Eystrahorn 23.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 21. júní 2018

23. tbl. 36. árgangur

Nýr kirkjuvörður og Stafafellskirkja 150 ára Á vordögum var aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar (Hafnarkirkju og Stafafellskirkju) og kirkjugarðanna í sókninni haldinn. Starfsemi í Hafnarkirkju er umfangsmeiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Því er ástæða til að gera safnaðarmeðlimum og íbúum í stuttu máli grein fyrir starfseminni. Í ársskýrslu formanns kemur fram að kirkjustarfið var með hefðbundnu sniði eins og búast má við. Þó mátti sjá áherslubreytingar í starfinu með nýju fólki. Þetta var fyrsta heila starfsár séra Gunnars Stígs Reynissonar sem sóknarprests og séra Maríu Rutar Baldursdóttur sem prests, reyndar í hálfu starfi. Þjóna þau jafnframt í hinum fimm sóknum og kirkjum í héraðinu. Athafnir sem prestarnir sinntu í Hafnarsókn voru um 80 og tæplega 5000 kirkjugestir sóttu þessar athafnir. Hafnarkirkja er eftirsótt til tónleikahalds og ýmissa viðburða. Skráðir voru 12 slíkir viðburðir sem um 1200 manns sóttu. Þá eru ótaldir fundir og æfingar í kirkjunni. Það hafði áhrif á starfið að Jörg Söndermann organisti veiktist alvarlega og var frá starfi meiri hluta síðasta árs. Það var því þakkarvert hvernig fyrrverandi organistar Guðlaug Hestnes og Stefán Helgason brugðust við og leystu úr þeim vandkvæðum sem sköpuðust. Því er ekki að leyna að messusókn hefur farið dvínandi seinni ár. Það er þróun sem hefur átt sér stað víða. Ungu prestarnir okkar eru áhugasamir um starfið og munu gera ýmislegt til að vekja áhuga og hvetja fólk til að mæta í kirkjuna m.a. með fjölbreyttara barnastarfi. Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði hefur tekist ,með góðum stuðningi ýmissa aðila, að halda í horfinu hvað varðar afkomu sóknarinnar. Aftur á móti er rekstur kirkjugarðanna kominn í þrot og tímaspursmál hvenær ekki verður hægt að sinna viðunandi umhirðu en tekjur þeirra hafa verið skertar um 40%. Rétt er að undirstrika að

kirkjugarðarnir eru sérstakar stofnanir, aðskildir frá kirkjunum. Nú hefur kirkjuvörðurinn og meðhjálparinn Örn Arnarson, Brói okkar, óskað eftir að láta af störfum 1. september nk.. Hann hefur sinnt starfinu af mikilli trúmennsku og myndarskap í 22 ár, en það kemur maður í manns, eins og þar stendur. Búið er að ráða Sindra Bessason í starfið. Væntum við góðs af samstarfi við hann og bjóðum hann velkominn til starfa hjá sókninni.

Stafafellskirkja verður 150 ára á þessu ári og af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni og kaffisamsæti 26. ágúst nk. sem auglýst verður nánar síðar. Það væri sérstaklega ánægjulegt að sjá við þá athöfn þá sem sótt hafa athafnir og notað kirkjuna við ýmis tækifæri gegnum tíðina. Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar.

Humarhátíð – Er það ekki?

Nú nálgast helgin óðum og Humarhátíðin færist nær. Allt er þetta að taka á sig mynd sem fer að fljóta út á netið næstu daga. Sem er bara spennandi. Humarhátíðarnefndin í ár er sett saman af fólki sem kemur úr öllum áttum. Við erum að leggja í vegferð sem við vonumst til að beri þann árangur að Humarhátíðin okkar verði fyrir okkur bæjarbúa, gamla sem unga. Til þess að þetta takist þurfa margir að vinna saman, humarsúpan er til dæmis á sínum stað og að henni standa einstaklingar í boði Sinney Þinganess og Nettó. Einstaklingarnir bjóða okkur hinum heim í garð að smakka súpu. Þeir eru að leggja sitt af mörkum til þess að hátíðin verði skemmtilegri fyrir okkur. Fleiri aðilar leggja sitt af mörkum svo af þessu verði, því í slíku grettistaki sem ein svona hátíð er þá þarf margar hendur. Sindri hefur staðið sína vakt undanfarin ár og haldið hátíðina fyrir bæjarbúa og hefur staðið sig vel. Sindri ætlar að leggja sitt af mörkum og halda stórdansleik í Íþróttahúsinu á laugardeginum.

Karlakórinn ætlar að leggja sitt af mörkum og vera með dansleik í Sindrabæ á föstudagsvköldinu. Við í nefndinni ætlum að leggja okkar af mörkum og standa vaktina á meðan aðrir njóta en við ætlum að njóta í leiðinni. Heimatjaldið á sínum stað með skemmtikröftum en einnig verður hátíðarsvið úti því við ætlum að skemmta okkur úti líka. Auðvitað verða einstakir viðburðir eins og kassabílarallí og söngvakeppni. Ekki gleyma heimsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna. Hvergi annarstaðar í veröldinni er þetta heimsmeistaramót haldið og hefur verið síðan 1997 að mig minnir. Já hátíðin er orðin föst í sessi hér á Hornafirði og hér á hún að vera. Okkur vantar sjálfboðaliða til að vinna með okkur

yfir hátíðina. Félagasamtök sem eru tilbúin að taka að sér hlutverk. Einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða og vinna hátíðinni og samfélaginu gagn. Koma svo skemmtum okkur saman á Humarhátíð vinnum saman. F.h. Humarhátíðarnefndar Kristín G. Gestsdóttir


2

Fimmtudagurinn 21. júní 2018

Eystrahorn

Þakkir Þökkum auðsýnda samúð við andlát elskulegs eiginmanns míns, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,föður, tengdafaðir, og langafa langafi, tengdaföður, afaafiog HELGI HÁLFDANARSON, Helga Hálfdanarsonar Víkurbraut 30, Hornafirði,

Vilborg Einarsdóttir og fjölskylda lést sunnudaginn 13. maí. Verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 25. maí klukkan 14. Vilborg Einarsdóttir Laufey Helgadóttir Sigurbjörn Karlsson Guðný Helgadóttir Hákon Gunnarsson Þorbjörg Helgadóttir Vignir Júlíusson barnabörn og barnabarnabörn

Viltu vinna með snillingum? Laus störf í leikskólanum Sjónarhóli

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennurum eða starfsfólki með reynslu af börnum og áhuga á leikskólastarfi. Í starfinu felst að vinna að menntun og uppeldi barna í gegnum leik, samskipti, hreyfingu, tónlist, myndlist, málrækt, útivist o.fl. Leikskólinn er sex deilda á Höfn í Hornafirði og mun opna eftir sumarleyfi í nýju og glæsilegu húsnæði.

Laus störf í sauðfjársláturtíð á Höfn haustið 2018 Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu fólki til að manna störf í sauðfjársláturtíð 2018 á Höfn. Ýmis störf eru í boði: • Framreiðsla á mat • Umsjón með heimtökusögun • Kjötmat • Númeratölva • Lyftarastarf Slátrun hefst miðvikudaginn 26. september og lýkur 31. október. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um rafrænt á heimasíðu Norðlenska, www.nordlenska.is. Frekari upplýsingar veitir Jóna starfsmannastjóri í síma 840-8805 eða netfang jona@nordlenska.is

Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg • Áhugi á uppeldi og menntun barna og leikskólastarfi • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta Um er að ræða 100% störf og er vinnutíminn frá kl. 8:00 til 16:00. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára og eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um. Ráðið er í störfin frá miðjum ágúst eða eftir samkomulagi. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá berist í tölvupósti til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra sem einnig veitir frekari upplýsingar. Netfang mariannaj@hornafjordur.is Vefsíða Sjónarhóls er http://sjonarholl.leikskolinn.is/

Eystrahorn Vildaráskrift Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: . ............ tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Manstu eftir taupokanum?


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. júní 2018

3

Opið fjós í Flatey Nýverið opnaði veitingastofa við kúabúið í Flatey. Hún er opin frá 9-18 alla daga og þar er hægt að gæða sér á ýmsum veitingum. Íslenskur heimilismatur er meginstefið á matseðli auk hefðbundinna kaffiveitinga. Óðinn Eymundsson matreiðslumeistari hefur séð um að koma veitingastarfseminni af stað og upplegg hans er að allt sem er á matseðlinum sé matreitt á staðnum og sem mest úr staðbundnu hráefni. Úr veitingastofunni er innangengt á svalir þar sem hægt er að horfa yfir fjósið í Flatey. Á næstu dögum verður komið fyrir fræðsluefni um starfsemina. Ekkert gjald er tekið fyrir að líta inn í fjósið.

Búskapur Búskapurinn í Flatey gengur vel. Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra daglegum verkum í Flatey. Birgir kom til starfa í Flatey þann 1. október

2016 og Vilborg kom í Flatey í lok maí eftir að hafa útskrifast frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Birgir lauk námi þaðan fyrir nokkrum misserum. Fjósið er að mestu fullgert og nú eru um 190 til 200 mjólkandi kýr en verða 240 innan tíðar. Í fyrra framleiddi Flateyjarbúið ríflega 1,5 miljónir lítra en þegar fjósið verður komið í fulla virkni þá mun framleiðslan nálgast 2 miljónir lítra. Meðalnyt kúnna núna er um 27 lítrar á dag. Í janúar síðastliðnum komst Flatey í hóp fyrirmyndarbúa eftir úttekt sem þá var framkvæmd á búinu. Í Flatey er nú beðið eftir

þurrki en góð grasspretta hefur verið eftir vætusamt vor.

Afþreying Eigendur Flateyjar hafa gert samkomulag við þrjú afþreyingarfyrirtæki um uppbyggingu aðstöðu í Flatey. Þetta eru IceExplorers sem keyra á risajeppum á Vatnajökul, Glacier

Journey sem bjóða upp á snjósleðaog jeppaferðir á Vatnjökul og IceGuide sem gera út á kajaka á Heinabergslóni. Fjósið sjálft er líka skemmtilegt að heimsækja og næra sig í leiðinni. Tilvalinn viðkomustaður fyrir gesti og gangandi. Í Flatey búa nú í sumar yfir 10 manns og allt árið eru þar 6 einstaklingar.

Laust skrifstofuhúsnæði á Höfn Sýslumaðurinn á Suðurlandi auglýsir til leigu skrifstofu, 14,5 m2 að stærð, að Hafnarbraut 36, Höfn. Húsnæðið er samnýtt með sýslumannsembættinu og er þegar laust til afnota. Innifalið í leigu er aðgangur að kaffistofu/kaffi og ræstingu. Semja má um aðgang að ljósritunaraðstöðu og tilheyrandi. Starfsemi væntanlegs leigutaka þarf að falla að starfsemi sýslumannsembættisins, opnunartíma o.þ.h. Allar nánari upplýsingar veitir Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi, í síma 458 2800 eða í netfanginu annalilja@syslumenn.is

Kynningarfundur vegna tillögu að deiliskipulagi vegna hitaveitu í Hornafirði

Tillaga að deiliskipulagi vegna hitaveitu í Hornafirði verður kynnt í Ráðhúsi Hafnar þann 27. júní 2018 kl. 12:00, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Embætti sýslumanns á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdavalds ríkisins í héraði. SKRIFSTOFUSTARF Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða starf við almenna afgreiðslu. Helstu verkefni eru afgreiðsla umsókna um vegabréf, ökuskírteini, gjaldkerastörf, afgreiðsla í tengslum við leyfi, símsvörun auk annarra verkefna sem viðkomandi kunna að vera falin. Starfshlutfall er 50%. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 11:00 – 15:00 eða eftir samkomulagi. Starfið heyrir undir sýslumann.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur, auk annarra atriða sem máli kunna að skipta. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SFR. Umsóknir sendist á netfang setts sýslumanns; kristinth@syslumenn. is ,sem einnig veitir upplýsingar í síma 458-2800. Einnig má senda umsókn á póstfang embættisins, Hörðuvelli 1, 800 Selfossi.

HÆFNISKRÖFUR • Reynsla af skrifstofu- og/eða þjónustustörfum eða í sambærilegu starfi er æskileg. • Jákvæðni, þjónustulund og kurteisi í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði, nákvæmni, sjálfstæð og traust vinnubrögð. • Almenn tölvukunnátta og ritvinnsla. • Góð almenn íslenskukunnátta í ræðu og riti.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Á Höfn er ein fjögurra starfsstöðva embættisins þar sem fram fer afgreiðsla almennra erinda auk umsjónar með málefnum dánarbúa og útgáfu rekstrarleyfa. Embætti sýslumanns er framsækinn vinnustaður sem skipaður er hæfu starfsfólki og veitir metnaðarfulla þjónustu. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí n.k.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Selfossi, 14. júní 2018 Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Kristín Þórðardóttir, settur sýslumaður


29. JÚNÍ - 1. JÚLÍ 2018 HUMARSÚPA PRINS PÓLÓ ÞÓRDÍS IMSLAND VALDIMAR HOPPUKASTALAR STJÓRNIN HEIMATJALDIÐ BABIES FLOKKURINN HORNAFJARÐARMANNI SÖNGVAKEPPNI KASSABÍLARALLY

BARNADAGSKRÁ UNDUR (með sín Glófaxalög) SÆDÍS OG SALÓME KLA KAR UNGLINGABALL SKOTTSALA STJÖRNUTRÍÓIÐ BREKKUSÖNGUR PALLAPARTÝ PUBQUIZ BURNOUT

Fylgist með á facebook https://www.facebook.com/Humarhatid/

Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 30. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 fyrir utan Landsbankann. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans.

Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.