Eystrahorn 29. tbl. 35. árgangur
Fimmtudagurinn 21. september 2017
www.eystrahorn.is
Strandhreinsun á Breiðamerkursandi
Síðastliðinn laugardag, þann 16. september, á Degi íslenskrar náttúru fór fram viðamikil strandhreinsun á Breiðamerkursandi. Ákveðið var að byrja á hreinsun strandlengjunnar frá Reynivallaós í austri og að Jökulsá í vestri sem varð hluti að Vatnajökulsþjóðgarði í sumar. Þátttaka var góð, en um 50 vaskir sjálfboðaliðar mættu og létu til sín taka og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Mikil ánægja var meðal fólks, enda var veðrið sérlega gott þennan dag og það er gefandi að leggja sitt af mörkum fyrir náttúruna. Við eigum aðeins eina jörð og mikilvægt að við
göngum vel um hana. Ófá fyrirtæki í sveitarfélaginu lögðu hönd á plóg, og fá þau bestu þakkir fyrir. Það er óhætt að segja að við hefðum aldrei getað safnað öllu því rusli sem var á fjörunum ef ekki hefði verið fyrir þau tæki og tól sem fyrirtækin lögðu til. Vatnajökull Travel og Glacier Adventure sköffuðu bíla og mannskap yfir daginn. Einar Björn frá Jökulsárlóni ehf. og eigendur Blue Iceland mættu með öflugar vinnuvélar ásamt því leggja til mannskap. Blái herinn, Vinir Vatnajökuls og SkinneyÞinganes studdu einnig við verkefnið. Að lokum sáu Íslenska Gámafélagið og Funi um að ruslið kæmist í réttan farveg og lánuðu gáma til verksins sem ruslið var flokkað í. Starfsmenn Vatnajökulþjóðgarðs, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima mynduðu verkefnastjórn og sáu um skipulag í tengslum við strandhreinsunina. Það er vitað mál að strendur jarðarinnar eru fullar af rusli. Landvernd hefur staðið fyrir átakinu Hreinsum Ísland undanfarið, en þar gefst almenningi tækifæri á að leggja sitt af mörkum til þess að hreinsa strandlengju Íslands. Megnið af ruslinu sem hreinsað var af Breiðamerkursandi á uppruna
sinn frá sjávariðnaðinum. Mikið var um óendurvinnanlegt efni, svo sem gamla kaðla og net, en einnig var mikið magn af netakúlum og hringjum, sem mun mestmegnis verða endurnýtt hjá Veiðafæragerð SkinneyjarÞinganess. Einnig var mikið magn af plasti, sem augljóslega hafði legið í fjörunni í langan tíma og var jafnvel mosagróið að innan. Mikið af þessu rusli hefði verið hægt að endurvinna ef það hefði ekki endað í sjónum. Plast brotnar aldrei fyllilega niður í náttúrunni, og endar það sem örfínar plastagnir sem berast í grunnvatnið, sjóinn og dýralífið. Það er því okkur öllum fyrir bestu að draga úr plastnotkun og flokka og endurvinna það plast sem fer frá okkur. Á melum við ströndina var mikið af járni frá landbúnaðartækjum og hvetjum við alla íbúa og ekki síður þá sem byggja afkomu sína af náttúru þessa lands að huga að því sem við látum frá okkur. Breiðamerkursandur verður í framhaldinu merktur inná Íslandskort átaksins á HreinsumIsland.is og er því fyrsta ströndin á Suðausturlandi sem fer inná kortið. Verkefnastjórn
2
Fimmtudagurinn 21. september 2017
FÉLAGSSTARF
Hafnarkirkja
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Sunnudagur 24. september Messa kl. 11:00
HAFNARKIRKJA
1966
2016
Samkór Hornafjarðar syngur undir stjórn Jörg Sondermann Allir hjartanlega velkomir Prestarnir
HAUSTFUNDUR félagsins verður laugardaginn 30. september kl. 14:00. Góðir gestir heimsækja okkur og boðið upp á kaffiveitingar. Mætið vel að vanda ! Þá er framundan BINGÓ, FÉLAGSVIST og SAMVERUSTUND.
Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 24. september kl. 12:00.
Sameiginlegur félagsfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaft og Skaftfellings FUS verður haldinn í kjallara Pakkhússins Laugardaginn 23. september kl. 11:00.
Aðalfundur Ertu að sauma, prjóna eða gera aðra handavinnu. Þá langar okkur að bjóða þig velkomna í hópinn. Aðalfundur Ræmanna verður haldinn í
Verkalýðshúsinu þriðjudaginn 26. september kl. 20:00
Dagskrá: Kosning fulltrúa í fulltrúa- og kjördæmaráð Bæjarmál Önnur mál Boðið verður uppá súpu Stjórnir
Dagskrá fundar: Skýrsla stjórnar Reikningar Stjórn kosin Önnur mál Með von um að sjá sem flesta. Kaffi á könnunni.
Slátursala haustið 2017 Stjórnin.
Óska eftir herbergi með eldunaraðstöðu eða einstaklingsíbúð á Höfn fram á vor. Stundar fjallanám við FAS og langar að búa fyrir austan. Er þakklátur fyrir allar ábendingar. Halldór s: 842-2699
Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Slátursala Norðlenska á Höfn haustið 2017 verður opin kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00 frá þriðjudegi 10. október til laugardagsins 14. október. Pantanir skulu berast til Önnu Kristínar á netfangið annak@nordlenska.is eða í síma 460-8834. Innleggjendur fá slátur með 40% afslætti.
SVALBARÐ
Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Krosseyrarvegur 17 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is
Eystrahorn
Um er að ræða 126,8m² 5 herb. einbýlishús miðsvæðis á Höfn, húsið hefur verið einangrað og múrað og nýir gluggar fylgja með.
NÝTT Á SKRÁ
NORÐURBRAUT
Gott 131,2 m² einbýlishús ásamt 41,8 m², bílskúr, samtals 173,0m². Húsið er einangrað, múrað og steinað að utan, þakjárn, gluggar, hurðar ásamt eldhúsi ofl. hefur allt verið endurnýjað. Góð eign á fallegri og mikið ræktaðri lóð.
NÝTT Á SKRÁ
HLÍÐARTÚN
Vandað og vel byggt 134,5 m² einbýlishús með 5 svefnherbergjum ásamt 50,3 m² bílskúr, samtals 184,8 m². Húsið er laust strax við kaupsamning.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 21. september 2017
Fjör á bökkum Laxár
Fimmtudaginn 14. september hélt Nemendafélag FAS brennu til að heiðra komu nýrra nemenda við skólann. Brennan var haldin niður við Laxá í Nesjum, og fóru nemendur þangað með rútu. Við komu nemendanna voru grillaðar pylsur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var tendrað í bálkestinum við söng Vilhjálms Magnússonar, trúbadors, sem sá um að halda uppi stuðinu það sem eftir lifði kvölds. Að sjálfsögðu voru svo grillaðir sykurpúðar á boðstólnum sem nemendur gæddu sér á undir lokin. Það má með sanni segja að kvöldið hafi heppnast vel, stemningin var hugguleg og veðrið var okkur einstaklega í haginn. Bálið logaði vel og lengi í logninu, og hlýjan frá því varð til þess að kuldinn kom ekki að sök. Síðast en ekki síst skemmdi það ekki fyrir að norðurljósin dönsuðu um himininn á meðan hlýtt var á, og tekið undir með söng Villa.
Bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðinni þann 25. september nk. Frá 25. september - 6. október er bólusett virka daga milli kl. 11:00-12:00 og kl. 13:00-14:00 . Eftir það virka daga milli kl. 11:00-12:00 . Ekki þarf að panta tíma. Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum og illkynja sjúkdómum að láta bólusetja sig.
3
Sterkasta kona heims ?
Lilja Björg Jónsdóttir aflraunakona hefur verið boðið að taka þátt í keppninni Offical Strongman Games – Worlds Strongest Woman sem fer fram í Bandaríkjunum þann 16. og 17. desember. Lilja hefur náð góðum árangi í sinni íþrótt. Hún hefur sigrað Sterkasta kona Íslands fjórum sinnum í röð, ásamt því að vera Sterkasta kona Evrópu árið 2015. Kostnaður við þátttöku á svona móti er mikill og þurfa keppendur að standa straum af honum að miklu leyti sjálfir. Hægt er að styrkja Lilju til þátttöku á þessu fyrnasterka móti með því að leggja inn á reikning: 172-05-61147, kt: 041277-4679.
Aðalfundur Karlakórsins Jökuls Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn mánudaginn 25.september í Hafnarkirkju kl. 20:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Næstkomandi starfsár verður það 45 í sögu kórsins og má búast við metnaðarfullu starfsári. Nýir félagar hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi kórsins Stjórn
Fylgstu með
@eystrahorn
Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum
Ertu með frábæra Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi
hugmynd?
Umsóknarfrestur er til og með 16.október nk. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi • Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is
Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna.
Sjá nánar á vefnum www.sass.is Senda má fyrirspurn um ráðgjöf eða hafa samband símleiðis Selfoss – 560 2030 / hrafnkell@hfsu.is Hvolsvöllur – 480 8216 / gudlaug@hfsu.is Vestmannaeyjar – 861 2961 / hrafn@setur.is Vík – 487 1395 / beata@vik.is
menningtækifæri
Höfn – 470 8086 / gudrun@nyheimar.is
atvinna
uppbygging
SASS
SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA
nýsköpun Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af sóknaráætlun Suðurlands
ÍBÚAFUNDUR UM UMFERÐAR- OG SORPMÁL Íbúafundur um umferðaröryggismál og breytingar í sorpmálum verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 19:30 í Nýheimum Dagskrá: Á fundinum mun Sæmundur Helgason formaður umhverfisnefndar kynna drög að umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Íslenska Gámafélagið kynnir breytingu á sorphirðu, endurvinnslu og urðun í sveitarfélaginu.
Allir eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér breytingar í sorpmálum og drög að umferðaröryggisáætlun í Sveitarfélaginu Hornafirði. Björn Ingi Jónsson bæjarstóri