Eystrahorn 31. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 31. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagurinn 22. september 2016

www.eystrahorn.is

Starfastefnumót velheppnað

Fimmtudaginn 15. september var haldið Starfastefnumót í Nýheimum þar sem 46 aðilar í Sveitarfélaginu Hornafirði kynntu með einum eða öðrum hætti starfsemi og starfsgreinar sinna fyrirtækja og stofnana. Markmiðið með Starfastefnumótinu var að veita ungum sem öldnum innsýn inn í þá fjölbreyttu starfaflóru sem leynist í sveitarfélaginu, auk þess

sem áhugasömum var bent á mögulegar menntunarleiðir fyrir þau störf sem vöktu áhuga. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi verið vel heppnaður og ánægjuefni hversu margir lögðu leið sína í Nýheima þennan dag. Það sem helst stendur eftir er einstakur samfélagsviðburður sem einkenndist af jákvæðni og samstöðu allra sem að honum komu.

Þann 29. ágúst héldu 35 starfsmenn og sveitarstjórnarmenn í 4 daga námsferð til Svíþjóðar og kynntu sér hvernig Svíar hafa unnið að ýmsum verkefnum sem lúta að íbúalýðræði. Ferðin var skipulögð af Sambandi íslenskra sveitafélaga. Anna G. Björnsdóttir skipulagði ferðina og leysti það verkefni af stakri prýði og færum við henni bestu þakkir fyrir. Í ferðinni voru þrjú mismunandi sveitarfélög heimsótt. Í Västerås búa rúmlega 140 þúsund íbúar. Við fengum kynningu á stefnu sveitarfélagsins um íbúalýðræði. Västerås notar ýmiss verkfæri, m.a. SMS spurningakannanir sem virka þannig að yfir 1000 ungmenni geta haft bein áhrif á framgang mála. Bæjarstarfsmenn borgarinnar fara markvisst út til almennings með myndrænar kynningar á ýmsum tillögum og verkefnum. Sem dæmi leigir Västeråsbær

sölubása í verslunarmiðstöðum eða á sölutorgum í þeim tilgangi að eiga samtal við borgarbúa. Þannig fer stjórnsýslan út til íbúanna og á samtal við þá þar sem þeir eru. Athygli vakti að 25% íbúa eru af erlendu bergi brotnir og virðast þeir hafa takmarkaðan áhuga á þátttöku í íbúalýðræði. Samband sænskra sveitarfélaga kynnti aðferðir og hugmyndafræði til þess að virkja og viðhalda íbúalýðræði. Mikil áhersla er lögð á að veita íbúum upplýsingar til þess að hægt sé að eiga samtal og samráð um fyrirhugaðar breytingar. Samtal um breytingar og ákvarðanir þarf að vera opið, ákvarðanaferlið gegnsætt og allir fái reglulega endurgjöf. Hugtakið „félagsleg sjálfbærni“ var rætt í ýmsum myndum. Það skiptir máli að ef efla á íbúalýðræði þá þarf að hugsa fyrir því í sem flestum ákvarðanatökum. Þannig hefur það áhrif á fjárhagsáætlanir og allt skipulag.

Viðburðurinn var samstarfs- Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur, verkefni Sveitarfélagsins verkefnastjóra Starfastefnumóts Hornafjarðar og Þekkingar- eru færðar hugheilar þakkir fyrir setursins Nýheima, auk þess virkilega vel unnin störf vegna sem hann var styrktur af viðburðarins. Vinnumarkaðsráði Austurlands. Að síðustu fá öll þau 46 fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri viðburð- og stofnanir sem þátt tóku í arins var Hugrún Harpa Starfastefnumótinu, allir þeir Reynisdóttir, verkefnastjóri kraftmiklu sjálfboðaliðar sem Nýheima. lögðu hönd á plóg sem og Margir komu að undirbúningi og góðir gestir innilegar þakkir framkvæmd viðburðarins og vilja fyrir að hafa gert daginn að aðstandendur Starfastefnumóts raunveruleika. í Hornafirði færa eftirtöldum F.h. undirbúningshóps aðilum einlægar þakkir fyrir Starfastefnumóts á Hornafirði, þeirra framlag og stuðning; Árdís Erna Halldórsdóttir, Vinnumarkaðsráð Austurlands, atvinnu- og ferðamálafulltrúi SASS, Hótel Höfn, Eystrahorn, Ragnhildur Jónsdóttir, Framhaldsskólinn í Austurfræðslufulltrúi Skaftafellssýslu og Róbert Guðfinnsson, Dregin hafa verið út verðlaun í spurningaleik Starfastefnumótsins athafnamaður. verður haft samband við Þau fyrirtæki og og stofnanir sem lögðu vinningshafa til að afhenda vinninga. til vinninga vegna Eftirfarandi aðilar gáfu vinninga í s p u r n i n g a l e i k s spurningaleikinn: Sporthöllin, Hátíðni, Starfastefnumóts fá Heimaþjónustan, AFL Starfsgreinafélag, Glacier bestu þakkir fyrir Vatnajökulsþjóðgarður, Adventure, Fræðslunet Suðurlands og sinn stuðning. Töfratröll.

Íbúalýðræði í Svíþjóð

Sveitarfélagið Skinnskatteberg er eitt það minnsta í Svíþjóð, með aðeins 4450 íbúa. Mörg vandamál Skinnskatteberginga voru okkur kunn, sbr. dýrt ljósleiðaraverkefni, sameining grunnskóla, fækkun ungs fólks svo fátt eitt sé nefnt. Þá heimsóttum við einnig sveitarfélagið Upplands Bro. Þar hittum við íslenskan starfsmann á skipulagssviði, Katrínu Karlsdóttur. Hún sagði okkur m.a. frá áhugaverðu samráði sem haft var við börn og foreldra um skipulagningu leikvalla. Mikilvægur þáttur í ferðalagi sem þessu er samvera og samtal þeirra 35 starfsmanna og sveitarstjórnarmanna um það sem við lærðum. Að mörgu leyti þá eru íslensk sveitarfélög með mörg járn í eldinum sem snúa að íbúalýðræði. Við Hornfirðingar gátum t.d. frætt samferðamenn

okkar og Svía um nýafstaðna skuggakosningu um forseta Íslands hjá ungmennum á Hornafirði sem og þátttöku ungmennaráðs í nefndum sveitarfélagsins. Vakti það verðskuldaða athygli. Björn Ingi Jónsson, Kristján Guðnason, Jón Kristján Rögnvaldsson og Sæmundur Helgason.


2

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudaginn 25. september Taizé - Messa kl. 17:00 Prestarnir

Taizé-tónlistin á uppruna sinn í samnefndu sveitaþorpi í Frakklandi. Frá því í seinni heimsstyrjöld hefur evangelískt bræðrafélag haft þar aðsetur sitt og mótað einfalt helgihald, sem hefur samfélag og frið milli manna og þjóða að markmiði sínu. Mikill mannfjöldi heimsækir klaustrið í Taizé ár hvert og dvelur þar langan eða skamman tíma og tekur þátt í helgihaldi og daglegum störfum. Tónlistin er hljómfögur, lögin auðsungin og hrífandi og textarnir stuttir og kjarnyrtir. Flest laganna eru eftir franskan organista, Jacques Berthier sem starfaði í París.

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Vetrarstarf Félags eldri Hornfirðinga VETRARDAGSKRÁIN 2016 - 2017 Vikan

Hvað er að gerast?

Gönguferð frá Ekrunni Snóker Boccia Tekið í spil - Skák - Pílukast Snóker - Þythokkí Þriðjudagar Líkamsrækt í Ekrunni Samæfing hjá Gleðigjöfum Gönguferð frá Ekrunni Handavinna - Smíðastofa Miðvikudagar Snóker Vatnsleikfimi í Sundlaug H. Tekið í spil - Skák - Pílukast Fimmtudagar Snóker - Þythokkí Boccia Föndur - Handavinna Snóker Föstudagar Samveru/söngstund m/gestum Ath. Annan hvern föstudag. Tekið í spil - Skák - Pílukast Laugardagar Snóker - Þythokký Dansað í Ekrunni Vöfflukaffi verður til sölu Sunnudagar Ath. Fjórða sunnudag í mánuði.

Mánudagar

Tímasetning 10:00 13:00 - 18:00 10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 16:30 19:00 10:00 13:00 - 16:00 16:00 - 18:00 16:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 17:00 17:00 - 18:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 16:00 - 17:30

Ath. Félagsmenn hafa aðgang að 9 holu púttvelli á golfvellinum

Eystrahorn Eystrahorn Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Andlát Valgerður Sigurðardóttir 07.12.1927 - 17.09.2016 Valgerður Sigurðardóttir fæddist í Haga, Höfn í Hornafirði 7. desember 1927. Hún lést þann 17. september sl. Foreldrar hennar voru Agnes Bentína Moritzdóttir og Sigurður Eymundsson. Systkini hennar sem upp komust voru: Eymundur, Vilhjálmur, Halldóra, Guðrún, Björn, Rannveig, Hulda, Ragna og Karl. Af þeim lifa Ragna og Karl. Heimilislíf allt einkenndist af glaðværð og góðum samskiptum nágranna. Þann 8. desember 1950 giftust þau Valgerður og Benedikt Stefánsson frá Hlíð í Lóni. Hann var sonur Kristínar Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar. Benedikt lést 4. apríl 2014. Börn þeirra í aldursröð eru: Stefán, Agnes Sigrún, Sigurður Eyþór, Benedikt Óttar og Kristín. Afkomendur eru 30. Valgerður gekk í unglingaskóla á Höfn og síðar í Kvennaskólann á Hverabökkum. Að öðru leyti var hún sjálfmenntuð, las norðurlandamálin og talaði ensku. Hún stundaði snemma þá vinnu sem bauðst, fór í vistir á Höfn og Norðfirði, einnig var hún EKRAN eftirsótt ráðskona í sjóbúðum. símanúmer 478-1700 - netfang: feh@hornafjordur.is Árið 1951 flytja þau Benedikt að Hvalnesi í Lóni og hefja búskap við fremur þröngan kost. Þá kom sér vel að hún var snillingur að gera mikið úr litlu, sama hvort var fæði eða klæði. Hún var mjög listræn og óhætt að segja að allt- hafi leikið íog höndum Stjórn FEHstarfsmenn símanúmer netfönghennar. Þá var hún hagmælt og lék einnig stöku sinnum á orgel ef tími gafst til. Heimilið oft mannmargt, bæði börn til lengri og skemmri Stjórn 2016 -var 2017 Haukur Þorvaldsson formaður 897-8885þjóðernum. haukurhelgith@gmail.com tíma ogHelgi jarðvísindamenn af ýmsum Sigurður Örn var Hannesson sigorn@simnet.is Valgerður gæddgjaldkeri einstöku845-9525 jafnaðargeði, skipti ekki skapi, en Kristín ritari ........... 892-0765 hátt. krig@eldhorn.is gat þóGísladóttir verið föst fyrir á sinn hljóðláta Hún var gríðar sterkur Gróa Ormsdóttir...................... 867-8796 gorm@simnet.is persónuleiki sem kvartaði aldrei þótt á móti blési. Heiður Vilhjálmsdóttir ............. 864-1837 heiðurvilhjalms@gmail.com Þann júní 1987 flytja þau Benedikt Hafnar að Hafnarbraut Vigdís 7. Vigfúsdóttir ............... 848-2979 til vigdisvigf@simnet.is 47 á útskurðarnámskeið, Örn(Brautarholt). Arnarson......... Þá fór hún866-6253 krusa@simnet.is málaði líka töluvert af myndum og náði mikilli leikni í hvorutveggja. Einnig Söngur og líkamsrækt söng hún með kór aldraðra „Gleðigjöfum“ meðan heilsa leyfði. Guðlaug Hestnes kórstjóri Gleðigjafa Við lát Benedikts kaus hún aðumsjón dveljaleikfimi áfram Brautarholti og undi Sigurborg Björnsdóttir og ívatnsleikfimi þar glöð við sitt með góðri hjálp uns yfir lauk. Dagvist sími : 470-8650 Útför Valgerðar fer fram frá Hafnarkirkju Formaður hittir23. félagsmenn - Viðtalstími kl.athöfnin 15:30 - 16:30 Ekrunni föstudaginn september og hefst kl. í13.00. Ath. Viðtalstíminn er fyrsta föstudag hvers mánaðar okt.óber - júní.

Símanúmer sem gott er að hafa við hendina:

Fundarboð Neyðarnúmerið .......112

Heilsugæslustöð..................... 470-8600 Hjúkrunarheimili..................... 470-8630 Mjallhvít................................. 470-8660 Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga Bókasafn................................. 470-8050 Ráðhús Hornafjarðar................ 470-8000 boðar til félagsfundar í Papóshúsinu Sundlaug Hafnar...................... 470-8477 Álaugarvegi, fimmtudaginn Íþróttahús Hafnar.................... 470-8470 Sindrabær/ 22. september Tónskóli.................. (í kvöld) kl.470-8460 20:00. Áhaldahús Hornafjarðar............ 470-8027

Aðalmál á dagskrá er komandi kosningar og kosning fulltrúa á flokksþing sem haldið verður á Reykjavíkursvæðinu 1. og 2. október næstkomandi. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. september 2016

ATHUGIÐ ATHUGIÐ

Starfsmaður í svíðningu

Vegna flutninga verður þurrhreinsun lokuð frá og með föstudeginum 23. september í óákveðinn tíma.

Efnalaug Dóru Nætursvefn er dýrmætur

3

Norðlenska leitar að starfsmanni til að taka að sér svíðningu í sauðfjársláturtíð. Til greina kemur að ráða tvo sem skipta verkinu á milli sín. Daglegur vinnutími er samkomulagsatriði getur verið hvort heldur sem er fyrri- eða seinnipart dagsins. Slátrun hefst miðvikudaginn 21/9. Starfsmaðurinn þarf að geta byrjað sem fyrst og unnið til loka sláturtíðar sem verður í byrjun nóvember. Frekari upplýsingar veita Jóna í síma 840-8805 eða Magnhildur í síma 840-8870. Hægt er að sækja um rafrænt á www.nordlenska.is eða með tölvupósti á netfangið jona@nordlenska.is.

Láttu þér líða vel. Erum með rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og Heilsu og RBrúm Verið velkomin

Afurðasala haustið 2016

Afurðasala Norðlenska á Höfn haustið 2016 verður opin dagana 17. – 21. október. Pantanir skulu berast til Önnu Kristínar á netfangið annak@nordlenska.is eða í síma 460-8834 (840-8877 eftir 17. október).

GÆÐASTJÓRI Helstu verkefni gæðastjóra eru – Umsjón með gæðahandbókum félagsins, þ.e. rýning, uppfærsla, innri úttektir og sannprófun. – Umsjón með innra eftirliti vegna starfsleyfa. – Sjá um samskipti og halda utan um erindi á vegum úttektaraðila, s.s. MSC, MAST, FEMAS, IFFO, HAUST, UST og Vinnueftirlitsins. – Eftirlit með þrifum í vinnslum og skipum. – Úrvinnsla og eftirfylgd varðandi athugasemdir í úttektum. – Setja upp verklagsreglur og fylgja þeim eftir er varðar móttöku nýliða og umgengni í skipum. – Umsjón með grænu bókhaldi. – Innleiðing og utanumhald um QC Innova gæðakerfi. Nánari upplýsingar er að finna hjá Helgu Vilborgu Sigjónsdóttir, vinnslustjóra, í síma 470 8119 eða á helga@sth.is. Umsóknarfrestur er til 7. október nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Skinneyjar-Þinganess hf. eða á helga@sth.is.

Umsækjendur skulu hafa góða reynslu og/eða þekkingu á sviði gæðamála. Menntun á sviði gæðamála er æskileg. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir lipurð og góðri færni í mannlegum samskiptum, geti starfað sjálfstætt og haft frumkvæði ásamt því að vinna skipulega og faglega að þeim fjölbreyttum verkefnum sem starfið felur í sér. Mikilvægt er að umsækjendur geti á skýran hátt komið frá sér skilaboðum í ræðu og riti.

Skinney-Þinganes hf. rekur fjölbreytta útgerð og vinnslu á sjávarafurðum á Höfn og í Þorlákshöfn. Félagið flytur mest af afurðum sínum út sjálft, ýmist beint frá fyrirtækinu sjálfu eða í gegnum dótturfélag þess. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 300 manns. Skip og vinnslur eru vel tækjum búnar og fyrirtækið býr að stórum hópi góðra starfsmanna.

SKINNEY ÞINGANES Krossey / ��� Hornafjörður / ��� ���� / www.sth.is


4

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Eystrahorn

Fótboltafréttir

daginn, en Sindrastrákar virtust ekki ætla að láta það á sig fá og hófu leikinn af miklum krafti. Þeir komust í 2-0 snemma í leiknum með mörkum frá Kristni Snjólfssyni og Einari Smára Þorsteinssyni. ÍRingar voru hins vegar búnir að jafna þegar menn gengu rennandi blautir til búningsklefa í hálfleik og náðu síðan að bæta við þriðja marki sínu í síðari hálfleik sem dugði þeim til að hirða stigin þrjú.

Sindrastrákar tóku á móti toppliði ÍR síðastliðinn laugardag á Sindravöllum. Veðrið lék hvorki við leikmenn né áhorfendur þann

Síðasti leikur Sindramanna á þessari leiktíð er gegn KV á KR-velli næstkomandi laugardag kl. 14. Við hvetjum Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna á völlinn og hjálpa strákunum að klára þetta tímabil á góðum sigri.

Geymsluhúsnæði til leigu. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Atorka ásamt grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi, munu standa að kynningu á starfsgreinum og einstökum fyrirtækjum 14.mars 2017, í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Til kynningarinnar eru sérstaklega boðnir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla og 1. og 2. árs nemar í framhaldsskólum á Suðurlandi, auk þess sem aðrir nemar FSu og annarra framhaldsskóla svæðisins eru velkomnir. Áætlaður fjöldi nemenda sem munu sækja kynninguna er um 1500-2000. Fyrirkomulagið verður þannig að einstakar starfsgreinar, skólar og fyrirtæki verða með aðstöðu til kynningar, geta þar tekið á móti nemum og kynnt þeim kosti og möguleika við að starfa í viðkomandi starfsgrein eða fyrirtæki. Þeir aðilar, fulltrúar starfsgreina, einstök fyrirtæki eða fyrirtækjahópar sem hafa áhuga á að að kynna sér málið frekar eða taka beinan þátt í þessum metnaðarfulla viðburði, eru beðnir um að hafa samband við undirritaða sem allra fyrst.

Upplagt fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Frekari upplýsingar í síma 866-6242. Til sölu Skoda Octavia combi Árg. 2013. Dísel. Bíll með nýja útlitinu. Ekinn 50 þús. km. Uppl. í síma 845-1509.

Fyrir hönd verkefnisins Ingunn Jónsdóttir ingunn@hfsu.is

Ertu með frábæra

hugmynd?

Umsóknarfrestur er til og með 27.sept nk. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna Hringvegs nr. 1 milli Hólms og Dynjanda. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 og liggur matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrir. „Það er álit skipulagsstofnunar að áhrif leiðar 3b á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Þessi leið hefur talsverð neikvæð áhrif á fugla og áhrifin á landslag, ásýnd og jarðmyndanir verða varanleg og óafturkræf. Skipulagsstofnun telur að efnistaka úr námunni Friðsæld og Dynjanda hafi verulega neikvæð sjónræn áhrif á landslag, sem verði varanleg og óafturkræf. Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi skilyrði við veitingu framkvæmdaleyfis: Vegagerðin myndi formlegan samráðshóp fagaðila, m.a. með aðild Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar, um endurheimt votlendis vegna framkvæmdarinnar. Samráðshópurinn hafi það hlutverk að fylgjast með endurheimt votlendis á framkvæmdasvæðinu og vinni að því að markmiði að votlendi endurheimtist til jafns við það sem framkvæmdin hafi raskað.“ Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hornafjarðar 2012-2030. Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitafélaginu Hornafirði á heimasíðu sveitafélagsins. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 22. október 2016. Höfn í Hornafirði 20. september 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

5

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. september 2016 að auglýsa lýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingar 2012-2030 Lýsing varðandi Aðalskipulagsbreytingar felur í sér eftirfarandi; Helstu breytingar eru vegna mikilla breytinga í rekstri ferðaþjónustu vegna fjölgunar ferðamanna. Í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins varð ferðaþjónusta skilgreind sem ein af mikilvægustu atvinnugreinunum. Skipulagsbreytingin tekur til eftirtalinna staða; Hvamms og Þorgeirsstaða í Lóni, Horns, Sauðaness og Birkifells í Nesjum, Nýpugörðum á Mýrum, Leiti og Reynivalla í Suðursveit og Svínafells í Öræfum. Veitt verður verslunarog þjónustuheimild á hverjum stað fyrir sig og er um að ræða hringtákn á uppdrætti á öllum stöðum nema á Svínafelli og Reynivöllum. Landnotkun á svæðunum breytist úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV Lýsing varðandi aðalskipulagsbreytingu fyrir Skaftafell III og IV felur í sér eftirfarandi; Helstu breytingar eru vegna fjölgunar ferðamanna og aukin eftirspurn eftir fjölbreyttri gistingu og aukningar á lóðaframboði fyrir starfsfólks svæðisins. Landnotkun á svæðinu breytist úr óbyggðu og landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði tengt ferðaþjónustu. Aðalskipulagsbreyting Skotsvæði og Moto-cross braut Lýsing varðandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Skotsvæði og Moto-cross svæði felur í sér eftirfarandi;

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna byggingu á útsýnispalli við Hundafoss í Skaftafelli og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 22. október 2016. Höfn í Hornafirði 20. september 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

Um er að ræða breytingu á þremur svæðum skotæfingasvæði, mótorcrosssvæði og efnistökusvæði. Markmið með breytingunni er gerð nýrra íþróttasvæða til að tryggja möguleika til skipulagðra æfinga, við breytinguna fellur núverandi akstursíþróttasvæði út. Efnistökusvæði í Fjárhúsavík var felld út í síðustu aðalskipulagsgerð lagt er til að hún verði opnuð aftur. Gögn vegna ofangreindra lýsinga verða til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 22. september til og með 1. nóvember og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 1. nóvember 2016 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri


Fimmtudagurinn 22. september 2016

Eystrahorn

HEILSU OG LÍFSSTÍLSBLAÐ NETTÓ 120 SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG FRÁBÆRUM TILBOÐUM

a r a v at M K R A M A L G N Ä 15%

G

Vi hr hv fro eð

AFSLÁTTUR

Öll matvara frá Anglamark er lífrænt vottuð og sérvalin til að tryggja gott bragð og gæði framleiðslunnar IC ECOLAB RD

25% AFSLÁTTUR

EL

NO

markhönnun ehf

6

25% AFSLÁTTUR

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

LIMA

HEILSUMJÓLK

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AF VÍTAMÍNUM OG BÆTIEFNUM

25% AFSLÁTTUR

Tilboðin gilda 15. – 25. september 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. september 2016

ALLT AÐ

7

25% HEILSU & LÍFSSTÍLSDAGAR 15. - 25. SEPTEMBER AFSLÁTTUR AF HEILSU- & LÍFSSTÍLSVÖRUM

FAIR TRADE

GÆÐI TRYGGÐ

ið veljum bestu fáanlegu ráefni og uppruna þeirra, vort sem um er að ræða ostþurrkuð og möluð acai ber ða hveitigras frá Nýja Sjálandi.

Við vinnum með siðferðislega ábyrgum birgjum á borð við Sambazon sem styður ræktendur sína, fjárfestir í samfélögum þeirra og virðir náttúruna.

Frábært náttúrulegt jurtaprótein, unnið úr helstu ofurfæðum sem náttúran hefur fram að bjóða.

25% AFSLÁTTUR

FIMMTUDAGUR 22. SEPT

Tilboð dagsins

30%

33%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

HIMNESK HOLLUSTA RÍSKÖKUR 3 TEGUNDIR VERÐ ÁÐUR: 299 KR/PK KR/PK

33% | 200

KYNNINGAR Í VERSLUNUM NETTÓ 22.

kl:14-16 Nettó Borgarnesi - Ragga Nagli kl:15-18 Nettó Krossmóa - HH Hrískökur m/súkkulaði & Bai kl:16-19 Nettó Mjódd - Geosilica

23.

kl:15-19 Nettó Glerártorgi - Himneskt hnetusmjör, maískex & ginger ale kl:16-18 Nettó Granda - Ragga Nagli kl:15-19 Nettó Hrísalundi - HH hnetusmjör og maískex kl:15-18 Nettó Mjódd - HH hnetusmjör, maískökur & Bai kl:16-18 Nettó Mjódd - Júlía Magnúsdóttir með smakk og kynningu á uppskriftarbók bók sinni Lifðu til fulls kl:16-19 Nettó Mjódd - Guðrún Bergmann

SEPT

SEPT

ÁÐUR: 1.434 KR/PK

956 KR/PK

24.

kl:16-19 Nettó Krossmóa Geosilica kl:14-16 Nettó Granda - Ragga Nagli Kl:14-17 Nettó Granda - Voelkel og Derit snakk

25.

Kl:13-17 Nettó Glerártorgi - Hafra Chiagrautur m.Isola möndlumjólk, kanil & turmerik Kl:14-17 Nettó Mjódd - Nakd nibbles Tooty Fruity, Derit snakk & Bai

SEPT

SEPT

KROSSMÓI BORGARNES GLERÁRTORG GRANDI HRÍSALUNDUR MJÓDD

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


8

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Yfirhafnir eru í óskilum í Sindrabæ.

Eystrahorn

Morgunjóga hefst 26. september og aðrir opnir tímar og námskeið 3. október. Í boði eru: • Grunnnámskeið í jóga. • Núvitundarnámskeið. • Krakkajóganámskeið. • Fjölbreyttir opnir jógatímar.

Frekari upplýsingar er að finna á www.hornhusid.com Verið hjartanlega velkomin.

Hér eru flíkur í óskilum síðan í vor af fullorðnum, sennilega eftir kútmagakvöld og þjóðahátíð kvennakórsins. Einnig bakpoki með skóm í. Vinsamlegast vitjið sem fyrst. Húsið er opið alla virka daga frá kl. 8:00 – 17:30 Einnig er hægt að hringja í 470-8460.

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. september 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæði og íbúðasvæði á Höfn, Vagnstaði og Hólabrekku. Tjaldsvæði og íbúðarsvæði á Höfn Markmið deiliskipulagsins er að bæta öryggi vegfarenda og íbúa með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum, bæta aðstöðu og aðbúnað fyrir ört vaxandi ferðamannastraum á Höfn, skapa möguleika á þróun og vexti núverandi þjónustustarfsemi á tjaldsvæðinu, setja skilmála fyrir allar byggingar, m.a. núverandi íbúðarbyggð við Fiskhól og bæta almennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Vagnstaðir Markmið við gerð deiliskipulagsins er að efla byggð á svæðinu og styrkja atvinnulíf og samhliða að auka afþreyingu í sveitarfélaginu Hólabrekka Markmið við gerð deiliskipulagsins er að efla byggð á svæðinu og styrkja atvinnulíf og samhliða að auka afþreyingu í sveitarfélaginu. Þá á að breyta íbúðarhúsi/ sambýli í gistihús og byggja allt að 5 gestahús fyrir ferðaþjónustu. Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 22. september til 3. nóvember 2016. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. nóvember 2016 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Tími 06:15

Mánudagur Jóga

12:10

Jóga (40 mín)

Þriðjudagur

Miðvikudagur Jóga

Fimmtudagur

Föstudagur Jóga

Krakkajóga 1. - 4. bekkur

14:15 17:10 Mjúkt jóga (60+)

Vinjasana jógaflæði

18:30 Grunnnámskeið 1 Grunnnámskeið 2

Krakkajóga 1. - 4. bekkur Mjúkt jóga (60+) Núvitund

Jóga

Jóga nidra (40 mín)

Grunnnámskeið 1 Grunnnámskeið 2

Leikskólastjóri í nýju og spennandi starfsumhverfi Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla á Höfn Starfsvið: •

Leikskólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskóla, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár, stefnu sveitarfélagsins og í samstarfi við skólasamfélagið.

Helstu verkefni leikskólastjóra eru að vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarstefnu leikskólans, vinna að sameiningu tveggja leikskóla og flutningi í nýtt hús, stýra og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri leikskólans, bera ábyrgð á starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, og starfsþróun jafnframt að skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsfólk auk annarra þeirra fjölbreyttu verkefna er falla undir verksvið.

Hæfniskröfur til starfsins eru leikskólakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari, kennslureynsla á leikskólastigi eða viðbótarmenntun í stjórnun. Áhersla er lögð á leiðtogahæfileika og hæfni í stjórnun, faglegan metnað og frumkvæði í starfi, áhuga á að leiða þróunarstarf í leikskóla auk samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum Hæfniskröfur eru einnig góð almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta. Þekking eða reynsla af rekstri er æskileg. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 3. október n.k. Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. Veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 alla virka daga frá kl. 13:00 – 15:00. Vinsamlega sendir umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar á www.stra.is og á http://www. hornafjordur.is/thatttaka/laus-storf/


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Vatnajökulsþjóðgarður

Spennandi störf Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf fjármálastjóra laust til umsóknar. Hér er um fullt starf að ræða á starfsstöðvum þjóðgarðsins. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

� � � � � � � � � � � � � � � � �

Fjármálastjóri

Bókari

Upplýsingar og umsókn

Upplýsingar og umsókn

capacent.is/s/3665

capacent.is/s/3666

Starfs- og ábyrgðarsvið Gerð fjárhagsáætlana og samantekt áætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Kostnaðareftirlit og eftirfylgni svo og frávikagreining. Vinnsla og framsetning upplýsinga um stöðu fjármála og fjárhagsuppgjör. Aðstoð við stjórnendur í mannauðs- og kjaramálum. Aðstoð við gerð starfsmannahandbókar, starfslýsinga og stofnanasamninga. Umsjón með undirbúningi endurskoðunar, gerð ársreiknings og ársskýrslu og fjárhagslegri skýrslugerð. Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra, sem er næsti yfirmaður viðkomandi.

Starfs- og ábyrgðarsvið Umsjón með bókhaldi stofnunarinnar. Fjárhagsuppgjör. Afstemmingar og aðkoma að frágangi lokauppgjörs. Reikningagerð. Virðisaukaskattsuppgjör. Umsjón með launavinnslu gerð ráðningarsamninga og túlkun kjaramála. Ábyrgð á skjalavistun. Önnur verkefni í samráði við fjármálastjóra, sem er næsti yfirmaður viðkomandi.

Menntunar- og hæfniskröfur Viðskiptafræðimenntun á háskólastigi eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af bókhaldi og uppgjörum. Reynsla af rekstri og fjármálastjórnun er æskileg. Þekking á opinberri stjórnsýslu og opinberum fjármálum æskileg. Reynsla af mannauðs- og kjaramálum er kostur. Góð íslensku- og enskukunnátta. Frekari tungumálakunnátta er kostur. Frumkvæði og faglegur metnaður. Lipurð í mannlegum samskiptum og góð samstarfshæfni. Skipulagshæfni og gott verklag. Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd er æskileg.

� � � � � � � � � � � � � � � � �

Menntunar- og hæfniskröfur Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði. Menntun á sviði bókhalds æskileg, t.d. Viðurkenndur bókari, B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á endurskoðun og reikningsskil. Reynsla af fjárhagsuppgjöri skilyrði. Þekking og reynsla af ORRA bókhaldskerfi ríkisins æskilegt. Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega Excel. Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum. Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar. Sveigjanleiki og vilji til að ganga í fjölbreytt verkefni. Góð íslenskukunnátta.

Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun. Þjóðgarðurinn skiptist í fjögur rekstrarsvæði, sem rekin eru sem aðskildar einingar og eru mörk þeirra tilgreind í reglugerð um þjóðgarðinn. Þetta eru norðursvæði, austursvæði, suðursvæði og vestursvæði. Sjá nánar: www.vjp.is

Capacent — leiðir til árangurs

9


10

Fimmtudagurinn 22. september 2016

Eystrahorn

Byggðaáætlun fyrir Suðurland – óskað eftir tillögum

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Byggðastofnun óska nú eftir innsendum tillögum að aðgerðum í byggðamálum. Óskað er eftir tillögum að áhersluverkefnum í sóknaráætlun Suðurlands og almennum aðgerðum í byggðaáætlun. Sett hafa verið upp tillöguform á vef SASS (www.sass.is) og á vef Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is). Almenningur á Suðurlandi er hvattur til að taka þátt og kynna sér stefnumörkun Suðurlands sem er að finna á vef SASS. Hvað er sóknaráætlun Suðurlands? Sóknaráætlun Suðurlands er sértæk byggðaáætlun fyrir Suðurland og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtakanna við hið opinbera um fjármögnun sóknaráætlunar og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Sóknaráætlun Suðurlands byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta nr. 69/2015. Hvaða málefni eru tekin fyrir í sóknaráætlun Suðurlands? Málefnasviðin eru eftirfarandi en landshlutasamtökum er í sjálfsvald sett hvort þau séu fleiri en þau geta ekki verið færri en eftirfarandi: • Atvinnuþróun og nýsköpun • Menntamál, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða • Menningarmál Hver er aðkoma sveitarfélaga að sóknaráætlun Suðurlands? Sveitarfélögin á Suðurlandi hafa öll tilnefnt fulltrúa í samráðsvettvang sóknaráætlunar sem saman stendur af 40 fulltrúum alls frá samtals 15 sveitarfélögum á Suðurlandi. Samráðsvettvangurinn er stefnumarkandi fyrir gerð sóknaráætlunar og hefur m.a. komið að mótun framtíðarsýnar, megin áherslna og markmiða sóknaráætlunar. Einnig hefur samráðsvettvangurinn komið að tillögugerð áhersluverkefna. Samráðsvettvangurinn kemur saman að lágmarki einu sinni á ári. Hver er aðkoma almennings að sóknaráætlun Suðurlands? Allir geta sent inn tillögu að áhersluverkefni á vegum sóknaráætlunar. Tillagan er send í gegnum vef SASS (www. sass.is). Tillagan kemur þá fyrir augum verkefnastjórnar sóknaráætlunar sem tekur afstöðu til hennar. Innsendar hugmyndir eða tillögur geta verið nýttar að hluta eða í heild.

Bólusetning gegn inflúensu er hafin á heilsugæslustöð Hornafjarðar . Frá 20. – 30. september er bólusett virka daga milli kl. 11:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 14:00. Eftir það virka daga milli kl. 11:00 - 12:00. Ekki þarf að panta tíma.

Hvað eru áhersluverkefni? Áhersluverkefni eru verkefni á vegum sóknaráætlunar, sem ákveðið er að hrinda í framkvæmd til að uppfylla markmið landshlutans á því málefnasviði. Hver velur áhersluverkefni sóknaráætlunar Suðurlands? Stjórn SASS skipar verkefnastjórn sóknaráætlunar sem fer fyrir verkefninu. Verkefnastjórnin velur verkefnin sem þurfa að falla að stefnumörkun landshlutans en stjórn SASS og stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál þurfa einnig að staðfesta þau. Hvað eru miklir fjármunir til verkefna í sóknaráætlun Suðurlands? Heildarupphæðin ræðst af fjárlögum hvers árs. Á árinu 2016 eru um 103 m.kr. sem koma frá hinu opinbera. Framlög sveitarfélaga á Suðurlandi eru um 9 m.kr. Af þessum fjármunum fara 9 m.kr. til reksturs en annað er til úthlutunar í gegnum Uppbyggingarsjóð Suðurlands og til áhersluverkefna sóknaráætlunar. Er hægt að sækja um fjármagn til verkefna í gegnum sóknaráætlun Suðurlands? Það er ekki talað um að sækja um fjármagn til tiltekinna verkefna í gegnum sóknaráætlun. Hins vegar geta allir lagt fram tillögur að verkefnum. Það er síðan verkefnastjórnar að meta og ákvarða hvort unnið verði að tilteknu verkefni og hverjum yrði falið að framkvæma það. Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur hins vegar á móti umsóknum um verkefnastyrki á sviði nýsköpunar- og menningarmála tvisvar sinnum á ári. Hvað ná sóknaráætlanir yfir langt tímabil? Núgildandi sóknaráætlun er sóknaráætlun Suðurlands 2015 til 2019. Tímabil sóknaráætlunar endurspeglast í þeim samningi sem landshlutasamtökin gera við hið opinbera. Landshlutasamtökum er frjálst að endurskoða áætlunina óháð því tímabili og sérhvert áhersluverkefni getur náð til eins eða fleiri ára innan þessa tímabils.

Þórður Freyr Sigurðsson Sviðsstjóri þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum og illkynja sjúkdómum að láta bólusetja sig.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. september 2016

11

Til sjós og lands

Blítt og létt, Eyjakvöld í þágu góðs málefnis að Smyrlabjörgum 8. október 2016. Laugardaginn 8. október nk. verður haldið í annað sinn góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum. Fyrsta kvöldið tókst frábærlega en þar var borðað til góðs og fólk skemmti sér í þágu góðs málefnis. Miðað við undirtektirnar og þann áhuga sem fólk hefur sýnt þá er kvöldið komið til með að verða árviss viðburður í menningarlífi okkar A-Skaftfellinga. Fjölskyldan öll tekur þátt í kvöldinu, vinir, vinnufélagar, skipshafnir, saumaklúbbar og burtfluttir sveitungar fá gott tækifæri til að koma og leggja góðu málefni lið og láta gott af sér leiða. Í tilefni góðgerðarkvöldsins verður tilboð á Hótel Smyrlabjörgum þar sem matur, gisting og morgunmatur kostar aðeins 9.000- kr. á mann miðað við 2ja manna herbergi, fyrir þá sem vilja nota tækifærið og gera sérstaklega vel við sig. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til verkefna í þágu fatlaðra í sveitarfélaginu. Haft hefur verið samráð við félagsmálayfirvöld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði um úthlutun styrkja. Í lok dagskrár

Pokastöðin Höfn - Nytjasmiðjan Vilt þú sleppa því að kaupa plastpoka?

Taktu þátt í plastpokalausum Hornafirði með því að: - Gefa gamla boli/efni - Skila pokum sem þú færð að láni - Sauma eða gefa poka í verkefnið Fylgstu með á Facebook:

@Pokastöðin Höfn

kvöldsins, að gestum viðstöddum, verða styrkirnir afhentir og þannig verða allir beinir þátttakendur í málefninu og öllum ljóst hvernig innkomu kvöldsins er varið. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil sem er dúett „til sjós og lands“. Lambakjöt og saltfiskur ásamt meðlæti og í eftirrétt er ís. Að borðhaldi loknu verður vegleg skemmtidagskrá en þar koma m.a. fram Blítt og létt hópurinn, sem verður með Eyjakvöld þar sem allir syngja með við undirleik 8 manna hljómsveitar, sögur, söngur og gleði í tvær klukkustundir. Miðar verða seldir við innganginn en miðað við áhugann er vissara að tryggja sér miða fyrirfram og það er best gert með því að greiða 4.000- kr. á mann inn á reikning 0172-26-526 kt. 301052-2279 sem gjaldkeri hefur stofnað vegna góðgerðarkvöldsins. Útprentuð kvittun fyrir innlegginu gildir sem aðgöngumiði. Þá er hægt að greiða við innganginn fyrir þá sem kjósa með peningum eða korti. Allar nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á Hótel Smyrlabjörgum hjá Laufeyju Helgadóttur eða öðrum í nefndinni. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Matur, skemmtikraftar, öll vinna auk framlags fyrirtækja og einstaklinga eru í þágu góðs málstaðar. F.h undirbúningsnefndar; Laufey Helgadóttir Halldóra Bergljót Jónsdóttir Haukur Helgi Þorvaldsson Ásmundur Friðriksson

Æfingar yngri flokka í knattspyrnu Þriðjudaginn 6 september hefjast æfingar yngri flokka Sindra í knattspyrnu.

Tímataflan er þessi: 7. fl. Kvk. og kk. (Kristján Örn Ebenezarson) Mánudagar 13:30-14:20 Miðvikudagar 13:30-14:20 6. fl. Kvk. og kk. (Ingvi Ingólfsson) Mánudagar 16:30-17:30 Þriðjudagar 16:30-17:30 Fimmtudagar 16:30-17:30 Sigurborg Jóna verður ein með 5. fl karla og kvenna þar til annar þjálfari kemur til starfa og tekur við 5. fl. kk 5. fl. Kvk. (Sigurborg Jóna Björnsdóttir) Mánudagar 16:20-17:20 Miðvikudagar 16:20-17:20 Föstudagar 14:40-15:40 5. fl. Kk. Mánudagar 16:20-17.20 Miðvikudagar 16.20-17:20 Föstudagar 14:40-15:40 4. fl. Kvk. og kk. (Jóna Benný og Stinni) Mánudagar 14:30-15:30 Þriðjudagar 14:30-15:30 Miðvikudagar 14:30-15:30 Fimmtudagar 14:30-15:30

árgangar 2009 og 2010

árgangar 2007 og 2008

árgangar 2005 og 2006

frá 12. sept. frá 12. sept. frá 12. sept. árgangar 2003 og 2004 frá 19. sept. frá 19. sept. frá 19. sept. frá 19. sept.

Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að eiga sér stað. Allar æfingar eiga sér stað í Bárunni.

Yngri flokka ráð Sindra í Knattspyrnu.

Guðrún Ásdís Sturlaugsd. Verkefnastjóri

SKAPANDI MARGMIÐLUNARSTOFA Þrívíddargrafík, umbrot og auglýsingar. Hafðu samband, tjorvi@upplausn eða í síma 848-3933.


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í veturinn á nýjum dekkjum Michelin X-ICE Hljóðlát og naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda og hita Frábærir aksturseiginleikar

Michelin X-ICE NORTH 10% styttri hemlunarvegalengd á ís Færri naglar en meira grip Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu

Michelin Alpin 5 Endingargóð naglalaus vetrardekk Sérhönnuð fyrir fjölskyldu- og borgarbíla Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip við erfiðar aðstæður

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940

Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Hluti af vetrinum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.