Eystrahorn 31. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 31. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagurinn 22. september 2016

www.eystrahorn.is

Starfastefnumót velheppnað

Fimmtudaginn 15. september var haldið Starfastefnumót í Nýheimum þar sem 46 aðilar í Sveitarfélaginu Hornafirði kynntu með einum eða öðrum hætti starfsemi og starfsgreinar sinna fyrirtækja og stofnana. Markmiðið með Starfastefnumótinu var að veita ungum sem öldnum innsýn inn í þá fjölbreyttu starfaflóru sem leynist í sveitarfélaginu, auk þess

sem áhugasömum var bent á mögulegar menntunarleiðir fyrir þau störf sem vöktu áhuga. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi verið vel heppnaður og ánægjuefni hversu margir lögðu leið sína í Nýheima þennan dag. Það sem helst stendur eftir er einstakur samfélagsviðburður sem einkenndist af jákvæðni og samstöðu allra sem að honum komu.

Þann 29. ágúst héldu 35 starfsmenn og sveitarstjórnarmenn í 4 daga námsferð til Svíþjóðar og kynntu sér hvernig Svíar hafa unnið að ýmsum verkefnum sem lúta að íbúalýðræði. Ferðin var skipulögð af Sambandi íslenskra sveitafélaga. Anna G. Björnsdóttir skipulagði ferðina og leysti það verkefni af stakri prýði og færum við henni bestu þakkir fyrir. Í ferðinni voru þrjú mismunandi sveitarfélög heimsótt. Í Västerås búa rúmlega 140 þúsund íbúar. Við fengum kynningu á stefnu sveitarfélagsins um íbúalýðræði. Västerås notar ýmiss verkfæri, m.a. SMS spurningakannanir sem virka þannig að yfir 1000 ungmenni geta haft bein áhrif á framgang mála. Bæjarstarfsmenn borgarinnar fara markvisst út til almennings með myndrænar kynningar á ýmsum tillögum og verkefnum. Sem dæmi leigir Västeråsbær

sölubása í verslunarmiðstöðum eða á sölutorgum í þeim tilgangi að eiga samtal við borgarbúa. Þannig fer stjórnsýslan út til íbúanna og á samtal við þá þar sem þeir eru. Athygli vakti að 25% íbúa eru af erlendu bergi brotnir og virðast þeir hafa takmarkaðan áhuga á þátttöku í íbúalýðræði. Samband sænskra sveitarfélaga kynnti aðferðir og hugmyndafræði til þess að virkja og viðhalda íbúalýðræði. Mikil áhersla er lögð á að veita íbúum upplýsingar til þess að hægt sé að eiga samtal og samráð um fyrirhugaðar breytingar. Samtal um breytingar og ákvarðanir þarf að vera opið, ákvarðanaferlið gegnsætt og allir fái reglulega endurgjöf. Hugtakið „félagsleg sjálfbærni“ var rætt í ýmsum myndum. Það skiptir máli að ef efla á íbúalýðræði þá þarf að hugsa fyrir því í sem flestum ákvarðanatökum. Þannig hefur það áhrif á fjárhagsáætlanir og allt skipulag.

Viðburðurinn var samstarfs- Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur, verkefni Sveitarfélagsins verkefnastjóra Starfastefnumóts Hornafjarðar og Þekkingar- eru færðar hugheilar þakkir fyrir setursins Nýheima, auk þess virkilega vel unnin störf vegna sem hann var styrktur af viðburðarins. Vinnumarkaðsráði Austurlands. Að síðustu fá öll þau 46 fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri viðburð- og stofnanir sem þátt tóku í arins var Hugrún Harpa Starfastefnumótinu, allir þeir Reynisdóttir, verkefnastjóri kraftmiklu sjálfboðaliðar sem Nýheima. lögðu hönd á plóg sem og Margir komu að undirbúningi og góðir gestir innilegar þakkir framkvæmd viðburðarins og vilja fyrir að hafa gert daginn að aðstandendur Starfastefnumóts raunveruleika. í Hornafirði færa eftirtöldum F.h. undirbúningshóps aðilum einlægar þakkir fyrir Starfastefnumóts á Hornafirði, þeirra framlag og stuðning; Árdís Erna Halldórsdóttir, Vinnumarkaðsráð Austurlands, atvinnu- og ferðamálafulltrúi SASS, Hótel Höfn, Eystrahorn, Ragnhildur Jónsdóttir, Framhaldsskólinn í Austurfræðslufulltrúi Skaftafellssýslu og Róbert Guðfinnsson, Dregin hafa verið út verðlaun í spurningaleik Starfastefnumótsins athafnamaður. verður haft samband við Þau fyrirtæki og og stofnanir sem lögðu vinningshafa til að afhenda vinninga. til vinninga vegna Eftirfarandi aðilar gáfu vinninga í s p u r n i n g a l e i k s spurningaleikinn: Sporthöllin, Hátíðni, Starfastefnumóts fá Heimaþjónustan, AFL Starfsgreinafélag, Glacier bestu þakkir fyrir Vatnajökulsþjóðgarður, Adventure, Fræðslunet Suðurlands og sinn stuðning. Töfratröll.

Íbúalýðræði í Svíþjóð

Sveitarfélagið Skinnskatteberg er eitt það minnsta í Svíþjóð, með aðeins 4450 íbúa. Mörg vandamál Skinnskatteberginga voru okkur kunn, sbr. dýrt ljósleiðaraverkefni, sameining grunnskóla, fækkun ungs fólks svo fátt eitt sé nefnt. Þá heimsóttum við einnig sveitarfélagið Upplands Bro. Þar hittum við íslenskan starfsmann á skipulagssviði, Katrínu Karlsdóttur. Hún sagði okkur m.a. frá áhugaverðu samráði sem haft var við börn og foreldra um skipulagningu leikvalla. Mikilvægur þáttur í ferðalagi sem þessu er samvera og samtal þeirra 35 starfsmanna og sveitarstjórnarmanna um það sem við lærðum. Að mörgu leyti þá eru íslensk sveitarfélög með mörg járn í eldinum sem snúa að íbúalýðræði. Við Hornfirðingar gátum t.d. frætt samferðamenn

okkar og Svía um nýafstaðna skuggakosningu um forseta Íslands hjá ungmennum á Hornafirði sem og þátttöku ungmennaráðs í nefndum sveitarfélagsins. Vakti það verðskuldaða athygli. Björn Ingi Jónsson, Kristján Guðnason, Jón Kristján Rögnvaldsson og Sæmundur Helgason.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.