Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 14. september 2017
28. tbl. 35. árgangur
Dagur íslenskrar náttúru - strandhreinsun Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og stofnanir Nýheima í samstarfi og með stuðningi landeigenda og fyrirtækja á Hornafirði standa fyrir strandhreinsun á degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september. Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á sama dag og er því við hæfi að tileinka daginn strandlengju sveitarfélagsins og hafinu. Ætlunin er að hreinsa afmarkað svæði á Breiðamerkursandi frá Reynivöllum að Kvíármýrarkambi. Hluti af því svæði er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs eftir stækkun garðsins í sumar og nær þjóðgarðurinn nú milli fjalls og fjöru. Hreinsunin stendur yfir frá 10:00 - 16:00 og lýkur með grillveislu í boði Nettó. Viljum við hvetja íbúa og alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í verkefninu því margar hendur vinna létt verk. Nauðsynleg ílát til ruslatínslu verða á staðnum á meðan birgðir endast. Einnig verða gámar á svæðinu og allt endurvinnanlegt og endurnýtanlegt efni verður flokkað frá því sem þarf að urða. Boðið verður upp á rútuferðir frá Höfn og er brottför frá sundlauginni kl. 9. Þeir sem kjósa að mæta á einkabílum geta hitt umsjónarmenn hreinsunarinnar við Hrollaugshóla, rétt vestan við Fellsá. Einnig má hafa samband við umsjónarmenn þegar fólk mætir á Breiðamerkursand, en ekki er skilyrði að vera með allan tímann (sjá símanúmer í auglýsingu). Þeir sem ekki komast þennan dag eru hvattir til hreinsunarátaks í sínu nærumhverfi. Þeir sem geta lagt fram vinnutæki eins og dráttavélar, fjórhjól, kerrur, vagna o.fl. mega
setja sig í samband við Rósu Björk í síma 8424355. Fylgjast má með viðburðinum á Facebook, Strandhreinsun á Breiðamerkursandi - Dagur íslenskrar náttúru. Við viljum benda áhugasömum á að þátttakendur bera ábyrgð á eigin öryggi og undirbúningi fyrir viðburðinn. Börn eru ætíð á ábyrgð foreldra/umsjónarmanna. Nánari upplýsingar um strandhreinsanir má finna á vefnum hreinsumisland.is.
Eftirfarandi atriði er svo gott að hafa í huga fyrir strandhreinsunina:
Aflabrögð og vinnsla Jói á Fiskmarkaðnum sagði að byrjunin á nýju kvótaári lofaði góðu, Sigurður Ólafsson, Hvanney og Dögg SU hafa aflað vel og fiskverðið hafi verið uppá við. Strandveiðarnar gengu vel og bátar héðan öfluðu um 500 tonn sem er um 1/3 af heildarkvóta svæðisins. Verðið var aftur á móti lélegt en hækkaði aðeins síðustu vikuna. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um aflabrögð og vinnsluna hjá þeim; „Við byrjuðum á makrílvertíðinni um miðjan júlí og hefur hún gengið einstaklega vel. Nú eru skip félagsins búin að landa um 15.000 tonnum af makríl og 3.500 tonnum af síld. Mikil vinna hefur verið í uppsjávarfrystingu í Krossey og flutningaskipin hafa verið eins og strætisvagnar með stöðuga viðkomu við Álögureyjarbryggjuna. Við erum í síðustu makríltúrunum núna og tekur þá síldin við í framhaldi af því. Humarveiði hefur verið frekar dræm í sumar. Skipin hafa að mestu haldið sig í Jökuldýpinu og landað þá í Reykjavík og Grindavík og öllum aflanum keyrt heim til vinnslu. Bolfiskveiði hjá Steinunni og Vigur hefur gengið með ágætum og hefur Steinunn haldið vinnslunni í Þorlákshöfn gangandi á fullum afköstum en þar erum við að vinna ferskan fisk til útflutnings, bæði á Evrópu og USA.“
• Gott er að hafa með sér vinnuhanska eða vettlinga; • Takið með ykkur vatnsflöskur, nesti og fjölnota drykkjarílát • Takið með ykkur fjölnota burðarílát (poka, fötur) • Sólarvörn ef haustsólin skín!
2
Fimmtudagurinn 14. september 2017
Vaknaði í morgun klár og hress klæddi mig í föt og sagði bless Þetta á svo sannarlega við ef þú sefur í rúmi frá okkur, eigum margar gerðir af rúmum og dýnum.
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Munið sundleikfimina í dag, fimmtudag, kl. 16:00 og leikfimi í sal í Ekrunni á þriðjudaginn kl. 16:30.
Mikið úrval af fallegri gjafavöru nýi Moominn bollinn kominn Möntru armböndin eru komin í hús
Sigríður Sveinsdóttir háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 28.-29. september n.k.
Verið velkomin
Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
Húsgagnaval
Símar: Opið:
478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00
Tekið er við kortum.
Sunddeild Sindra auglýsir Undir stjórn Viktoríu Ósk Jóhannesdóttur Garpaæfingar fyrir fullorðna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 19-20. Einnig verður boðið upp á Dömukvöld á þriðjudögum frá kl. 19-20 Æfingarnar hefjast mánudaginn 18. september og verður hægt að koma alla næstu viku og prófa Áætlað er að eftir það standi æfingar opnar eingögnu þeim sem skráð hafi sig í gegnum Nora kerfið.
Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. september. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. september. Næsta skoðun 17., 18. og 19. október. Þegar vel er skoðað Aðalfundur Ertu að sauma, prjóna eða gera aðra handavinnu. Þá langar okkur að bjóða þig velkomna í hópinn. Aðalfundur Ræmanna verður haldinn í
Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Eystrahorn
Verkalýðshúsinu þriðjudaginn 26. september kl. 20:00 Dagskrá fundar: Skýrsla stjórnar Reikningar Stjórn kosin Önnur mál Með von um að sjá sem flesta. Kaffi á könnunni. Stjórnin.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 14. september 2017
3
Skilaboð frá krökkunum til ökumanna
Umboðsmaður óskast
Morgunblaðið óskar eftir umboðsmanni á Höfn í Hornafirði. Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leik skólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar samviskulega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti. Þau geti bjargað mannslífum.
Starfið felur í sér dreifingu á blöðum við komu til Hafnar sex daga í viku. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Kveðja frá Sjónarhóli og lögreglunni á Suðurlandi
facebook.com/skemmtifelag
facebook.com/hafidcafebar
4
Fimmtudagurinn 14. september 2017
Eystrahorn
Aðalfundur Kvennakórsins
Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn föstudaginn 15. september í Sindrabæ kl. 20.00. Framsóknarfélag Austur -Skaftfellinga boðar til fundar í Papóshúsinu Álaugarvegi, mánudaginn 18 . september . kl 20:00. Aðalmál á dagskrá eru: • undirbúningur fyrir sveitastjórnarkosningar 2018 • bæjarstjórnarmál • kosning fulltrúa 17. Kjördæmisþing KSFS • önnur mál Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.
Vantar þig... gluggafilmur, límmiða auglýsingaskilti, bílamerkingu, fatamerkingu, strigamynd eða fallegan vegglímmiða? Hafðu samband eða komdu við hjá okkur.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nú er að hefjast 20. starfsárið og því er framundan spennandi og skemmtilegur söngvetur. Nýir félagar eru boðnir velkomnir í upphafi haust- og vorannar. Einnig væri gaman að sjá eldri kórfélaga koma til liðs við kórinn á afmælisárinu. Við hvetjum söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins. Stjórnin
Atvinna Skinney – Þinganes hf auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður: • fiskverkunarfólki • vélstjóra í Krossey • rafvirkja, með menntun eða starfsreynslu • starfsmann í Fiskimjölsverksmiðju • starfsmenn í Foss ehf • starfsmenn í þrifadeild Mikil vinna í boði
Háheiði 6, Selfossi
s: 833 2299 filmulausnir@filmulausnir.is Filmulausnir á facebook
Umsóknum skal skilað á kristin@sth.is eða í síma: 470-8134
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 14. september 2017
5
Styrkur til þróunar náms
Eyjólfur skólameistari og Hulda Laxdal verkefnastjóri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára. Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi. Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Ríki Vatnajökuls að verkefninu af Íslands hálfu. Í Finnlandi og Skotlandi koma samtök fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu, skólar og rannsóknastofnanir að verkefninu. Það er FAS sem að hefur yfirumsjón með verkefninu en því er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum fyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í ferðaþjónustu. Við erum að vonum afar ánægð og vonumst til að verkefnið styrki og efli ferðaþjónustu enn frekar. Tekið af www.fas.is
Vinir í bata Fyrirhugað er bjóða upp á 12 spora starf „vinir í bata“ í Hafnarkirkju í vetur. 12 sporin eru ætluð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiði að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum sem oft eru þróuð í æsku, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangursrík leið í baráttunni gegn hverskonar fíkn. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er sprottið frá 12 spora starfi AAsamtakanna. Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. september og stendur frá kl. 17-19. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djákna– kandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869-2364.
Nýr Palmse 13 tonn sturtuvagn til sölu í Hornafirði kr. 1,395,000,- án vsk
Íbúafundur 26. september Íbúafundur um umferðaröryggi og sorpmál verður haldinn þann 26. september kl. 19:30 í Nýheimum. Kynnt verða drög að umferðaröryggisáætlun sem er í vinnslu hjá umhverfisnefnd. Íslenska Gámafélagið mun einnig kynna breytingar á endurvinnslu og sorpmálum. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
SKAPANDI MARGMIÐLUNARSTOFA
Þrívíddargrafík, umbrot og auglýsingar. Hafðu samband, tjorvi@upplausn.is eða í síma 848-3933. Búvís, Sími 465-1332
N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og áreiðanlegt starfsfólk til framtíðarstarfa Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður með fjölbreyttum Helstu verkefni
Hæfniskröfur
• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Rík þjónustulund
• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Höfn. Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson í síma s 478 1490 eða bjornb@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.
VR-15-025
markhönnun ehf
www.netto.is
KJÚKLINGUR 1/1 FROSINN
584
-50%
ó g an M
KR KG
ÁÐUR: 779 KR/KG
X-TRA PASTASKRÚFUR
1 KG KR PK
139
ÁÐUR: 249 KR/PK
-44%
X-TRA PASTASÓSA
NICE’N EASY SNACKPIZZA
M/BASIL 690 GR. KR STK
3 CHEESES 165 GR. KR STK
ÁÐUR: 298 KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
179
-40%
129
-35%
Tilboðin gilda 14. - 17. september 2017 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Ísafjörður · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.