Eystrahorn 32.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 29. september 2016

32. tbl. 34. árgangur

Kynningarvika Rauða krossins Frjáls félagasamtök eru aldrei sterkari en fólkið sem skipar þau. Þetta á reyndar við um hvaða félagsskap sem er, hvort heldur í leik eða starfi. Hreyfing Rauða krossins býr að miklum mannauði. Það ber hreyfingunni gott vitni að ætíð nær hún að laða til sín gott fólk, hvaðanæva að, sem er tilbúið til að láta gott af sér leiða í þágu mannúðarstarfs. Þetta á við á Íslandi og um allan heim. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar telja um 20 milljónir einstaklinga en þar af eru rúmlega 4000 talsins sem sinna sjálfboðnu starfi á Íslandi. Það er rétt að staldra við og þakka þessu ótrúlega fólki. Um þessar mundir stendur yfir kynningarvika Rauða krossins á Íslandi, eins og iðulega í síðustu viku septembermánaðar. Von Rauða krossins er sú að verkefni og störf sjálfboðaliðanna fái að láta ljós sitt skína, enda er það ávallt sjálfboðið starf sem hefur verið, er og verður, hryggjarsúlan í starfi félagsins. Það er af nægu að taka. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og gefandi. Rauði krossinn gerir ekki greinarmun á skjólstæðingum eða því fólki sem þarf á aðstoð að halda. Markmið félagsins, og hreyfingarinnar í heild, er ávallt að finna hvar hjálpar er þörf. Hvar eru

berskjölduðustu einstaklingarnir í samfélaginu? Hvernig getum við lagt því fólki lið? Þar sem þörfin er mest, stendur Rauði krossinn næst. Sjálfboðaliðar um allt land láta gott af sér leiða. Þeir starfa með flóttafólki, félagslega einangruðum, þeir kenna skyndihjálp, þeir svara í Hjálparsímann og hlusta á fólk sem á við erfiðleika að stríða og gefa góð ráð um hvert eigi að leita að bata. Sjálfboðaliðar binda saman neyðarvarnarkerfi Íslendinga, prjóna hlýjan fatnað fyrir þurfandi og hjálpa til við heimalærdóm barna. Sjálfboðaliðar hjálpa til við að flokka föt, elda heitan mat handa heimilislausum eða syngja fyrir aldraða. Þetta er alls ekki tæmandi listi. En umfram allt eru verkefnin fjölbreytt og krefjandi, en einnig skemmtileg og gefandi. Það er einlæg von Rauða krossins að þú, lesandi góður, kynnir þér verkefni Rauða

Besti árangur Sindra í mörg ár

krossins. Ef til vill er eitthvert þeirra sem hentar þér. Við bjóðum ykkur velkomin til liðs við okkur, þar sem við reynum að gera heiminn að betri stað. Eitt skref í einu.

NETTÓ HÖFN Nettó GraNda

Nettó starfrækir 15 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.

Nettó GraNda Lagerstjóri og umsjón og pantanir í gosi ofl.

eftir fáeiNar vikUr opNar Nettó Nýja stórverslUN Við leitum að öflugu starfsfólki til framtíðarstarfa. á GraNda, fiskislóð, við GömlU höfNiNa í reykjavík

• • • •

Sindramenn spiluðu sinn síðasta leik í Íslandsmótinu gegn KV sl. laugardag. Sindri vann leikinn 2-0 með mörkum frá Kristni Magnúsi Péturssyni og Hákoni Loga Stefánssyni. Með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 32 stig, en það er besti árangur Sindramanna í Íslandsmóti frá árinu 2001, þegar þeir lentu í 2. sæti 2. deildar með 38 stig og árinu 2002 þegar þeir spiluðu í 1. deild karla. Athygli vekur sá fjöldi marka sem Sindramenn skoruðu, eða 41 talsins, en þeir hafa ekki skorað svona mörg mörk frá því á síðustu öld ef frá er skilið árið 2012 þegar þeir skoruðu 56 mörk í 3. deild karla. Flottur endir á góðu tímabili hjá okkar mönnum!

Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. Nýja á Grandanum, eftir fáeiNar vikUr opNar Nettó stórverslUN

Umsjón með mjólkurkæli í Mjódd, Hverafold og við Salaveg í Kópavogi. á GraNda, fiskislóð, við GömlUofl. höfNiNa í reykjavík Vinna við bakstur (fyrir11hádegi). Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja lágvöruverðsverslanir við leitUm að öflUGU starfsfólki til liðs við okkUr á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. á Grandanum, Starfsfólk almenn hlutastörf og heilsdagsstörf. í Mjódd, Hverafoldí og við Salaveg íafgreiðslustörf, Kópavogi. • Aðstoðarverslunarstjóri

Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. fyrir XX. júní.

hlutastörf og heilsdagsstörf • Aðstoðarverslunarstjóri Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar • Lagerstjórn Umsjón kjötdeildar • Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, Umsjón í mjólkurdeild hlutastörf og bakstri heilsdagsstörf • Umsjón með • Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar • Umsjón kjötdeildar • Umsjón í mjólkurdeild • Umsjón með bakstri

mannastjóri í síma 421-5400. Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. júní. Umsækjendur þurfafyrir aðXX. geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Falur J. Harðarson, starfsmannastjóri í síma 421-5400.

• Lagerstjórn Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. Allar nánari upplýsingar veitir J. Harðarson, starfsvið leitUm að öflUGU starfsfólki tilFalur liðs við okkUr • Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf,

Nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson, verslunarstjóri í síma 896-6465. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Kræsingar & kostakjör

www.netto.is Kræsingar & kostakjör

www.netto.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.