Eystrahorn 33.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 20. september 2018

33. tbl. 36. árgangur

Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

Mánudaginn 29. ágúst síðastliðinn fóru sautján nemendur í FAS sem stunda nám í áfanganum „Inngangur að náttúruvísindum“ í árlega rannsóknarferð á Skeiðarársand. Þar eru fimm 25 m2 gróðurreitir á vegum FAS og var ferðin núna tíunda sinnar tegundar. Veður var eindæma gott; logn, sól og hiti um 12 gráður. Megintilgangurinn með ferðinni

er að fylgjast með breytingum á sandinum en einnig að fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig og FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt. Í ferðinni fá allir nemendur hlutverk við athuganir og skráningu á náttúrunni. Oft hafa sést meiri breytingar á milli ára en núna. Reyndar var töluvert

Mælingar á hæð einnar plöntu á Skeiðarársandi, árin 2009-2018. Hún hefur hækkað um 71 cm á 10 árum, eða 7,1 cm á ári.

um nýjar plöntur í reitunum en þær eru enn svo litlar að þær voru ekki mældar sérstaklega. Til að komast í þann hóp að fylgst sé með plöntum árlega þurfa þær að hafa náð a.m.k. 10 cm hæð. Þegar farið er á milli reitanna má sjá mörg tré sem eru hærri en þau innan reita FAS. Núna var ákveðið að fylgjast sérstaklega með þremur stórum trjám, tvö þeirra eru ofan í jökulkeri og eitt ekki langt frá gömlu réttinni á sandinum. Stærsta tréð er annað tréð í jökulkerinu og mældist hæð þess 3,32 metrar. Það tré hefur þó brotnað að hluta og óvíst hvaða áhrif það mun hafa. Staka tréð fylgir fast á eftir en hæð þess er 3,24 m. Eftir ferðina vinna nemendur skýrslu. Vinnan felst m.a. í því að skoða tölulegar upplýsingar á milli ára og velta fyrir sér líklegum skýringum á breytingum. Það fer vel á því að enda

á lokaorðum í samantekt frá einum hópnum: „Okkur þótti þessi ferð vera mjög fræðandi og skemmtileg. Það kom okkur á óvart hversu mikið af trjám var úti á sandinum miðað við það sem við sjáum frá veginum og óhætt er að fullyrða að allir í hópnum hafi lært mikið á ferðinni. Við áunnum okkur ný vinnubrögð, lærðum að lesa í umhverfið og urðum meðvitaðri um gróðurinn í nágrenni okkar. Út frá hópavinnunni spunnust síðan líflegar umræður, og lærðum við því ekki síst mikið af hvert öðru“. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura. fas.is/. Eyjólfur Guðmundsson Hjördís Skírnisdóttir Kristín Hermannsdóttir

Hæð valinna plantna í einum reitanna, samanburður á hæðinni árin 2009, 2014 og 2018. Þær hækka allar á milli ára, nema ein þeirra sem minnkar á milli áranna 2014 og 2018. Líkleg skýring á því að ein plantan lækkar gæti verið beit.

Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Hefð er fyrir því að Menningar­ miðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar 10 ferðir. Ferðirnar tókust allar mjög vel og vorum við mjög heppin með veður í sumar. Börnin stóðu sig öll með prýði og hafa greinilega áhuga á umhverfi sínu. Við skoðuðum nærumhverfið og fræddumst um náttúruna, fórum í bátsferð út í Mikley, veiðiferð í Þveitina og heimsóttum Flatey og Lækjarhús. Björn G. Arnarson og Steinunn Hödd Harðardóttir fóru með börnin út í Ósland og sögðu þeim frá lífríkinu og lífsháttum fugla og saman tókst þeim að gera alla mjög áhugasama. Steinunn Hödd starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs

fór með okkur í ferð um þjóðgarðinn og sýndi áhugasömum börnum lífríkið í nágrenni Hoffellsjökuls. Lúruveiðin með Jóni Þorbirni var vinsæl að vanda og voru farnar 3 ferðir þann daginn. Ágætis afli var í öllum ferðunum. Óvissuferðin tókst mjög vel þar sem farið var í fundarhúsið í Lóni þar gæddu börnin sér á pylsum og svala en vegna veðurs var ekki grillað úti eins og skipulagt hafði verið að gera og var því slegið upp veislu inni. Farið var í ýmsa leiki og fengu myndlistarhæfileikar barnanna að njóta sín. Starfsfólk Menningar­miðstöðvar Hornafjarðar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðunum og öllum þeim sem lögðu lið. Svona starf getur ekki gengið nema með velvilja samfélagsins og hans njótum við svo sannarlega

Sérstakar þakkir fá: Fallastakkur ehf., starfsmenn Flateyjar, Björn Arnarson, Steinunn Hödd Harðardóttir, Jón Þorbjörn Ágústsson, Snæbjörg Guðmundsdóttir, starfsmenn

Hafnarinnar og bílstjórar. Hlökkum til að sjá sem flesta með okkur á næsta ári. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.