Eystrahorn 17. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 18. maí 2017

18. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Ársreikningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016

Á fundi bæjarstjórnar 11. maí sl. var ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016 lagður fram til seinni umræðu og samþykktur. Nú sem undanfarin ár er staða sveitarfélagsins mjög sterk og jákvæð rekstrarafkoma bæði í A og B hluta. Reksturinn skilar verulega upp í fjárfestingar og afborganir lána. Niðurstöður ársins 2016 sýna sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en helstu niðurstöðutölur í A og B hluta eru : Rekstrarniðurstaða um 380 m.kr. sem er 211 m.kr betri niðurstaða er fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri um 580 m.kr. sem er 272 m.kr umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir Skuldir og skuldbindingar um 1.242 m.kr. Fjárfestingar um 357 m.kr. sem er 76 m.kr. undir fjárfestingaráætlun ársins 2016 Veltufjárhlutfall í A-hluta 1,3 Eiginfjárhlutfall í A-hluta 76% Skuldahlutfall í A-hluta 51,17% Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 og eldri lán greidd niður um 109 milljónir. Fjárhagsáætlun 2016 gerði ráð fyrir 200 m.kr. lántöku, sem eins og áður segir varð ekki af.

Hvernig er skatttekjum varið?

einstakra málaflokka í A hluta. Tæplega 40% í fræðslumál. U.þ.b. 11% í félagsþjónustu. Um 10% í æskulýðs og íþróttamál. Sameiginlegur kostnaður er rétt rúmlega 9%. Samanlagt fara svo 19%, í marga minni málaflokka s.s. eignasjóð, þjónustumiðstöð, atvinnumál, menningarmál, umhverfismál, hreinlætismál, almannavarnir og brunamál, skipulagsmál o.fl.

Verkefnin framundan Helstu verkefni ársins 2017 eru; endurbætur og viðbygging við leikskóla að Kirkjubraut 47, fráveituframkvæmdir, lögn í sjó út undir Stapaklett og hreinsivirki í Óslandi. Fyrsti áfangi í endurbótum á Vöruhúsi er farinn af stað en hönnun á þeim framkvæmdum hefur staðið yfir undanfarið ár. Gert er ráð fyrir að hönnunarvinnu vegna endurbóta á tengibyggingu milli Heppuskóla-íþróttahúss og nýbyggingar milli sundlaugaríþróttahúss. Einnig er gert ráð fyrir áætlunargerð vegna breytinga á húsnæði að Víkurbraut 26 fyrir málefni fatlaðra. Í haust kemur malbikunarflokkur og vinnur mörg uppsöfnuð verkefni, bæði á götum og göngustígum.

Hér er sett fram á myndrænan hátt ráðstöfun skatttekna 2016 til

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

ÓSKUM EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF SEM OG SUMARAFLEYSINGAR Nettó Höfn, leitar að ábyrgum, metnaðarfullum og öflugum Óskum eftir að ráða starfsfólk starfsmönnum í framtíðarstörf til sumarafleysinga. sem og sumarafleysingar

Upplagt tækifæri fyrir skólakrakka Umsóknir sendist á skóla að fá vinnu í sumar og með hofn@netto.is næsta vetur. fyrir 30. apríl nk.

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í síma 896-6465 eða á staðnum.

Almenn afgreiðslustörf í verslun

Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna

Athugið Næsta tölublað kemur út 24. maí. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 22. maí.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.