Eystrahorn Fimmtudagurinn 6. október 2016
33. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi
Dagana 28. og 29. september tóku fjögur ungmenni úr FAS og ein úr Heppuskóla ásamt umsjónarmanni þátt í ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var í Hvolnum á Hvolsvelli. Fulltrúar FAS voru Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Arnar Ingi Jónsson og Ingólfur Ásgrímsson. Fulltrúi Heppuskóla var Sandra Rós Karlsdóttir. Allir þessir nemendur sitja í Ungmennaráði Hornafjarðar. Selma Hrönn Hauksdóttir tómstundaráðsfulltrúi í FAS fór með þeim sem umsjónarmaður. Tilgangur ráðstefnunnar var að fá fulltrúa ungmennaráða á Suðurlandi saman til að bera saman stöðu ungmennaráða í sveitarfélögum á Suðurlandi og ræða þau mál sem brenna á ungmennum í dag. Einnig að vekja athygli sveitarstjórna á að hlusta á rödd ungmenna og sjá þau tækifæri sem fylgja öflugu samstarfi við ungmennaráð. Þá er stefnt á að nota afurð þessarar ráðstefnu til að gefa út handbók eða einhvers konar verkfæri fyrir ungmennaráð á Suðurlandi þar sem finna má hagnýtar upplýsingar og ábendingar um hvernig má koma vinnu sinni á framfæri. Þetta er fyrsta ráðstefna þessarar tegundar sem haldin er hér á landi.
Fyrri daginn var margs konar undirbúningsvinna og má til dæmis nefna góða kynningu um markmiðssetningu, vinnulag og framkomu frá Dale Carnegie. Seinni hluti dagsins var skipulagður af erindum og umræðum milli hópa sem ungmennin höfðu valið. Eftir kvöldmat var haldin kvöldvaka en eftir langan dag voru flestir farnir í háttinn frekar snemma. Seinni dagurinn var ráðstefnudagur og setti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ráðstefnuna. Dagskráin einkenndist af erindum frá hinum ýmsu aðilum sem tengjast ungmennaráðum á mismunandi hátt, ásamt umræðum þar sem öllum gestum var skipt upp í hópa og mismunandi mál rædd. Helst má nefna samgöngumál, mál sem snerta ferðamenn á Suðurlandi, aðstæður fyrir ungmennahús og þá brýnu nauðsyn að hafa gjaldfrjálsa geðheilbrigðisþjónustu og auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk. Dagurinn endaði á pallborðsumræðum þar sem einstaklingar úr ýmsum áttum svo sem meðlimir í ungmennaráðum og sveitarstjórnum sátu fyrir svörum. Sveitarstjórnarmönnum allra
Laugardagskvöldið 1. október s.l. voru stjórnarskipti hjá Kiwanisumdæminu ÍslandFæreyjar. Nýr umdæmisstjóri er Haukur Sveinbjörnsson Kiwanisklúbbnum Ós á Hornafirði og með honum í stjórn eru Sigurður Einar Sigurðsson ritari en hann kemur einnig frá Kiwanisklúbbnum Ós. Gjaldkeri er Magnús Helgason frá Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðarkróki. Hver umdæmisstjórn starfar í eitt ár og hefur kiwanishreyfingin starfað í rúmlega fimmtíu ár á Íslandi. Kjörorð nýs umdæmisstjóra eru: „Styrkjum innra starf, verum
sýnileg“. Dagana 1. - 10. október stendur kiwanishreyfingin að söfnun fyrir BUGL og PIETA þar sem aðstoð við börn með geðræn vandamál eru í forgrunni. Lykill með merki Kiwanis verður boðinn til sölu og eru landsmenn hvattir til að taka vel á móti sölufólki lykilsins. Einnig er hægt að hringja í síma 908-1550 og þá færast 2000 krónur á reikning söfnunarinnar og verður símanúmerið opið allan október. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson er verndari söfnunarinnar sem fer fram undir kjörorðunum: Lykill að lífi.
sveitafélaga á Suðurlandi var boðið að taka þátt í ráðstefnunni og einnig nokkrum þingmönnum. Einn sveitarstjórnarmeðlimur kom frá Hornafirði en það var Þóra Björg Gísladóttir. Nemendurnir okkar tóku virkan þátt og létu í sér heyra um þau mál sem brenna á þeim og bentu á ýmislegt sem betur má fara í okkar sveitarfélagi. Aðeins í Hornafirði er það komið í gegn að meðlimir í ungmennaráði séu áheyrnarfulltrúar í nefndum sveitarfélagsins en það gekk í gegn í mars á þessu ári. Í Árborg er verið að taka þá stefnu inn um þessar mundir. Þetta er mikilvæg þróun og voru allir gestir á ráðstefnunni sammála um að mikilvægt sé að hafa fulltrúa ungmennaráðs með í ákvarðanatökuferli og að þeirra raddir heyrist.
Ungmennin voru Hornafirði til sóma á ráðstefnunni og er það okkar von að svona ráðstefna verði haldin reglulega og að fleiri meðlimir sveitarstjórnar sjái sér fært um að mæta og taka þátt því það er mikilægt að ungmennin geti styrkt samband sín á milli og milli sveitarstjórnar og nýtt sér tengslanet sem myndast á svona viðburði. Það kom vel í ljós að ungmennin okkar hafa sterkar skoðanir á ýmsum málum hér á Höfn og í sveitarfélaginu öllu og er það von okkar að gott samstarf muni áfram eiga sér stað á milli sveitarstjórnar og ungmennaráðs. Fyrir hönd Ungmennaráðs Hornafjarðar Selma Hrönn Hauksdóttir.
Stjórnarskipti hjá Kiwanis
Magnús Helgason umdæmisféhirðir, Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri og Sigurður Einar Sigurðsson umdæmisritari.