Eystrahorn 24.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 17. ágúst 2017

24. tbl. 35. árgangur

Verðmætin í Vatnajökulsþjóðgarði Sumarið 2008 varð langþráður draumur margra um Vatna­ jökulsþjóðgarð að veruleika, þegar skrifað var undir stofnun þjóðgarðsins þann 7. júní við hátíðlega athöfn í Skaftafelli. Á þeim níu árum sem eru liðin frá stofnuninni hefur Vatnajökulsþjóðgarður fest sig í sessi bæði í hugum landsmanna sem og gesta okkar sem sækja þjóðgarðinn heim. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í starfi vegna þjóðgarðsins, og var því enn einni rós bætt í hnappagatið þann 25. júlí síðast liðinn er Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Jökulsárlóns og nálægra svæða sem liggja að lóninu. Svæðið einkennist af jöklalandslagi auk þess sem Jökulsárlón er heimsþekkt fyrir mikla náttúrufegurð.

Unnið var að friðlýsingunni í kjölfar kaupa íslenska ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit í janúar síðastliðnum, en með friðlýsingunni var svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð sem er nú 14.141 km² að flatarmáli. Svæðið sem nú var friðlýst er allt innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar og eru því tæp 60% af flatarmáli sveitarfélagsins, eða 3521 km² af 6309 km² sem er heildarstærð þess, nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Við friðlýsinguna nær þjóð­ garðurinn yfir landsvæði frá fjöllum og niður í fjöru, og það til viðbótar við stórkostlega náttúru svæðisins, styrkir þá vinnu sem þegar er hafin við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúru­minjar á heimsminjaskrá UNESCO. Sama hvað þeirri vinnu líður þá er ljóst að framundan er stórfelld

Rauða svæðið á myndinni afmarkar það svæði sem nýverið var friðlýst og fellt undir Vatnajökulsþjóðgarð.

Frá undirritun friðlýsingarinnar. Frá vinstri: Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður Suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórður H. Ólafsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

uppbygging sem miðar að því að samræma stjórnun og verndun á svæðinu enda hefur gestakomum fjölgað hratt á svæðinu undanfarin ár. Fjölgunin nær yfir allt árið og stefnir nú í að um ein milljón manns sæki svæðið heim á ári sem er tvöföldun frá árinu 2015. Er því brýnt að hefjast strax handa við að styrkja innviði á svæðinu, til að mynda með uppbyggingu gönguleiða, þjónustumiðstöð, upplýsingagjöf og varanlegri salernisaðstöðu. Er uppbyggingin ekki síst mikilvæg til að auka öryggi jafnt gangandi sem akandi vegfarenda, enda liggur þjóðvegur 1 um þetta stórbrotna svæði þar sem flestir vilja staldra við og njóta. Mun þekking og reynsla starfsmanna þjóðgarðsins eflaust nýtast vel

við að byggja upp og þjónusta viðeigandi innviði, enda hefur starfsemi þeirra verið til mikils sóma. Óskar Sveitarfélagið Hornafjörður öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju með friðlýsinguna og fagnar því framfaraskrefi sem hér er stigið. Telur það einnig að þetta muni styðja við framtíðaruppbyggingu á þeirri ævintýra- og yndisferðamennsku sem hér blómstrar. Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafjörður

Ungir djassistar í Hafnarkirkju Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Þau voru valin fyrir hönd Íslands til að koma fram á Young Nordic jazz Comets sem fór fram í Umeå, Svíþjóð haustið 2016 og fengu frábærar móttökur á meðal áhorfenda og fjölmiðla. Í sænska dagblaðinu ,,Folkbladet” var tónleikum þeirra lýst svona: ,,Fallegri tónlist er erfitt að finna. Tónlistin er undir þjóðlagaáhrifum, eins og má heyra á saxófónleik Sölva Kolbeinssonar. Hann er sem Paul Desmond við rætur Heklu. Anna Gréta Sigurðardóttir spilar á píanó svo tilfinningaþrungið og leitandi að helst minnir á Esbjörn Svensson. Hrein píanólýrík.”(Folkbladet, Umeå, 27/10 2016)

Tónleikarnir verða í Hafnarkirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00


2

Fimmtudagurinn 17. ágúst 2017

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Sunnudagur 20. ágúst

HAFNARKIRKJA

1966

2016

Eystrahorn

Fermingarmessa klukkan 11:00. Fermdar verða: Aníta Aðalsteinsdóttir, Tjarnarbrú 1, 780 Hornafjörður Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Austurbraut 2, 780 Hornafjörður Allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta. Prestarnir

DAGSFERÐIN GÓÐA DAGSFERÐ félagsins verður farin í austurveg laugardaginn 2. september. Endastöð í austri er HAVARÍ á Karlsstöðum í Berufirði hjá Hornfirðingnum sjálfum Prins Póló. Skráning er hafin hjá Hauki Helga í s: 897-8885 og á skráningarblaði í Ekrunni. Meira næst ! FERÐANEFNDIN

Atvinna Mig vantar manneskju til starfa í Árnanesi frá miðjum september og fram í miðjan október. Vinnan felst í aðalatriðum í umbúnaði og þrifum og frágangi eftir morgunmat. Hlutastarf kemur vel til greina. Upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason í síma 478-1550 og 896-6412. Árnanes sveitahótel

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu Innritun nýnema skólaárið 2017-2018 stendur yfir. Síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 22. ágúst. Umsækjendur sækja um í gegnum íbúagátt bæjarfélagsins eða á Hornafjordur.is (Þjónusta, Tónskóli) Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Skrifstofa skólans ásamt símatíma verður opin: Mánudaginn 21. ágúst kl. 12:00-16:00 og Þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:00-13:00 Nánari upplýsingar eru inn á heimasíðu skólans. Einnig má senda fyrirspurnir á tonskoli@hornafjordur.is Skólastjóri

Kaupmannshúsið/Kaupfélagshúsið.

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

Til sölu er elsta íbúðarhús Hafnar, byggingaár 1897, er einstaklega reisulegt og fallegt og stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn. Húsið er 292.8 m2 á 3 hæðum, hefur allt verið gert upp að utan sem innan og er með veitingaleyfi á 2 hæðum ásamt leyfi fyrir gistingu í íbúð á efstu hæð. Um er að ræða einstakt atvinnutækifæri sem gæti t.d. hentað samhentum hjónum sem gætu búið í íbúðinni og starfað á veitingahúsinu. Eigendur skoða skipti á fasteignum Verð kr 95.000.000


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 17. ágúst 2017

3

Nýir útgefendur að Eystrahorni Fyrir um 8 árum var útgáfa Eystrahorns endurvakin af Alberti Eymundssyni eftir hvatningu og áskorun frá fjöl­­­­mörgum íbúum Sveitar­ félagsins Hornarfjarðar. Eystra­ horn er mikilvægur miðill fyrir samfélagið og nú er komið að nýjum kafla í útgáfu blaðsins. Albert hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir vel unnið starf í þágu Eystrahorns og Hornafjarðar og höfum við hjónin, Tjörvi Óskarsson og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, tekið við útgáf­ unni en Tjörvi hefur séð um umbrotið á blaðinu undanfarið eitt og hálft ár og mun taka við ritstjórn og rekstri blaðsins ásamt því að sinna umbrotinu áfram. Guðrún mun fyrst og fremst vera til aðstoðar við útgáfuna en að öðru leyti sinna störfum á öðrum vettvangi.

Stuðningur Íbúar, fyrirtæki og auglýsendur hafa stutt vel við útgáfuna og vonumst við til að sá stuðningur sem blaðið hefur fengið verði jafn góður og raun hefur verið. Vildaráskrifendur þurfa nú að uppfæra greiðsluupplýsingar vegna vildaráskriftar sinnar og er tilkynning þess efnis í

blaðinu. Hvetjum við alla sem vilja styðja við útgáfuna að gerast vildaráskrifendur eða að auglýsa í blaðinu.

Ný heimasíða Eystrahorn mun halda áfram að koma út vikulega bæði í prenti sem og á internetinu. En nýju fólki fylgja alltaf breytingar og vonumst við til að geta byggt blaðið upp. Fyrsta verkefnið tengist internetinu og samfélagsmiðlunum. Við höfum verið að vinna hörðum höndum að nýrri heimasíðu fyrir blaðið, www.eystrahorn.is. Heimasíðan er komin vel á veg og mun opna innan skamms, þar munu greinar og annað efni úr blaðinu birtast og þannig verður auðvelt að deila efni úr því. Heimasíðan verður einnig kjörin staður fyrir fyrirtæki að auglýsa starfsemi sína. Hvetjum við lesendur til að fylgja Eystrahorni á samfélagsmiðlunum, Facebook og Instagram.

Um okkur Við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um tveimur árum síðan þegar Guðrún hóf að vinna í Nýheimum þar sem hún starfar

enn að ýmsum byggðaþróunarog nýsköpunarverkefnum. Tjörvi Óskarsson er margmiðlunar­ fræðingur, sérhæfður í þrívíddar­ hönnun. Hann er alinn upp í Hveragerði og Reykjavík en á ættir sínar að rekja m.a. til Djúpavogs þar sem hann varði mörgum sumrum hjá föður sínum, Óskari Steingrímssyni og á þar nokkuð marga ættingja. Guðrún Ásdís er Hornfirðingum mörgum kunn, en hún var alin hér upp til 16 ára aldurs og er

dóttir Sturlaugs Þosteinssonar og Helgu Lilju Pálsdóttur. Við hjónin eigum þrjár dætur, Vöku Sif (9 ára), Freyju Dís (7 ára) og Steinunni Lilju (2 ára). Við þökkum Alberti kærlega fyrir gott samstarf og hlökkum til að takast á við þetta skemmtilega verkefni. Tjörvi Óskarsson og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Fylgstu með

@eystrahorn

Vildaráskrift Vegna breytinga á rekstri Eystrahorns er komið nýtt reikningsnúmer til að greiða vildaráskrift inná. Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn.

HLS ehf. Rnr. 0537 - 14 - 409068 Kt. 500210-2490

Tónleikar í Hafnarkirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 Aðgangseyrir kr. 2.000Nemendur og eldri borgarar kr. 1.500-


4

Fimmtudagurinn 17. ágúst 2017

Eystrahorn

Breytingar í sorpmálum Sveitarfélagið Hornafjörður samdi eftir útboðsferli við Íslenska Gáma­ félagið um sorp­ hirðu, rekstur endur­ vinnslustöðvar og urðunar­ staðar í sveitarfélaginu. Áhersla verður lögð á enn betri flokkun og endurvinnslu í samræmi við stefnu bæjar­ stjórnar og umhverfis­ stefnu sveitarfélagsins. Samningurinn tók gildi þann 1. ágúst s.l. Framundan eru nokkrar breytingar á sorpmálum sveitar­ félagsins. Þjónusta við íbúa verður aukin með frekari flokkun en þann 1. október verður hólf fyrir lífrænan heimilisúrgang sett í almennu tunnuna við öll heimili auk þess sem tunnan fyrir almenna sorpið verður stækkuð og losunardögum fækkað. Í tunnuna fyrir lífræna úrganginn fara allir matarafgangar sem verða að moltu sem verður aðgengileg fyrir íbúa sveitarfélagsins. Þann 1. október nk. fá íbúar

síðan klippikort sem gildir að gámasvæði sveitarfélagsins til að losa sig við það efni sem ekki fer eða kemst í heimilistunnur. Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskildum úrgangi án greiðslu. Ef klippikortið dugar ekki út árið verður hægt að kaupa auka kort. Fyrirtæki eru undanskilin útboðinu og greiða því samkvæmt gjaldskrá eins og áður. Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa um 250 manns víða um land. Íslenska Gámafélagið samdi við flesta starfsmenn sveitarfélagsins sem unnu að málaflokknum. Engar breytingar verða til að byrja með, nema að það verður ekki hægt að koma á öðrum tíma í gámaportið en á

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 28. -30. ágúst nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga .

Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. ágúst. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. ágúst. Næsta skoðun 18., 19. og 20. september. Þegar vel er skoðað

opnunartíma. Íslenska Gámafélagið og sveitarfélagið munu standa fyrir kynningu þegar helstu breytingar

Bygging fjölbýlishúss á Bugðuleiru

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri við undirritun verksamning við Gunnar Gunnlaugsson eiganda Mikael ehf. Sveitarfélagið hefur að undanförnu hvatt til þess að byggðar verði íbúðir í sveitarfélaginu þar sem mikill skortur er á íbúðarhúsnæði. Afhentar hafa verið lóðir endurgjaldslaust fyrir þá sem hafa áhuga á að byggja sérbýlishús auk þess sem gatnagerðargjöld hafa verið felld niður. Ríkið hefur einnig hvatt til þess að farið verði í átak í húsnæðismálum með því að Íbúðarlánasjóður veiti fé í uppbyggingu á leiguhúsnæði. Ákveðið var að sveitarfélagið stofnaði félag um byggingu á fimm íbúða fjölbýlishúsi með stofnframlagi og sótt var um mótframlag til Íbúðarlánasjóðs sem var samþykkt. Framkvæmdir eru hafnar á Bugðuleiru og er það verktakinn Mikael ehf. sem sér um verkið. Í framhaldinu mun Skinney-Þinganes hf. einnig fara í byggingu á fjölbýlishúsi að Bugðuleiru 1.

Framtíðarstarfsmaður óskast í Lyfju Höfn Viðkomandi þarf að vera þjónusturíkur og glaðlegur. Vinnutími er samkomulag.

munu eiga sér stað. Þá verða frekari upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Upplýsingar í síma 478-1224 eða asdis@lyfja.is


Starfsdagur grunnskólastarfsmanna AFLs Starfsgreinafélags Búðareyri 1 - Reyðarfirði Föstudaginn 8. september 2017 - Búðareyri 1 - Reyðarfirði Dagskrá: 10:00 Setning – Sigurbjörg Kristmundsdóttir, AFL Starfsgreinafélag 10:10 Kynning á starfssemi AFLs Starfsgreinafélags a. Vinnustaðaeftirlit – tilgangur og framkvæmd – Gunnar Smári Guðmundsson, AFL Starfsgreinafélag b. Sjúkrasjóður – reglur og afgreiðsla – Sigurbjörg Kristmundsdóttir, AFL Starfsgreinafélag c. Orlofssjóður – sjálfsafgreiðsla á netinu – Gunnar Smári Guðmundsson d. Virk Endurhæfingarsjóður – endurkoma á vinnumarkað – Ásdís Sigurjónsdóttir, AFL Starfsgreinafélag. 12:00 Hádegisverðarhlé 13:00 Breytingar og áskoranir í skólastarfi. Sigurbjörn Marinósson, Skólaskrifstofu Austurlands. 14:00 Staðarfjölmiðlar og sjálfsmynd. Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona. 15:00 Kaffihlé 15:30 Umræðuhópar 17:00 Hlé 18:00 Kvöldverður Ferðir verða skipulagðar frá þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Skráning á skrifstofum félagsins.


STARF Í BOÐI

Gjögur

Húsavík

Bíldudalur

Almenn afgreiðsla

Höfn

Reykjavík

Flugfélagið Ernir óskar eftir að ráða einstakling til starfa á Höfn í Hornafirði í heilt eða hálft starf. Starfið felur í sér almenn afgreiðslustörf, símsvörun, bókanir í flug, innritanir, hleðslu á flugvélum, útkeyrslu og annað tilfallandi. Óskað er eftir einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum, bílpróf, öguðum vinnubrögðum og góðri enskukunnáttu. Umsóknir sendist til Vigdísar á netfangið hofn@ernir.is en umsóknarfrestur er til 1. september næstkomandi.

Flugfélagið Ernir símar: 562 2640 og 478 1250 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

Vestmannaeyjar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.