Eystrahorn 19. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Miðvikudagurinn 24. maí 2017

19. tbl. 35. árgangur

Nýr frisbígolfvöllur á Höfn

Samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi var gert ráð fyrir nýjum frisbígolfvelli í Hrossabithaga. Bæjarráð ákvað í framhaldi af því að festa kaup á 9 holu frisbígolfvelli og hafa starfsmenn bæjarins ásamt verktaka unnið að uppsetningu síðustu daga. Frisbígolf er eins og nafnið gefur til kynna afþreying þar sem golf er spilað með frisbídiskum. Sportið er sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Völlurinn verður opinn öllum og frítt verður að

spila á honum. Til stendur að vígja frisbígolfvöllinn fimmtudaginn 25. maí kl. 15:00. Sveitarfélagið gerðist aðili að samningi um heilsueflandi samfélag en markmiðið með því er að hafa heilsu íbúa í fyrirrúmi í öllum málaflokkum og er uppsetning frisbígolfvallar eitt skref í þeirri vinnu. Allar nánari upplýsingar um sportið má finna á heimasíðunni www.folf.is. Komdu út að leika.

Vallahönnuðir frá fyrirtækinu Fuzz

Erum þakklát fyrir góðan stuðning Eydís Diljá er 4 ára stúlka hér á Höfn með CFC heilkenni. CFC er mjög sjaldgjæft og alvarlegt heilkenni. Vitað er um rúmlega 100 einstaklinga með heilkennið en einungis tvö börn eru með heilkennið á Íslandi í dag. Foreldrar hennar Joanna Skrzypkowska og Ágúst Ágústsson lýsa aðstæðum hennar þannig í viðtali við blaðið; „Frá fæðingu hefur Eydís Diljá verið með hjarta- og húðvandamál, vandamál við að nærast auk þroskaseinkunar sem allt tengist heilkenninu. Annað hvert ár eru skipulagðar ráðstefnur fyrir fjölskyldur barna með CFC. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hitta aðra foreldra, tala saman um vandamál sem fylgja fötluninni, hvetja hvort annað og svo að sjálfsögðu að hitta alla sérfræðingana og læknana. Á þessum tveimur árum getur margt breyst svo þetta er gott tækifæri fyrir okkur að læra nýja hluti um Eydísi. Í ár sóttum við um að fara á ráðstefnu í Manchester sem er í október. Af því að CFC heilkennið er sjaldgæf erum við alltaf að læra eitthvað nýtt. Við erum afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk hefur veitt okkur hingað til og sem velunnarar eru að hvetja til núna vegna ferðar okkar í ár. “ Velunnarar fjölskyldunnar vildu vekja athygli á þessum aðstæðum fjölskyldunnar og hvetja fólk til að styðja þau, marg smátt gerir eitt stórt.

Stuðningsreikningurinn er 0172 - 05 - 060125 kennitala 200613 – 2600.

Big-band Tónskóla A-Skaft. Verður með tónleika sunnudaginn 28. maí kl. 16.00 í Nýheimum. Fjölbreytt dagskrá bæði leikin og sungin. Við fáum fyrrum félaga til liðs með okkur. Tónleikarnir eru tileinkaðir Gunnlaugi Þresti sem stofnaði hljómsveitina og byggði hana upp.

Aðgangseyrir kr. 1000-


2

Miðvikudagurinn 24. maí 2017

Þakkir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug, og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa

Sumarferð - laus sæti Vegna forfalla eru tvö sæti laus í tveggjamannaherbergi í sumarferð Félags eldri Hornfirðinga.

Páls Dagbjartssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólgarðs Guðrún Magnúsdóttir Dagbjartur Pálsson, Þóra Sveinsdóttir Vigfúsína Pálsdóttir, Jóhann Kiesel Magnús Pálsson, Arna K. Steinsen barnabörn og barnabarnabörn.

Áhugasamir geta haft samband við Albert s. 862-0249 í síðasta lagi föstudaginn 26. maí.

Lausamunir Sumarstarf í Gömlubúð, Höfn Starfsmaður óskast til starfa í Gömlubúð, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn í sumar. Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og almenn afgreiðslustörf. Góð þjónustulund, samskiptafærni, áhugi á svæðinu og enskukunnátta eru skilyrði. Vaktavinna. 50-100% starfshlutfall. Laun greidd samkvæmt stofnansamningi Vatnajökulsþjóðgarðs og Starfsgreinasambands Íslands. Einnig eru laus fleiri störf á suðursvæði þjóðgarðsins. Upplýsingar um þau má finna á Starfatorgi (201705/929) , www.starfatorg.is Upplýsingar s. 842-4374

veitir

Helga

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Árnadóttir,

helga@vjp.is,

Þeir sem eru eigendur eða forráðamenn lóða í sveitarfélaginu er bent á að taka til á lóðum sínum. Langtímageymsla lausamuna sem ekki eru í notkun er óheimil. Eigendur eru beðnir að fjarlægja þá af lóðum sínum og koma þeim til förgunar eða á viðeigandi geymslustað. Höfum metnað fyrir umhverfi okkar, að það sé snyrtilegt og sé ekki öðrum til ama. Umráðamönnum lóða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum. Sveitarfélagið Hornafjörður Heilbrigðiseftirlit Austurlands


Eystrahorn

Miðvikudagurinn 24. maí 2017

3

Fréttir frá Hollvinum Hornafjarðar

Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn. Hollvinir Hornafjarðar er félag áhugafólks um verndun Hornafjarðar. Félagið var stofnað í október á síðasta ári og var aðalástæðan áhyggjur manna af fyrirhugaðri vega- og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót. Félagið telur að framkvæmdin muni valda óþarfa tjóni á náttúru, umhverfi og ásýnd fjarðarins. Telur félagið að ná megi settum markmiðum í samgöngumálum með öðru leiðarvali, sem valdi ekki jafn miklum skaða. Félagið hvetur til frekari umræðu og fræðslu um kosti og galla fyrirhugaðra framkvæmda. Stjórn félagsins skipa: Ari Jónsson formaður, Guðbjartur Össurarson gjaldkeri og Rannveig

Einarsdóttir ritari. Varamenn í stjórn eru Ásmundur Gíslason og Anna Kjartansdóttir. Frá því að félagið var stofnað hefur félagsmönnum fjölgað jafnt og þétt. Félagið undirbýr nú röð fyrirlestra sem fjalla um umhverfismál sem tengjast umhverfi og náttúru Hornafjarðar. Fyrirlestrarnir verða haldnir í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, Háskólasetrið á Hornafirði og Náttúrustofu Suðausturlands. Í desember gengu samtökin Hollvinir Hornafjarðar í Landvernd og hafa þessi félög verið í samstarfi um að kæra ákvörðun bæjarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Kiwanisdúkkan

Á fundinum var rætt um hvort Hollvinir Hornafjarðar ættu að taka upp á sína arma verkefni Landverndar Hreinsum Ísland, sem felst í því að hreinsa strandlengjur landsins. Hollvinir Hornafjarðar vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa félaginu lið á einn eða annan hátt á þessu fyrsta starfsári þess og vonast eftir öflugu og góðu samstarfi á komandi árum. Stöndum vörð um umhverfið í kringum okkur, verndum það og virðum. Fyrir hönd Hollvina Hornafjarðar Halldóra Hjaltadóttir og Rannveig Einarsdóttir

Íbúafundur Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til íbúafundar í Hofgarði mánudaginn 29. maí kl. 15:00 til að ræða málefni sveitarfélagsins. Allir íbúar Öræfasveitar eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd bæjarráðs, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Foreldrar og prestar veita viðtöku á Kiwanisdúkkunni

Kiwanisklúbburinn Ós hefur nú formlega byrjað á verkefni sem er nefnt Kiwanisdúkkan. Þetta verkefni má rekja til Færeyja en Sámal Bláhamar svæðisstjóri Færeyjasvæðis færði Hauki Þ. Sveinbjörnssyni umdæmisstjóra og Sigurði Einari Sigurðsyni umdæmisritara félögum í Ós sitt hvora Kiwanisdúkkuna fyrr á þessu ári. Kiwanisdúkkan er lítil taudúkka sem er unnin upp úr gömlum og slitnum rúmfötum frá Landssjúkrahúsinu í Færeyjum og hætt er að nota. Með dúkkunni fylgir tússpenni svo hægt sé að teikna á hana andlit. Upphaflega var tilgangurinn að gleðja veik börn sem dvöldu á sjúkrahúsum en einnig fá ung börn á Landssjúkrahúsinu í Færeyjum dúkkuna að gjöf. Dúkkurnar eru unnar á Dugni í Fuglafirði en það er verndaður vinnustaður og kaupa klúbbar dúkkurnar þar. Færeyski Kiwanisklúbburinn Eysturoy byrjaði á Kiwanisdúkku verkefninu og hefur Sámal Bláhamar verið þeim til aðstoðar. Síðustu helgina í apríl fóru nokkrir Kiwanisfélagar í vinnuferð til Færeyja. Þar á meðal voru Haukur umdæmisstjóri og Sigurður Einar umdæmisritari. Í þeirri ferð var einnig farið í heimsókn til Dugni í Fuglafjörð til að skoða framleiðsluna á dúkkunni. Þeir Haukur og Sigurður Einar ákváðu að færa verkefnið til Hafnar og færa nýjum Hornfirðingum dúkku að gjöf. Þeir fóru síðast liðinn fimmtudag í Hafnarkirkju en þá eru haldnir þar foreldramorgnar. Nú þegar hafa 15 nýir Hornfirðingar eignast Kiwanisdúkku. Prestarnir í Bjarnanessókn munu svo afhenda foreldrum nýfæddra barna dúkku þegar þeir mæta á foreldramorgna í kirkjuna. Þess má í lokin geta að Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík og Keilir í Keflavík hafa verið með svipað verkefni en það byggist á því að sjúkraflutningsaðilar hafa fengið bangsa í sjúkrabílana og dúkkum dreift á Landsspítalann.

Þú finnur útskriftargjöfnina hjá okkur mikið úrval af fallegum og nytsamlegum gjöfum Verið velkomin Sjón er sögu ríkari

Húsgagnaval Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00

Viðskiptavinir athugið!! Lokað vegna sumarleyfis frá 1. til 18. júní Vegna TM hafið samband í 515-2000 Skoða og svara tölvupóstinum jaspis@jaspis.is eftir bestu getu.


4

Miðvikudagurinn 24. maí 2017

Hugmyndasamkeppni

Eystrahorn

KAPPRÓÐUR Nú eru kappróðrarbátarnir klárir og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í róðrarkeppninni.

Á fundi fræðslu- og tómstundanefndar 17. maí s.l. var samþykkt tillaga um að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja leikskólann á Höfn.

“Vegleg “ verðlaun í boði. Upplýsingar veitir Ómar Frans s. 892-8945, netfang omar64@internet.is Sjómannadagsráð.

Samkeppnin er öllum opin og getur fólk skráð tillögur að nafni á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/þatttaka með nafni og símanúmeri sendanda. Myndaður verður hópur undir stjórn Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra með þátttöku foreldra, starfsfólks og fulltrúa fræðslu- og tómstundanefndar sem fer yfir tillögurnar. Hópurinn leggur síðan rökstudda tillögu fyrir fund í fræðsluog tómstundanefnd þann 21. júní n.k. sem tekur afstöðu til hennar. Opið verður fyrir skráningu að tillögum til 7. júní nk. og eru íbúar hvattir til að taka þátt.

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu Innritun nýnema skólaárið 2017-2018 stendur yfir. Síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 22. ágúst. Umsækjendur sækja um í gegn um íbúagátt bæjarfélagsins eða www.hornafjordur.is (þjónusta, tónskóli). Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460, inn á heimasíðu skólans og tonskoli@hornafjordur.is Skólastjóri

Laus störf skólaliði og stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar Auglýst er eftir umsóknum í starf skólaliða og stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. Starf skólaliða er 100 % starf á yngra stigi og felst m.a. í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal. Vinnutími frá 7:50 – 16:00. Starf stuðningsfulltrúa er 75 – 84 % starf á yngra eða eldra stigi og felst í aðstoð við nemendur í tímum og í frímínútum. Vinnutími er frá 8:0016:00 tvo daga vikunnar en skemur hina dagana. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. http://gs.hornafjordur.is/skolinn/starfsmenn/ Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag og FOSS. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899-5609 og netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is.

Foreldrafundur í FAS Samstarf við foreldra um nám og tómstundir Þriðjudaginn 30. maí kl. 19:30 í Nýheimum Foreldrar nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans boðnir sérstaklega velkomnir Skólameistari


Eystrahorn

Miðvikudagurinn 24. maí 2017

Körfuknattleikstímabilið 2016-2017

Síðustu æfingar tímabilsins eru að renna í garð og það er komið að lokum á frábærum vetri í körfunni. Ef við horfum yfir tímabilið þá hefur verið nóg að gera hjá öllum flokkum. Meistaraflokkurinn okkar komst upp í 2. deild með því að verða bæði deildarmeistari og vinna svo úrslitakeppnina í 3. deild. Yngstu iðkendurnir okkar tóku þátt í Sambíómóti Fjölnis og Nettómóti Keflavíkur við mikinn fögnuð og unglingaflokkarnir hafa tekið þátt í Íslandsmótum. Stóðu þau sig með eindæmum vel og voru Sindra til fyrirmyndar hvert sem þau fóru. Síðastliðinn september var blásið til samstarfs við Hött á Egilsstöðum. Komu þeir til okkar þann mánuð og héldum við til þeirra á Verkalýðsdaginn þann 1. maí. Sindri fór með 30 iðkendur sem kepptu á móti liðum Hattar og Fjarðabyggðar. Bæði dagsmótin tókust með glæsibrag og frábært að fá að keppa án þess að þurfa að ferðast hundruð kílómetra. Iðkendurnir fá mikilvæga keppnisreynslu og gera sér glaðan dag og vonumst við eftir að þetta sé komið til að vera. Uppskeruhátíðir flokkanna voru haldnar og voru veitt. Við tókum okkur einnig til og byrjuðum með leikskólabolta í fyrsta skipti hjá körfuknattleiksdeildinni og var hann vel sóttur. Eftir áramótin fórum við svo í samstarf við fótboltann og litlu grislingarnir áttu íþróttahúsið með mikilli gleði og ærslum alla laugardaga í vetur. Einnig var það gleðiefni að fleiri stelpur byrjuðu að æfa eftir áramót og er það stefnan að halda úti sér flokki fyrir 6.10. bekk á næsta tímabili. Það er því óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera hjá okkur og tilhlökkun fyrir komandi tímabilum mikil. Að lokum viljum við þakka öllum stuðningsmönnum, sjálfboðaliðum, iðkendum, foreldrum og þjálfurum fyrir að gera tímabilið það sem það var. Svo má ekki gleyma okkar helstu styrktaraðilum TM, Sigurði Ólafssynin ehf, Kaffihorninu, Pakkhúsinu, Hótel Höfn, JM Hárstofu, Límtré/Vírnet og Brunnhólli. Takk allir fyrir frábært tímabil ! Körfuboltakveðja Stjórn Körfuknattleiksdeild Sindra 7.-10. flokkur. Mikilvægasti leikmaður 2017: Tómas Orri Hjálmarsson Mestu framfarir 2017: Nína Dögg Jóhannsdóttir Liðsfélagi 2017: Sindri Blær Jónsson Minibolti 5.-6. bekkur Mikilvægasti leikmaður 2017: Freyr Sigurðsson Mestu framfarir 2017: Aron Freyr Borgarsson Besta mæting 2017: Stígur Aðalsteinsson

Aðalfundur Hornfirska skemmtifélagsins verður haldinn mánudaginn 29. maí kl. 20:00 í Sindrabæ. Venjuleg aðalfundastörf. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfsemi þessa skemmtilega félags eru hvattir til að mæta! Stjórnin

5

Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á að sú umönnun sem dauðvona sjúklingar og aðstandendur þeirra njóta á síðustu dögum lífsins sé hágæðaumönnun. Þörfin fyrir góða líknar- og lífslokameðferð mun aukast á næstu 20-30 árum, þjóðin er að eldast og fleiri komast á efri ár. Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar, umönnun sjúklinga á síðustu sólahringum lífsins, eftir að búið er að greina að viðkomandi sé deyjandi. Að setja fram Sólveig Hrönn greiningu um að einstaklingur sé deyjandi er oft á tíðum flókið ferli, en þó mjög mikilvægt svo viðkomandi njóti sem sem bestrar umönnunar. Vorið 2014 var innleitt á hjúkrunarheimilinu Fossheimum og Ljósheimum meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga, svokallað Liverpool Care Pathway (LCP). LCP leiðbeinir við ákvarðanir um meðferð og umönnun við sjúklinga þegar ljóst er að dregur að lífslokum. LCP er þróað af sérfræðingum líknarteyma á breskum sjúkrahúsum og byggir á langri reynslu og gagnreyndri þekkingu. Í María Davíðsdóttir ferlinu eru ýmis fyrirmæli sem stuðla að bestu mögulegu þjónustu sem veitt er á síðustu klukkustundum eða dögum lífs. Áhersla meðferðarferlisins beinist fyrst og fremst að því að draga úr einkennum og þjáningu og tryggja að sjúklingur geti dáið með reisn. Öllum íþyngjandi inngripum er hætt og áhersla lögð á að styðja fjölskyldu hans og hjálpa til við sorgarúrvinnslu eftir andlát. Á sama tíma er stefnt að því að auka þekkingu og færni heilbrigðisstétta varðandi umönnun og meðferð á síðustu dögum lífs. Horft er til líkamlegra, sálrænna, félagslegra og andlegra þarfa einstaklingsins, auk þess að veita fjölskyldu viðeigandi upplýsingar og fræðslu. Læknir tekur ákvörðun um lífslokameðferð í samráði við hjúkrunarfræðing og aðstandendur einstaklingsins. Áður en sú ákvörðun er tekin, þarf þverfaglega teymið að vera sammála um að ákveðin einkenni séu til staðar sem benda til að einstaklingur sé deyjandi. Rannsóknir síðustu ára hafa bent til að skráning hafi orðið nákvæmari eftir innleiðingu meðferðarferlisins (LCP) og meðferð einkenna betri. Samt sem áður er áframhaldandi mat á gagnsemi slíkra ferla mikilvæg í nánustu framtíð. Reynsla af notkun LCP á Fossheimum og Ljósheimum er meðal annars sú að heilbrigðisstarfsmenn hafa öðlast aukna þekkingu og öryggi við meðferð og greiningu einkenna við lífslok. Auk þess sem stuðningur til aðstandenda er markvissari. Meðferðarferlið hefur jafnframt aukið þverfaglega samvinnu allra þeirra er koma að umönnun einstaklingsins. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Fossheimum og Ljósheimum María Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Fossheimum og Ljósheimum.

Hirðingjar flytja Árið 2012 tóku nokkrar konur á hjúkrunarheimilinu sig til og stofnuðu Hirðingjana. Hugmyndin var að hafa verslun þar sem hægt væri að koma með notaða hluti sem yrðu endurseldir á lágu verði og að hagnaðurinn myndi renna í góð málefni hér í bæ. Bjarni Snorrason leyfði okkur að vera í húsnæðinu sínu þar sem sem eitt sinn var verslun Steingríms og færum við honum góðar þakkir. Án hans hefði þetta ekki orðið að veruleika. Hornfirðingar hafa tekið okkur gríðarlega vel og hafa fært okkur fullt af hlutum sem aðrir hafa fundið not fyrir og höfum við á þessum tæpu fimm árum safnað um sex milljónum. Allur ágóðinn hefur runnið í ýmis málefni hér í bæ en við höfum til dæmis stutt við leikskólana, málefni fatlaðara, krabbameinsfélagið og einstaklinga í þörf. Mest hefur þó runnið til heilbrigðisstofnunarinnar og var til að mynda keyptur kvenskoðunarbekkur á heilsugæsluna, sjónvörp, húsgögn, matarstell, lampar og margt fleira á hjúkrunarheimilið. Við erum hvergi nærri hættar og höfum nú fengið aðstöðu hjá Skinney-Þinganesi, í matsalnum úti í Óslandi en þar getum við líka tekið á móti húsgögnum. Við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til Bjarna fyrir að umbera okkur síðustu árin og einnig til eigenda SkinneyjarÞinganess fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög spenntar fyrir framhaldinu og vonum að Hornfirðingar haldi áfram að styðja við okkur og færi okkur hluti og húsgögn sem þeir hafi ekki lengur not fyrir og að sjálfsögðu kaupi þessa gersemi af okkur. Opnunartími er á fimmtudögum frá kl. 16:30-18:30. Framan við húsið er gulur kassi þar sem hægt verður að skilja eftir hluti en við förum daglega og tæmum hann. Einnig er hægt að finna okkur á facebook en síðan okkar heitir Hirðingjarnir Nytjamarkaður. F.h. Hirðingjanna Halla Sigurðardóttir


Vodafone dagur í Rafhorni 26. maí Í tilefni þess að Rafhorn tók nýverið við sem umboðsaðili Vodafone á Höfn viljum við bjóða Hornfirðingum upp á kaffi og köku í verslun Rafhorns, föstudaginn 26.maí frá klukkan 13-16. Einnig verður happdrætti þar sem gestir geta m.a. unnið símtæki, heyrnartól og margt fleira. Hlökkum til að sjá þig.

Vodafone Við tengjum þig


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.