Eystrahorn 22.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 15. júní 2017

22. tbl. 35. árgangur

Sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn Björn Eymundsson Ég er fæddur 22. janúar 1942 í Dilksnesi þar sem ég ólst upp og í Hjarðarnesi. Við systkinin fórum í barnaskólann á Höfn og gengum að heiman og heim aftur. Sem unglingur vann ég við sveitarstörfin og vinnu sem féll til á Höfn m.a. í frystihúsinu. Á þessu árum voru farnar margar veiðiferðir út í fjörð.

Sjómannsferillinn Við Hildur Gústafsdóttir konan mín eigum fimm syni og sjö barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Ég fór fyrst 13 ára gamall á handfæri með þeim Jóhanni og Ragnari Albertssonum, frændum mínum frá Lækjarnesi, á lóðsbátnum Stíganda. Fyrsta lögskráning mín var á Gissurri hvíta 1958 og var þar í fimm vertíðir. Eftir það fór ég í Stýrimannaskólann og útskrifaðist með fiskimannapróf 1969. Svo var ég stýrimaður á Húna 2., Ólafi Tryggvasyni og Þorbirni 2. Þá tók við skipstjórn á mótorbátnum Jökli sem síðar varð Þinganes SF hluta af humar- og haustvertíð. Ég var stýrimaður á Hópsnesi GK í tvö ár og skipstjóri á Reykjarröst sömuleiðis í tvö ár. Árið 1976 keyptum við Lúlli (Björn L. Jónsson) og Villi í Garði (Vilhjálmur Antoníusarson) Æskuna SF 140 sem var um 100 tonna trébátur smíðaður í Danmörku 1963. Ég var skipstjóri á Æskunni ásamt Lúlla til 1991 þegar útgerðin var seld. Ég hélt svo áfram útgerð eftir að Æskan var seld og árið 1992 keypti ég ásamt fóstursyni mínum Ómari Franssyni stálbátinn Síðu-Hall SF sem var skírður Sævar SF 72 og rérum við feðgar saman á honum til ársins 1997 en þá var báturinn seldur. Ég var þó ekki hættur í útgerð það ár því árið 1998 keypti ég Sóma 800 og skírði Stíganda SF 72 og reri á þeim bát til ársins 2015. Þá hætti ég til sjós, 57 árum eftir að ég var fyrst lögskráður á bát.

Eftirminnilegur fyrsti dagurinn til sjós Á fyrsta dagi sem ég var til sjós gerðist atvik sem tók mikið á mig og gleymist seint. Valdi sem var ættaður úr Lækjarhúsum í Suðursveit kom hér á vertíð og tók hann út með síðasta netinu sem verið var að leggja. Fór hann töluvert niður en með snarræði tókst að ná honum um borð og var hann þá með meðvitund og var hann frá vinnu um vikutíma eftir þetta óhapp.

Þakklátur og sáttur Ég vil þakka þeim mörgu góðu mönnum sem ég hef unnið með til sjós, lengst af með þeim Lúlla og Villa við útgerð á Æskunni, eins höfum við Ómar fóstursonur minn unnið mörg handtök saman til sjós og lands og á ég einnig góðar minningar frá þeim fimm árum sem ég réri frá Grindavík. Sömuleiðis er ég þakklátur fyrir að hafa átt farsælan feril sem skipstjóri og stýrimaður og ekki lent í neinum alvarlegum óhöppum eða slysum.

Unnsteinn Guðmundsson

Dásamlegur tími

Ég byrjaði sjómennsku með föður mínum við Breiðafjörðinn. Jörðinni Dröngum, þar sem ég ólst upp, fylgdu nokkrar eyjar og fékk ég oft að koma með ungur að árum í svartbakseggjatínslu, sinna æðarvarpinu í eyjunum, selveiði og fleira. Eftirminnilegur var heyskapurinn í eyjunum og heyflutningar á bátunum til lands. Ég kynntist konunni minni Hildigerði Skaftadóttur þegar ég var á Hvanneyri í bændaskólanum og hún í húsmæðraskólanum á Varmalandi. Við erum lánsöm með þrjú börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn á leiðinni.

„Og svo“, segir Unnsteinn, „dásamleg 30 ár hjá okkur Ugga mínum SF 47. Við Uggi búnir að fiska yfir eittþúsundogþrjúhundruð tonn á þessum árum. Elvar minn og ég höfum átt mikla samleið í okkar starfi þessi 30 ár sem sannarlega hefur gefið því gildi. Sama má segja um trillukarlana, þann góða hóp félagana í Hrollaugi og félagana í stjórn Landssambands Smábátaeigenda“. Fyrir þetta vill ég þakka sérstaklega. Ein lítil saga í lokin frá fyrsta veiðitúrnum okkar Ugga, við Ingólfshöfða. Höfðinn er nú líklega skemmtilegasti veiðistaðurinn, þar er ein regla gildandi. Þar eru engar reglur, ekki hægt að ganga að neinu vísu, ekki fiskeríi eða fallaskiptum, veðri eða sjólagi. Það var komið að heimferðartíma, klukkan orðin fjögur og ég aðeins komin um 50 kíló og kalla ég í Jón Sveins í talstöðinni og spyr hann hvort hann sé ekki búinn að finna einhvern fisk. Þá segir Jón ja, jú, ég fékk eitt tonn hérna áðan. Ég fæ staðsetninguna hjá Jóni, sigli til hans í jökullituðum sjó, þegar ég kem nær Jóni sigli ég inn í djúpblánn sjó og sé á dýptarmælinum fallegustu fiskilóð sem ég hef séð. Eftir rúman hálftíma var komið um borð eitt tonn af fallega Ingólfshöfðaþorskinum. Skafti, tengdapabbi minn, sýndi alltaf mikinn áhuga á mínum veiðiskap, sagði þegar ég var búinn að veiða 200 kílóa lúðuna mína og draga að landi, oregonpine drumbinn stóra, sem vigtaði 1,6 tonn, að nú ætti ég bara eftir að veiða hafmeyna ! Ógleymanlegir tímar. Það eru forréttindi að fá að vera trillukarl. Ég þakka Sjómannadagsráði 2017, heiður mér sýndan.

Sjómannsferillinn Nýfluttur til Hornafjarðar 1966, gerðist ég kokkur á m/b Dagnýju SF með Villa Antoníusar, Halla Jóns, Gunnari Ásgeirs, Þránni Sigurðar og fleirum. Veitt var með humar- og fiskitrolli. Skemmtilegur tími. Síldveiðar með reknetum, á Akurey SF 52, hjá Hauki Run og áhöfn, áður en hristararnir voru fundnir upp. Þá voru netin handhrist, upp í sex klukkutíma í einni lotu. Eftirminnilegt. Handsnellur á Stöðvarfirði með Birni Kristjáns, á trillunni hans Birni Óskari SU 47, nokkrir róðrar. Og svo nokkrir frábærir túrar með Kidda Jóns á m/b Krumma SF, með handsnellunum. Oft kátt á veiðunum þeim, segir Unnsteinn 1985 á Haukafelli SF 111, fyrst háseti og svo kokkur. Með Guðmundi Eiríkssyni og Axel Jóns. 1986 kokkur á Garðey SF 22 með Ödda, Gústa og Gauja. Skemmtilegt, eins og lög gera ráð fyrir! Með Bjössa Eymunds á Æskunni SF skemmtilegum og óhefðbundnum, síldveiðum, „snapi“ 5. – 15. des. Algjör blíða og bullandi afli og það án veiðarfæra!

Þetta er næst síðast tölublað fyrir sumarfrí. Síðasta blaðið kemur út fimmtudaginn 22. júní.


2

Fimmtudagurinn 15. júní 2017

Eystrahorn

Hafnarkirkja

Í tilefni þjóðhátíðardagsins og sem hluti af dagskránni verður fjölskyldufjör með ratleik og öðru skemmtilegu hjá Hafnarkirkju. Fjörið hefst kl. 15:30. Allir velkomnir. Prestarnir

Andlát Sigurbjörg Karlsdóttir fæddist 22. júlí 1952 á Eskifirði. Hún lést á heimili sínu þann 5. júní 2017. Sigurbjörg lætur eftir sig eiginmann, Ólaf Björn Þorbjörnsson f. 14. september 1948, fimm uppkomin börn og 14 barnabörn. Foreldrar Sigurbjargar voru Karl Guðni Kristjánsson f. 5. júlí 1915, d. 27. desember 1985 og Álfhildur Sigurbjörnsdóttir f. 31. júlí 1920 d. 11. maí 1978. Systkini Sigurbjargar eru, Bragi Bjarnar Karlsson, f. 9. apríl 1944. Heiðrún Helga Karlsdóttir f. 8. maí 1945, Kristján Vífill Karlsson f. 16. ágúst 1948 og Karen Gígja Karlsdóttir f. 8. október 1958. Sigurbjörg og Ólafur giftu sig árið 1973 og eignuðust fjögur börn en fyrir átti Ólafur eina dóttur. Árið 1973 byggðu þau sér hús við Hlíðartún 21 á Höfn í Hornafirði og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: Þórunn Ólafsdóttir, f. 8. nóvember 1968, maki Meyvant Einarsson og saman eiga þau þrjá drengi. Sigurður Ólafsson, f. 8. apríl 1973, maki Kristín Kristjánsdóttir og saman eiga þau fjögur börn. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar er Lilja Pálsdóttir og saman eiga þau tvo syni. 3) Karl Guðni Ólafsson f. 6. apríl 1974, maki Nína Síbyl Birgisdóttir saman eiga þau tvö börn. 4) Bylgja Ólafsdóttir f. 12. ágúst 1980, maki Andri Már Blöndal og saman eiga þau tvær dætur. 5) Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir f. 10. október 1985, maki Viktor Sigurjónsson og saman eiga þau einn dreng. Sigurbjörg lauk hefðbundinni grunnskólagöngu þess tíma auk námi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Eftir að Sigurbjörg fluttist til Hafnar vann hún við fiskvinnslu og svo ýmis störf og hin síðari ár kom hún að daglegum rekstri fyrirtækis síns, Sigurðar Ólafssonar ehf. Sigurbjörg hafði unun af því að leggja vinnu til samfélagsins og vann þar ötult starf og mikið. Hún starfaði lengi fyrir Slysavarnarfélagið og Samkór Hornafjarðar en síðustu ár naut hún þess að syngja með kór aldraðra Gleðigjöfum. Sigurbjörg var sannkölluð húsmóðir enda var hún þekkt fyrir rómaðan mat, fallegt heimili og prjónalistaverkin sem hún vann af hendi eru ófá. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Hafnarkirkju þann 14. júní 2017 kl. 14:00.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Starfsmenn vantar í, heimilisfræðikennslu, sérkennslu og störf skólaliða við Grunnskóla Hornafjarðar frá og með 14. ágúst nk. Heimilisfræðikennari - 100% starf í heimilisfræðikennslu í 1. - 10. bekk. Sérkennari - 100 % starf í sérkennslu á báðum skólastigum. Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og eða reynslu til starfsins. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði og sé lausnamiðaður. Störf skólaliða - Um tvö störf er að ræða bæði á yngra stigi. Annað er 100 % starf með vinnutíma frá 7:50 – 16:00 en hitt 75% með vinnutíma frá 10:00-16:00. Starfið felst í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á heimasíðu skólans ásamt ferilskrá. http://gs.hornafjordur.is/media/gomul-gogn/ starfsumsokn,-eydublad.pdf Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskrar sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag, FOSS eða KÍ. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899-5609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is

Humarhátíðarnefnd óskar eftir sjálfboðaliðum til að sjá um humarsúpu í heimahúsum. Humarhátíðin skaffar allt hráefni, brauð og ílát. Áhugasamir hafi samband við Gunnar Inga í síma 899-1968.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. júní 2017

Framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla

Framkvæmdir við jarðvegsvinnu til undirbúnings nýrri leikskólabyggingu við Kirkjubraut 47 hófust þann 9. maí. Í gær þriðjudaginn 6. júní sl. sló Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fyrstu klemmuna á mót fyrir uppslátt sökkla og þar með telst bygging leikskólans hafin. Leikskólabörn og starfsfólk, ásamt formanni fræðslunefndar og nokkrum öðrum voru viðstödd athöfnina. Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að með þessu væri stigið stórt skref til umbóta í aðstöðu fyrir starfsfólk og börn á leikskólaaldri. Leikskólinn sem þarna mun rísa verður um 980 fermetrar að stærð, þar sem gert er ráð fyrir sex deildum og rými fyrir um 140 börnum. Með þessum nýja leikskóla mun öll aðstaða til leikskólastarfs verða eins og best verður á kosið og uppfylla nútímakröfur sem gerðar eru til húsnæði leikskóla. Hönnunin var unnin af arkitektastofunni Arkþing og verkfræðistofunni Mannvit. Unnið var að hönnuninni í samráði fulltrúa bæjarstjórnar og stjórnendur og starfsfólk leikskólanna einnig var kallað eftir hugmyndum foreldra. Aðalverktakinn er Karlsbrekka ehf. og eru verklok áætluð í júní 2018.

Starfsmenn vantar í félagsmiðstöð í haust

3

Hornafjörður Heilsueflandi samfélag. Vikuna 1. – 9. júní héldum við „Okkar eigin Hreyfiviku“ þar sem ýmsar tegundir hreyfingar voru kynntar. Þann 1. júní var kynning á hlaupaíþróttinni sem Helga Árnadóttir sá um. Veðrið var upp á sitt versta þennan dag, en ein manneskja mætti þó til Helgu og þar sem þetta voru jaxlar þá hlupu þær samt sem áður 4,5 km. Þann 2. júní var pása og hreyfivikan hélt áfram á mánudeginum 6. júní. Þá ætlaði Matthildur Ásmundardóttir að kynna stafgöngu. Því miður voru allir uppteknir þennan dag og enginn mætti. 7. júní var gönguhugleiðsla – jóga í boði Huldu Laxdal. Strandlengjan var gengin í frekar köldu veðri en 7 manns þar af tvö börn mættu í hressandi göngu. 8. júní var boðið upp á kynningu í strandblaki þar sem blakarinn Róbert Matthíasson kynnti og kenndi byrjunartakta í blakinu. Frekar kalt var í veðri en 3 fullorðnir og 5 börn mættu á svæðið. Á síðasta degi Hreyfivikunnar 9. júní átti að kynna nýjasta sportið hér á Hornafirði þ.e. Folf. En folf er frisbí golf og er nýbúið að standsetja völl í og við tjaldstæðið. Okkar eini sanni Gulli „FOLF“ Róbertsson ákvað að gefa okkur af tíma sínum og mætti galvaskur á slaginu kl. 16:00 við fyrstu holu/körfu. Hann varð því miður að láta í minni pokann og pakka saman þar sem engir sáu sér fært um að mæta. Okkar eigin Hreyfivika var eingöngu auglýst á vefmiðlum þ.e. á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar www.hornafjordur.is þar sem dagskrá vikunnar var kynnt. Einnig var póstað reglulega á facebooksíðu sveitarfélagsins. Þessi hreyfivika er bara byrjunin á öllu hinu sem koma skal í sambandi við Heilsueflandi samfélag og hvetjum við alla til að fylgjast vel með tilkynningum og fréttum svo við getum öll tekið þátt í viðburðunum. Ég vil að lokum þakka öllum leiðbeinendunum sem gáfu okkur af tíma sínum til að vera með kynningar í „Okkar eigin Hreyfiviku“ og jafnframt þeim sem sáu sér fært um að taka þátt. F.h Heilsueflandi samfélags, Herdís I. Waage

1. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar óskast í 50% starf.

Ábyrgðar- og starfssvið: Skipuleggur starf félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í samvinnu við Þrykkjuráð og tómstundafulltrúa. • Starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni. • Hefur samskipti við skóla, foreldra og félagasamtök vegna starfsemi félagsmiðstöðvar. • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.

2. Frístundaleiðbeinandi óskast í 30% stöðu í Þrykkjunni.

• Kemur að skipulagningu tómstundastarfs og starfar með börnum og ungmennum á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.

Umsækjendur þurfa að búa yfir ákveðinni festu, hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 27. júlí n.k.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra í netfangið; Ragnhildur@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8000.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Til sölu er Terhi 385 bátur, nýr Suzuki 6 hö. utanborðsmótor og ný bátakerra með handdrifnu spili. Upplýsingar gefur Óðinn í síma 899-1856

Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. júní. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn16. júní. Næsta skoðun 17., 18. og 19. júlí. Þegar vel er skoðað

Hjá okkur færð þú mikið úrval af fallegum og nytsamlegum gjöfum fyrir brúðkaup, stórafmæli eða önnur tækifæri. Áttu von á gestum ? eigum úrval af rúmum Verið velkomin

Húsgagnaval Símar: 478-2535 / 898-3664 Opið: Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00


markhönnun ehf

GRÍSARIF FULLELDUÐ BBQ ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

-35%

-30%

699

NETTÓ KJÚKLINGUR HEILL FERSKUR KR KG ÁÐUR: 798 KR/KG

694

SS LAMBALÆRI GRILLSAGAÐ FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

1.299

Hæ hó jibbí jey!

KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR 900 GR. KR PK

1.184

GREAT TASTE JARÐARBER 1 KG KR PK ÁÐUR: 399 KR/PK

299

-40% KJÖTSEL GRILL SVÍNAHNAKKI ÚRBEINAÐUR. ÓFROSINN. KR KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG

1.379

SNICKERS 10PK 355 GR. KR PK ÁÐUR: 499 KR/PK

399

-20%

ANANAS GOLD DEL MONTE KR KG ÁÐUR: 358 KR/KG

-50%

-25%

179

NESTLE KIT KAT 4PK 4 X 41.5 GR. KR PK

168

Tilboðin gilda 15. - 18. júní 2017

KINDER EGG 3 STK KR STK ÁÐUR: 398 KR/PK

299

-25%

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


NAUTALUNDIR ERLENDAR FROSNAR KR KG

LAMBAFRAMHRYGGJASNEIÐAR ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 2.498 KR/KG

2.999

1.998

-20%

-35% REYKT ÝSUFLÖK BEINLAUS M/ROÐI ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 2.545 KR/KG

1.654

GINA KAFFIPÚÐAR 50 STK KR PK ÁÐUR: 498 KR/PK

398

LYONS TOFFYPOPS 240 GR. KR PK ÁÐUR: 289 KR/PK

199

KJÖTSEL LAMBALÆRI KRYDDAÐ BLÁBERJA ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 1.598 KR/KG

1.390

PFANNER SAFI TRÖNUBERJA 1L KR STK ÁÐUR: 249 KR/STK

199

-20%

-31%

ÝSUBITAR 1 KG. ICE FRESH. KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

-30%

1.189

-20% CAPRI SONNE 330 ML KR STK ÁÐUR: 159 KR/STK

-38%

99

ORANGE & PEACH

MULTIVITAMIN

MANGO MARACUJA

KIRSUBER GRANAT

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Ísafjörður · Selfoss


6

Fimmtudagurinn 15. júní 2017

Eystrahorn

17. júní í Nesjum

17. júní hátíðarhöld á Höfn

11:00 Kvennahlaupið frá sundlaug Hafnar. 14:00 Skrúðganga leggur af stað frá N1 á hóteltúnið þar sem hátíðarhöldin fara fram að lokinni skrúðgöngu. Lúðrasveitin leikur að venju í skrúðgöngunni og fánaberar eru fyrirliðar meistaraflokka Sindra í knattspyrnu. 15:30 Fjölskyldufjör hjá Hafnarkirkju – ratleikur, glens og gaman. Dagskrá á Hóteltúni Ávarp fjallkonu Sigrúnar Birnu Steinarsdóttur Ávarp nýstúdents Hafdísar Láru Sigurðardóttur Söngatriði – Salóme Morávek Fimleikasýning Leikskólabörn taka lagið Grillaðar pylsur – sjoppa á staðnum – vatnsrennibraut – andlitsmálun – leikir kassaklifur – hestar

Viltu vera með?

Vilt þú, þitt fyrirtæki eða þín félagasamtök taka þátt hátíðarhöldunum Höfn 120 ára á Humarhátíð?

Litlum sölubásum verður komið fyrir í miðbænum þar sem einstaklingum, samtökum eða fyrirtækjum gefst tækifæri á því að kynna eða selja sína vöru. Frekari upplýsingar gefur : Eyrún Helga Ævarsdóttir Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Sími: 4708052 / 8966774 eyrunh@hornafjordur.is

UMF. Máni heldur árlega þjóðhátíðarskemmtun 17. júní. Dagskrá verður með svipuðu móti og undanfarin ár, þ.e. leikir og gönguferð sem ætti að henta öllum. Við leggjum af stað frá Mánagarði klukkan 13:00. Allir velkomnir.

Stjórn UMF. Mána Kvennahlaupið Kvennahlaup ÍSÍ 17. júní

Hlaupið verður frá Sundlaug Hafnar kl. 11:00, létt upphitun fyrir hlaup. Hægt er að velja um 2,5 eða 5 km hlaup. Þátttökugjöld eru 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri. Forsala er í sundlaug Hafnar og frítt er í sund fyrir þátttakendur

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu Innritun nýnema skólaárið 2017-2018 stendur yfir. Síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 22. ágúst. Umsækjendur sækja um í gegn um íbúagátt bæjarfélagsins eða www.hornafjordur.is (þjónusta, tónskóli). Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460, inn á heimasíðu skólans og tonskoli@hornafjordur.is Skólastjóri


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. júní 2017

SINDRAFRÉTTIR Meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna er á blússandi siglingu þessa dagana og eru þær í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni með markatölunni 9-2. Chestley Strother, Phoenetia Browne, og Shameeka Fishely hafa skorað þrjú mörk hver fyrir Sindra og hin bráðefnilega Salvör Dalla Hjaltadóttir hefur skorað eitt mark. Strákarnir okkar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í deildinni og sitja þeir sem stendur í 11. sæti eftir að hafa gert þrjú jafntefli, en næstu lið eru ekki langt undan svo þeir eru langt frá því að missa af lestinni og get ameð einum sigri komið sér upp töfluna. 6. flokkur karla lék á Pollamóti Austur- og Norðurlands miðvikudaginn 7. júní og gekk þeim vel en þeir unnu þrjá leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik.

Hótel Höfn einn aðalstyrktaraðili ungmennafélagins Sindra

Ungmennafélagið Sindri og Hótel Höfn hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður 6. júní síðastliðinn af Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, og Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar að viðstöddum forsvarsmönnum flestra deilda og Vigni Þormóðssyni stjórnarformanni Hótels Hafnar ehf. Samningurinn er viðamikill og hlýtur Sindri veglega styrki frá Hótel Höfn sem ná til allra deilda félagsins. Ekki er þörf á að fjölyrða um mikilvægi þessa samnings fyrir Sindra og ríkir mikil ánægja með niðurstöðuna af hálfu beggja aðila sem hlakka til samstarfsins næstu árin.

Næstu leikir á heimaleikir 2. deild karla 16. júní kl. 16:30 Sindri - Víðir 5. flokkur karla 21. júní kl. 17:00 Sindri/Neisti - Völsungur 3. flokkur karla 19. júní kl. 15:00 Sindri – Haukar 3. flokkur kvenna 21. júní kl. 18:00 Sindri/Neisti - Austurland

Félagsmót Hornfirðings 2017

Verður haldið laugardaginn 24. júní. Keppnisgreinar: • Pollaflokkur (skráning á staðnum) • Barna- unglinga- og ungmennaflokkur • A og B-flokkur gæðinga • Tölt • Unghrossaflokkur, hross fædd 2013 og 2013 (4. og 5. vetra) • Kappreiðar, 100m skeið og 300m stökk. Ath ! Allar keppnisgreinar eru opnar fyrir hesta og knapa frá öðrum hestamannafélögum. Skráning á www.sportfengur.com / senda greiðslukvittun á netfang: lenam@hornafjordur.is Skráning lýkur fimmtudaginn 22. júní kl. 20:00 Skráningargjald kr. 3.500,-

Nánari upplýsingar tímasetningar og dagskrá birtast á www.hornfirðingur.is og Facebookarsíðu Hestamannafélagsins Hornfirðings, þegar nær dregur.

7


Útboð endurbætur á fráveitu, jarðvinna og lagnir Nesjahverfi Verkið felst í því að endurnýja lagnir í og við götu við Hæðargarð og Hraunhól í Nesjahverfi. Um er að ræða nýjan lagnaskurð fyrir nýjar skólp- og regnvatnslagnir sem eiga að leysa núverandi skólp- og regnvatnslagnir af hólmi. Núverandi skólp og regnvatnslagnir liggja gangstéttarmegin við kantstein gatnanna og því að hluta undir gangstétt. Áður en verktaki grefur lagnaskurðinn þarf hann að rífa klæðningu snyrtilega af þeim hluta götunnar sem að lagnaskurður er í. Einnig felst verkið í því að útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda í kringum þær og endurnýja heimæðar skólps og regnvatns út fyrir götur og tengja nýjar lagnir í heimæðar við þær gömlu. Síðan þarf verktaki að koma fyrir nýjum niðurföllum í göturnar og tengja við nýja regnvatnslögn. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Rif og förgun á klæðningu 1.000 m² Gröftur og fylling 2.000 m³ Fráveitulagnir 300 m Regnvatnslagnir 350 m Brunnar 24 stk. Niðurföll 13 stk. Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Gunnlaug Róbertsson á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti í netfangið utbod@hornafjordur.is, nauðsynlegt er að gefa upp um hvaða gögn er beðið um og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin afhent rafrænt. Útboðsgögn má einnig nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með miðvikudeginum 14. júní 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 29. júní 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 24. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 fyrir utan Landsbankann. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans.

Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

ATVINNA Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða 51% starf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir karlmann. Helstu verkefni: Afgreiðsla, þrif og almennt eftirlit með gestum og húsinu. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968. Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 30. júní. 2017 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27. 780 Höfn. Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.