Eystrahorn 31.tbl 2019

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 5. september 2019

31. tbl. 37. árgangur

Litmerking helsingja á Breiðamerkursandi merkjakerfi eru notuð í heiminum en fyrir helsingjana er notast við einn hring með áletraða tvo bókstafi. Það sem einkennir helsingja sem merktir eru á Íslandi er óbrotin lína sem aðgreinir stafina tvo. Tilgangur merkinganna er að geta fylgst með hegðun einstaklinga til að skilja betur atferli fuglanna og svara spurningum eins og hvert fuglarnir fara og hvað þeir eru þar lengi. Út frá því má svo álykta um hegðun stofnsins, ekki síst ef búið að merkja nokkurn fjölda einstaklinga í stofninum. Því fleiri fuglar sem eru merktir því betri upplýsingar fást um atferli og afkomu stofnsins. Lykilatriði er þó að einhver sé til staðar til að lesa af merkjunum þar sem þeir fara um og hvetjum við fólk sem sér merkta fugla, eða veiðimenn, að senda upplýsingar um hvar og hvenær fuglinn sást til Náttúrufræðistofnunnar á netfangið fuglamerki@ni.is. Þar sem íslenski helsinginn hefur að mestu vetursetu í Skotlandi er einkar gagnlegt að vera í samstarfi við breska stofnun en fólkið þar er duglegt að lesa af merkjum. Náttúrustofan þakkar öllum sem komu að merkingunum og hlakkar til að fá fréttir af helsingjunum sem merktir voru í sumar. Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, með helsingjagassa sem fékk litmerki með áletruninni LJ sem eru upphafsstafir Lilju. Mynd: Hlynur Steinsson

Líkt og tvö síðustu sumur tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum á Breiðamerkursandi í júlí síðastliðnum. Verkefnið er drifið áfram af Arnóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís ásamt fuglafræðingum hjá Wildfowl and Wetland Trust í Bretlandi. Verkefni sem þetta krefst margra handa og eins og algengt er í vísindaheiminum byggir það á samstarfi stofnana. Í ár komu til aðstoðar fólk frá Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrustofu Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarði, Nýheimum þekkingasetri, Fugla­ athugunarstöð Suðausturlands auk

nokkrurra kappsamra sjálfboðaliða. Verkefnið var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Alls voru merktir um 200 helsingjar í ár. Hver fugl sem næst fær lítið stálmerki á vinstri fót með ígröfnu einkennandi númer fyrir viðkomandi fugl, nokkurs konar kennitölu. Gallinn við þau merki er þó sá, að erfitt er að lesa af merkjunum nema komast í mikið návígi við fuglana (nokkra metra fjarlægð). Til að leysa þann vanda eru notuð litmerki. Þá er settur plasthringur á fuglana sem er gerður á þann hátt að hægt er að lesa af honum úr talsverðri fjarlægð. Mörg mismunandi

Árin 2017-18 fengu fuglarnir blá merki en einungis er hægt að gera takmarkaðan fjölda merkja með ólíkum bókstafasamsetningum og fengu því fuglarnir í ár hvít merki. Til að aðgreina helsingja merkta á Íslandi eru þau litmerki með óbrotna línu á milli bókstafa. Mynd: Lilja Jóhannesdóttir

Gjöf til leikskólabarna

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur stendur fyrir samfélagsverkefninu „Gjöf til allra leikskólabarna". Bryndís sem hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur hefur meðal annars gefið út námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið er ætlað barnafjölskyldum og skólum. Í tilefni af þessum tímamótum í starfi ákvað hún að gefa heildstætt efni úr “Lærum

og leikum með hljóðin” til allra leikskóla á Íslandi. Þetta hefur verið gert mögulegt með eigin framlagi Bryndísar og fjölskyldu ásamt samstarfi við Marel, Lýsi, IKEA, hjónin Björgólf Thor og Kristínu Ólafsdóttur og Raddlist. Námsefnið sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar nýtist til þjálfunar sem bætir framburð barna, eykur orðaforða og undirbýr læsi. Sveitarfélagið Hornafjörður þakkar Bryndísi fyrir þessa veglegu gjöf sem mun án efa nýtast börnunum og styðja við góða íslenskufærni.

Ragnhildur Jónsdóttir tekur við gjöfinni


2

Fimmtudagurinn 5. september 2019

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls 2019 Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn mánudagskvöldið 9.september n.k. í safnaðarheimili Hafnarkirkju kl 20.00 • Almenn aðalfundarstörf • Kötlumót 16. maí 2020 á Hornafirði Fyrsta æfing vetrarins verður svo haldin á sama stað mánudagskvöldið 16. september kl. 19:30 Hvetjum nýja og “gamla” félaga til að mæta Stjórn Karlakórsins Jökuls

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september.

Ferðafélagið skipuleggur fjölskylduvænar gönguferðir alla miðvikudaga í september, gert er ráð fyrir að ganga í klukkutíma til einn og hálfan hverju sinni. Hugmyndin er að hvetja almenning til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði. Lýðheilsugöngurnar eru í samstarfi við Ferðafélag Íslands og munu þær fara fram um allt land. Að þessu sinni eru unglingar boðnir sérstaklega velkomnir í hópinn, en að sjálfsögðu eru allir aðrir velkomnir líka. 4., 18. og 25. september er lagt af stað frá tjaldsvæði á Höfn kl. 18:00. 11.september er lagt af stað frá Smyrlabjörgum í Suðursveit kl. 18:00.

Eystrahorn

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. september. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. september. Næsta skoðun 15., 16. og 17. október.

Þegar vel er skoðað

Heilsunuddari Er nýlega fluttur og farinn að starfa sem heilsunuddari á Höfn. Vöðva-, slökunar-, sogæða- og svæðanudd að þörfum hvers og eins. Gunnar L. Friðriksson Sporthöllinni Sími 822-0727

Ekkert þátttökugjald er í lýðheilsugöngunum og allir eru velkomnir í hópinn.

Atvinna

Hiking to strenghten public health, every Wednesday in September

Óskum eftir röskum brettasmiðum í Brettasmiðju OR sem fyrst

The hiking party (Ferðafélagið) will organize family friendly hiking tours every Wednesday in September, the plan is to hike for 6090 minutes. The idea is to encourage everyone to participate in outdoor activities and exercise and thereby strengthen their health and quality of life. These hikings are held in cooparation to Fi.is and will be organized all around the country. This time teenagers are particularly welcome to join the group, but of cause everyone else is welcome too. 4th, 18th and 25th of September - beginning from the campsite in Höfn at 18 o´clock. The11th of Sept - beginning from the hotel in Smyrlabjörg in Suðursveit at 18 o´clock No participation fee is in the public health hikes and everyone is welcome to participate.

Vildaráskrift Útgefandi:............ HLS ehf.

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933

ISSN 1670-4126

Upplýsingar gefur Bjössi í síma 893-5444.

AFMÆLISHÁTÍÐ

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Mánudaginn 9. september mun stofan halda upp á 20 árin. Af því tilefni verður veglegur afsláttur af öllum vörum stofunnar. Happdrætti, dregnir út 3 góðir vinningar. Gjafataska frá SOTHYS fyrir alla sem líta inn. Fyrsta verðskrá stofunnar verður í gildi þennan dag. Kaffi, konfekt og ýmislegt fleira.

A.T.H. stofan verður LOKUÐ frá 1.- 15.október. Verið velkomin. Birna Sóley hársnyrtimeistari


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 5. september 2019

3

ADVENT námskeið í heimabyggð Þátttakendur í menntaverkefninu ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) komu til Hornafjarðar í júlí síðastliðnum og tóku þátt í að prufukeyra sjötta námskeið verkefnisins. Þar var fengist við „hið staðbundna“, vöruvæðingu þess og nýnýtingu eða það hvernig staðbundnir þættir breytast, fá ný hlutverk og verða jafnvel að söluvöru. Á ensku bar námskeiðið heitið Localism; commodification and gentrification. Þátttakendur í þessu verkefni komu í gegnum skóla og fyrirtæki í samstarfslöndum ADVENT; Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Þetta námskeið var hannað í samvinnu fjölda aðila á Hornafirði og komu þeir m.a. frá FAS, Menningar­ miðstöð Sveitarfélagsins og aðilum sem eru starfandi í ævintýraferðaþjónustu í Sveitarfélaginu. Námskeiðið var í raun þríþætt þar sem „hið staðbundna“ var kannað út frá breytingum í náttúru, sveit og sjávarbæ. Uppsetning námskeiðsins var blanda af fræðilegri

nálgun á viðfangsefnið og vettvangsferðum þar sem tekist var á við verkefni úti í náttúrunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsókna­ miðstöðvar ferðamála og fyrrum lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum hóf námskeiðið með fróðlegum og skemmtilegum netfyrirlestri og byggði góðan grunn undir komandi vettvangsferðir. Óskar Arason frá Iceguide tók að sér að leiðbeina í fyrstu vettvangsferðinni þar sem róið var á kajak á Heinabergslóni. Megin viðfangsefni þessa dags, til viðbótar því ævintýri

að róa kajak á jökullóni, var að skoða breytingar sem orðið hafa á jöklunum síðustu áratugina og ræða áhrif þeirra á umhverfi, samfélag og menningu svæðisins. Vésteinn Fjölnisson frá Svifnökkvaferðum (Icehover) fór með hópinn um hlaðið á Hala þar sem fjölbreytt, ný og nýleg starfsemi var skoðuð. Þórbergssetur var m.a. heimsótt og farið var inn að Felli. Vésteinn leiddi samtal hópsins um breytingar í náttúru og landbúnaði og þau menningarlegu og atvinulegu áhrif sem þær hafa haft á sveitabæi og nærumhverfi þeirra. Síðasta dag námskeiðsins gekk hópurinn með Huldu L. Hauksdóttur frá Höfn staðarleiðsögn (Höfn Local Guide) um Höfn þar sem augum var beint að breytingum á samfélagi við sjávarsíðuna. Áherslan var á að skoða og ræða byggingar sem flestar voru áður nýttar í þágu sjávarútvegsins en hafa fengið nýtt hlutverk. Í nokkrum húsanna tóku húsráðendur þátt í samtalinu og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir þeirra innlegg. Í öllum vettvangsferðunum

voru breytingar, áskoranir og ný tækifæri til skoðunar. Sköpuðust verulega áhugaverðar og fræðandi samræður milli þátttakenda sem allir lögðu til samtalsins út frá sinni fjölþættu reynslu. Þannig skapaðist virkt námsumhverfi þar sem allir lærðu eitthvað nýtt sem vonandi gagnast þátttakendum í starfi og leik. Næsta ADVENT námskeið verður haldið í Skotlandi í byrjun september. Þar er mjög spennandi námskeið á ferðinni sem á ensku nefnist Coastal Interpretation og fjallar um ströndina sem svæði fyrir ævintýraferðamennsku. Þetta námskeið er þegar fullmannað af þátttakendum frá Íslandi. Í nóvember verður síðasta finnska námskeiðið prufukeyrt en það ber heitið Productisation og fjallar að hluta til um vöruþróun. Gert er ráð fyrir að tveir aðilar fari héðan á það námskeið. Nánar má fræðast um ADVENT á heimasíðu verkefnisins: https:// adventureedu.eu Hulda L. Hauksdóttir verkefnastjóri ADVENT

Fiskbúð Gunnhildar Fiskbúðin verður lokuð næstu tvær vikur. Opnum aftur miðvikudaginn 25. september kl. 14:00 og við tekur vetraropnun. Nánar auglýst síðar Bestu þakkir fyrir viðskiptin í sumar Starfsfólk Fiskbúðar Gunnhildar S: 865-3302 og 478-1169

Kynningarfundur um skipulagsmál Kynningarfundur vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu, Þétting íbúðabyggðar í Innbæ, verður haldinn þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


4

Fimmtudagurinn 5. september 2019

Eystrahorn

Sumarlestur MMH Miðvikudaginn 28. ágúst lauk sumarlestri Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og haldið var upp á það með hátíðlegum hætti á Bókasafni AusturSkaftafellssýslu. Var Svanborgu Rós Jónsdóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi dugnað í lestri árið 2019. Svo sannarlega má segja að Svanborg Rós sé einstaklega duglegur lestrahestur því í sumar hefur hún lesið um 100 bækur og heldur hún ótrauð lestrinum áfram. Svanborg Rós er vel að viðurkenningunni komin og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.

Lokað Sundlaug Hafnar er lokuð þriðjudaginn 10. september vegna viðgerða. Opnum aftur miðvikudaginn 11. september

Starfsfólk sundlaugar

Lestur er bestur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar Eyrún Helga Ævarsdóttir.

Ertu með frábæra hugmynd?

opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

1

Menningarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

2

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL KL. 16:00 ÞANN 8. OKTÓBER 2019 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.

STYRKIR@SASS.IS S. 480-8200 WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af


Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019. Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland.

Tilnefningar skulu hafa borist á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en 30. sept 2019. Einnig má senda tilnefningar til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi. Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undanfarin ár sem vert er að fagna og verðlauna gott starf. Verðlaunin má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, söfnum, sýningum, hópi og/eða verkefni. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning á sviði menningar en menning er víða hornsteinn hvers samfélags og skiptir íbúa og gesti á Suðurlandi miklu máli. Í tilnefningunni skal hafa eitthvað af eftirfarandi til hliðsjónar: • Hefur tilnefndi gefið jákvæða mynd af Suðurlandi og/eða ákveðnu svæði á Suðurlandi? • Hefur tilnefndi stuðlað að þátttöku íbúa og/eða gesta á menningarviðburðum á Suðurlandi? • Hefur tilnefndi vakið sérstaka athygli á menningararfi Sunnlendinga? • Hefur tilnefndi aukið samstöðu og virkni í tengslum við menningu meðal íbúa? • Hefur tilnefndi skapað nýtt menningartengt verkefni sem vakið hefur eftirtekt? • Hefur tilnefndi stuðlað að aukinni menningu með einhverjum hætti hjá börnum og ungmennum? Veitt verður viðkurkenning og peningarverðlaun sem nýtt verði í áframhaldandi menningarstarfi á Suðurlandi.

HÖNNUNARNÁMSKEIÐ Í FAB LAB Grunnnámskeið í Fab Lab

Boðið verður upp á 12 tíma Fab Lab námskeið í september og október. Kennt verður á Inkscape, vínylskera, laserskera og viðarfræsara. Sýndir verða möguleikar á því hvernig hægt er að nýta smiðjuna á fjölbreyttan hátt í nýsköpun, handverki, fatahönnun og listum.

Önnur námskeið í boði

Við viljum kanna áhuga á þessum námskeiðum. Ef nægur fjöldi næst þá munum við halda þessi námskeið í vetur. Verið í sambandi til þess að fá meiri upplýsingar. Ath. ekki er komin tímasetning eða verð á þessi námskeið!

12 tíma námskeið, 2 tímar í lotu hefst 17.september.

- Þrívíddarhönnun og prentun - Arduino iðntölvur og forritun - Hönnun fyrir viðarfræsara CNC - Hönnun LED ljósastýringa.

Kennt verður á þriðjudögum kl.17:00-19:00 / Gjald15.000 kr.

á námskeið (fyrir utan efniskostnað)

Skráning: vilhjalmurm@hornafjordur.is

eða í síma: 862-0648.

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI


FERSKT OG ÍSLENSKT Í NETTÓ! NÝSLÁTRAÐ LAMBAKJÖT KOMIÐ Í VERSLANIR NETTÓ!

-57% -40% Lambagrillsneiðar bernaise

988

KR/KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

-30%

Folaldagúllas

1.739 ÁÐUR: 2.898 KR/KG

KR/KG

-34% -25%

-34% Lambaklumpur black garlic

Hágæða hamborgarar 2 stk - 150 gr

1.979

KR/KG

ÁÐUR: 2.998 KR/STK

489

KR/PK

ÁÐUR: 698 KR/PK

Croissant m/ súkkulaði

Lambalærissneiðar

138

KR/STK

ÁÐUR: 209 KR/STK

2.174 ÁÐUR: 2.898 KR/KG

KR/KG

ÍSLENSK UPPSKERA Á 30% AFSLÆTTI! -25% Xtra franskar kartöflur 1 kg

299

KR/PK

ÁÐUR: 399 KR/PK

-20% Xtra hvítlauksbrauð 2 stk

199

KR/PK

ÁÐUR: 249 KR/PK

-30%

Tilboðin gilda 05. - 08. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.