Eystrahorn 27.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 27. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 7. september 2017

www.eystrahorn.is

Fjölmenni og fjör við opnun gönguleiðarinnar Mýrajöklar

Gönguleiðin Mýrajöklar, sem er annar hluti Jöklaleiðarinnar, var opnuð formlega í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst sl. Við sama tilefni var vígð ný göngubrú yfir Kolgrafardalsá sem opnar gönguleið frá Haukafelli að Fláajökli. Gönguleiðin tengir saman svæði þriggja skriðjökla, Fláajökuls, Heinabergjökuls og Skálafellsjökuls, sem saman mynda Mýrajökla. Leiðin nær frá Haukafelli að Skálafelli og er um 22 km að löng. Alls þurfti þrjár göngubrýr og eitt ræsi til að opna leiðina fyrir gangandi vegfarendum og tekur um 8-10 klukkustundir að ganga hana. Upplýsingaskilti eru við upphaf gönguleiðarinnar, en auk þess er boðið upp á snjallleiðsögn þar sem eru m.a. veittar upplýsingar um gróðurfar, jarðfræði og jökla. Að auki eru þar

upplýsingar um sambýli manns og jökuls sem frá upphafi búsetu hefur einkennt svæðið okkar, ríki Vatnajökuls. Fjölmennt var við opnunar­ hátíðina og nutu ungir sem aldnir samverunnar í blíðskapar­veðri. Vatna­jökulsþjóðgarður bauð upp á útileiki fyrir börnin og veitingar voru í boði hollvinasamtakanna Vinir Vatnajökuls. Auk þess að grilla pylsur fengu börnin að spreyta sig á að grilla vefjubrauð á trjágrein yfir grillinu og baka súkkulaðimúffur í appelsínuberki. Vakti bæði mikla lukku hjá ungu kynslóðinni. Verkefnið hlaut ríkulegan fjár­ styrk hjá Framkvæmda­sjóði Ferðamannastaða, en án þess hefði það ekki orðið að veruleika. Auk þess hefur ferðaþjónustuklasinn Ríki Vatnajökuls gefið út kynningarbækling

um leiðina með fjárstyrk frá Vinum Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarður lagt inn ómælt vinnuframlag og veitt faglega ráðgjöf við framkvæmdina. Færum við þessum aðilum okkar bestu þakkir fyrir framlag sitt. Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar vil ég þakka öllum þeim sem komu og áttu með okkur góða stund í Haukafelli. Vona ég að bætt aðgengi að þessu fallega svæði hvetji bæði heimamenn og gesti til að reima á sig gönguskóna og upplifa allt það sem gönguleiðin Mýrajöklar hefur upp á að bjóða Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 7. september 2017

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Sunnudagur 10. september HAFNARKIRKJA

1966

2016

Eystrahorn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 Fundur vegna ferminga vorið 2018 strax að lokinni guðsþjónustu. Væntanleg fermingarbörn og forráðamenn þeirra eru því hvött til að mæta til kirkju.

Prestarnir

Sundleikfimin hefst fimmtudaginn 14.sept. kl. 16:00. Leikfimi í sal hefst þriðjudaginn 19.sept. kl. 16:30. Kennslu annast Valgerður Reykjalín, íþróttafræðingur. Gönguferðir frá Ekrunni á mánudag og miðvikudag kl.10:00. Verum dugleg að mæta og liðka okkur !

Ferming 2018 Forráðamenn fermingarbarna fyrir árið 2018 eru beðin um að skrá börnin í fræðslu á skráningarsíðu prestakallsins www.bjarnanesprestakall.is/skraning Fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum verður haldinn í Hafnarkirkju sunnudaginn 10. september eftir guðsþjónustu.

Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 10. september kl. 12:00.

Vaknaði í morgun klár og hress klæddi mig í föt og sagði bless Þetta á svo sannarlega við ef þú sefur í rúmi frá okkur, eigum margar gerðir af rúmum og dýnum. Mikið úrval af fallegri gjafavöru nýi Moominn bollinn kominn Verið velkomin

Húsgagnaval Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. september.

Vildaráskrift

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Þegar vel er skoðað

Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Krosseyrarvegur 17 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00

Eystrahorn

Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. september. Næsta skoðun 17., 18. og 19. október.

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933

Símar: Opið:

NÝTT Á SKRÁ

GARÐSBRÚN

Rúmgóð 3ja til 4. herb. neðri sér hæð 76,1 m² ásamt 27,1 m² bílskúr samtals 103,2 m². Bað hefur verið endurnýjað og hlut af gólfefnum.

NÝTT Á SKRÁ

BOGASLÓÐ

Björt, falleg og vel skipulögð sérhæð í fallegu þriggja íbúða húsi, 2 samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, mikið og frábært útsýni.

HLÍÐARTÚN

Vel skipulagt 4ra herbergja 113,6m² steypt einbýlishús og 46, m² steyptur bílskúr, samtals : 169,3m². Íbúðar­ húsið hefur verið einangrað og klætt að utan með timburklæðningu.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 7. september 2017

Skemmtifélagið semur við Hafið

www.eystrahorn.is

Sterkasta kona Íslands 2017 Keppnin Sterkasta kona Íslands 2017 fór fram helgina 2. - 3. september á Akureyri. Keppt var í loggalyftu, réttstöðulyftu, uxagöngu, hleðslugrein og helluburði. Í -82 kg flokki sigraði Hornfirðingurinn Lilja B. Jónsdóttir og í 2. sæti varð Margrét Ársælsdóttir. Frábær árangur hjá þessari kraftmiklu íþróttakonu. Í opnum flokki sigraði Zane Kauzena, í 2. sæti Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, í 3. sæti Berglind Rós Bergsdóttir, í 4.sæti Ingibjörg Óladóttir, í 5-6.sæti Anna Heiður Heiðarsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir, í 7.sæti Harpa Rún Eysteinsdóttir og í 8.sæti Selma Hrönn Vilhjálmsdóttir. Over-all sigurvegari var einnig Zane Kauzena, í 2. sæti varð Lilja B. Jónsdóttir og í 3. sæti varð Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem sló einnig Íslandsmetið í loggalyftu í +82 kg flokki þegar hún lyfti 80 kg loggi. Við óskum Lilju til hamingju með titilinn.

Eva Birgisdóttir og Heiðar Sigurðsson

Á dögunum var gert samkomulag milli Hornfirska Skemmtifélagsins og Hafsins að 16. sýning Skemmtifélagsins, One Hit Wonders, verði á Hafinu í Kartöfluhúsinu. Salurinn er stærri og tekur því fleiri í sæti. Þess vegna verða sýningarnar þrjár í stað fimm. Sýningardagarnir verða 7., 14. og 21. október. Miðapantanir fara fram í gegnum tölvupóstfangið kartofluhusid@gmail.com. Hornfirska Skemmtifélagið vill nýta tækifærið og þakka Hótel Höfn fyrir samstarfið síðustu ár.

PKH OPNAR Á NÝJUM STAÐ. Fimmtudaginn 7. september kl 20:00

3.000 kr. “Tvöfaldur séns” fer fram á barnum Hafinu, Heppuvegi 5 Nánar á facebook.com/pkhofn

Frá vinstri: Lilja B. Jónsdóttir ásamt Zane Kauzena

Sundþjálfari óskast

Vinir í bata

Sunddeild Sindra óskar eftir þjálfara fyrir komandi vetur.

Fyrirhugað er bjóða upp á 12 spora starf „vinir í bata“ í Hafnarkirkju í vetur. 12 sporin eru ætluð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiði að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum sem oft eru þróuð í æsku, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangursrík leið í baráttunni gegn hverskonar fíkn. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er sprottið frá 12 spora starfi AA-samtakanna. Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. september og stendur frá kl. 17-19. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djákna–kandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869-2364.

Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun, eða einhverskonar bakgrunn í sundi og vilt vinna með hressum krökkum. Hringdu þá í síma 867-3757 Gunnhildur, eða 847-6634 Erla Berglind fyrir frekari upplýsingar. Möguleiki er að taka að sér hluta iðkenda, kenna eingöngu ákveðna daga eða eftir öðru samkomulagi. Þjálfari þarf að vera tilbúinn að fylgja iðkendum á mót, og taka þátt í innanfélagsmótunum okkar. Þjálfaranámskeið er í boði fyrir viðkomandi.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 7. september 2017

Eystrahorn

Körfuboltinn í gang á ný

Haustið er komið og það þýðir að körfuboltinn er að byrja nýtt tímabil! Spennandi tímar framundan þar sem meistaraflokkur karla unnu sig upp um deild á síðustu leiktíð og halda nú í 2. deild með há markmið um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Nánar tilteki: sigrar og upp um enn aðra deild! Ásamt því að trúa á okkur sjálf hefur Pakkhúsið og Jökulsárlón ehf. sýnt að þau trúa einnig á okkur, og undirritaður var samstarfs- og styrktarsamningur til þriggja ára, því til sönnunar. Auk þeirra eru JM hár, Límtré- Vírnet og Kaffihornið stoltir styrktaraðilar deildarinnar. Lítil deild með mikinn metnað krefst góðs baklands og erum við einstaklega þakklát þeim sem sýna stuðning sinn í verki. Til þess að efla góðan meistaraflokk þarf að huga að yngri flokkum sem koma til með að taka við. Sem hluti af þeirri uppbyggingu fór yngri flokka þjálfari vetrarins, Auðunn Hafdal í Grunnskóla Hornafjarðar og kynnti starf vetrarins. Auk þess gaf hann körfubolta í alla bekki sem krakkarnir geta notað á skólatíma. Yngra flokka starfið er í góðum farvegi, efnilegir leikmenn að líta dagsins ljós, en mikilvægast af öllu er – það er gaman !

Auðunn Hafdal með 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar.

Framtíðarstörf á Skjólgarði

Viltu vera með?

Eins og stendur er starfsfólk Menningar­ miðstöðvar Hornafjarðar að leggja drög að dagskrá vetrarins. Vilt þú vera með og halda menningarlegan viðburð? Ert þú með hugmyndir á frumstigi sem þarfnast úrlausna eða viðburð sem gaman væri að sjá verða að veruleika? Frekari upplýsingar gefur : Eyrún Helga Ævarsdóttir Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Sími: 470-8052 / 896-6774 eyrunh@hornafjordur.is

Viljir þú kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig: Framtíðarstarf í ræstingu og aðhlynningu á Skjólgarði Um er að ræða ræstingu á hjúkrunar­ deild í hlutastarfi með möguleika á starfi í aðhlynningu samhliða. Einnig laus staða í aðhlynningu til framtíðar. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470-8630 eða netfang asgerdur@hornafjordur.is. Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 18. september.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 7. september 2017

www.eystrahorn.is

Þrítugsafmæli Kiwanisklúbbsins Óss - saga hans í nútíð og fortíð

Þann 12. september fagnar Kiwanisklúbburinn Ós 30 ára afmæli sínu en hann var stofnaður 1987 og vígður 4. maí 1988. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Árið 1975 var haldið 5. Umdæmisþing Kiwanis hér á Höfn í Hornafirði og reynt í framhaldi af því að stofna Kiwanisklúbb en það gekk ekki eftir. Tildrög þess að Kiwanis­ klúbburinn Ós var stofnaður á Hornafirði voru þau að umdæmisstjórn umdæmisins auglýsti í Eystrahorni 1987 kynningarfund um Kiwanishreyfinguna á Hótel Höfn. Á þann fund komu frá umdæminu Steindór Hjörleifsson sem nú er látinn og Stefán R. Jónsson. Þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmunds og Ludwig Gunnarsson. Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til þess að reyna að stofna klúbb hér á Höfn. Skemmst er frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hópi og varð úr að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar. Stofndagur hans er 12. september 1987 og hlaut hann nafnið Ós, en það nafn hlaut flest atkvæði í kosningum um nafn á klúbbinn. Merki klúbbsins hannaði Hinrik Bjarnason málari eða Bassi eins og flestir þekktu hann. Fyrsti forseti Kiwanisklúbbsins Óss var Helgi Geir Sigurgeirsson. Fundirnir voru haldnir á Hótel Höfn og mikil gróska var í starfsemi klúbbsins. Árið 1988 eða ári eftir stofnunina var haldinn umdæmis­ stjórnarfundur hér á Höfn og var umdæmisstjórn mjög ánægð hvernig til tókst með stofnun og starfsemi Óss. Félagafjöldi í gegnum árin hefur verið að meðaltali um 20 en mest orðið um 30. Fjöldi manns hafa verið félagar. Sumir hafa staldrað stutt við en aðrir hafa verið með okkur til fjölda ára. Í klúbbnum eru tveir stofnfélagar Haukur Sveinbjörnsson og Gunnar Gunnlaugsson en

aðrir stofnfélagar hafa flestir flutt búferlum, og sumir þeirra starfa enn með hreyfingunni á þeim svæðum sem þeir búa á. Kiwanisklúbburinn Ós hefur átt fjóra svæðisstjóra í Sögusvæði en þeir eru; Helgi Geir Sigurgeirsson 1991-1992, Haukur Sveinbjörnsson 19971998, Stefán Brandur Jónsson 2008-2009, Geir Þorsteinsson 2002-2003 og 2013-2014. Næsti svæðisstjóri Sögusvæðis 20172018 verður félagi í Ós, en það er núverandi umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson. Fyrsti umdæmisstjóri frá Ós er félagi okkar Haukur Sveinbjörnsson en hann klárar umdæmisár sitt á umdæmisþinginu sem verður haldið á Akureyri dagana 21.- 22. september. Þar verða fulltrúar allra Kiwanisklúbba í umdæminu Ísland-Færeyjar og meirihluti Ós félaga með mökum sínum á þingi. Starfsemi Óss hefur ávallt verið kraftmikil. Helstu fjáraflanir eru eign og rekstur auglýsingaskiltis hér í bæ, páskaeggjabingó, jólatréssala og Groddaveisla. Meðal árlega verka Ós er Kiwanis hjálma afhending. Árið 1991 byrjaði Ós á því verkefni, en frá 2003 hefur það verið landsverkefni með Hjálmanefnd í samstarfi við Eimskip. Klúbburinn veitir árlega fjármuni til góðra málefna í sýslunni

og gegnum Styrktarsjóði umdæmisins og Kiwanis Children Foundation sem er í samstarfi við UNICEF að útrýma joðskorti og stífkrampa í heiminum. Í fyrirrúmi er ávallt kjörorðið börnin fyrst og fremst og ávallt er reynt að hafa styrkveitingar klúbbsins tengdar þeim kjörorðum. Þótt langt sé í næstu klúbba hefur okkur tekist að lifa nokkuð bærilegu lífi, stjórnarmenn hitta aðra félaga einu sinni til tvisvar á ári. Kiwanisklúbburinn Ós gerðist móðurklúbbur Viðeyjar, klúbbs sem stofnaður var í Reykjavík og voru allmargir brottfluttir Hornfirðingar í honum. Árið 2011 var 41. umdæmisþing íslenska umdæmisins haldið á Hornafirði og heppnaðist það vel í alla staði. Ós félagar fengu miklar þakkir fyrir, en mestar þakkir á þó skilið undirbúningsnefnd þingsins sem vann að undirbúningi þess í hartnær eitt ár. Sagt er að að halda umdæmisþing geti gert útaf við klúbb en Ósmenn fundu ekki fyrir neinu slíku. Þeir halda bara áfram veginn. Í 30 ára sögu klúbbsins er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á einstaka hæfileika klúbbfélaga eins og til dæmis í

fótbolta á útihátíðum klúbbsins, einstaka ferðagleði þeirra í þágu Kiwanishreyfingarinnar og eru til dæmis þrír félagar nýkomnir frá því að vera á Heimsþingi Kiwanis Intenational og Kiwanis Evrópu á KI-EF þingi í París Frakklandi í júlí. Félagar í Ós munu fjölmenna á umdæmisþingið á Akureyri, enda er þetta þing með okkar fyrsta umdæmisstjóra og umdæmisritara sem hafa gengt þeim störfum áður fyrir umdæmið. En það eru félagarnir Haukur og Sigurður Einar. Núna eru 30 félagar skráðir í klúbbinn og flestir vel virkir. Bæst hafa sex nýir félagar á þessu starfsári en einn hefur hætt. Allmargir félagar eru starfandi sjómenn og hefur það auðvitað áhrif á mætingu á fundi, en eins og dæmin sanna þá hefur það ekki haft áhrif á getu klúbbsins til góðra verka. Hér hefur nú verið farið í örfáum orðum yfir starfsemi Kiwanisklúbbsins Óss. Vonandi verður starfsemin áfram gefandi og skemmtileg og eru nýir félagar eru ávallt velkomnir í klúbbinn. Ingvar Snæbjörnsson forseti Kiwanisklúbbsins Óss

Fylgstu með

@eystrahorn


Sveitarfélagið Hornafjörður - Heilsueflandi samfélag auglýsir: Þar sem Ferðafélag Íslands er 90 ára á árinu þá verða á öllu landinu Lýðheilsugöngur nú í september og eru þær einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við hér í Sveitarfélaginu Hornafjörður verðum engir eftirbátar og mun Ferðafélag A-Skaft. bjóða upp á göngur sem sem hér segir: Miðvikudaginn 6. september kl. 18:00 – Yxnaskarð Miðvikudaginn 13. september kl. 18:00 – Bergárfoss og Bergárdalur Upphafsstaður: Tjaldsvæðið á Höfn Miðvikudaginn 20. september kl. 18:00 – Óslandshringurinn Upphafsstaður: Hótel Edda (Ásgarður) Miðvikudaginn 27. september kl. 18:00 – Stjóri hringurinn um Höfn Upphafsstaður: Motokrosssvæðið v/Höfn Göngustjórar: Fulltrúar Ferðafélags Austur-Skaftfellinga Vonumst við til að sem flestir finni sér göngur við hæfi og sjái sér fært um að mæta.

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu ætla að bjóða í partý föstudagskvöldið 8.september kl. 20:30 í Slysavarnarhúsinu. Þingmennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson mæta.

Kynningafundur vegna breytingar á aðalskipulagi við Reynivelli II Kynningarfundur vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingum verður haldinn í Ráðhúsi Hafnar þann 8. september kl. 12:00. Þær tillögur sem kynntar verða eru: • Aðalskipulagsbreyting vegna nýs verslunar og þjónustureits neðan vegar við Reynivelli II • Aðalskipulagsbreyting virkjunar í Birnudal

vegna

nýrrar

• Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Aðalfundur Kvennakórsins

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn föstudaginn 15. september í Sindrabæ kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nú er að hefjast 20. starfsárið og því er framundan spennandi og skemmtilegur söngvetur. Nýir félagar eru boðnir velkomnir í upphafi haust- og vorannar. Einnig væri gaman að sjá eldri kórfélaga koma til liðs við kórinn á afmælisárinu. Við hvetjum söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins. Stjórnin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.