27.tbl

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 25. ágúst 2016

27. tbl. 34. árgangur

Eins og kunnugt er kom upp eldur á Hótel Höfn þann 6. júlí síðastliðinn. Eldsupptök má rekja til nýrrar rafmagnstöflu sem staðsett er á fyrstu hæð hótelsins. Starfsfólk gerði strax tilraun til að slökkva eldinn en þurfti frá að hverfa vegna mikils elds og reyks. Slökkviliðið kom á staðinn skömmu síðar og tókst að ráða niðurlögum eldsins. Mikill reykur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en var að mestu bundinn við fyrstu hæðina. Enginn gestur var í húsinu þegar eldurinn kom upp en nokkrir starfsmenn voru á staðnum og var húsið rýmt þegar í stað. Snör viðbrögð starfsfólks og slökkviliðsins urðu til þess að eldurinn náði ekki að breiðast frekar út. Miklar skemmdir urðu þó á töflurýminu og var húsið án rafmagns. Þá urðu skemmdir á ýmsum innanstokksmunum, nærliggjandi vatnslögnum og einnig

Eldsvoði á Hótel Höfn í júlí þurfti að skipta um kerfisloft á fyrstu hæð vegna sótskemmda. Mikil vinna var lögð í að tæma nærliggjandi rými og reykhreinsun þar sem stigagangurinn var reykræstur og teppi djúphreinsuð. Verið er að rannsaka eldsupptök en ljóst þykir að eldurinn kviknaði í aðalrafmagnstöflu hússins sem var einungis 6 vikna gömul.

Starfsfólk vann þrekvirki „Þessi bruni var okkur auðvitað áfall og sérstaklega þegar litið er til þess að hann kemur upp á háannatíma,“ segir Fanney Sveinsdóttir, hótelstjóri á Hótel Höfn. „Aðkoman að inntaks rýminu var mjög ljót. Að mínu mati var unnið ákveðið þrekvirki við að koma hótelinu aftur í fulla starfsemi en með samhentu átaki iðnaðarmanna og starfsmanna tókst okkur að hefja innritun aftur 51 klukkustund

síðar. Starfsfólk hótelsins lagði sig fram dag og nótt við hreinsun og uppbyggingu, skilaði mikilli vinnu á skömmum tíma og á sannarlega hrós skilið. Þegar svona kemur upp þarf auðvitað að huga strax að gestum og koma þeim fyrir annars staðar í gistingu sem gekk mjög vel í góðri samvinnu við ferðaskrifstofur og aðra gististaði á svæðinu. Mjög margir lögðu hönd á plóginn í tengslum við brunann og ég vil koma á framfæri þakklæti til eftirfarandi aðila fyrir einstaka samvinnu og hjálpsemi:

BG, Fosshótel, Funi, Guðmundur Jónasson, Hátíðni, Húsasmiðjan, Króm og Hvítt, Iceland Travel, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Málningarþjónusta Hornafjarðar, Norðlenska, Rafeyri, Rafhorn, Svar, Skinney Þinganes og VÍS.“

Sjávarútvegsskólinn á Hornafirði Sjávarútvegsskólinn hefur lokið göngu sinni á Höfn í Hornafirði en hann var starfrækur þar dagana 13.16. júní. Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar var stofnaður árið 2013 og hefur verið starfrækur síðastliðin þrjú sumur. Fyrst á Neskaupstað, síðar í Fjarðabyggð og sumarið 2015 var skólinn í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Síldarvinnslan hlaut einnig viðurkenninguna menntasproti atvinnulífsins árið 2015 fyrir frumkvæði að stofnun Sjávarútvegsskólans. Nú í sumar leiðir Háskólinn á Akureyri ásamt Síldarvinnslunni Sjávarútvegsskólann og er hann starfrækur á sex stöðum á Austurlandi; Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og á Höfn í Hornafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri og sex sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi; Skinneyjar-Þinganess, HB Granda, Gullbergs, Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Einnig eru vinnuskólar sveitarfélagana með í samstarfinu þar sem nemendurnir sækja skólann þessa viku á launum í stað þess að fara í vinnuskólann. Skólinn er í eina viku í senn á hverjum stað og fá nemendur fræðslu í gegnum fyrirlestra og myndskeið. Áhersla er lögð á að nemendurnir kynnist störfum í sjávarútvegi

með eigin augum. Því er mikið af heimsóknum í fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti, t.a.m; uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju, fiskiskip, netagerð, fiskimarkaði, Matís eða rannsóknarstofur o.fl. Sjávarútvegsskólinn er ætlaður nemendum sem hafa lokið 8. bekk. Á Höfn og Vopnafirði var nemendum í 9. bekk líka boðið að sækja skólann. Á síðastliðnum áratugum hefur ungdómur þessa lands færst frá sjávarútveginum sem slíkum. Hafnarsvæði eru lokuð og almennt aðgengi að fyrirtækjum og fiskvinnsluhúsum er takmarkað vegna öryggis og heilbrigðis sjónarmiða. Skólanum er ætlað að veita nemendum í sjávarþorpum og nærliggjandi byggðum tækifæri til að kynnast einum af grundvallaratvinnugreinum Íslands. Ásamt því að kynna þeim fyrir framtíðarmöguleikum í menntun og starfi tengdum sjávarútvegi. Nemendur í Sjávarútvegsskólanum fá því fræðslu um sögu fiskveiða og fiskvinnslu, helstu nytjategundir Íslands, markaðsmál og gæðamál. Nemendur fá þannig að kynnast allri virðiskeðju sjávarútvegarins á Íslandi. Í gæðamálum læra þau um rétta aflameðferð og prófa m.a. skynmat en þá gefa þau misgömlum fiski einkunn og reyna að komast að

Gunnar Ásgeirsson, gæðastjóri Skinney-Þinganes að upplýsa nemendur Sjávarútvegsskólans. Myndir tók: Kristófer Leó Ómarsson því hvaða fiskur er ferskastur út frá stöðluðu kerfi. Höfn í Hornafirði var fyrst viðkomustaður Sjávarútvegsskólans og lauk 16. júní. Þar útskrifuðust 13 nemendur en það voru; Ívar, Benjamín Glói, Ragnar Ágúst, Kristján Bjarki, Laufey Ösp, Birgir Sigurðsson, Bjartur Máni, María Andersen, Vignir Blær, Eydís Arna, Steindór Már, Kristofer Hernandez, Þorsteinn Kristinsson og Hafdís Rut. Skólinn hefur einnig útskrifað nemendur frá Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Starfið hefur gengið einkar vel og væri það ómögulegt ef ekki væri

fyrir fyrirtækin sem opna dyrnar með glöðu geði fyrir nemendum. Það er það hagur allra fyrirtækjanna og háskólans að vekja áhuga á sjávarútvegi hjá æsku landsins. Sjávarútvegsskólinn heldur uppi fréttarsíðu á facebook sem má nálgast hér: https://www.facebook. com/sjavarutvegsskolinn/ Sjávarútvegsskólinn vill því þakka Skinney-Þinganes kærlega fyrir vikuna á Hornafirði og þá sérstaklega Guðmundi, Gunnari og Þórhildi. Fyrir hönd Sjávarútvegsskólans, Sigmar Örn Hilmarsson

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.