Eystrahorn 33. tbl. 35. árgangur
Fimmtudagurinn 19. október 2017
www.eystrahorn.is
Ferðabók Eggerts og Bjarna Kolbrún Ingólfsdóttir afhenti sveitarfélaginu einstakt eintak af ferðabók Eggerts og Bjarna. Kolbrún S. Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar Ágúst Einarsson komu að Hala þann 13. október sl. þar sem Kolbrún færði sveitarfélaginu til varðveislu frumútgáfu af ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar en bókin er gefin út á dönsku árið 1772 mun bókin vera eitt af sex eintökum sem til eru í heiminum. Björn Ingi Jónsson bæjarstóri og Þorbjörg Arnórsdóttir framkvæmdastjóri Þórbergsseturs veittu bókinni viðtöku við formlega athöfn á Þórbergssetri. Ferðabókin kom út í tveimur bindum á dönsku í Sórey árið 1772 og var þýtt á þýsku árið 1774 og var ekki þýdd á íslensku fyrr en árið 1943. Eggert og Bjarni fengu styrk frá dönsku stjórninni til ferðalaga um Ísland árin 1752-1757 og áttu að skrá niður búsetuhætti, steina, fugla og jurtir til lyfjanota. Dagbækur þeirra og fræðiathuganir eru í ferðabókinni. Eggert Ólafsson var náttúrufræðingur, rithöfundur og skáld hann fæddist í Svefneyjum í Breiðafirði 1. desember 1726. Hann nam við Skálholtskóla og fór utan til náms í Kaupmannahöfn árið 1745 og nam náttúruvísindi, fornfræði, málfræði, lögfræði, lögspeki og búfræði. Hann var skipaður varalögmaður og hélt til Íslands og valdi vetralangt hjá mági sínum. Eggert og eiginkona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir hurfu þegar þau sigldu frá Skor ásamt föruneyti 20. maí 1768, ekkert spurðist til þeirra eftir það. Bjarni Pálsson fæddist á Upsum á Upsaströnd í Eyjafirði 12. maí 1719. Hann gekk í Hólaskóla 1734-1745 og fór síðan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám til að nema læknisfræði og náttúruvísindi. Þann 1. júní 1748 luku hann og Eggert Ólafsson Ph. Baccalaureus prófi frá Hafnarháskóla. Bjarni lauk embættisprófi í læknisfræði 24. september 1759 þá fertugur að aldri og var skipaður landlæknir 18. mars 1760. Bjarni fékk fjárveitingu frá Danakonungi Kristjáni VII 1766-1808 fyrir tækjum og tólum. Hann mátti velja sér bústað og valdi Nes við Seltjörn og var Nesstofa byggð árunum 1760 til 1763 og á meðan bjó Bjarni ásamt fjölskyldu sinni á Bessastöðum.. Kona Bjarna var Rannveig Skúladóttir, dóttir Skúla Magnússonar landfógeta. Bjarni var eini læknir landsmanna til ársins 1766. Kolbrún gaf bókina til minningar um foreldra hennar og fósturafa- og ömmu sem bjuggu á Höfn 1922-1943 og verður ferðabókin varðveitt á Hala í Suðursveit að hennar ósk. Kolbrún er fædd á Höfn, dóttir Guðlaugar Huldu Guðlaugsdóttur fósturdóttur Jóns Ívarssonar kaugpfélagsstjóra og Guðríðar Jónsdóttur konu hans og kallar hún þau fósturafa og ömmu. Kolbrún var í sveit á Skálafelli í Suðursveit hjá þeim hjónum Ragnari Sigfússyni og Þorbjörgu Jónsdóttur í tvö sumur, Það var því einkar skemmtilegt að Þorbjörg á Skálafelli var viðstödd afhendingu bókarinnar í dag.
Glacier Trips styrkir yngri flokka Sindra. Á undanförnum vikum hefur haust starf yngri flokka Sindra í knattspyrnu verið að fara af stað. Yfir 100 iðkendur æfa knattspyrnu hjá deildinni allt frá tvisvar til fjórum sinnum í viku í Bárunni. Það er því mikilvægt að endurnýja bolta og búnað reglulega til að hægt sé að bjóða þjálfurum og iðkendum upp á bestu aðstöðu til æfinga. Mánudaginn 9. október mættu þau Sindri, Fanney, Erla og Steinar færandi hendi á æfingu 6. flokks með nýja Mitre bolta en fyrirtækið þeirra, Glacier Trips ehf styrkti deildina til kaupa á boltum fyrir yngri flokka félagsins. Fyrir hönd foreldra og iðkenda þökkum við Glacier Trips ehf kærlega fyrir stuðninginn! Yngriflokka ráð Sindra.
2
Fimmtudagurinn 19. október 2017
FÉLAGSSTARF
Hafnarkirkja Sunnudagur 22. október Bleik messa kl. 17:00
Í tilefni bleiks mánaðar verður bleik messa í Hafnarkirkju. Félagar úr Krabbameinsfélagi Suðausturlands taka þátt í messunni og mun Þórhildur G. Kristjánsdóttir flytja reynslusögu. Kaffi og kruðerí eftir messu og tekið er við frjálsum framlögum til Krabbameinsfélags Suðausturlands. Allir eru hvattir til að koma í bleiku Prestarnir
Foreldramorgnar í Hafnarkirkju
Foreldramorgnar sem eru á fimmtudagsmorgnum milli 10 og 12 er einn af föstum liðunum í stafi Hafnarkirkju. Þessar stundir í kirkjunni hafar verið nýbökuðum foreldrum mikils virði þar sem þeir koma saman og eiga notalega stund með öðrum foreldrum og börnum þeirra. Fimmtudaginn 19. október kl. 10:00 kemur hjúkrunarfræðingur í heimsókn og fræðir um fyrstu hjálp ungbarna. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til að mæta. Einnig er vert að minna á okkur á Facebook undir Foreldramorgnar í Hafnarkirkju Hafnarsókn
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Breiðamerkursandur
Laugardaginn 21. október verður gengið um Breiða merkursand á milli lóna sem er um 15km ganga á tiltölulega jafnsléttu landi undir fararstjórn Rannveigar Einarsdóttur. Ferðin hentar vel sem fjölskylduferð þar sem hægt er að ganga styttri vegalengdir. Lagt af stað frá tjaldstæði kl. 10:00 og um að gera að sameinast í bíla. Munið eftir nesti og klæðnaður að sjálfsögðu eftir veðri. Sennilega verður eitthvert stopp í upphafi við Jökulsárlón meðan einhverjir faraskjótar verða ferjaðir vestur að Fjallsárlóni. Verð 1000kr pr mann Nánari upplýsingar Jóhannes Danner 896-2081
Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: . ............ tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND Föstudaginn 20.október kl. 17:00. Halldóra Jónsdóttir héraðsskjalavörður segir frá starfi sínu og safnkostinum í máli og myndum. Héraðsskjalasafnið er alltaf spennandi!
Veturnáttablót
Veturnáttablót Hornfirðinga verður við Sílavík fyrsta vetrardag, laugardaginn 21. október og hefst kl. 17. Blótið er helgað Frigg og Freyju, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar. Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2010-2030
Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 20122030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að skilgreina svæði til iðkunnar skotíþrótta, skilgreina svæði til moto-cross iðkunnar og enduropna efnistökusvæði í Fjárhúsvík. Samhliða aðalskipulagsbreytingu er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir skotæfingasvæði og moto-cross braut. Breytingartillaga verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. október nk. til föstudagsins 1. desember 2017 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitar félagins undir http://www.hornafjordur.is/ stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögu til föstudagasins 1. desember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. október 2017
Sindrastelpur á landsliðsúrtöku fyrir EM 2018
Síðastliðna helgi 14-15. október fóru fram æfingar í landsliðsúrtöku í hópfimleikum fyrir EM 2018 sem haldið verður í Portúgal. Í unglingaflokki voru stelpur og strákar fædd 2001-2005. Hópnum var skipt niður á laugardag þar sem æft var í Gerplu og á sunnudag þar sem æft var í Stjörnunni. Á æfingunum voru um 12 strákar og um 100 stelpur. Gaman að segja frá því að að þetta er í fyrsta skipti sem stelpur frá fimleikadeild Sindra fara á landsliðsúrtöku í hópfimleikum. Hildur Margrét Björnsdóttir og Angela Rán Egilsdóttir voru fulltrúar fimleikadeildar Sindra og stóðu þær sig prýðisvel. Angela Rán er það ung að hún er gjaldgeng í unglingaflokki fyrir næsta verkefni EM 2020. Til þess að komast á æfingu þurftu stelpurnar að geta gert lágmarkskröfur á gólfi, trampolíni og stökkgólfi. Það má einnig til gamans geta að tvær Sindrastelpur sem æfa núna í Gerplu voru einnig á úrtaksæfingum um helgina. Telma Rut Hilmarsdóttir var á unglingaæfingunni og einnig Tinna Marín Sigurðardóttir sem var á úrtaksæfingu hjá kvennaliðinu, þær sem eru fæddar 2000 og eldri. Í Portúgal verður bæði lið í stúlkna flokki og blönduðum flokki unglinga. Það er einnig gaman að segja frá því að Sindri á einn fulltrúa í þjálfarateymi í blönduðum flokki en það er Ragnar Magnús Þorsteinsson en hann er einn af þremur í þjálfarateymi í blönduðum flokki. Það má með sanni segja að þetta sé ávinningur á því góða fimleikastarfi sem unnið er hér í Hornafirði og við erum afar stolt af okkar fulltrúum en því miður miðað við okkar fimleikaaðstæður hér í Hornafirði þá þurfa stelpur við framhaldsskólaaldur að færa sig um set til að ná lengra. Við vonum svo innilega að aðstöðubreyting verði á næstu misserum hér í Hornafirði, því það getur haft góða kosti fyrir bæjarfélagið samanber fyrir framhaldsskólaaldur þ.e.a.s fjölbreytt íþróttastarf, minna brotthvarf og öflugt lýðheilsustarf. Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari og stjórn fimleikadeildar Sindra
855-0580 Viking Cafe - Starfskraftur óskast Fjölhæfur starfskraftur óskast í 50% starf, starfið felur í sér vinnu á kaffihúsi og þrif á gestaherbergjum. Enskukunnátta nauðsynleg og ekki skemmir brosmildi og þjónustugleði. Upplýsinga gefa Ómar í s: 8920944 og Gerður í s: 867-4736
3
Ný bók í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur
Bókaútgáfan Opna gaf út nýverið bókina Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Bókin er álitin ein af merkustu skáldsögum Virginiu, sem er einn merkasti rithöfundur Bretlands, og kom bókin upprunalega út árið 1928. Þýðingarvinnan hefur verið gæluverkefni Soffíu Auðar undanfarin 10 ár og vildi hún endilega koma bókinni út á íslensku því hér er um eina af eftirlætisskáldsögum hennar að ræða. Sagan er frábærlega skemmtileg að sögn Soffíu en hún fjallar um Orlandó sem fæðist sem karlmaður á 16. öld en breytist í konu um miðja bók og lifir í meira en þrjár aldir. Frjálslega er farið með hugmyndir um kyn og kynferði í bókinni og er stíllinn hispurlaus og fjörlegur. Virginia gerir grín að ævisagnaforminu og veltir fyrir sér hvaða skorður kynhlutverkin setja bæði konum og körlum. Föstudaginn 20. október gefst gestum og gangandi kostur á að hlusta á Soffíu lesa úr bókinn og eiga létt spjall í föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:00-13:00, ásamt því að geta keypt bókina á tilboðsverði
Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 21. október næstkomandi. Dagskrá þingsins er svohljóðandi: 11:00 Setning 11:10 Hugleiðingar um veðrið í Austur Skaftafellssýslu í fortíð og framtíð; Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur 11:50 Af veðrinu ræðst stemmningin; Um veðurlýsingar í bókmenntum : Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafr. 12:30 Hádegismatur og stutt göngferð upp að minnisvarða 13:20 Veðrið og Þórbergur; Sigurður Þór Guðjónsson 14:00 Flækjur og óreiða; Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar; Dr. Katrín Anna Lund prófessor 14:40 Smá hlé 14:50 Sögur og ljóð langafa, Eymundar Jónssonar frá Dilksnesi; Þorbjörg Arnórsdóttir 15:20 Úr dagbókum Steinþórs Þórðarsonar og Torfa Steinþórssonar á Hala, Halldóra Jónsdóttir skjalavörður 16:00 Kaffiveitingar og umræður 16:30 Málþingi lýkur
Allir velkomnir
4
Fimmtudagurinn 19. október 2017
Tillaga að deiliskipulagi, íþróttasvæði og verslunar- og þjónustusvæði, Hornafirði.
Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 12. október 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði og tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillögur fela í sér eftirfarandi markmið: Deiliskipulag skotæfingasvæði Markmið með gerð deiliskipulagsins er að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og tryggja fjölbreytni og möguleika til skipulegra skotæfinga. Ennfremur að koma upp góðu skotíþróttasvæði, fyrir þann fjölda iðkenda sem stundar þetta sport, þannig að hægt sé að stunda íþróttina á öruggu svæði þar sem gert er ráð fyrir ströngum öryggiskröfum og umhverfissjónarmiðum. Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 20122030. Deiliskipulag moto-cross svæði Markmið með gerð deiliskipulagsins er að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og tryggja fjölbreytni og möguleika til skipulegra æfinga. Ennfremur að færa starfsemi sem veldur hávaðamengun fjær byggðinni. Meginmarkmiðið er að byggja aðstöðu sem fullnægir öryggiskröfum og skapi ekki óþægindi fyrir íbúa sveitarfélagsins. Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030. Deiliskipulag Brunnhóll Deiliskipulagið nær yfir um 10 ha landspildu úr landi Brunnhóls og Árbæ í Sveitarfélaginu Hornafirði. Deiliskipulagið tekur til stækkunar og breytinga á núverandi gistihúsi/íbúðarhúsi ásamt aðkomu frá þjóðvegi. Deiliskipulag Hvammur Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha landspildu úr landi Hvamms í Sveitarfélaginu Hornafirði. Deiliskipulagið tekur til tveggja byggingarreita fyrir allt að 9 gestahúsum auk þjónustuhúss. Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 20122030. Tillögurnar liggja frammi í Ráðhúsi Hafnar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 19. október til 1. desember 2017 og á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-ikynningu/. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera
Eystrahorn
Styrkumsóknir fyrir árið 2018
Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 þurfa að skila umsóknum, á þar til gerðum eyðublöðum sem einnig er hægt að nálgast á skrifstofu eða heimasíðu sveitarfélagsins fyrir 15. nóvember. Styrkumsókn þarf að vera stíluð annað hvort á menningarmálanefnd, fræðslu- og tómstundanefnd eða bæjarráð eftir því sem við á. Þá skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/ uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Styrkumsóknum skal skila í afgreiðslu sveitarfélagsins eða á afgreidsla@hornafjordur. is fyrir 15. nóvember. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum
Föstudaginn 20. október. Kl. 12:00 -13:00 Nýlega var gefin út bókin Orlandó eftir Virginiu Wolf í íslenskri þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Mun hún lesa upp úr bókinni og spjalla við gesti.
skriflegar og berast skipulagsstjóra í síðasta lagi 1. desember annaðhvort á Hafnarbraut 27 eða á netfangið: skipulag@hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Z Bistro mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á gúllassúpu og brauð. Verð á veitingum er 1600kr.
Vantar aðstoð við smölun í Stafafellsfjöllum nokkra daga í október. Upplýsingar gefur Sigurður í s: 845-7070 og info@stafafell.is
Allir velkomnir Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. október 2017
5
Nýr framkvæmdastjóri Sindra
Fyrir fáeinum vikum var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra, Lárus Páll Pálsson. Hann er menntaður viðskiptaog rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig klárað 3ja ára háskólanám við Háskólann í Reykjavík af íþróttasviði. Lárus hefur starfað við ýmis verkefni, þar á meðal sem framkvæmdastjóri hjá Fimleikadeild Ármanns, rekstrarstjóri hjá Arcanum ásamt hefðbundnum störfum eins og skógarhöggsmaður, sjómaður og bankastarfsmaður. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í hinum ýmsu félagsstörfum hjá Lyftingasambandi Íslands, Íþróttafélagi Ármanns sem er fjölmennasta íþróttafélag landsins ásamt öðrum félagsstörfum t.d. í Lionshreyfingunni.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka starfi framkvæmdastjóra Sinda ? Þetta starf vakti strax áhuga minn þar sem ég hef mikinn áhuga á að byggja upp íþróttastarf og vildi nýta þá menntun sem ég hef aflað mér á háskólastigi til þess. Ég er einnig í Mastersnámi í Ólympíufræðum við Alþjóða Ólympíuháskólann í Olympiu á Grikklandi þar sem grunngildi Ólympíu-hreyfingarinnar eru kennd og farið er yfir það hvernig hægt er að nýta íþróttir til þess
að leiðbeina iðkendum hvernig á að umgangast aðra, bera virðingu fyrir umhverfinu og ólíkum sjónarmiðum og hvernig íþróttir geta sameinað fólk af ólíkum uppruna. Einnig erum við fimm manna fjölskylda sem höfðum áhuga á að flytja út á land og þetta var kjörið tækifæri til þess, þar sem konan mín fékk einnig starf við Grunnskólann hér á Höfn, sem heimilisfræðikennari.
Framtíðarsýn fyrir Sindra ? Ég tel að UMF. Sindri hafi alla burði til þess að byggja upp gott íþróttastarf. Aðstaðan sem sveitarfélagið býður upp á, er með besta móti, við erum með sundlaug, knattspyrnuhús og flotta frjálsíþrótta aðstöðu og knattspyrnuvöll, að auki eru íþróttahús sem eru vítt og breytt um sveitarfélagið. Það sem ég tel að sé mikilvægast fyrir Sindra er að huga að þeim iðkendum sem eru að vaxa og dafna innan sveitarfélagsins. Það þarf að vera með langtímahugsun í íþróttastarfi og hafa þarfir hvers íþróttamanns fyrir sig í fyrirrúmi.
Eitthvað að lokum ? Ég vill hvetja foreldra til að taka þátt í því frábæra starfi sem er unnið í deildunum hjá UMF. Sindra. Með því að foreldrar láti sjá sig og láta til sín taka í starfinu náum við enn betri árangri og sýnum börnunum að við höfum áhuga á að því sem þau
taka sér fyrir hendur. Ég tel að málshátturinn „Það tekur heilt þorp að ala upp barn“ eigi mjög vel við og í sameiningu getum við stuðlað að góðum félagslegum og líkamlegum þroska þeirra einstaklinga sem eru að vaxa úr grasi hér á Hornafirði.
Vímuefnaneysla ungmenna Miklar breytingar eiga sér stað á unglingsárunum og má segja að um eitt mesta breytingaskeið sé að ræða á lífsleiðinni. Auk líkamlegra breytinga verður sýn unglinga á lífið annað ásamt því að væntingar annarra til þeirra breytist. Samkvæmt lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri áfengi. Þessi lög eru sett til þess að vernda heilsu ungs fólks. Áfengisneyslu geta fylgt ýmis vandamál, félagsleg og persónuleg sem hafa áhrif á einstaklinginn sjálfan og þá sem að honum standa. Á árunum til tvítugs og jafnvel lengur er mikill líkamlegur þroski í gangi m.a. í heila og taugakerfi en áfengisneysla á þessum árum hefur því mjög slæm áhrif á líf og þroska ungmenna. Neysla áfengis getur skaðað ákveðnar heilastöðvar fyrir lífstíð og því mikilvægt að fresta neyslu ungmenna á áfengi og öðrum vímugjöfum eins lengi og hægt er.
En hvernig frestum við drykkju og vímuefnaneyslu ungmenna? Sýnt hefur verið að verndandi þættir felast t.d. í skipulögðu félagsstarfi og íþróttum. Í skipulögðu félagsstarfi og íþróttum gefst ungmennum tækifæri á að taka virkan þátt og við það eflist sjálfsálitið og sjálfsmyndin. Þeir unglingar sem hafa sterka sjálfsmynd eru yfirleitt hugrakkir og þora að taka góðar ákvarðanir fyrir sig, þora að segja nei við hlutum sem þau vita að eru ekki góð fyrir þau. Þrátt fyrir að reglur gildi um hluti eins og áfengisneyslu þá berum við sjálf að lokum alltaf ábyrgð á ákvörðunum
okkar og stöndum og föllum með þeim eins og öðrum ákvörðunum sem við kunnum að taka á lífsleiðinni. Þeir unglingar sem stunda íþróttir eða líkamsþjálfun reglulega eru líklegri til að upplifa betri líðan en öðrum jafningjum og eru þar að auki ólíklegri til að neyta áfengis og annara vímuefna en jafningjar. Þjálfarar og leiðbeinendur eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á ungmennin með því að leggja áherslu á forvarnir gegn vímuefnum en einnig með að sýna áhuga, gott fordæmi, vera hvetjandi og sýna skilning. Íþróttafélögin gegna í raun mjög mikilvægu hlutverki í þessu sambandi og ættu að vera leiðandi í allri forvarnarvinnu. Stuðningur foreldra er mjög mikilvægur og því meiri stuðning sem unglingar fá að heiman því ólíklegri eru þau til að neyta áfengis og vímuefna. Samvera unglinga við foreldra sína og fjölskyldur hefur verndandi áhrif og er mjög jákvæð. Verum ekki hrædd við að draga unglingana okkar með út í gönguferðir, á kaffihús eða í bíltúr. Spilakvöld eru frábær samvera ásamt góðu spjalli. Gleymum ekki að við foreldrar erum fyrirmyndir og afstaða okkar skiptir máli. Hreyfing og líkamleg þjálfun er mikilvæg fyrir alla en þátttaka í íþróttum tengist ekki bara líkamlegri heilsu heldur hefur sýnt sig að minnki líkur á þunglyndi, streitu og kvíða ásamt því að hafa áhrif á hegðun eins og minni neyslu á áfengi og fíkniefnum. Unglingar eyða stórum hluta dagsins í skólanum og skólinn er því góður vettvangur fyrir forvarnir sem eiga við vímuefnaneyslu. Gott samstarf milli heimilis og skóla er mikilvægt
til að styðja við vímuefnaforvarnir en einnig er samstarf við aðrar stofnanir samfélagsins nauðsynlegar og ber að nefna lögreglu og heilbrigðiskerfið í því samhengi. Að þessu sögðu, langar mig að við tökum öll höndum saman og styðjum ungmennin okkar og sýnum þeim áhuga og virðingu. Við getum kanski gert lítið eitt og eitt en saman erum við öflugri. Það þarf nefnilega allt samfélagið að leggjast á eitt og það er trú mín að ef við gerum það munu þau vaxa og dafna sem best á þessu svo kallaða breytingarskeiði sem
endar með fullorðinsárum. Með þessari grein vil ég vekja athygli á vímuefnaneyslu ungmenna, forvörnum og skapa umræðugrundvöll fyrir okkur öll til að finna þessu málefni góðan farveg í allra þágu. Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu.
Landið virki sem ein heild.
6
Fimmtudagurinn 19. október 2017
Tilkynning frá landeigendum. Öll rjúpnaveiði er bönnuð í landi Hvamms í Lóni.
Eystrahorn
Októberfest Sjálfstæðisfélagana verður á Kaffihorninu föstudagskvöldið 20.október frá kl. 22:00-00:00 Frambjóðendur láta sjá sig
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir alþingiskosningar 28. október 2017 Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns
Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir: • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði 23.-27. október kl. 9.00-16.00
• Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal 23.-27. október kl. 9.00-16.00
28. október (kjördagur) kl. 11.00-13.00
• Austurvegi 6, Hvolsvelli
27. október kl. 9.00-18.00 28. október (kjördagur) kl. 10.00-12.00
• Skrifstofu sveitarstjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudagafimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga. • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 4781760 og 894 1765.
Ábyrgð á atkvæði
Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis.
• Hörðuvöllum 1, Selfossi
23.-24. október 9.00-16.00 25.-26. október 9.00-18.00 27. október 9.00-20.00 28. október (kjördagur) 10.00-12.00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi
Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 24. október kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl. nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu Fram að kjördegi er hægt að greiða atkvæði á og á vefsíðunni www.kosning.is. eftirtöldum stöðum í samvinnu við sveitarfélög o.fl.: • Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudagfimmtudag. • Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga. • Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.0015.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga.
Kosning á sjúkrastofnunum
Sjá auglýsingu á www.kosning.is og www.syslumenn. is Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. október 2017
Breytingar á sorpmálum
7
Jól í skókassa
Jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við sára fátækt með því að gefa þeim jólagjöf.
Nú er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Einnig er mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003. Þessa dagana er Íslenska Gámafélagið að dreifa tunnum í þéttbýli. Helstu breytingar sem koma að breytingum í þéttbýli eru, almenna tunnan stækkar í 240 lítra og verður tæmd einu sinni í mánuði. Í almennu tunnuna kemur auka hólf undir lífrænan úrgang, fyrir matarleifar og annað sem fellur til í eldhúsinu annan en hrámeti sem fellur til úr dýraríkinu. Með lífræna hólfinu er lítil karfa og maíspokar til að hafa í eldhúsinu við söfnun á matarafgöngum, a.t.h. notið litlu körfuna til að fara með út í tunnu því pokarnir eru lífrænir og geta því rifnað ef þeir eru ekki tæmdir reglulega og ef það er of þungt efni í þeim Engar breytingar verða gerðar á endurvinnslutunnunni hún mun vera tekin áfram einu sinni í mánuði eins og áður og sömu reglur gilda með hvað á að setja í hana.
1. sæti Sigurður Ingi Jóhannsson
Kjósum Lilju og Sigurð Inga til forystu!
Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. KFUM og KFUK hefur staðið að þessu verkefni frá árinu 2004 og hafa gjafirnar verið sendar til Úkraínu og verið dreift inn á barnaspítala, munaðarleysingjaheimili og til barna einstæðra mæðra. Í kassann skal setja a.m.k. 1 hlut úr eftirtalinna flokka: Leikföng: t.d bíla, bolta, dúkku, bangsa. Skóladót: t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, bækur, liti Nauðsynlegt: t.d. sápustykki, tannbursti, tannkrem þvottapoki Sælgæti: t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur Föt: t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu 500 kr. fyrir sendingakostnaði Tekið verður á móti skókössum í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn Hafnarbraut 59 sunnudagana 29. október og 5. nóvember. Heitt á könnunni, djús og piparkökur. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 6. nóvember Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.facebook.com/skokassar
3. sæti Ásgerður K. Gylfadóttir
VEGAKERFIÐ ÞARF TAFARLAUSAR AÐGERÐIR. GETUM VIÐ EKKI ÖLL VERIÐ SAMMÁLA UM ÞAÐ? Opinn fundur með Sigurði Inga á Hafinu á Höfn sunnudaginn 22. október kl. 16-18. Kosningaskrifstofa Framsóknar á Álaugarvegi á Höfn verður opin alla virka daga milli kl. 17 og 19. Kynntu þér stefnu flokksins á www.framsokn.is og á Facebook síðu Framsóknar í Suðurkjördæmi
/framsoknS
Til sjós og lands
Dúett í þágu góðs málefnis Smyrlabjörgum 21. október 2017 Laugardaginn 21. október kl. 19:30 verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum. Þar verður borðað til góðs og skemmtiatriði í þágu góðs málefnis. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til góðra málefna. Styrkirnir verða afhentir í lok dagskrárinnar um kvöldið, að öllum gestum viðstöddum. Það verður boðið upp á glæsilegan matseðil; Kótilettur, saltfiskur og meðlæti, ís í eftirrétt. Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði og þar koma m.a. fram. Hljómsveit Rúnars Þórs flytur lög meistarans og Shadowslögin. Burtfluttir Hornfirðingar hvattir til að mæta. Tryggið miða með því að greiða 4,000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526kt. 3010522279. Tilboð; Matur, gisting og morgunmatur 9,000- kr. á mann, 18,000.- kr. fyrir hjón. Nánari upplýsingar á Smyrlabjörgum í síma 478 1074 Matur, skemmtikraftar, nemendur úr tónskólanum og öll vinna, er framlag fyrirtækja og einstaklinga til góðs málstaðar. Helstu styrktaraðilar Góðgerðarkvöldsins eru Skinney-Þinganes, Norðlenska, Kjörís, Seljavellir og Ferðaþjónustan Smyrlabjörg.
FRAMTÍÐARSTÖRF Á ÖLLUM ÞJÓNUSTUSTÖÐVUM OLÍS Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
VIÐ LEITUM AÐ TRAUSTU STARFSFÓLKI
Í boði eru fjölbreytt störf í góðu starfsumhverfi. Starfsmenn njóta góðra afsláttarkjara og styrks til heilsueflingar. Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur er til 22. október.
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.