Eystrahorn Fimmtudagurinn 6. október 2016
33. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi
Dagana 28. og 29. september tóku fjögur ungmenni úr FAS og ein úr Heppuskóla ásamt umsjónarmanni þátt í ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var í Hvolnum á Hvolsvelli. Fulltrúar FAS voru Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Arnar Ingi Jónsson og Ingólfur Ásgrímsson. Fulltrúi Heppuskóla var Sandra Rós Karlsdóttir. Allir þessir nemendur sitja í Ungmennaráði Hornafjarðar. Selma Hrönn Hauksdóttir tómstundaráðsfulltrúi í FAS fór með þeim sem umsjónarmaður. Tilgangur ráðstefnunnar var að fá fulltrúa ungmennaráða á Suðurlandi saman til að bera saman stöðu ungmennaráða í sveitarfélögum á Suðurlandi og ræða þau mál sem brenna á ungmennum í dag. Einnig að vekja athygli sveitarstjórna á að hlusta á rödd ungmenna og sjá þau tækifæri sem fylgja öflugu samstarfi við ungmennaráð. Þá er stefnt á að nota afurð þessarar ráðstefnu til að gefa út handbók eða einhvers konar verkfæri fyrir ungmennaráð á Suðurlandi þar sem finna má hagnýtar upplýsingar og ábendingar um hvernig má koma vinnu sinni á framfæri. Þetta er fyrsta ráðstefna þessarar tegundar sem haldin er hér á landi.
Fyrri daginn var margs konar undirbúningsvinna og má til dæmis nefna góða kynningu um markmiðssetningu, vinnulag og framkomu frá Dale Carnegie. Seinni hluti dagsins var skipulagður af erindum og umræðum milli hópa sem ungmennin höfðu valið. Eftir kvöldmat var haldin kvöldvaka en eftir langan dag voru flestir farnir í háttinn frekar snemma. Seinni dagurinn var ráðstefnudagur og setti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ráðstefnuna. Dagskráin einkenndist af erindum frá hinum ýmsu aðilum sem tengjast ungmennaráðum á mismunandi hátt, ásamt umræðum þar sem öllum gestum var skipt upp í hópa og mismunandi mál rædd. Helst má nefna samgöngumál, mál sem snerta ferðamenn á Suðurlandi, aðstæður fyrir ungmennahús og þá brýnu nauðsyn að hafa gjaldfrjálsa geðheilbrigðisþjónustu og auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk. Dagurinn endaði á pallborðsumræðum þar sem einstaklingar úr ýmsum áttum svo sem meðlimir í ungmennaráðum og sveitarstjórnum sátu fyrir svörum. Sveitarstjórnarmönnum allra
Laugardagskvöldið 1. október s.l. voru stjórnarskipti hjá Kiwanisumdæminu ÍslandFæreyjar. Nýr umdæmisstjóri er Haukur Sveinbjörnsson Kiwanisklúbbnum Ós á Hornafirði og með honum í stjórn eru Sigurður Einar Sigurðsson ritari en hann kemur einnig frá Kiwanisklúbbnum Ós. Gjaldkeri er Magnús Helgason frá Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðarkróki. Hver umdæmisstjórn starfar í eitt ár og hefur kiwanishreyfingin starfað í rúmlega fimmtíu ár á Íslandi. Kjörorð nýs umdæmisstjóra eru: „Styrkjum innra starf, verum
sýnileg“. Dagana 1. - 10. október stendur kiwanishreyfingin að söfnun fyrir BUGL og PIETA þar sem aðstoð við börn með geðræn vandamál eru í forgrunni. Lykill með merki Kiwanis verður boðinn til sölu og eru landsmenn hvattir til að taka vel á móti sölufólki lykilsins. Einnig er hægt að hringja í síma 908-1550 og þá færast 2000 krónur á reikning söfnunarinnar og verður símanúmerið opið allan október. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson er verndari söfnunarinnar sem fer fram undir kjörorðunum: Lykill að lífi.
sveitafélaga á Suðurlandi var boðið að taka þátt í ráðstefnunni og einnig nokkrum þingmönnum. Einn sveitarstjórnarmeðlimur kom frá Hornafirði en það var Þóra Björg Gísladóttir. Nemendurnir okkar tóku virkan þátt og létu í sér heyra um þau mál sem brenna á þeim og bentu á ýmislegt sem betur má fara í okkar sveitarfélagi. Aðeins í Hornafirði er það komið í gegn að meðlimir í ungmennaráði séu áheyrnarfulltrúar í nefndum sveitarfélagsins en það gekk í gegn í mars á þessu ári. Í Árborg er verið að taka þá stefnu inn um þessar mundir. Þetta er mikilvæg þróun og voru allir gestir á ráðstefnunni sammála um að mikilvægt sé að hafa fulltrúa ungmennaráðs með í ákvarðanatökuferli og að þeirra raddir heyrist.
Ungmennin voru Hornafirði til sóma á ráðstefnunni og er það okkar von að svona ráðstefna verði haldin reglulega og að fleiri meðlimir sveitarstjórnar sjái sér fært um að mæta og taka þátt því það er mikilægt að ungmennin geti styrkt samband sín á milli og milli sveitarstjórnar og nýtt sér tengslanet sem myndast á svona viðburði. Það kom vel í ljós að ungmennin okkar hafa sterkar skoðanir á ýmsum málum hér á Höfn og í sveitarfélaginu öllu og er það von okkar að gott samstarf muni áfram eiga sér stað á milli sveitarstjórnar og ungmennaráðs. Fyrir hönd Ungmennaráðs Hornafjarðar Selma Hrönn Hauksdóttir.
Stjórnarskipti hjá Kiwanis
Magnús Helgason umdæmisféhirðir, Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri og Sigurður Einar Sigurðsson umdæmisritari.
2
Fimmtudagurinn 6. október 2016
Brunnhólskirkja
Laugardaginn 8. október Messa kl. 14:00 Sr. Sigurður og Kristín kveðja Brunnhólssöfnuð
Kálfafellsstaðarkirkja
Sunnudaginn 9. október Messa kl. 14:00 Sr. Sigurður og Kristín kveðja Kálfafellsstaðarsöfnuð Kaffisamsæti á Smyrlabjörgum eftir messuna
Kaþólska kirkjan Sunnudagur 11. október Messa kl. 12:00 Allir hjartanlega velkomnir
Gleymum ekki geðsjúkum K-lykillinn – Kiwanisklúbburinn Ós Stúlkur úr fimleikadeild Sindra munu ganga í hús og fyrirtæki og jafnframt vera í Miðbæ 6. – 8. október og selja K-lykilinn. Lykillinn kostar 2.000 -kr. Einkunnarorð söfnunarinnar er „Gleymum ekki geðsjúkum“ og í ár rennur ágóðinn til BUGL og PIETA.
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Stjörnuþing í Þórbergssetri Afmælishátíð í tilefni af 10 ára afmæli Þórbergsseturs verður haldin laugardaginn 8. október næstkomandi. Dagskrá er eftirfarandi: 10:30 Þorbjörg Arnórsdóttir; Setning afmælisþings 10:45 Gísli Sigurðsson; Himinhvolfið sem minnisbanki goðafræðinnar í Eddu Snorra Sturlusonar 11:30 Snævarr Guðmundsson; “Örlítið um stjörnur og svolítið um menn." 12:10 Hádegismatur 13:00 Viðar Hreinsson; Jón lærði, himnasalir og handritin 13:40 Soffía Auður Birgisdóttir; Með stjörnur í augunum: um ástina, skáldskapinn og stjörnuhimininn í skrifum Þórbergs. 14:20 Upplestur; Bréf um Einarínu frá Þórbergi Þórðarsyni 14:40 Þorvarður Árnason: Himinhvolfið og undur þess: Norðurljósaveiðar fyrr og nú 15:20 Hátíðarkaffi 15:50 Ávörp gesta í tilefni 10 ára afmælis; Pétur Gunnarsson 16:15 Skemmtiatriði; Margrét Blöndal myndlistarmaður segir frá teikningum sínum. Skáldið og tónlistarmaðurinn Megas verður með tónlistarfólk við hlið sér og flytur tónlistardagskrá 17:15 Dagskrárlok Hornfirðingar eru menningardagskrá
hvattir
til
að
mæta
á
einstaka
Aðgangur ókeypis - allir velkomnir
Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. október
Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. október. Næsta skoðun 21., 22. og 23. nóvember.
þegar vel er skoðað
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 6. október 2016
3
Sjálfstæðismenn og stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins í A-Skaftafellssýslu. Verð með opinn fund í Sjálfstæðishúsinu á Höfn nk. laugardag 8. október kl. 11:00 - 12:00. Sjálfstæðismenn og stuðningsfólk flokksins hjartanlega velkomið til að ræða stjórnmálaviðhorfin og undirbúning fyrir kosningar 29. október nk. Hlakka til að sjá ykkur sem flest. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Söfnunarátakið Bleikan slaufan er hafið 10. árið í röð og í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Vissir þú að: "Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2016 verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni og sparnaði við viðhald tækja." Föstudagurinn 14. október er svo bleiki dagurinn. Viljum við hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í deginum með því að skreyta og/eða klæðast einhverju bleiku þann dag. Krabbameinsfélag Íslands hefur látið útbúa bleikar blöðrur, fána, hálsbönd og margt fleira sem hægt er að versla í netverslun félagsins sjá hér; http://vefverslun.krabb.is/collections/bleika-slaufan Krabbameinsfélag Suðausturlands
Blítt og létt til sjós og lands Góðgerðarkvöld á Smyrlabjörgum
Við borðum til góðs í þágu góðs málefnis laugardaginn 8. okt. nk. Blítt og létt hópurinn, fjölmenn hljómsveit frá Eyjum syngur og spilar lög sem flestir kunna, textunum er varpað upp á vegg svo að allir geti sungið með. Allur hagnaður af kvöldinu verður afhentur góðu málefni í lok dagskrár. Miðasala við innganginn og eins má greiða 4.000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526 kt. 301052-2279.
8. október
Þeir sem vilja gera vel við sig og gista um nóttina á Smyrlabjörgum greiða 9.000 kr. á mann, matur, skemmtun, gisting og morgunverður. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00 Borðapantanir í síma 478-1074. Tækifæri fyrir, vinnufélaga, skipshafnir og saumaklúbba að borða í þágu góðs málefnis. Undirbúningsnefndin
4
Fimmtudagurinn 6. október 2016
www.n1.is
Eystrahorn
facebook.com/enneinn
Rúllaðu inn í veturinn á nýjum dekkjum Cooper Weather-Master WSC Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður Mikið skorið og stefnuvirkt munstur fyrir jeppa og jepplinga Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar
Cooper Discoverer M+S Frábært neglanleg vetrardekk fyrir jeppa Einstaklega endingargóð með mikið skorið snjómunstur Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum
Cooper WM SA2+ Míkróskorið óneglanleg vetrardekk Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun
Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940
Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18
Hluti af vetrinum
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 6. október 2016
Það er ekkert gagn af
ónýtri girðingu Væri ekki betra að fjarlæg ja hana? Eftirtalin sveitarfélög standa fyrir hvatningarátaki til hreinsunar á ónýtum girðingum í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST Hornafjörður Djúpavogshreppur Breiðdalshreppur Fjarðabyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fljótsdalshérað Vopnafjarðarhreppur Fyrir upplýsingar um þá þjónustu sem hvert sveitarfélag býður upp á: www.nattaust.is
5
6
Fimmtudagurinn 6. október 2016
Eystrahorn
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir alþingiskosningar 29. október 2016
Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9:00-15:00. Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum: • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði • Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal • Austurvegi 6, Hvolsvelli • Hörðuvöllum 1, Selfossi Síðustu viku fyrir kosningar mun opnunartími skrifstofa verða lengdur og verður tilhögun auglýst síðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.: Frá 10. október nk. mun verða hægt að greiða atkvæði á eftirtöldum stöðum í samvinnu við sveitarfélög o.fl.: • • • •
Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 alla virka daga. Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, Hveragerði, opnunartími kl. 10:00-15:00 alla virka daga. Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13:00-16:00 mánudag-fimmtudag. Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13:00-16:00 alla virka daga.
Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09:00-13:00 föstudaga. • Skrifstofu sveitastjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10:00-14:00 mánudagafimmtudaga og kl. 10:00-13:00 föstudaga. • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 478-1760 og 894-1765. Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Starfsfólk embættisins mun aðstoða eftir föngum við að koma atkvæði til skila en síðustu daga fyrir kosningar getur það reynst vandkvæðum bundið ef kjósandi er á kjörskrá í öðrum kjördæmum/kjördeildum. •
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15:00, þriðjudaginn 25. október nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 6. október 2016
Laus störf skólaliða og stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar Auglýst er eftir umsóknum í starf skólaliða og stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. Starf skólaliða er 100 % starf að mestu á eldra stigi og felst m.a. í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal. Vinnutími frá 7:50 – 16:00. Starf stuðningsfulltrúa er 75 – 80 % starf á yngra stigi og felst í aðstoð við nemendur inni í bekk og í frímínútum. Vinnutími er frá 8:00-16:00 tvo daga vikunnar en skemur hina dagana. Umsóknarfrestur er til 20. október. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. http://gs.hornafjordur.is/skolinn/starfsmenn/ Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag og FOSS. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899-5609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is
7
Félag um verndun Hornafjarðar Haldinn verður stofnfundur félags um verndun Hornafjarðar í Golfskálanum á Höfn mánudaginn 10. október 2016 kl. 20:00. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og láta sig málið skipta. Undirbúningsnefndin
Laust starf til umsóknar Laust starf til umsóknar Deildarstjóri Heimaþjónustudeildar Hlutverk deildarstjóra heimaþjónustu er að hafa umsjón með framkvæmd Deildarstjóri Heimaþjónustudeildar sértækrardeildarstjóra þjónustu við fatlað fólk s.s. dagþjónustu, hæfingu, Hlutverk heimaþjónustu er aðbúsetu, hafa umsjón með framkvæmd ferðaþjónustu auk félagslegrar sértækrar þjónustu við fatlaðheimaþjónustu. fólk s.s. búsetu, dagþjónustu, hæfingu, ferðaþjónustu auk félagslegrar heimaþjónustu. Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri heimaþjónustudeildar, skipuleggur afleysingar, tekur á rekstri móti umsóknum og útfærir Deildarstjóri vaktir ber og ábyrgð á daglegum heimaþjónustudeildar, þjónustu til notenda. skipuleggur vaktir og afleysingar, tekur á móti umsóknum og útfærir þjónustu til notenda. Menntunar– og hæfniskröfur: •Menntunar– Æskilegt og er hæfniskröfur: að umsækjendur hafi háskólamenntun í heilbrigðis- eða sambærilega menntun. • félagsvísindum Æskilegt er að eða umsækjendur hafi háskólamenntun í heilbrigðis- eða • Reynsla af stjórnun æskileg. menntun. félagsvísindum eða er sambærilega • Viðkomandi þarf aðer sýna skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð Reynsla af stjórnun æskileg. • vinnubrögð. Viðkomandi þarf að sýna skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð • Viðkomandi vinnubrögð. þarf að vera lipur í samskiptum og eiga auðvelt með að ákvarðanir. • taka Viðkomandi þarf að vera lipur í samskiptum og eiga auðvelt með að taka ákvarðanir. Félagsmálastjóri er næsti yfirmaður deildarstjóra en um laun og starfskjör fer samkvæmt er gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Félagsmálastjóri næsti yfirmaður deildarstjóra en um laun og starfskjör viðkomandi stéttarfélags. fer samkvæmt gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita Maren Ó. Sveinbjörnsdóttir, núverandi forstöðumaður heimaþjónustudeildar (maren@hornafjordur.is) og Jón Nánari upplýsingar veita Maren Ó. Sveinbjörnsdóttir, núverandi Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóri(maren@hornafjordur.is) (jonkr@hornafjordur.is) og í síma forstöðumaður heimaþjónustudeildar Jón 470-8000. Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóri (jonkr@hornafjordur.is) í síma 470-8000. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda umsóknir rafrænt á netfangið jonkr@hornafjordur.is og erumumsóknarfrestur er tilrafrænt og meðá Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að senda umsóknir 17. októberjonkr@hornafjordur.is 2016. og er umsóknarfrestur er til og með netfangið 17. október 2016.
Við viljum heyra þína skoðun!
Leiðir til að hafa samband við Sveitarfélagið Hornafjörð Ábendingar og fyrirspurnir. Á nýju heimasíðunni www.hornafjordur.is er hægt að senda inn ábendingar um það sem betur má fara, og/eða senda inn fyrirspurnir sem starfsfólk bregst við. Spurning mánaðarins, láttu þína skoðun í ljós, á síðunni þátttaka. Spurning októbermánaðar er:
Hvaða verkefni/framkvæmdir viltu þú að unnið verði að árið 2017? Óskað er eftir að íbúar láti sína skoðun í ljós vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2017. Viðburðir, hægt er að setja inn upplýsingar um viðburði í sveitarfélaginu í gegnum viðburðasafn neðst á forsíðu. Birtast upplýsingarnar á forsíðu og á viðburðarsíðu. Hægt er að setja inn myndir og nánari lýsingu á viðburði. Íbúagátt, formleg erindi og fyrirspurnir fara fram í gegnum íbúagáttina. Þar hefur hver íbúi sitt einkasvæði sem enginn annar hefur aðgang að. Allar umsóknir sveitarfélagsins eru unnar í gegn um íbúagáttina.