25.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 23. júní 2016

25. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Fiskur og Fólk

Ljósmyndasýning Steinars Garðarssonar Fiskur & Fólk er fyrsta ljósmyndasýning hans og eru myndirnar teknar á níunda áratug síðustu aldar á Höfn. Steinar er borinn og barnfæddur Hornfirðingur eins og áður hefur komið fram í blaðinu. Aðal ljósmyndaefni Steinars hafa ætíð verið mannlífsmyndir og allt sem þeim viðkemur. Það er óhætt að segja að myndirnar eru sérstaklega áhugaverðar og ekki síður skemmtilegar.

Sýningin er í Stúkusalnum í austurenda Miklagarðs og verður opin til 10. júlí.

Söngtónleikar Nönnu Halldóru og Sólveigar

Nanna Halldóra Imsland og Sólveig Sigurðardóttir halda tónleika í Hafnarkirkju þriðjudaginn 28. júní.

Þær stöllur sungu saman í kór frá 7 ára aldri, fyrst í Barnakór Hornafjarðar og síðan í sönghópnum Vox Luminae. Árið sem þær fermdust fóru þær að syngja með Samkór Hornafjarðar og sungu þar oft einsöng auk þess að spila á hljóðfæri við ýmsar athafnir í kirkjunni. Þær hafa báðar lagt stund á söngnám

og sungið víða, bæði einar og með ýmsum hópum. Síðastliðinn vetur söng Nanna Halldóra með Kammerkór Egilsstaðakirkju, en Sólveig með Sönghópnum Fjárlaganefnd sem einmitt tók þátt í afmælishátíð hjá Hafnar- og Bjarnaneskirkju í síðasta mánuði. Tónleikarnir hefjast kl. Aðgangseyrir kr. 1.500.

20:00. Nanna Halldóra og Sólveig nýbúnar að syngja á tónleikum fyrir 15 árum

Skuggakosningar á Hornafirði

Undanfarið hefur Ungmennaráð Hornafjarðar unnið að framkvæmd skuggakosninga fyrir ungmenni, þær fyrstu á Íslandi. Munu þær fara fram þann 25. júní, samhliða alvöru forsetakosningunum. Kosningarétt hafa einstaklingar með lögheimili í sveitarfélaginu fæddir á árunum 1998-2003. Markmið verkefnisins er að auka dvínandi kosningaþátttöku ungs fólks, að kenna ungmennum sveitarfélagsins að kjósa, mynda sjálfstæðar skoðanir og auka áhuga á samfélagslegum málefnum, þar á meðal pólitík. Unnið verður úr niðurstöðunum og mun Ungmennaráð Hornafjarðar senda frá sér ítarlega skýrslu um allt ferlið sem önnur ungmennaráð um land allt geta nýtt sér við framkvæmd skuggakosninga í framtíðinni. Sem ungmenni tel ég ástæður fyrir dvínandi kosningaþátttöku ekki vera leti eða áhugaleysi, heldur er kunnáttan og fræðslan ekki til staðar. Fræðsla um pólitík er mikilvæg fyrir alla, en sérstaklega fólk sem er að kjósa í fyrsta skipti. Ekki að það

eigi að gefa ungmennum allt upp í hendurnar, heldur reyna að höfða til okkar og vekja áhuga áður en flokkar, og einstaklingar, til dæmis forsetaframbjóðendur þurfa á atkvæði okkar að halda. Ungt fólk verður að læra að taka upplýsta og sjálfstæða ákvörðun, og koma henni til skila með því að nýta kosningaréttinn til fulls. Við erum næsta kynslóð sem mun koma til með að taka þátt í allskonar kosningum í framtíðinni, og tel ég það mjög mikilvægt og í samræmi við fullkomið lýðræði að við kunnum og getum nýtt okkur kosningaréttinn okkar til hins ýtrasta. Að því sögðu hvet ég alla unglinga Hornafjarðar til að mæta á kjörstað á laugardaginn, á milli 12:00 og 20:00 (kjörstaðir í sveitunum opnir á öðrum tíma, auglýst seinna)og hjálpa okkur að setja gott fordæmi og sýna Íslandi að okkur er ekki sama, við höfum svo sannarlega rödd og við ætlum að láta í okkur heyra.

Þitt atkvæði skiptir miklu máli! Virðingarfyllst, Þórdís María Einarsdóttir Formaður kjörstjórnar Skuggakosninga 2016 og aðalmaður ungmennaráðs Hornafjarðar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 23. júní 2016

Eystrahorn

Helgihald í Bjarnanesprestakalli sumarið 2016

26. júní

Kvöldmessa í Hofskirkju kl. 20:00

3. júlí

Kvöldmessa í Hafnarkirkju kl. 20:00

10. júlí

Messa kl. 11:00 á RÚV Rás1 Kvöldmessa í Bjarnaneskirkju kl. 20:00

29. júlí

Ólafsmessa/tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju kl. 20:00

14. ágúst

Kvöldmessa í Hafnarkirkju kl. 17:00

21. ágúst

Messa í Brunnhólskirkju kl. 14:00. Kirkjudagur. Kaffi og tónleikar eftir messu.

28. ágúst

Guðsþjónusta í Stafafellskirkju kl. 14:00. Kirkjudagur. Kaffi í Fundarhúsi.

Hofskirkja

Verktaki í heyskap

Sunnudaginn 26. júní Messa kl 20:00 Prestarnir og sóknarnefndin

Kaþólska kirkjan- messuhald Messur verða haldnar á eftirtöldum dögum: 26. júní 10. júlí 31. júlí 14. ágúst, David biskup messar 28. ágúst

Sláttur, rakstur og rúllubinding/plöstun Nýjung í heyskap, plast í stað nets/garns Get boðið bleikt rúlluplast til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini Hafið samband tímanlega í síma 861-1029 Salat, krydd, matjurtir, sumarblóm, trjáplöntur, skrautrunnar, fjölær blóm og fl. Tilboð

Hlökkum til að hittast saman. Og gleðilegt sumarfrí öllum sem fara.

Sólstöðublót

Sólstöðublót verður við Heinaberg laugardagskvöldið 25. júní kl. 22:00 Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur mætir á blótið og spjallar við áhugasama um blótsiði en hún hefur skrifað um blót í bókum sínum, m.a. um ambáttina Korku og landsnámskonuna Auði djúpúðgu.

10 daggarbrár áður 1950 kr. nú 1490 kr. 10 stjúpur áður 1950 kr. nú 1490 kr. Tóbakshorn áður 1290 kr. nú 990 kr. Glæsitoppur áður 2450 kr. nú 1950 kr.

Ath. allar plöntur ræktaðar í Dilksnesi. Opið virka daga í júní og júlí kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 – 15:00. Opnunartími í ágúst eftir samkomulagi.

Gróðrarstöðin Dilksnesi

Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Jaspis Fasteignasala

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

NÝTT Á SKRÁ

VÍKURBRAUT

Til sölu góð 79,8 m², 2ja herb. íbúð með sólstofu, íbúðin hentar vel þeim sem eru að minnka við sig.

NÝTT Á SKRÁ

VESTURBRAUT

Um er að ræða gott og vel skipulagt steypt 145,1 m²einbýlishús, ásamt 57,5, m² hlöðnum bílskúr, samtals 202,6 m². 4 svefnherbergi, nýtt þak, stór steypt verönd við húsið.

Verð: 32 millj.

NÝTT Á SKRÁ

BUGÐULEIRA

Fullbúinn 137,6 m² eignarhluti á annarri hæð í atvinnuhúsnæði. Húsnæðið skiptist í 3 herbergi, ásamt starfsmannaaðstöðu.


Eystrahorn

Fimmtudagur 23. júní 2016

www.eystrahorn.is

Skuggakosningar og kosningaþátttaka Af hverju ekki? er ein af þeim stóru spurningum sem illa fæst svarað þegar rætt er um kosningaþátttöku ungs fólks. Ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum fer kjörsókn ungs fólks dvínandi og því ekki nema von að fólk spyrji um ástæður. Af hverju mætir ungt fólk ekki á kjörstað? Að kjósa er ekki aðeins mikilvægur réttur hvers og eins heldur er það einnig ábyrgð sem lögð er á herðar allra landsmanna sem náð hafa kjöraldri. Margir halda því fram að atkvæði þeirra skipti ekki máli. Sumir segja að þeir viti ekki nægilega mikið um hvað málefnið snýst eða hvaða frambjóðenda þeir ættu að kjósa, á meðan aðrir afsaka laka kjörsókn með algjöru vantrausti á þeim frambjóðendum sem í kjöri eru hverju sinni. Hver svosem ástæðan er, afsakar ekkert að gefa frá sér þann mikilvæga lýðræðislega rétt sem kosningar eru. Til að stuðla að þeim breytingum sem við viljum sjá í landinu, þurfum við að tala og láta raddir okkar heyrast. Það er því mikilvægt að hver og einn

nýti kosningarétt sinn og hafi þannig áhrif á þau fjölbreyttu málefni sem varða samfélagið okkar allra. Þitt atkvæði er þín rödd. Til að auðvelda hornfirskum ungmennum sín fyrstu skref í kosningum hefur ungmennaráð Hornafjarðar útbúið bækling þar sem hver forsetaframbjóðandi kynnir sig og sínar hugmyndir er varða forsetaembættið. Bæklingnum hefur nú verið deilt á alla helstu samfélagsmiðla bæjarfélagsins auk þess að hægt er að nálgast hann í Miðbæ, Nýheimum og Sundlaug Hafnar. Ég vil því hvetja öll ungmenni, auk þeirra sem eldri eru og hafa ekki gert upp hug sinn fyrir komandi kosningar að ná sér í eintak, kynna sér frambjóðendur og taka vel upplýsta ákvörðun um hver leiða eigi þjóðina næsta kjörtímabil. Og lýðræðisins vegna, þið sem tilheyrið þeim 33,5 prósentum þjóðarinnar sem ekki kusuð í sveitastjórnarkosningum árið 2014, ungir sem aldnir. Drífið ykkur á kjörstað þann 25. júní og kjósið.

Með von um góða kosningaþátttöku, Dagbjört Ýr Kiesel Fráfarandi tómstundafulltrúi

Umhverfisviðurkenning

Atvinna - Lönguhólar

Umhverfisnefnd auglýsir eftir tilnefningum, einstaklingi (um), félagasamstökum, stofnun, fyrirtæki og lögbýlum til sveita, sem hefur með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúru og umhverfi að eðlilegum þætti í störfum sínum og rekstri eða hefur á annan hátt lagt mikið af mörkum til verndunar náttúru og umhverfis.

Auglýst er eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum á Leikskólann Lönguhóla. Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia.

Frestur til að tilnefna er til 9. ágúst, tilnefningum skal skila á skrifstofu Ráðhússins Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði eða á netfangið bryndis@hornafjordur.is Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Einstaklingar eru hvattir til að hafa samband til að kynna sér launakjör Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júní s.l. reglur um afslátt til handa starfsfólki með börn á leikskólunum sem er 50 % afsláttur af leikskólagjaldi auk þess að börn starfsmanna hafa forgang að leikskólaplássi. Nánari upplýsingar hjá Margréti leikskólastjóra í síma 470-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is, umsóknir berist til Margrétar.

Framtíðarstarf í ræstingum á HSU Hornafirði

Ragnhildur Magnúsdóttir

Laus 60% staða við ræstingar á Skjólgarði hjúkrunardeild. Laun samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Afl starfsgreinafélags. Upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri, asgerdur@hssa.is eða Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri, matthildur@hssa.is. Umsóknafrestur er til og með 30. júní. Viðkomandi getur hafið störf strax.

kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Höfn 4. - 5. júlí. Tímabókanir í síma 470-8600.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 23. júní 2016

Eystrahorn

Hjólað í umferðinni barninu að hjóla aldrei á götunni. Ekki er nóg að Að hjóla er góð æfing fyrir börn. Það þjálfar vöðva barnsins, samhæfingu handa og fóta og jafnvægi. fara yfir þetta einu sinni með barninu heldur verða foreldrar sífellt að hafa eftirlit með því. Tilvalið Börn eiga hins vegar erfitt með að meta hraða, fjarlægð og hvaðan hljóð berast. Þau eiga erfitt er að nota tímann til að vera úti með barninu og fylgjast þannig með því og leiðbeina á jákvæðan og með að setja sig í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn bíla hyggjast gera. Eins eiga þau erfitt góðan hátt. Æskilegt er að hjóla frekar á gangstéttum og með að sjá aðstæður í heild eða samhengi á milli smáatriða. Ung börn eiga sérstaklega erfitt með að göngustígum en á götum, en þar hafa gangandi einbeita sér að mörgum atriðum í einu. vegfarendur forgang. Hringja skal bjöllu tímanlega Miðað við almennan þroska og getu barna er þegar komið er aftan að gangandi fólki. Á barnið fyrst tilbúið til að hjóla í umferðinni við 10-12 sambyggðum gang- og hjólastígum skal fylgja merkingum um hvoru megin eigi að hjóla. ára aldur. Fram að þeim aldri er fjarlægðarskynið ekki fullþroskað þannig að barninu finnst hlutirnir Hjólreiðamaður þarf að gefa merki um ætlun vera lengra í burtu en þeir í rauninni eru. Yngri sína í umferðinni. Aðallega er um tvenns konar börn hafa heldur ekki eins góða hliðarsýn og þau merkjagjöf. Annars vegar að rétta út hendi til sem eldri eru. Heyrn barna yngri en 8 ára er ekki vinstri eða hægri ef ætlunin er að beygja. Hins fullþroskuð og geta þau því ekki greint úr hvaða átt vegar að setja höndina upp þegar stöðvað er. hljóð kemur. Við 10 ára aldur hafa þau náð fullum Ætlast er til að merkið sé gefið tímanlega og hafa jafnvægisþroska. Það er því fyrst við 10-12 ára aldur báðar hendur á stýri á meðan beygt eða stöðvað sem þau hafa þroska til að meðtaka allt sem fer er, svo ekki sé hætta á að hjólreiðamaðurinn missi stjórn á hjólinu. fram í kringum þau þar sem þau hjóla. Áður en barnið fer út á nýju hjóli þarf að velja svæði Áður en barninu er leyft að hjóla í umferðinni Morgunblaðið 25.-26.06.2016: sem eru örugg fyrir barnið að hjóla á. Gatan fyrir er mikilvægt að fara vel yfir umferðareglur framan heimilið er alls ekki rétti staðurinn, þó að hjólreiðamanna. íbúðahverfið teljist vera rólegt hverfi. Brýnið fyrir

Hverjar eru helstu orsakir reiðhjóla-slysa hjá börnum yngri en 10 ára? • • • • • • •

Börn beygja skyndilega fyrir bíla. Börn víkja ekki fyrir bílum. Börn eru annars hugar. Börn stytta sér leið. Börn hjóla á rangri akrein. Börn fara ekki eftir umferðarskiltum. Börn hafa lélegt jafnvægi.

Heimildir: www.barn.is, www.6h.is, www. heilsugaeslan.is og www.msb.is F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ólöf Árnadóttir Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Rangárþingi

TIL LEIGU Eitt eða tvö herbergi til leigu til langs tíma í húsi á besta stað á Höfn. Fullt aðgengi að þvottahúsi, tveimur baðherbergjum og tveimur eldhúsum og stofu. Vinnuskipti eru í boði gegn frírri leigu. Vinsamlegast hafið samband í netfangi: stefangudjons@gmail.com.

Rakarastofan verður í sumarfríi eftirtaldar vikur í sumar: 27. júní - 1. júlí 11. - 15. júlí 25. - 29. júlí Rakarastofa Baldvins

Rafvirki á Höfn í Hornafirði RARIK ohf. auglýsir eftir rafvirkja með aðsetur á Höfn í Hornafirði. Hér er um fjölbreytt starf að ræða sem felur í sér mælaumsjón, undirbúning verkefna og gagnaskráningu fyrir dreifikerfi RARIK á Suðausturlandi. Starfssvið ● ● ● ● ● ●

Umsjón með orkumælum Tenging nýrra viðskiptavina Samskipti við rafverktaka Þjónusta við viðskiptavini Gagnaskráningar Undirbúningur verkefna

Hæfniskröfur ● ● ● ● ●

Sveinspróf í rafvirkjun Öryggisvitund Hæfni í mannlegum samskiptum Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt Almenn tölvukunnátta

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um, nánari upplýsingar veitir Finnur Freyr Magnússon, deildarstjóri rekstrarsviðs á Austurlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.

RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is


Humarhátíð 2016 Dagskrá

FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 8:00 - 22:00 Skreiðarskemman - Hornafjarðarsöfn 8:00 - 22:00 Verðbúðin Miklagarði - Hornafjarðarsöfn 8:00 - 22:00 Ljósmyndasýning „Fiskur og fólk” í Miklagarði - Hornafjarðarsöfn 19:00 Sindrabær- Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar. Húsið opnað kl.19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00

Þjóðakvöld Kvennakórsins Fimmtudaginn 23. júní í SINDRABÆ. Þema kvöldsins er KANADA. Húsið opnað kl. 19:30 og herlegheitin hefjast kl. 20:00 Verð: kr. 4000, matur og skemmtun. Kvennakór Hornafjarðar.

FRÍ

FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ

TT I

8:00 - 22:00 Skreiðarskemman

NN

8:00 - 22:00 Verbúðin Miklagarði 8:00 - 20:00 Ljósmyndasýning „Fiskur og fólk” í Miklagarði - Hornafjarðarsöfn 9:00 - 15:00 Listasafn “Global Raft” 13:00 - 15:00 Húsasmiðjan - Grillaðar pylsur í boði Húsasmiðjunnar 14:00 - 18:00 Kartöfluhúsið - Millibör, Töfra Tröll og Kristei. Heitt á könnunni 18:00 - 20:00 Humarsúpa um allan bæ. Sjá kort.

“Af fingrum fram”

SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF

18:00 Jógaflæði í Hornhúsinu 19:30 Mjúkt slakandi jóga í Hornhúsinu 21: 00 Af fingrum fram - Tónleikar með Jóni Ólafsyni, Páli Óskari og Róberti Þórhalls bassaleikara í Íþróttahúsinu. Frítt inn.

HumarTónleikar föstudagskvöldið 24. júní í íþróttahúsinu.

Páll Óskar, Jón Ólafs píanó og Róbert Þórhalls bassi Þessi ógleymanlega kvöldstund er í raun uppistand með tónlist.

STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2016


STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2016

LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 6:15 Góðan dag, einfaldlega jóga í Hornhúsinu 8:00 - 22:00 Skreiðarskemman 8:00 - 22:00 Mikligarður – Verbúð 8:00 - 22:00 Ljósmyndasýningin „Fiskur og fólk” í Miklagarði 9:30 Heimsmeistaramót í Hornafjarðamanni í Nýheimum 10:00 Humarhátíðarmót í golfi 10:00 - 12:00 Sundlaug Hafnar - frítt í sund 10:00 - 22:00 Forsetakosningar í Heppuskóla 12:00 - 20:00 Skuggakosningar í Heppuskóla 12:00 - 18:00 Kartöfluhúsið - Millibör, Töfra Tröll og Kristei. Heitt á könnunni 12:00 - 18:00 4x4 bílasýning á íþróttasvæðinu 12:00 - 18:00 Litli listaskálinn á Sléttunni - Gingó 12:00 Skrúðganga frá N1 vesturbraut 12:00 Hlussu bolti (bubble ball) 13:00 Kassabílarallí í boði Landsbankans

13:00 - 17:00 Listasafn „Global Raft” 13:00 - 17:00 Hoppukastalar á íþróttasvæði 13:30 Heimsmet í humarlokugerð á íþróttasvæði 14:00 Liðleiki og sveigjanleiki í Hornhúsinu 14:00 Söngvakeppni í íþróttahúsinu. 15:00 Kúadellulottó 15:00 Söngvaborg í íþróttahúsinu 15:30 Páll Óskar með barnaskemmtun í íþróttahúsinu 15:30 Mjúkt, slakandi jóga í Hornhúsinu 16:00 Knattspyrnuleikur á Sindravelli, boðið upp á humarsúpu 22:00 - 00:00 Ungmennadansleikur í Nýheimum, Emmsjé Gauti kemur fram. 00:00 Dansleikur með Páli Óskari í íþróttahúsinu

HM í HM Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 9:30 á laugardaginn í Nýheimum Útbreiðslustjóri

ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM GÓÐAN STUÐNING VEGNA HUMARHÁTÍÐAR 2016 Sjóvá almennar SBA-Norðurleið Vélsmiðja Hornafjarðar ehf Deloitte ehf Funi ehf. Sorphreinsun Ögmund ehf verkstæði Málningarþjónusta Hornafjarðar

Martölvan Gistiheimilið Hvammur G. Karlsson ehf Glacier Trips ehf Sterna (Bílar og fólk) Húsgagnaval Jaspis

Sérstakar þakkir til allra sem lögðu til heimili sín og garða fyrir humarsúpu.


STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2016 SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF

SUNNUDAGURINN 28. JÚNÍ 6:15 Góðan dag, einfaldlega jóga í Hornhúsinu 8:00 - 22:00 Skreiðarskemman

12:00 Íþróttaálfurinn á Sindravelli 13:00 Frjálsar íþróttir 13:00 - 17:00 Listasafn „Global Raft”

8:00 - 22:00 Mikligarður – Verbúð 8:00 - 22:00 Ljósmyndasýningin „Fiskur og fólk” í Miklagarði

13:00 - 15:00 Hoppukastalar 14:00 Jafnvægi - Hornhúsið 15:30 Mjúkt slakandi jóga í Hornhúsinu

10:00 - 12:00 Frítt í sund 12:00 - 16:00 Kartöfluhúsið - Millibör, Töfra Tröll og Kristei. Heitt á könnunni

Sjálfboðaliðar óskast ! Óskum eftir sjálfboðaliðum yfir Humarhátíðarhelgina.

Áhugasamir hafið samband við Gunnar Inga í síma 899-1988

5

1 NÝIBÆR 2 RAUÐATORG

3

3 HLÍÐARTÚN 12 4

4

HLÍÐARTÚN 21

5 SILFURBRAUT 31

1 2

STOLTIR STYRKTARAÐILAR HUMARHÁTÍÐAR 2016

HAFNARBÚÐðIN Veitingastaður við hö fnina. Restaurant by the harbor.

Þingvað ehf Byggingarverktakar



Eystrahorn

Fimmtudagur 23. júní 2016

www.eystrahorn.is

Kjörstaðir skuggakosninga Eftirfarandi kjörstaðir verða opnir yfir þau ungmenni sem kjósa í skuggakosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Hofgarður Hrollaugsstaður Holt Heppuskóli

kl. kl. kl. kl.

13:00 - 13:30 14:30 15:30 12:00 - 20:00

Nes, Lón og Höfn kjósa í Heppuskóla. Þau ungmenni sem eru fædd á árinu 2003 til 1998 (þau sem ekki hafa kosningarétt)og eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði frá 4. júní 2016 hafa rétt til að kjósa. Sömu reglur gilda á kjörstað og við almennar kosningar. Ekki skal vera með háreisti né áróður á kjörstað. Kjörstjórn Ungmennaráðs.

KJÖRFUNDIR Kjörfundir vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 verða sem hér segir: Kjördeild I Öræfi Kjördeild II Suðursveit Kjördeild III Mýrar Kjördeild IV Nes Kjördeild V Höfn

Hofgarður Hrollaugsstaðir Holt Mánagarður Heppuskóla

Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00 - 22:00 Frá kl. 09:00 - 22:00

*) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89.gr laga nr.24/2000 um kosningar til alþingis.

Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði.

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Sindrabæ á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Höfn 14 júní 2016 Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson

Humarhátíð á Hótel Höfn Humarloka 1.290 kr. Humarsúpa 1.990 kr. 12“ Humarpizza 2.990 kr. Humar í orly 1.290 kr. Gildir á Ósnum dagana 24. - 26. júní frá kl. 12:00-17:00

Opið föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12:00 – 19:00 Bon appetit! í Nýheimum Humarsúpa og humarbrauð. Smurbrauð, tertur og kökur Tek ekki kort.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.