Eystrahorn 24.tbl 2020

Page 1

Eystrahorn 24. tbl. 38. árgangur

Fimmtudagurinn 25. júní 2020

www.eystrahorn.is

Reisubók Kvennakórs Hornafjarðar

Það er óhætt að segja að uppátæki Kvennakórs Hornafjarðar hafi vakið athygli undanfarna mánuði, ekki bara á Hornafirði heldur landinu öllu. Í stað þess að leggja árar í bát á þessum fordæmalausu tímum sóttu konur í sig veðrið og framkvæmdu ótrúlegustu hluti undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra. Kórinn gaf út þrjú tónlistarmyndbönd, keyrði um Höfn á risastórum vörubílspalli og hélt útitónleika og nú síðast söng kórinn á öllum einbreiðum brúm í sýslunni! Það eru 36 einbreiðar brýr á landinu öllu, í Austur – Skaftafellssýslu eru 18 einbreiðar brýr og því hefur kórinn sungið á helmingnum af öllum einbreiðum brúm á Íslandi sem hlýtur að teljast töluvert afrek. Markmiðið með brúarsöngnum var að vekja athygli á þessu málefni á menningarlegan hátt og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Auglýsingar voru sendar í Eystrahorn og alla helstu fréttamiðla landsins. Tekin voru viðtöl við kórinn, bæði fyrir útvarp og sjónvarp og einnig vakti tiltækið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Fulltrúi frá vegagerðinni fylgdi hópnum frá upphafi til enda og samgönguráðherra, Sigurður Ingi

Kvennakórinn ásamt Heiðari stjórnanda á brúnni yfir Laxá í Lóni

Jóhannsson, kallaði þetta frábært framtak hjá kórnum og óskaði honum góðs gengis. Kórinn hefur fundið fyrir miklum hlýhug og stuðningi og það er gaman að geta þess að alls komu 193 „tónleikagestir“ að hlusta á brúarsönginn víðs vegar á leiðinni. Einnig hlaut kórinn höfðinglegar móttökur við bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn hjá Mikael ehf sem bauð kórnum í kaffi og kökur og ekki voru móttökurnar síðri hjá Lóu, Heiðari, Guðmundi á Hnappavöllum og Öræfaferðum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga styrktu kórinn um kr. 200.000.- fyrir þetta ferðalag og þakkar kórinn kærlega öllum þessum aðilum fyrir. Kórkonur vilja líka nota tækifærið og þakka Hauki Gíslasyni fyrir að gera kórnum mögulegt að halda tónleika á söngpalli í maí.

Samt sem áður hefur kórinn ekki haft sín venjulegu tækifæri fyrir fjáraflanir og þessi uppátæki hafa vissulega komið við pyngjuna. Þess vegna langar kórkonum að bjóða vinum og velunnurum kórsins að styðja við starfsemina með frjálsum framlögum inn á reikning kórsins: 0169-26-08000, kt: 630997-3139. Að lokum má geta þess að kórkonur bíða spenntar eftir að vera boðaðar til að syngja við brúarvígslur í sýslunni í framtíðinni.

Samningi við Sjúkratryggingar Íslands sagt upp Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagði til á fundi sínum þann 9. júní að samningum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs hjúkrunarheimilis á Höfn verði sagt upp. Á fundi bæjarstjórnar 11. júní var samþykkt að segja samningnum upp en jafnframt að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um hvernig ríkið geti staðið betur að fjármögnun þannig að áframhald geti orðið á rekstri sveitarfélagsins á þjónustunni. Sveitarfélagið hefur um árabil rekið alla heilbrigðisþjónustu samkvæmt þjónustusamningum við Heilbrigðisráðuneytið eða Sjúkratryggingar Íslands. Um áramótin síðustu færðist rekstur heilsugæslu, sjúkrarýma og sjúkraflutninga til HSU á Selfossi að ósk ríkisins, sveitarfélagið hafði allan hug á að reka stofnunina áfram en ekki náðust samningar um það. Rekstur

hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs hefur þyngst verulega undanfarin ár. Fyrstu drög ársreiknings sýna fram á að eigið fé stofnunarinnar í árslok var neikvætt um 36,7 m.kr. þá eru ótaldar lífeyrisskuldbindingar sem munu að öllum líkindum falla á stofnunina að upphæð 34 m.kr. Rekstrarvandi þessa árs er mikill og margþættur, yfirfærsla heilsugæslu, sjúkraflutninga og sjúkrarýma til HSU hefur þar áhrif. Bendir allt til þess að uppsafnaður rekstrarhalli í lok árs verði um og yfir 100 m.kr. Bæjarstjórn getur ekki unað við að rekstrarvandi hjúkrunarheimilisins lendi á sveitarfélaginu enda er rekstur hjúkrunar­ heimila á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur rekið þennan málaflokk af myndugleika um langt skeið og hefur mikinn áhuga á að halda

því verkefni áfram en sér sér engan veginn fært miðað við þær rekstrarforsendur sem núverandi fjárframlög frá ríkinu bjóða uppá. Það er því með trega sem bæjarstjórn mun segja upp rammasamningi milli SÍ og sveitarfélagsins frá og með 7. júlí næstkomandi og óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um hvernig ríkið geti staðið betur að fjármögnun þannig að áframhald geti orðið á rekstri sveitarfélagsins á þjónustunni.


2

Eystrahorn

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Sunnudaginn 28. júní Fermingarmessa kl. 14:00

GÖNGUFERÐ MEÐ KATRÍNU

Fermd verða fjögur börn. Allir velkomnir í fyrstu fermingu ársins. Sjá nánar á Facebook síðu prestakallsins http://www.facebook.com/ bjarnanesprestakall

Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir forsetakosningar 27. júní 2020 Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins og opið verður á kjördag. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vefsíðunni www.syslumenn.is

Vinstri græn á Höfn í Hornafirði boða gönguferð og fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG og forsætisráðherra og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG í Suðurkjördæmi, miðvikudaginn 1. júlí. Gangan er öllum opin og hefst klukkan 17.00 í Gömlu búð undir leiðsögn Huldu Laxdal Hauksdóttur. Að lokinni göngu halda félagsmenn í mat á Pakkhúsinu. Skráning í matinn er hjá Sæmundi Helgasyni formanni VG á Höfn.

Miðvikudaginn 1. júlí

17.00

Gamla búð - Höfn í Hornafirði

VG.IS

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki. Ábyrgð á atkvæði Vakin er athygli á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Kosning á sjúkrastofnunum Sjá auglýsingu á www.kosning.is og www.syslumenn.is Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks verður á Hornafirði dagana 29. og 30. júní. Ég tek viðtöl við fólk sem vill nýta sér stuðning og ráðgjöf réttindagæslumanns fyrir fólk með fötlun. Viðtals pantanir í síma 8582142 eða á netfangið adalbjort@rettindagaesla.is

Aðalbjört María Sigurðardóttir

Vildaráskrift Eystrahorns Við viljum hvetja lesendur Eystrahorns að kynna sér vildaráskriftina.

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Þeir sem vilja styrkja útgáfuna geta greitt frjálst framlag, svokallaða vildaráskrift inn á reikning útgáfunnar. Hægt er að greiða áskriftina t.d. mánaðarlega, nokkra mánuði í einu eða eins og hentar hverjum og einum. Vildaráskriftin er frjálst framlag t.d. 1000 kr. á mánuði. HLS ehf. Rnr. 537-26-55002 kt.500210-2490


Eystrahorn

3

Rauðvínsstemning með rithöfundi á Hafinu

Síðastliðin þrjú ár hefur Stefán Sturla unnið hér á Höfn að uppbyggingu Listaog menningarsviðs hjá FAS. Jafnframt þessu starfi hefur hann skrifað tvær bækur sem tilheyra spennu þríleiknum um rannsóknarliðið hennar Lísu og örlagasögu Kára. Fyrsta bókin hét Fuglaskoðarinn og kom út fyrir jólin 2017. Fyrir jólin 2018 kom önnur bókin Fléttubönd. Sú bók var skrifuð hér á Höfn. Stefán segir að hann hafi þá fengið hugmynd um að staðsetja ákveðna atburðarás í þriðju bókinni í Hornafirði. Sú bók Flækjurof, er nú komin í dreifingu og ætlar Stefán Sturla að vera með útgáfukynningu á Hafinu núna á sunnudaginn klukkan 20:30, þar sem hann segir frá bókunum og les úr nýju bókinni og áritar eintök fyrir þá sem það vilja.

Hvernig datt þér í hug að fara að skrifa spennusögur? “Ég hef nú allt frá því ég man eftir mér haft áhuga á að segja sögur, verið sagnamaður. Sem barn var ég alltaf að leika og setja upp leiksýningar. Þá voru stofugluggar notaðir sem svið og sýningin hófst með því að gluggatjöldin voru dregin frá sviðinu. Allt eftir kúnstarinnar reglum. Í skólum tróð ég mér alltaf með þegar átti að setja upp leiksýningar og var oftar en ekki með í að skapa handrit. Ekki man ég nú þessar sögur allar. En þetta hefur örugglega þroskað og þjálfað skapandi hugsun og skapandi lausnir. Ég hef örugglega ekki alltaf verið vinsælasta barnið í gestaboðum fjölskyldunnar, sí malandi og talandi og segjandi sögur. Svei mér þá ef ég er bara ekki svoleiðis ennþá” (segir Stefán og hlær). “Þetta þróaðist svo áfram og varð til þess að ég endaði eftir húsasmíðanám og bændaskólann á Hvanneyri, á að ég sótti um í Leiklistarskóla Íslands og komst inn. Þá var ekki aftur snúið. Í stað þess að verða bóndi var ég kominn í heim sögunnar, frásagna, listarinnar. Þrátt fyrir lesblindu þá hef ég alltaf verið ófeiminn við að skrifa og vinna dramtúrgíska vinnu, skrifa leikrit og leikgerðir. Svo þróaðist þetta og ég skrifaði tvær barnabækur, Trjálf og Mimmla og Alína tönnin og töframátturinn. Ég er hins vegar lengi búinn að ganga með

stórt verk sem ég skrifaði fyrst sem leikrit. Breytti því síðan í kvikmyndahandrit. Ég hef hins vegar ekki ennþá verið fullkomlega ánægður með formið, hvar ég vil segja þá sögu, í bók, leikhúsi eða bíói. Þessi saga er búinn að vera í vinnslu í 13 ár og ég er enn að vinna í henni. Hins vegar kviknaði hugmyndinn að spennuþríleiknum árið 2016. Þá sleit ég hásin og lá rúmfastur með tölvunni minni og var að berjast við söguna mína. Ég las þá grein um mann í Finnlandi sem hafði safnað óhemju stóru safni af eggjum og uppstoppuðum fuglum, fornum og nýjum. Þessi maður var jafnframt gríðarlega stórtækur á sölu ólöglegs varnings fyrir eggja- og fugla safnara. Þá fékk ég hugmynd um að skrifa spennusögu sem væru jafnframt þróunarsaga persónanna, væri meira en glæpasagan, kannski nær skáldsögunni. Eftir um 500 síður fannst mér ég vera búinn að tæma alla framvindu og spennu í kringum glæpasöguna sjálfa en átti mikið eftir að segja um líf aðalpersónanna. Þá ákvað ég að bækurnar yrðu að vera að minnsta kosti þrjár. Glæpasagan er mjög skemmtilegt form. Hún er í senn mjög alþýðuleg, pólitísk, sagnfræði kemur gjarnan fyrir í sögunum og svo þetta skemmtilega tvist að í seríum getur maður dýpkað persónurnar og þegar vel tekst til verða þær oft meira spennandi en glæpasagan sjálf. Það finnst mér flott.”

Hvað getur þú sagt okkur um nýju bókina? “Haustið 2018 byrjaði ég að skrifa hana. Ég vissi nákvæmlega hver fléttan var og þróun persónanna. Þegar ég hugsaði þennan þríleik í upphafi voru landfræðilegar staðsetningar á atburðinum sem leiða áfram sögurnar hins vegar ekki klárar, þótt persónurnar og þeirra saga hafi verið nokkuð klárar áður en ég byrjaði að skrifa bækurnar. En hvar er meiri dramatík í náttúrunni en í Hornafirði. Veðrið, jökullinn, hafið og litirnir, þessi magnaða einstaka náttúra geymir fegurð, kraft og hættur. Þess vegna var það mjög eðlilegt að atburðir í þessari þriðju bók sem heitir Flækjurof, gerðust í þessu umhverfi og auðvitað víðar. “

Hvernig skrifar þú spennusögu? Að skrifa spennusögur er í rauninni stærðfræði og rannsóknarvinna og jafnvel sagnfræði. Höfundur þarf að tvinna saman margar ólíkar formúlur sem þrátt fyrir allt verður að enda á niðurstöðu. Síðan þarf að leita upplýsinga um mál, fræðiheiti, líffræði, læknisfræði, trúarbrögð, landafræði, sagnfræði, og starfshætti björgunarsveita, lögreglu, slökkviliðs og presta svo fátt eitt sé nefnt. Svo sest maður niður með allar þessar upplýsingar og skemmtir sér við að leiða lesandann áfram í von og ótta, þar sem hann grunar einhvern og reynir að upplýsa glæpamálið en flækist í net höfundar. Á sunnudaginn segi ég meira frá glímu minni sem höfundur við textann, frásagnirnar og hvernig ég skrifa en jafnframt ætla ég að lesa nokkra kafla út Flækjurofi fyrir þá sem koma í létta „rauðvínsstemningu með rithöfundi“ á Hafið.”

Heimaleikir um helgina Fös. 26. júní 17:00 5. fl. kk Sindri/Neisti - Völsungur Lau. 27. júní 16:00 4. fl. kvk Sindri/Neisti - Grótta Sun. 28. júní 14:00 2. deild kvk Sindri - Álftanes

Allir á völlinn ÁFRAM SINDRI

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu, VILBORGAR EINARSDÓTTUR ljósmóður, Höfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu á Höfn sem annaðist hana af mikilli alúð. Laufey Sigurbjörn Guðný Hákon Þorbjörg Vignir barnabörn og barnabarnabörn


4

Eystrahorn

Nýlega var greint frá því að Pútin Rússaforseti er farinn að nota nær eingöngu nýja rússneska forsetabílinn sem er ekki Jaris heldur Aurus - ennfremur að forframleiðsla bílsins fyrir sérpantanir eigi að hefjast í nóvember á þessu ári. Almenn framleiðsla skal svo hefjast á fyrsta árshluta ársins 2021. Innfluttir bílar þóttu lengi vel fínni og var þetta verkefni mögulega gangsett því til höfuðs. Árið 2012 var hafist handa við að framleiða jeppa og sendibíla í verðflokki fyrir mektarfólk. Árið eftir hófst hönnum forsetabílsins undir merkjum NAMI sem útleggst sem nokkurskonar Ríkisvísindastofnun um bifreiðar- og vélknúin farartæki. Framtakið var ekki bara fjármagnað að hluta af Iðnaðar og verslunarráðuneytinu heldur hafði forsetinn ráðgefandi hlutverk við framleiðsluna. Límósína Senat – sem er bíll forsetans, er 6 tonna brynvarinn bíll, sex og hálfur metri á lengd, tveir metrar á breidd og 1,70 á hæð.

Nýi forsetabíllinn Það er spurning hvort eitthvað eigi að lesa í það að forsetinn fékk hann afhentan þegar hann var settur inn í sitt fjórða tímabil, og lögunum breytt um hámarkssetu einstakra þjóðhöfðingja. Talað er um að bíllinn eigi að kosta 25 milljónir rúblna (50 milljónir íslenskar). Til samanburðar við aðra sérútbúna bíla þjóðarleiðtoga má nefna að Aurus Pútíns er þannig dýrari en viðlíka farartæki frá Mercedes Benz en ódýrari en Rolls Royce. Vélin er hibrid og rafmagnsvélin hleðst upp af gangi bensínarvélar sem er V8 túrbovél hönnuð í samvinnu við Porsche Engineering. Hámarkshraði er gefinn upp sem 250 k.á.k og hann dregur uppí hundrað á 4.7 sekúndum. ´ Í fjölmiðlum má oft sjá gulllitaðan Aurus og Pútín klipptan inn á sömu mynd, en sá gyllti er oftast Sedan meðan Pútín og embættismennirnir virðast nota frekar svarta límósínu og eða minivaninn nafnið var valið útfrá latneska „aurum“ eða gulli. Þegar Pútín tók til starfa voru bifreiðar æðstu embættismanna Rússlands gjarna Mercedes Benz límósína af s-gerð og Pútín keyrði um á Mercedes S600 Pullman Guard fyrstu þrjú tímabil sín sem forseti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússneska ríkið lætur hanna bíl sérstaklega fyrir toppana í þjóðfélaginu. Stalín vildi hvorki sjá breska né franska bíla, Rolls Royce eða Turcat-Mery – sem aðrir leiðtogar notuðu. Hann var afturámóti mjög hrifinn af bandarískum bílum og valdi sér 12 sílindera Packard Twin 6, sem var líklega bara með brynvörðu þaki en það var bætt

Pútín og Aurus bílinn

úr því þegar 8 sílindra vélin tók við af eldri týpunni árið 1933 og Stalín fékk fyllilega brynvarinn bíl af nýjustu gerð að gjöf frá Franklin Roosevelt, Bandaríkjaforseta. Á honum fór Stalín á fræga fundi í Teheran, Jöltu og Potsdam og út um gluggann skoðaði leiðtoginn gjörsigraða Berlín. Þegar svo var komið var Stalín staðfastlega þeirrar skoðunar að fyrirmenn Sovétríkjanna ættu ekki ferðast á erlendum bílum. Þá var farið að framleiða innlendan bryndreka fyrir æðstu ráðamenn og varð hann síðar þekktur sem Zis með nokkrum undirtitlum, 115,110c, 145 og fleirum. 115 var sérstök gerð einungis fyrir aðalritarann, sem þó gat ekki stillt sig um að nota Packardinn líka þegar ekki sást til. Krúshev sneri aftur til bandarískra bíla og keyrði um á Lincoln Zephyr og Cadillac Fleetwood sem ku hafa komið úr bílaflota Hitlers. Gísli Magnússon

Packard Twin bílinn sem Stalín fékk í gjöf frá Roosevelt

Umboðsmaður Bílaleigu Flugleiða ehf / Hertz á Höfn í Hornafirði Óskað er eftir aðila til að taka að sér starf umboðsmanns Hertz á Höfn í Hornafirði og nærliggjandi markaðssvæði og reka þar bílaleigu með bílaflota sem Hertz útvegar skv. samningi þar um. Helstu ábyrgðarsvið eru að leigja út og taka á móti bílum, standsetja þá og fylgja stöðlum Hertz í þeim málum. Leitað er að þjónustulunduðum einstaklingi með þekkingu á rekstri fyrirtækja, bifreiðum og hefur yfir ríkri þjónustlund að ráða. Er tilbúinn til að koma fram sem fulltrúi þessa heimsfræga vörumerkis af ábyrgð, heiðarleika í garð starfsmanna Hertz og viðskiptavina. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Umbosðlaun og fastur kostnaður er greiddur og önnur fríðindi samkvæmt umboðsmannasamningi. Allar nánari upplýsingar fást hjá atvinna@hertz.is eða í síma 858-0458


Eystrahorn

5

KJÖRFUNDUR

Kjörfundir vegna forsetakosninga 27. júní 2020 verða sem hér segir: Kjördeild I Öræfi........... Hofgarður......... Frá kl. 12:00* Kjördeild II Suðursveit..Hrollaugsstaðir.Frá kl. 12:00* Kjördeild III Mýrar.........Holt.................... Frá kl. 12:00* Kjördeild IV Nes..............Mánagarður...... Frá kl. 12:00 -22:00 Kjördeild V Höfn............Heppuskóla....... Frá kl. 09:00-22:00 *) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89.gr laga nr.24/2000 um kosningar til alþingis. Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Heppuskóla á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Höfn 15. júní 2020. Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Laust starf í félagsmiðstöðinni Þrykkjunni Laust starf í félagsmiðstöðinni Þrykkjunni

Óskað er eftir umsóknum frá karlkyns umsækjendum (eldri en 18. ára) til að gæta að réttu kynjahlutfalli í starfsemi Þrykkjunnar. Óskað er eftir umsóknum frá karlkyns umsækjendum (eldri en 18.Frístundaleiðbeinandi ára) til að gæta að réttu kynjahlutfalli Þrykkjunnar. í 30% stöðuí starfsemi í Þrykkjunni.

Frístundaleiðbeinandi í 30% stöðu í Þrykkjunni. Ábyrgðarog starfsvið • Kemur að skipulagningu tómstundastarfs og starfar með börnum og Ábyrgðarog ástarfsvið ungmennum opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. •• Vinnur Kemur að að forvörnum skipulagningu tómstundastarfs á breiðum grunni. og starfar með börnum og ungmennum á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. •Umsækjendur Vinnur að forvörnum á breiðum grunni. festu, vera liprir í þurfa að búa yfir ákveðinni mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Umsækjendur þurfa að búa yfir ákveðinni festu, vera liprir í mannlegum samskiptum ogjúlí hafa2020 hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 15.

Umsóknarfrestur er ásamt til 15. ferilskrá, júlí 2020berist til Herdísar I. Waage Skriflegar umsóknir tómstundafulltrúa á netfangið herdisiw@hornafjordur.is sem jafnframt Skriflegar umsóknir ásamt s:ferilskrá, berist til Herdísar I. Waage veitir frekari upplýsingar, 470 8000 . tómstundafulltrúa á netfangið herdisiw@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8000.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Við tökum vel á móti þér á Höfn Við tökum vel á móti þér í nýrri og endurbættri þjónustustöð okkar á Höfn og bjóðum úrval opnunartilboða um helgina.

Hlökkum til að sjá þig!

Tilboð á N1 Höfn 27. og 28. júní

Ostborgari

1.499 kr.

m/frönskum og gosi

Pylsa og Coke í dós 399 kr.

Tilboð gildir 27.-28. júní.

Tilboð gildir 27.-28. júní.

20%

afsláttur af Sonax hreinsivörum

Tilboð gildir í júní og júlí

ALLA LEIÐ

N1 Höfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.