Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
20. tbl. 36. árgangur
Fjörið á strandveiðunum er byrjað Um daginn voru samþykkt á Alþingi lög, sem gilda eiga sem tilraun þetta sumarið. Við afgreiðsluna var undirritaður annar 2ja þingmanna sem greiddi atkvæði á móti þessum breytingum og því réttast að skýra mál mitt. Ég hef verið hlynntur því að auka strandveiði kvótann og með frumvarpinu fylgdi ráðagerð um að ráðherra auki þar talsvert við, sem ber auðvitað að fagna. Mesti ágalli þessarar tilraunar, er hvorki það að verið sé að auka við strandveiðikvótann né að 700 tonn af ufsa fylgi með utan við hámarksafla, heldur sú misskipting sem fyrirsjáanleg er að verði milli veiðisvæða.
Hlutur strandveiða af heildarþorskafla Strandveiðikvótinn var 2011 tæp 4,2% af heildarþorskafla landsmanna, fór svo niður fyrir 4% og hefur æ síðan, öll þessi sex ár, verið undir 4% og á tímabili var hann 3,3%. Miðað við að kvótinn hefði alltaf verið 4,2% á þessu tímabili er búið að minnka kvóta strandveiðiflotans um rúm 9.200 tonn, sem er tæplega 20% árleg skerðing að meðaltali eða sem svarar til eins strandveiðisumars á þessu sex ára tímabili. Þær raddir sem býsnast yfir aukningu afla strandveiðibátanna taka því heldur djúpt í árina ef tekið er mið af þessum tölum. Þvert á móti er gott að það sé verið að gefa í núna og mætti sannarlega gera getur.
Sókn á einstökum svæðum Sókn flotans síðasta sumar var alls staðar meiri en 12 dagar, nema á svæði A vegna þess að þar hefur kvótinn verið kláraður á skemmri tíma, á átta dögum fyrstu þrjá mánuði sumarsins. Á því svæði er því verið að fjölga sóknardögum. Á svæðum B, C og D voru sóknardagar strandveiðiflotans 16 til 18 dagar alla mánuði síðasta sumar. Þarna er því í raun verið að fækka sóknardögum á þeim svæðum um fjóra til sex í hverjum mánuði. Því ber að fagna ef strandveiðimenn geta haft fleiri daga til að sækja sjóinn, en ég fagna því ekki ef veiði og sókn á þremur svæðum er minnkuð.
Tryggðir 12 dagar á sjó Samkvæmt tilraunaákvæðunum í lögunum er hverju strandveiðiskipi tryggður réttur til að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar. Síðan er ráðherra veitt heimild til að stöðva strandveiðarnar þegar stefnir í að heildarveiði sé náð. Það er því möguleiki og hann ekki ýkja fjarlægur að um miðjan júlí eða í byrjun ágúst verði veiðarnar
stöðvaðar og úti er ævintýri. Það er því engin trygging fyrir því að strandveiðiskipin geti veitt alla þessa 48 daga.
Skapast ólympískt ástand? Þessi fjögur strandveiðisvæði eru misjöfn til sjósóknar og veiða af ýmsum ástæðum. Veiði hefst fyrr fyrir vestan og þar er veiðin meiri, veðurlag er erfiðara fyrir opnu hafi en inn í fjörðum, sérstaklega snemma sumars. Þeir veiðimenn sem búa við erfiðari aðstæður hafa í byrjun júlí mögulega ekki náð nema hluta af afla fyrri ára, einmitt þegar hætta skapast á að öllum veiðisvæðum verði lokað þar sem heildaraflamarkinu er náð. Eitt af markmiðum frumvarpsins og laganna nr. 19/2018 er að koma í veg fyrir ólympískar veiðar. Að sjómenn fari ekki út í hvaða veðri sem er til þess að tryggja sinn hlut áður en miðunum er lokað. Markmiðið er afskaplega gott og líka nauðsynlegt svo öryggi sjómanna sé eins og best verður á kosið. Því miður er ekki girt fyrir að þetta geti gerst, því sú staða getur hæglega komið upp strax í júlí að fyrirsjáanlegt verði að strandveiðikvótinn sé að klárast og ekki bara á einu svæði heldur allt í kringum landið, því strandveiðimiðin verða eitt svæði í þessu tilliti og er viðbúið að slíkt ástand geti skapast, jafnvel talsvert áður en veiðum á að ljúka.
Strandveiðisumarið Ekki er unnt að skilja svo við þetta mál en að líta á fylgiskjal með frumvarpinu, um áætlaðar veiðar strandveiðiflotans miðað
við 48 daga, þ.e. 12 daga í mánuði í fjóra mánuði. Þá kemur í ljós, miðað við óbreyttan bátafjölda frá því í fyrra, að veiði á svæði A yrði um 5.000 tonn, tæp 2.000 á svæðum B og C og tæp 1.200 tonn á svæði D. Hvað þýðir þetta borið saman við tölur frá því í fyrra? Það þýðir að veiðin á svæði D minnkar um 330 tonn, á svæði C minnkar veiðin um 360 tonn og á svæði B minnkar veiðin um 240 tonn. Á svæði A eykst veiðin um tæp 1.400 tonn. Auðvitað fagna ég því að sjómenn geti veitt meira, en ég vil ekki að það komi niður á einhverjum öðrum. Fyrirsjáanlega verða færri dagar og minni veiði á svæðum B, C og D og þess vegna greiddi ég atkvæði gegn þessu frumvarpi.
Lokaorð Við verðum að efla strandveiðar um allt land og til þess þarf að auka kvóta strandveiðiflotans og skipta honum réttlátlega milli landshluta. Það hefur sýnt sig að strandveiðarnar færa líf í byggðir um allt land. Það er ekki boðlegt þegar heildarkvóti er aukinn að veiðihlutfall þessara báta sitji eftir. Ég óska sjómönnum á strandveiðunum góðra gæfta hvar á landinu sem þeir eru. Verkefnið í haust er að bæta strandveiðikerfið enn frekar og læra af reynslunni. Karl Gauti Hjaltason alþingismaður Suðurkjördæmi
2
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
Afmæli
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016
Sjómannadagurinn 3.júní kl.14:00
Eystrahorn
Hátíðarguðsþjónusta. Hugleiðingu flytur Hallveig Karlsdóttir Allir hjartanlega velkomnir. Prestarnir
Í tilefni 90 ára afmælis Ragnars Arasonar er vinum og vandamönnum boðið að þiggja veitingar þann 2. júní að Norðurbraut 5 á milli kl. 15 - 18. Hið fótfráa og félagslynda afmælisbarn mun njóta þess að sjá ykkur sem flest. Ragnar og fjölskylda
Golfkennsla
Námskeið - einkakennsla
31. maí – 2. júní 2018 Staðsetning: Golfklúbbur Hornafjarðar, Silfurnesvöllur. Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari. Í boði verða einkatímar og einnig hóptímar en fyrirkomulag fer eftir skráningu. Einkakennsla: 30 mínútur: 5.000 kr. 60 mínútur: 10.000 kr. Einnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef þátttaka fæst. Áhugasamir hafi samband og við finnum eitthvað sem hentar í sameiningu. Skráning og nánari upplýsingar: andreagolfkennari@gmail.com, 615-9515.
Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sundþjálfari óskast Sunddeild Sindra leitar að þjálfara til starfa næsta haust
Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun og/eða einhvern bakgrunn í sundi og brennandi áhuga á að vinna með krökkum. Þá endilega settu þig í samband við okkur í gegnum netfangið sunddeildsindra@gmail.com eða í síma 8673757 fyrir frekari upplýsingar
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
3
Samanburður á úrslitum skuggakosninga ungmenna og sveitarstjórnarkosninga
Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði, kosið var í öllum kjördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum. Ágæt kosningaþátttaka var meðal unga fólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum framhaldskólanna sem haldnar voru í framhaldsskólum landsins en þar var meðaltals kjörsókn 35,28%. 146 voru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði á aldrinum 13-17 ára. Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningunum var 78,6% og var um það rætt á kjörstöðum hve margir af ungu kynslóðinni komu til að kjósa sem höfðu aldur til. Talið er að það tengdist því að yngra fólkið tók þátt í skuggakosningum samhliða forsetakosningum árið 2016. Það sýnir að það er líklegt að þátttaka í skuggakosningum geti leitt til frekari kjörsóknar. Við höldum okkur bara við þá útskýringu í bili að minnsta kosti. Ekki er mikill munur á niðurstöðum skuggakosninganna og sveitarstjórnarkosninganna en þó einhver prósentulega séð. Sama forrit var notað til útreikninga til að fá sömu niðurstöður sbr. röðun fulltrúa eftir atkvæðum ofl. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar þakkar öllum sem tóku þátt í skuggakosningunni.
Við talningu atkvæða úr kjörkössum skuggakosninganna. Sigrún Steinarssdóttir formaður ungmennaráðs og Arndís Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúar ungmennaráðs
Bæjarfulltrúar skv. úrslitum kosninga
1. Ásgerður K. Gylfadóttir B
1. Ásgerður K. Gylfadóttir B
2. Björn Ingi Jónsson D
2. Björn Ingi Jónsson D
3. Ásgrímur Ingólfsson B
3. Ásgrímur Ingólfsson B
4. Erla Þórhallsdóttir B
4. Erla Þórhallsdóttir B
5. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir D 5. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir D 6. Sæmundur Helgason E
6. Sæmundur Helgason E
7. Björgvin Óskar Sigurjónsson B 7. Björgvin Óskar Sigurjónsson B
Flokkur
Atkv. Skuggakosninga.
Fulltrúar
Atkv. Almennrakosninga
%
Fulltrúar
B – listi Framsóknarmanna
49,33%
4
643
55,7
4
D – listi Sjálfstæðismanna
33,33%
2
343
29,7
2
E – listi 3.Framboðsins
17,33%
1
169
14,6
1
Gáttatif – atrial fibrillation Gáttatif er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Í hjartanu er innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Þegar hjartað slær, færist boðspenna frá toppi hjartans til botns þess og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði út til líkamans. Þegar hjartað slær eðlilega er hjartsláttartíðni þess undir stjórn Sinus hnútar (gangráður), sem er staðsettur í hægri gátt hjartans. Sinus hnúturinn er gerður úr sérhæfðum hjartavöðvafrumum sem mynda boðspennu. Sinus hnúturinn stjórnar svokölluðum sinus takti sem er eðlilegi taktur hjartans. Boðspenna frá sinus hnút færist hratt um gáttir hjartans og veldur því að þær dragast saman og dæla blóði niður í slegla. Á milli gátta og slegla hjartans er veggur úr þéttum vef sem stöðvar leiðni þar á milli, og þarf boðspennan því að fara í gegnum sérstakar frumur í AV-hnút/torleiðnihnút til þess að komast niður í slegla og valda samdrætti þeirra. Þegar gáttatif á sér stað hefjast rafboð hjartans ekki í sinus hnútnum, heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni. Aðeins hluti af rafboðum frá gáttunum berast til slegla og framkalla samdrátt og því verður púlsinn óreglulegur og geta hjartans til þess að dæla verður minni. Helstu einkenni: • Þreyta, úthaldsleysi • Hraður óreglulegur hjartsláttur • Hjartsláttaróþægindi • Andnauð, mæði • Brjóstverkir, þyngsli fyrir brjósti • Svimi og jafnvel yfirlið • Sviti, ógleði
Það geta komið ýmsir fylgikvillar í kjölfar gáttatifs, en gáttatifið sjálft er þó yfirleitt ekki hættulegur taktur. Gáttatif veldur því að sleglar hjartans slá of hratt og til lengri tíma getur það mögulega veikt hjartavöðvann. Ef dælugeta í vinstri gátt skerðist getur verið hætta á myndun blóðsega. Áhætta á blóðsegamyndun getur verið breytileg milli einstaklinga og er gert mat á áhættu hjá hverjum og einum og tekin ákvörðun um blóðþynningarmeðferð. Helstu orsakir og áhættuþættir: • Hjartasjúkdómar • Kransæðasjúkdómar, háþrýstingur, hjartabilun, hjartalokusjúkdómur, sjúkdómur í hjartavöðva • Sykursýki • Langvinnir lungnasjúkdómar • Alvarleg veikindi eða sýkingar • Offita • Kæfisvefn • Ættarsaga eða erfðir • Aldur yfir 60 ára. f.h. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Bryndís Erlingsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heilsugæslutöðvar Selfoss
4
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
Eystrahorn
Takk fyrir okkur Skyndihjálparnámskeið Fræðslunetið býður upp á 5 kennslustunda (4 klst.) skyndihjálparnámskeið. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Námskeiðin fara fram: 7. júní kl. 13:30 - 17:30 á ensku í Nýheimum (tekið við skráningum til og með 5. júní). 14. júní kl. 17:00 - 21:00 á íslensku í Nýheimum
(tekið við skráningum til og með 13. júní). Kennari er Höskuldur Friðriksson. Verð 9.900 kr. Innifalið í verði er skírteini. Við minnum á að athuga rétt til endurgreiðslu frá stéttarfélögum. Lágmarksfjöldi: 12. Skráning og nánari upplýsingar hjá Sædísi, verkefnastjóra Fræðslunetsins á Höfn: saedis@fraedslunet.is eða í síma 842-4655.
Við sem stöndum að lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra þökkum kærlega fyrir þann mikla stuðning sem við fengum í ný afstöðnum kosningum. Við gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem á herðar okkar er sett og munum gera okkar allra besta til að gera gott samfélag enn betra. Þegar þetta er skrifað er hafin vinna við undirbúning auglýsingar bæjarstjórastöðunnar. Vinna er hafin við forgangsröðun verkefna og uppstillingar í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins. Stefnumál okkar voru mörg. Við viljum hrinda þeim í framkvæmd sem fyrst, en einungis þannig að þau fái nauðsynlegan undirbúning. Þá er jafnframt hafin vinna við að tryggja góða upplýsingagjöf og samskipti við íbúa á kjörtímabilinu. Við viljum eiga gott samstarf og samtal við sem flesta. Kærar þakkir fyrir okkur. Listi Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra
Nordplus nemendaskiptaverkefni við Danmörku
Erlend samskipti eru áherslupuntur í starfi FAS og Nýheima. Í vetur var unnið að Nordplus umsókn með Faarvejle Efterskole in Danmörku. Í byrjun maí fengum við að vita að umsóknin hefði verið samþykkt. Að sjálfsögðu mun þátttaka í verkefninu nýtast inn í nám nemenda í FAS. Búnir verða til tveir áfangar sem hvor um sig telur fimm einingar. Verkefnið kallast „Góður granni er gulli betri“. Um er að ræða nemendaskiptaverkefni sem stendur yfir næsta skólaár og er gert ráð fyrir allt að 25 þátttakendum í FAS. Fyrir áramót verður samskiptamálið danska og eftir áramótin verður unnið á ensku. Um mánaðarmótin október/ nóvember fara nemendur FAS til Faarvelje og dvelja þar í viku hjá félögum sínum. Fyrir þá ferð munu nemendur undirbúa kynningar um land og þjóð annars vegar og svo um tengsl Danmerkur og Íslands hins vegar. Þessar kynningar fara fram á dönsku og einnig þurfa nemendur að nota dönskuna á meðan að þeir búa hjá gestafjölskyldum. Meðan á dvölinni ytra stendur verður unnið í hópaverkefnum og ýmsir staðir heimsóttir sem tengjast sögu Íslands.
Nýhöfn
Á vorönninni verður skipt um gír og unnið á ensku. Í sameiginlegri verkefnavinnu verður hugað að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem skoða á loftslagsbreytingar, sérstaklega áhrif fyrir hafið. Bæði mengun og súrnun sjávar verður tekin til athugunar og tengd við sjálfbæra þróun. Gert er ráð fyrir að Danirnir endurgjaldi heimsóknina í lok mars og dvelji hér í viku. Á meðan þeir dvelja hér verður unnið að alls kyns
verkefnum og umhverfið skoðað. Líkt og svo oft áður verður gerð vefsíða fyrir verkefnið og helstu gögnum safnað þar saman. Hjördís Skírnisdóttir
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
Starfsemi sláturhússins á Höfn
Nokkur óvissa hefur verið að undanförnu um áframhaldandi starfsemi sláturhússins á Höfn. Á almennum fundi Norðlenska matborðsins ehf og Búsældar ehf. á Höfn þann 9. apríl s.l. upplýsti Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska að á næstu vikum yrði tekin ákvörðun um það hvort sauðfjárslátrun yrði á Höfn á komandi hausti, en lýsti því jafnframt að hverfandi líkur væru á því að framhald yrði á slíkri starfsemi á vegum Norðlenska haustið 2019. Forráðamenn Sláturfélagsins Búa svf., sem á 70% eignarhlut í sláturhúsinu, hafa unnið að því að ná samkomulagi við Norðlenska um framhald starfseminnar. Niðurstaða þeirra viðræðna er að á komandi hausti mun sauðfjárslátrun á Höfn verða á vegum Norðlenska með svipuðu sniði og undanfarin tvö haust. Einnig er stefnt að því að stórgripaslátrun verði áfram með sama hætti og verið hefur fram á mitt næsta ár. Loks hafa Sláturfélagið Búi og Norðlenska komið sér saman um að leigusamningi Norðlenska vegna sláturhússins ljúki á miðju næsta ári, en gert var ráð fyrir því að leigusamningurinn rynni út í árslok 2020. Í samræmi við ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sláturfélagsins Búa þann 12. apríl s.l. munu forráðamenn félagsins nú leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur sláturhússins, eftir að leigusamningi Norðlenska lýkur, og leita í því sambandi samstarfs við aðila heima í héraði og utanhéraðs.
5
Ágætu íbúar AusturSkaftafellssýslu
Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þökkum veittan stuðning í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 26. maí síðastliðinn. Mikið og gott starf hefur verið unnið á kjörtímabilinu og því tekur nýr meirihluti við mun betra búi nú, en fyrir fjórum árum. Við teljum okkur hafa háð heiðarlega kosningabaráttu, reynt að koma okkar stefnumálum og áherslum á framfæri af einlægni. Niðurstaða kosninganna er ekki sú sem við höfðum gert okkur væntingar um, en er sannarlega vilji ykkar kæru íbúar. Við sjálfstæðismenn munum áfram leggja okkur fram við að stuðla að uppbyggingu á öflugu og fjölbreyttu samfélagi í þágu allra íbúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Austur-Skaftafellssýslu.
Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu
Innritun nýnema skólaárið 2018-2019 stendur yfir. Síðasti umsóknardagur er fimmtud. 23. ágúst. Umsækjendur sækja um í gegnum íbúagátt bæjarfélagsins eða hornafjordur.is (Þjónusta, Tónskóli) Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Nemendur sem fara í 3. bekk í haust eru þau yngstu sem geta sótt um í einkatíma. Skrifstofa skólans ásamt síma tíma (470-8460) verður opin: Miðvikud. 22. ág. kl. 12.00-16.00 og Fimmtud. 23. ág. kl. 10.00-13.00 Tómstundastyrkur er veittur til nemenda tónskólans. Nánari upplýsingar eru inn á heimasíðu skólans. Einnig má senda fyrirspurnir á tonskoli@hornafjordur.is Skólastjóri
MINNINGARMÓT MINNINGARMÓT GUNNARS GUNNARSHERSIS HERSIS
Minningarmót Gunnars Hersis verður nú nú haldið í fimmta sinnsinn þann 1.júní 2018 á Silfurnesvelli. Minningarmót Gunnars Hersis verður núhaldið haldið fimmta sinn þann 1.júní 2018 Silfurnesvelli. Minningarmót Gunnars Hersis verður í ífimmta þann 1.júní 2018 ááSilfurnesvelli. Mótið er til umum Gunnar Hersi Benediktsson sem léstlést 25.júlí 2013 Mótið erminningar minningar um Gunnar Hersi Benediktsson sem lést 25.júlí 2013 Mótið er tiltilminningar Gunnar Hersi Benediktsson sem 25.júlí 2013 Mótið er sérlega veglegt að að þessu sinni og og rennur ágóði mótsins til Björgunarfélags Hornafjarðar. Mótið ersérlega sérlega veglegt aðþessu þessu sinni ogrennur rennur ágóði mótsins Björgunarfélags Hornafjarðar. Mótið er veglegt sinni ágóði mótsins tiltilBjörgunarfélags Hornafjarðar. Mótið er fyrir allaalla þá þá sá hafa gaman að að golfi, viljavilja minnast góðs drengs og og styrkja Mótið erfyrir fyrir alla þásem sásem sem hafa gaman aðgolfi, golfi, vilja minnast góðs drengs ogstyrkja styrkja Mótið er sá hafa gaman minnast góðs drengs gottgott málefni. ÞeirÞeir sem ekkiekki spila golfgolf geta komið og og keypt sérsér súpu í golfskála. gott málefni. Þeir sem ekki spila golf geta komið ogkeypt keypt sér súpu golfskála. málefni. sem spila geta komið súpu í ígolfskála. Skráning fer fer fram á golf.is, í tölvupósti á gudbjorg@colas.is eðaeða í síma 660660 1903 Skráning ferfram fram golf.is, tölvupósti gudbjorg@colas.is eða síma 660 1903 Skráning áágolf.is, í ítölvupósti áágudbjorg@colas.is í ísíma 1903 Þáttökugjald er 5.000.Þáttökugjald er5.000.5.000.Þáttökugjald er
DAGSKRÁ: DAGSKRÁ: DAGSKRÁ:
VERÐLAUN: VERÐLAUN: VERÐLAUN:
Ræst verður út af teigum klukkan Ræst verður útöllum aföllum öllum teigum klukkan Ræst verður út af teigum klukkan 18:00 og og verða spilaðar níuníu holur. 18:00 ogverða verða spilaðar níu holur. 18:00 spilaðar holur.
1 sæti Þyrluflug fyrir tvotvo með Norðurflugi sæti Þyrluflug fyrir tvo með Norðurflugi 11. sæti Þyrluflug fyrir með Norðurflugi 2 sæti Gisting fyrir tvotvo á Hótel Selfossi sæti Gisting fyrir tvo Hótel Selfossi 22. sæti Gisting fyrir ááHótel Selfossi 3 sæti Flug Höfn-RVK sæti Flug Höfn-RVK 33. sæti Flug Höfn-RVK
Mótið er punktakeppni þarþar sem Mótið erpunktakeppni punktakeppni þar sem Mótið er sem hámarksforgjöf karla er 28 og kvenna 36 36 hámarksforgjöf karla er28 28og ogkvenna kvenna 36 hámarksforgjöf karla er Boðið er upp á súpu fyrir keppendur Boðið erupp upp súpu fyrir keppendur Boðið er áásúpu fyrir keppendur en en öðrum gefst kostur á að styrkja gott enöðrum öðrum gefst kostur aðstyrkja styrkja gott gefst kostur ááað gott málefni með þvíþví að koma í golfskálann málefni með þvíað aðkoma koma golfskálann málefni með í ígolfskálann og og kaupa sérsér súpu. ogkaupa kaupa sér súpu. súpu.
Veitt verða verðlaun fyrir 7,15,23,30,35 og og 42 sæti Veitt verða verðlaun fyrir 7,15,23,30,35 og42 42sæti sæti Veitt verða verðlaun fyrir 7,15,23,30,35 Nándarverðlaun á öllum parpar 3 brautum. Nándarverðlaun öllum par brautum. Nándarverðlaun ááöllum 33brautum. Einnig verður dregið úr skorkortum. Einnig verður dregið úrskorkortum. skorkortum. Einnig verður dregið úr
HOTEL HOTEL HOTEL SELFOSS SELFOSS SELFOSS
Rúlluplastið
sem bændur treysta
SS og bændur styðja enn og aftur við bakið á Krabbameinsfélaginu! Í ár býður SS til sölu gult, blátt og bleikt rúlluplast og renna 400 kr* af hverri seldri rúllu til Krabbameinsfélagsins. Kaup á gulu plasti styrkir krabbameinssjúk börn. Kaup á bláu plasti styrkir rannsóknir á blöðruhálskrabbameini. Kaup á bleiku plasti styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Frír flutningur ef pantað er fyrir 1. júní Rúlluplast
Litur
Listaverð án vsk.
Magn á bretti
Tenospin - 750mm x 25µm x 1500m
Hvítt
9.295 kr
15
Tenospin - 750mm x 25µm x 1500m
Grænt
9.295 kr
15
Tenospin - 750mm x 25µm x 1500m
Svart
9.045 kr
15
Tenoplus 1900 - 750mm x 21µm x 1900m
Bleikt
10.950 kr
15
Tenoplus 1900 - 750mm x 21µm x 1900m
Blátt
10.950 kr
15
Gult
10.950 kr
15
Tenoplus 1900 - 750mm x 21µm x 1900m
Ný vara
Net Westfalia - 123 x 3000 m
20.100 kr
Undirplast í stað nets TrioBale compressor - 1400mm x 20µm x 1750m
Ný vara
Hvítt/grænt
22.800 kr
Cobra Miljö rúllugarn - 600 m/kg
Rautt
2.500 kr
Cobra Wire stórbaggagarn - 2665 m pr. rúllu
Grænt
8.200 kr
Garn
Verð reiknast miðað við gengi 26. mars 2018 og eru gefin upp með fyrirvara um prentvillur.
* 3€ af hverri seldri rúllu
Búvörur SS | Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | Ormsvellir 4, 860 Hvolsvelli | www.buvorur.is | 575 6000
af völdum vörumerkjum á meðan kynningu stendur
20% AFSLÁTTUR
Glæsilegar snyrtivörunýjungar eru komnar í Lyfju. Förðunarfræðingurinn Stína Ottósdóttir verður á staðnum og veitir ráðgjöf um snyrtivörur og sokkabuxur.
Fimmtudaginn 31. maí og föstudaginn 1. júní
Í LYFJU HÖFN
SJÓMANNADAGSSTEMNING
Eystrahorn
Miðapantanir í síma 892-9104 · Miðaverð á mat, skemmtun og dansleik - kr. 12.000 · Miðaverð á dansleik eftir klukkan 23:00 - kr. 3.000
Veislustjóri Bragi Árnason skemmtikraftur.
Heimabökuð brownie, saltkaramella og heimagerður hvítsúkkulaðiís.
EFTIRRÉTTUR
Grillað lambafillet, bökuð basil-kartafla, soðgljái, rótargrænmeti
AÐALRÉTTUR
Smáréttir Naut carpaccio, parmesan, olífuolía · Spicy kjúklingalund á spjóti · Risarækja í hvítlauk og chili Mini Burger með nauti, havarti osti og rauðlaukssultu · Djúpsteiktur camembert
FORRÉTTUR
& HLJÓMSVEIT TOMMA TOMM
Fimmtudagurinn 31. maí 2018
REGÍNA ÓSK · SVENNI ÞÓR
Í ÍÞRÓTTAHÚSINU - LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ
SJÓMANNABALL
SJÓMANNADAGURINN HORNAFIRÐI 2018 8