Eystrahorn 20.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 20. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 1. júní 2017

www.eystrahorn.is

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fór fram sl. laugardag. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi og fjórir nemendur ljúka A-stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Aftari röð til vinstri: Björk Davíðsdóttir, Adisa Mesetovic, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Anna Birna Elvarsdóttir, Anna Soffía Ingólfsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Petra Augusta Pauladóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Elín Ása Heiðarsdóttir, Lilja Karen Björnsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson skólameistari, Gunnar Örn Olgeirsson, Rannver Olsen, Eggert Helgi Þórhallsson, Hjörvar Ingi Hauksson, Sigmar Þór Sævarsson, Dagur Snær Guðmundsson, Birkir Freyr Elvarsson, Mirza Hasecic, Sævar Örn Kristjánsson, Berglind Óttarsdóttir. Á myndina vantar: Jón Guðna Sigurðsson, Helgu Guðrúnu Kristjánsdóttur, og Gísla Skarphéðinn Jónsson sem lauk framhaldsskólaprófi. Eggert Helgi, Gunnar Örn, Hjörvar Ingi og Rannver Olsen luku A-stigi vélstjórnar. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Hafdís Lára Sigurðardóttir. Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Starfsfólk Eystrahorns tekur undir þær hamingjuóskir.

Hvatning mikilvæg og langar að hjálpa fólki í framtíðinni

Hafdís Lára Sigurðardóttir dux Farmhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu

FAS eins og annað heimili mitt

Háskólinn í haust og framtíðarplön

Hvatning mikilvæg til að ná árangri

Mér mun alltaf þykja óendanlega vænt um FAS enda hefur hann verið partur af mínu lífi síðan ég var lítil. Ég var aðeins nokkurra daga þegar að mamma fór mig inn í skólann í fyrsta skipti en hún er búin að kenna í FAS í 20 ár. Þar eyddi ég líka löngum stundum að bíða eftir að mamma væri búin í vinnunni. Það er frábært að hægt sé að sækja áframhaldandi nám á Höfn og því miður eru ekki nógu margir sem nýta sér þann kost. Þó svo að FAS sé ekki stór skóli þá er kennslan þar engu síðri en annars staðar. Kennarar þekkja mann allir með nafni og eru alltaf tilbúnir að hjálpa manni, hvort sem það er á skólatíma eða ekki.

Í sumar mun ég vinna hérna á Höfn en stefnan er að flytja suður næsta haust og byrja í Háskóla Íslands. Ég er nokkuð viss um hvað mig langar að læra en það getur þó alltaf breyst. Það sem ég veit er að mig langar að vinna við að hjálpa fólki í framtíðinni, alveg sama hvar ég enda.

Að mínu mati skiptir hvatning heima fyrir miklu máli. Það að foreldrar eða aðrir aðstandendur sýni náminu einhvern áhuga og hvetji börn sín til dáða. Einnig þarf fólk að finna hvað hentar þeim og hversu mikið nám þau höndla. Sumir þurfa að vera í rútínu og vera í tímum allan daginn en aðrir höndla bara að vera í fáeinum áföngum til að þeir haldi sig við efnið. Það eru ekki margir sem geta verið í nær heilu starfi með fullu námi þannig að fólk þarf að finna jafnvægið þar á milli. Það sem skiptir höfuðmáli er gott skipulag og að vinna jafnt og þétt

Þakklát öllum Ég vil enda á því að þakka öllum þeim kennurum sem hafa kennt mér í FAS. Án hjálpar þeirra hefði ég ekki staðið mig jafn vel í skólanum. Sú sem á mestar þakkir skilið er að sjálfsögðu mamma mín en hún hefur séð til þess að ég reyni mitt allra besta í námi og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.

Hafdís Lára Sigurðardóttir dux FAS og Elín Ása Heiðarsdóttir semi dux


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 20.tbl 2017 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu