Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 15. september 2016
30. tbl. 34. árgangur
Gróðurreitanna á Skeiðarársandi vitjað
Mánudaginn 29. ágúst síðast liðinn fóru tæplega þrír tugir nemenda í FAS sem stunda nám í áfanganum „Inngangur að náttúruvísindum“ í rannsóknarferð á Skeiðarársand. Veður var eindæma gott; logn, sól og hiti yfir 10 gráður. Um miðbik sandsins er allmikið af bæði birki- og víðiplöntum og árið 2009 voru settir þar niður fimm 25 m2 gróðurreitir sem nemendur FAS rannsaka á hverju hausti. Megin tilgangurinn er að fylgjast með breytingum á sandinum en einnig að fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig en FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt. Fyrir ferðina var nemendum skipt í hópa því allir fá ákveðið hlutverk. Það er margt sem þarf að gera á vettvangi og mikilvægt að vinnan gangi vel fyrir sig. Auk þriggja kennara frá FAS var Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands með í för og fylgdi einum hópnum á vettvangi. Það hafa oft sést meiri breytingar
Meistaraflokkur karla spilaði tvo leiki í liðinni viku. Þeir tóku á móti Vestra hér heima á fimmtudaginn og sigruðu 3-1 með tveimur mörkum frá Kristni Snjólfssyni og einu frá Ingva Þór Sigurðssyni auk þess sem Sindramenn settu boltann í eigið mark svo þeir skoruðu öll mörk leiksins. Þeir fóru síðan á Egilsstaði og spiluðu við Hött á sunnudaginn og unnu leikinn 2-3. Þar héldu Sindrastrákar uppteknum hætti og skoruðu öll mörk leiksins. Kristinn Snjólfsson skoraði tvö mörk og Mirza
á milli ára en núna. Reyndar var töluvert um nýjar plöntur í reitunum en þær eru enn svo litlar að þær eru ekki mældar sérstaklega. En til að komast í þann hóp að fylgst sé með plöntum árlega þurfa þær að hafa náð a.m.k. 10 cm hæð. Núna sást sauðfé á svæðinu og á nokkrum plöntum voru augljós merki um beit. Þá báru allmargar plöntur ummerki um ágang skordýra en ekki sást mikið af fiðrildalirfum. Þá voru fleiri plöntur nú með rekkla en undanfarin ár sem segir til um viðgang trjánna á sandinum. Mjög mikið bar á krækiberjum núna og voru þau bæði stór og safarík. Á nokkrum stöðum mátti einnig finna bláber. Undanfarin ár hefur nokkuð verið um sand í dældum. Í reit fjögur er áberandi mikill sandur og er hann sums staðar það þykkur að hann nær að kæfa litlar plöntur. Þegar hæð trjánna er skoðuð sérstaklega eru tiltölulegar litlar breytingar á hæð trjánna í reitunum á milli ára. Einhver tré hækka um örfáa cm á meðan önnur standa nánast í
stað eða jafnvel lækka. Stærsta tréð innan mælireitanna þetta árið var 181 cm á hæð. Þess má einnig geta að nú voru skoðaðar nokkrar birkihríslur utan reitanna og hæð þeirra mæld. Hæstu birkitrén sem voru mæld voru 2,90 metrar. Í ferðinni kom upp sú hugmynd að fylgjast einnig reglulega með nokkrum háum plöntum utan reita. Síðustu daga hafa nemendur svo
unnið úr gögnunum sem söfnuðust. Sú vinna felst m.a. í því að skoða tölulegar upplýsingar á milli ára og velta fyrir sér líklegum skýringum á breytingum. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura.fas.is/ Hjördís Skírnisdóttir Kristín Hermannsdóttir
Sindramenn skora öll mörkin Hasecic skoraði eitt fyrir Sindra auk þess sem Sindramenn skoruðu tvö sjálfsmörk og mátti ekki mikið út af bera svo Sindramenn jöfnuðu ekki leikinn fyrir Hött. Næsti leikur þeirra er á Sindravöllum næstkomandi laugardag kl. 16 á móti toppliði ÍR sem þegar hefur tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur strákanna í sumar svo nú mæta allir á völlinn og við klárum þetta sumar með stæl bæði innan vallar og í stúkunni! Áfram Sindri!
Kristinn Snjólfsson er iðinn við að skora mörk
í Nýheimum í dag frá kl. 11:00 - 17:00