23. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 9. júní 2016

23. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Ingólfur Ásgrímsson heiðraður á sjómannadaginn Byrjaði sem messagutti Eftir skyldunám í grunnskólanum réði ég mig 15 ára gamall sem messagutta á Dísarfellið sem var í Evrópusiglingum. Ég fór um borð í Reykjavík en endahöfnin áður en við lögðum í siglinguna til útlanda var Stykkishólmur. Ég skal játa að mig langaði þá að stökkva frá borði, leist ekkert á blikuna, var sjóveikur en strákarnir voru góðir við mig og þetta gekk allt vel. Eftir þetta ævintýri réði ég mig á Hvanney SF um sumarið sem hálfdrættingur á móti Ásbirni rakara en pabbi hans var vélstjóri um borð og Kristgeir Jónsson skipsstjóri. Er þar áfram næstu tvö sumur sem fullgildur sjómaður en haustið 1963 ræð ég mig á Jökulfellið sem var í Ameríkusiglingum. Sumarið eftir fæ ég pláss hjá Tryggva Sigjónssyni á Ólafi Tryggvasyni SF sem þá var nýlegur og þótti flottur stálbátur. Um haustið þ.e. 1964 liggur svo leiðin í stýrimannaskólann og ég útskrifaðist úr farmannadeild 1967. Sumrin meðan ég var í skólanum var ég með Óskari Valdimarssyni á Gissuri hvíta SF og tvö sumur á Dagnýu SF hjá Vilhjálmi Antoníussyni. Eftir stýrimannaskólann ræði ég mig um haustið á Akurey SF hjá Hauki Runólfssyni. Þessir karlar voru góðar fyrirmyndir og þarna fékk ég svo sannarlega góðan skóla og lærdómsríka reynslu hjá þessum öðlingum.

Á sjómannadaginn var að venju heiðraður sjómaður og að þessu sinni varð fyrir valinu Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri. Hann var til sjós í 44 ár á ýmsum bátum frá Hornafirði, lengst af sem skipstjóri. Ingólfur fór í land árið 2004 en hefur sinnt ýmsum störfum hjá Skinney-Þinganesi eftir það en hann er einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Skipverjar sem voru með honum til fjölda ára bera honum vel söguna. Ingólfur er giftur Siggerði Aðalsteinsdóttur frá Höfn og eiga þau fjögur börn, 15 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Það má geta þess að börn þeirra koma mikið við sögu fyrirtækisins í dag m.a. er Ásgrímur skipstjóri á uppsjávarskipinu Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteinn er forstjóri þess og Guðrún fjármálastjóri en Margrét er leikskólastjóri. Í viðtali ritstjóra við Ingólf rifjaði hann upp í stuttu máli sjómannsferilinn; „ Ég er fæddur á Vopnafirði 7. janúar 1945 en flyt með foreldrum mínum þeim Ásgrími Halldórssyni og Guðrúnu Ingólfsdóttur og systkinum til Hornafjarðar átta ára gamall árið 1953. Við sigldum með strandferðaskipinu Herðubreið sem þá var í siglingum kringum landið og man vel eftir siglingunni inn til Hornafjarðar. Þá var siglt inn Mikleyjarálinn og norður fyrir Álaugarey. Lænan milli Óslands og Álaugareyjar var ódýpkuð á þeim tíma og ófær. Við bjuggum í Kaupfélagshúsinu og stutt út á bryggju þar sem við strákarnir vorum í miklu návígi við sjómennina, vinnu þeirra í landi og fylgdumst með aflabrögðum.

Stofnuðum útgerðafélagið Skinney Kaflaskipti verða hjá mér vorið 1968 er útgerðafyrirtækið Skinney var stofnað en með mér stóðu að því Ásgrímur faðir minn og Birgir Sigurðsson sem lengi var farsæll skipstjóri hér á Hornafirði. Við keyptum Steinunni SF og var ég stýrimaður þar með Birgi þar til ég tek við sem skipstjóri 1971. Við fáum svo nýja Steinunni 1972 sem ég er skipstjóri á til ársins 1995. Við fórum með Steinunni til Noregs 1975 þar sem hún var lengd. Það tók tvo til þrjá mánuði og svona til gamans má geta þess að þegar Siggerður kom í heimsókn í um tvær vikur þurftum við að láta okkur nægja að sofa undir borðinu í matsalnum. Árið 1995 kaupum við svo uppsjávarskipið Jónu Eðvalds frá Skotlandi og er ég þar um borð sem skipstjóri þar til ég fer í land 2004. Jóna Eðvalds var fyrsta íslenska uppsjávarskipið sem útbúið var með kælitönkum til að bæta alla

meðferð aflans. Árið 1999 verður svo sameining þriggja fyrirtækjanna Skinney, Þinganess og Borgeyjar í öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi og er sífellt að leita leiða til að auka verðmæti framleiðslunnar um leið og fyrirtækið tekur þátt í fjölmörgum samfélagslegum verkefnum í héraðinu með ýmsum stuðningi.

Farsæll en reynt ýmislegt Jú, ég tel mig hafa verið heppinn og farsælan. Ósinn gat verið erfiður sérstaklega vegna þess að við höfðum engar upplýsingar t.d. um ölduhæð eins og nú er. En auðvitað kemur eitthvað fyrir á löngum ferli og ýmsir atburðir hafa haft mikil áhrif á mann. Þar er minnisstæðast Sigurfaraslysið en við vorum næsti bátur í Ósinn og urðum vitni að því hörmulega slysi. Sjálfur lenti ég í slysi 1975 en þá var ég á loðnutrolli á Steinunni og fékk bómuna í skrokkinn af töluverðu afli. Það var farið með mig í sjúkrabörum til Kjartans læknis. Þegar þangað kom sagði ég við hann; „Ég má ekkert vera að þessu ég þarf að fara á sjóinn í kvöld“. Það stóð ekki á svari hans; „Blessaður farðu ef þú getur“ en það var farið með mig í sjúkrabörum heim og ég átti í þessu í rúman mánuð. Það hafa orðið gífurlegar breytingar á þessum árum í öryggismálum, aðbúnaði sjómanna, meðferð afla og tækninýjungar í skipum og veiðafærum. Radarinn í elstu Steinunni var oft bilaður og við þurftum að notast við landmið æði oft. Sömuleiðis gátu reknetin verið erfið þegar síldin var elt alveg upp í fjörur. Maður er þakklátur fyrir velgengnina og öllu því góða fólki sem maður hefur átt samleið með þessi ár.“

Mynd tekin 1961, Ingólfur er fremst á myndinni

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.