28. tbl

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 1. september 2016

28. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar

Lilja og Víkingur tilbúin í lúruveiði Ferð að Horni „ Allir berfættir“

Farnar voru alls 10 ferðir um nánasta umhverfi Hafnar. Lagt var af stað í allar ferðir kl. 13:00 og komið heim aftur um kl. 16:00 og því takmarkast ferðatíminn við það. Í lengri ferðum var það Fallastakkur ehf. sem sá um að aka hópnum. Það er fyrir löngu orðin hefð fyrir því að fyrsta ferðin sé í Óslandið til að skoða og fylgjast með fuglum. Björn Arnarsson leiddi hópinn og sagði frá öllu því sem bar fyrir sjónir, einnig var í för Helga Árnadóttir en hún sagði frá plöntum og lífsskilyrðum þeirra í Óslandinu. Næst var farið í golf og tók Óli Kristján vel á móti hópnum. Í lok júní var farið að Horni og gengið á flæðunum við

mikla gleði þátttakenda. Í júlí var farið í hina sívinsælu lúruveiði, Jón Þorbjörn Ágústsson fór tvær ferðir með glaða krakka út í fjörð. Bólsklettarnir voru svo skoðaðir um miðjan júlí, Hafdís Bergmannsdóttir bóndi í Stórabóli tók á móti hópnum og sagði frá örnefnum og þjóðsögum tengdum svæðinu. Þá var farið út á Ægisíðuna í gönguferð og í veiðiferð í Þveitina (það veiddist ekki neitt enda veðrið ekki uppá sitt besta). Strax eftir verslunarmannahelgi var farið í Mikley og gengið í kringum eyjuna. Vísindaferð var farin til að skoða jarðsöguna í Álaugarey og að venju var það óvissuferðin sem var langvinsælust. Farið var í Húsdýragarðinn

í Hólmi, hann skoðaður með leiðsögn Guðrúnar Guðmundsdóttur bónda sem einnig bakaði snúða handa öllum hópnum. Við hjá Menningarmiðstöð viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt og sérstaklega þeim sem gera þetta starf mögulegt, Björn, Helga, Óli, Ómar, Jón, Hafdís, Jóhanna, Olgeir, Vignir, Vífill, Guðrún og Laufey og allir hinir. Okkar bestu þakkir fyrir alla aðstoðina í sumar Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Kiwanisklúbburinn Ós styrkir HSU og börnin

Í sumar gaf Kiwanisklúbburinn Ós Start M6 Junior barnahjólastól og einnig æðalýsingatæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði. Það var Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri hjá HSSA sem veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar og þakkaði hún Sigurði Einari Sigurðssyni ritara Óss fyrir góðar gjafir. Kiwanishreyfingin er góðgerðarsamtök sem vinna eftir einkunnarorðunum ,,Hjálpum börnum heims” og leitast við að bæta líf og heilsu barna um allan heim. Nú í september byrjar þrítugasta starfsár Kiwanisklúbbsins Óss og verður afmælisársins minnst með ýmsum

uppákomum. Klúbbfélögum finnst gott að byrja nýtt starfsár með góðum gjöfum sem styðja við hið ágæta starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Klúbburinn er alltaf tilbúinn til að taka við nýjum félögum í Kiwanishreyfinguna og hvetjum við alla sem vilja láta gott af sér leiða að kynna sér félagsskapinn. Upplýsingar um klúbbinn eru á fésbókarsíðu Óss www.facebook.com/ KiwanisclubOs og senda í netfangið kiwanisclubosiceland@gmail.com.

Friðþóra Ester og Sigurður Einar

Áhugasamir eru endilega hvattir til að hafa samband.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.