27.tbl

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

27. tbl. 34. árgangur

Eins og kunnugt er kom upp eldur á Hótel Höfn þann 6. júlí síðastliðinn. Eldsupptök má rekja til nýrrar rafmagnstöflu sem staðsett er á fyrstu hæð hótelsins. Starfsfólk gerði strax tilraun til að slökkva eldinn en þurfti frá að hverfa vegna mikils elds og reyks. Slökkviliðið kom á staðinn skömmu síðar og tókst að ráða niðurlögum eldsins. Mikill reykur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en var að mestu bundinn við fyrstu hæðina. Enginn gestur var í húsinu þegar eldurinn kom upp en nokkrir starfsmenn voru á staðnum og var húsið rýmt þegar í stað. Snör viðbrögð starfsfólks og slökkviliðsins urðu til þess að eldurinn náði ekki að breiðast frekar út. Miklar skemmdir urðu þó á töflurýminu og var húsið án rafmagns. Þá urðu skemmdir á ýmsum innanstokksmunum, nærliggjandi vatnslögnum og einnig

Eldsvoði á Hótel Höfn í júlí þurfti að skipta um kerfisloft á fyrstu hæð vegna sótskemmda. Mikil vinna var lögð í að tæma nærliggjandi rými og reykhreinsun þar sem stigagangurinn var reykræstur og teppi djúphreinsuð. Verið er að rannsaka eldsupptök en ljóst þykir að eldurinn kviknaði í aðalrafmagnstöflu hússins sem var einungis 6 vikna gömul.

Starfsfólk vann þrekvirki „Þessi bruni var okkur auðvitað áfall og sérstaklega þegar litið er til þess að hann kemur upp á háannatíma,“ segir Fanney Sveinsdóttir, hótelstjóri á Hótel Höfn. „Aðkoman að inntaks rýminu var mjög ljót. Að mínu mati var unnið ákveðið þrekvirki við að koma hótelinu aftur í fulla starfsemi en með samhentu átaki iðnaðarmanna og starfsmanna tókst okkur að hefja innritun aftur 51 klukkustund

síðar. Starfsfólk hótelsins lagði sig fram dag og nótt við hreinsun og uppbyggingu, skilaði mikilli vinnu á skömmum tíma og á sannarlega hrós skilið. Þegar svona kemur upp þarf auðvitað að huga strax að gestum og koma þeim fyrir annars staðar í gistingu sem gekk mjög vel í góðri samvinnu við ferðaskrifstofur og aðra gististaði á svæðinu. Mjög margir lögðu hönd á plóginn í tengslum við brunann og ég vil koma á framfæri þakklæti til eftirfarandi aðila fyrir einstaka samvinnu og hjálpsemi:

BG, Fosshótel, Funi, Guðmundur Jónasson, Hátíðni, Húsasmiðjan, Króm og Hvítt, Iceland Travel, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Málningarþjónusta Hornafjarðar, Norðlenska, Rafeyri, Rafhorn, Svar, Skinney Þinganes og VÍS.“

Sjávarútvegsskólinn á Hornafirði Sjávarútvegsskólinn hefur lokið göngu sinni á Höfn í Hornafirði en hann var starfrækur þar dagana 13.16. júní. Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar var stofnaður árið 2013 og hefur verið starfrækur síðastliðin þrjú sumur. Fyrst á Neskaupstað, síðar í Fjarðabyggð og sumarið 2015 var skólinn í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Síldarvinnslan hlaut einnig viðurkenninguna menntasproti atvinnulífsins árið 2015 fyrir frumkvæði að stofnun Sjávarútvegsskólans. Nú í sumar leiðir Háskólinn á Akureyri ásamt Síldarvinnslunni Sjávarútvegsskólann og er hann starfrækur á sex stöðum á Austurlandi; Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og á Höfn í Hornafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri og sex sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi; Skinneyjar-Þinganess, HB Granda, Gullbergs, Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Einnig eru vinnuskólar sveitarfélagana með í samstarfinu þar sem nemendurnir sækja skólann þessa viku á launum í stað þess að fara í vinnuskólann. Skólinn er í eina viku í senn á hverjum stað og fá nemendur fræðslu í gegnum fyrirlestra og myndskeið. Áhersla er lögð á að nemendurnir kynnist störfum í sjávarútvegi

með eigin augum. Því er mikið af heimsóknum í fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti, t.a.m; uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju, fiskiskip, netagerð, fiskimarkaði, Matís eða rannsóknarstofur o.fl. Sjávarútvegsskólinn er ætlaður nemendum sem hafa lokið 8. bekk. Á Höfn og Vopnafirði var nemendum í 9. bekk líka boðið að sækja skólann. Á síðastliðnum áratugum hefur ungdómur þessa lands færst frá sjávarútveginum sem slíkum. Hafnarsvæði eru lokuð og almennt aðgengi að fyrirtækjum og fiskvinnsluhúsum er takmarkað vegna öryggis og heilbrigðis sjónarmiða. Skólanum er ætlað að veita nemendum í sjávarþorpum og nærliggjandi byggðum tækifæri til að kynnast einum af grundvallaratvinnugreinum Íslands. Ásamt því að kynna þeim fyrir framtíðarmöguleikum í menntun og starfi tengdum sjávarútvegi. Nemendur í Sjávarútvegsskólanum fá því fræðslu um sögu fiskveiða og fiskvinnslu, helstu nytjategundir Íslands, markaðsmál og gæðamál. Nemendur fá þannig að kynnast allri virðiskeðju sjávarútvegarins á Íslandi. Í gæðamálum læra þau um rétta aflameðferð og prófa m.a. skynmat en þá gefa þau misgömlum fiski einkunn og reyna að komast að

Gunnar Ásgeirsson, gæðastjóri Skinney-Þinganes að upplýsa nemendur Sjávarútvegsskólans. Myndir tók: Kristófer Leó Ómarsson því hvaða fiskur er ferskastur út frá stöðluðu kerfi. Höfn í Hornafirði var fyrst viðkomustaður Sjávarútvegsskólans og lauk 16. júní. Þar útskrifuðust 13 nemendur en það voru; Ívar, Benjamín Glói, Ragnar Ágúst, Kristján Bjarki, Laufey Ösp, Birgir Sigurðsson, Bjartur Máni, María Andersen, Vignir Blær, Eydís Arna, Steindór Már, Kristofer Hernandez, Þorsteinn Kristinsson og Hafdís Rut. Skólinn hefur einnig útskrifað nemendur frá Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Starfið hefur gengið einkar vel og væri það ómögulegt ef ekki væri

fyrir fyrirtækin sem opna dyrnar með glöðu geði fyrir nemendum. Það er það hagur allra fyrirtækjanna og háskólans að vekja áhuga á sjávarútvegi hjá æsku landsins. Sjávarútvegsskólinn heldur uppi fréttarsíðu á facebook sem má nálgast hér: https://www.facebook. com/sjavarutvegsskolinn/ Sjávarútvegsskólinn vill því þakka Skinney-Þinganes kærlega fyrir vikuna á Hornafirði og þá sérstaklega Guðmundi, Gunnari og Þórhildi. Fyrir hönd Sjávarútvegsskólans, Sigmar Örn Hilmarsson

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

Kirkjudagur í Stafafellskirkju Sunnudaginn 28. ágúst - Messa kl. 14:00. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Kristín Jóhannesdóttir. Félagar úr Samkór Hornafjarðar leiða safnaðarsöng. Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu. Sóknarnefnd

Brunnhólskirkja

Öllum þeim sem sóttu messu í Brunnhólskirkju og kirkjukaffi síðastliðinn sunnudag eru færðar alúðarþakkir og þá sérstaklega fyrir að styrkja kirkjuna með peningagjöfum. Fyrir þá sem nýta vilja þetta tækifæri til styrktar kirkjunni er hér birt reikningsnúmer Brunnhólskirkju í Landsbankanum, kt. 490169-2299, 0172-05-60297 Með kærri þökk. Sóknarnefndin

Samúðarkort Hafnarkirkju eru til afgreiðslu hjá: Ástu Sveinbjörnsdóttur í síma 478-1479 / 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 478-1646 / 864-4246 Hafdísi Eiríksdóttur í síma 478-1953 / 696-6508 Bankareikningur/kjörbók í LÍ: 0172-05-061552 kt. 590169-7309 Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 28. ágúst. Messa kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA DAGSFERÐ FeH Minnum á dagsferðina í Skaftafell laugardaginn 3. september. Farið frá EKRUNNI kl. 9:00. Skráning í símum 478-1443 og 848-2979 líka Í DAGVISTINNI 470-8650. FERÐANEFNDIN

Spurningakeppnin Útsvar Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir áhugsömum einstaklingum til að taka þátt í spurningakeppninni Útsvari. Áhugasamir sendi póst á bryndish@hornafjordur. is og í síma 470-8050 fyrir 30. ágúst.

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2016 er til 15. október. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

3

Andlát Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson fæddist í Reykjavík 17. október 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði 16. ágúst 2016. Foreldrar Þrastar voru Höskuldur Þórhallsson tónlistarmaður f. 11. ágúst 1921, d. 19. febrúar 1979 og Ásdís Jónatansdóttir húsmóðir f. 15. nóv. 1924, d. 3. júní 1984. Þau skildu. Seinni maður Ásdísar var Haukur Benedikt Runólfsson skipstjóri og útgerðarmaður f. 1. mars 1929, d. 26. apríl 2008. Systkini Þrastar eru: Jón Haukur Hauksson f. 1956, Hulda Laxdal Hauksdóttir f. 1959 , Runólfur Jónatan Hauksson f. 1960, Hrefna Jóhanna Hauksdóttir f. 1963, d. 1996. Þröstur kvæntist 24. desember 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni, Lindu Helenu Tryggvadóttur f. 3. feb. 1947. Dóttir hjónanna Tryggva Sigjónssonar útgerðarmanns f. 10. apríl. 1918, d. 26. janúar 2000 og Herdísar Rögnu Clausen húsmóðir f. 11. júlí 1924, d. 6. mars 2007. Börn Þrastar og Lindu eru: Rannveig Ásdís Gunnlaugsdóttir f. 14. nóv. 1964. Börn hennar eru: Þröstur Þór Ágústsson f. 1988, Andri Már Ágústsson f. 1991, Jónatan Magni Ágústsson f. 1995. Haukur Tryggvi Gunnlaugsson f. 24. apríl. 1967. Börn hans eru: Hulda Laxdal Hauksdóttir f. 1988, börn hennar eru: Daníel Örn Jónsson f. 2006, Heiðrún Líf Jónsdóttir f. 2008, Sandra Rós Ólafsdóttir f. 2013. Ester Lind Hauksdóttir f. 1991, Drífa Hrönn Hauksdóttir f. 1994, Birkir

Þór Hauksson f. 1996, Markús Logi Hauksson f. 2006 og Bella Dís Hauksdóttir f. 2014. Drífa Hrönn Gunnlaugsdóttir f. 14. mars 1971. Börn hennar eru: Linda Elín Kjartansdóttir f. 1998 og Sölvi Reyr Magnússon f. 2004. Þröstur nam h ú s a s m í ð i við Iðnskólann í Reykjavík, varð húsasmíðameistari 1971 og vann við það framan af. Einnig var hann smíðaog teiknikennari við Grunnskóla Hornafjarðar og stofnaði þá og stjórnaði þar blönduðum kór. Tónlistarferill Þrastar er bæði langur og fjölbreyttur; hann byrjaði 16 ára gamall að spila í danshljómsveitum, söng í Karlakórnum Jökli til fjölda ára, stofnaði Lúðrasveit Hornafjarðar árið 1974 og stjórnaði henni í 20 ár, stjórnaði skólalúðrasveit Hornafjarðar í 19 ár, stjórnaði og spilaði í Harmonikkufélagi Hornafjarðar í 16 ár, var einn af stjórnendum Jazzklúbbs Hornafjarðar, stofnandi og stjórnandi Jassbands Hornafjarðar, Dixelandshljómsveitar og Big-bands Hornafjarðar sem var honum sérstaklega hugleikið og var hann að undirbúa æfingar fram á síðasta dag.

Þröstur söng í kirkjukór Hornafjarðar og starfaði einnig í sóknarnefnd og sunnudagaskóla kirkjunnar um tíma ásamt því að vera fulltrúi leikmanna þjóðkirkjunnar sl. ár. Hann starfaði sem tónlistakennari við Tónskóla Hornafjarðar frá árinu 19722015 og hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar árið 2011. Tónlistin var líf hans og yndi og vann hann mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf á þeim vettvangi. Þröstur sýndi náunganum iðulega kærleik, vinsemd og virðingu og ekki síst þeim sem minna máttu sín. Útför Þrastar fer fram laugardaginn 27. ágúst nk. kl. 11:00 í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði.

Pokastöðin Höfn - Nytjasmiðjan Vilt þú sleppa því að kaupa plastpoka?

Humarhöfnin ehf. óskar eftir að ráða þjóna í heilsárs- og hlutastarf. Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð tök á íslensku og ensku Um er að ræða framtíðarstörf fyrir metnaðarfulla einstaklinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eik Aradóttir netfang: info@humarhofnin.is

Taktu þátt í plastpokalausum Hornafirði með því að: - Gefa gamla boli/efni - Skila pokum sem þú færð að láni - Sauma eða gefa poka í verkefnið Fylgstu með á Facebook:

@Pokastöðin Höfn

Guðrún Ásdís Sturlaugsd. Verkefnastjóri


4

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

Eystrahorn

Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 10. september 2016. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þriðjudaginn 19. ágúst. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opið alla virka daga kl. 8:00 til 16:00. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Kjósa skal 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í fimm fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Yfirstrikanir ógilda kjörseðilinn. Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 10. september.

Einnig er hægt að greiða atkvæði utankjörfundar: Höfn, Sjallinn, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Kirkjubraut 3 Tengiliðir: Halldóra Bergljót Jónsdóttir, s. 894-8522, Bryndís Björk Hólmarsdóttir s 865-3302, Páll Róbert Matthíasson s. 840-1718, Sigurður Guðnason s. 863-3659, Björk Pálsdóttir s. 861-8603. Opið verður milli kl. 9:00 og 17:00 eftirfarandi daga: Mánudaginn 5. september Þriðjudaginn 6. september Miðvikudaginn 7. september Fimmtudaginn 8. september Föstudaginn 9. september Þá er hægt að kjósa eftir samkomulagi með því að hringja í tengilið.

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Auglýsing um skipulag Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu Vagnstaðir og Suðurhús verður haldinn í Ráðhúsi Hornafjarðar fimmtudaginn 25. ágúst 2016 frá 12:00 – 13:00. Samhliða vinnu við deiliskipulag Suðurhús er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

Sindraleikar í frjálsum íþróttum Mánudaginn 29. ágúst verður haldin uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar Sindra þar sem keppt verður í frjálsum íþróttum á Sindravöllum. Leikarnir hefjast klukkan 16:30. Allir eru velkomnir á leikana, þátttökugjald er 1.000.-. Frítt er fyrir iðkendur deildarinnar.

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. ágúst 2016 að auglýsa lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 fyrir Suðurhús skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing á aðalskipulagsbreytingu Suðurhús felur í sér eftirfarandi; Með breyting­unni verð­ur um 4 ha af landbúnaðarlandi breytt í verslunar- og þjónustusvæði í landi Suðurhúsa þar sem verða byggð lítil sumarhús fyrir ferðaþjónustu. Markmið sveitar­stjórnar með breyttu aðalskipulagi er að renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og auka þátt hennar í atvinnu­lífi og menningu í sveitar­félaginu. Gerð verður breyting bæði á sveitar­ félagsuppdrætti og greinar­gerð. Gögn vegna ofangreindra lýsinga verða til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 23. ágúst til og með 7. september 2016 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 7. september 2016 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

Ertu með frábæra

hugmynd?

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna.

• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is

• Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Austurvegi 56 - 800 Selfoss - 480-8200 - sass@sudurland.is

menningtækifæri atvinna

uppbygging nýsköpun

5

Laus störf í sauðfjársláturtíð á Höfn Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu fólki til að manna störf í sauðfjársláturtíð 2016 á Höfn. Slátrun hefst miðvikudaginn 21. september og stendur fram í byrjun nóvember. Fyrirtækið útvegar húsnæði fyrir aðkomufólk. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um rafrænt á heimasíðu Norðlenska, www.nordlenska.is Frekari upplýsingar veitir Jóna í síma 460-8805 eða netfang jona@nordlenska.is


6

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

Eystrahorn

Heimaþjónustudeild Atvinna Heimaþjónustudeild hefur umsjón með málefni fatlaðra, félagslegri heimaþjónustu (heimilishjálp), frekari liðveislu, liðveislu, dagvist fatlaðra og vinnur í teymisvinnu með heimahjúkrun. Okkur vantar starfsfólk í vaktavinnu (18 ára eða eldra) í frekari liðveislu. Starfið felur í sér að aðstoða fólk með fötlun við athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Þetta er krefjandi og skemmtileg vinna með frábæru fólki, þar sem unnin eru fjölbreytt störf inn á heimilum fólks með fötlun og möguleikar á allskonar skemmtilegum verkefnum eins og að fara í sund, göngu, að veiða, á kaffihús og margt fleira. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afls starfsgreinasambands. Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Maren Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 470-8019, 864-4918 eða maren@hornafjordur.is

Tilnefningar til Umhverfisnefndar Umhverfisnefnd auglýsir eftir tilnefningum, einstaklingi/um, félagasamstökum, stofnun, fyrirtæki og lögbýlum til sveita, sem hefur með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúru og umhverfi að eðlilegum þætti í störfum sínum og rekstri eða hefur á annan hátt lagt mikið af mörkum til verndunar náttúru og umhverfis. Frestur til að tilnefna er til 5. september tilnefningum skal skila á skrifstofu Ráðhússins Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði eða á netfangið bryndis@hornafjordur.is Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Atvinna Óska eftir röskum starfsmanni í brettasmíði. Getur hentað með skólagöngu. Upplýsingar hjá Bjössa í síma 893-5444.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

7

Fiskifréttir

Áttu þer draum?

Fræðslunetið býður uppá nám í Grunnmenntaskóla veturinn 2016-2017. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Lögð er áhersla á sjálfstyrkingu og námstækni, að námsmenn læri að læra með nýjum aðferðum og fái þá aðstoð sem þeir þarfnast. Námið er kennt í lotum, ein til tvær námsgreinar í senn. Kennsla hefst í september 2016 og lýkur í maí 2017, kennslutími er frá kl. 17-20 tvo virka daga í viku, hentar því vel samhliða vinnu. Frekari upplýsingar í síma 560 2050 eða á netfanginu eyrun@fraedslunet.is Tími: Vetur 2016-2017 kennt síðdegis Lengd: 300 kennslust. Staður: Höfn Verð: 62.000 Umsjón: Eyrún Unnur eyrun@fraedslunet.is

Helstu námsgreinar:      

Fræðslunetið

Námstækni Upplýsingatækni Sjálfstyrking Enska Stærðfræði Íslenska

símenntun á Suðurlandi

Fjölheimum Tryggvagötu 13 800 Selfossi Sími: 560 2030 Netfang: fraedslunet@fraedslunet.is

Fyrir hvern? Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að hefja nám að nýju. Hentar einnig þeim sem hafa farið í raunfærnimat og vantar grunnáfanga framhaldsskólans.

Úr umsögn námsmanns:

„Ég er stolt af mér að hafa drifið mig í Grunnmenntaskólann. Hópurinn var frábær og við studdum hvort annað í náminu. Ég er ákveðin í að halda áfram í námi og skora á þá sem langar að drífa sig í þetta nám.“

Í sumar hefur áherslan hjá Skinney – Þinganesi verið á veiðar og vinnslu á humar, eins og undanfarin ár. Segja má að vertíðin hafi verið góð þó svo að dregið hafi úr veiði síðustu vikur. Vegna kvótakaupa SÞ í fyrra þá hefur meira magn farið í gegnum verksmiðjuna í Krossey en síðast liðið sumar. Makrílvertíð byrjaði eftir miðjan júlí. Veiði var treg til að byrja með en hefur batnað að undanförnu. Ráðgert er að vertíðin standi fram yfir miðjan september. Í þessari viku fóru Vigur og Steinunn aftur af stað eftir nokkra vikna stopp og hefur veiði verið mjög góð. Markaðir fyrir humarafurðir eru góðir en vegna lokunar markaða í Rússlandi fyrir íslenskar sjávarafurðir hefur verið krefjandi að finna nýja og velborgandi markaði fyrir makríl. Mestur hluti af makrílnum fer til Afríku eins og stendur. Starfsmenn á Fiskmarkaðinum segja að sumarið hafi verið rólegt og strandveiðibátarnir fljótir að klára kvótann í hverjum mánuði.

Til Sölu Tjarnarbrú 18, 1. hæð Fastanúmer 218-1367 Stærð íbúðar: 92,3 m2 Verð: 21.500.000 kr. Sumarbústaður í Stafafellsfjöllum Fastanúmer: 218-0017 Stærð bústaðar: 40 m2 Verð: 7.000.000 kr.

Upplýsingar gefa: Auðun Helgason hdl. Litlubrú 1, 2. hæð, sími: 659-0446, netfang: ah@lah.is Elvar Grétarsson sími: 847-8914 Bryndís sími: 821-9914


ÞANNIG TÝNIST TÍMINN 1966

1976

1986

1996

2006

2016

HÓTEL HÖFN 50 ÁRA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.