Eystrahorn 32.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 32. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 12. október 2017

www.eystrahorn.is

Uppskeruhátíð meistaraflokks Sindra 2017 Uppskeruhátíð mfl. kk og kvk var haldin laugardaginn 23. sept sl í Pakkhúsinu Maturinn var ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn því boðið var upp á hægeldaðan nautahrygg með trufflu kartöflugratíni og chilli bearnaise og súkkulaði gott í eftirrétt. Allmargar stelpur og strákar voru að spila sinn fyrsta leik fyrir mfl. og fengu þau öll rós að launum. Veittar voru viðurkenningar að venju og þessir leikmenn hlutu þær: Markahæstu leikmenn: Mate Paponja og Chestley Ashley Efnilegastu leikmenn: Kristófer Daði Kristjánsson og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir Fyrirmyndarleikmenn: Óskar Guðjón Óskarsson og Shameeka Fishley Besti félaginn (val leikmanna): Mate Paponja og Alexandra Hearn María Hjördís Karlsdóttir fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 50 leiki fyrir Sindra. Stelpunum gekk ágætlega í sumar og voru aldrei í neinni fallbaráttu. Vefurinn fotbolti. net spáði þeim neðsta sætinu og því má með sanni segja að stelpurnar hafi gefið þeim miðli langt nef þar sem þær enduðu tímabilið í 7. sæti. Í sumar voru 4 erlendir leikmenn með stelpunum, 3 frá Bandaríkjunum og 1 frá Bretlandi. Þessar 4 stelpur hafa verið að spila í háskólabolta erlendis og gátu hinar því lært töluvert af þeim, sem á vonandi eftir að nýtast í framtíðinni ef þær ákveða að halda áfram í fótbolta. Um mitt sumar þá bættist 5 erlendi leikmaðurinn við en sú kom frá Þýskalandi. Hún var vinkona einnar af bandarísku stelpunum og hentaði koma hennar mjög vel því Inga Kristín var að fara utan í skóla um svipað leyti. Með liðinu spiluðu líka 4 íslenskar aðkomustelpur en þær áttu ýmist

Mate Paponja

kærasta hér á Hornafirði eða ættingja og vini. Nokkrar af okkar heimastelpum voru í skóla annarsstaðar en komu heim í sumar og spiluðu fyrir Sindra. Margar af heimastelpunum eru líka mjög ungar en þrátt fyrir það virtist liðið smella vel saman og Ingva Ingólfssyni þjálfara tókst að stjórna þeim með ágætum og þökkum við honum vel fyrir. Strákunum gekk ekki jafn vel og vonast hafði verið eftir. Þeir voru í fallbaráttu í allt sumar og enduðu í neðsta sæti sem þýðir 3.deild að ári. Í byrjun sumars var skipt um þjálfara og Samir Mesetovic lét af störfum og Sindri Ragnarsson tók við. Í sumar voru 4 erlendir leikmenn með strákunum. 3 frá Króatíu og 1 frá Trinidad and Tobago. Einnig spiluðu 2 íslenskir aðkomustrákar með liðinu í sumar og kom það vel út. Um mitt sumar bættist svo 1 Króati í hópinn ásamt því að „gamlir“ Sindramenn komu aftur heim og spiluðu fyrir félagið. Liðið okkar samanstendur af nokkrum reynsluboltum ásamt ungum og efnilegum strákum sem koma til með að stækka hópinn töluvert ef þeir æfa vel áfram. Eins og allir vita sem einhverntímann hafa

Kristófer Daði Kristjánsson og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir

mætt á völlinn þá má sjá yngri iðkendur endasendast framm og til baka meðfram hliðarlínunni, hlaupandi á eftir boltum, tilbúin að kasta þeim til liðsmanna þegar það á við. Þetta eru svokallaðir boltasækjarar og þeir hafa verið ófáir í sumar og staðið sig glimrandi vel. Meira að segja hafa þeir staðið sig svo vel að þessi stóru lið sem hingað komu í sumar höfðu orð á því að svona vel vakandi og virka boltasækjara hefðu þeir aldrei séð. Þessum krökkum þökkum við vel unnin störf, því umgjörð leikja hefði ekki verið söm án þeirra. Til þess að hægt sé að halda úti mfl. flokkum þá þurfa margar hendur að leggjast á eitt og þar koma sjálfboðaliðarnir sterkir inn. Það hafa verið ansi mörg handtök sem hafa verið unnin fyrir hvern einasta leik ásamt því sem gera þarf á leikjunum sjálfum. Því viljum við þakka öllum þeim sem stutt hafa við bakið á félaginu í sumar kærlega fyrir. Það er gott að eiga ykkur að. Með kærri þökk fyrir skemmtilegt sumar. Stjórn knattspyrnudeildar mfl Sindra.

Á sjó - Áhugavert erindi í Gömlubúð á föstudag Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö. Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 til að segja frá ferð sinni. Í erindinu segir hann ferðasögu sína og ræðir pælingar um ferðamál, persónulegan lærdóm og hvað háskólasamfélagið getur lært af fljótandi háskóla hafanna. Erindið er í léttum dúr, á íslensku og öllum aðgengilegt. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Háskólaskipið í Panamaskurðinum á ferð þeirra um höfin.


2

Fimmtudagurinn 12. október 2017

Eystrahorn

Villibráðaveisla Kaffi Hornsins verður laugardaginn 4. nóvember

Bjarnaneskirkja Sunnudagur 15. október

Uppskerumessa kl. 17:00 Við færum Guði þakkir fyrir gjöfult ár og afrakstur jarðarinnar. Eftir messu býður sóknarnefnd til kjötsúpu í Mánagarði Allir velkomnir Sóknarnefnd og prestarnir

Þá munu matreiðslumenn Kaffi Hornsins töfra fram rétti úr því sem veiðst hefur í haust. Á matseðlinum er • Forréttaplatti með grafinni og þurrkaðri gæs, reyktri önd og hreindýralifra mousse • Rjómalöguð gæsasúpa með villisveppum • Hreindýr á tvo vegu með kartöflupressu og rótargrænmeti • Pönnukaka með hægelduðum rabarbara • Bláberjaís með ítölskum marengs • Fjallagrasa pannacotta

Verð 6.900 kr. Borðapantanir í síma 478-2600

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. október. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. september. Næsta skoðun 20., 21. og 22. nóvember.

Breyttur opnunartími:

Þegar vel er skoðað

Laugardaga - fimmtudaga opið kl. 17:00 - 22:00 Föstudaga opið kl. 12:00 - 22:00 Laugardaginn 14. okt verður lokað vegna árshátíðar starfsmanna

Silja Dögg og Ásgerður funda í Austur-Skaftafellssýslu

Þökkum frábærar viðtökur í sumar Fylgist með tilboðum á Facebook!

Freysnes í Öræfum föstudaginn 13. október kl. 20:00 Hafið á Höfn laugardaginn 14. október kl. 10:30 Brunnhóll á Mýrum laugardaginn 14. október kl. 14:00 Allir velkomnir og hlökkum til að hitta ykkur.

Framsókn í Suðurkjördæmi

NÝTT Á SKRÁ

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Krosseyrarvegur 17 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

SILFURBRAUT

Gott steinsteypt 106,2m² raðhúsíbúð ásamt 21,0 m² bílskúr, samtals. 127,2 m². 3 svefnherbergi, gott viðhald, góð verönd með skjólveggjum, laus fljótlega.

NÝTT Á SKRÁ

NORÐURBRAUT

Gott 131,2 m² einbýlishús ásamt 41,8 m², bílskúr, samtals 173,0m². Húsið er einangrað, múrað og steinað að utan, þakjárn, gluggar, hurðar ásamt eldhúsi ofl. hefur verið endurnýjað. Góð eign á fallegri og mikið ræktaðri lóð.

NÝTT Á SKRÁ

GARÐSBRÚN

Rúmgóð 3ja til 4. herb. neðri sér hæð 76,1 m² ásamt 27,1 m² bílskúr samtals 103,2 m². Bað hefur verið endurnýjað og hluti af gólfefnum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 12. október 2017

3

Stefán Sturla les úr ný útkominni bók Föstudagshádegin í Nýheimum hafa hafið göngu sína eftir sumarhlé. Á morgun föstudaginn 13. mun Stefán Sturla, sem margir Hornfirðingar kannast við, lesa úr ný útkominni spennusögu sinni "Fuglaskoðarinn", segja frá tilurð bókarinnar og árita og selja bókina á staðnum. Stefán Sturlu þarf vart að kynna fyrir Hornfirðingum. Hann kom hingað ungur maður á vertíð og ílengdist. Hann hóf sambúð með Maríu Moritz og eignaðist með henni tvær dætur. Stefán Sturla segir sjálfur að hann sé "næstum" Hornfirðingur. Árið 1939 hafði afi hans Valdimar Ólafsson bátasmiður og fjölskylda sem taldi konu og sex börn ákveðið að taka sig upp frá Hvallátrum á Breiðafirði og flytja til Hafnar og hefja þar búskap. Hann veiktist hins vegar af lungnabólgu áður en fjölskyldan lagði í þetta langa ferðalag og dó af veikindum sínum eftir stutta legu. Örlögin hafa hins vegar leitt Stefán til Hornafjarðar. Hann hefur komið nokkrum sinnum síðustu árin og leikstýrt samvinnuverkefnum leikfélagsins, FAS og Tónskólans en er nú ráðinn kennari í FAS við Lista- og menningar svið skólans sem er ný valbraut. Stefán Sturla býr nú með konu sinni Petru Högnäs og tveimur börnum þeirra í Vasa í Finnlandi þar sem hann hefur unnið við leik og leikstjórn sl. 11 árin. Síðastliðin tvö ár hefur hann jafnframt starfað með Rauða krossi Finnlands við móttökustöðvar fyrir flóttafólk. Fuglaskoðarinn er þriðja bók Stefáns en áður hafa komið út tvær barnabækur, Trjálfur og Mimmli árið 2000, Alína, tönnin og töframátturinn árið 2007. Fuglaskoðarinn er æsispennandi saga um dularfullan dauðdaga ungs manns suður með sjó sem er hugfanginn af fuglum. Við rannsókn málsins kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins. Rannsóknarlögreglukonunnar Lísu og teymi hennar bíður flókið

Til Sölu

púsluspil og þau fletta ofan af vafasömum flötum samfélagsins suður með sjó. Þetta er fyrsta bókin um líf og störf lögreglukonunnar Lísu og aðstoðarfólks hennar og aldrei að vita nema höfundurinn sendi frá sér framhald í fyllingu tímans. Verið velkomin á föstudagshádegi í Nýheimum á morgun klukkan12:00

Lokun

Í Hæðargarði 6 hjá Biddý og Sidda: Gamall svefnsófi á góðu verði. Lítill frystiskápur, innan við ársgamall. Góð taska fyrir dömur, alveg ónotuð og 2 kylfur. Gott verð. Sími 478-1737

Lokað verður á Hótel Höfn og Ósnum frá kl. 14:00 sunnudaginn 15. október til kl.16:00 þriðjudaginn 17. október

Tjarnarbrú á Höfn í Hornafirði

Elín Freyja Hauksdóttir læknir verður með stofu í Hofgarði fimmtudaginn 19. október nk. Ragnheiður Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur mun inflúensu bólusetja og sinna skólahjúkrun þennan dag. Tíma pantanir í síma 470-8600 virka daga.

Til sölu

Björt, falleg og vel skipulögð 5 herbergja, efri sérhæð í fallegu steyptu tvíbýlishúsi byggðu 1959. Íbúðin er nú með 3 svefnherbergjum og 2 stofum. Sameiginlegur inngangur og þvottahús er á neðri hæð. Rishæð er í séreign efri hæðar og er um 20 m² yfir fullri lofthæð. Íbúðin getur losnað fljótlega.

Manstu eftir taupokanum?


4

Fimmtudagurinn 12. október 2017

Eystrahorn

Allt frá byggðamálum til bankabasls

Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður nú í Nýheimum á Höfn dagana 13. og 14. október. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; menntun, trú, byggðaþróun, ferðaþjónusta og hnattvæðing eru aðeins nokkur dæmi um viðfangsefni erindanna sem flutt verða. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, og Hornfirðingurinn Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, flytja inngangsfyrirlestra ráðstefnunnar. Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis, ekki er nauðsynlegt að sitja ráðstefnuna í heild sinni. Gestum er frjálst að koma til að hlusta á ákveðnar málstofur eða einstök erindi sem höfða sérstaklega til þeirra. Dagskrá ráðstefnunnar birtist í Eystrahorni og hana má einnig finna á Facebook síðu Nýheima þekkingarseturs. Eitt af meginmarkmiðum Nýheima er að auka tækifæri íbúa til þátttöku í hvers konar viðburðum og verkefnum á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna. Vonumst við því til þess að sem flestir nýti sér það tækifæri sem hér gefst til þess að hlýða á fjölbreytt og áhugaverð erindi um íslenskt samfélag. Sjáumst í Nýheimum. Hugrún Harpa Forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs

Aflabrögð í september Neðangreindar upplýsingar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51................... dragnót.....6 ........ 134,0.... ýsa 61,2 Steinunn SF 10................... botnv........7 ........ 448,1.... þorskur 398,1 Sigurður Ólafsson SF 44... humarv.....5......... 63.2...... blandaður afli Skinney SF 20.................... humarv.....3......... 66,8...... blandaður afli Þórir SF 77......................... humarv.....3......... 66,8...... blandaður afli Þinganes ÁR 25.................. humarv.....7......... 113,8.... blandaður afli Benni SU 65....................... lína............5......... 20,8...... blandaður afli Dögg SU 118...................... lína............3......... 71,4...... blandaður afli Vigur SF 80........................ lína............16....... 149,4.... þorskur 130,2 Húni SF 17......................... handf........3......... 3,4........ ufsi/þorskur Sævar SF 272..................... handf........1......... 4,5........ ufsi/þorskur Ásgrímur Halld. SF 270.... flotv...........6......... 5.610.... síld/makríll Jóna Eðvalds SF 200......... flotv...........4......... 4.202__ síld/makríll

Tónleikar í Hafnarkirkju laugardaginn 14. október kl. 15:00 Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum

Föstudaginn 13. október. Kl. 12:00 -13:00 Stefán Sturla Sigurjónsson mun lesa upp úr nýrri spennusögu sinni, spjalla við gesti og árita bækur.

Karlakór Eyjafjarðar heldur tónleika í Hafnarkirkju n.k. laugardag og mun Karlakórinn Jökull taka nokkur lög með þeim. Allur ágóði tónleikanna rennur til samfélagsins á Hornafirði Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson Meðleikari: Valmar Valjaots og hljómsveit Aðgangseyrir 2500 kr. Athugið ekki verður hægt að taka við greiðslukortum.

Hótel Höfn mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á súpu, salat og brauð. Verð á veitingum er 1600 kr. Allir velkomnir

Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 12. október 2017

5

Breytingar í sorphirðu og nýtingu lífræns úrgangs í dreifbýli Þessa dagana er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003. Helstu breytingar sem koma að heimilum/íbúum í dreifbýli er að almenna tunnan stækkar í 240 l. og verður tæmd einu sinni í mánuði. Endurvinnslutunnan verður stækkuð í 660 l. og verður tæmd annan hvern mánuð. Er þetta gert til að auka hagræðingu þar sem það er mjög kostnaðarsamt að hirða í dreifbýli á móti verður reynt að komast hjá miklum hækkunum á hirðingu. Íbúum í dreifbýli er gefinn kostur á að fá jarðgerðartunnu fyrir hvert heimili að kostnaðarlausu ef þeir óska eftir því. Nú er hafin innleiðing á þessu nýja fyrirkomulagi og er þess vænst að íbúar taki vel í breytinguna og vinni með okkur í að gera betur í flokkun og hagræða í málaflokknum. Valkvætt er að fá ílát til jarðgerðar eða nýta lífræn efni frá heimili á annan hátt því það hefur sýnt sig að heimili í dreifbýli nýta oft matarafganga. Ef heimilið þitt/ykkar óskar eftir að fá jarðgerðartunnu vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið umhverfi@ hornafjordur.is eða hringið í síma 470 8000. Vinsamlega pantið tunnu fyrir 23. október nk.

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í nóvember Keilir býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Höfn í Hornafirði og nærsveitum. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið: Föstudaginn 3. nóvember: Lög og reglur Laugardaginn 4. nóvember: Vistakstur Sunnudaginn 5. nóvember: Umferðaröryggi Námskeiðin fara fram í Hoffelli helgina 3. - 5. nóvember kl. 10 - 17 alla daga og eru háð lágmarksþátttöku. Hægt er að sækja stök námskeið eða öll þrjú. Nánari upplýsingar og skráning í síma 578 4075 eða á www.keilir.net/namskeid

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi, fyrir alþingiskosningar 28. október 2017 Einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum Selfoss og nágrenni:

Hella:

Fangelsið Sogni, Ölfusi Fimmtudaginn 19. október kl. 14:00 – 15:00 Sólheimar í Grímsnesi Miðvikudaginn 25. október kl. 13:00 – 15:00 Þjónustumiðstöð aldraðra Grænumörk 5, Selfossi Fimmtudaginn 26. október kl. 10:00 – 11:00 Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi, sjúkra- og hjúkrunardeildir Föstudaginn 27. október kl. 10:00 – 12:00

Lundur, dvalarheimili Þriðjudaginn 24. október kl. 14.00

Stokkseyri og Eyrarbakki:

Klausturhólar, dvalarheimili Þriðjudaginn 17. október kl. 14.00

Dvalarheimilið Sólvellir, Eyrarbakka Mánudaginn 23. október kl. 10:00 – 11:00 Fangelsið Litla Hraun, Eyrarbakka Mánudaginn 23. október kl. 11:00 - 12:00

Hveragerði:

Ás, Dvalar- og hjúkrunarheimili Hverahlíð 20 Þriðjudaginn 24. október kl. 09:30 - 11:30 Heilsustofnun NLFÍ Þriðjudaginn 24. október kl. 13:00 – 15:00

Hvolsvöllur:

Kirkjuhvoll, dvalarheimili Þriðjudaginn 24. október kl. 10.00

Vík:

Hjallatún, dvalarheimili Þriðjudaginn 17. október kl. 10.30

Kirkjubæjarklaustur: Höfn:

Skjólgarður, dvalarheimili Þriðjudaginn 24. október kl. 13.00

Sýslumaðurinn á Suðurlandi


6

Fimmtudagurinn 12. október 2017

Eystrahorn

Bleika slaufan

Aukin áhersla á stuðning, fræðslu og ráðgjöf Líkt og undanfarin 10 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Við erum til staðar þegar á þarf að halda. Markmið okkar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu um einkenni, félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Í boði eru meðal annars: Fjölbreytt námskeið, símaráðgjöf, viðtöl, sálfræðiþjónusta, fræðslufundir, hádegisfyrirlestrar, réttindaráðgjöf, hugleiðsla, jóga og margt fleira. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Auk þess eru

starfandi ellefu stuðningshópar fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu, fyrir utan einstaka námskeið. Ráðgjafarþjónustan er öllum opin og hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér. Hægt er að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í tölvupósti á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 alla virka daga. Ráðgjafarþjónustan er á fyrstu hæð í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 og er opin kl 9:00-16:00 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, kl. 9:00-18:00 fimmtudaga og kl. 9:00-14:00 föstudaga. Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins Föstudagurinn 13. október er bleiki dagurinn. Viljum við hvetja stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í deginum með því að skarta og skreyta með bleiku. Krabbameinsfélag Suðausturlands

Fylgstu með

@eystrahorn

Til sjós og lands

Dúett í þágu góðs málefnis Smyrlabjörgum 21. október 2017 Laugardaginn 21. október kl. 19:30 verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum. Þar verður borðað til góðs og skemmtiatriði í þágu góðs málefnis. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til góðra málefna. Styrkirnir verða afhentir í lok dagskrárinnar um kvöldið, að öllum gestum viðstöddum. Það verður boðið upp á glæsilegan matseðil; Kótilettur, saltfiskur og meðlæti, ís í eftirrétt. Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði og þar koma m.a. fram. Hljómsveit Rúnars Þórs flytur lög meistarans og Shadowslögin. Burtfluttir Hornfirðingar hvattir til að mæta. Tryggið miða með því að greiða 4,000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526kt. 3010522279. Tilboð; Matur, gisting og morgunmatur 9,000- kr. á mann, 18,000.- kr. fyrir hjón. Nánari upplýsingar á Smyrlabjörgum í síma 478 1074 Matur, skemmtikraftar, nemendur úr tónskólanum og öll vinna, er framlag fyrirtækja og einstaklinga til góðs málstaðar. Helstu styrktaraðilar Góðgerðarkvöldsins eru Skinney-Þinganes, Norðlenska, Kjörís, Seljavellir og Ferðaþjónustan Smyrlabjörg.


Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði Nýheimum 13.-14. október 2017

10:15 Setning ráðstefnu 10:30 - 11:30 Gísli Pálsson: Jarðsambönd mannaldar Ferðaþjónusta - Stofa 202 11:45 - 13:15 Stofa 204 - Heilbrigðismál

Eyrún Jenný Bjarnadóttir: „Ókei, ég kaupi bara í matinn það sem er til“: Um áhrif ferðaþjónustu í einstökum samfélögum Edward H. Huijbens: Ferðamennska og mannöldin

11:45-12:15

Stefán Hrafn Jónsson: Fordómar á grundvelli holdafars í íslensku samfélagi

12:15-12:45

Vífill Karlsson: Áhrif ferðaþjónustu á lýðfræði sveitarfélaga

12:45-13:15

Sigurgeir Guðjónsson: Í stóru landi: Fáir læknar og geðveikt fólk. Af heilbrigðissögu á Íslandi á 19. öld. Ágúst Einarsson: Heilbrigðismál í breyttum heimi

Ferðaþjónusta framhald - Stofa 202 14:00 - 15:00 Stofa 204 - Stjórnmál

Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson: Fjöldi ferðamanna á Suðausturlandi Vífill Karlsson: Áhrif ferðaþjónustu fasteignaverð

14:00-14:30

14:30-15:00

Helgi Gunnlaugsson: Lögleiðing bjórs á Íslandi 1989: Hvað sögðu þingmennirnir aldarfjórðungi síðar? Birgir Guðmundsson: Að sjá skóginn fyrir trjám? Stjórnmálamenn í frumskógi breyttrar fjölmiðlunar

Hnattvæðing og græn hugvísindi - Stofa 202 15:15 - 17:15 Stofa 204 – Stjórnmál framhald Stefán Ólafsson: Hefur Hnattvæðingin brugðist?

15:15-15:45

Örn D Jónsson: Sumar allt árið: Hugleiðingar um félagssögu kuldans Soffía Auður Birgisdóttir: Tjáskipti manns og náttúru: náttúrusýn Þórbergs Þórðarsonar

15:45-16:15

Þorvarður Árnason: Víðerni - einkenni og lifun

16:45-17:15

16:15-16:45

Guðmundur Oddsson: Huglæg stéttarstaða Íslendinga: Helstu áhrifaþættir mitt í efnahagskreppu Birgir Guðmundsson: Snapchat og aðrir samfélagsmiðlar í kosningum 2016 Jón Gunnar Bernburg: Fjöldamótmæli á Íslandi, 19982016: Breyttar átakalínur?

Laugardagurinn 14. október

9:00 - 10:00 Sigrún Ólafsdóttir: Sjúkdómsvæðing geðrænna vandamála: Ísland í alþjóðlegu samhengi Byggðaþróun - Stofa 202 10:15 - 12:15 Stofa 204 - Trúmál

Jón Þorvaldur Heiðarsson: Ef allar leiðri yrðu styttar, myndir þú þá aka meira eða minna? - Eru vegstyttingar umhverfisvænar? Hjalti Jóhannesson: Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga: Viðtalsrannsókn um stöðu samgangna fyrir opnun ganga Anna Guðrún Edvardsdóttir: Samspil þekkingarsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi Markús Meckl: The situation of immigrants in Northern Iceland – Preliminary results from a comparative study of Dalvík, Húsavík and Akureyri

10:15-10:45

Gunnar Stígur Reynisson: Þjóðríkistrú

10:45-11:15

Pétur Pétursson: Aðgreining ríkis og kirkju á 21. öld staða þjóðkirkju í fjölmenningarþjóðfélagi

11:15-11:45

Björk Guðjónsdóttir: Al-Anon fjölskyldudeildirnar sem trúarhópur út frá sjónarhóli Durkheims og Geert

11:45-12:15

Samfélag - Stofa 202 13:00 - 14:30 Stofa 204 - Viðskiptafræði

Markús Meckl: Immigrants in education: a new challenge. Parents and educators perspectives in Akureyri, Iceland Þórólfur Matthíasson: Resource Rent spillover to fishermen remuneration Svala Guðmundsdóttir: Spouse

13:00-13:30

Þórhallur Guðlaugsson: Hin íslenska fyrirtækjamenning

13:30-14:00

Einar Guðbjartsson: Endurskoðunarnefndir og framtíðin: Markmið og tilgangur Gylfi D. Aðalsteinsson: Er hugmyndafræði SALEK samkomulagsins til þess fallinn að draga úr vinnudeilum á íslenskum vinnumarkaði

14:00-14:30

Samfélag framhald - Stofa 202 14:45 - 15:45 Stofa 204 – Viðskiptafræði framhald

Svala Guðmundsdóttir: Cultural intelligence Gylfi D. Aðalsteinsson: Stéttarfélagsaðild á Norðurlöndum með hliðsjón af þjóðmenningarvíddum Hofstede

14:45-15:15 15:15-15:45

Þórhallur Guðlaugsson: Bankabasl Einar Guðbjartsson: Áhættulaus vaxtastýring – hvar skal byrja


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Við dekkum veturinn af öryggi Michelin X-ICE Hljóðlát og naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda og hita Frábærir aksturseiginleikar

Michelin X-ICE NORTH 10% styttri hemlunarvegalengd á ís Færri naglar en meira grip Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu

Michelin Alpin 5 Endingargóð naglalaus vetrardekk Sérhönnuð fyrir fjölskyldu- og borgarbíla Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur sem veitir frábært grip við erfiðar aðstæður

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Alltaf til staðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.