum viljum við biðja alla áhugasama um að taka frá laugardaginn 15. september næstkomandi, en þá höldum við upp á alþjóðlega strandhreinsunardaginn.
Theódór Árni Stefánsson með fangið fullt af rusli
Krakkar í strandhreinsuninni
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.0015.00. Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir: Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði 22.-24. maí kl. 9:00-16:00 25. maí kl. 9:00-18.00 Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal 22.-25. maí kl. 9.00-16.00 26. maí (kjördagur) kl. 11.00-13.00
Austurvegi 6, Hvolsvelli 22.-24. maí kl. 9.00-16.00 25. maí kl. 9.00-18.00 26. maí (kjördagur) kl. 10:00-12:00 Hörðuvöllum 1, Selfossi 14.-18. maí 9.00-16.00 22.-24. maí 9.00-18.00 25. maí 9.00-20.00 26. maí (kjördagur) 10.00-12.00
Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 22. maí nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is. Kosning á sjúkrastofnunum Sjá auglýsingu á www.syslumenn.is Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Eystrahorn
Miðvikudagurinn 9. maí 2018
11
Hafnarhittingur
Þriðjudaginn 15. maí frá 17:00-20:00 í Heppuskóla, íþróttahúsinu og íþróttasvæðinu. Þemað að þessu sinni er heilsuefling í víðasta skilningi með áherslu á samveru, útivist, hreyfingu, hollt mataræði og ýmislegt fleira. UMF Sindri mun koma að flestum þáttum dagskrárinnar og sjá til þess að nóg verði um að vera fyrir alla. Boðið verður upp á kvöldmat á kostnaðarverði, skráning í mat fyrir kl. 18:00. Tilvalið tækifæri til að sinna áhugamálum eða eignast ný, hitta fólk og hafa gaman. Markmiðið með Hafnarhittingi er að; Styrkja fjölskylduna, Styrkja félagsleg tengsl Styrkja bæinn okkar. Við hlökkum til að sjá ykkur Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar Börn 11 ára og yngri komi vinsamlegast með fullorðnum.
Áhugavert starf Sóknarnefnd Hafnarsóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Hafnarkirkju og Stafellskirkju í 75% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með kirkjum og kirkjugörðum (ekki sláttur), móttaka gesta, bókanir o.fl. Sömuleiðis þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi (meðhjálpari), létt viðhaldsvinna, umhirða, ræsting og þrif ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri þjónustulund. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem þeir óska að taka fram. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fyrir 1. september en er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar á netfanginu albert.eymundsson@gmail.com eða í síma 862-0249. Umsóknarfrestur er framlengdur til 16. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn sendist til: Sóknarnefndar Hafnarsóknar b.t. Alberts Eymundssonar Vesturbraut 25 780 Höfn
Sóknarnefnd Hafnarsóknar
TÓNLEIKAR KARLAKÓRS HVERAGERÐIS Ásamt Ásamt góðum góðum gestum: gestum:
Karlakórnum Jökli Stakir Jökum Jakar Karlakórnum Jökli ogog Stökum Í HAFNARKIRKJU LAUGARDAGINN 12. MAÍ 2018 KL. 15:30. Miðar seldir við innganginn. Verð kr. 2.500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Ekki posi á staðnum
Ostborgara
máltíð Ostborgari, franskar og 0,5 lítra Coke eða Coke light
Pylsu
1.299 kr.
tilboð
Pylsa, Coke í dós og Prince Polo
579 kr.
Fjölskyldu
Tilboð Fjórir ostborgarar, franskar og einn lítra af ís úr vél
Kaffi
3.990 kr.
tilboð Kaffi og sérbakað vínarbrauð
399 kr. Tilboð gilda út júlí