20. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 19. maí 2016

20. tbl. 34. árgangur

„Frábær helgi á Hornafirði“

Þetta sagði Karl Birgir Örvarson eftir að afkomendur Olgu Þórhallsdóttur og Kristjáns Jakobssonar komu hér saman sl. helgi. „Við lögðum blómsveig að styttu forföður- og móður okkar, Þórhalls og Ingibjargar til minningar um þau og þá sem fallnir eru frá. Við heimsóttum Kaupmannshúsið (Kaupfélagshúsið) þar sem Ari og Maja tók á móti okkur og Ari sagði okkur sögu hússins þar sem Þórhallur og Ingibjörg bjuggu um hríð. Einnig fór hann með hópinn út í Miklagarð og um það svæði. Að aflokinni göngu með Ara um plássið var þorstanum svalað hjá þeim hjónum Ara og Maríu og fólki gefinn kostur á að skoða húsið að utan sem innan. Við vorum 85 sem mættum á þetta ættarmót og enduðum það með kvöldverði á laugardagskvöldinu á Hótel Höfn. Veðrið lék við okkur og Hornafjörður skartaði sýnu fegursta og frá Hornafirði fóru allir með gleði í hjarta, góðar minningar og þakklæti fyrir góðar móttökur.“

Fyrstu kosningar ungs fólks verða í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti beiðni ungmennaráðs sveitarfélagsins að halda skuggakosningar samhliða næstkomandi forsetakosningum. Ungmennaráð óskaði eftir að gera tilraun til að halda skuggakosningar til að auka lýðræðisvitund ungs fólk í sveitarfélaginu. Rannsóknir benda til að ungt fólk sem kýs snemma á ævinni er líklegra til að taka þátt í kosningum í framtíðinni. Bæjarstjórn samþykkti reglur um kosningarnar þar sem ungmennaráð hefur yfirumsjón með skuggakosningunum í samráði við yfirkjörstjórn sveitarfélagsins. Ráðið tilefnir þrjá aðalmenn í kjörstjórn og þrjá til vara. Ungmennaráð mun standa fyrir kynningum um kosninguna og frambjóðendur forsetakosninganna í skólum sveitarfélagsins

og með því að senda út kynningarefni sem höfðar til ungs fólks. Leitast verður við að hafa skuggakosningarnar eins líkar og almennu forsetakosningarnar og verða þær haldnar á sömu stöðum og almennu kosningarnar en kjörseðlar verða ekki í sama lit. Ungmennaráð hefur hafið undirbúning að kosningunum og mun halda kosningavöku í Nýheimum. Á kosningavökunni verða úrslit kosninganna kynnt ásamt því að Emmsjé Gauti skemmtir gestum. Ungmennaráð hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að taka þátt í kosningunum og sýna fram á að ungt fólk lætur sig málin varða með því að taka þátt í tilraun til aukinnar lýðræðislegrar vitundar ungs fólks. Á myndinni eru fjórir aðalmenn ungmennaráðs ásamt Dagbjörtu Ýr Kiesel tómstundafulltrúa sveitarfélagsins.

Frá vinstri: Þorkell Ragnar Grétarsson aðalmaður, Dagbjört Ýr Kiesel starfsmaður ungmennaráðs, Þórdís María R. Einarsdóttir aðalmaður, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir varaformaður, Sunna Dögg Guðmundsdóttir formaður ungmennaráðs. Á myndina vantar Ragnar Magnús Þorsteinsson aðalmann ráðsins. www.hornafjordur.is

Það er fleira til en við þekkjum Mikið verður um að vera hjá okkur í Grunnskóla Hornafjarðar dagana 25. – 27. maí. Fyrirhugaðir eru fjölmenningardagar sem bera yfirskriftina „ Það er fleira til en við þekkjum“. Skólanum verður skipt upp í hópa eftir heimsálfum og unnin ýmis verkefni og í lokin verður skrúðganga þar sem hver hópur dregur fram einkenni hverrar álfu með búningum fánum og fleira. Skrúðgangan verður þann 27. maí og gengið verður frá Heppuskóla og farinn hringur um bæinn og

stoppað á nokkrum stöðum, dansað og sungið. Leikskólarnir ætla að taka þátt í göngunni og hvetjum við alla bæjarbúa að taka þátt og eiga skemmtilega stund og ekki skemmir fyrir að koma með fána eða klæðast þjóðbúningi. Til að gera bæinn okkar fjölþjóðlegan langar okkur í Grunnskóla Hornafjarðar að leita til fyrirtækja og einstaklinga um að flagga þennan dag fánum frá hinum ýmsu löndum heims.


2

Fimmtudagurinn 19. maí 2016

Birgir Björnsson Víkurbraut 28 Höfn í Hornafirði

lést sunnudaginn 8. maí sl. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 13:00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Jóhanna Þórarinsdóttir og fjölskyldur.

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

YOGA

Næsti Yogatími með Ástu Margréti er mánudaginn 23. maí kl. 16:00. Þá er rétt að minna á skráningu í Sumarferðina góðu !

Lyftaraviðgerðarmaður Skinney-Þinganes hf. óskar eftir að ráða starfsmann til starfa á lyftaraverkstæði SkinneyjarÞinganess. Starfið felst meðal annars í viðhaldi og eftirliti með lyfturum fyrirtækisins auk annarra verkefna sem til falla. Lögð er áhersla á að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og hafi reynslu í viðgerðum. Frekari upplýsingar gefur Kristinn í síma 899-1174 eða senda umsókn á kristinn@sth.is

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Andlát Nanna Guðrún Ingólfsdóttir fæddist þann 16. október 1942 að Uppsölum í Suðursveit. Hún andaðist á heimili sínu á Hornafirði þann 3. maí sl. Foreldrar hennar voru Lússía Jónsdóttir,fædd 16. október 1906 í Suðurhúsum í Borgarhöfn í Suðursveit, dáin 31. ágúst 1977 og Ingólfur Guðmundsson fæddur 15. október 1896 að Skálafelli í Suðursveit. dáinn 22. janúar 1988. Nanna giftist Braga Jóhannssyni frá Reyðarfirði, fæddur 24. febrúar 1940. Látinn 16. september 1969. Þau eignuðust þrjú börn. Guðleif Kristbjörg Bragadóttir fædd 1963, hennar maður er Kristjón Elvarsson búsett á Höfn í Hornafirði. Hilmar Bragason fæddur 1966, sambýliskona hans er Dagnija Karabesko búsett á Höfn í Hornafirði. Birgir Lárus Bragason fæddur 13. desember 1969. Dáinn 26. mars 1980. Fyrir átti Nanna, Ingólf Braga Valdimarsson fæddan 1962 búsettan í Noregi. Barnabörnin eru 4 talsins og barnabarnabörnin 6. Eftirlifandi sambýlismaður Nönnu Guðrúnar er Sigurþór Sigurðsson fæddur 13. febrúar 1933. Útför Nönnu fór fram frá Hafnarkirkju 14. maí sl. Fjölskyldan vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Nönnu.

Landbúnaðarplasti verður safnað í dreifbýli eftirtalda daga. Nes Mýrar Suðursveit Öræfi Lón

27. maí 3. júní 10. júní 16. júní 24. júní

Mikilvægt er að plastið sé tilbúið og rétt frágengið til fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. Skrár verða haldnar um þá staði sem ekki skila plastinu á viðunandi hátt til endurvinnslu, áskilinn er réttur til innheimtu á þeim kostnaði sem til fellur, ef til flokkunar á plastinu kemur. Vegna veðurs eða annarra aðstæðna gætu orðið breytingar á söfnun plastsins. Ef misbrestur verður á hirðingu, einnig ef menn telja sig ekki þurfa þjónustu, eru viðkomandi beðnir um tilkynna það í birgir@hornafjordur.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 19. maí 2016

Aðalfundur FUF Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í AusturSkaftafellssýslu var haldinn í Papóshúsinu síðastliðinn fimmtudag, 28. apríl. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, og þar með kjör nýrrar stjórnar. Stjórn félagsins á starfsárinu 2016-2017 mynda nú Inga Kristín Aðalsteinsdóttir formaður, Ragnar Magnús Þorsteinsson varaformaður, Ármann Örn Friðriksson ritari, Tómas Ásgeirsson gjaldkeri og Hákon Logi Stefánsson meðstjórnandi. Varamenn eru Dóra Björg Björnsdóttir og Sædís Harpa Stefánsdóttir. Stjórn félagsins álítur sig tilbúna til þátttöku í kosningabaráttu Framsóknarflokksins næstkomandi haust og fagnar jafnframt nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

3

Lausar stöður við Grunnskólann í Hofgarði Grunn- og leikskólakennara eða leiðbeinendur vantar við Grunnskólann í Hofgarði í Öræfum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum til fjölbreyttra úrlausnarefna og reynsla í upplýsingatækni er mikill kostur. Skólinn er fámennur dreifbýlisskóli, staðsettur í stórbrotnu og fallegu umhverfi. Í haust gætu orðið um 16 nemendur á leik- og grunnskólaaldri. Í skólanum er hefð fyrir samkennslu árganga með áherslu á einstaklingsmiðað nám. Heimasíðu skólans má finna á slóðinni https://hofgardur.is Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar gefur Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri, netfang palina@hornafjordur.is eða í síma 478-1672 / 894-1765

Starfsmaður í gestamóttöku Óskum eftir þjónustulunduðum og skipulögðum einstaklingi í gestamóttöku Hótel Hafnar.

Sumarafleysingar

Unnið er á vöktum, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Óskum eftir einstaklingum til sumarafleysinga í Vélsmiðju Hornafjarðar. Annars vegar í afgreiðslu í verslun og einnig á dekkjaverkstæði/smurstöð.

Umsóknir skulu sendar á netfangið vignir@1862.is

Upplýsingar veitir Páll á staðnum eða í síma 899-1141.

Hreyfivika UMFÍ dagana 23.-29. maí. Dagskrá Mánudagur 23.mai Leikfimi eldriborgara kl. 11:00 í Ekrusal Ganga um Höfn kl. 17:00 frá íþróttahúsi Brennibolti fyrir alla kl, 18:00 á íþróttasvæði Þriðjudagur 24. maí Leikfimi eldriborgara kl. 11:00 Skjólgarði dvalardeild Ganga um Höfn kl. 17:00 frá íþróttasvæði Strandblaksmót fyrir alla kl. 19:00 strandblaksvelli Miðvikudagur 25. maí Heilsufarsmælingar kl. 13:00 - 15:00 í sundlaug Blóðþrýstingur, blóðsykur og kólesteról Hlaup með hlaupahópi Sindra kl. 17:00 frá Sundlaug Ganga um Höfn kl. 17:00 frá íþróttahúsi Opinn tími í metabolic kl. 17:10 í Sporthöllinni Streetball mót fyrir alla kl. 19:30 á Streetball velli

Fimmtudagur 26. maí Leikfimi eldriborgara kl. 11:00 Skjólgarði dvalardeild Fyrirlestur um hreyfingu í Ekrusal kl. 17:00 Föstudagur 27. maí Leikjadagur fjölskyldunnar kl. 17:00 á íþróttasvæði Laugardagur 28. maí Ferð með Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga á Krossbæjartind í Nesjum kl. 09:00 frá tjaldsvæði Hjóladagur með lögreglu Hornafjarðar kl. 11:00 á íþróttasvæði Alla dagana Sundkeppni sveitarfélaganna Vinavika í Sporthöllinni

Við hvetjum alla Hornfirðinga til að finna sér viðburð og taka þátt. Öll hreyfing skiptir máli. USÚ og Sveitarfélagið Hornafjörður - heilsueflandi samfélag


4

Fimmtudagurinn 19. maí 2016

Eystrahorn

Sjálfsstyrkingarnámskeiðið vertu þú sjálf/ur Í mars- og aprílmánuði var haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni Hornafjarðar á aldrinum 13-20 ára. Alls tóku 48 krakkar þátt og voru undirtektirnar vonum framar. Upphaf verkefnisins má rekja til þátttöku Nýheima í Erasmus+ verkefni þar sem unnið var í samstarfi við Svíþjóð, Rúmeníu og Írland. Unnin var rannsókn þar sem ungmenni á Höfn voru spurð út í upplifun sína á Hornafirði þegar kom að því að hafa rödd og völd í samfélaginu. Útkoman var afar neikvæð og ljóst var að þörf væri á úrbótum hvað varðar mál ungmenna á svæðinu. Í kjölfar rannsóknarinnar var búið til valdeflingarverkefni og jafningjafræðsla í þeim tilgangi að fræða ungt fólk um staðalmyndir kynjanna og áhrif þeirra á sjálfsmynd okkar. Í framhaldi af jafningjafræðslunni gerðust svo margir góðir hlutir og má þar nefna Lifandi bókasafn og Druslugöngu sem haldin var í fyrsta sinn á Hornafirði. Þá segist Margrét Gauja Magnúsdóttir, frumkvöðull verkefnisins hafa fundið fyrir þörf til þess að gera meira, og úr varð að sótt var um styrk hjá Byggðarþróunarsjóði með rannsókn á hornfirskum ungmennum. Í rannsókninni voru þau spurð hvers konar þjálfun þau þyrftu til að geta orðið virkari samfélagsþegnar og dugleg í því að taka af skarið í samfélaginu. Út frá niðurstöðunum varð svo til námskeiðið Vertu þú sjálf/ur. Á námskeiðinu hlutum við þjálfun í því að styrkja

Nemendur 10. bekkjar Heppuskóla í starfskynningu hjá Eystrahorni.

sjálfsmynd okkar á ýmsum sviðum. Námskeiðin voru alls fimm og fengum við heimsókn frá Kristínu Tómasdóttur sem fræddi okkur um sjálfsmynd, Gísla Marteini Baldurssyni sem gaf okkur góð ráð um framkomu og ræðumennsku, Agnari Jóni Egilssyni leikara sem þjálfaði okkur í að fara út fyrir þægindarammann, Guðmundi Ara Sigurðssyni sem æfði okkur í lýðræði og leiðtogahæfni og að lokum Margréti Gauju Magnúsdóttur sem fræddi okkur um staðalmyndir. Sem þátttakendur þessa námskeiðs getum við svo sannarlega sagt að það hafi verið bæði

eflandi og sérlega vel heppnað. Gleðin var ríkjandi meðal hópsins, og ekki hægt að sjá annað en að allir hafi skemmt sér konunglega á meðan á fræðslunni stóð. Námskeið eins og þetta er frábært skref í átt að aukinni vellíðan ungmenna á Hornafirði. Við vonum að afleiðingar þess muni skila sér út í samfélagið og ungmennamál haldi áfram að byggjast upp eins vel og þau eru að gera nú í dag. Arndís Ósk Magnúsdóttir og Sigurborg Eiríksdóttir

Ferðafélag Austur- Skaftfellinga Hlaupið fyrir Horn. fimmtudaginn 19. maí, kl. 17:00

tt

Leiðin er um 10 km löng og áætlað er að það sé hægt að hlaupa um 7 km af leiðinni, þar sem hluti leiðarinnar liggur um skriðu og fjörugrjót. Æskilegt er að þátttakendur geti hlaupið um 8 km innanbæjar. Áætlaður hlaupatími: 2-2,5 klst. Hlauparar verða sóttir á endastöð. Útbúnaður: Hlaupaskór, hæfilegur klæðnaður, drykkur og léttur orkubiti. Möguleiki er að frá drykkjarbelti lánuð. Lagt af stað frá tjaldsvæðinu á Höfn kl. 17.00, þar sem sameinast verður í bíla. Verð: 1.000 kr/mann, 1.500 kr/hjón. Fararstjórn og skráning hjá Helgu Árndóttur, gsm 842 4374. Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu félagsins.

Félag sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum – fundarboð á aðalfund Aðalfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum verður haldinn mánudaginn 30.maí kl 20:00 í fundarsal Ekru á Höfn. Dagskrá: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Skýrsla stjórnar Reikningar ársins Kosning formanns Kosning tveggja aðalmanna Kosning tveggja varamanna Kosning tveggja skoðunarmanna Árgjald Skemmtinefnd um verslunarmannahelgi tilnefnd 9. Lóðarleigusamningar 10. Önnur mál Kveðja stjórnin


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 19. maí 2016

Fótbolti

5

Bæjarstjórn óánægð með samgönguáætlun

Jöfnunarmarki fagnað

Sindramenn spiluðu sinn fyrsta heimaleik í 2. deild karla á þessu tímabili síðastliðinn laugardag. Eftir gríðarlega gott gengi undanfarið byrjuðu strákarnir leikinn ekki nægilega vel og voru tveimur mörkum undir í hálfleik. Þeir náðu hins vegar að snúa við blaðinu í síðari hálfleik og komu mun einbeittari til leiks en í þeim fyrri. Fyrirliðinn Einar Smári Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark með skoti utan af velli á 82. mínútu og Mirza Hasecic jafnaði metin undir lok leiksins með frábæru skoti. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli og eru Sindramenn í 3. sæti 2. deildar að tveimur umferðum loknum.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar ályktaði á fundi sínum þann 10. maí um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem er til umræðu í Alþingi, bæjarstjórn tók undir bókun bæjarráðs, sem hljóðar svo; “Bæjarráð gerir alvarlega athugasemd við áætlaðar fjárhæðir til rannsókna á Grynnslunum og innsiglingu um Hornafjarðarós. Einnig furðar bæjarráð sig á hve litlum fjármunum er varið til fækkunar á einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins. Færa má fyrir því haldbær rök að slíkar framkvæmdir eru ein mesta öryggis- og samgöngubót á þjóðvegum.” www.hornafjordur.is

Útboð

VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS HORNAFJARÐAR Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarkirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og metnaðarfull. Stjórnandi kórsins og undirleikari er Heiðar Sigurðsson.

Skólaakstur 2016 - 2021 Sveitarfélagið Hornafjörður, óskar eftir tilboðum í skólaakstur. Um er að ræða akstur með nemendur sem búsettir eru í dreifbýli og akstur barna á fimleikaæfingar milli Hafnar og íþróttahúss í Mánagarði. Gögn vegna útboðsins eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins og skal þeim skilað þar aftur fyrir kl. 10:00 föstudaginn 10. júní 2016. Tilboð verða opnuð kl. 10:05 sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Upplýsingar um útboðið veita Ragnhildur Jónsdóttir og Björn Ingi Jónsson , sími 470-8000, netfang ragnhildur@hornafjordur.is Ragnhildur Jónsdóttir

Fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Miðaverð kr. 2.000,Kórinn heldur svo aðra tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 7. júní kl. 19:30 og heldur að þeim loknum í kórferð til Krakow í Póllandi.

Umsóknir - Styrkir Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@hornafjordur.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 8. júní. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is. Athugið að umsóknir sem þegar hafa borist, munu að sjálfsögðu verða teknar til greina.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.