Eystrahorn Fimmtudagurinn 26. maí 2016
21. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu Nýstúdentar eru: Agnar Ólafsson, Arnar Freyr Valgeirsson, Auður Lóa Gunnarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson, Birkir Þór Hauksson, Björgvin Konráð Andrésson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hallmar Hallsson, Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Waage Jónsson, Ívar Örn Valgeirsson, Maria Selma Haseta, Marteinn Eiríksson, Šejla Zahirović, Sóley Þrastardóttir, Sunneva Dröfn Jónsdóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorkell Ragnar Grétarsson og Þorsteinn Geirsson. Af framhaldsskólabraut útskrifast: Bryndís Arna Halldórsdóttir, Egill Jón Hannesson, Hákon Guðröður Bjarnason, Helgi Ernir Helgason, Kristófer Örvar Ögmundsson, Patrycja Rutkowska, Viktor Örn Einarsson og Yrsa Ír Scheving. Af fjallamennskubraut útskrifast: Emilía Blöndal og Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Jens Olsen útskrifast af vélvirkjabraut og vélstjóri af A-stigi er Kristján Björn Skúlason. Á síðast liðin laugardaginn fór fram útskrift frá FAS við hátíðlega athöfn að venju. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar, átta nemendur af framhaldsskólabraut, tveir nemendur af fjallamennskubraut og úr starfsnámi útskrifast einn af vélvirkjabraut og einn af A-stigi vélstjórnar.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ármann Örn Friðriksson.
Dúxinn vill hafa mörg járn í eldinum Eins og fram kemur í textanum um útskrift nemenda var Ármann Örn Friðriksson með bestan árangur nemenda og því dúx skólans. Hann var kominn út á sjó þegar ritstjóri náði sambandi við hann en tölvusambandið auðveldar samskiptin.
næstu vikum ef humargengdin verður í samræmi við síðustu ár. Það er voðalega notalegt að geta komið sér fyrir aðeins í bænum þannig maður þurfi ekki að gera það samhliða því að hefja nám.
Á mörgum margt að þakka
Snýst um að halda sér við efnið. Ég mætti bara vel og skilaði síðan af mér tímanlega, nema kannski þegar ég var á sjó og það var ekki mögulegt. Svo þarf maður að finna sér eitthvað að dunda sér við samhliða námi eftir langar setur, félagsstörf, íþróttir o.s.fv. Það er alveg vonlaust plott að fara heim að leggja sig eftir skóla ef maður ætlar að henda í einhverjar tíur. Það er best að vera stanslaust í gangi.
Góður skóli og gott starfsfólk Skólavistin var afskaplega góð. Starfsfólkið er allt frábært, hvort sem um ræðir kennara, aðra skólastarfsmenn, húsverði, bókasafnsverði eða aðra. Framhaldsskólinn hérna heima býður upp á gott nám, og óvenju fjölbreytt miðað við nemendafjölda. Kennslan er á pari við alla framhaldsskóla landsins. FAS flaggar líka stórstjörnum í kennslu eins og Zophoníasi og Hjördísi. Þar að auki er nemendum FAS allir vegir færir ef þá langar að sækja áfanga í öðrum skólum sem ekki eru í boði heima við. Til dæmis tók ég slatta af einingum frá Verslunarskólanum og það gekk hnökralaust án undantekninga. Ég sótti svo sem ekki mikið í félagslífið eftir fyrsta
árið mitt en eflaust er það voðalega fínt. Félagslífið á skólatíma var alla vega mjög gott frá mínum bæjardyrum séð og góður andi innan veggja skólans.
Háseti í sumar og háskólanám í haust Ég er núna að fá staðfest afrit af stúdentsprófinu til að geta sent inn umsókn í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík, þannig að ég vona að við taki 3 ár af stærðfræði, verðbréfum og afleiðuviðskiptum. Ég þarf reyndar að taka eitthvað smotterí í sumarskóla til að uppfylla öll inntökuskilyrði og skrái mig í það samtímis. Fram að því að hefja nám aftur held ég áfram sem háseti á Þóri SF-77, sem ég hef verið á síðan í ágúst síðastliðinn. Ég flyt síðan til konunnar í Reykjavík núna þegar báturinn fer vestur sem ætti að vera á
Nei, ég hef enga sérstaka framtíðardrauma. Maður heyrir fólk alltaf tala um að menn eigi að setja sér raunhæf markmið þannig. Fyrir svona tveimur árum setti ég mér bara það eina og einfalda markmið að verða aldrei saddur og vilja alltaf meira. Hingað til hef ég átt nokkuð góðar lendingar með það að leiðarljósi þannig ég sé til hvort það fleyti mér ekki eitthvað lengra. Það eru ofboðslega margir sem hafa með einum eða öðrum hætti hjálpað mér og þau eiga öll skilið hugheilar þakkir. Ég tek þó sérstaklega fram að foreldrar mínir hafa gefið mér allt sem til þarf utan veggja skólans og svo þakka ég Tjörva fyrir virkilega góða og þarfa leiðsögn innan þeirra. Ætli ég kunngjöri Heiðu Marey ekki líka þakkir fyrir jákvæð áhrif á lokasprettinum og vinum mínum, bæði þeim sem afvegaleiddu mig örlítið og þeim sem héldu mér við efnið. Í bláendann vil ég minnast á mitt hjartans mál: Kaffivél og lokuð mál á lesstofuna fyrir komandi kynslóðir ungra Hornfirðinga. Ármanni er óskað til hamingju með frábæran árangur og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is