Eystrahorn 31.tbl 2019

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 5. september 2019

31. tbl. 37. árgangur

Litmerking helsingja á Breiðamerkursandi merkjakerfi eru notuð í heiminum en fyrir helsingjana er notast við einn hring með áletraða tvo bókstafi. Það sem einkennir helsingja sem merktir eru á Íslandi er óbrotin lína sem aðgreinir stafina tvo. Tilgangur merkinganna er að geta fylgst með hegðun einstaklinga til að skilja betur atferli fuglanna og svara spurningum eins og hvert fuglarnir fara og hvað þeir eru þar lengi. Út frá því má svo álykta um hegðun stofnsins, ekki síst ef búið að merkja nokkurn fjölda einstaklinga í stofninum. Því fleiri fuglar sem eru merktir því betri upplýsingar fást um atferli og afkomu stofnsins. Lykilatriði er þó að einhver sé til staðar til að lesa af merkjunum þar sem þeir fara um og hvetjum við fólk sem sér merkta fugla, eða veiðimenn, að senda upplýsingar um hvar og hvenær fuglinn sást til Náttúrufræðistofnunnar á netfangið fuglamerki@ni.is. Þar sem íslenski helsinginn hefur að mestu vetursetu í Skotlandi er einkar gagnlegt að vera í samstarfi við breska stofnun en fólkið þar er duglegt að lesa af merkjum. Náttúrustofan þakkar öllum sem komu að merkingunum og hlakkar til að fá fréttir af helsingjunum sem merktir voru í sumar. Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, með helsingjagassa sem fékk litmerki með áletruninni LJ sem eru upphafsstafir Lilju. Mynd: Hlynur Steinsson

Líkt og tvö síðustu sumur tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum á Breiðamerkursandi í júlí síðastliðnum. Verkefnið er drifið áfram af Arnóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís ásamt fuglafræðingum hjá Wildfowl and Wetland Trust í Bretlandi. Verkefni sem þetta krefst margra handa og eins og algengt er í vísindaheiminum byggir það á samstarfi stofnana. Í ár komu til aðstoðar fólk frá Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrustofu Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarði, Nýheimum þekkingasetri, Fugla­ athugunarstöð Suðausturlands auk

nokkrurra kappsamra sjálfboðaliða. Verkefnið var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Alls voru merktir um 200 helsingjar í ár. Hver fugl sem næst fær lítið stálmerki á vinstri fót með ígröfnu einkennandi númer fyrir viðkomandi fugl, nokkurs konar kennitölu. Gallinn við þau merki er þó sá, að erfitt er að lesa af merkjunum nema komast í mikið návígi við fuglana (nokkra metra fjarlægð). Til að leysa þann vanda eru notuð litmerki. Þá er settur plasthringur á fuglana sem er gerður á þann hátt að hægt er að lesa af honum úr talsverðri fjarlægð. Mörg mismunandi

Árin 2017-18 fengu fuglarnir blá merki en einungis er hægt að gera takmarkaðan fjölda merkja með ólíkum bókstafasamsetningum og fengu því fuglarnir í ár hvít merki. Til að aðgreina helsingja merkta á Íslandi eru þau litmerki með óbrotna línu á milli bókstafa. Mynd: Lilja Jóhannesdóttir

Gjöf til leikskólabarna

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur stendur fyrir samfélagsverkefninu „Gjöf til allra leikskólabarna". Bryndís sem hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur hefur meðal annars gefið út námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið er ætlað barnafjölskyldum og skólum. Í tilefni af þessum tímamótum í starfi ákvað hún að gefa heildstætt efni úr “Lærum

og leikum með hljóðin” til allra leikskóla á Íslandi. Þetta hefur verið gert mögulegt með eigin framlagi Bryndísar og fjölskyldu ásamt samstarfi við Marel, Lýsi, IKEA, hjónin Björgólf Thor og Kristínu Ólafsdóttur og Raddlist. Námsefnið sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar nýtist til þjálfunar sem bætir framburð barna, eykur orðaforða og undirbýr læsi. Sveitarfélagið Hornafjörður þakkar Bryndísi fyrir þessa veglegu gjöf sem mun án efa nýtast börnunum og styðja við góða íslenskufærni.

Ragnhildur Jónsdóttir tekur við gjöfinni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.