29.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 29. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 8. september 2016

Að breyta byggð - Starfastefnumót í Nýheimum Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði verður með opið erindi á Starfastefnumóti í Nýheimum fimmtudaginn 15. september. Róbert hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni Siglufirði. Fjárfestingar hans í siglfirsku samfélagi tengjast fjárfestingarstefnu um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð til góðs fyrir íslenskt samfélag, þekkingu og menningu. Róbert fjárfestir bæði í innviðum siglfirsks samfélags samhliða einkafjárfestingum sínum og styðja þær fjárfestingar vel hvor við aðra.

Erindi Róberts mun fjalla um af hverju landsbyggðin hefur verið í vörn og hvernig við getum gert minni byggðir meira aðlaðandi og þróað þær að þörfum næstu kynslóðar. Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og hlýða á þetta áhugaverða erindi og eiga samtal um tækifæri okkar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Sjá nánar auglýsingu Starfastefnumóts. Undirbúningshópur Starfastefnumóts

Endurvinnslutunnan ekki tæmd Eins og áður hefur komið fram hefur flokkun í endurvinnslutunnuna ekki verið nógu góð, almennt sorp er á mörgum stöðum sett í endurvinnslutunnuna sem gerir það að verkum að endurvinnsluefnið skemmist þegar þetta blandast saman. Ákveðið var að taka á málinu og senda starfsmenn sveitarfélagsins með sorphirðubílnum og meta hvort tæma ætti endurvinnslutunnuna. Það kom í ljós að nokkur heimili stóðu sig ekki og var tunnan ekki tæmd hjá þeim,

en þeim boðið að tæma tunnuna gegn gjaldi eða fara með hana sjálf í gámaportið. Fólki er bent á ef ekki er áhugi eða vilji til að flokka endurvinnanlega efnið þá er hægt að skipta endurvinnslutunnunni í almenna tunnu gegn gjaldi. Einnig ber mikið á því að fólk setur endurvinnanlegt efni í plastpoka en það á eingöngu að setja blöð í plastpoka annað efni á að fara laust í endurvinnslutunnuna.

Breyting í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 11. ágúst sl. baðst Þórhildur Á. Magnúsdóttir lausnar frá bæjarstjórn vegna flutninga úr sveitarfélaginu og Lovísa Rósa Bjarnadóttir tilkynnti að hún muni fara í leyfi fram í maí 2017. Þórhildur hefur setið í bæjarstjórn og verið formaður bæjarráðs frá síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 fyrir E listann. Bæjarfulltrúar þökkuðu Þórhildi fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins og óskuðu henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þá voru samþykktar breytingar á bæjarstjórn í stað Þórhildar mun Ragnheiður Hrafnkelsdóttir taka sæti fyrir E listann og Páll Róbert Matthíasson mun leysa Lovísu Rósu af fyrir D lista.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
29.tbl 2016 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu