28. tbl

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 1. september 2016

28. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar

Lilja og Víkingur tilbúin í lúruveiði Ferð að Horni „ Allir berfættir“

Farnar voru alls 10 ferðir um nánasta umhverfi Hafnar. Lagt var af stað í allar ferðir kl. 13:00 og komið heim aftur um kl. 16:00 og því takmarkast ferðatíminn við það. Í lengri ferðum var það Fallastakkur ehf. sem sá um að aka hópnum. Það er fyrir löngu orðin hefð fyrir því að fyrsta ferðin sé í Óslandið til að skoða og fylgjast með fuglum. Björn Arnarsson leiddi hópinn og sagði frá öllu því sem bar fyrir sjónir, einnig var í för Helga Árnadóttir en hún sagði frá plöntum og lífsskilyrðum þeirra í Óslandinu. Næst var farið í golf og tók Óli Kristján vel á móti hópnum. Í lok júní var farið að Horni og gengið á flæðunum við

mikla gleði þátttakenda. Í júlí var farið í hina sívinsælu lúruveiði, Jón Þorbjörn Ágústsson fór tvær ferðir með glaða krakka út í fjörð. Bólsklettarnir voru svo skoðaðir um miðjan júlí, Hafdís Bergmannsdóttir bóndi í Stórabóli tók á móti hópnum og sagði frá örnefnum og þjóðsögum tengdum svæðinu. Þá var farið út á Ægisíðuna í gönguferð og í veiðiferð í Þveitina (það veiddist ekki neitt enda veðrið ekki uppá sitt besta). Strax eftir verslunarmannahelgi var farið í Mikley og gengið í kringum eyjuna. Vísindaferð var farin til að skoða jarðsöguna í Álaugarey og að venju var það óvissuferðin sem var langvinsælust. Farið var í Húsdýragarðinn

í Hólmi, hann skoðaður með leiðsögn Guðrúnar Guðmundsdóttur bónda sem einnig bakaði snúða handa öllum hópnum. Við hjá Menningarmiðstöð viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt og sérstaklega þeim sem gera þetta starf mögulegt, Björn, Helga, Óli, Ómar, Jón, Hafdís, Jóhanna, Olgeir, Vignir, Vífill, Guðrún og Laufey og allir hinir. Okkar bestu þakkir fyrir alla aðstoðina í sumar Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Kiwanisklúbburinn Ós styrkir HSU og börnin

Í sumar gaf Kiwanisklúbburinn Ós Start M6 Junior barnahjólastól og einnig æðalýsingatæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði. Það var Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri hjá HSSA sem veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar og þakkaði hún Sigurði Einari Sigurðssyni ritara Óss fyrir góðar gjafir. Kiwanishreyfingin er góðgerðarsamtök sem vinna eftir einkunnarorðunum ,,Hjálpum börnum heims” og leitast við að bæta líf og heilsu barna um allan heim. Nú í september byrjar þrítugasta starfsár Kiwanisklúbbsins Óss og verður afmælisársins minnst með ýmsum

uppákomum. Klúbbfélögum finnst gott að byrja nýtt starfsár með góðum gjöfum sem styðja við hið ágæta starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Klúbburinn er alltaf tilbúinn til að taka við nýjum félögum í Kiwanishreyfinguna og hvetjum við alla sem vilja láta gott af sér leiða að kynna sér félagsskapinn. Upplýsingar um klúbbinn eru á fésbókarsíðu Óss www.facebook.com/ KiwanisclubOs og senda í netfangið kiwanisclubosiceland@gmail.com.

Friðþóra Ester og Sigurður Einar

Áhugasamir eru endilega hvattir til að hafa samband.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagurinn 1. september 2016

Andlát Helga Elísabet Pétursdóttir fæddist í Gamla Garði í Suðursveit 24. júlí 1933. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði þann 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bríet Magnea Stefánsdóttir og Pétur Óskar Sigurbjörnsson. Helga var elst þriggja systkina, þau eru Eysteinn Agnar og Erna Kristín. Á jóladag 1959 giftist Helga Herði G. Valdimarssyni f. 19. júlí 1928 d. 21. febrúar 2004, frá Fáskrúðsfirði. Þau bjuggu lengst af að Svalbarði 4 á Höfn. Helga og Hörður eignuðust eina dóttur, Örnu Ósk. Hún er gift Þórhalli Malmquist Einarssyni og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Helga soninn Gísla Pál Björnsson. Hann er kvæntur Hrefnu Lúðvíksdóttur og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Útför Helgu fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 1. september kl. 14:00

Vinir í bata Fyrirhugað er bjóða upp á 12 spora starf „Vinir í bata“ í Hafnarkirkju í vetur. 12 sporin eru ætluð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiði að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangursrík leið í baráttunni gegn hverskonar fíkn sem og í alls kyns samskiptum. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er skylt 12 spora starfi AA-samtakanna. Fyrsti fundur verður haldinn föstudaginn 9. september og stendur frá kl. 17:00-19:00. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djáknakandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869-2364.

Húsnæði Óska eftir íbúð fyrir hjón með eitt barn sem fyrst, skilvísum greiðslum heitið. Justyna 773-8133.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

DAGSFERÐ Í SKAFTAFELL Farið verður á laugardagsmorgun 3. september kl. 9:00 frá Ekrunni. Sundleikfimin hefst í dag fimmtudag kl. 16:00. Leikfimin í Ekrunni hefst næstkomandi þriðjudag kl. 16:30. Sigurborg stjórnar. Hreyfing er holl og góð !


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 1. september 2016

3

Sindrafréttir Opinn dagur hjá fimleikadeild Sindra

Þriðjudaginn 6. september ætlum við að bjóða upp á opinn dag hjá fimleikadeild Sindra út í Mánagarði. Þar ætlum við að leyfa krökkum að koma og prófa fimleika. Foreldrar og áhugafólk er einnig velkomið að skoða og sjá hvað Mánagarður hefur breyst með tilkomu fimleikaáhalda. Rúta kl. 14:30 14:40 -16:00 - 1.-2. bekkur Rúta kl. 15:50 16:00-17:30 - 3.-5. bekkur Rúta kl. 17:20 17:30-19:00 - 6. bekkur + Rúturnar eru einungis í boði fyrir iðkendur Starfið byrjar samkvæmt stundatöflu miðvikudag 7. september.

Yngriflokkaráð Sindra

Fótboltafréttir

Nú eru deildir Sindra í óða önn að skipuleggja íþróttastarf vetrarins og er knattspyrnudeildin ekki undanskilin í þeim efnum. Í mánuðinum tók nýtt yngriflokkaráð til starfa og hafa meðlimir þess, í samráði við stjórn knattspyrnudeildar, varið miklum tíma í að setja saman æfingatöflu og ræða við þjálfara fyrir komandi knattspyrnuvertíð. Lögð verður lokahönd á þá vinnu í vikunni sem er að líða og munu yngstu flokkarnir sem hafa verið í fríi nú þegar byrja fljótlega en stefnt er að því að hafa fund með foreldrum í kringum miðjan september til að kynna betur yngriflokkaráðið og vetrarstarfið. Talsverð vinna er framundan til þess að endurskipuleggja yngri flokka starf deildarinnar og verður eflaust falast eftir kröftum foreldra til þess að aðstoða og vonumst við eftir jákvæðum viðbrögðum. Framtíðar markmið yngriflokkaráðs og stjórnar knattspyrnudeildar er að styðja betur við þjálfara yngri flokka, auka samskipti við foreldra og vinna að því að aðskilja rekstur eldri og yngri flokka.

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hafa lokið keppni þetta sumarið, en lengi leit út fyrir að þær hefðu tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar kvenna. Sá grátlegi atburður átti sér hins vegar stað að Völsungur gaf einn leik í mótinu og töldust þá ekki með mörk sem liðin höfðu skorað á móti þeim til að ákvarða sætaskipan í riðlinum. Þar sem Sindrastelpur skoruðu grimmt í báðum leikjunum á móti Völsungi féllu þær um eitt sæti á markatölu og komust því ekki í úrslitakeppnina í ár.

Meðlimir yngriflokkaráðs, Guðrún Ingólfsdóttir Ingólfur Reynisson

Meistaraflokkur karla spilaði við Njarðvík á útivelli síðastliðinn laugardag. Þeir unnu leikinn 1-0 með marki frá Kristni Snjólfssyni, en þeir hefðu hæglega getað unnið stærri sigur og fengu þeir nokkur frábær tækifæri til að setja boltann í netið. Næsti leikur strákanna er hér heima næstkomandi laugardag kl. 14:00 gegn Vestra frá Ísafirði.

Jón Kristján Rögnvaldsson Sandra Sigmundsdóttir Trausti Magnússon

Vantar gott geymslupláss til leigu. Ég er nýráðinn organisti hjá Hafnarsókn og er að flytja til Hornafjarðar. Íbúðin sem ég hef fengið til leigu er of lítil fyrir allt dótið mitt og mig bráðvantar að fá á leigu gott geymslupláss fyrir ýmislegt m.a. bækur, bókahillur o.fl. Síminn hjá mér er 865-0308 Jörg Söndermann

Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann. Verksvið Hópferðaakstur og dekkjaverkstæði. Upplýsingar gefur Guðbrandur Bugðuleiru 2 sími 894-1616


4

Fimmtudagurinn 1. september 2016

Eystrahorn

Ársskýrsla HSU Hornafirði 2015

Nú í sumar var gefin út ársskýrsla HSU Hornafirði fyrir árið 2015. Í ársskýrslunni má finna upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar. Af miklu er að taka svo það verður tæpt á því helsta hér. Starfsemin er svipuð milli ára. Íbúafjöldi í janúar 2016 var heldur meiri en árið áður eða 2.171 og líkt og er að gerast um landið allt þá fjölgar í elsta aldurshópnum, 65 ára og eldri en fækkar í hópi 0-14 ára. Frá árinu 2013 hefur íbúum 65 ára og eldri fjölgað um 13% en það er sá aldurshópur sem þarf einna mest á heilbrigðisþjónustu að halda.

Heilsugæslusvið. Umfang starfseminnar er tekið út úr sjúkraskrárkerfinu, þar er hægt að fylgjast með hversu margir koma t.d. í viðtal á heilsugæslu, skráð símtöl o.s.frv. Á töflunni hér fyrir neðan eru helstu tölur úr starfsemi heilsugæslunnar. Má sjá að það er nokkuð mikið jafnvægi milli ára, viðtölum og símtölum fjölgar aðeins á meðan komum fækkar í mæðravernd svo dæmi sé tekið. Árgangur 2015 í sveitarfélaginu var einnig óvenju lítill eða aðeins 14 börn, það er ljóst að Hornfirðingar þurfa að taka sig á í barneignum! Fjórir sérfræðilæknar koma að jafnaði til Hornafjarðar en það eru augnlæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir, fæðingaog kvensjúkdómalæknir og barnalæknir. Komur til sérfræðilækna eru svipaðar milli ára en árið 2015 voru þær 830. Það er ótvíræður hagur fyrir íbúa sveitarfélagins að þurfa ekki að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur. Íbúafjöldi á þjónustusvæði stofnunarinnar

2015

2014

2013

2012

2.171

2.150

2.167 2.166

Heildarfjöldi starfsmanna

102

109

105

97

Innlagnir á sjúkradeild

69

95

100

101

Meðal nýting sjúkrarýma

127%

202%

98%

76,8%

Heildarfjöldi viðtala á heilsugæslu

9.595

8.788

8.684 9.018

Fjöldi skráðra símtala á heilsugæslu 5.855

5.365

5.458 5.356

Fjöldi koma í mæðravernd

157

184

287

286

Fjöldi koma í ungbarnavernd

310

454

459

392

Fjöldi samskipta í heimahjúkrun

5.090

Fjöldi skjólstæðinga í heimahjúkrun 59

5.442

6.138 3.319

55

68

60

Fjöldi myndgreininga (röntgen)

557

546

540

395

Fjöldi fæðinga

1

2

3

9

Á undanförnum árum hefur fjöldi ferðamanna sem sækir Hornafjörð farið sívaxandi en þeir þurfa víst á heilbrigðisþjónustu að halda líkt og við heimamenn. Hlutfall einstaklinga með erlent ríkisfang hefur þar af leiðandi fjölgað síðustu ár en árið 2012 voru þeir 4,7% en árið 2015 voru þeir 7%. Fjöldi ferðamanna hefur einnig áhrif á starfsemi sjúkraflutninga. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjölda útkalla en frá árinu 2012 hefur fjöldi útkalla aukist um 100% og fjöldi sjúkrafluga aukist hratt samhliða. Þetta sést betur á myndinni hér fyrir neðan.

Ein sjúkrabifreið er mönnuð allan sólahringinn en auka bíll er til staðar til að mæta stærri útköllum og einnig ef hin bifreiðin er í verkefni. Starfsemi hjúkrunar- og sjúkrasviðs er viðfangsmikil. Á stofnuninni eru 24 hjúkrunarrými, 6 dvalarrými og 3 sjúkrarými. Það er gífurlega mikilvægt að hafa þessa þjónustu í heimabyggð. Það er þó óhætt að segja að viðbygging við hjúkrunarheimilið er orðið virkilega aðkallandi

verkefni. 22 af 24 einstaklingum heimilisins búa í tvíbýli sem er í raun brot á mannréttindum þeirra. Í lok árs 2015 var framkvæmd þjónustukönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu en niðurstöður náðu því miður ekki í ársskýrsluna en verða kynntar betur síðar. Þar kom fram að íbúar eru almennt ánægðir með þjónustuna en flestir kvarta yfir því að þurfa að búa í tvíbýli, þeir hafa lítið pláss fyrir sitt eigið dót ásamt því að þurfa að deila salernisaðstöðu með fleirum. Það er löngu komið að þolmörkum og vil ég biðja íbúa að leggjast á eitt þegar kemur að kosningum til alþingis nú í haust og þrýsta á tilvonandi þingmenn með að koma Hornafirði á framkvæmdalista ríkisins þannig að við fáum viðbyggingu hið fyrsta. Á árinu 2015 bjuggu samtals 33 einstaklingar á Skjólgarði, meðalaldur þeirra var 86 ár og meðaldvalartími 2,5 ár. Það voru 8 sem fluttu inn á heimilið og 12 íbúar féllu frá. Á dvalarheimilinu sem staðsett er í Mjallhvít bjuggu samtals 7 íbúar, meðalaldur þeirra var 85 ár og var meðaldvalartíminn 4,4 ár. Sjúkrarýmin á stofnuninni hafa verið mikið nýtt undanfarin ár en þau eru 3 talsins. Fyrir hrun voru 6 skilgreind sjúkrarými á stofnuninni en var þeim fækkað niður í 3 með ákvörðun velferðarráðuneytisins eftir hrun. Síðustu ár hefur verið góð nýting á sjúkrarýmum, en síðustu tvö ár hefur nýtingin verið 202% (2014) og 127% (2015). Það er mjög mikilvægt að geta boðið heimafólki upp á innlögn í heimabyggð í bráðum veikindum, það framlengir og hvetur til lengri búsetu heima og dregur úr kostnaði ríkisins vegna flutninga suður og innlagna á sjúkrahús. Stjórnendur stofnunarinnar telja brýnt að fjölga sjúkrarýmum til að draga úr álagi, ljóst er að þörfin er til staðar miðað við nýtingu en þess má geta að fyrstu 6 mánuði ársins 2016 er nýtingin 217%. Mötuneyti er mikilvægur hlekkur í starfsemi stofnunarinnar. Þar er eldaður matur fyrir íbúa Skjólgarðs og á Mjallhvít, fyrir starfsfólk stofnunarinnar, dagdvöl aldraðra og fatlaðra ásamt því að senda mat í heimahús alla daga ársins. Í mötuneytinu er einnig matreiddur skólamaturinn en er nú að hefjast þriðji veturinn í skólamatnum. Á árinu 2015 voru samtals seldir 58.658 skammtar út úr húsi en þá eru ekki taldir þeir skammtar hjá íbúum Skjólgarðs, Mjallhvítar og starfsmönnum. Þetta eru að meðaltali 160 skammtar á dag alla daga ársins. Starfsmannahald. Mannauður stofnunarinnar er ákaflega dýrmætur. Alls störfuðu 102 starfsmenn á stofnuninni í 49 stöðugildum og hefur hlutfall karla sem starfa á stofnuninni verið að aukast nokkuð undanfarin ár en á árinu 2015 voru þeir 12% af heildar starfsmannafjölda. Það er nauðsynlegt að fá fleiri karla inn í umönnunarstörf og hefur verið reynt að höfða til þeirra með störf. Læknamönnun hefur verið nokkuð stöðug undanfarið ár með einn lækni búandi á staðnum ásamt því að vera með samning við Heilsuvernd. Það koma nokkurn veginn sömu læknar aftur og aftur og er það gott. Ljósmóðir hefur ekki verið starfandi á stofnuninni undanfarin ár en við höfum verið lánsöm að geta notið þjónustu ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri síðasta árið en hún kemur á um 10 daga fresti. Við viljum þakka starfsfólki kærlega fyrir þeirra framlag en án þeirra væri stofnunin í slæmum málum! Þjónustusamningur um rekstur heilbrigðisþjónustu. Að lokum er ekki úr vegi að ræða um framtíð HSU Hornafirði. Eins og þekkt er hefur Sveitarfélagið Hornafjörður borið ábyrgð á rekstri allrar heilbrigðisþjónustu í 20 ár eða frá árinu 1996 þegar fyrsti þjónustusamningurinn var gerður. Árið 2014 voru heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi sameinaðar undir eina sameiginlega stofnun. Hér á Hornafirði hefur áfram verið starfað samkvæmt þjónustusamning sem er að renna út nú um áramót. Stjórnendur stofnunarinnar ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn hafa þrýst á að hafist verði handa við að endurnýja samninginn en án árangurs enn sem komið er. Að öllu óbreyttu mun HSU Hornafirði renna inn í sameiginlega stofnun HSU um áramót. Það hefur verið ríkur vilji heimamanna til að semja á ný og verið þrýst á heilbrigðisráðherra og fleiri þingmenn vegna þessa. Við vonum svo sannarlega að það berist fregnir fyrr en seinna hvað samningsmál snertir. Ársskýrsluna má nálgast í heild sinni á heimasíðunni en slóðin er http://www.hornafjordur.is/hssa/um-hssa/arsskyrslur/

Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 1. september 2016

5

Mercedes-Benz sýningar á Austurlandi Bílaumboðið Askja verður með sýningar á Mercedes-Benz fólksbílum og atvinnubílum á Austurlandi um næstu helgi 2.-4. september. Mercedes-Benz bílarnir verða sýndir á Höfn í Hornafirði á föstudag kl. 15-18 við N1 planið. Á laugardag verður sýningin á Egilsstöðum kl. 12-16 hjá Bílaverkstæði Austurlands. Á sunnudag verður sýning á Reyðarfirði kl. 13-16 við N1 planið. Sex tegundir fólksbíla frá MercedesBenz verða til sýnis en bílarnir eru A-Class, GLE, GLC, GLA og GLS auk þess sem valið úrval af atvinnubílum verða á svæðinu, meðal annars Sprinter, Citan og Vito. ,,Markmiðið með þessum sýningum er að vekja athygli á breiðri og glæsilegri línu Mercedes-Benz fólksbíla og atvinnubíla og færa þá nær íbúum á Austurlandi. Við verðum með sérstaka áherslu á jeppalínuna frá Mercedes-Benz. Allir þessir bílar fást með 4MATIC fjórhjóladrifskerfi sem tryggir öryggi í akstri og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Við vonumst til að sjá sem flesta um helgina," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju.

Landnemaskóli School of immigrants * Fyrirhugað er að halda Landnemaskólann á Höfn veturinn 2016-17.

Í náminu er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsama þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er ætlað fullorðnu fólki á avinnumarkaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu þar sem námsmenn afla sér upplýsinga svo sem á netinu, í fjölmiðlum og hjá stofnunum. Námið er styrkt af Fræðslusjóði. Nánari upplýsingar veitir Nína Síbyl: nina@fraedslunet.is Verð/price: 25.000.The School of immigrants – 120 lessons The main emphasis is on spoken Icelandic and practical knowledge of Icelandic society and economy. The program is intended for working adults whose primary language is not Icelandic. The studies take place mainly through discussions and projects where the students gather information from i.e. the Internet, the media and institutions.

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Nýheimum, Litlubrú 2, Höfn Sími 560 2050 og 664 5551| gauja@fraedslunet.is

Spennandi störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

.Sveitarfélagið

leitar að öflugu starfsfólki sem vill starfa á skemmtilegum og fjölskylduvænum vinnustað

 Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar

 Leikskólastjóri

 Héraðsskjalavörður

 Tómstundafulltrúi

 Hafnsögumaður

 Leikskólinn Lönguhólar

 Safnvörður á byggðasafn

 Starfsmaður á skólaskrifstofu

 Starfsmaður í íþróttamiðstöð

 Starfsmaður í áhaldahús

 Ræstingar á hjúkrunardeild

 Leiðbeinendur í félagsmiðstöð

 Skólaliði í Grunnskóla Hornafjarðar

Yfirumsjón safnamála

Skjalavarsla á héraðsskjalasafni sveitarfélagsins

Skipstjórn á lóðs og almenn hafnarstörf

Safnvarsla og skráning muna

Á sameinuðum leikskólum sveitarfélagsins Ábyrgð á félagsmiðstöð

Leikskólakennarar og leiðbeinendur

Fjölbreytt störf, réttindi á dráttarvélar æskileg

Starfsfólk á Heimaþjónustudeild

Nánari upplýsingar um störfin eru á heimasíðu sveitarfélagsins www/hornafjordur.is/atvinna eða í síma 470 8000

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 2 4 3 0

Mercedes–Benz sýningar á Austurlandi Glæsilegur bílafloti Mercedes-Benz verður á Austurlandi um helgina. Allir ættu að finna bíl við sitt hæfi í breiðri línu sem spannar allt frá liprustu fólksbílum til öflugustu atvinnubíla. Sýningarstaðir Föstudagur 2. september – N1-planið á Höfn kl. 15–18 Laugardagur 3. september – Bílaverkstæði Austurlands kl. 12–16 Sunnudagur 4. september – N1-planið á Reyðarfirði kl. 13–16

Við hvetjum alla Austfirðinga til að koma og reynsluaka.

Bílaverkstæði Austurlands · Miðás 2 · 700 Egilsstaðir Sími 470 5070 · Beinn sími á bílasölu 470 5073

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.