Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
26. tbl. 35. árgangur
Vel heppnaðri tónlistarhátíð lokið
Um helgina fór fram fyrsta tónlistarhátíðin Vírdós, sem er hátíð óvenjulegra hljóðfæra en þar var boðið upp á ýmsa viðburði tengt tónlist og hljóðfærasmíði. Það hafði blundað í mér lengi að búa til tónlistarhátíð á Hornfirði sem hefði ákveðið þema eins og Hammondhátíð á Djúpavogi. Með tilkomu Fab Lab smiðjunnar varð til ákveðin þekking í að búa til ýmis skrítin og skemmtileg hljóðfæri. Sumir tónlistar menn sem höfðu aðstöðu í húsinu fóru einnig að smíða sjálfir eða í tengslum við nám sem þeir stunduðu í smiðjunni. Okkur langaði líka að tengjast öðru fólki víðsvegar af landinu sem hefði áhuga á hljóðfærasmíði. Í kjölfarið ákvað ég að nefna það við Guðrúnu Sturlaugsdóttur að ég vildi stofna slíka hátíð, hún hvatti mig til þess sækja um styrk hjá SASS og boltinn fór að rúlla. Eftir langa leit að nafni fékk hátíðin nafnið Vírdós. Nafnið kemur frá niðursuðudós sem er búið að breyta í gítar og einnig tenging við enska orðið weirdos. Ég vissi að ég myndi ekki geta þetta einn og fékk því Tjörva
Óskarsson með mér varðandi skipulag og framkvæmd en hann hefur mikla reynslu með að vinna með hljóð og er einnig raftónlistarmaður. Vírdós hófst á fimmtu deginum á Jóni ríka í Hólmi en þar tókum við á móti áhugahljóðfærasmið frá Keflavík sem heitir Þorkell Jósef Óskarsson og héldum tónlistar djamm um kvöldið. Á föstudeginum hélt Þorkell Jósef svo vinnustofu í Vöruhúsinu þar sem hann spjallaði um hljóðfærasmíði sína og menn fengu að prufa hina ýmsu gítara. Um kvöldið voru svo haldnir tónleikar
í Skreiðarskemmunni en þar spiluðu Spaghetti bandið, Vibrato Blues Band, Subminimal og Misty. Það voru ekki margir en stemningin var mögnuð og Skreiðarskemman er ótrúlega skemmtilegur tónleikastaður með mikinn karakter. Á laugardeginum héldum við hljóðfærasýningu í Nettó og sýndum heimasmíðuð hljóðfæri og gítarmagnara. Um kvöldið héldum við svo tónleika og ball á nýopnuðum skemmtistað, Hafinu. Í byrjun tónleikanna hituðu hornfirskir tónlistarmenn upp með því að spila á slide gítar og önnur hljóðfæri. Síðan spilaði Pétur Ben og bauð upp á frábæra tónlistar upplifun. Eftir honum komu svo Föstudagslögin, Stefán í
Dimmu og Andri gítarleikari. Þeir voru alveg magnaðir og heilluðu salinn upp úr skónum. Eftir tónleika steig hljómsveitin Horny Stones á svið og spilaði fyrir dansi. Frábær mæting var á tónleikana og ballið en hátt í 200 manns mættu og skemmtu sér vel. Okkur Tjörva langar þakka öllum þeim sem komu að VÍRDÓS, tónlistarmönnunum, þeim sem hjálpuðu til og fyrirtækin sem veittu styrki. Sérstakar þakkir fá SASS, SkinneyÞinganes, Hótel Höfn, Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafið, Jón ríki, Nettó og Efnalaug Dóru. VÍRDÓS er komið til að vera, áfram hornfirskt tónlistarlíf! Villi Magg
2
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
Hársnyrtistofan Flikk. Austurbraut 15. S: 478-2110. A.T.H. STOFAN verður lokuð frá 9.-19. september. Úrval af fallegum gjafavörum og skartgripum
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Dagsferðin 2. september Mæting í dagsferðina laugardaginn 2. september er kl. 09:00 frá EKRUNNI. Þátttökugjald 750 kr. á mann. Greiðist í rútunni. Áætluð heimkoma um kl.19:00. FERÐANEFNDIN Kæra frændfólk og vinir Þann 15. júlí sl. hélt ég upp á 80 ára afmælið mitt í Sindrabæ með glæsibrag, sem ég gleymi ekki. Því vil ég þakka öllu þessu fólki sem þar var fyrir höfðingjulegar gjafir sem það færði mér og ekki síst öllu þessu fólki sem stóð í því að hjálpa okkur Biddý að gera þennan dag svo eftirminnilegan. Það var sungið og ég fékk mörg falleg orð sögð þetta kvöld. Maturinn var góður að hætti Biddýjar og með hjálp Eydísar frænku sinnar og Sveins tengdasonar hennar tókst þetta vel. Svo vil ég þakka Hauki Þorvalds og hans mönnum sem gerðu fjörið í dansinum. Einnig ungu þjónunum Kristófer og Simma sem stóðu sig vel að hugsa um gestina. Með kærri kveðju Siddi Hæðargarði 6 781 Hornafjörður
Til sölu fullbúið 36m2 sumarhús. Nánari upplýsingar veitir Geir í síma 861-8602
Vinstrihreyfingin grænt framboð á Hornafirði auglýsir félagsfund í Nýheimum, 31. ágúst kl. 19:30. Gestur fundarins verður þingmaðurinn Ari Trausti Guðmundsson. Nýir félagar velkomnir.
Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Eystrahorn
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Krosseyjarvegi 17 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is
KAUPMANNSHÚSIÐ/KAUPFÉLAGSHÚSIÐ
Til sölu er elsta íbúðarhús Hafnar, byggingarár 1897, byggt af Ottó Tulinius kaupmanni. Húsið er einstaklega reisulegt og fallegt og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Það stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn í klasa endurgerðra húsa s.s. Humarhafnarinnar, Gömlubúðar og Pakkhúss. Húsið sem er 292.8 m2 hefur allt verið gert upp að utan sem innan. Í húsinu er í dag rekinn veitingastaður á 2 hæðum www.nyhofn.is með öll tilskilin leyfi ásamt íbúð á efstu hæð sem hefur leyfi fyrir gistingu. Um er að ræða einstakt tækifæri sem gæti t.d. hentað fólki sem vill búa í íbúðinni og vera með veitingarekstur á hinum hæðunum. Húsið gæti einnig hentað fyrir verslunarrekstur, skrifstofur, menningartengda starfsemi eða félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Heildarverð 80.000.000 sem skiptist í 25.000.000 fyrir íbúðina (102.3m2) og 55.000.000 fyrir veitingastaðina (190.5m2). Lóðinni fylgir einnig byggingaleyfi fyrir 100m2 húsi. Eigendur skoða skipti á fasteignum.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
3
Vetraropnun í Gömlubúð Til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu yfir vetrartímann, höfum við tekið þá ákvörðun að lengja vetraropnunartímann í Gömlubúð. Frá og með 1. október verður opið frá kl. 9 til 17, alla daga vikunnar. Við viljum einnig minna ferða þjónustuaðila á að okkur er það ljúft og skylt að taka á móti hópum, stórum sem smáum, á opnunartíma og kynna starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Hafa þarf samband við starfsfólk til þess að bóka kynningu. Vinna á heildstæðri skrá yfir ferðaþjónustuaðila í sýslunni hefur staðið yfir í sumar, og verður hún send út innan skamms. Við viljum biðja þá aðila sem eru í einhverri ferðaþjónustu, hvort sem þeir eru með gistingu, veitingastað eða afþreyingarferðir, og telja sig ekki vera á þessum lista, að hafa samband við okkur. Einnig þætti okkur vænt um að fá upplýsingar um opnunartíma. Að lokum viljum við minna á litlu verslunina okkar, en þar fást meðal annars bækur, póstkort og veggspjöld. Helga Árnadóttir , helga@vjp.is Steinunn Hödd Harðardóttir, steinunnhodd@vjp.is
Icelandic I Icelandic II Icelandic * * *
Language course in Icelandic in Höfn. Language course in Icelandic in Höfn. Those who are interested in learning Language course in Icelandic in Höfn. Those who1are interested in Eyrún learning Icelandic please contact Unnur at Those who are interested in learning Icelandic 1 please contact Eyrún Unnur at Fræðslunet. Icelandic 1 please contact Eyrún Unnur at Fræðslunet. E-mail: eyrun@fraedslunet.is Fræðslunet. E-mail: eyrun@fraedslunet.is Telephone: 696 9762. E-mail: eyrun@fraedslunet.is Telephone: 696 9762. Telephone: 696 9762.
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is Sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is
Fylgstu með
@eystrahorn
4
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
Eystrahorn
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillaga að deiliskipulagi vegna tengivirkis í Öræfum
Fab Lab byrjendanámskeið Hefst 12. september.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur í síma: 862 0648 / vilhjalmurm@hornafjordur.is
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 20122030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig auglýsir bæjarstjórn Hornafjarðar tillögu að nýju deiliskipulagi vegna tengivirkis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga en deiliskipulagið er unnið samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að landnotkun er breytt úr landbúnaði í iðnaðarsvæði. Deiliskipulagið nær til um 1,6 ha landspildu í landi Hnappavalla 2 skammt austan Hólár. Deiliskiplagið tekur til byggingarreits og aðkomuvegar að aðveitustöð á um 0,5 ha lóð. Tillögur liggja frammi í ráðhúsi Hafnar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 31. ágúst til 12. október og á heimasíðu sveitarfélagsins, http:// www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/ skipulag-i-kynningu/ Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsstjóra í síðasta lagi 12. október annaðhvort á Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri
Starfsmaður í áhaldahús Auglýst er eftir starfsmanni í fjölbreytt starf við áhaldahús sveitarfélagsins. Helstu verkefni eru að sinna tilfallandi verkefnum í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Hæfniskröfur Vinnuvélaréttindi æskileg. Vigtarréttindi æskileg. Ríkur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun samkvæmt kjarasamningum AFL starfsgreinafélags, FOSS Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Umsóknir skal sendar á rafrænu formi á netfangið gunnnlaugur@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri í síma 470-8003
Laus störf í sauðfjársláturtíð á Höfn Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu fólki til að manna störf í sauðfjársláturtíð 2017 á Höfn Slátrun hefst fimmtudaginn 21. september og lýkur 31. október. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um rafrænt á heimasíðu Norðlenska, www.nordlenska.is Frekari upplýsingar veitir Jóna í síma 460-8805 eða á netfangið jona@nordlenska.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
5
Álaugarey - með réttu eða röngu Af og til, á liðnum árum, hef ég velt fyrir mér örnefninu, sem í daglegu tali kallast Álaugarey. Í skipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar er eyjan nefnd Álögarey. Eyjan er nú orðin landföst eftir viðamiklar hafnarframkvæmdir. Þeim framkvæmdum var m.a. lýst í frétt sem birtist á forsíðu Þjóðviljans 27. maí 1966. Fréttina skrifaði Þorsteinn L. Þorsteinsson og var teikning hans meðfylgjandi. Teikningin lýsir vel aðstæðum eins og þær voru áður en hafskipabryggjan og frystihúsið á Krossey voru byggð með tilheyrandi landfyllingum. Í þessari frétt er eyjan einnig nefnd Álögarey.
Hvernig stendur á þessum ólíku útgáfum örnefnisins? Fyrir nokkrum dögum síðan rakst ég á umfjöllun Matthíasar Þórðarsonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags um örnefnið Álöfarey. Um var að ræða grein sem að öðru leyti fjallaði um rannsóknir hans
á nokkrum forndysjum. Matthías skrifaði meðal annars:
Dys í Álöfarey í Hornafirði. “Í febrúarmánuði 1934 fundust mannsbein við vegargerð í Álöfarey, sem er skammt fyrir austan verzlunarstaðinn Höfn í Hornafirði; var hreppstjóranum, Þorleifi Jónssyni í Hólum, skýrt frá fundinum, og simaði hann mér skýrslu um hann 16. s. m. — Ey þessi hefir ekki verið byggð, svo menn viti, enda er hún lítil, og engin munnmæli voru um neina dys þarna. Eyin er nú ætið nefnd Álögarey, og svo er nafn hennar stafað á uppdrætti herforingjaráðsins frá 1905, en vitanlega er hið upphaflega nafn Álöfarey; hefir eyin verið kennd við konu með því nafni, sennilega einmitt þá hina sömu, er nú sást, að hér hafði verið grafin. — Álöf er sama og Ólöf.”
Vinir í bata Fyrirhugað er bjóða upp á 12 spora starf „vinir í bata“ í Hafnarkirkju í vetur. 12 sporin eru ætluð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiði að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum sem oft eru þróuð í æsku, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangursrík leið í baráttunni gegn hverskonar fíkn. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er sprottið frá 12 spora starfi AAsamtakanna. Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. september og stendur frá kl. 17-19. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djákna– kandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869-2364.
Sjálfsagt eru ekki allir sammála þessum skýringum Matthíasar. En hvað sem því líður eru komin þrjú eða jafnvel fjögur tilbrigði við örnefnið: Álaugarey, Álögarey, Álöfarey og
Ólöfarey - þannig að ekki einfaldaðist málið. Finnast kannski fleiri tilbrigði? Sturlaugur Þorsteinsson, verkfræðingur
SKJÁLFTAR Á LANDI OG Í STJÓRNMÁLUM Opinn fundur með Ara Traust Guðmundssyni þingmanni verður haldinn í Nýheimum, 31. ágúst kl. 20:30. Allir velkomnir
TM býður á völlinn Síðasti heimaleikur Meistaraflokks kvenna er föstudaginn 1. september kl. 17:30 á Sindravöllum. Frítt er á völlinn í boði TM, við hvetjum alla til að mæta og hvetja stelpurnar okkar.
6
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
Austfjarðartröllið
Gönguleiðin Mýrajöklar G A
ÍD
Eystrahorn
Opnunarhátíð í Haukafelli
Það verður fjölskyldufjör í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:00.
Þá komum við saman og fögnum opnun gönguleiðarinnar „Mýrajöklar“. Létt dagskrá og veitingar í boði. Komum saman og eigum góða stund. Allir velkomnir! Tilvalið að hafa með sér berjatínur og ílát
Mynd: Lilja B. Jónsdóttir
Kraftakeppnin Austfjarðartröllið var haldin vítt og breitt um austfirði helgina 24. til 26. ágúst. Að þessu sinni hófst hún á Höfn í Hornafirði og fór keppnin fram á bryggjunni. Um er að ræða aflraunakeppni þar sem sterkustu menn landsins berjast um samnefndan titil. Keppninni lauk á Breiðdalsvík þann 26. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi: 1. sæti Ari Gunnarsson 2. sæti Sigfús Fossdal 3. sæti Eyþór Ingólfsson Melsteð
Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu
Ferðamálabraut Nýtt nám á Suðurlandi! Fræðslunetið býður í fyrsta sinn nám á ferðamálabraut í samvinnu við Ferðamálaskóla MK. Námið hefst í september 2017 og verður hægt að stunda það um allt Suðurland.
Áfangar
Einingar
Ferðaenska I og II
4
Ferðafræði Ferðalandafræði Íslands Ferðalandafræði útlanda
3 4 3
Markaðsfr. ferðaþjónustu
3
Rekstur og fjármál
2
•
Námið veitir góða atvinnumöguleika í stærstu afvinnugrein Suðurlands og þeir sem lokið hafa náminu eru eftirsóttir starfskraftar.
•
Námið er starfstengt og skiptist í fjögurra anna bóklegt nám og þriggja mánaða starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki.
•
Til að hefja nám á brautinni þarf umsækjandi að hafa lokið stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi.
Skyndihjálp
1
•
Þeir sem náð hafa 25 ára aldri og hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í greininni, geta óskað eftir undanþágu frá inntökuskilyrðum.
Stjórnun
1
•
Námið er samtals 51 eining sem skiptist í 36 eininga bóklegt nám og 15 eininga starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki.
Umhverfisfr. ferðaþjónustu
3
•
Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 560 2036 og á netfangið solveig@fraedslunet.is
Upplýsingatækni Viðburðarstjórnun Þjónustusamskipti
3 3 3
Val
3
Starfsþjálfun
15
Innritun stendur yfir til 5. september Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi| sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 31. ágúst 2017
7
UMF Sindri varð Íslandsmeistari í 7 manna knattspyrnu Úrslitakeppnin í 7 manna knattspyrnu í 4. flokki karla fór fram 26. ágúst síðastliðinn á Sindravöllum. Strákarnir í UMF Sindra urðu Íslandsmeistarar með glæsilegum sigri á Fjarðabyggð í úrslitaleik og fór leikurinn 1-2 fyrir UMF Sindra eftir að leikar stóðu 1-1 í hálfleik. Strákarnir lögðu sig allir fram og eru vel að þessum bikar komnir. Á myndinni sjást Íslandsmeistaranir með þjálfara sínum Samir Mesetovic.
Mynd: Linda Hermannsdóttir
Fimleikaæfingar að byrja! Við ætlum að hefja fimleikastarfið þriðjudaginn 5. september fyrir 1.-10. bekk. Við ætlum að bjóða uppá prufuviku fyrstu vikuna, 5.-9. september. Leikskólafimleikar á miðvikudögum hefjast 13. september en leikskólafimleikar á laugardögum hefjast 16. september. Einar Smári Þorstreinsson yfirþjálfari og stjórn fimleikadeildar Sindra
Dagskráin í íþróttahúsinu í vetur Tími 13:10 14:20 15:20 16:30 17:40 18:50 19:40
20:30 21:00 21:20 21:50
Íþróttahús Heppuskóli Mánudagur
Tími
Karfa 6-7 bekkur Styrkþjálfun Blak 4 - 7 bekkur Blak 8-10 bekkur Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Blak öldungar Blak öldungar Blak öldungar
13:40 14:20 15:10 16:00 16:50 17:30 18:30 19:10 20:10 20:40 21:50
////////////
Lokað
25/08/2017
Þriðjudagur
Tími
Karfa 3-5 bekkur Karfa 6-7 bekkur Frjálsar 6-10 bekkur Fiml. 3-5 bekkur kvk Fiml. 3-5 bekkur kk Blak mfl. kv. Blak mfl. kv. Blak mfl. ka. Blak mfl. ka. Lokað
14:00 14:30 15:30 16:40 17:20 18:00 19:30 20:10 21:00 21:30 21:50
Miðvikudagur Karfa 6-10 bekkur Karfa 1 -2. bekkur Fiml. 6-9 bekkur kk Fiml. 6-7 bekkur kvk Fiml. 8-10 bekkur kvk Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka.
Lokað
Tími 13:10 14:20 15:10 16:00 16:50 17:40 18:30 19:20 20:00 21:00 21:50
Fimmtudagur
Tími
Karfa 3-5 bekkur Karfa 6-7 bekkur Karfa 8-10 bekkur Karfa mfl. Ka. Karfa mfl. ka. Blak mfl. ka. Blak mfl. ka. Blak mfl. kv. Blak mfl. kv. Lokað
13:20 14:20 15:30 16:40 17:50 18:40 19:30 20:20 21:00 21:30 21:50
Föstudagur ////////////
Karfa 1-2. bekkur Blak 4 - 7 bekkur Blak 7-10 bekkur Karfa 8-10 bekkur Karfa mfl. ka. Badminton Badminton
Tími Laugardagur 12:10 Leikskólabolti 13:00 Leikskólabolti 13:50 Karfa Skotæfing 14:40 15:30 16:40 17:00 Lokað
Lokað
Fylgstu með
@eystrahorn
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk til framtíðarstarfa. Um er að ræða fullt starf og hlutastarf. Hlutastarf getur hentað vel fyrir skólafólk. Unnið er á vöktum. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.
Helstu verkefni
Hæfniskröfur
• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni
• Rík þjónustulund • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – Höfn. Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvastjóri í síma 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.
VR-15-025