Eystrahorn 30.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 30. tbl. 37. árgangur

Fimmtudagurinn 29. ágúst 2019

www.eystrahorn.is

Klifurfélag Öræfa Seint á síðasta ári var nýtt félag stofnað í Öræfum en félagið ber nafið Klifurfélag Öræfa. Það er auðveldlega hægt að segja að Öræfin búi yfir mestu möguleikum á hverskonar klifri og fjallamennsku á landinu öllu og hefur svæðið verið helsti klifur- og fjallamennskustaður landsmanna. Um árabil hefur verið mikil þörf fyrir aukna afþreyingu í Öræfum og er stofnun klifurfélagsins liður íbúa í að koma til móts við hana. Klifurfélag Öræfa vinnur náið með Björgunarsveitinni Kára og hefur afnot af aðstöðu í Káraskjóli sem er hús björgunarsveitarinnar. Í lok síðasta árs var hafist handa við smíðar á nýjum klifurvegg í Káraskjóli en klifurfélagið fékk afnot af um 30 m2 svæði í húsinu til að koma upp aðstöðu til klifuræfinga. Smíðarnar gengu vel og í febrúar á þessu ári var aðstaðan tilbúin. Aðsókn í klifurvegginn fór fram úr björtustu vonum en að jafnaði var opið 4-6 sinnum í viku þar sem klifrarar frá öllum heimshornum reyndu sig við klifurleiðirnar. Í framhaldinu var unnið að því að betrumbæta aðstöðuna og er hún nú orðin samkeppnishæf þeim bestu á landinu. Fjallamennskunámið í FAS nýtti sér aðstöðuna í Káraskjóli við kennslu á klettaklifri í vor og nemendur í Grunnskólanum í Hofgarði nutu þess

einnig að klifra. Klifurfélag Öræfa tekur gjarnan á móti skólahópum eða öðrum hópum sem hafa áhuga á því að klifra. Eins er tilvalið að nýta frábæra aðstöðu í Káraskjóli til kennslu innandyra á línuvinnu sem hægt er að æfa vel innan dyra og síðan úti. Á vordögum tóku félagar í Klifurfélagi Öræfa þátt í að setja upp klifurleiðir á nýjum klifurvegg í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Ljóst er að áhugi fyrir klifuríþróttinni fer vaxandi en keppt verður í klifri á Ólymípuleikunum í Tokyo árið 2020. Í sumar hefur verið gott veður í Öræfum og því hafa klifrarar getað notið þess að klifra úti á Hnappavöllum en í vetur verður aftur reglulegur opnunartími í Káraskjóli og stefnt er að því að koma upp æfingum fyrir börn og fullorðna. Klifurfélag Öræfa þakkar styrktaraðilum sínum kærlega fyrir stuðninginn en þeir

Mynd: Íris Ragnarsdóttir Pedersen

eru, Björgunarsveitin Kári, Local Guide, Sveitarfélagið Hornafjörður, SkinneyÞinganes, Vosbúð og Klifurhúsið. Íris Ragnarsdóttir Pedersen

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjöfina á vefsíðu SASS, www.sass.is/radgjof, einnig má hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í

gegnum vefinn www.sass.is. Umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Ef sótt er um í nafni lögaðila s.s. fyrirtækis, stofnunnar eða félagasamtaka þarf viðkomandi lögaðili að sækja um styrk með íslykli eða rafrænum skilríkjum þess lögaðila en ekki einkakennitölu verkefnastjóra. Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um styrk vegna nýsköpunarverkefna. Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna vef Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga www.sass.is. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 8. október 2019.


2

Fimmtudagurinn 29. ágúst 2019

Stafafellskirkja Sunnudaginn 1. september Kirkjudagur í Stafafellskirkju kl. 14:00 Guðsþjónusta í Stafafellskirkju og messukaffi í Fundarhúsinu í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónusta. Allir velkomnir.

Sóknarprestur og sóknarnefnd Foreldrar og forráðamenn væntanlegra fermingarbarna: Fundur um fræðslu vetrarins verður í Hafnarkirkju mánudaginn 2. september kl. 18:15. Mikilvægt að sem flestir mæti. Sóknarprestur

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september.

Ferðafélagið skipuleggur fjölskylduvænar gönguferðir alla miðvikudaga í september, gert er ráð fyrir að ganga í klukkutíma til einn og hálfan hverju sinni. Hugmyndin er að hvetja almenning til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði. Lýðheilsugöngurnar eru í samstarfi við Ferðafélag Íslands og munu þær fara fram um allt land. Að þessu sinni eru unglingar boðnir sérstaklega velkomnir í hópinn, en að sjálfsögðu eru allir aðrir velkomnir líka. 4., 18. og 25. september er lagt af stað frá tjaldsvæði á Höfn kl. 18:00. 11.september er lagt af stað frá Smyrlabjörgum í Suðursveit kl. 18:00. Ekkert þátttökugjald er í lýðheilsugöngunum og allir eru velkomnir í hópinn.

Hiking to strenghten public health, every Wednesday in September The hiking party (Ferðafélagið) will organize family friendly hiking tours every Wednesday in September, the plan is to hike for 6090 minutes. The idea is to encourage everyone to participate in outdoor activities and exercise and thereby strengthen their health and quality of life. These hikings are held in cooparation to Fi.is and will be organized all around the country. This time teenagers are particularly welcome to join the group, but of cause everyone else is welcome too. 4th, 18th and 25th of September - beginning from the campsite in Höfn at 18 o´clock. The11th of Sept - beginning from the hotel in Smyrlabjörg in Suðursveit at 18 o´clock No participation fee is in the public health hikes and everyone is welcome to participate.

Vildaráskrift Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Eystrahorn

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2019 er til 15. október n.k.

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2019. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn í Sindrabæ föstudaginn 30. ágúst kl. 20.00. Við bjóðum nýjar og gamlar konur hjartanlega velkomnar á fundinn og vetrarstarfið hefst svo í kjölfar hans. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 19:30 – 21.30. Raddæfingar eru á mánudögum 40 mínútur í senn. Söngurinn bætir, hressir og kætir og gefur lífinu lit. Stjórnin.

Flugslysaæfing 2019 Við leitum að sjálfboðaliðum, ungmennum sem og fullorðnum, til að leika slasaða á Flugslysaæfingunni, sem fer fram laugardaginn, 7. september 2019. Áhugavert sjónarhorn á viðbragð vegna slysa. Slysaförðun fer síðan fram morguninn á æfingadeginum. Aðrar upplýsingar verða sendar út til þátttakenda er nær dregur samkvæmt dagskrá. Áhugasamir sendi endilega tölvupóst á jgb@logreglan.is Hafa í tölvupósti nafn og kennitölu, og símanúmer og netfang sem hægt er að senda upplýsingar í, en einnig er hægt að koma við og skrá sig á lögreglustöð. Forráðamenn þurfa að skrifa undir samþykki fyrir yngri sjálfboðaliða. Með von um góð viðbrögð, ISAVIA Lögreglan á Suðurlandi Sveitarfélagið Hornafjörður


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 29. ágúst 2019

3

Hlynur Pálmason byggir upp miðstöð skapandi lista og kvikmynda á Höfn Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar skrifaði undir leigusamning um Stekkaklett við Hlyn Pálmason þann 23. ágúst síðastliðinn. Metnaðarfull áform Hlyns um að byggja upp skapandi miðstöð lista og kvikmynda með undirbúnings- og eftirvinnslustúdíói hafa alla burði til að styrkja atvinnu- og menningarlíf í sveitarfélaginu auk þeirra námstækifæra sem verkefnið býður uppá fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í október 2018 var auglýst eftir tillögum um nýtingu og framtíðaráform fyrir Stekkaklett þar sem óskað var eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga á uppbyggingu og starfsemi á lóðinni. Tillaga Hlyns Pálmasonar var valin þar sem hún þótti uppfylla allar kröfur auglýsingarinnar og þótti fela í sér nýnæmi og menningartengsl fyrir samfélagið. Undirskrift samnings á sama tíma og kvikmyndin „Hvítur hvítur dagur“ var forsýnd á heimavelli er mjög ánægjuleg og tengist hún Stekkakletti svo sterkt. Myndin hefur hlotið mikla velgengni um heim allan og samhliða hefur Hlynur Pálmason öðlast virðingu sem einn af hæfileikaríkustu ungu listamönnum Skandinavíu. Mun það án efa styrkja verkefnið við Stekkaklett. „Hvítur hvítur dagur“ var forsýnd hér á Hornafirði sunnudaginn 25. ágúst og einnig var opnuð myndlistarsýning í Miklagarði á verkum Hlyns sem tengjast myndinni og aukasýning á myndinni var mánudaginn 26. ágúst. Öllum íbúum sveitarfélagsins var boðið á sýningarnar og voru um 400 manns

Hlynur, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson sátu fyrir svörum að lokinni sýningu.

Matthildur og Hlynur við undirskriftina

sem fóru í bíó á Hafinu til að sjá myndina. Sveitarfélagið sendir Hlyni og hans fólki hamingju óskir með kvikmyndina „Hvítur, hvítur dagur“ og með þá velgengni sem hún nýtur um allan heim

Mjög góð mæting var á báðar sýningar

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitarfélagið Hornafjörður Golfmót Sindra verður haldið á Silfurnesvelli 31. ágúst í kvennaflokki og 1. september í karlaflokki. • • • •

Nándarverðlaun á tveimur par 3 brautum. Verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 1. braut. Vinningar fyrir 1.-3. sæti í punktum. Verðlaun fyrir besta skor í höggleik.

Skráning á www.golf.is Tengiliður: Kristinn Justiniano Snjólfsson s: 618-5944 Verð: 3500 kr. Leikforgjöf karl 30 og kvenna 36. Teiggjöf í boði Medial ehf. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegu 9 holu móti

Manstu eftir taupokanum?

hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna stofnæðar hitaveitu frá Hoffelli að Höfn og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 29. september 2019. Höfn í Hornafirði 27. ágúst 2019 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Rafíþróttadeild

Ungmennafélagið Sindri verður með kynningarfund á rafíþróttum fimmtudaginn 5. september, kl. 16.00 í Heklu, félagsheimili Sindra. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á rafíþróttum og sérstaklega foreldrum að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í stofnun rafíþróttadeildar innan Sindra.


Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og deiliskipulagi Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og deiliskipulag Háhóll - Hjarðarnes

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig munu verða breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 14. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 29. ágúst nk. til mánudagsins 14. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagins undir http://www.hornafjordur.is/ stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 14. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 29. ágúst nk. til mánudagsins 14. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagins undir http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/ skipulag-i-kynningu/.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.