Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 29. september 2016
32. tbl. 34. árgangur
Kynningarvika Rauða krossins Frjáls félagasamtök eru aldrei sterkari en fólkið sem skipar þau. Þetta á reyndar við um hvaða félagsskap sem er, hvort heldur í leik eða starfi. Hreyfing Rauða krossins býr að miklum mannauði. Það ber hreyfingunni gott vitni að ætíð nær hún að laða til sín gott fólk, hvaðanæva að, sem er tilbúið til að láta gott af sér leiða í þágu mannúðarstarfs. Þetta á við á Íslandi og um allan heim. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar telja um 20 milljónir einstaklinga en þar af eru rúmlega 4000 talsins sem sinna sjálfboðnu starfi á Íslandi. Það er rétt að staldra við og þakka þessu ótrúlega fólki. Um þessar mundir stendur yfir kynningarvika Rauða krossins á Íslandi, eins og iðulega í síðustu viku septembermánaðar. Von Rauða krossins er sú að verkefni og störf sjálfboðaliðanna fái að láta ljós sitt skína, enda er það ávallt sjálfboðið starf sem hefur verið, er og verður, hryggjarsúlan í starfi félagsins. Það er af nægu að taka. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og gefandi. Rauði krossinn gerir ekki greinarmun á skjólstæðingum eða því fólki sem þarf á aðstoð að halda. Markmið félagsins, og hreyfingarinnar í heild, er ávallt að finna hvar hjálpar er þörf. Hvar eru
berskjölduðustu einstaklingarnir í samfélaginu? Hvernig getum við lagt því fólki lið? Þar sem þörfin er mest, stendur Rauði krossinn næst. Sjálfboðaliðar um allt land láta gott af sér leiða. Þeir starfa með flóttafólki, félagslega einangruðum, þeir kenna skyndihjálp, þeir svara í Hjálparsímann og hlusta á fólk sem á við erfiðleika að stríða og gefa góð ráð um hvert eigi að leita að bata. Sjálfboðaliðar binda saman neyðarvarnarkerfi Íslendinga, prjóna hlýjan fatnað fyrir þurfandi og hjálpa til við heimalærdóm barna. Sjálfboðaliðar hjálpa til við að flokka föt, elda heitan mat handa heimilislausum eða syngja fyrir aldraða. Þetta er alls ekki tæmandi listi. En umfram allt eru verkefnin fjölbreytt og krefjandi, en einnig skemmtileg og gefandi. Það er einlæg von Rauða krossins að þú, lesandi góður, kynnir þér verkefni Rauða
Besti árangur Sindra í mörg ár
krossins. Ef til vill er eitthvert þeirra sem hentar þér. Við bjóðum ykkur velkomin til liðs við okkur, þar sem við reynum að gera heiminn að betri stað. Eitt skref í einu.
NETTÓ HÖFN Nettó GraNda
Nettó starfrækir 15 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Nettó GraNda Lagerstjóri og umsjón og pantanir í gosi ofl.
eftir fáeiNar vikUr opNar Nettó Nýja stórverslUN Við leitum að öflugu starfsfólki til framtíðarstarfa. á GraNda, fiskislóð, við GömlU höfNiNa í reykjavík
• • • •
Sindramenn spiluðu sinn síðasta leik í Íslandsmótinu gegn KV sl. laugardag. Sindri vann leikinn 2-0 með mörkum frá Kristni Magnúsi Péturssyni og Hákoni Loga Stefánssyni. Með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 32 stig, en það er besti árangur Sindramanna í Íslandsmóti frá árinu 2001, þegar þeir lentu í 2. sæti 2. deildar með 38 stig og árinu 2002 þegar þeir spiluðu í 1. deild karla. Athygli vekur sá fjöldi marka sem Sindramenn skoruðu, eða 41 talsins, en þeir hafa ekki skorað svona mörg mörk frá því á síðustu öld ef frá er skilið árið 2012 þegar þeir skoruðu 56 mörk í 3. deild karla. Flottur endir á góðu tímabili hjá okkar mönnum!
Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja 11 lágvöruverðsverslanir á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. Nýja á Grandanum, eftir fáeiNar vikUr opNar Nettó stórverslUN
Umsjón með mjólkurkæli í Mjódd, Hverafold og við Salaveg í Kópavogi. á GraNda, fiskislóð, við GömlUofl. höfNiNa í reykjavík Vinna við bakstur (fyrir11hádegi). Með nýju búðinni mun Nettó starfrækja lágvöruverðsverslanir við leitUm að öflUGU starfsfólki til liðs við okkUr á landinu, þar af 4 á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. á Grandanum, Starfsfólk almenn hlutastörf og heilsdagsstörf. í Mjódd, Hverafoldí og við Salaveg íafgreiðslustörf, Kópavogi. • Aðstoðarverslunarstjóri
Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. fyrir XX. júní.
hlutastörf og heilsdagsstörf • Aðstoðarverslunarstjóri Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar • Lagerstjórn Umsjón kjötdeildar • Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf, Umsjón í mjólkurdeild hlutastörf og bakstri heilsdagsstörf • Umsjón með • Umsjón grænmetis- og ávaxtadeildar • Umsjón kjötdeildar • Umsjón í mjólkurdeild • Umsjón með bakstri
mannastjóri í síma 421-5400. Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. júní. Umsækjendur þurfafyrir aðXX. geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Falur J. Harðarson, starfsmannastjóri í síma 421-5400.
• Lagerstjórn Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@netto.is. Allar nánari upplýsingar veitir J. Harðarson, starfsvið leitUm að öflUGU starfsfólki tilFalur liðs við okkUr • Starfsfólk í almenn afgreiðslustörf,
Nánari upplýsingar veitir Pálmi Guðmundsson, verslunarstjóri í síma 896-6465. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Kræsingar & kostakjör
www.netto.is Kræsingar & kostakjör
www.netto.is
2
Fimmtudagurinn 29. september 2016
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA
1966
2016
Nýr organisti fyrstu messu.
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Sunnudaginn 2. október Messa kl. 11:00 Jörg
Sondermann
spilar
Samverustund
sína
föstudaginn 30. september kl. 17:00
Prestarnir
Nætursvefn er dýrmætur Láttu þér líða vel. Erum með rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og Heilsu og RBrúm
Eystrahorn
“Úr sveitinni” ljósmyndasýning og spjall í umsjón Sigurðar Hannessonar. Fjölmennum!
Verið velkomin
ATVINNA
ATVINNA
Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir kvenmann. Helstu verkefni: Afgreiðsla, þrif og almennt eftirlit með gestum og húsinu.
Lyfja Höfn óskar eftir starfskrafti í verslun sína, vinnutími 10:00-14:00 eða 13:00-18:00 til skiptis (eða eftir samkomulagi). Við leitum eftir einstaklingi með ríka þjónustulund og góða nærveru. Upplýsingar um starfið veitir Ásdís Ólafsdóttir útibússtjóri á asdis@lyfja.is eða í 478-1224
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
ISSN 1670-4126
Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.
Jaspis Fasteignasala
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent
Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir: Gunnar Ingi Valgeirsson í síma 899-1968. Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 10. október 2016 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn.
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is
NÝTT Á SKRÁ
RÁNARSLÓÐ
Mikið endurnýjað 118,6 m² íbúðarhús á 2 hæðum ásamt 27,6 m² bílskúr, samtals 146,2m², góð verönd mikið útsýni.
NÝTT Á SKRÁ
BOGASLÓÐ
Fallega uppgert og endurbyggt íbúðarhús, fyrst byggt 1897. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris samtals 158,4 m².
NÝTT Á SKRÁ
VÍKURBRAUT(EKRA)
Til sölu góð 79,8m², 2ja herb. íbúð með sólstofu, íbúðin hentar vel þeim sem eru að minnka við sig.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 29. september 2016
3
Almenn ánægja með þjónustu á HSU Hornafirði Hjúkrunar- og dvalarheimili Í október 2015 var framkvæmd þjónustukönnun á hjúkrunarog dvalarheimilinu Skjólgarði. Sambærilegar kannanir voru lagðar fyrir íbúa árin 2007, 2011 af Landlæknisembættinu og árið 2013 af stofnuninni sjálfri. Könnuninni var svarað af íbúum sjálfum, aðstandendum þeirra eða þeim saman. Alls bárust 20 svör af þeim 30 íbúum sem bjuggu á heimilinu á þeim tíma. Úrtakið er lítið og því gefur það niðurstöðunum nokkuð lítið tölfræðilegt gildi þó er gott að skoða niðurstöðurnar með það að markmiði að bera saman við fyrri kannanir. Frá árinu 2013 hefur verið tekin upp hugmyndafræði „Lev og bo“ en samkvæmt henni er lögð rík áhersla á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Markmiðið er að nýta það sem aðstæður leyfa frá sjálfstæðri búsetu og sameina það öryggi hjúkrunar- og dvalarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. Niðurstöður könnunarinnar nú gefa okkur vísbendingar um að helstu þættir hugmyndafræðinnar eru að komast til framkvæmda. Það eru vankantar hvað varðar fjölskyldufundi og upplýsingagjöf til aðstandenda sem þörf er að bæta úr. Má segja að niðurstöður séu heilt yfir mjög jákvæðar og betri en fyrri ár. Íbúum líkar vel umönnunin en 100% íbúa líkar mjög eða frekar vel þá umönnun sem veitt er á heimilinu.
Starfsfólk kemur fram við íbúa af virðingu og kurteisi í 100% tilvika sem er eins og árið 2013 og 100% svarenda segja að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur sem er betra en árið 2013. Þrátt fyrir þröngan húsakost segja íbúar umhverfið vera vistlegt en eins og Hornfirðingar þekkja eru aðeins tveir íbúar á hjúkrunardeild sem búa í einbýli en allir íbúar dvalarheimilis búa í einbýli. Athygli vekur að enginn íbúi hefur aðgang að einkasalerni.
Þar sem húsakostur er þröngur telja 30% íbúar sig hafa litla möguleika á að hafa eigin muni hjá sér. Í skriflegum athugasemdum sem fólki gafst kostur á að setja inn kom nánast alltaf fram athugasemd á aðstöðuna, þ.e. íbúum finnst mikill ókostur að geta ekki verið í einbýli ásamt því að herbergin eru lítil og þröng. Íbúar vekja einnig athygli á því að umönnun á heimilinu sé góð og allt starfsfólk sé til fyrirmyndar. Nokkrar spurningar voru eingöngu fyrir lagðar fyrir ættingja. Aðstandendur eru almennt ánægðir með starfsemi heimilisins, þeir telja samráðið vera gott og aðgengi að upplýsingum um líðan íbúa sé gott, þó eru sóknarfæri hvað varðar upplýsingagjöf til aðstandenda og samráð. Allir aðstandendur sem svöruðu könnuninni töldu að starfsfólk kæmi fram við sig af virðingu og tillitsemi.
Meirihluti þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslustöðinni eru konur eða 77% og flestir eru á aldrinum 41-60 ára eða 40%. Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður. Flestir koma á stöðina vegna veikinda eða heilsuvandamála og flestir eiga pantaðan tíma. Það er ljóst að aðgengi að þjónustu er mjög gott og auðvelt er að fá tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðing i með stuttum fyrirvara en 56% aðspurðra pöntuðu tíma samdægurs, daginn áður eða fyrir þremur dögum. Það kemur í ljós að svarendur eru mjög ánægðir með viðmót starfsfólks á heilsugæslustöðinni en 98% svarenda fannst viðmótið mjög eða frekar gott. Flestir svarendur fengu úrlausn erindis síns eða 74%, 26% fengu úrlausn að hluta en enginn taldi sig ekki hafa fengið úrlausn erindis. Mikil ánægja var með aðbúnað á heilsugæslustöðinni. Þegar spurt var um ánægju með framboð á þjónustu kemur í ljós að fólk er ánægðara með framboð á þjónustu nú en fyrri ár 81% svarenda eru ánægðir. Einnig er fólk nokkuð ánægðara nú með upplýsingagjöf en áður eða 81% svarenda.
Heilsugæslustöðin Þjónustukönnunin var látin liggja á heilsugæslustöðinni í þrjár vikur í október mánuði 2015 og voru allir þeir sem komu á heilsugæslustöðina á þeim tíma gefinn kostur á að svara. Alls bárust 42 svör sem eru heldur færri svör en fengust árið 2013 en þá bárust 68 svör. Þessi könnun hefur þrisvar verið lögð fyrir þjónustuþega áður árin 2007, 2011 og 2013. Íbúar sveitarfélagsins eru ánægðir með þjónustuna á heilsugæslustöð HSU Hornafirði eða 95% og er það betri niðurstaða en fékkst árin 2013 og 2011, aðeins 2% svarenda voru óánægðir.
Nokkuð margar skriflegar athugasemdir bárust og snéru þar nánast allar að því að fólk vill hafa fleiri fastráðna lækna þó komu fram jákvæðar athugasemdir á gæði þjónustu hjá læknum. Það hefur þó verið meiri stöðugleiki í læknamönnun frá árinu 2013 eftir að gerður var samningur við Heilsuvernd um mönnun lækna. Elín Freyja Hauksdóttir hefur verið fastur læknir nú frá árinu 2012 sem er mikill hagur fyrir íbúa. Athugasemdir komu fram vegna mönnun ljósmóður en ekki hefur verið starfandi ljósmóðir frá hausti 2013 í fastri stöðu. Ekki hefur tekist að fá til starfa ljósmóður með búsetu á Höfn. Undanfarið misseri hefur Auðbjörg Bjarnadóttir, ljósmóðir á Kirkjubæjarklaustri sinnt mæðravernd eftir þörfum á Hornafirði. Mikil ánægja hefur verið með hennar þjónustu. Frekari niðurstöður úr þjónustukönnununum má lesa á heimasíðu HSU Hornafirði, www.hssa.is.
4
Fimmtudagurinn 29. september 2016
Eystrahorn
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 29. október 2016
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 29. október nk. er hafin.
Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.
Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Starfsfólk embættisins mun aðstoða eftir föngum við að koma atkvæði til skila en síðustu daga fyrir kosningar getur það reynst vandkvæðum bundið ef kjósandi er á kjörskrá í öðrum kjördæmum/ Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að kjördeildum. sanna hverjir þeir eru. Fjölgun kjörstaða Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi Frá 10. október nk. mun stöðum, hvar hægt verður kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. að greiða atkvæði utan kjörfundar, fjölgað í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. Kjörstaðir verða auglýstir Atkvæðagreiðsla í heimahúsi síðar á vefsíðunni www.kosning.is Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á og í héraðsfréttablöðum. kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15:00, þriðjudaginn 25. október. Sýslumaðurinn á Suðurlandi Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9:00-15:00. Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum: - Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði - Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal - Austurvegi 6, Hvolsvelli - Hörðuvöllum 1, Selfossi
Námskeið í Hugrænni atferlismeðferð Í október hefst 6 skipta námskeið í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) á heilsugæslustöðinni á Höfn. Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni og kynntar leiðir sem hafa reynst gagnlegar í að takast á við þunglyndi og kvíða. Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur er leiðbeinandi námskeiðsins. Verð fyrir námskeiðið er 30.000 kr. Skráning á heilsugæslustöðinni í síma 470-8600 eða á netfangið matthildur@hssa.is.
Húsnæði til leigu Til leigu tvö einbýlishús í Nesjahverfi 781 Höfn, 5 svefnherbergi ca. 145 m2, laus frá 1. október 2016 - 30. apríl 2017. Húsin leigjast með húsgögnum, sjónvarpi og borðbúnaði, auk þess er þvottavél og þurrkari í öðru húsinu. Upplýsingar veitir Hörður í síma 832-8750
Vantar gott geymslupláss til leigu. Ég er nýráðinn organisti hjá Hafnarsókn og er fluttur til Hornafjarðar. Íbúðin sem ég hef fengið til leigu er of lítil fyrir allt dótið mitt og mig bráðvantar að fá á leigu gott geymslupláss fyrir ýmislegt m.a. bækur, bókahillur o.fl. Síminn hjá mér er 865-0308. Jörg Sondermann
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 29. september 2016
5
Hvað er hjartabilun og lokusjúkdómar? Hjartabilun verður þegar hjartavöðvinn nær ekki að dæla frá sér nægilegu magni af blóði til að mæta efnaskiptaþörfum líkamans. Hjartabilun getur orsakast af starfstruflun í annað hvort slagbils- eða hlébilsþrýstingi. Hjartabilun er eini alvarlegi hjarta og æðasjúkdómurinn þar sem nýgengi, tíðni og dánartíðni fer vaxandi. Klínísk einkenni hjartabilunar eru t.d. mæði, bæði við áreynslu og í hvíld, brakhljóð í lungum, ógleði, þróttleysi, aukinn vökvasöfnun í líkamanum, s.s. bjúgur og kviðarholsvökvi, hraðtaktur og hjartaöng. Ólíkt því sem gerist í hjartaöng þá hverfa einkennin ekki við hvíld heldur þarf að meðhöndla ástandið með ýmsum lyfjum eftir tegund hjartabilunar. Lokusjúkdómar geta stafað af áunnu eða meðfæddu ástandi líkamans. Þá verður truflun í starfsemi hjartaloka sem einkennist af þrengslum eða bakflæði blóðs til hjartans. Þegar þrengsli myndast í lokunum verður hindrun á blóðflæði frá hjartanu. Sem dæmi, þegar þrengsli myndast í ósæðarloku eða í lungnaslagæðarloku, þá verða gáttir hjartans að erfiða meira til að koma nægilegu magni blóðs í gegnum lokurnar. Með bakflæði er átt við að hjartalokurnar leki og þegar það á sér stað streymir blóð aftur í aðliggjandi hjartahólf. Bæði þrengsli og bakflæði í hjartanu leiða til stækkunar hluta hjartavöðvans sem aftur getur leitt til hjartabilunar ef ekkert er að gert. Einkenni hjartalokusjúkdóma geta verið t.d. brjóstverkur, yfirlið, mæði, þróttleysi, kviðarholsvökvi, hjartaöng og gáttatif. Meðferð með lyfjum getur viðhaldið virkni hjartans, s.s. meðferð með hjartaörvandi- eða þvagræsilyfjum. Ef hins vegar einkenni aukast eða versna getur þurft að grípa til skurðaðgerðar. Þá er gert við þær hjartalokur sem hefta eðlilega starfsemi hjartans eða þeim skipt út.
f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Lyflæknisdeild HSU á Selfossi Gerður Sif Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Jóna Sif Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur Sunna Björk Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur
Blítt og létt til sjós og lands Góðgerðarkvöld á Smyrlabjörgum
8. október
Við borðum til góðs í þágu góðs málefnis laugardaginn 8. okt. nk. Blítt og létt hópurinn, fjölmenn hljómsveit frá Eyjum syngur og spilar lög sem flestir kunna, textunum er varpað upp á vegg svo að allir geti sungið með. Allur hagnaður af kvöldinu verður afhentur góðu málefni í lok dagskrár. Miðasala við innganginn og eins má greiða 4.000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526 kt. 301052-2279.
Þeir sem vilja gera vel við sig og gista um nóttina á Smyrlabjörgum greiða 9.000 kr. á mann, matur, skemmtun, gisting og morgunverður. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00 Borðapantanir í síma 478-1074. Tækifæri fyrir, vinnufélaga, skipshafnir og saumaklúbba að borða í þágu góðs málefnis. Undirbúningsnefndin
Lokum fyrir skráningu 10. október.
GÆÐASTJÓRI Helstu verkefni gæðastjóra eru – Umsjón með gæðahandbókum félagsins, þ.e. rýning, uppfærsla, innri úttektir og sannprófun. – Umsjón með innra eftirliti vegna starfsleyfa. – Sjá um samskipti og halda utan um erindi á vegum úttektaraðila, s.s. MSC, MAST, FEMAS, IFFO, HAUST, UST og Vinnueftirlitsins. – Eftirlit með þrifum í vinnslum og skipum. – Úrvinnsla og eftirfylgd varðandi athugasemdir í úttektum. – Setja upp verklagsreglur og fylgja þeim eftir er varðar móttöku nýliða og umgengni í skipum. – Umsjón með grænu bókhaldi. – Innleiðing og utanumhald um QC Innova gæðakerfi. Nánari upplýsingar er að finna hjá Helgu Vilborgu Sigjónsdóttir, vinnslustjóra, í síma 470 8119 eða á helga@sth.is. Umsóknarfrestur er til 7. október nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Skinneyjar-Þinganess hf. eða á helga@sth.is.
Umsækjendur skulu hafa góða reynslu og/eða þekkingu á sviði gæðamála. Menntun á sviði gæðamála er æskileg. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir lipurð og góðri færni í mannlegum samskiptum, geti starfað sjálfstætt og haft frumkvæði ásamt því að vinna skipulega og faglega að þeim fjölbreyttum verkefnum sem starfið felur í sér. Mikilvægt er að umsækjendur geti á skýran hátt komið frá sér skilaboðum í ræðu og riti.
Skinney-Þinganes hf. rekur fjölbreytta útgerð og vinnslu á sjávarafurðum á Höfn og í Þorlákshöfn. Félagið flytur mest af afurðum sínum út sjálft, ýmist beint frá fyrirtækinu sjálfu eða í gegnum dótturfélag þess. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 300 manns. Skip og vinnslur eru vel tækjum búnar og fyrirtækið býr að stórum hópi góðra starfsmanna.
SKINNEY ÞINGANES Krossey / ��� Hornafjörður / ��� ���� / www.sth.is