22.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

22. tbl. 34. árgangur

Listasýningar um sjómannadagshelgina Tvær sýningar verða opnaðar um Sjómannadagshelgina á vegum Hornafjarðasafna. „GLOBAL RAFT, melting sculptures“ sýning listamannsins Thomasar Rappaport verður opnuð í Listasafni Svavars Guðnasonar, sunnudaginn 5. júní kl. 18:00. Thomas Rappaport hefur haldið fjölda sýninga í Þýskalandi og unnið um heim allan, helstu viðfangsefni hans eru loftlagsmál, hlýnun jarðar og viður í öllum myndum. Hann er þekktur fyrir skúlptúra sína þar sem hann fer ótroðnar slóðir. Thomas Rappaport verður með listgjörning á Fjallsárlóni þann 13. ágúst næstkomandi, viðfangsefnið er vatn og tré, verður það nánar auglýst síðar. Steinar Garðarsson opnar ljósmyndasýningu sína „ Fiskur og Fólk“ laugardaginn 4. júní kl. 17:00 Steinar er borinn og barnfæddur Hornfirðingur, fæddur í Dagsbrún á Höfn árið 1966. Hann er sonur hjónanna Guðfinnu Bjarnadóttur og Garðars Sigjónssonar. Steinar er kvæntur Ólafíu Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn Guðfinnu Birtu og Stefán Inga. Að loknu stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum lá leiðin í Samvinnuháskólann á Bifröst þar sem hann útskrifaðist sem rekstrarfræðingur árið 1991. Snemma vaknaði áhugi Steinars á ljósmyndun og á

æskuárum á Höfn tók hann mikið af myndum og var hann um tíma fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn. Margar myndir Steinars hafa birst í dagblöðum, þá aðallega Morgunblaðinu. Aðal ljósmyndaefni Steinars hafa ætíð verið mannlífsmyndir og allt sem þeim viðkemur. Auk þess að vera mikill ljósmyndaáhugamaður þá safnar hann gömlum filmuljósmyndavélum. Fiskur & Fólk er fyrsta ljósmyndasýning Steinars þar sem hann sýnir myndir sem eru teknar á níunda áratug síðustu aldar á Höfn. Sýningin fer fram í Miklagarði og stendur frá 4. júní til 10. júlí. Stúkusalnum Miklagarðs)

í

Miklagarði

(Austurenda

Thomas Rappaport á efri mynd og Steinar Garðarsson á þeirri neðri

Fjölbreytileiki hjá Fræðslunetinu

Miðvikudaginn 18. maí sl. voru tveir hópar útskrifaðir frá Fræðslunetinu, símenntun á Suðurlandi. Annars vegar útskrifuðust 11 nemendur úr Myndlistarsmiðju og í tilefni útskriftarinnar var opnuð myndlistarsýning með verkum nemenda í Svavarssafni sem skartaði glæsilegum myndum. Fengu hæfileikar heimafólks svo sannarlega að njóta sín á sýningunni. Hátt í 80 manns mættu í sjálfa útskriftina og enn fleiri hafa gert sér ferð í Svavarssafn til þess að njóta sýningarinnar. Þess má geta að sýningin verður opin út föstudaginn 27. maí. Á myndina vantar Vífil Karlsson.

Humarhátíð dagana 23. – 26. júní Það styttist í Humarhátíð og undirbúningurinn á fullu. Þeir sem vilja vera með uppákomu, atriði, sölubás eða eitthvað annað sem gaman væri að vera með á þessari

Sama dag útskrifuðust einnig 21 einstaklingur úr raunfærnimati í Verslunarfærni. Haldið var upp á það í Svavarssafni. Þetta er í fyrsta sinn sem raunfærnimat í Verslunarfærni er lagt fyrir á landsvísu. Með raunfærnimati fær fólk með langa starfsreynslu færni sína og reynslu staðfesta og metna þrátt fyrir að hafa ekki lokið formlegri skólagöngu. Það eru því mörg tækifærin sem gefast í framhaldinu. Um leið og starfsmenn Starfsmenn Fræðslunetsins óska hverjum og einum innilega til hamingju með áfangann og hlakka til að eiga fleiri samvinnuverkefni með Hornfirðingum. fjölskylduhátíð þá sendið okkur póst á póstfangið: humarhatidarnefnd@humar.is Sendum frá okkur drög að hátíðinni fljótlega. Humarhátíðarnefndin


2

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 5. júní Messa kl. 11:00 - Ferming Prestarnir

Hafnarkirkja

HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudaginn 5. júní Sjómannadagur Messa kl. 14:00 Sigurður Ægir Birgisson skipstjóri flytur hugvekju.

Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í minningarreit. Prestarnir

Andlát Birgir Björnsson fæddist að Sjávarborg á Þórarinsstaðareirum í Seyðisfirði 22.október 1940 hann lést á heimili sínu 8. maí 2016. Hann var sonur Grímlaugar Margrétar Guðjónsdóttur frá Breiðuvík í Borgarfirði og Björns Björnssonar frá Rangá í Hróarstungu ættuðum af Héraði. Hann var yngstur 15 systkina. Birgir giftist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Jóhönnu Þórarinsdóttur 24 nóvember 1962. Eignuðust þau 3 börn en fyrir átti Birgir einn son, 1) Skúli Ingibergur f. 1960 kvæntur Steinunni Sigurðardóttur og eiga þau 4 börn og 4 barnabörn, 2) Sigríður f. 1962 gift Guðmundi Ólafssyni og eiga þau 3 börn og 3 barnabörn, 3) Björn Þórarinn f. 1966 giftur Hörpu Þorgeirsdóttur og eiga þau 2 börn og 4) Halldór Sævar f. 1971 giftur Cristiane Oliveira og eiga þau 4 börn. Birgir byrjaði á sjó 14 ára gamall og var mestan hluta ævi sinnar á sjó eða til 66 ára aldurs, fyrstu árin var hann á sjó hjá öðrum en seinni árin var hann með sinn eigin bát. Hann vann einnig hjá Rarik um nokkurra ára skeið og við smíðar. Hann aðstoðaði Halldór son sinn í ferðaþjónustunni við viðhald og fleira sem til féll allt til dauða dags. Útför Birgis fór fram frá Hafnarkirkju 21. maí síðastliðinn. Fjölskyldan vill koma á framfæri þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför.

Eystrahorn Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

ISSN 1670-4126

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

SUMARFERÐ FeH - FUNDUR

Fundur verður haldinn með þeim sem fara í SUMARFERÐINA mánudagskvöldið 6. júní kl. 20:00 í Ekrunni. Mætið vel!

FERÐANEFNDIN

Andlát Nanna Halldóra Jónsdóttir fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit þann 13. janúar 1923. Foreldrar hennar voru Lucia Guðný Þórarinsdóttir frá Breiðabólsstað og Jón Jónsson frá Smyrlabjörgum. Halldóra var næstelst átta systkina. Ingunn, Sigurjón og Jörundur eru látin, Guð blessi minningu þeirra. Og lifa nú þau Þóra Guðleif, Þorbjörg, Snorri og Baldur systur sína. Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum á Smyrlabjörgum og hlaut sína barnamenntun hér í Suðursveit og snemma tók hún að taka til hendinni við bústörfin. 17 ára gömul fór hún í vist til Jóns Ívarssonar kaupfélagsstjóra og konu hans á Höfn og var þar í níu mánuði. Einn vetur dvaldi hún í Reykjavík og þar giftist hún Karli Ágústi Bjarnasyni þann 6. maí 1945. Karl Ágúst var fæddur í Holti á Mýrum. Þau Halldóra og Karl Ágúst bjuggu allan sinn búskap á Smyrlabjörgum. Þau eignuðust átta börn: Elstur er Helgi Hilmar, kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir. Þá er Jón Sigurgeir, hans kona er Hólmfríður Traustadóttir. Þeir tvíburabræður eru fæddir 1946. Næstur er Guðni Gunnar, f. 1947, kona hans er Jóna Sigjónsdóttir. Þá er Einar Bjarni, f.1949, kona hans er Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir. Þau búa öll á Höfn. Næst er Jóhanna Sigurborg fædd 1956 en hún lést aðeins 8 mánaða gömul. Blessuð sé minning hennar. Sigurbjörn Jóhann er f. 1957, hans kona er Laufey Helgadóttir. Þau búa á Smyrlabjörgum. Næst yngst er Ingibjörg, f. 1961, maður hennar er Sigurður Eyþór Benediktsson. Þau búa á Höfn. Yngstur er Haukur, f. 1967, kona hans er Hafey Lind Einarsdóttir. Einnig þau búa á Höfn. Barnabörn Halldóru og Karls eru 17, langömmubörnin eru 25 og eitt langalangömmubarn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldóra dvaldi síðustu árin á hjúkrunarheimilinu á Höfn, og vilja aðstandendur koma á framfæri kærri þökk til starfsfólksins þar. Og benda þeim sem vilja minnast Halldóru á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs.

Sögusýning: Hafnarkirkja í 50 ár

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

Eystrahorn

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Í tilefni af 50 ára vígsluafmæli Hafnarkirkju er sögusýning í safnaðarheimili kirkjunnar á byggingarsögu og starfi kirkjunnar á þessum 50 árum.

Opnunartímar: 3. júní 13:00 - 17:00 4. júní 13:00 - 17:00 5. júní 13:00 - 17:00 Sóknarnefnd Hafnarsóknar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

3

Nýr hótel- og framkvæmdastjóri á Hótel Höfn Fanney Björg Sveinsdóttir hefur verið ráðin hótelog framkvæmdastjóri Hótels Hafnar á Hornafirði og hefur hún störf þann 7. júní nk. Fanney er rekstrarverkfræðingur að mennt og hefur m.a. unnið við ráðgjöf í nýsköpun og atvinnuþróun á Suðurlandi ásamt því að reka ferðaþjónustufyrirtæki undanfarin ár. Fanney hefur reynslu af hótel- og veitingastörfum í Austurríki, Danmörku og Noregi og hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur ferðaþjónustu.

Hálfrar aldar afmæli í ár Hótel Höfn var tekið í notkun að hluta 1. október 1966 og að fullu 17. júní árið eftir og fagnar því 50 ára afmæli í ár. Systurnar Svava og Ólöf Sverrisdætur

og eiginmenn þeirra, Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson byggðu hótelið af mikilli framsýni og myndarbrag og ráku það um langt árabil. 19952001 rak Icelandair hótelið en eftir það og fram á þetta ár hjónin Gísli Már Vilhjálmsson og Þórdís Einarsdóttir ásamt þeim hjónum Óðni Eymundssyni og Elísabetu Jóhannesdóttur. Nýir eigendur tóku við rekstrinum í apríl s.l. Hótel Höfn býður upp á 68 herbergi í þremur byggingum og tvo veitingasali. Veitingasalurinn á 2. hæð rúmar um 100 manns í sæti og veitingastaðurinn Ósinn um 50 manns. Fanney mun í samstarfi við stjórn félagsins leitast við að halda merki frumkvöðlanna og fyrri eigenda hátt á lofti. Höfn, 28. maí 2016, stjórn Óssins ehf.

Lóðahafar fá lóðir endurgjaldslaust Bæjarstjórn samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld og lóðahafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Þær lóðir sem eru lausar á Höfn eru merktar inn á mynd sem er hér með fréttinni.

Opið í Nýheimum á Sjómannadag Bon appetit! kl. 14:00 – 18:00 Ekki tekið við kortum

Lóðirnar eru fyrir 18 einbýli 8 fjölbýli og eitt parhús. Lóðaumsóknir fara fram í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins https://ibuagatt.hornafjordur.is Reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda má finna á heimasíðunni undir hornafjordur.is reglur og samþykktir.

NÁM FYRIR ÞIG?

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is

Gjaldskrá embættis bygginga- og skipulagsfulltrúa má finna á heimasíðunni undir gjaldskrár. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 470 8000 eða í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Vottað nám á haustönn

Ert þú eldri en 20 ára og langar að hefja nám að nýju?

Nám sem meta má til eininga á framhaldsskólastigi og er viðurkennt af MMR.

Langar þig að fara í raunfærnimat?

Menntastoðir, bóklegar greinar - Dreifnám

Stuðningsfulltrúabrú - Fjarnám

Félagsliðabrú - Fjarnám

Grunnmenntaskóli - Höfn og Selfoss

Fagnámskeið III - Hvolsvöllur

Já, það er hægt! Nám fyrir lesblinda - Selfoss

School for immigrants - Höfn og Vík

Viltu fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa? Viltu fara í nám sem veitir starfsréttindi? Hafðu samband í síma 560 2030 Nánari upplýsingar: www.fraedslunet.is

Hvar - hvernig?  Höfn  Klaustur  Vík  Hvolsvöllur  Hella  Selfoss

 Staðnám  Dreifnám  Fjarnám Útskrift hjá Fræðslunetinu á góðum degi.


4

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

Eystrahorn

Starfsmannahald leikskólanna á Höfn.

Þrír snillingar í Hafnarkirkju Brasilísk tónlistarveisla fimmtudaginn 9.júní kl 20:30 Tónlistarmennirnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson leika af fingrum fram lög eftir Ife í bland við sígild Bossa Nova lög eftir nokkra af helstu höfundum brasilískrar tónlistarsögu. Það má búast við Brasilískri sumarstemningu í Hafnarkirkju þann 9.júní. Miðasala við innganginn.

Eftirspurn eftir starfsfólki hefur farið vaxandi á undanförnum misserum. Þetta er staða sem sífellt fleiri atvinnurekendur standa frammi fyrir. Það er ánægjulegt að aukinn ferðamannastraumur hefur skapað fleiri og fjölbreyttari störf fyrir íbúa en það kallar á aukna samkeppni um starfsfólk. Erfiðlega gengur að ráða í laus störf og þar með að manna nauðsynlegar stöður til að hjól atvinnulífsins snúist í takt og á þeim hraða sem af þeim er vænst. Lítið er um nýbyggingar og því fjölgar íbúðarhúsnæði hægt sem hefur aftur þær afleiðingar að nánast ekkert framboð er á leiguhúsnæði fyrir allt það starfsfólk sem eftirspurn er eftir. Stofnanir sveitarfélagsins fara ekki varhluta af þessari stöðu ekki síst leikskólarnir. Starfsmannaekla þetta skólaárið hefur valdið því að ekki hefur verið hægt að taka inn nema hluta af þeim börnum sem hægt væri að veita pláss, miðað við að mannað sé að fullu. Á þetta einkum við um leikskólann Lönguhóla en ef hann væri fullmannaður (15 – 16 stöðugildi) væri þar pláss fyrir um 50 börn. Í dag eru 37 börn í skólanum og 11 starfsmenn, þar af fimm í hlutastarfi. Haldi fram sem horfir blasir við að ekki verður hægt að taka ný börn inn á Lönguhóla eftir sumarfrí og skerða þarf þjónustu við þau börn sem þegar eru með pláss þar. Til þess að bregðast við þessari stöðu samþykkti bæjarráð á fundi sínum 30. maí, að veita starfsmönnum leikskólanna verulegan afslátt af leikskólagjöldum, í samræmi við ákveðnar reglur og að veita starfsmönnum með börn á biðlista forgang inn á leikskólana í þeirri von að það veki áhuga fólks á að sækja um starf í leikskólunum. Það er skemmtilegt og gefandi starf að vinna með börnum. Starf sem hentar bæði körlum og konum 18 ára og eldri . Framundan eru spennandi tímar og miklar áskoranir við að sameina leikskólana Krakkakot og Lönguhóla í einn leikskóla haustið 2017. Með því að starfa á leikskólunum gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á að byggja upp framtíðarfyrirkomulag leikskólamála í sveitarfélaginu og á að móta stefnu og innra starf í nýjum leikskóla. Ragnhildur Jónsdóttir Fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Kaffisala Kvennakórs Hornafjarðar Kaffisalan verður í húsnæði Skinneyjar-Þinganess laugardaginn 4. júní milli kl.13:00 -17:00 Kaffið kostar 2000 kr. fyrir 12 ára og eldri 500 kr. fyrir 6-12 ára Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Minnum á tónleikana í Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 7. júní kl.19:30. Kvennakór Hornafjarðar

Næstu heimaleikir 2. deild karla - Laugardaginn 4. júní kl. 16:00

GLOBAL RAFT

-melting sculptures OPNUN 5.JÚNÍ KL.18

Sindri - Afturelding

1. deild kvenna - Miðvikudaginn 8. júní kl. 20:00

Sindri – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Allir á völlinn!


SJÓMANNADAGSSTEMNING Í LYFJU HÖFN FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ OG FÖSTUDAGINN 4. JÚNÍ Rósa Rúnudóttir Snyrtifræðingur verður á staðnum og veitir góð ráð um val á snyrtivörum og sokkabuxum ásamt því að sýna spennandi nýjungar úr sumarlínum.

20% AFSLÁTTUR

Á MEÐAN KYNNINGU STENDUR.


Breytingar á sölu flugmiða með Flugfélaginu Ernir Frá og með nk. mánudegi breytist fyrirkomulag á sölu afsláttarmiða á flugleiðinni Höfn – Rvík þannig að í stað flugávísunar fá félagsmenn AFLs afhentan bókunarkóða. Félagsmaðurinn sér síðan sjálfur um að bóka flugið á heimasíðu flugfélagsins www.ernir.is og þar þarf því að slá inn kennitölu félagsmannsins og bókunarkóðann til að greiða fyrir flugið. Hægt verður að kaupa kóðann í gegnum síma og mun félagið taka við símgreiðslu kreditkorta fyrir flugmiða. Einnig verður hægt að millifæra andvirði miðans – en þá þarf félagsmaður að vera í sambandi við starfsmenn félagsins fyrst því senda þarf afrit greiðslukvittunar á þann starfsmann sem afgreiðir síðan kóðann. Mjög mikilvægt er að millifæra ekki fyrst og hafa síðan samband við félagið – heldur byrja á að ná sambandi við starfsmann og fá netfang hans. Flugfélagið Ernir mun fyrstu dagana aðstoða félagsmenn án endurgjalds við að bóka flugferð með bókunarkóða en um miðjan júní verður farið að taka bókunargjald og einnig gjald fyrir að breyta flugi. Þessi gjöld eru AFLi óviðkomandi.

AFL Starfsgreinafélag


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Í SUMAR

Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum Sjómannadeild Afls

Mánudaginn 6. júní byrjar sumartímabilið í frjálsum íþróttum. Fyrstu vikuna verður opin vika og þá verða kynntar allar greinar innan frjálsra íþrótta. 10 ára og yngri verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 14:30 11 ára og eldri verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 16:00 Humarhátíðarhelgina verða árlegir Sindraleikar á Sindravöllum þar sem allir iðkendur eru hvattir til að taka þátt. Í lok sumars verður uppskeruhátíð með innanfélagsmóti á Sindravöllum. Einnig eru iðkendur hvattir til að taka þátt í öðrum mótum eins og Sumarhátíð ÚÍA og Unglingalandsmótinu í Borgarnesi Við hvetjum öll börn og unglinga til að mæta! Frjálsar íþróttir eru mjög góðar samhliða öðrum íþróttagreinum, þær auka meðal annars snerpu, stökkkraft, liðleika og styrk. Þjálfari verður Ingvi Ingólfsson.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 25. júní 2016. Fjölgun kjörstaða í samstarfi við sveitarfélög o.fl.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 25. júní 2016, sem fram fer utan skrifstofa sýslumannsins á Suðurlandi, í samstarfi við sveitarfélög o.fl. byrjar 6. júní nk. Atkvæðagreiðslan fer fram á eftirtöldum stöðum, sem hér segir: •

Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.

Í Öræfum mun verða opið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu frá 10. júní nk. sem hér segir:

Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga.

Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudag-fimmtudag.

Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.

Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.00-15.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga.

Skrifstofu sveitastjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga.

Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 4781760 og 894 1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Minnt er á að þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 21. júní nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og fangelsum mun fara fram tvær síðustu vikur fyrir kosningar og verður það auglýst nánar síðar.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

7


8

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

Fótbolti Meistaraflokkur karla fór í sína þriðju langferð á rúmri viku um síðustu helgi. Þeir voru þá búnir að keyra yfir 3500 km á þessari rúmu viku, en það virtist ekki hafa haft nein áhrif á þá því þeir unnu KF á Ólafsfjarðarvelli 0-3. Mörk Sindra skoruðu Duje Klaric, Mirza Hasecic og Tómas Leó Ásgeirsson. Þegar þetta er skrifað situr liðið í 3. sæti 2. deildar karla. Næstkomandi laugardag er loksins komið að heimaleik hjá strákunum en þá taka þeir á móti toppliði Aftureldingar.

Eystrahorn

Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ 4. júní

Hlaupið verður frá Sundlauginni kl. 11:00. Upphitun fyrir hlaupið.

Firmakeppni Hornfirðings verður haldin fimmtudaginn 2. júní n.k. klukkan 18:00 við Stekkhól. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Barnaflokki Tvígangi Unglingaflokki Þrígangi Ungmennaflokki Tölti Kaffi og með því á staðnum, vonumst til að sjá sem flesta! Mótanefnd Hornfirðings

Þátttökugjald 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri og 67 ára og eldri, en 2000 krónur fyrir 13 ára og eldri. Bolur fylgir gjaldinu og frítt í sund.

Skemmtileg vinna í boði Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum. http://www.leikskolinn.is/longuholar/ Skemmtileg vinna er í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016–2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl. Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir allar nánari upplýsingar í síma 470 – 8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum. Umsækjandi þarf að hafa jákvæða lund, vera góður í samskiptum og æskilegt er að hann hafi reynslu af vinnu með börnum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. maí s.l. að veita starfsmönnum leikskóla með börn á leikskólaaldri afslátt af leikskólagjöldum og forgang að leikskólaplássi í samræmi við reglur þar um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 14. júní nk.

OPNUN 4.JUNI KL. 17:00


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 2. júní 2016

9

Fyrirtæki verða líka að flokka Við síðustu losun á almennu sorpi frá fyrirtækjum í sveitarfélaginu, kom í ljós að mörg fyrirtæki standa sig ekki nógu vel í flokkun á endurvinnanlegu efni. Eins og myndirnar sýna þá eru óflokkaðar umbúðir plast, pappi og timbur með almenna sorpinu á urðunarstaðnum í Lóni þegar starfsmenn voru þar í eftirlitsferð. Ekki er nóg að heimilin standi sig vel í að flokka endurvinnanleg efni því mikið af umbúðum kemur frá fyrirækjum. Fyrirtæki þurfa að taka þátt í að flokka endurvinnanlegt efni og minnka þar með almennt sorp sem fer til urðunar. Mikilvægt er að spilliefni eins og gamlir olíubrúsar sem innihalda mengandi efnum sé skilað í þjónustumiðstöðina endurgjaldslaust, þeir eru sendir til eyðingar hjá Efnamóttökunni. Sveitarfélagið vill standa sig í umhverfismálum og losun gróðurhúsalofttegunda og hefur skuldbundið sig til að taka þátt í

loftlagsverkefni Landverndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið gengur út á að sveitarfélagið minnki losun gróðurhúsaloftegund sína um 3% á ári. Ljóst er að sorp er ekki að skila sér frá fyrirtækjum og liggur grunur á að ólögleg urðun eða eyðingu á sorpi, starfsmenn sveitarfélagsins munu gera úttekt á hvaða fyrirtæki eru ekki með sorptunnur og/eða flokkunartunnur. Allt almennt sorp frá fyrirtækjum er vigtað og greitt er fyrir urðunarkostnað - ef fyrirtæki flokka þá er ekki greitt gjald af endurvinnanlegu efni.

Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Ferðafélagið

MINNINGARMÓT GUNNARS HERSIS Þann 3. júní 2016 verður haldið Golfmót á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði Golfmótið er til minningar um Gunnar Hersi Benediktsson sem lést 25. júlí 2013. Að þessu sinni rennur ágóði móts til styrktar afreks- og styrktarsjóðs USÚ. Mótið er fyrir alla sem hafa gaman af golfi og þó þú spilir ekki golf er tilvalið að kíkja við og fá sér súpu í góðum félagsskap. Skráning fer fram á golf.is, í tölvupósti á gudbjorg@colas.is eða í síma 660 1903 Þátttökugjald er 3.500 kr.

DAGSKRÁ:

VERÐLAUN:

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 18:00 og verða spilaðar níu holur.

1 Verðlaun: Flugmiði Höfn - Rey - Höfn með flugfélaginu Ernir 2.Verðlaun: Gisting á Grand Hótel Reykjavík fyrir tvo m.morgunverði 3.Verðlaun: Gisting á Grand Hótel Reykjavík fyrir tvo m.morgunverði Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum

Mótið er punktakeppni þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Einnig verður dregið úr fjölda skorkortaverðlauna. Boðið er upp á súpu fyrir keppendur en öðrum gefst kostur á að styrkja gott málefni með því að koma í golfskálann og kaupa sér súpu.

Allir fá teiggjöf.

Gönguvikan „Ekki lúra of lengi“

9. júní, fimmtudagur kl. 17:00 Gengið frá Papós að Horni. Fararstjóri Ragna Pétursdóttir. Göngutími 4 klst. Eitt par skór. 10. júní, föstudagur kl. 17:00 Ekið inn Hoffellsdal að vestan. Stefán Helgason lóðsar yfir ána og fer með okkur í giljaskoðun. Göngutími 2-3 klst. Eitt par skór. 11. júní, laugardagur kl. 09:00 Heinabergsdalur – Vatnsdalsheiði – Geitakinn. Gengið inn Heinabergsdal, upp Vatnsdalsheiði og upp á Geitakinn. Hækkun 700 m. Ferðatími 8-10 klst. Þrenn pör af skóm. 12. júní, sunnudagur kl. 10:00 Frá Höfn, Slaga við Kotá í Öræfum Göngutími 4 klst. Eitt par skór. 13. júní, mánudagur kl. 13:00 Frá Höfn, KambsmýrarkamburVatnafjöll í Öræfum. Farastjóri Gísli Jónsson Hnappavöllum.Göngutími 4 klst. Tvenn pör af skóm. Allir velkomnir verð 1000 kr. fyrir hjón 1500 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Lagt að stað frá tjaldsvæði Hafnar. Hægt að hafa samband við Rögnu í síma 662-5074 til koma í ferðirnar annarsstaðar frá. Fylgjast með augl. á fésbókarsíðu félagsins og í Eystrahorni.


Skinney Ăžinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.