Eystrahorn 23.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 22. júní 2017

23. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Komið að tímamótum - þakka fyrir mig Tæp átta ár eru síðan ég endurvakti útgáfu Eystrahorns. Þá tók ég fram að um þriggja mánaða tilraunaútgáfu væri að ræða. Það hefur teygst á þessum þremur mánuðum sem eru að verða átta ár. Með miklu aðhaldi, þar sem blaðsíðufjöldi hefur verið miðaður við tekjur, hefur þetta gengið. Nú er komið að tímamótum og þetta tölublað er það síðasta sem ég sendi frá mér. Ég er sáttur við að draga mig í hlé, sérstaklega þar sem ég hef fundið fólk til að taka við. Yngra fólk sem ég treysti vel og bind vonir við vegna þess að það hefur meiri möguleika til að breyta og efla útgáfuna með kunnáttu sinni og jafnvel nýta upplýsingatæknina betur. Mörgum ber að þakka eftir þennan tíma; svo mörgum að ég verð að sleppa því að telja þá alla upp. Öllum sem ég hef átt samskipti við og samvinnu færi ég þakkir sem og lesendum og vildaráskrifendum sem geta nú hætt greiðslum. Ég er þakklátur fyrir hvað starfsemin hefur almennt gengið vel fyrir sig. Ég óska, Tjörva og Guðrúnu Ásdísi, nýjum útgefendum velfarnaðar og vona að einstaklingar, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki standi við bakið á útgáfunni áfram eftir sumarhlé. Albert Eymundsson

Þessi hafa aðstoðað og tekið mestan þátt í útgáfunni f.v. Heiðar Sigurðsson, Tjörvi Óskarsson, Guðlaug Hestnes, Maríus Sævarsson, Ásta Ásgeirsdóttir, Albert Eymundsson, Sævar Þór Gylfason, Sigríður Arna Ólafsdóttir, Örn Arnarson og Jón Gunnar Gunnarsson.

Lífæðin

Útgáfu bókarinnar Lífæðin, eftir þá Pepe Brix og Arnþór Gunnarsson, var fagnað í Skreiðarskemmunni laugardaginn 10. júní. Fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn þar sem aðdragandi útgáfunnar var rakinn og ljósmyndum eftir höfundinn varpað upp á vegg. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Birni Lúðvík Jónssyni (Lúlla) en það vildi þannig til að hann kemur tvívegis fyrir í bókinni. Fyrst á eldri mynd eftir frænda sinn Sigurð Eymundsson í Framnesi, þá ungur að árum á síldveiðum norður fyrir landi. Síðar í bókinni birtist hann á einum af myndum Pepe, þá meira en hálfri öld síðar, við vinnu í veiðafæragerð Skinneyjar – Þinganess. Sannarlega góður fulltrúi þess fólks sem bókin er tileinkuð, sjómönnum og landverkafólki á Hornafirði í gegnum tíðina. Andri Þorsteinsson spilaði á harmonikku við upphaf viðburðarins og þau Salome Morávek, Birkir Þór Hauksson og Þorkell Ragnar Grétarsson spiluðu síðan nokkur lög í lokin. Bókin er gefin út af Forlaginu í samvinu við Skinney-Þinganes. Bókin er nú fáanleg í Gömlubúð, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Þórbergssetri og Skaftafellsstofu.

Samtímaljósmyndun á Humarhátíð

FÍSL2017 nefnist stór ljósmyndsýning á vegum Félags Íslenskra samtímaljósmyndara sem opnuð verður í Miklagarði um Humarhátíðarhelgina. Sýningin verður í 4-5 rýmum hússins og þar sýna 22 listamenn nýleg verk ásamt verkum í vinnslu. FÍSL2017 verður opnuð föstudaginn 23. júní kl. 16:00. Á opnuninni munu Biggi Hilmars og María Kjartans flytja nokkur lög af plötu sinni sem væntanleg er seinna í sumar en María á auk þess verk á sýningunni. Einn Hornfirðingur, Sigurður Mar, er meðal sýnenda á FÍSL. Þar sýnir hann myndir sem eru hluti af verki í vinnslu sem hann kallar Ær. Í þessu verki veltir hann fyrir sér samskiptum mannsins og sauðkindarinnar og þeim sess sem þessi skepna hefur haft hjá Íslendingum í gegn um aldirnar. Sigurður sækir áhrif og viðfangsefni djúpt í menningu og sögu þjóðarinnar og síðasta verkefni hans, Sögur er byggt á sama grunni. Það eru fleiri tengingar við Hornafjörð á FÍSL2017 því Hallgerður Hallgrímsdóttir og Inga Sólveig Friðjónsdóttir hafa báðar átt heima á Höfn um tíma og eru í hópi þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni. FÍSL2017 verður opin til 13. ágúst.


2

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Eystrahorn

Kaþólska kirkjan

Sunnudaginn 25. júní Messa kl. 12:00

Þakkir Hjartans þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samhug og stuðning við fráfall okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu

Sigurbjargar Karlsdóttur Ólafur Björn Þorbjörnsson Þórunn, Sigurður, Karl Guðni, Bylgja og Bára Sigurbjörg Ólafssbörn, tengdabörn og barnabörn.

5 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu á Hornafirði eða nágrenni. Reyklaus og reglusöm. Skilvísum greiðslum heitið. Jónína 869-9332

Eystrahorn Bestu þakkir til vildaráskrifenda. Vinsamlega hættið að greiða inná reikning blaðsins.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Umhverfisviðurkenning Umhverfisnefnd auglýsir eftir tilnefningum, einstaklingi(um), félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki og lögbýlum til sveita, sem hefur með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúru og umhverfi að eðlilegum þætti í störfum sínum og rekstri eða hefur á annan hátt lagt mikið af mörkum til verndunar náttúru og umhverfis. Frestur til að tilnefna er til 14. ágúst, tilnefningum skal skila á skrifstofu Ráðhússins Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði eða á netfangið bryndis@hornafjordur.is Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

3

Námskeið í raf- og tölvutónlist

Listin sem hvergi er kennd er heiti námskeiðs í raf og tölvutónlist sem Sigurður Páll Árnason stendur fyrir á Höfn. Siggi Palli, eins og hann er jafnan kallaður, er tölvutónlistarmaður, hann er með gráðu í Music production and technology frá Berklee í Boston, lagði stund á klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur og lauk þar efsta stigi, hann hefur kennt tónmennt við Grunnskóla Hornafjarðar í vetur ásamt myndlist við FAS. Raf- og tölvutónlist er ein vinsælasta tónlistin á vesturlöndum í dag og er notuð í Rapp og R&B tónlist eins og allir vita, en einnig í flestum öðrum tegundum tónlistar, það vita færri. Á námskeiðinu verða meðal annars farið í grunn hugtökin og tæknin útskýrð. Það verða búin til sample hljóðfæri sem verða notuð til að búa til lag og í lokin verður sýning á afrakstrinum. Námskeiðið er fyrir fólk á aldrinum 15 - 25 ára og eru stelpur, jafnt sem strákar, hvattar til að skrá sig. Námskeiðið kostar 5000 kr. Námskeiðið stendur í 10 vikur. Kennt verður einu sinni í viku, eina og hálfa klukkustund í senn. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 05.07.2017 klukkan 17:00. Kennt verður í stofu 202 í FAS. Nemendur verða að koma með eigin fartölvu á námskeiðið en fá aðgang að þeim forritum sem notuð verða, Reason og Ableton Live. Verkefnið ,,Listin sem hvergi er kennd” er styrkt af menningarsjóði SASS og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. Skráning og frekari upplýsingar á netfangið siggipalli@siggipalli.com eða í síma 898-8075. Skráning er til föstudagsins 30. júní.

Kvensjúkdómalæknir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á heilsugæslunni föstudaginn 30. júní. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga milli kl. 8-16.

Laugardagurinn 24. júní Vegna 120 ára afmælis Hafnar mun sveitarfélagið Hornafjörður bjóða upp á ýmsa viðburði á Humarhátíðinni bæjarins í ár. Kl. 11:00 -12:30 Sögu ganga. Hulda Laxdal mun leiða þátttakendur um sögusvið upphafs sveitarfélagsins. Brot úr sögu Hafnar og er mæting er við Gömlubúð. Kl. 13:00 -17:00 Föndrað verður í listasalnum í Svavarssafni.Þemað er litríkt með áherslu á appelsínugult. Foreldrar og börn vinna saman í að föndra t.d. humarklær, blóm, grímur, furðuverur og fugla. Tilvalið að taka hluta afrakstursins með sér heim til að nota sem skraut yfir hátíðina. Hanna Dís Whitehead safnvörður og hönnuður leiðir smiðjuna. Sýning á hluta af afrakstrinum verður hengd upp jafnóðum í glugganum í Ástustofu og mun hún standa út vikuna. Sölubásar verða á Kúadellunni og götustemming í tilefni afmælis Hornafjarðar munu buffum og pokum vera útdeilt um svæðið á meðan birgðir endast. Viðburðirnir eru haldnir á vegum sveitarfélagsins í tilefni af 120 ára afmæli Hafnar. Eyrún Helga Ævarsdóttir Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Selbakki ehf. leitar eftir starfsfólki í kúabú þess í Flatey í Hornafirði. Á búinu eru að jafnaði 240 mjólkandi kýr en heildarfjöldi gripa með kvígum og geldum kúm eru að jafnaði um 500. Flatey er við þjóðveg 1, í um 40 km. fjarlægð vestur af Höfn í Hornafirði, sem er næsti þéttbýliskjarni. Samgöngur til og frá Flatey eru greiðar árið um kring. Í Flatey er stórkostlegt útsýni til fjalla og jökla og stutt í einstakar náttúruperlur.

Um framtíðarstörf er að ræða Starfið felur í sér öll almenn bússtörf, s.s. umhirða kúa, jarðvinnslu, vinnu við heyskap, dagleg umhirða véla og tækja og önnur störf sem tilfalla á búinu. Kostur er að viðkomandi hafi lokið búfræðinámi og hafi reynslu af vinnu við kýr. Jafnframt er kostur að viðkomandi hafi færni og áhuga á viðhaldi og umhirðu véla.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Húsnæði í boði. Æskilegt að viðkomandi hefji störf frá og með 1. september nk.

Umsóknum skal skilað til Birgis Freys Ragnarssonar, bússtjóra, á netfangið selbakki@sth.is. Birgir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 868-4590.


4

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Eystrahorn

Sorpmál – niðurstaða eftir útboð

Eftir umræður og samninga við lægstbjóðanda, sem er Íslenska gámafélagið ehf, er komin niðurstaða í hvernig sorpmálum sveitarfélagins verður háttað sem snýr að heimilum. Í sveitarfélaginu eru um 460 heimili í þéttbýli og 130 heimili eru í dreifbýli. Í þéttbýli verða þrjú ílát við hvert heimili. Tvær 240L tunnur verða við hvert heimil. önnur fyrir óflokkað almennt sorp, hin fyrir endurvinnanlegt. Ílát 30-40L undir lífrænan úrgang verður haft ofan í tunnu fyrir almennt sorp. Lífrænum úrgangi verður safnað tvisvar sinnum í mánuði yfir sumartíma og 1 sinni í mánuði yfir vertartíma. Í dreifbýli verða tvö ílát við hvert heimili. Óflokkað almennt sorp fer í 240L tunnu og allt endurvinnanlegt í 660L ílát. Lífrænt sorp er sett í jarðgerðartunnu. Íbúum í dreifbýli verður í sjálfsvald sett hvort þeir taki jarðgerðartunnu. Þeim verður þó ekki heimilt að setja lífrænt í almennu tunnuna. Íslenska gámafélagið ehf. mun sjá um hirðingu sorps frá heimilum í þéttbýli og dreifbýli ásamt

móttöku sorps frá fyrirtækjum og stofnunum, flokkun sorpsins og ráðstöfun þess. Verktakinn sér einnig um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar og meðhöndlun lífræns úrgangs. Verktakinn sér líka um rekstur og umsjón með urðunarstaðnum í landi Fjarðar í Lóni. Þessi breyting mun verða 1. ágúst 2017. Þar sem um breytingar á sorphirðu og flokkun er að ræða verða breytingarnar kynntar fyrir íbúum. Íslenska gámafélagið ehf mun sjá um kynningar fyrir íbúa í nánu samstarfi við sveitarfélagið. Haldinn verður kynningarfundur ásamt því að útbúinn verður bæklingur sem borinn verður á hvert heimili. Í bæklingnum verður farið yfir flokkun og hirðingu á sorpi og útskýrt hvernig kerfið mun virka. Upplýsingar verða settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins með spurningum og svörum varðandi flokkun og sorphirðu. Þar mun íbúum einnig gefast kostur á að senda inn fyrirspurnir og fá svar við þeim. Kynningafundir verða auglýsir síðar.

Sjálfsafgreiðsla fyrir endurvinnslusorp er opin utan opnunartíma móttökustöðvarinnar hér eftir sem hingað til við Gáruna. Í umræðunni er að koma upp fleiri móttökustöðvum, eða gámaportum í dreifbýli. Fyrirmyndin sem verið er að skoða er sambærileg og sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu hafa. Þetta eru gámaport sem hafa takmarkaðan opnunartíma ef einhver vill losa sig við eitthvað magn, en gönguhlið sem gerir það aðgengilegt allan sólarhringinn í sjálfsafgreiðslu að koma með allt smávægilegt og flokka í rétta gáma. Með þessum breytingum á sorphirðu nást vonandi fram þau markmið sem umhverfisnefnd, bæjarráð og bæjarstjórn hefur haft að leiðarljósi. Það er að auka endurnýtingu úrgangs, minnka urðun, uppfylla ítrustu kröfur í úrgangsmálum og hafa áfram góða þjónustu við íbúana. Sæmundur Helgason formaður umhverfisnefndar

Hornaflutningar Kynningarfundur um skipulagsmál

Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna nýs tengivirkis í Öræfum verður haldinn mánudaginn 26. júní 2017 kl. 12:00 í Hofgarði í Öræfum. Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

-Ný þjónusta við Hornfirðinga og nærsveitunga-

Humarhátíð á Hótel Höfn Ósinn verður opinn frá kl 12:00 – 23:00 dagana 23.-25. júní Endilega komið og prófið nýja matseðilinn okkar.

„Þessi þjóunsta er ekkert frábrugðin þeirri þjónustu sem er verið að bjóða víða á landinu þar sem kúnninn getur verslað í hvaða búð sem er á höfuðborgarsvæðinu og við einfaldlega förum og sækjum vöruna og komum með hana heim að dyrum hvort sem það er á Höfn eða sveitum hér í kring. Við kappkostum persónulega og góða þjónustu við kúnnana okkar.“ Sagði Árni Már Andrésson sem býður uppá þessa þjónustu ásamt unnustu sinni Eyrúnu Jónsdóttur. „Eins og staðan er í dag þá förum við tvær ferðir á viku milli Reykjavíkur og Hafnar á mánudögum og fimmtudögum en með tímanum vonumst við til með að geta aukið þjónustuna.“

JM hárstofa verður lokuð eftirfarandi daga í sumar, 3. júlí, 13. og 14. júlí og 8.-11. ágúst . Ellý María verður í sumarfríi 3. júlí -11. ágúst og Jóna Margrét 8.-25. ágúst.


Humarhátíð 2017

Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Dagskrá

Fimmtudagurinn 22. júní 09:00-19:00 Skreiðarskemman Menningarmiðstöð Hornafjarðar 09:00-19:00 Verbúðin / Mikligarður Hornafjarðarsöfn 18:00 19:00

Hleinin Humarlokur á Hóteltúninu

Brekkusöngur Ingó Veðurguð á Hóteltúninu Í boði Hótels Hafnar

Föstudagurinn 23. júní 09:00-19:00 Skreiðarskemman

Menningarmiðstöð Hornafjarðar 09:00-19:00 Verbúðin / Mikligarður Menningarmiðstöð Hornafjarðar 09:00-15:00 Listasafn í Ráðhúsinu 10:00-18:00 Listastofan Rún að

Hafnarbraut 34

13:00-15:00 Pulsupartí við Húsasmiðjuna í boði Húsasmiðjunnar 16:00 Söngvastund

Hvítasunnusafnaðarins

16:00-18:00 Félag íslenskra

samtímaljósmyndara Ljósmyndasýning í Mikligarði 17:00

Heimatjaldið opnar sjá dagskrá á Facebook Allir velkomnir að taka þátt!

18:00-20:00 Humarsúpa um allan bæ í boði Skinneyjar-Þinganess 19:30-21:00 Guggurnar - Heimatjaldið - Sjá

nánar dagskrá tjaldsins á facebook

20:00

Tónleikar í íþróttahúsinu “Í Gegnum Tíðina”

22:00

Dansleikur að hætti Karlakórsins í Sindrabæ

STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2017

5


Fimmtudagurinn 22.STOLTIR júní 2017 STYRKTARAÐILAR

6

Laugardagurinn 24. júní 08:00

Humarhátíðar mót í golfi á Silfurnesvelli 09:00

HUMARHÁTÍÐAREystrahorn 2017

Félagsmót Hornfirðings 2017 á Stekkhóli

09:00-19:00 Skreiðarskemman Hornafjarðarsöfn 09:00-19:00 Verbúðin / Mikligarður

Menningarmiðstöð Hornafjarðar 10:00-12:00 Frítt í Sundlaug Hafnar 11:00

Hornafjarðarmanni í Nýheimum

11:00-12:30 Hulda Laxdal “Brot úr sögu Hafnar”

söguganga frá Gömlubúð

12:00-18:00 Félag íslenskra samtímaljósmyndara Ljósmyndasýning í Mikligarði 13:00-14:30 Heimtjaldið opnar - Pokastöðin,

pokasaumur í Heimatjaldinu, gamlir bolir og efni óskast!

13:00-17:00 Litrík Listasmiðja í Svavarssafni

Ráðhúsinu

13:00-17:00 Hlussubolti (bubble ball) við íþróttasvæði 13-00-17:00 Listasafn í Ráðhús 13:00-17:00 Hoppukastalar við íþróttasvæði

í boði Þriftækni 13:00

Kassabílarallý að Hafnarbraut 15 í boði Landsbankans 14:00-17:00 Listastofan Rún, Hafnarbraut 34 14:00

Karnival-leiktækivið íþróttasvæði

HM í HM

verður í NÝHEIMUM sunnudaginn 24. júní kl. 11:00 Þátttökugjald 1000,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Knattspyrnudeild Sindra

14:30 Söngvakeppni í íþróttahúsinu í boði Nettó 15:00

Kúadellulottó við íþróttasvæði

15:30

Söngvaborg barnaskemmtun í íþróttahúsinu 16:00-17:00 Guggurnar - Heimatjaldið

Sjá dagskrána á Facebook.

20:15

Bryggjujóga við Óslandsbryggju

21:00

Sólstöðublót í Ósland

21:00

Unglingaball í Nýheimum

23:00-01:00 Villi Magg trúbardor í

Heimatjaldinu 00:00

Dansleikur í íþróttahúsinu

A17N:00NA HUDEAGIMfrAá M LD JA tTJiT . kl eURmÐIm sVIk ST R Í ALDINU FÖ ÐB 0

á kl. 13:00-01:0 u með! og LAUGARDAG fr cebook og vertðarsvæðinu fylgstu með á fast aðsett á hátí tjaldið verður PS. Tjaldið er á vegum heimama nna, allra þeirra sem vilja ver með! Þitt framlag væ a ri vel á einn eða annan hát t. Viltu vera með atriði eða styðjaþegviðiðvið bur ðin n. Hljó ðke rfi á staðnum. Hafðu samband; Guðrún Stu rlaugsd. s.867-6604

- heimatjaldið -

Sérstakar þakkir til allra sem lögðu til heimili sín og garða fyrir humarsúpu.


Eystrahorn

Sunnudagurinn 25. júní

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

7

09:00-19:00 Skreiðarskemman

Menningarmiðstöð Hornafjarðar 09:00-19:00 Verbúðin / Mikligarður Menningarmiðstöð Hornafjarðar 10:00-12:00 Frítt í Sundlaug Hafnar 12:00 Frjálsar íþróttir á Sindravelli 13-00-17:00 Listasafn í Ráðhúsi, sýning á afrakstri Litríkrar Listasmiðju 14:00 Leiksýningin XX í Sindrabæ 14:00-17:00 Listastofan Rún, Hafnarbraut 34 14:00 Íþróttaálfurinn í íþróttahúsinu í boði N1 15:00 BMX Bros við íþróttasvæði í boði Skinney-Þinganes ÍÞRÓTTAÁLFURINN Í BOÐI

Sunnudaginn 25. júní kl. 14:00 í íþróttahúsinu

ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM GÓÐAN STUÐNING VEGNA HUMARHÁTÍÐAR 2017 Neyðarþjónusta Sveins SBA-Norðurleið South East ehf. Deloitte ehf Veitingahúsið Zbistro Ögmund ehf verkstæði

Málningarþjónusta Hornafjarðar

Húsgagnaval

Milk Factory Guesthouse

Rósaberg ehf

Jaspis Fasteignasala

Iceguide

Humarhöfnin

Afl Starfsgreinafélag Austurlands

Bílaleiga Akureyrar-Höldur ehf

Bílaverkstæði Gunnars Pálma

Lögmannsstofa Auðuns Helgasonar

Sólning hf

Glacier Trips ehf

KPMG

STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2017 Þingvað ehf

byggingaverktakar

Alltaf til staðar


Forsala í sundlauginni til 23. júní - Miðaverð í forsölu 3.000,-


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Sindrafréttir Sindramenn tóku á móti Víði frá Garði síðastliðið föstudagskvöld. Skemmst er frá því að segja að liðið fékk á sig 5 mörk annan leikinn í röð og var því ekki að spyrja að leikslokum. Sindramenn náðu hins vegar að skora 3 mörk og hefðu getað skorað fleiri því tækifærin vantaði ekki. Það var Nedo Eres sem sá um að skora fyrir Sindra að þessu sinni og skoraði hann tvö markanna úr víti og eitt með fínu skoti utan af velli en hann var valinn maður leiksins. Sindramenn sitja nú á botni deildarinnar en það er nóg eftir af tímabilinu og vonandi bjartari tímar framundan!

Pálmi, Hallur Geir Heiðarsson Rekstrearstjóri Nettó fyrir hönd Nettó og Gísli Már Vilhjálmsson frá Sindra skrifa undir samning í Nettó Höfn.

Undanfarin ár eða allt frá því að Samkaup hófur hér verslunarrekstur hefur fyrirtækið og Nettó á Hornafirði styrkt UMF. Sindra á ýmsan hátt. Nýlega var endurnýjaður samningur sem gerir ráð fyrir góðum stuðningi áfram sem er mikilvægt fyrir félagið. Við það tækifæri lýstu aðilar yfir ánægju sinni með samstarfið sem hefur reynst farsælt og gott gegnum árin.

Ungmennafélagið Sindri og Olís hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára og var samningurinn undirritaður á kvennadaginn 19. júní sl. af Páli Róberti Matthíassyni frá Olís á Höfn og Ásgrími Ingólfssyni formanni umf. Sindra. Olís kemur til með að styrkja Sindra um veglega peningafjárhæð á hverju ári auk þess sem einstaklingar geta skráð ÓB-lykilinn sinn á umf. Sindra og þá fær félagið 2 kr. af hverjum seldum lítra. Félaginu er gríðarlega mikilvægt að fá svona veglegan stuðning og við getum gert enn betur með því að skrá ÓBlykilinn á Sindra og styrkja þar með félagið okkar.

Flottur árangur fimleikaiðkenda

Fimleikadeild Sindra hélt innanfélagsmót fyrir 1. -10. bekk þann 17. maí síðastliðinn og tóku alls 58 keppendur þátt að þessu sinni. Fimleikadeildin færði öllum iðkendum viðurkenningu fyrir veturinn sem var gjafabréf í Íshúsið, og færum við Íshúsinu þakkir fyrir velvild í garð deildarinnar. Að venju voru veitt verðlaun fyrir eftirtektarverða frammistöðu í vetur að mati þjálfara. Króm & Hvítt er dyggur styrktaraðili innanfélagsmóta deildarinnar og fá bestu þakkir fyrir stuðninginn. Besti félagi deildarinnar var Aðalheiður Sól Gautadóttir, mestu framfarir í strákahóp Friðrik Björn Friðriksson, mestu framfarir hjá 4. flokk 1 Lilja Rún Kristjánsdóttir, mestu framfarir hjá 4. flokk 2 Sessilía Sól Kristinsdóttir og mestu framfarir hjá 1.flokk Júlíana Rós Sigurðardóttir. Síðast en ekki síst var fimleikamaður Sindra 2017 kosinn, og var það Hildur Margrét Björnsdóttir sem hreppti þann eftirsóknarverða titil annað árið í röð. Hún er vel að titlinum komin og hefur verið að gera stökk sem hafa ekki verið framkvæmd á Höfn áður. Sunnudaginn 21. maí sl. kepptu 3 lið frá Sindra á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum á Akureyri. 4. flokkur 2 lenti í 6. sæti í C deild, þær stóðu sig frábærlega og hafa klárlega bætt sig frá því á síðasta móti. 4. flokkur 1 stóðu sig frábærlega í B deild og lönduðu silfri í mjög jafnri keppni. Strákarnir okkar lentu í 2. sæti eftir harða baráttu. Þar af leiðandi enduðu þeir sem deildarmeistarar, eftir að hafa unnið tvö af þremur mótum vetrarins. Algjörlega frábær árangur hjá þeim. Við þökkum keppendum, fararstjórum, bílstjórum og þjálfurum fyrir góða ferð. Það hefur verið mikil gróska í starfi fimleikadeildarinnar undanfarin ár sem hefur sýnt sig í frábærum árangri á mótum. Við viljum þakka iðkendum, foreldrum og þjálfurum kærlega fyrir afar gott samstarf í vetur. Njótið sumarsins og við hlökkum til að sjá ykkur öll í haust, og fleiri til! Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari og stjórn fimleikadeildar Sindra

9


10

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Eystrahorn

Er einhver stefnumótun í gangi í ferðamálum? DMP áætlun fyrir Suðurlandið er hafin

Mikið hefur verið í umræðunni að „engin sýn“ og „engin stefna“ sé í gangi í ferðamálum á landinu. Flestir geta sammælst um að verkefnin séu næg sem fylgja örum vexti og auknum fjölda gesta til landsins og að svo væri í hvaða atvinnugrein sem er sem myndi upplifa slíkt.

Destination Management Plan (DMP) – Stefnumótandi áætlun áfangastaða Um nokkurt skeið hefur verið í gangi undirbúningsvinna fyrir DMP – Destination Management Plan eða stefnumótandi áætlun áfangastaða á landsvísu, en unnið út frá landssvæðum. DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Af hverju DMP? Með stefnumótandi áætlun fyrir áfangastaðinn Suðurland verður til heildræn stefna sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi sem og samfélaginu í heild sinni. ÍBÚAR

UMHVERFIÐ

FYRIRTÆKI

ÁBYRG ÞRÓUN FERÐAMÁLA

DMP

FERÐAMENN

Mynd 1 Ferli stefnumótandi áætlunar - DMP Dæmi um atriði sem reifuð eru í slíkri áætlun væru t.d.: • Kortlagning þjónustu á svæðinu. • Skipulagning á upplýsingaveitu til ferðamanna.

• • • • • •

Forgangsröðun í uppbyggingu áfangastaða. Áætlun um þann fjölda sem hver og einn áfangastaður innan svæðis getur borið á hverjum tíma. Áætlun um uppbyggingu grunngerðar og stýringu umferðar um svæðið til að lágmarka hættu á því að þolmörkum sé náð. Áætlun um tekjuöflun, gjaldtöku á svæðinu. Áætlanir á sviði gæða-, umhverfis- og öryggismála. Hvað má og hvað má ekki?

DMP áætlun fyrir Suðurland Ráðnir hafa verið tveir verkefnastjórar til að vinna DMP áætlun fyrir Suðurland sem heild og þrjár aðgerðaáætlanir, byggt á þrískiptingu svæðisins sem lögð var til í markaðsgreiningu á áfangastaðnum Suðurlandi. Svæðin þrjú eru: 1. Suð-vestur svæði – Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra 2. Miðsvæði – Katla Jarðvangur og Vestmannaeyjar 3. Suð-austur – Sveitarfélagið Hornafjörður/ Ríki Vatnajökuls Verkefnastjórar DMP áætlana á Suðurlandi eru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur (anna@south.is), og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@south.is). Starfsstöð þeirra verður hjá Markaðsstofu Suðurlands

Aflabrögð Ingvar hjá Fiskmarkaðnum sagði að landanir undanfarið hjá þeim væru svipaðar og í fyrra. Þó heldur meiri brælur. Það eru 16 strandveiðibátar sem hafa lagt upp hjá þeim og oftast ná þeir dagskammtinum. Sömuleiðis hefur Hvanney, sem er á dragnót, landað aðallega kola og steinbíti. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi sagði að humarbátar hefðu farið vestur fyrir land um mánaðarmótin maí-júní og var fínasta veiði í fyrstu túrunum. Aðalveiðisvæðið hefur verið í kringum Eldey og í Jökuldýpi. Heldur hefur dregið úr humarveiðinni uppá síðkastið en vonir standa til að veiði glæðist aftur þegar líður fram í júnímánuð. Góð þorskveiði hefur verið hjá Steinunni og Vigur síðustu vikur og hefur sá fiskur farið í salt í Krossey eða ferskan útflutning frá fiskverkun okkar í Þorlákshöfn. Hvanney hefur fiskað vel í snurvoð og hefur sá afli að mestu verið boðinn upp hjá Fiskmarkaði Hornafjarðar. Næg vinna hefur verið undanfarið í Krossey, þar sem um 50 unglingar bættust í hóp sumarstarfsmann nú í byrjun mánaðar.

á Selfossi, sem hýsir verkefnið sem er í eigu Ferðamálastofu. Mikil og þétt samvinna verður með öllum svæðunum, þar sem á hverju svæði hafa verið tilnefndir tengiliðir; Suð-vestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, Mið-svæði Árný Lára Karvelsdóttir og Suð-austur svæði Árdís Erna Halldórsdóttir. Vinnuhópar verða skipaðir á hverju svæði þar sem munu sitja hinir ýmsu hagaðilar svæðisins. Hlutverk og tilgangur vinnuhópanna er að draga fram þá sýn sem hvert svæði vill standa fyrir í ferðamálum, enda mikilvægt að svona verkefni sé unnið á forsendum svæðanna sjálfra. Í hópavinnunni verður meðal annars tekið fyrir; þróun ferðamála í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustuna. Hlutverk verkefnastjóra í hópavinnunni er að vinna úr upplýsingum sem koma fram og nota þær ásamt öðrum gögnum til grundvallar í DMP vinnu fyrir svæðið. Verkefnið er á undirbúningsstigi þar sem verið er að greina stöðuna eins og hún er í dag. Næstu skref er að mynda vinnuhópa fyrir svæðin og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu bent á að hafa samband við verkefnastjórana. Stefnt er að því að fyrsti vinnufundur verði haldin að loknum sumarleyfum í lok ágúst/byrjun september.

F.h. DMP verkefnaáætlana á Suðurlandi Anna Valgerður Sigurðardóttir Laufey Guðmundsdóttir

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga fer sína árlegu Jónsmessugöngu sunnudaginn 25. júní nk. Eins og undanfarin á er þetta óvissuferð og því um að gera að ljúka helginni með góðri göngu um hornfirska náttúru. Miðað er við að gangan taki 2-3 kls. Að göngu lokinni verður gætt sér á kaffi og bakkelsi. Brottför verður frá tjaldsvæðinu kl. 16:00. Verð 1000- kr. fyrir 16 ára og eldri. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Danner í s. 869-2081. Minnum á helgarferðina á Suðurlandið 21.-23. júlí. Þórsmörk og nágrenni skoðað. Einnig verður í boði að fara Fimmvörðuháls. Áhugaverð ferð sem verður að skrá sig í. Nánari dagskrá auglýst síðar á síðu félagsins. Kveðja Ferðanefndin



Humarhátíð í Nettó HUMAR SKELBROT BLANDAÐ 1 KG HUMAR SKELBROT STÓRT 1 KG

3.898

KR PK

HUMAR ÁN SKELJAR 800 G

4.998

KR PK

HUMAR HÁTÍÐARSÚPA 850 ML

1.298

5.998 KRPK

KR STK

www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Höfn í Hornafirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.