Eystrahorn 20. tbl. 35. árgangur
Fimmtudagurinn 1. júní 2017
www.eystrahorn.is
Útskrift frá FAS
Útskrift frá FAS fór fram sl. laugardag. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi og fjórir nemendur ljúka A-stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Aftari röð til vinstri: Björk Davíðsdóttir, Adisa Mesetovic, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Anna Birna Elvarsdóttir, Anna Soffía Ingólfsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Petra Augusta Pauladóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Elín Ása Heiðarsdóttir, Lilja Karen Björnsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson skólameistari, Gunnar Örn Olgeirsson, Rannver Olsen, Eggert Helgi Þórhallsson, Hjörvar Ingi Hauksson, Sigmar Þór Sævarsson, Dagur Snær Guðmundsson, Birkir Freyr Elvarsson, Mirza Hasecic, Sævar Örn Kristjánsson, Berglind Óttarsdóttir. Á myndina vantar: Jón Guðna Sigurðsson, Helgu Guðrúnu Kristjánsdóttur, og Gísla Skarphéðinn Jónsson sem lauk framhaldsskólaprófi. Eggert Helgi, Gunnar Örn, Hjörvar Ingi og Rannver Olsen luku A-stigi vélstjórnar. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Hafdís Lára Sigurðardóttir. Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Starfsfólk Eystrahorns tekur undir þær hamingjuóskir.
Hvatning mikilvæg og langar að hjálpa fólki í framtíðinni
Hafdís Lára Sigurðardóttir dux Farmhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu
FAS eins og annað heimili mitt
Háskólinn í haust og framtíðarplön
Hvatning mikilvæg til að ná árangri
Mér mun alltaf þykja óendanlega vænt um FAS enda hefur hann verið partur af mínu lífi síðan ég var lítil. Ég var aðeins nokkurra daga þegar að mamma fór mig inn í skólann í fyrsta skipti en hún er búin að kenna í FAS í 20 ár. Þar eyddi ég líka löngum stundum að bíða eftir að mamma væri búin í vinnunni. Það er frábært að hægt sé að sækja áframhaldandi nám á Höfn og því miður eru ekki nógu margir sem nýta sér þann kost. Þó svo að FAS sé ekki stór skóli þá er kennslan þar engu síðri en annars staðar. Kennarar þekkja mann allir með nafni og eru alltaf tilbúnir að hjálpa manni, hvort sem það er á skólatíma eða ekki.
Í sumar mun ég vinna hérna á Höfn en stefnan er að flytja suður næsta haust og byrja í Háskóla Íslands. Ég er nokkuð viss um hvað mig langar að læra en það getur þó alltaf breyst. Það sem ég veit er að mig langar að vinna við að hjálpa fólki í framtíðinni, alveg sama hvar ég enda.
Að mínu mati skiptir hvatning heima fyrir miklu máli. Það að foreldrar eða aðrir aðstandendur sýni náminu einhvern áhuga og hvetji börn sín til dáða. Einnig þarf fólk að finna hvað hentar þeim og hversu mikið nám þau höndla. Sumir þurfa að vera í rútínu og vera í tímum allan daginn en aðrir höndla bara að vera í fáeinum áföngum til að þeir haldi sig við efnið. Það eru ekki margir sem geta verið í nær heilu starfi með fullu námi þannig að fólk þarf að finna jafnvægið þar á milli. Það sem skiptir höfuðmáli er gott skipulag og að vinna jafnt og þétt
Þakklát öllum Ég vil enda á því að þakka öllum þeim kennurum sem hafa kennt mér í FAS. Án hjálpar þeirra hefði ég ekki staðið mig jafn vel í skólanum. Sú sem á mestar þakkir skilið er að sjálfsögðu mamma mín en hún hefur séð til þess að ég reyni mitt allra besta í námi og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Hafdís Lára Sigurðardóttir dux FAS og Elín Ása Heiðarsdóttir semi dux
2
Fimmtudagurinn 1. júní 2017
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA
1966
2016
Hvítasunnudag 4. júní kl. 11:00 Hátíðarmessa og ferming Fermd verða: Árni Fannberg Sigurbjörnsson Nína Dögg Jóhannsdóttir Anna María Harðardóttir Margrét Rós Guðmundsdóttir
Hofskirkja
Hvítasunnudag 4. júní kl. 14:30 Hátíðarmessa - ferming og skírn Fermd verður: Írena Þöll Sveinsdóttir Allir velkomnir Prestarnir
Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110
Stofan verður lokuð frá 5. júní opnum aftur þriðjudag 13. júní. Nýkomin sending af skartgripum frá SNÖ of SWEDEN. Stórir eyrnalokka hringir gull, silfur og rósagull, og m.fl. Verið velkomin.
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Sumarferðin - BROTTFÖR Brottför í sumarferðina er frá EKRUNNI kl. 08:30 á sunnudagsmorgun 4. júní. Sjáumst hress og kát ! FERÐANEFNDIN AA fundir Reglulegir AA fundir eru haldnir í Safnaðarheimili Hafnarkirkju Miðvikudaga kl. 20:00 Laugardaga kl. 17:30 Fundirnir eru opnir öllum sem kynna sér reglur samtakanna
Eigum mikið úrval af fallegum og nytsamlegum fermingargjöfum. Verið velkomin
Húsgagnaval Símar: Opið:
478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 1. júní 2017
Viltu vera með? Vilt þú, þitt fyrirtæki eða þín félagasamtök taka þátt hátíðarhöldunum Höfn 120 ára á Humarhátíð? Litlum sölubásum verður komið fyrir í miðbænum þar sem einstaklingum, samtökum eða fyrirtækjum gefst tækifæri á því að kynna eða selja sína vöru.
Frekari upplýsingar gefur : Eyrún Helga Ævarsdóttir Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Sími: 4708052 / 8966774 eyrunh@hornafjordur.is
Sumarblóm, matjurtir, fjölær blóm, skógarplöntur (lauftré), tré, skrautrunnar, berjarunnar, klifurplöntur og fleira. Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 Laugardaga kl. 11:00 - 16:00
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2017 Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2017 Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fari af stað. Þar sem krökkum gefst tækifæri á að kynnast nærumhverfinu á nýjan hátt. Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar Eins og fyrri ár verður farið af stað frá Nýheimum kl 13 á fari af stað. Þar sem krökkum gefst tækifæri á að þriðjudögum, nema annað sé auglýst sérstaklega. Það kynnast nærumhverfinu á nýjan hátt. kostar 500 kr að koma með í ferðina og gott er að skrá Eins og fyrri ár verður farið af stað frá Nýheimum kl 13 á sig í síma 470-8050. þriðjudögum, nema annað sé auglýst sérstaklega. Það Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri og með kostar 500 kr að koma með í ferðina og gott er að skrá nesti. sig í síma 470-8050. Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri og með Dagskráin í ár verður sem hér segir: nesti. 13.6 Fuglaskoðun í Óslandinu 20.6 Mikley Dagskráin í ár verður sem hér segir: 27.6 Heimsókn á Brunnhól 13.6 Fuglaskoðun í Óslandinu 4.7 Fjöruferð 20.6 Mikley 11.7 Heimsókn í Vöruhúsið 27.6 Heimsókn á Brunnhól 18.7 Lúruveiðar 4.7 Fjöruferð 25.7 Heitir pottar í Hoffelli 11.7 Heimsókn í Vöruhúsið 1.8 Skoðunarferð um þjóðgarðinn 18.7 Lúruveiðar 8.8 Veiðiferð 25.7 Heitir pottar í Hoffelli 15.8 Óvissuferð 1.8 Skoðunarferð um þjóðgarðinn 8.8 Veiðiferð 15.8 Óvissuferð
Frístundanámskeið Sindra
Annan í hvítasunnu kl. 11:00 - 16:00
Verið velkomin
Gróðarstöðin Dilksnesi
Störf í FAS Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: Stuðningsfulltrúa Félagsmálafulltrúa Matráð Umsóknarfrestur til 19. júní Upplýsingar og umsóknir: eyjo@fas, 470-8070, 860-2958 Skólameistari
Frístundaskóli Sindra fyrir 1. - 3. bekk hefst næstkomandi þriðjudag 6. júní. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á http://umfsindri.is Athugið að börnin verða að vera skráð í frístundaskólann í gegnum Nóra áður en námskeiðið hefst. Ýmislegt spennandi í boði, vinnustaðaheimsóknir, sundferðir, leikir, íþróttir og ævintýraferðir. Skólastjóri er Friðrik Kristjánsson og starfsmenn verða Chestley Ashley og Phoenetia Browne.
3
4
Fimmtudagurinn 1. júní 2017
Eystrahorn
Vetrarstarf Sunddeildar Sindra
Nú hefur Sunddeild Sindra lokið vetrarstarfi og er rétt að gefa lesendum Eystrahorns innsýn í starfið. Sumarið 2016 var einn keppandi frá Sindra sem tók þátt í Sumarhátíð UÍA. Í nóvember átti að venju að halda á Bikarmót UÍA á Djúpavogi og hópur barna var skráður á það mót en sökum dræmrar þátttöku annars staðar af Austfjörðum var mótið blásið af. Jólakortin voru borin í hús ásamt fimleikadeildinni í desember. Hápunktur vetrarins var síðan þegar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jacky (landsliðsþjálfari) og Ingi Þór heimsóttu okkur með frábærum æfingabúðum helgina 10.-12. febrúar sem voru vel sóttar af sundfólkinu okkar. Þessa helgi lék veðrið við okkur á laugardeginum sem gerði allt sund svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Einnig voru fyrirlestrar, fundir og styrktaræfingar í íþróttahúsinu. Frábær og vel heppnuð helgi í alla staði allir sáttir og þreyttir að helgi lokinni. Farið var á Hennýjarsundmótið á Eskifirði í mars þar sem 8 börn frá Sindra tóku þátt og komu heim með 4 gull, 2 silfur og 1 brons. Frábær árangur það. Einnig voru 5 börn sem fengu þátttökupening. Innanfélagsmót Sindra var haldið 26. mars þar sem hefð er fyrir því að allir séu leystir út með páskaeggi enda gengur þetta mót oftast undir nafninu páskaeggjamót Sindra og haldið í kringum páska. Vormót Neista var síðan haldið 30. apríl síðastliðinn. Dósasöfnun deildarinnar var á sínum stað og viljum við þakka Hornfirðingum fyrir góðar móttökur og velvild í okkar garð þegar við erum á ferðinni. Fatasundið er líka alltaf vinsælt og reynt að hafa það 2-3 svar yfir veturinn. Vetrinum var svo slúttað með dósasöfnun og samveru á fimmtudeginum 25. maí, börnin fengu þátttökupening fyrir veturinn og Arena sundpoka ásamt því að veittar voru eftirfarandi viðurkenningar. Besta
Eimskip Höfn Hornfirði Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-16. Lokað á laugardögum S. 525-7968
ástundun kom í hlut Alexöndru Hernandez, besti félaginn Thelma Björt Gunnardóttir, mestur framfarirnar Mateja Nicoletic og sundmaður ársins Magni Snær Imsland. Vonum við að fleiri börn vilji slást í hópinn með okkur næsta vetur og minnum á opna viku sem er í byrjun haustannar þar sem börnin geta komið og prófað. Sjáumst í sundlauginni. f.h. sunddeildar Gunnhildur Imsland
Vantar starfsmann í sumarafleysingar, bílpróf er skilyrði. Lyftara réttindi æskileg. Nánari upplýsingar í síma 894-4107.
Kaffisala Kvennakórs Hornafjarðar
Kaffisalan verður í húsnæði Kaffið kostar 2000 kr. fyrir 12ára og eldri Skinneyjar-Þinganess 500kr. fyrir 6-12ára laugardaginn 10. júní milli kl.13:00-16:30 Verið velkominn
MINNINGARMÓT GUNNARS HERSIS Minningarmót Gunnars Hersis verður nú haldið í fjórða sinn þann 9. júní 2017 á Silfurnesvelli. Mótið er til minningar um Gunnar Hersi Benediktsson sem lést 25. júlí 2013. Að þessu sinni rennur ágóði mótsins til styrktar barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Hornafjarðar. Mótið er fyrir alla sem hafa gaman af golfi og þó þú spilir ekki golf er tilvalið að kíkja við og fá sér súpu í góðum félagsskap. Skráning fer fram á golf.is, í tölvupósti á gudbjorg@colas.is eða í síma 660 1903 Þátttökugjald er 5.000 kr.
DAGSKRÁ:
VERÐLAUN:
Ræst verður út af öllum teigum klukkan 18:00 og verða spilaðar níu holur.
1. Sæti: Þyrluflug fyrir tvo með Norðurflugi 2. Sæti: Flugmiði Höfn - Rey - Höfn með flugfélaginu Ernir 3. Sæti: Gisting á Grand Hótel Reykjavík fyrir tvo m.morgunverði
Mótið er punktakeppni þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Boðið er upp á súpu fyrir keppendur en öðrum gefst kostur á að styrkja gott málefni með því að koma í golfskálann og kaupa sér súpu.
Veitt verða verðlaun fyrir 7, 15. og 23. sæti Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum Einnig verður dregið úr fjölda skorkortaverðlauna. Allir fá teiggjöf.
6
Fimmtudagurinn 1. jĂşnĂ 2017
Eystrahorn