30. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 15. september 2016

30. tbl. 34. árgangur

Gróðurreitanna á Skeiðarársandi vitjað

Mánudaginn 29. ágúst síðast liðinn fóru tæplega þrír tugir nemenda í FAS sem stunda nám í áfanganum „Inngangur að náttúruvísindum“ í rannsóknarferð á Skeiðarársand. Veður var eindæma gott; logn, sól og hiti yfir 10 gráður. Um miðbik sandsins er allmikið af bæði birki- og víðiplöntum og árið 2009 voru settir þar niður fimm 25 m2 gróðurreitir sem nemendur FAS rannsaka á hverju hausti. Megin tilgangurinn er að fylgjast með breytingum á sandinum en einnig að fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig en FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt. Fyrir ferðina var nemendum skipt í hópa því allir fá ákveðið hlutverk. Það er margt sem þarf að gera á vettvangi og mikilvægt að vinnan gangi vel fyrir sig. Auk þriggja kennara frá FAS var Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands með í för og fylgdi einum hópnum á vettvangi. Það hafa oft sést meiri breytingar

Meistaraflokkur karla spilaði tvo leiki í liðinni viku. Þeir tóku á móti Vestra hér heima á fimmtudaginn og sigruðu 3-1 með tveimur mörkum frá Kristni Snjólfssyni og einu frá Ingva Þór Sigurðssyni auk þess sem Sindramenn settu boltann í eigið mark svo þeir skoruðu öll mörk leiksins. Þeir fóru síðan á Egilsstaði og spiluðu við Hött á sunnudaginn og unnu leikinn 2-3. Þar héldu Sindrastrákar uppteknum hætti og skoruðu öll mörk leiksins. Kristinn Snjólfsson skoraði tvö mörk og Mirza

á milli ára en núna. Reyndar var töluvert um nýjar plöntur í reitunum en þær eru enn svo litlar að þær eru ekki mældar sérstaklega. En til að komast í þann hóp að fylgst sé með plöntum árlega þurfa þær að hafa náð a.m.k. 10 cm hæð. Núna sást sauðfé á svæðinu og á nokkrum plöntum voru augljós merki um beit. Þá báru allmargar plöntur ummerki um ágang skordýra en ekki sást mikið af fiðrildalirfum. Þá voru fleiri plöntur nú með rekkla en undanfarin ár sem segir til um viðgang trjánna á sandinum. Mjög mikið bar á krækiberjum núna og voru þau bæði stór og safarík. Á nokkrum stöðum mátti einnig finna bláber. Undanfarin ár hefur nokkuð verið um sand í dældum. Í reit fjögur er áberandi mikill sandur og er hann sums staðar það þykkur að hann nær að kæfa litlar plöntur. Þegar hæð trjánna er skoðuð sérstaklega eru tiltölulegar litlar breytingar á hæð trjánna í reitunum á milli ára. Einhver tré hækka um örfáa cm á meðan önnur standa nánast í

stað eða jafnvel lækka. Stærsta tréð innan mælireitanna þetta árið var 181 cm á hæð. Þess má einnig geta að nú voru skoðaðar nokkrar birkihríslur utan reitanna og hæð þeirra mæld. Hæstu birkitrén sem voru mæld voru 2,90 metrar. Í ferðinni kom upp sú hugmynd að fylgjast einnig reglulega með nokkrum háum plöntum utan reita. Síðustu daga hafa nemendur svo

unnið úr gögnunum sem söfnuðust. Sú vinna felst m.a. í því að skoða tölulegar upplýsingar á milli ára og velta fyrir sér líklegum skýringum á breytingum. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura.fas.is/ Hjördís Skírnisdóttir Kristín Hermannsdóttir

Sindramenn skora öll mörkin Hasecic skoraði eitt fyrir Sindra auk þess sem Sindramenn skoruðu tvö sjálfsmörk og mátti ekki mikið út af bera svo Sindramenn jöfnuðu ekki leikinn fyrir Hött. Næsti leikur þeirra er á Sindravöllum næstkomandi laugardag kl. 16 á móti toppliði ÍR sem þegar hefur tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur strákanna í sumar svo nú mæta allir á völlinn og við klárum þetta sumar með stæl bæði innan vallar og í stúkunni! Áfram Sindri!

Kristinn Snjólfsson er iðinn við að skora mörk

í Nýheimum í dag frá kl. 11:00 - 17:00


2

Fimmtudagurinn 15. september 2016

Fimleikar fyrir alla! Í vetur ætlar fimleikadeild Sindra að bjóða upp á fimleika/fimleikaþrek fyrir 16 ára og eldri. Æfingarnar munu henta hverjum sem er. Ekki er nauðsynlegt að hafa æft fimleika áður. Tíminn mun innihalda upphitun, þrek, teygjur og fimleika. Markmiðið er að auka styrk, liðleika, samhæfingu og að sjálfsögðu að hafa gaman! Þjálfari verður Einar Smári Þorsteinsson. Boðið verður upp á 11 tíma námskeið. Æfingarnar verða á þriðjudögum kl. 20:00 – 21:30 í Mánagarði. Námskeiðið kostar 10.000 kr. en stakur tími 1.000 kr. Við byrjum 20. september og þá er öllum velkomið að prófa!

Nætursvefn er dýrmætur Láttu þér líða vel. Erum með rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og Heilsu og RBrúm Verið velkomin

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Félagsstarf eldri Hornfirðinga er að fara af stað

Vetrarstarf Félags eldri Hornfirðinga er nú að fara á fullt. Haustfundurinn er á laugardaginn kemur kl. 14:00. Margt verður í boði eins og sjá má í vetrardagskránni á fundinum og sem birtist í næsta Eystrahorni og eru þeir sem ætla að taka þátt í starfinu beðnir að geyma blaðið vel. Gestur fundarins verður Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri. Þarna má m.a. finna: gönguferðir­, snóker, boccia,­pútt, l­íkamsrækt­, handavinnu, smíðar­, söng, vatnsleikfimi,­samverustundir og dans. Þá hefur félagið staðið fyrir félagsvist­, bingói, þ ­ orrablótum og námskeiðum. Farið er í ferðir bæði styttri og lengri. Stjórn félagsins hvetur alla eldri Hornfirðinga að koma í félagsmiðstöðina EKRUNA og Sundlaug Hafnar þar sem starfsemin fer fram og taka þátt í starfinu. Einstaka viðburðir eru auglýstir í Ekrunni og Eystrahorni. Formaður stjórnar félagsins er Haukur Helgi Þorvaldsson. Sími félagsins er 478­-1700 og netfangið er feh@hornafjordur.is. og á Facebookinni undir Félag eldri Hornfirðinga. Fólk 60 ára+ er hvatt til að ganga í félagið. Endilega verið með í starfinu. STJÓRN FEH

Eystrahorn Eystrahorn Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Óskum eftir að kaupa íbúðarhús í innbænum.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Sindri & Fanney. Sími: 846-0161

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

ISSN 1670-4126

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. september 2016

Björgunarfélag Hornafjarðar er með til sölu 2 Yamaha RS Venture sleða. Þeir eru nýskráðir 25/11 2010, 120 HÖ, 190 kg burðargetu, 1049 cc slagrými og eru bensín fjórgengis. Þeir eru keyrðir um 4300 km, einn eigandi. Viðhald hefur verið fyrsta flokks, alltaf geymdir inni. Ásett verð 1.000.000 kr Höfum ekki áhuga á skiptum.

Áhugasamir geti haft samband við Sigga Gunnar, í síma 892-6610.

3

Vinir í bata Fyrirhugað er bjóða upp á 12 spora starf „Vinir í bata“ í Hafnarkirkju í vetur. 12 sporin eru ætluð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiði að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangursrík leið í baráttunni gegn hverskonar fíkn sem og í alls kyns samskiptum. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er skylt 12 spora starfi AA-samtakanna. Fundur er í 12 spora starfi “Vinir í bata” 16. september kl. 17:00-19:00.

Allir Velkomnir ! Leiðbeinandi er djáknakandídat.

Sveinbjörg

Jónsdóttir

Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869-2364.

Súpufundur í hádeginu - ókeypis inn Kynning á Uppbyggingarsjóði og starfsemi SASS á Höfn sem nú er á vegum Þekkingarseturs Nýheima

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð er til og með 27. september n.k. Markmið sjóðsins:

Að styðja við verkefni sem efla Staðsetning: Nýheimar fjölbreytileika atvinnulífs og Dags: föstud. 16/9 jákvæða samfélagsþróun. Að efla menningarstarfsemi og Klukkan: 12-13 listsköpun á Suðurlandi. Að styðja við atvinnuskapandiog/eða framleiðniaukandi verkefni . Nánari upplýsingar um sjóðinn á www.sass.is


4

Fimmtudagurinn 15. september 2016

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. september 2016

5

“Rafbílar, átak í innviðum” Í tengslum við átaksverkefnið „Rafbílar, átak í innviðum“ leitar Sveitarfélagið Hornafjörður að samstarfs/rekstraraðila til reksturs rafbílastöðva þegar stöðin hefur verið sett upp.

Atvinna

Sveitarfélagið mun sækja um styrk til átaksverkefnisins, og áætlað er að a.m.k. þrjár rafbílahleðslustöðvar verði settar upp í sveitarfélaginu.

Óskum eftir að ráða starfsmann. Verksvið Hópferðaakstur og dekkjaverkstæði. Upplýsingar gefur Guðbrandur Bugðuleiru 2 sími 894-1616

Áhugasamir hafi samband við Bryndísi Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúa bryndis@hornafjordur.is eða 470-8000

Aðalfundur Kvennakórsins

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn föstudaginn 16. september kl. 19:30 í Golfskálanum. Venjuleg aðalfundarstörf. Hlökkum til að hefja nýtt söngár með frábærum konum. Hvetjum "nýjar" söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins og skoða hvort kórsöngur í skemmtilegum félagsskap sé góður kostur fyrir þær.

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 20:00 í Hafnarkirkju Venjulega aðalfundarstörf. Karlakórinn Jökull var stofnaður 1973 og hefur starfað óslitið síðan. Við erum 30 félagar sem hittast á hverju mánudagskvöldi frá september til maí og viljum endilega fá fleiri til liðs við okkur. Það er mikil fjölgun í kórum landsins og viljum við endilega fá að sjá ný andlit á aðalfundinum og ekki væri verra ef að félagar sem hafa tekið sér leyfi snúi aftur.

Einnig bjóðum við eldri félaga velkomna aftur.

Fh. stjórnar Snorri Snorrason formaður

Stjórnin

Ertu með frábæra

hugmynd?

Umsóknarfrestur er til og með 27.sept nk. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is

Til sölu sumarhús í Stafafellsfjöllum. Upplýsingar í síma 862-2416


Vatnajökulsþjóðgarður

Spennandi störf Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir tvö störf laus til umsóknar, annars vegar starf fjármálastjóra og hins vegar bókara. Báðar stöðurnar eru fullt starf og eru með staðsetningu á einhverri starfsstöðva á svæðum þjóðgarðsins, á Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Skriðuklaustri í Fljótsdal, Ásbyrgi eða í Mývatnssveit.

Fjármálastjóri

Bókari

Upplýsingar og umsókn

Upplýsingar og umsókn

Starfs- og ábyrgðarsvið Gerð fjárhagsáætlana og samantekt áætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Kostnaðareftirlit og eftirfylgni svo og frávikagreining. Aðstoð við stjórnendur í mannauðs- og kjaramálum. Umsjón með launavinnslu, starfslýsinga og stofnanasamninga. Umsjón með undirbúningi endurskoðunar, gerð ársreiknings og ársskýrslu og fjárhagslegri skýrslugerð.

� � � � � �

Starfs- og ábyrgðarsvið Umsjón með bókhaldi stofnunarinnar. Fjárhagsuppgjör og afstemmingar. Reikningagerð. Virðisaukaskattsuppgjör. Undirbúningur launavinnslu. Ábyrgð á skjalavistun.

� � � � � �

Menntunar- og hæfniskröfur Haldgóð reynsla af bókhaldssstörfum. Reynsla af fjárhagsuppgjöri. Þekking og reynsla af bókhaldskerfi ríkisisn Orra. Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega Excel. Skipulagðshæfni og nákvæmni í vinnubrögðun. Góðir samskipta- og samstasrfshæfileikar.

capacent.is/s/3665

� � � � � � � � � � � � �

Menntunar- og hæfniskröfur Viðskipafræðimenntun á háskólastigi eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af rekstri og fjármálastjórnun er æskileg. Reynsla af mannauðs- og kjaramálum er kostur. Þekking á opinberri stjórnsýslu og opinberum fjármálum æskileg. Góð íslensku- og enskukunnátta. Frumkvæði og faglegur metnaður. Lipurð í mannlegum samskiptum og góð samstasrfshæfni. Skipulagshæfni og gott verklag.

capacent.is/s/3666

Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun. Þjóðgarðurinn skiptist í fjögur rekstrarsvæði, sem rekin eru sem aðskildar einingar og eru mörk þeirra tilgreind í reglugerð um þjóðgarðinn. Þetta eru norðursvæði, austursvæði, suðursvæði og vestursvæði. Á norðursvæði eru tvær meginstarfsstöðvar (samkvæmt lögum nr. 60/2007 og reglugerð nr. 608/2008), þ.e. í Ásbyrgi og Mývatnssveit. Ábyrgð á stjórnun og daglegri starfsemi er á höndum eftirtalinna aðila: Umhverfisráðherra, stjórn, framkvæmdastjóra, þjóðgarðsverða, Svæðisráðs og Umhverfisstofnunar. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Capacent — leiðir til árangurs


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.