Eystrahorn 21.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 21. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 8. júní 2017

www.eystrahorn.is

Lífæðin / Lifeline Skinney – Þinganes í samvinnu við Forlagið gefur út bókina Lífæðin / Lifeline nú á næstu dögum. Tilurð bókarinnar má rekja til 70 ára afmælisárs Skinneyjar - Þinganess árið 2016 þegar portúgalska ljósmyndarann Pepe Brix rak á fjörur þess. Pepe dvaldi hjá fyrirtækinu drjúgan hluta marsmánaðar við myndatökur á sjó og í landi. Hann sýnir mannlífið um borð í fiskiskipum og í vinnslustöðvum og hyllir fólkið sem færir aflann heim og vinnur úr honum. Meðan á dvöl Pepe stóð kom upp sú hugmynd að gefin yrði út ljósmyndabók um starfsemi Skinneyjar – Þinganess í tilefni af 70 ára afmælisári félagsins. Stefnan var þá líka sett á að hafa inngangstexta í bókinni á íslensku og ensku, um sjávarútveg á Íslandi með áherslu á tengsl greinarinnar við vöxt og viðgang Hafnar í Hornafirði, um sögu og þróun Skinneyjar – Þinganess og um náttúrufarið sem er og verður orsakavaldur um stöðu og þróun greinarinnar til framtíðar. Arnþór Gunnarsson tók að sér textagerð og Júlían D’Arcy þýddi yfir á ensku. Eldri myndir í bókina lagði Sigurður Eymundsson til úr safni sínu. Í meira en eina öld hefur sjósókn og vinnsla sjávarafurða verið lífæð bæja og þorpa víða um land. Í bókinni varpar Pepe ljósi á samspil tækni, manns og náttúru til sjós og lands. Bókin er tileinkuð sjómönnum og landverkafólki á Hornafirði í gegnum tíðina.

Útgáfunni verður fagnað í Skreiðarskemmunni kl. 16:00 laugardaginn 10. júní. Allir eru boðnir velkomnir.

Híf opp! Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir. Hér eru nokkrar sögur úr bókinni, en hægt er að panta hana á netfanginu holar@holabok.is og í síma 692-8508: Sigurður Ólafsson (f. 1890 – d. 1966) útgerðarmaður og lengi formaður á eigin báti, Björgvini, skilaði drjúgum afla á land og reyndist byggðarlagi sínu, Höfn í Hornafirði, mikill máttarstólpi. Hann þótti nokkuð blótsamur og einhvers staðar stendur að þær hafi ekki verið margar setningarnar sem hann tvinnaði ekki í nokkur blótsyrði. Einhverju sinni lenti Sigurður í hafvillu vegna mikillar þoku. Farið var að óttast um bátinn, en þegar hann skilaði sér loksins í höfn, sagði Sigurður meðal annars svo frá: „Þegar loks rofaði aðeins til sá ég glitta í ljós í fjarska. Ég tók auðvitað stefnuna á ljósið, en þegar ég fór loksins að nálgast það, sá ég að þetta var bara helvítis, djöfuls, bölvuð stjarna!“ Einhverju sinni fór hinn þjóðþekkti Lási kokkur upp í brúna til skipstjóra síns og færði honum súpu. Sá gamli var í mjög vondu skapi og sagði við Lása: „Farðu með þessa súpu og troddu henni í rassgatið á þér.“ Lási tók þessu ljúfmannlega og svaraði: „Og á ég svo að koma með hana aftur, skipstjóri?“ Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi VE fengu einhverju sinni kveðju frá þeim í óskalagaþætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu þá verið lengi að veiðum í Norðursjónum og völdu með Bítlalagið „Help“. Viku síðar fengu þeir kveðju frá eiginkonum sínum í sama þætti með laginu ... „Help Yourself“.


2

Fimmtudagurinn 8. júní 2017

Hjá okkur færð þú mikið úrval af fallegum og nytsamlegum gjöfum fyrir brúðkaup, stórafmæli eða önnur tækifæri. Verið velkomin Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn

Húsgagnaval Jóhann og Óla

Húsgagnaval Símar: 478-2535 / 898-3664 Opið: Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00

Neyðarþjónusta Sveins ehf óskar eftir starfskrafti á verkstæði og neyðarþjónustu í framtíðarvinnu Hæfniskröfur: • Starfsreynsla í faginu kostur og áhugi • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Meirapróf æskilegt en ekki nauðsynlegt • Góð enskukunnátta Gerum við allar gerðir bíla og farartækja. Upplýsingar fást í síma 773-3203, Svenni og neydarsveinn@gmail.com

Rakarastofan verður lokuð vikuna frá 12. júní - 17. júní Rakarastofa Baldvins

Eystrahorn Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. júní. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn16. júní. Næsta skoðun 17., 18. og 19. júlí. Þegar vel er skoðað

Starfskraftur óskast Auglýsum eftir starfsmanni í skólamötuneyti HSU Hornafirði, um er að ræða þægilegan vinnutíma og viðkomandi getur hafið störf í ágúst. Umsóknafrestur er til 19. júní 2017. Frekari upplýsingar hjá Kristjáni Guðnasyni í síma 470-8640, 693-7116 eða á netfangið kristjang@hornafjordur.is. Slökkvilið Hornafjarðar Eldvarnaeftirlit Hafnarbraut 27,780 Hornafirði Sími 4 70 80 15 borgthor@hornafjordur.is

Bæjarráð Hornafjarðar óskar eftir tilboði í Man bifreið sveitarfélagsins. Um er að ræða Man vörubifreið II árgerð 1991 ekinn um 395.000

Slökkvilið Hástand ornafjarð Nánari upplýsingar um hennar erar veitt á skrifstofu slökkviliðsins í síma 470 8015. Einnig er hægt að senda inn beiðni ástand hennar á netfangið Eldvarnaeftirlit Hafnarbraut 27,780um Hornafirði borgthor@hornafjordur.is. Sími 4 70 80 15 borgthor@hornafjordur.is

Bæjarráð Hornafjarðar óskar eftir tilboði í Man bifreið sveitarfélagsins. Um er að ræða Man vörubifreið II árgerð 1991 ekinn um 395.000 Nánari upplýsingar um ástand hennar er veitt á skrifstofu slökkviliðsins í síma 470 8015. Einnig er hægt að senda inn beiðni um ástand hennar á netfangið borgthor@hornafjordur.is.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 8. júní 2017

3

Kvískerjasjóður úthlutar styrkjum ársins 2017 Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2017. Tíu umsóknir bárust og hlutu sex verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru: Rannsókn á smíðagripum Helga Björnssonar frá Kvískerjum í Öræfum Anna Ragnarsdóttir Pedersen og Emil Moráverk Jóhannsson hljóta styrk að upphæð 500.000 kr. Fræafrán á Skeiðarársandi Dr. Bryndís Marteinsdóttir, próf. Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ og Dr. Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins hljóta styrk að upphæð 400.000 kr. Viðhald á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum Náttúrustofa Suðausturlands hlýtur styrk að upphæð 265.000 kr. Þróun aðferða til að efla þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku sjálfbærrar ferðamennsku Prof. Rannveig Ólafsdóttir HÍ og Þorvarður Árnason Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði hljóta styrk að upphæð 500.000 kr. GPS mælingar á jarðskorpuhreyfingum við Öræfajökul Ásta Rut Hjartardóttir, Jarðvísindastofnun HÍ hlýtur styrk að upphæð 500.000 kr. Úr hafi að jökli Dr. Freydís Vigfúsdóttir, Dr. Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Dr. Bryndís Marteinsdóttir HÍ hljóta styrk að upphæð 700.000 kr.

Ríki Vatnajökuls ehf. leitar að öflugum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra. Staðan er til eins árs með möguleika á fastráðningu.

Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu. Frá upphafi hefur sjóðurinn stutt við margvísleg metnaðarfull verkefni sem bæði eru mikilvægt framlag inn í vísindaheiminn en ekki síður munu þau geta gagnast til að styrkja framþróun byggðar í Austur-Skaftafellssýslu. Á heimasíðu Kvískerjasjóðs verður eftir því sem mögulegt er og í samráði við styrkþega hægt að nálgast upplýsingar um niðurstöður verkefna. Það er mat sjóðsstjórnar að Kvískerjasjóður hafi sannað gildi sitt, verið hvati að margvíslegum rannsóknum í Austur-Skaftafellssýslu og þannig stuðlað að framhaldi þess umfangsmikla vísindastarfs systkinanna á Kvískerjum eins og honum var ætlað við stofnun. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsvæði Kvískerjasjóðs, www.kviskerjasjodur.is.

Golfkennsla

Námskeið - einkakennsla 7. – 10. júní, 2017

Helstu verkefni: • Umsjón með gerð nýrrar heimasíðu með bókunarþjónustu • Greiningarvinna, stefnumótun, áætlanagerð og innleiðing markaðsáætlana á stafrænum miðlum • Samskipti við ferðaþjónustuaðila/hluthafa • Ýmis tilfallandi verkefni

Staðsetning: Golfklúbbur Hornafjarðar, Silfurnesvöllur. Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari.

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á svið markaðsfræði er kostur • Þekking á heimasíðugerð • Þekking á samfélagsmiðlum og greiningartólum og áhugi á stafrænni markaðssetningu • Sjáfstæð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta og hæfni til að setja fram efni í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góð samskiptahæfni

Námskeiðin verða 1 klst. í senn, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Miðað er við 3 til 5 manns í hóp og þau henta bæði byrjendum og lengra komnum. Verð á námskeið er 12.000 kr. Einkakennsla: 30 mínútur: 6.000 kr. 60 mínútur: 10.000 kr. (Fleiri geta komið saman í einkakennslu)

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Umsóknir sendist á olga@visitvatnajokull.is Frekari upplýsingar um starfið gefur Haukur Ingi í síma: 699-1003 eða í tölvupósti: haukur@glacieradventure.is Ríki Vatnajökuls er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk er að vinna að markaðsetningu svæðisins með áherslu á veturinn. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitafélagið Hornafjörð. Ríki Vatnajökuls sér um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess. Að klasanum standa um 80 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar á Suðausturlandi sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti.

Einnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef þátttaka fæst. Allar séróskir verða skoðaðar og breytingar verða í takt við áhuga og aðstæður. Skráning og nánari upplýsingar: andreagolfkennari@gmail.com, s: 615-9515.

Kaffisala Kvennakórs Hornafjarðar

Kaffisalan verður í húsnæði Kaffið kostar 2000 kr. fyrir 12ára og eldri Skinneyjar-Þinganess 500kr. fyrir 6-12ára laugardaginn 10. júní milli kl.13:00-16:30 Verið velkomin


4

Fimmtudagurinn 8. júní 2017

Eystrahorn

Skylda okkar að stuðla að öryggi sjómanna

,,Við verðum stöðugt að leita leiða til að fyrirbyggja slys og í því sambandi er mikilvægt að læra af reynslunni“, segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs VÍS. Hún segir að besta leiðin til þess sé að halda úti markvissri skráningu á slysum og atvikum sem hefðu getað orðið að slysum. Félagið býður fyrirtækjum í forvarnarsamstarfi að taka upp sérstakt atvikaskráningarforrit þeim að kostnaðarlausu. Skráning atvika í forritið er einföld og auðveld en með henni má fá góða yfirsýn yfir vinnuslys og hættum á vinnustöðum. ,,Upplýsingarnar efla yfirsýn fyrirtækja og stuðla að því að fyrirtæki fari markvisst í úrbætur til að draga úr líkum á slysum og tjónum“, segir Auður Björk.

samstarfsins er að bæta öryggismenningu um borð í fiskiskipum og leggja aukna áherslu á forvarnir gegn slysum. Markmiðið er alltaf að gera vinnuaðstæður um borð í skipunum sem öruggastar. Við viljum að allir komi heilir heim“, segir Auður Björk. VÍS hefur í samstarfi við Slysavarnarskóla sjómanna haldið sérstök öryggisnámskeið fyrir áhafnir skipa sem tryggð eru hjá VÍS. Námskeiðin fara fram um borð í hverju skipi og þar af leiðandi í umhverfi sem sjómennirnir gjörþekkja. ,,Það kemur skipverjum oft á óvart hversu margt má færa til betri vegar, án mikillar fyrirhafnar, til að auka öryggi þeirra“, segir Auður Björk.

Markmiðið að gera vinnuaðstæður um borð öruggar

Til hamingju með daginn sjómenn

Nokkur af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins eru í viðskiptum við VÍS. Eitt þeirra er Skinney - Þinganes. VÍS og Skinney - Þinganes hafa unnið náið saman hvað varðar forvarnir og öryggismál, bæði til sjós og lands. ,,Tilgangur

,,Í ár óskum við sjómönnum til hamingju með

daginn með þeirra táknmáli. Við bregðum á leik með merkjafánum sem tákna stafi í stafrófinu og eru notaðir til að koma skilaboðum frá skipum. Við hvetjum alla þá sem vilja senda sjómönnum kveðju í tilefni dagsins að heimsækja vis.is/ sjomenn“, segir Auður Björk að lokum.

Forvarnir byrja heima Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum Sjómannadeild Afls

Humarhátíð 2017 - 25 ára -

Undanfarnar vikur hafa stjórnendur skóla og félagsþjónustu staðið fyrir fundum með foreldrum nemenda í 6.-10. bekkjum Grunnskóla Hornafjarðar vegna niðurstaðna könnunar Rannsóknar og Greiningar á vímuefnaneyslu grunn- og framhaldsskólanemenda. Niðurstöðurnar komu ekki vel út fyrir nemendur á Hornafirði, hvorki fyrir grunn- né framhaldsskóla. Svo virðist sem áfengisneysla sé meiri hjá hornfirskum ungmennum en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum og ungmennin okkar virðast einnig neyta tóbaks og rafrettna í meiri mæli en annars staðar tíðkast. Nemendur í framhaldsskólanum, sérstaklega drengir, eru einnig líklegri til þess að sofa minna, borða óhollari mat og hreyfa sig minna en gengur og gerist. Bent er á að hægt er að nálgast skýrslur vegna nemenda grunnskólans á heimasíðu Grunnskóla Hornafjarðar. Mesta athygli á fundunum vöktu svör barnanna við spurningunni: „Hver heldurðu að viðbrögð foreldra þinna yrðu ef þú myndir drekka þig fulla/n.“ Einungis 76% nemenda í 10. bekk töldu að foreldrar þeirra yrðu algerlega eða mjög mótfallinn því að nemendur drekki sig fulla. Þetta gefur skýrt til kynna að við, foreldrar, skóli og samfélag erum ekki að senda börnunum okkar nógu skýr skilaboð um að við viljum ekki að þau drekki áfengi áður en lögbundnum aldri er náð og alls ekki í grunnskóla. Það skiptir engu máli hvaða skilaboð börn fá frá þjálfurum og kennurum ef foreldrar senda ekki þau skilaboð til barna sinna að þau samþykki ekki drykkju þeirra. Besta leiðin til þess er einfaldlega að segja það skýrt og endurtaka það við hvert tækifæri og fylgjast vel með hvað börnin okkar eru að gera og með hverjum þau eru. Foreldrar þurfa einnig að taka höndum saman og koma í veg fyrir eftirlitslaus partý og ekki undir neinum kringumstæðum kaupa áfengi fyrir börnin okkar, enda er slíkt lögbrot og ýtir einungis undir áfengisneysluna. Sumarið er sá tími sem margir unglingar taka fyrsta sopann eða gera áfengisneyslu hluta af sínu neyslumynstri. Ákveðnir viðburðir bjóða upp á meiri áhættu en aðrir og má þar sérstaklega nefna sjómannadagshelgina, Humarhátíð og verslunarmannahelgina. Það er sérstaklega mikilvægt að foreldrar séu vakandi, fylgist með börnunum og verji tíma með þeim, því stærsti einstaki forvarnarþátturinn er sá tími sem foreldrar verja með börnunum sínum.

Þeir sem ætla að vera með viðburð á hátíðinni eru hvattir til að hafa samband v i ð h u m a r h a t i d a r n e f n d @ h u m a r. i s Nánari upplýsingar gefur Gunnar Ingi í s: 899-1968


ENNEMM / Sร A / NM81999

Sendu sjรณmรถnnum kveรฐju รก vis.is/sjomenn


Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn

Skinney Þinganes hf. | Krossey | s: 470 8100 | Fax 470 8101 | sth@sth.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.