Eystrahorn 31. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 5. október 2017

31. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Mynd: Guðjón Vilberg

Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Miklir vatnavextir í síðustu viku ollu því að þjóðveginum var lokað, bæði við Hólmsá á Mýrum og við Steinavötn í Suðursveit. Búið er að opna veginn við Hólmsá en þegar blaðið fór í prentun var ráðgert að opna bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn þann 4. október.

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið af miklum þrótti frá því að gamla brúin skemmdist. Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar og fjöldi annarra starfsmanna stofnunarinnar hafa lagt mikið á sig til að ljúka þessu verki á svo skömmum tíma.

Bekkir á gönguleiðum á Hornafirði Verkefnið Brúka bekki var hrundið af stað árið 2010 af Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi þegar félagið varð 70 ára. Sjúkraþjálfarar ákváðu þá að fara af stað með samfélagsverkefni sem hvatningu til aukinnar hreyfingar og til hagsbóta fyrir almenning. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að með því að stunda reglubundna hreyfingu helst eldra fólk hressara og heilbrigðara lengur, er lengur sjálfbjarga og getur dvalið lengur heima. Það er því allt til þess vinnandi að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig reglulega, m.a. með því að ganga úti daglega. Tvær íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að eitt það helsta sem hindrar eldra fólk til göngu sér til heilsubótar, er skortur á bekkjum. Hálka er önnur títtnefnd hindrun. Einnig kemur fram í nýbirtri doktorsrannsókn að eldra fólk á Íslandi hreyfir sig mjög lítið. Sjúkraþjálfarar á Hornafirði ásamt HSU Hornafirði og Félagi eldri Hornfirðinga fór af stað með verkefnið í desember 2016 þegar erindi var sent inn til Bæjarráðs Hornafjarðar. Óhætt

er að segja að verkefnið fékk mjög góðar viðtökur hjá sveitarfélaginu, svo góðar að sveitarfélagið hefur útbúið sérhannaða bekki með þarfir eldra fólks í huga en bekkirnir voru hannaðir af Birgi Árnasyni sem þá var bæjarverkstjóri hjá sveitarfélaginu. Nú í vor síðastliðið voru bekkirnir settir niður á þrjár mislangar gönguleiðir með 200300m millibili. Gönguleiðirnar má sjá á á korti sem er aðgengilegt hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér er slóðin: http://www.hornafjordur. is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/ heilsueflandi-samfelag/. Formleg vígsla á gönguleiðunum fór fram laugardaginn 30. september í tengslum við haustfund Félags eldri Hornfirðinga en þá afhenti Björn Ingi Jónsson samfélaginu bekkina með formlegum hætti. Vil ég fyrir hönd allra sem komu að verkefninu þakka frábærar móttökur og vona að bekkirnir verði til þess að eldra fólk nýti þá sér til heilsueflingar. Matthildur Ásmundardóttir, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri HSU Hornafirði


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 5. október 2017

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja Sunnudagur 8. október

HAFNARKIRKJA

1966

2016

Eystrahorn

Sunnudagaskólafjör kl. 11:00 Allir krakkar, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur og frændur hjartanlega velkomin í kirkjuna. Dýrmæt samverustund með ástvinum okkar þar sem mikið er sungið, leikið, sagðar sögur og fróðleikur um allt sem viðkemur trúnni og kirkjunni. Hlökkum til að sjá þig í sunnudagaskólanum.

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Föstudagur 6.október kl. 17:00. SAMVERUSTUND með Sigurði Hannessyni sem bregður upp myndum og frásögn frá Póllandsferð í sumar. Laugardagur 7.október kl. 14:00. Bingó Gleðigjafa. Margt góðra vinninga. Spjaldið á kr. 1000. Allir velkomnir á viðburði !

Prestarnir

Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 8. október kl. 12:00.

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju þriðjudaginn 10. október kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf

Slátursala haustið 2017 Slátursala Norðlenska á Höfn haustið 2017 verður opin kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00 frá þriðjudegi 10. október til laugardagsins 14. október. Pantanir skulu berast til Önnu Kristínar á netfangið annak@nordlenska.is eða í síma 861-8862.

Stjórn Samkórs Hornafjarðar

SUNDKORTIN

Minnum sundlaugargesti á að sundkortin eru jafn mikilvæg og sundfötin ætli viðkomandi í sund. Gleymist sundkortið þarf viðkomandi að ná í kortið eða greiða stakan tíma. Þetta á einnig við um börn og unglinga. Kveðja frá starfsfóki sundlaugar og minnum á að sund er allra meina bót.

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2010-2030

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar felast í að skilgreina stað til iðnaðar vegna virkjunar í Birnudal og skilgreina verslunar- og þjónustusvæði í Skaftafelli, Reynivöllum II og á 11 öðrum stöðum í sveitarfélaginu. Breytingartillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 5. október nk. til mánudagsins 20. nóvember 2017 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagins undir http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/ skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 20. nóvember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 5. október 2017

www.eystrahorn.is

Fréttir af fyrrum Sindrastelpum Nokkrar uppaldar Sindrastelpur leika með liðum í Pepsídeild kvenna og hlutu nokkrar þeirra viðurkenningar á uppskeruhátíðum Pepsídeildarliðanna s.l helgi. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir er fædd árið 1998 og er því 19 ára. Hún útskrifaðist sem stúdent frá FAS s.l. vor og eftir það lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún hafði gengið til liðs við ÍBV. Ingibjörg spilaði nánast alla leiki með liðinu, bæði með 2.fl og eins með mfl og varð meðal annars bikarmeistari með ÍBV nú í byrjun september. Ingibjörg hefur spilað mikið með yngri landsliðunum og nú síðast var hún valin til að leika með U-19 í milliriðli Evrópumótsins í Þýskalandi í júní s.l. Á uppskeruhátíðinni var Ingibjörg Lúcía svo valin efnilegasti leikmaður ÍBV 2017. Ingibjörg Valgeirsdóttir er fædd árið 1998 og er því 19 ára. Hún gekk til liðs við KR í janúar 2016 og spilaði fyrst með 2.fl en hefur síðan verið að vinna sig upp í að spila með mfl og hefur ýmist verið aðal- eða varamarkmaður þeirra í sumar. Ingibjörg hefur tekið þátt í mörgum verkefnum með yngri landsliðunum og eins og nafna hennar þá var hún valin til þess að leika með U-19 í milliriðli Evrópumótsins sem fram fór í Þýskalandi í júní s.l. Á uppskeruhátíðinni var Ingibjörg valin efnilegasti leikmaður KR 2017.

Guðný Árnadóttir er fædd árið 2000 og er því 17 ára. Hún gekk til liðs við FH í maí 2013, en þá flutti fjölskyldan til Víkur í Mýrdal en foreldrar hennar sáu til þess að Guðný gæti æft með FH þrátt fyrir þessa fjarlægð. Fyrstu árin spilaði Guðný með yngri flokkum FH en fljótlega vann hún sér inn fast sæti í mfl og hefur spilað nánast alla leiki með þeim

Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir

Bríet Bragadóttir. Mynd www.fotbolti.net

Guðný Árnadóttir

frá árinu 2015. Guðný hefur einnig spilað mikið með yngri landsliðunum og nú síðast með U-19 í Þýskalandi í september. Pepsímörkin á Stöð 2 völdu á dögunum lið ársins í Pepsídeild og er það lið skipað leikmönnum sem þótt hafa skarað framúr í sumar. Guðný var í þessum hópi sem lykilmaður í vörninni. Á uppskeruhátíðinni var Guðný valin besti leikmaður FH 2017. Einnig hefur Bríet Bragadóttir gert góða hluti sem dómari í Pepsí-deild kvenna. Hún var fyrsta konan sem dæmir bikarúrslitaleik í meistaraflokki, sem aðaldómari, þann 9. september þegar ÍBV og Stjarnan mættust í úr­slita­leik Borg­un­ar­bik­ar-sins. Bríet hefur kallað eftir því að fá fleiri konur í dómgæslu á Íslandi en hún er eini dómarinn sem dæmir í

Ingibjörg Valgeirsdóttir til vinstri. Pepsi-deild kvenna sem aðaldómari. Hún var valin dómari ársins ásamt Gunnari Jarli Jónssyni af leikmönnum Pepsí-deildarinnar. Við óskum þessum stelpum öllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi árum.

Nú er vetrarstarfið að byrja hjá Gleðigjöfum. Til þess að halda dampi viljum við fleiri raddir. Er ekki örugglega einhverjir þarna úti sem hafa gaman af söng, og að syngja? Við æfum í Ekrunni kl.19.00 á þriðjudagskvöldum, verið óhrædd að mæta, og glavösk. Þannig verður vetrarstarfið að göldrum í vor! F.h. Gleðigjafa, Guðlaug

Bleika slaufan og armbandið eru komin í sölu. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. október. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. september. Næsta skoðun 20., 21. og 22. nóvember. Þegar vel er skoðað

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði bleiku slaufuna 2017. Skartgripir asaiceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og einnig í Húsgagnavali og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun. Verið velkomin

Húsgagnaval

Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 5. október 2017

Eystrahorn

Íbúar sveitarfélagsins njóta góðs af nýja klippikortinu Frá og með 1. október þurfa íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar klippikort til að komast inn á endurvinnslusvæði á Höfn, kortið er afhent í afgreiðslu Ráðhúss á opnunartíma. Þeir sem eiga ekki eiga þess kost að sækja sitt kort geta fengið það sent með pósti. Tilkynna þarf þá ósk í síma 470 8000 eða senda tölvupóst á afgreidsla@radhus.is. Verndum umhverfið spörum peninga. Það borgar sig að flokka þann úrgang sem til fellur og skila á réttan stað. Með því verndum við umhverfið og stöndum að málum á sem hagkvæmastan hátt. Megnið af því sem skilað er inn á endurvinnslusvæðið er endurnýtt með einum eða öðrum hætti og breytist því úr úrgangi í verðmæti. Fyrir skil á slíkum úrgangi þarf ekki að greiða. En sumt þarfnast kostnaðarsamrar meðhöndlunar og í þeim tilfellum þarf að borga. Það er mjög mikilvægt að flokka rétt. Þannig komum við í veg fyrir sóun verðmæta og tryggjum að fólk greiði aðeins þegar við á.

Ógjaldskyldur og gjaldskyldur úrgangur Tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu en klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang (blái kassinn). Ekki er klippt fyrir gjaldfrjálsan úrgang (græni kassinn) Hvert klipp gildir fyrir 0,25 m3 sem samsvarar 240 l. heimilistunnu. Á

hverju korti eru 16 klipp sem duga samtals fyrir 4 m3. Að öllu jöfnu á kortið að gilda út árið. Klárist kort þá verður hægt að kaupa aukakort í afgreiðslu Ráðhúss. Hvert aukakort kostar 8.000 kr. Áríðandi er að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldskyldir, ef sorpið er vel flokkað á kortið að endast lengur. Með því erum við að vernda umhverfið og standa að málum á hagkvæman hátt. Markmiðið er að láta sem mest fara í endurvinnslu og eins lítið og mögulegt er til urðunar.

Hvað gera leigjendur? Leigjendur fasteigna verða að semja við sinn leigusala um að fá afhent klippikort þess sem greiðir sorphirðugjöld af hinni leigðu eign,

eða kaupa aukakort í afgreiðslu Ráðhúss. Leigusala ber ekki skylda til að afhenda kort þótt æskilegt

væri að sá háttur væri hafður á. Leigjendur íbúðahúsnæðis á vegum sveitarfélagsins fá afhent klippikort í afgreiðslu Ráðhúss.

Fyrirtæki Sveitarfélaginu er ekki skylt eða heimilt að sjá um fyrirtæki, skv, reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr, 737/2003 í 13. gr. segir: Rekstraraðilar sem úrgangur fellur til hjá skulu sjá um flutning og bera kostnað vegna meðhöndlunar. Það eru fyrirtæki hér í sveitarfélaginu sem bjóða upp á að hirða hjá rekstaraðilum bæði flokkað og óflokkað. Fyrirtæki í sveitarfélaginu þurfa að greiða fyrir þann úrgang sem þau losa sig við.

Léttdjassaði kammerkvartettinn Samþykkt deiliskipulags vegna náma í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 14. september deiliskipulag fyrir eftirfarandi námur í sveitarfélaginu, náma í Skógey, náma ofan Einholtsvatna, náma í Hornafjarðarfljóti og náma í Djúpá. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagstillögur hafa verið samþykktar með þeirri breytingu að námu í Skógey verður lokað að lokinni efnistöku. Hægt er að kæra samþykkt sveitastjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu í B-deild stjórnartíðinda. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

8. október kl. 16:00 Flytur Svítu fyrir flautu og jazzpíanótríó eftir Claude Bolling á kaffitónleikum á Höfn n.k. sunnudag þann 8. október kl. 16:00. Einnig leikur kvartettinn nýsmíðaðar jazzútsetningar á verkum eftir Händel og Bach. Kvartettinn er skipaður Snorra Birgissyni á píanó sem einnig er útsetjari, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Óskari Kjartansyni trommuleikara. Guðrún Birgisdóttir er flautuleikari kvartettsins. Þau félagarnir leika á Höfn og á Djúpavogi um helgina og munu einnig koma fram á Akranesi í nóvember. Aðgangseyrir kr. 2000 Léttar kaffiveitingar eru frá kl. 15:30 og eru innifaldar í verði. Nemendur tónskólans fá frítt.


Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði Nýheimum 13.-14.október 2017

Föstudagurinn 13. október 10:15 Setning ráðstefnu: Hugrún Harpa, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs

10:30-11:30 Lykilfyrirlesari, Gísli Pálsson: Jarðsambönd mannaldar

Ferðaþjónusta, stofa 202, kl. 11:45 - 13:15 Eyrún Jenný Bjarnadóttir: „Ókei, ég kaupi bara í matinn það sem er til“: Um áhrif ferðaþjónustu í einstökum samfélögum Edward H. Huijbens: Ferðamennska og mannöldin Vífill Karlsson: Áhrif ferðaþjónustu á lýðfræði sveitarfélaga

Heilbrigðismál, stofa 204, kl. 11:45 - 13:15 Stefán Hrafn Jónsson: Fordómar á grundvelli holdafars í íslensku samfélagi Sigurgeir Guðjónsson: Í stóru landi: Fáir læknar og geðveikt fólk. Af heilbrigðissögu á Íslandi á 19. öld. Ágúst Einarsson: Heilbrigðismál í breyttum heimi

Ferðaþjónusta, stofa 202, kl. 14:00 - 15:00 Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson: Fjöldi ferðamanna á Suðausturlandi Vífill Karlsson: Áhrif ferðaþjónustu á fasteignaverð

Stjórnmál, stofa 204, kl. 14:00 - 15:00 Helgi Gunnlaugsson: Lögleiðing bjórs á Íslandi 1989: Hvað sögðu þingmennirnir aldarfjórðungi síðar? Birgir Guðmundsson: Að sjá skóginn fyrir trjám? Stjórnmálamenn í frumskógi breyttrar fjölmiðlunar

Hnattvæðing, stofa 202, kl. 15:15 - 16:15 Stefán Ólafsson: Hefur Hnattvæðingin brugðist? Örn D Jónsson: Félagssaga kuldans og hagnýting heita vatnsins

Stjórnmál, stofa 204, kl. 15:15 – 16:15 Guðmundur Oddsson: Huglæg stéttarstaða Íslendinga: Helstu áhrifaþættir mitt í efnahagskreppu Birgir Guðmundsson: Snapchat og aðrir samfélagsmiðlar í kosningum 2016

Laugardagurinn 14.október

9:00 - 10:00 Lykilfyrirlesari, Sigrún Ólafsdóttir: Sjúkdómsvæðing geðrænna vandamála: Ísland í alþjóðlegu samhengi Byggðaþróun, stofa 202, kl. 10:15 - 12:15 Jón Þorvaldur Heiðarsson: Samgöngur Hjalti Jóhannesson: Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga: Viðtalsrannsókn um stöðu samgangna fyrir opnun ganga Anna Guðrún Edvardsdóttir: Samspil þekkingarsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi Markús Meckl: The situation of immigrants in Northern Iceland – Preliminary results from a comparative study of Dalvík, Húsavík and Akureyri Græn hugvísindi, stofa 202, kl. 13:00 - 14:00 Þorvarður Árnason: Víðerni - einkenni og lifun Soffía Auður Birgisdóttir: Tjáskipti manns og náttúru: náttúrusýn Þórbergs Þórðarsonar Menntun og menning, stofa 202, kl. 14:15 - 15:45 Svala Guðmundsdóttir: Cultural intelligence Markús Meckl: Immigrants in education: a new challenge. Parents and educators perspectives in Akureyri, Iceland Berglind Rós Magnúsdóttir: Val á búsetu og grunnskóla meðal íslenskra foreldra á Stór-Reykjavíkursvæðinu Menntun og menning, stofa 202, kl. 16:00 - 17:00 Auður Magndís Auðardóttir: ,,Þau vita bara að ég er einhver svona somebody”. Um félagsauð foreldra innan íslensks grunnskólakerfis Svala Guðmundsdóttir: Spouse

Trúmál, stofa 204, kl. 10:15 - 11:45 Gunnar Stígur Reynisson: ...sem tilbiður guð sinn og deyr – Þjóðríkistrú hérlendis og erlendis Pétur Pétursson: Aðgreining ríkis og kirkju á 21. öld - staða þjóðkirkju í fjölmenningarþjóðfélagi Björk Guðjónsdóttir: Al-Anon fjölskyldudeildirnar sem trúarhópur út frá sjónarhóli Durkheims og Geertz Viðskiptafræði, stofa 204, kl. 13:00 - 14:00 Einar Guðbjartsson: Áhættulaust vaxtastig – hvar skal byrja? Þórhallur Guðlaugsson: Bankabasl Viðskiptafræði, stofa 204, kl. 14:15 - 15:45 Þórhallur Guðlaugsson: Hin íslenska fyrirtækjamenning Einar Guðbjartsson: Endurskoðunarnefndir og framtíðin: Markmið og tilgangur Gylfi D. Aðalsteinsson: Er hugmyndafræði SALEK samkomulagsins til þess fallinn að draga úr vinnudeilum á íslenskum vinnumarkaði? Samfélag, stofa 204, kl. 16:00 - 17:30 Jón Gunnar Bernburg: Fjöldamótmæli á Íslandi, 1998-2016: Breyttar átakalínur? Þórólfur Matthíasson: Resource Rent spillover to fishermen remuneration Gylfi D. Aðalsteinsson: Stéttarfélagsaðild á Norðurlöndum með hliðsjón af þjóðmenningarvíddum Hofstede


Reykjavík Smooth Jazz band slær til tónleika á Hótel Höfn á Hornafirði haustkvöldið 6. október 2017. Að þessu sinni kemur Björn Janutsh Kristinsson saxafónleikari aftur fram með okkur. Flutt verður margþætt tónlist sem hæfir öllum, allt frá Pink Floyd útsetningum til þekktra jazz standarda með okkar útsetningum. Inn á milli má finna lög sem Sting og Simply Red hafa gert fræg. Lofum skemmtilegri kvöldstund í góðu umhverfi. Hljómsveitina skipa: Guðlaugur Þorleifsson trommur, Cetin Gaglar Cetin slagverk, Árni Steingrímsson gítar, Bolli Þórsson þverflauta, Þórarinn Sveinsson hljómborð og Ólafur Steinarsson á bassa.

6. október kl. 20:30 - 23:00 Frítt inn!

Brunch á Hótel Höfn Laugardagana 7.okt - 4.nóv - 2.des kl. 11:30 – 14:00

Hótel Höfn mun vera með dögurð fyrsta laugardag í mánuði fram að jólum. Dögurðurinn mun samanstanda af girnilegu hlaðborði með ýmsu góðgæti, s.s. nýbakað brauð, ostar, amerískar pönnukökur, croissant, hrærð egg, beikon og fleira og fleira. Gott úrval af réttum fyrir börnin. Þá verða sætir bitar með kaffinu. Djús, kaffi og te innifalið í verði.

Verð:

Fullorðnir: . . . . . . . . . 3.490 kr. Börn 6-12 ára: . . . . . 1.500 kr. 5 ára og yngri: . . . . . Frítt

Hótel Höfn Víkurbraut 20 780 Höfn í Hornafirði S: 478 1240


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.