22.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

22. tbl. 34. árgangur

Listasýningar um sjómannadagshelgina Tvær sýningar verða opnaðar um Sjómannadagshelgina á vegum Hornafjarðasafna. „GLOBAL RAFT, melting sculptures“ sýning listamannsins Thomasar Rappaport verður opnuð í Listasafni Svavars Guðnasonar, sunnudaginn 5. júní kl. 18:00. Thomas Rappaport hefur haldið fjölda sýninga í Þýskalandi og unnið um heim allan, helstu viðfangsefni hans eru loftlagsmál, hlýnun jarðar og viður í öllum myndum. Hann er þekktur fyrir skúlptúra sína þar sem hann fer ótroðnar slóðir. Thomas Rappaport verður með listgjörning á Fjallsárlóni þann 13. ágúst næstkomandi, viðfangsefnið er vatn og tré, verður það nánar auglýst síðar. Steinar Garðarsson opnar ljósmyndasýningu sína „ Fiskur og Fólk“ laugardaginn 4. júní kl. 17:00 Steinar er borinn og barnfæddur Hornfirðingur, fæddur í Dagsbrún á Höfn árið 1966. Hann er sonur hjónanna Guðfinnu Bjarnadóttur og Garðars Sigjónssonar. Steinar er kvæntur Ólafíu Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn Guðfinnu Birtu og Stefán Inga. Að loknu stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum lá leiðin í Samvinnuháskólann á Bifröst þar sem hann útskrifaðist sem rekstrarfræðingur árið 1991. Snemma vaknaði áhugi Steinars á ljósmyndun og á

æskuárum á Höfn tók hann mikið af myndum og var hann um tíma fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn. Margar myndir Steinars hafa birst í dagblöðum, þá aðallega Morgunblaðinu. Aðal ljósmyndaefni Steinars hafa ætíð verið mannlífsmyndir og allt sem þeim viðkemur. Auk þess að vera mikill ljósmyndaáhugamaður þá safnar hann gömlum filmuljósmyndavélum. Fiskur & Fólk er fyrsta ljósmyndasýning Steinars þar sem hann sýnir myndir sem eru teknar á níunda áratug síðustu aldar á Höfn. Sýningin fer fram í Miklagarði og stendur frá 4. júní til 10. júlí. Stúkusalnum Miklagarðs)

í

Miklagarði

(Austurenda

Thomas Rappaport á efri mynd og Steinar Garðarsson á þeirri neðri

Fjölbreytileiki hjá Fræðslunetinu

Miðvikudaginn 18. maí sl. voru tveir hópar útskrifaðir frá Fræðslunetinu, símenntun á Suðurlandi. Annars vegar útskrifuðust 11 nemendur úr Myndlistarsmiðju og í tilefni útskriftarinnar var opnuð myndlistarsýning með verkum nemenda í Svavarssafni sem skartaði glæsilegum myndum. Fengu hæfileikar heimafólks svo sannarlega að njóta sín á sýningunni. Hátt í 80 manns mættu í sjálfa útskriftina og enn fleiri hafa gert sér ferð í Svavarssafn til þess að njóta sýningarinnar. Þess má geta að sýningin verður opin út föstudaginn 27. maí. Á myndina vantar Vífil Karlsson.

Humarhátíð dagana 23. – 26. júní Það styttist í Humarhátíð og undirbúningurinn á fullu. Þeir sem vilja vera með uppákomu, atriði, sölubás eða eitthvað annað sem gaman væri að vera með á þessari

Sama dag útskrifuðust einnig 21 einstaklingur úr raunfærnimati í Verslunarfærni. Haldið var upp á það í Svavarssafni. Þetta er í fyrsta sinn sem raunfærnimat í Verslunarfærni er lagt fyrir á landsvísu. Með raunfærnimati fær fólk með langa starfsreynslu færni sína og reynslu staðfesta og metna þrátt fyrir að hafa ekki lokið formlegri skólagöngu. Það eru því mörg tækifærin sem gefast í framhaldinu. Um leið og starfsmenn Starfsmenn Fræðslunetsins óska hverjum og einum innilega til hamingju með áfangann og hlakka til að eiga fleiri samvinnuverkefni með Hornfirðingum. fjölskylduhátíð þá sendið okkur póst á póstfangið: humarhatidarnefnd@humar.is Sendum frá okkur drög að hátíðinni fljótlega. Humarhátíðarnefndin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.