Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 14. september 2017
28. tbl. 35. árgangur
Dagur íslenskrar náttúru - strandhreinsun Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og stofnanir Nýheima í samstarfi og með stuðningi landeigenda og fyrirtækja á Hornafirði standa fyrir strandhreinsun á degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september. Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á sama dag og er því við hæfi að tileinka daginn strandlengju sveitarfélagsins og hafinu. Ætlunin er að hreinsa afmarkað svæði á Breiðamerkursandi frá Reynivöllum að Kvíármýrarkambi. Hluti af því svæði er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs eftir stækkun garðsins í sumar og nær þjóðgarðurinn nú milli fjalls og fjöru. Hreinsunin stendur yfir frá 10:00 - 16:00 og lýkur með grillveislu í boði Nettó. Viljum við hvetja íbúa og alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í verkefninu því margar hendur vinna létt verk. Nauðsynleg ílát til ruslatínslu verða á staðnum á meðan birgðir endast. Einnig verða gámar á svæðinu og allt endurvinnanlegt og endurnýtanlegt efni verður flokkað frá því sem þarf að urða. Boðið verður upp á rútuferðir frá Höfn og er brottför frá sundlauginni kl. 9. Þeir sem kjósa að mæta á einkabílum geta hitt umsjónarmenn hreinsunarinnar við Hrollaugshóla, rétt vestan við Fellsá. Einnig má hafa samband við umsjónarmenn þegar fólk mætir á Breiðamerkursand, en ekki er skilyrði að vera með allan tímann (sjá símanúmer í auglýsingu). Þeir sem ekki komast þennan dag eru hvattir til hreinsunarátaks í sínu nærumhverfi. Þeir sem geta lagt fram vinnutæki eins og dráttavélar, fjórhjól, kerrur, vagna o.fl. mega
setja sig í samband við Rósu Björk í síma 8424355. Fylgjast má með viðburðinum á Facebook, Strandhreinsun á Breiðamerkursandi - Dagur íslenskrar náttúru. Við viljum benda áhugasömum á að þátttakendur bera ábyrgð á eigin öryggi og undirbúningi fyrir viðburðinn. Börn eru ætíð á ábyrgð foreldra/umsjónarmanna. Nánari upplýsingar um strandhreinsanir má finna á vefnum hreinsumisland.is.
Eftirfarandi atriði er svo gott að hafa í huga fyrir strandhreinsunina:
Aflabrögð og vinnsla Jói á Fiskmarkaðnum sagði að byrjunin á nýju kvótaári lofaði góðu, Sigurður Ólafsson, Hvanney og Dögg SU hafa aflað vel og fiskverðið hafi verið uppá við. Strandveiðarnar gengu vel og bátar héðan öfluðu um 500 tonn sem er um 1/3 af heildarkvóta svæðisins. Verðið var aftur á móti lélegt en hækkaði aðeins síðustu vikuna. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um aflabrögð og vinnsluna hjá þeim; „Við byrjuðum á makrílvertíðinni um miðjan júlí og hefur hún gengið einstaklega vel. Nú eru skip félagsins búin að landa um 15.000 tonnum af makríl og 3.500 tonnum af síld. Mikil vinna hefur verið í uppsjávarfrystingu í Krossey og flutningaskipin hafa verið eins og strætisvagnar með stöðuga viðkomu við Álögureyjarbryggjuna. Við erum í síðustu makríltúrunum núna og tekur þá síldin við í framhaldi af því. Humarveiði hefur verið frekar dræm í sumar. Skipin hafa að mestu haldið sig í Jökuldýpinu og landað þá í Reykjavík og Grindavík og öllum aflanum keyrt heim til vinnslu. Bolfiskveiði hjá Steinunni og Vigur hefur gengið með ágætum og hefur Steinunn haldið vinnslunni í Þorlákshöfn gangandi á fullum afköstum en þar erum við að vinna ferskan fisk til útflutnings, bæði á Evrópu og USA.“
• Gott er að hafa með sér vinnuhanska eða vettlinga; • Takið með ykkur vatnsflöskur, nesti og fjölnota drykkjarílát • Takið með ykkur fjölnota burðarílát (poka, fötur) • Sólarvörn ef haustsólin skín!