Eystrahorn 33.tbl 2019

Page 1

Eystrahorn 33. tbl. 37. árgangur

Fimmtudagurinn 19. september 2019

www.eystrahorn.is

Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2019 Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar 10 ferðir. Ferðirnar tókust allar mjög vel og vorum við mjög heppin með veður í sumar. Börnin stóðu sig öll með prýði og hafa greinilegan áhuga á umhverfi sínu. Í barnastarfi sumarsins skoðuðum við nærumhverfið og fræddumst um náttúruna, fórum í bátsferð út í Mikley, heimsóttum Flatey og Papós. Björn G. Arnarson fór með börnin út í Ósland og sagði þeim frá lífríkinu og lífsháttum fugla og tókst honum að gera alla mjög áhugasama. Steinunn Hödd starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs fór með okkur í ferð um þjóðgarðinn og sýndi áhugasömum börnum lífríkið í nágrenni Haukafells. Farið var inn að Hólmi í Laxárdal að skoða minjar og lúruveiðin með Jóni Þorbirni var vinsæl að vanda og voru farnar 2 ferðir þann daginn. Ágætis afli var í ferðunum. Óvissuferðin tókst mjög vel þar sem farið var í Haukafell þar gæddu börnin sér á pylsum og svala. Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðunum og öllum þeim sem lögðu lið. Svona starf getur ekki gengið nema með velvilja samfélagsins og hans njótum við svo sannarlega. Sérstakar þakkir fá: Fallastakkur ehf., starfsmenn Flateyjar, Björn Arnarson, Steinunn Hödd Harðardóttir, Jón Þorbjörn Ágústsson, starfsmenn Hafnarinnar og bílstjórar. Hlökkum til að sjá sem flesta með okkur á næsta ári. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Fleiri myndir frá barnastarfinu eru á facebooksíðu stofnunarinnar: Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Eyrún Helga Ævarsdóttir.

Strandhreinsun á Suðurfjörum sunnudaginn 22. september Alþjóðlegi hreinsunardagurinn (e. World Cleanup Day) er nú um helgina og af því tilefni bjóða Umhverfissamtök Austur-Skaftafellsýslu öllum til strandhreinsunar á Suðurfjörum, áður var áformað að fara á laugardegi en vegna veðurspár hefur ferðinni verið frestað til sunnudags. Á Norræna strandhreinsunar­ deginum í maí síðastliðnum voru Suðurfjörur hreinsaðar að hluta og tókst vel til. Þá voru hreinsaðir um fjórir km af strandlínunni og tóku um 115 sjálfboðaliðar þátt. Mikið rusl berst úr sjó á fjörur landsins en árangur hreinsunarinnar núna í vor er auðsjáanlegur því mikill munur er á því svæði sem hreinsað var og á aðliggjandi svæðum. Það er því spennandi að halda áfram og

stefna að því að klára verkið. Við hvetjum alla sem tök hafa á að rétta hjálparhönd næsta laugardag, enda er fátt betra en útivera í hornfirskri náttúru með góðum hópi fólks. Eigendur jeppa með kerru og dráttarvéla með ámoksturstækjum eru sérstaklega hvattir til að mæta með sínar vélar því mikið er um stórt og grafið rusl í fjörunni, svo sem kaðlar og net, sem ekki er hægt að ná upp nema með aðstoð véla. Mæting er kl. 11:00 á Suðurfjörur, ekið er niður austan við Hólmsá en einnig er hægt að sameinast í bíla við Nýheima, brottför þaðan kl.10:30 Gert er ráð fyrir að vera til kl.14:00 í fjörunni og eftir þann tíma bjóđða Nettó og kvenfélagiðđ Eining þátttakendum í súpu.

Komið klædd eftir veðri og með góða hanska en einnig er gott að hafa meðferðist margnota poka. Sjá nánar á Facebooksíðunni

Umhverfissamtök Skaftafellssýslu.

Austur-


2

Fimmtudagurinn 19. september 2019

Vinir í bata - 12 sporin

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Miðvikudaginn 25. september hefst 12 spora starfið á nýja leik í Hafnarkirkju kl. 17:00 – 19:00. Allir velkomnir. Sjá nánar um Vini í bata á http://www.viniribata.is

Sigríður Sveinsdóttir Háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagna 26. og 27. september n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Haustfundurinn 2019 Haustfundurinn verður haldinn í Ekru sunnudaginn 22. sept. kl. 14:00. Vetrardagskráin kynnt og rædd ásamt fleiri málum sem liggja fyrir. Gestir fundarins verða: GUÐRÚN DADDA ÁSMUNDARDÓTTIR framkvæmdastj. HSU á Hornafirði og HERDÍS WAAGE INGÓLFSDÓTTIR tómstundafulltrúi. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og aðrir sem hafa áhuga á starfi félagsins. KAFFIVEITINGAR. STJÓRN FEH.

Aukahlutverk í erlendu kvikmyndaverkefni // Greitt verkefni Leitum að fólki á Austurlandi af öllum þjóðernum til að taka þátt í hópsenu í myndinni sem George Clooney leikstýrir. Tökur eru við Höfn í Hornafirði. Ekki er krafist neinna leikhæfileika. Tökutímabilið er 20. október - 7. nóvember og er óskað eftir fólki sem getur auðveldlega fengið sig laust 2-3 daga á þessu tímabili. Tökur geta breyst með stuttum fyrirvara og biðjum við fólk að hafa það í huga. Erum með opnar prufur / skráningar fyrir þetta verkefni núna 19. - 22. september í Vöruhúsinu, Hafnarbraut 30 - gengið inn bakvið og upp brunastigann

FLÓAMARKAÐUR Markaðurinn verður haldinn laugardaginn 5. október á Hafinu, Heppuvegi 5, frá kl. 12:00 – 15:00. Markaðurinn er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Hafsins og Hirðingjanna.

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Fimmtudaginn 19.septemberkl 16:00 - 20:00 Föstudaginn 20. september kl. 16:00 - 20:00 Laugardaginn 21.septemberkl. 13:00 - 17:00 Sunnudaginn 22. september kl. 13:00 - 17:00 Allir áhugasamir velkomnir ! Látið orðið berast. Eskimo

Viltu læra að nudda Vöðvanuddsnámskeið hefst 17. október. Kennt sex fimmtudaga frá 17:30 til 20:30 Skráning og uppl. í 822-0727 eða gunnar@dao.is Gunnar L. Friðriksson Heilsunuddari


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 19. september 2019

3

Rannsókn um líðan ungs fólks

Fyrirtækið Rannsóknir og Greining stendur fyrir árlegum rannsóknum um hag, líðan og vímuefnaneyslu ungs fólks á landinu öllu. Sveitarfélagið Hornafjörður er þátttakandi í þessum rannsóknum og kaupir þær skýrslur sem koma frá okkar skólum. Annað hvert ár eru stórar rannsóknir hjá ungmennum í 8.-10. bekk sem heita Hagir og líðan ungs fólks og fjalla um lýðheilsu ungs fólks á Höfn og annað hvert ár er einungis könnuð vímuefnaneysla. Í yngri bekkjunum þ.e. 5.-7. bekk er stór skýrsla á tveggja ára fresti sem heitir Hagir og líðan barna. Ungt fólk rannsóknarröðin nær yfir öll börn og ungmenni á Íslandi í 5.-10. bekkjum grunnskóla og eru um 4000 þátttakendur á ári hverju. Rannsóknirnar eru framkvæmdar með spurningalistum er hafa að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, stuðning foreldra og jafningja, skipulagt íþróttaog tómstundastarf, neyslu vímuefna, árangur í námi, félagslegar aðstæður og fleira. Niðurstöður rannsóknanna eru nýttar í tvennum tilgangi: annars vegar fyrir skrif og birtingar vísindagreina í erlendum ritrýndum tímaritum og hins vegar sem verkfæri fyrir fagaðila sem starfa á vettvangi með börnum og unglingum í sveitarfélögum landsins til stefnumótunar í forvarnavinnu. Sú vinna sem fram hefur farið á vettvangi á Íslandi frá árinu 1997

hefur skilað sér í umtalsverðri minnkun á neyslu áfengis og vímuefna meðal ungs fólks. Þetta sýna rannsóknirnar glögglega. Í ár 2019 fengum við tvær skýrslur – vímuefnaneyslu ungmenna og Hagir og líðan barna. Úr báðum skýrslum eru niðurstöðurnar okkur í hag ef þær eru bornar saman við landið í heild. Jafnframt hefur neysla áfengis og annarra vímuefna minnkað til muna ef skýrslan í ár er borin saman við fyrri skýrslur frá Höfn. Má það meðal annars þakka aukinni samveru foreldra og barna, foreldrar þekkja betur til vina barna sinna og foreldra þeirra en áður, foreldrar vita oftast hvar börn þeirra eru og útivistartíminn er betur virtur. Fylgni þessara þátta hefur hækkað á milli ára sem sýnir okkur það að samvera foreldra og barna hefur sterkt forvarnargildi. Íþróttaiðkun barna fjórum sinnum í viku eða oftar er mun hærri hér en á landsvísu, einnig er hlutfall nemenda sem stunda tónlistarnám hærra hér en á landinu í heild. Önnur þátttaka í félags- eða tómstundastörfum er mun lægri í 5. og 6. bekk en í 7. bekk er þátttakan hér mun hærri en á landsvísu. Skjátími barna á dag við að horfa á sjónvarp eru að meðaltali um 1 klst. en tölvuleikirnir eru að meðaltali um 3 klst. hjá drengjum en stelpurnar spila minna tölvuleiki en netnotkun þeirra á samfélagsmiðlum eru frá 1 klst.

upp í 3 klst. á dag. Þess ber að geta að gefinn hefur verið út viðmiðunartími um skjánotkun og þar er miðað við 120 mínútur á dag fyrir börn í 5.-7. bekk. Lestur bóka annarra en skólabóka er að meðaltali hálf til 1 klst. á dag og sami tími fer í að lesa texta á netinu. Líðan barnanna í skólanum er upp til hópa góð og samkvæmt svörun þeirra eiga þau flest góða vini, annað heyrir til undantekningar. Við getum alltaf á okkur blómum bætt eða gert gott betra.

Foreldrar eru mikilvægasta fólkið í lífi barna sinna. Jákvæð samvera barna og foreldra ýtir undir sterkari tengsl, góð samskipti og ánægjulegar minningar og það er ekki síður mikilvægt þegar komið er á unglingsaldur. Þá skiptir máli að foreldrar styðji enn við og taki virkan þátt í skólastarfi, íþróttaiðkun og tómstundastarfi barna sinna og þekki vini þeirra.


4

Fimmtudagurinn 19. september 2019

Borgþór ráðinn slökkviliðsstjóri

Steinþór afhendir Borgþóri lykla af húsakynnum Slökkviliðs Hornafjarðar.

Steinþór Hafsteinsson hefur látið af störfum sem slökkviliðsstjóri hann hefur starfað hjá Slökkviliði Hornafjarðar í 50 ár þar af 40 ár sem slökkviliðsstjóri. Borgþór Freysteinsson var ráðinn slökkviliðsstjóri, en hann hefur starfað hjá Slökkviliði Hornafjarðar frá árinu 1996 sem slökkviliðsmaður og varðstjóri. Borgþór hefur starfað hjá sveitarfélaginu sem eldvarnarfulltrúi frá árinu 2007. Borgþór er löggildur slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður, hann hefur einnig lokið fjölda námskeiða fyrir slökkviliðsmenn og stjórnendur í slökkviliða. Slökkviliðstjóri fer með daglega stjórn Slökkviliðs Hornafjarðar, stjórn slökkvistarfa við eldsvoða og stjórn á vettvangi við mengunaróhöpp á landi. Hann hefur umsjón og skipulag með fræðslu slökkviliðsmanna og þjálfun og önnur starfsmannamál.

Eystrahorn

Nýr félagsmálastjóri ráðinn Í vor var auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf félagsmálastjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Erla Björg Sigurðardóttir yrði ráðin. Erla er félagsráðgjafi MA frá Háskóla Íslands og sérfræðingur á sviði félagsþjónustu og áfengis og annars vímuefnavanda. Á tímabilinu 2002-2019 starfaði hún hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í almennri félagsþjónustu, starfs­ endurhæfingu, forstöðumaður í búsetuúrræðum, við úttektir og greiningar á framkvæmd þjónustu og síðast liðin 5 ár sem deildarstjóri gæða og rannsókna á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs. Erla er aðjúnkt við félagsráðgjafadeild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á framkvæmd almennrar og sértækrar félagsþjónustu í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Starfið felur m.a. í sér vinnu við stefnumótun og áætlanir í þeim málaflokkum, sem undir hann heyra. Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum barna og ungmenna ásamt málefnum fatlaðs fólks og heimaþjónustu auk umsjónar með húsnæðismálum. Félagsmálastjóri vinnur að auki með viðeigandi aðilum að málefnum aldraðra jafnframt því að taka þátt í vinnuhópum, ráðum, teymisvinnu ásamt öðrum fjölbreyttum faglegum verkefnum. Félagsmálastjóri er starfsmaður félagsmálanefndar og öldungaráðs og undirbýr fundi nefndarinnar og boðar þá.

HEYRNARÞJÓNUSTA

Verðum Verðumááheilsugæslunni heilsugæslunni ááHöfn í Hornafirði Selfossi föstudaginn október föstudaginn4.28. apríl Verið Veriðvelkomin velkomin

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

Góð heyrn glæðir samskipti Tímapantanir 534 9600 Heyrn - Hlíðarsmára Heyrn Hlíðasmári19 11 201 Kópavogi - www.heyrn.is 201 Kópavogi heyrn.is

Manstu eftir taupokanum?


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 19. september 2019

5

Gleðigjafar Starfsmenn óskast á Heilbrigðisstofnun suðurlands Hornafirði 1. Sjúkraliði í heimahjúkrun heilsugæslunnar.

Menntunar- og/ eða hæfniskröfur

Nú er vetrarstarf kóranna á Höfn að byrja, og spennandi vetur framundan. Gleðigjafar eru þar á meðal að hefja sitt starf. Árið 1994 var haldið landsmót kóra eldri borgara, ( þar sem við tókum þátt ) og þá má segja að kórastarf þeirra hafi byrjað af alvöru á landsvísu. Nú eru starfandi kórar eldri borgara mjög víða og eru menningarprýði hvers sveitarfélags eins og aðrir starfandi kórar staðanna. Eðli málsins samkvæmt þurfa kórar að manna hópinn nýliðum af og til, annars virkar ekki starfsemin. Gleðigjafar er kór söngfólks 60 ára og eldri, og viljum við núna auka við okkar hóp......við nefnilega eldumst. Þú þarft lesandi góður ekki að vera stórsöngvari, eða tónlistarmenntaður til að hafa gaman af að syngja. Ekki er verra að gera það í góðum hópi, svosem einu sinni í viku nema mikið standi til. Gleðigjafar er ekki kór bara fyrir Hafnarbúa, hann á að ná langt út fyrir pípuhlið! Við í kórnum tökum vel á móti ykkur, verið óhrædd að gefa ykkur fram, karlar og konur. F.h. Gleðigjafa, Gulla Hestnes

• • • • • •

Sjúkraliðamenntun Vilji til að starfa eftir gildum stofnunarinnar sem eru Alúð – Öryggi – Þekking Áhersla lögð á háttvísi, góðvild, gagnkvæma virðingu, stundvísi og heiðarleika Þarf að búa yfir vilja til að sýna náunganum góðvild Krafa um ökuskírteini og getu til tölvunotkunnar Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað á íslensku.

Ábyrgðar – og starfssvið

• Þjónusta einstaklinga í heimahúsum eftir hjúkrunarþörf • Aðstoð við athafnir dagslegs líf, lyfjaeftirlit og sárameðferð • Skipuleggur daglegt starf í samráði við verkefnastjóra heimahjúkrunar

2. Starfsmaður í ræstingum á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði.

• Vilji til að starfa eftir gildum stofnunarinnar sem eru Alúð – Öryggi – Þekking • Áhersla lögð á háttvísi, góðvild, gagnkvæma virðingu, stundvísi og heiðarleika • Umsækjandi þarf að geta talað og lesið íslensku. Umsækjendur þurfa að búa yfir ákveðinni festu, vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Laun samkvæmt kjarasamningu viðeigandi stéttarfélag og Sambands íslenskra sveitafélaga. Umsóknarfrestur er til 6. október 2019 Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Guðrúnar Döddu Ásmundardóttur á netfangið gudrunda@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8600.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Ertu með frábæra hugmynd?

opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

1

Menningarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

2

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL KL. 16:00 ÞANN 8. OKTÓBER 2019 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.

STYRKIR@SASS.IS S. 480-8200 WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af


VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 12. - 22. SEPTEMBER

Änglamark matvörur - Lífrænt vottuð

Allar vörur frá Now á 25% afslætti

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Allar vörur frá Atkins á 25% afslætti

25%

25%

Allar vörur frá Nick´s á 25% afslætti

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Allar vörur frá Sistema á 20% afslætti

Nano pönnukökur á 25% afslætti

20%

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

KETÓ VEGAN LÍFRÆNT UPPBYGGING HOLLUSTA ERFIÐ FITNESS KRÍLIN UMHV ALLT AÐ

25% ÁTTUR AFSL AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM

Lægra verð – léttari innkaup

KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á Heilsudögum.

ER 2019 TILBOÐIN GILDA 12. - 22. SEPTEMB

Heilsudagar standa yfir dagana 12. - 22. september 2019 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.