26.tbl

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 18. ágúst 2016

26. tbl. 34. árgangur

Bók um Hákon Finnsson í Borgum Út er komin bókin Hákon Finnsson – frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði. Segir þar frá lífshlaupi manns sem fæddist þjóðhátíðarárið 1874 en ólst upp á sveitinni eftir að jörð foreldranna fór í eyði af völdum sandfoks og fjölskyldan sundraðist. Fyrsti hluti bókarinnar er áður óbirt sjálfsævisaga sem Hákon lauk að rita ríflega þrítugur að aldri. Sögusviðið eru ýmsir bæir á Rangárvöllum og lýsir Hákon uppvaxtarárum sínum þar með þeim hætti að auðvelt er fyrir lesandann að setja sig í spor sögumanns. Snilldarlega rituð samtímalýsing sem lýsir kröppum kjörum og vinnuhörku. Síðar lá leiðin til Reykjavíkur og áfram norður í land því 22ja ára hóf Hákon nám við Gagnfræðaskólann

á Möðruvöllum. Að náminu loknu hélt hann austur á Hérað og gerðist þar um hríð kennari, organisti og kórstjóri auk þess að sinna ýmsum tilfallandi störfum. Æskudraumurinn var samt að gerast bóndi og ráða sér sjálfur. Nýlega kvæntur Ingiríði Guðmundsdóttur fengu hjónin leiguábúð á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þegar Hákon frétti að Borgir í Hornafirði væru til sölu gekk hann suður í Nes og festi kaup á jörðinni. Miðhluti bókarinnar lýsir uppbyggingunni í Borgum en síðasti hlutinn fjallar nánar um lífshlaup og störf Hákonar. Bókin er 156 bls., litprentuð og bundin í harða kápu, prýdd 84 myndum og fjölda rammagreina. Útgefendur eru Karl Skírnisson (karlsk@hi.is, s. 848-1199, Víðihvammi 3, 200 Kópavogi) og

Nú þegar sumrinu fer að ljúka þá hefst undirbúningurinn fyrir veturinn í Vöruhúsinu og Fab Lab smiðjunni. Í vetur verður boðið upp á ýmis námskeið eins og t.d. námskeið í gerð rafrásabretta, þrívíddarhönnun og þrívíddarprentun. Einnig verður boðið upp á byrjendanámskeið eins og hefur verið gert á haustin og eftir áramót. Seinna í vetur verður boðið upp á námskeið í teikningu fyrir CNC fræsara og Cigar Box gítarsmíði.

Sunna Guðmundsdóttir kennari hefur umsjón með Fab Lab kennslu á vegum grunnskólans.

Hákon Hansson (hih@eldhorn. is, s. 862-4348, Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík) og sjá þeir frændur um afgreiðslu bókarinnar um afa sinn. Verð ritsins er kr. 5000,Bankaupplýsingar eru 0537-14123045, kt. 080653-5069.

Haldin verður útgáfuhátíð í Borgum 20. ágúst kl. 15:00 Þar munu þeir Hákon Ingvi og Karl segja lítillega frá tilurð bókarinnar. Hægt verður að kaupa bókina á staðnum. Allir eru hjartanlegar velkomnir í Borgir á þessa útgáfuhátíð.

Fab Lab og Fab Academy

Í vetur verður sú breyting á að kennarar og nemendur frá Djúpavogi munu sækja smiðjuna og læra á forrit og Fab Lab tækin. Við hlökkum mikið til að hefja þá vinnu og vonumst eftir farsælu samstarfi. Einnig verður aukið samstarf við Grunnskóla Hornafjarðar. Allir nemendur í 5. bekk fá tíma í smiðjunni þar sem boðið verður upp á kynningu og verkefni unnin. Nemendur frá 7. til 10. bekk hafa möguleika á því að velja Fab Lab sem smiðju en hver smiðja stendur í um 8 vikur.

Þann 5. júlí sl. lauk Vilhjálmur, forstöðumaður Vöruhússins og Fab Lab Hornafjarðar, námi í Fab Academy en það er nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy námið var þróað í MIT háskólanum í Boston og er það kennt í fjarkennslu af Neil Gershenfeld prófessor í MIT. Námið fer þannig fram að nemendur velja sér lokaverkefni í byrjun og þurfa að skila inn vikulegum verkefnum inn á heimasíðu sem þeir hanna sjálfir. Nemendur tengja vikulegu verkefnin við sitt lokaverkefni ef það er mögulegt hverju sinni til þess að tíminn nýtist sem best. Lokaverkefni Vilhjálms var Theremin gítar. Hönnun gítarsins fólst meðal annars í því að settir voru ljósnæmir skynjarar í háls gítarsins og hönnuð iðntölva sem les merki frá skynjurum og framkallar theremin hljóð með því að hreyfa hendurnar yfir skynjurunum. Slíkur gítar hefur aldrei verið hannaður áður og er

því um algjöra nýsköpun að ræða. Öll Fab Academy lokaverkefni eru opin almenningi og hægt er að hala niður skjölum og skoða leiðbeiningar um hvernig á að búa þau til. Hér er tengill á heimasíðu Fab Academy og hægt er að finna skilaverkefni Vilhjálms undir „Students“: http://archive.fabacademy.org/ archives/2016/master/ Opnunartími Fab Lab smiðjunnar er á þriðjudögum kl. 13:00-17:00 og á fimmtudögum kl. 17:00-

20:00. Rýmri opnunartími er fyrir þá sem hafa náð færni á tækin. Það þarf ekki að hafa farið á námskeið til þess að mæta í smiðjuna á opnunartíma. Allir eru velkomnir í Vöruhúsið, sjáumst í vetur og verum skapandi!

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
26.tbl by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu