Eystrahorn 17. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 18. maí 2017

18. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Ársreikningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016

Á fundi bæjarstjórnar 11. maí sl. var ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016 lagður fram til seinni umræðu og samþykktur. Nú sem undanfarin ár er staða sveitarfélagsins mjög sterk og jákvæð rekstrarafkoma bæði í A og B hluta. Reksturinn skilar verulega upp í fjárfestingar og afborganir lána. Niðurstöður ársins 2016 sýna sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en helstu niðurstöðutölur í A og B hluta eru : Rekstrarniðurstaða um 380 m.kr. sem er 211 m.kr betri niðurstaða er fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri um 580 m.kr. sem er 272 m.kr umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir Skuldir og skuldbindingar um 1.242 m.kr. Fjárfestingar um 357 m.kr. sem er 76 m.kr. undir fjárfestingaráætlun ársins 2016 Veltufjárhlutfall í A-hluta 1,3 Eiginfjárhlutfall í A-hluta 76% Skuldahlutfall í A-hluta 51,17% Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 og eldri lán greidd niður um 109 milljónir. Fjárhagsáætlun 2016 gerði ráð fyrir 200 m.kr. lántöku, sem eins og áður segir varð ekki af.

Hvernig er skatttekjum varið?

einstakra málaflokka í A hluta. Tæplega 40% í fræðslumál. U.þ.b. 11% í félagsþjónustu. Um 10% í æskulýðs og íþróttamál. Sameiginlegur kostnaður er rétt rúmlega 9%. Samanlagt fara svo 19%, í marga minni málaflokka s.s. eignasjóð, þjónustumiðstöð, atvinnumál, menningarmál, umhverfismál, hreinlætismál, almannavarnir og brunamál, skipulagsmál o.fl.

Verkefnin framundan Helstu verkefni ársins 2017 eru; endurbætur og viðbygging við leikskóla að Kirkjubraut 47, fráveituframkvæmdir, lögn í sjó út undir Stapaklett og hreinsivirki í Óslandi. Fyrsti áfangi í endurbótum á Vöruhúsi er farinn af stað en hönnun á þeim framkvæmdum hefur staðið yfir undanfarið ár. Gert er ráð fyrir að hönnunarvinnu vegna endurbóta á tengibyggingu milli Heppuskóla-íþróttahúss og nýbyggingar milli sundlaugaríþróttahúss. Einnig er gert ráð fyrir áætlunargerð vegna breytinga á húsnæði að Víkurbraut 26 fyrir málefni fatlaðra. Í haust kemur malbikunarflokkur og vinnur mörg uppsöfnuð verkefni, bæði á götum og göngustígum.

Hér er sett fram á myndrænan hátt ráðstöfun skatttekna 2016 til

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

ÓSKUM EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF SEM OG SUMARAFLEYSINGAR Nettó Höfn, leitar að ábyrgum, metnaðarfullum og öflugum Óskum eftir að ráða starfsfólk starfsmönnum í framtíðarstörf til sumarafleysinga. sem og sumarafleysingar

Upplagt tækifæri fyrir skólakrakka Umsóknir sendist á skóla að fá vinnu í sumar og með hofn@netto.is næsta vetur. fyrir 30. apríl nk.

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í síma 896-6465 eða á staðnum.

Almenn afgreiðslustörf í verslun

Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna

Athugið Næsta tölublað kemur út 24. maí. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 22. maí.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126


2

Fimmtudagurinn 18. maí 2017

Eystrahorn

Ungmennafélagið Sindri leitar að FRAMKVÆMDASTJÓRA.

Ungmennafélagið Sindri leitar eftir öflugum og kraftmiklum einstaklingi til að gegna starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu. Starfssvið: Sér um daglegan rekstur félagsins Hefur umsjón með fjármálum Er í samskiptum við sveitarfélagið Sér um skipulag og utanumhald Er tengill við íþróttasamböndin á Íslandi (ÍSÍ,UMFÍ,USÚ,ofl) Sér um ritstjórn og umsjón heimasíðu félagsins ásamt mörgum öðrum skemmtilegum verkefnum. Hæfniskröfur: Hafa áhuga á íþróttum og vera reiðubúinn að leggja sitt af mörkum í frekari uppbyggingu félagsins. Vera skipulagður og lausnamiðaður Vera jákvæður og samviskusamur, hafa drifkraft sem nýtist í starfi Góða tölvukunnáttu og sjálfstæði í vinnubrögðum Gott væri að umsækjandi geti hafið störf fyrir fyrsta júlí. Umsóknar frestur til 1. júní Nánari upplýsingar gefur Jóna Benní í síma 869-8650.

Bændur athugið! Næstu stórgripaslátranir Norðlenska á Höfn verða sem hér segir: Vika 23 (6.-9. júní) Vika 25 (19.-23. júní) Vika 33 (14.-18. ágúst) Vika 36 ( 4.-8. september) Þeir sem vilja leggja inn eru hvattir til að hafa samband við Önnu Kristínu í síma 460-8834 eða með tölvupósti á annak@nordlenska.is. ATH! Sauðfjársláturtíð verður á Höfn frá 21. september til 31. október 2017. Nánari upplýsingar veitir Sigmundur Hreiðarsson í síma 840-8888. www. nordlenska.is

Lausamunir

Þeir sem eru eigendur eða forráðamenn lóða í sveitarfélaginu er bent á að taka til á lóðum sínum. Langtímageymsla lausamuna sem ekki eru í notkun er óheimil. Eigendur eru beðnir að fjarlægja þá af lóðum sínum og koma þeim til förgunar eða á viðeigandi geymslustað. Höfum metnað fyrir umhverfi okkar, að það sé snyrtilegt og sé ekki öðrum til ama. Umráðamönnum lóða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum. Sveitarfélagið Hornafjörður Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. maí 2017 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi fyrir námu ofan Einholtsvatna, Skógey, Djúpá og í Hornafjarðarfljótum skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Náma ofan Einholtsvatna Efnistökusvæðið er staðsett fyrir neðan Lambleiksstaði á grónum áreyrum Hólmsár. Áin hefur ekki runnið um þennan farveg um langt skeið og svæðið er grasi gróið en jarðvegsþykkt ekki mikil. Gerð deiliskipulagsins er þáttur í því að hrinda í framkvæmd vegabótum á hringvegi um Hornafjörð. Náma í Skógey Efnistökusvæðið er í Melsendahrauni á Skógeyjarsvæðinu. Um er að ræða þétta jökulsorfna þóleita klöpp eða hvalbak sem rís í 14 metra hæð upp úr söndunum í Skógey og vísar brattur hamraveggur til suðurs en aflíðandi halli er til norðurs. Gert er ráð fyrir að efnistökusvæðið verði framtíðar efnisnáma. Endanlegt útlit námunnar verður hannað í samráði við Umhverfisstofnun og er frágangur hluti af útboðsverki. Náma í Djúpá Efnistökusvæðið er á árbökkum og áreyrum Djúpár. Stefnt er að að efnisflutningar fari um áreyrar Djúpár. Náma í Hornafjarðarfljótum Náman er í farvegi Hornarfjarðarfljóta fyrir neðan brú. Þar er fljótið lygnt og breiðir úr sér á milli Skógeyjar og Mýra. Varnargarðar ganga niður frá hringveginum sem verja Skógey og Mýrar fyrir ágangi fljótsins. Í farveginum er mikið magn sands sem fljótið hefur borið fram. Gögn vegna ofangreindra lýsinga verða til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 18. maí 2017 til og með 6. júní 2017 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 6. júní 2017 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Lokað verður föstudaginn 19. maí bæði á smurstöð og verkstæði. Opnum aftur mánudaginn 22. maí. Neyðarþjónusta Sveins ehf


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 18. maí 2017

Umhverfisnefnd og starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa undanfarin misseri unnið að því að yfirfara málaflokk sorphirðu og sorpeyðingar. Markmiðið er að auka endurnýtingu úrgangs, minnka urðun, ná fram hagræðingu og betri nýtingu urðunarstaðar í Lóni. Eitt af því sem var skoðað er að taka upp sérstaka flokkun á lífrænum úrgangi. Verkfræðistofan Mannvit var fengin sem ráðgjafi og var niðurstaðan að bjóða sorphirðu og sorpflokkunina út, með samningstíma til fimm ára. Þrjú gild tilboð bárust. Skilyrði var sett fram í útboðinu að nú verði tekin upp flokkun á lífrænum úrgangi og að tilboðsgjafar taka að sér alla verkþætti þess sem snúa að málaflokknum; sorphirðu, rekstur sorpmóttöku, moltugerð og rekstur sorpeyðingarstaðar í Lóni.

Kostnaður Kostnaður við sorphirðu og sorpeyðingu hjá sveitarfélaginu er um 85 milljónir á ári. Innheimt gjöld vegna málaflokksins eru 55 milljónir á ári. Því eru 30 milljónir af útsvarstekjum og farsteignaskattstekjum notaðar til að greiða niður sorphirðu og sorpeyðingu. Í lögum um málaflokkinn þá ber sveitarfélaginu að ná jafnvægi á þessu tvennu, þ.e. rukka þjónustuþega um þau gjöld sem falla til.

Leið A Leið A gerir ráð fyrir að við hvert heimili sé ein endurvinnslutunna, ein almenn tunna og hólf, sett ofan í aðra tunnuna, fyrir lífrænan úrgang

Græn skref í rétta átt

sem verður unnin og úr honum gerð molta sem verður aðgengileg fyrir íbúa. Leið A er í raun það verklag sem við höfum haft síðan 2013 nema að nú bætist við þessi 30-40 lítra fata fyrir lífrænan úrgang.

Mynd 2 sýnir grenndarstöð á Akureyri sem standa í framkvæmdum, ætla sér að taka til í bílskúrnum eða losa sig við garðaúrgang þá verða gefin út sérstök klippikort sem leyfa losun á 4 m³ árlega í gámaporti.

Meðferð málsins Myndin sýnir útfærslu á tunnu með hólf fyrir lífrænt sorp.

Leið B Leið B gerir ráð fyrir að við hvert heimili sé einungis ein almenn tunna með hólfi fyrir lífrænan úrgang. Í leið B er gert ráð fyrir að íbúar fari með endurvinnanlega efnið á grenndarstöðvar, ekki ólíkt því sem var við lýði fyrir 2013. Grenndarstöðvar yrðu settar upp í sveitunum auk þess sem bætt yrði við flokkunnarbarinn sem nú er við Gáruna a.m.k. einni grenndarstöð í þéttbýlinu á Höfn. Í dreifbýli er gert ráð fyrir að íbúar geti fengið jarðgerðartunnu ef þeir nýta ekki lífræna efnið, það á við um báðar leiðir, A og B. M.ö.o. ekki á að safna lífrænum úrgangi í dreifbýli. Fyrir þá

Næstu leikir á heimavelli eru eftirfarandi: Ólöf K Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 22.-24. maí nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Íslensk-kanadísk systkini, Katla (21 árs) og Andri (19 ára) sem eru búsett í Svíþjóð óska eftir sumarvinnu í Sveitarfélaginu Hornafirði frá miðjum júní til júlíloka (hugsanlega mætti semja um lengri tíma). Þau hafa áhuga á störfum í ferðaþjónustu (tala reiprennandi ensku og sænsku) og taka má fram að Katla er mikill dýravinur og Andri hefur reynslu af þjónsstörfum. Nánari upplýsingar gefur Soffía Auður Birgisdóttir (sími 848-2003).

3

Umræðan í umhverfisnefnd og í bæjarráði hefur gengið út á hvort fara eigi leið A eða leið B. Leið A felur í sér minni breytingu frá núverandi sorphirðukerfi sem farið var af stað með árið 2013 og er við fyrstu sýn mjög skynsöm. Leið B er hins vegar 28 milljónum ódýrari og ekki síður skynsöm. Leið B gerir ráð fyrir grenndarstöðvum í hverri sveit sem taka á móti endurvinnanlegu efni. Grenndarstöðvarnar yrðu þá til að bæta þjónustu, sérstaklega við dreifbýlið og myndu líka gagnast síauknum straum ferðamanna. Það er auðvita áskorun sem hvort sem er þarf að taka á. Og að lokum að þá myndi leið B ekki útiloka leið A. Þeir sem vilja hafa tvær tunnur, eina fyrir almennt sorp og eina fyrir endurvinnanlegt, geta gert það eftir sem áður. Þeir þurfa einungis að panta sér aukatunnu fyrir endurvinnanlegt

efni og borga fyrir það aukalega 1200 kr á mánuði. Allir aðrir verða með eina tunnu fyrir almennt sorp og fötu fyrir lífrænt og skila sjálfir frá sér endurvinnsluefninu í grenndarstöðvar eða gámaport. Á fundi bæjarráðs, 8. maí 2017 var bókað að ganga skuli til samninga við lægstbjóðanda, sem er Íslenska Gámafélagið ehf.. Ef um semst og allt fer sem horfir þá munu þessar breytingar á sorphirðu og sorpeyðingu verða í sumarlok.

Hugleiðing að lokum Markmiðin með þessum breytingum er að auka endurnýtingu úrgangs, minnka urðun og ná fram hagræðingu og betri nýtingu urðunarstaðar, m.a. með því að flokka sérstaklega lífrænan úrgang sem fer til moltugerðar og endurnýtingar íbúum og samfélaginu til góðs. Fá mál standa íbúum eins nærri og sorpmálin og ég vona að niðurstaðan af breytingunum verið í samræmi við markmiðin. Sæmundur Helgason, formaður umhverfisnefndar

Laugardaginn 20. maí kl. 17:30 Sindri – Hamrarnir mfl. kvk. Sunnudaginn 21. maí kl. 15:00 Sindri – Afturelding mfl. kk. Þriðjudaginn 23. maí kl. 19:15 Sindri – Einherji mfl. kvk. Borgunarbikarinn Aðalfundur í Ekrunni miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00

Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf Landsamband sumarhúsaeigenda Önnur mál. Stjórn FSS

Ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði frestað

Eins og fram hefur komið þurfti því miður að fresta áður auglýstri ráðstefnu og fyrirlestrum sem halda átti í Nýheimum dagana 12. og 13. maí vegna ófærðar. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna á Höfn 13. og 14. október, allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna verða birtar á facebooksíðu Þekkingarsetursins Nýheima. Er það von okkar að bæjarbúar nýti tækifærið og komi í Nýheima til að hlusta á áhugaverð og fjölbreytt erindi ráðstefnunnar. Hugrún Harpa forstöðumaður Nýheima Þekkingarseturs


Til umhugsunar varðandi sorpmál

Að loknum lestri greinar Sæmundar Helgasonar um sorpmál í Sveitarfélaginu Hornafirði sem birtist á heimasíðu 3. framboðsins 11. maí sl. vöknuðu ýmsar spurningar sem ég vil gera hér að umræðuefni. Í grein sinni ræðir hann þá breytingu sem gerð var á sorphirðu í sveitarfélaginu árið 2013. Telur hann það kerfi sem þá var tekið upp vera nokkuð gott og held ég að flestir geti verið sammála því. A.m.k. hefur verið almenn þátttaka í flokkun hjá langflestum heimilum í sveitarfélaginu. En hvernig bregst bæjarstjórn við? Ef lesnar eru fundargerðir Umhverfisnefndar Hornafjarðar lítur út fyrir að ganga eigi til samninga um að farin verði svokölluð leið B í nýju sorphreinsunarkerfi sveitarfélagsins. Hún felur í sér að hólfi fyrir lífrænan úrgang verði bætt í almennu tunnuna sem jafnframt verði stækkuð í sömu stærð og endurvinnslutunnan er nú. Endurvinnslutunnan hverfur af sviðinu (nema menn vilji kaupa sér losun á slíka aukalega). Grenndarstöðvar verði settar upp og þangað komi menn sjálfir með endurvinnsluefnin sín. Almennt sorp verði losað mánaðarlega, en hólfið fyrir lífrænan úrgang tvisvar í mánuði yfir sumartímann. Hljómar þetta ekki mjög vel? Það sem vekur mest athygli mína er að virkilega skuli til þess horft að setja aftur upp grenndarstöðvar í sveitarfélaginu. Og einnig að Sæmundur telji þær góðan kost til að mæta síauknum straumi ferðamanna! Fyrri reynsla af grenndarstöðvum var einmitt sú að ferðamenn sem ekki þekkja flokkunarkerfið og finnst rusl bara vera rusl nýttu sér þessar grenndarstöðvar sem að sjálfsögðu voru öllum opnar. En þá fór flokkun þeirra sem henni sinntu af heilum hug fyrir lítið. Enda varð það niðurstaðan að haustið 2013 voru þessar grenndarstöðvar lagðar niður og sett flokkunartunna við hvert heimili í sveitarfélaginu. Ekki er mér kunnugt hvort haft hafi verið eitthvað samband við þá menn sem unnu að frágangi þess efnis sem barst frá grenndarstöðvunum meðan þær voru starfræktar.

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna rofvarna við Jökulsá á Breiðamerkursandi og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 16. júní 2017.

Er Sveitarfélagið Hornafjörður að fara aftur á byrjunarreit í flokkun sorps? Af hverju var horfið frá grenndarstöðvakerfinu árið 2013 og farið yfir í núverandi kerfi? Í grein Sæmundar tekur hann fram að árið 2016 hafi kostnaður sveitarfélagsins við þennan málaflokk numið um 85 milljónum króna. Innheimt gjöld á móti hafi verið 55 milljónir og af útsvarstekjum okkar hafi því farið um 30 milljónir króna í málaflokkinn. Ekkert kemur þó fram í grein hans hvernig minnka eigi þann kostnað. Ef horft er til tilboðs þeirra aðila sem gengið hefur verið til samninga við yrði kostnaðurinn um 80 milljónir króna á ári (leið B – sjá fundargerðir umhverfisnefndar). Og á hvaða forsendum reiknar bæjarstjórn með að magn sem fer til urðunar minnki frá því sem verið hefur? Nú spyr fávís kona – hver er þá ávinningurinn af breyttu kerfi? • Skert þjónusta, ekki síst í dreifbýlinu, þar sem í útboðsgögnum var hvorki gert ráð fyrir lífrænum gámum í dreifbýli né því pallaskiptakerfi sem verið hefur við lýði undanfarin ár. • Minni skil á endurvinnsluefnum að mínu mati, bæði í dreifbýli og þéttbýli þegar fólk þarf sjálft að koma þeim á grenndarstöð eða borga aukalega fyrir endurvinnslutunnu við heimili sitt. • Minna (ef eitthvað) af sköttum og gjöldum mun líklega verða eftir í kassa sveitarfélagsins vegna þessa málaflokks en verið hefur. Að lokum: Eftir tæplega 30 ára samstarf þar sem Funi ehf. hefur af fremsta megni reynt að laga sig að þeim breytingum og nýjungum sem sveitarfélagið hefur tekið upp, vil ég fyrir hönd Funa ehf. þakka gott samstarf við alla sem að þessum málum hafa komið í gegn um tíðina. Ekki síst íbúum sveitarfélagsins sem hafa verið einkar þægilegir í öllum samskiptum öll þessi ár.

Fyrir hönd Funa ehf. Þorbjörg Gunnarsdóttir

Íbúafundur Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til íbúafundar í Hofgarði mánudaginn 29. maí kl. 15:00 til að ræða málefni sveitarfélagsins. Allir íbúar Öræfasveitar eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd bæjarráðs, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Höfn í Hornafirði 15. maí 2017 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

Bændur athugið! Ný laus lóð á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið breytingu á deiliskipulagi HSSA sem snýr að stofnun fimm nýrra íbúðalóða við norðurenda Júllatúns. Um er að ræða lóðir á Júllatúni 17, 19 og 21 sem og lóðir á Júllatúni 8 og 10. Lóðin á Júllatúni 8 er nú laus til umsóknar og fer umsókn fram í gegnum íbúagátt. Frekari upplýsingar um lóðina má finna inni á vefsíðunni www.map.is/hofn með að kveikja á þekjunni Skipulagsstofnun | Deiliskipulag. Reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda gilda ekki um lóðina og mun úthlutun vera í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn lóðaumsókn er til 25. maí 2017 og mun útdráttur fara fram í ráðhúsi Hafnar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn þann 26. maí 2017 kl. 15:00 Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Safnað verður heyrúlluplasti eftirtalda daga. Nes föstudaginn 26. maí Mýrar föstudaginn 7. júní Suðursveit föstudaginn 14. júní Öræfi fimmtudaginn 21. júní Lón föstudaginn 28. júní Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Skrár verða haldnar um þá staði sem ekki skila plastinu á viðunnandi hátt til endurvinnslu, áskilinn er réttur til innheimtu á þeim kostnaði sem til fellur, ef til flokkunar á plastinu kemur. Vegna veðurs eða annarra aðstæðna gætu orðið breytingar á söfnun plastsins. Þeir bændur sem vilja vera á póstlista vegna fjölpósta þegar um þjónustu við þá er að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á birgir@hornafjordur.is Ef misbrestur verður á hirðingu eru viðkomandi beðnir um tilkynna það í birgir@hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.