Eystrahorn 33.tbl 2021

Page 1

Eystrahorn 33. tbl. 39. árgangur

Fimmtudagurinn 30. september 2021

www.eystrahorn.is

Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Lögð verður áhersla á fjögur svæði þar sem umferð og álag eru mest: Athafnasvæðin við Fjallsárlón og Jökulsárlón ásamt svæðinu frá þjóðvegi að jökuljaðri austan megin (Þröng) og svæðinu frá þjóðvegi að jaðri jökulsins að vestanverðu (Námuvegur/Breiðá). Könnuð verða þolmörk náttúru, innviða og menningarminja í ljósi vaxandi

umferðar ferðafólks um svæðið. Einnig verða viðhorf ferðafólks á Breiðamerkursandi könnuð og mun Rannsóknamiðstöð ferðamála standa að þeim hluta rannsóknarinnar. Verkefnið er liður í Vörðu, sameiginlegu verkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Varða byggir á heildstæðri nálgun í stjórnun áfangastaða og er Breiðamerkursandur einn af fjórum fyrstu áfangastöðunum sem unnið er með í verkefninu. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir er verkefnastjóri rannsóknaverkefnisins.

Guðmundur Reynir valinn í u15 ára landsiðið

Dagana 20. – 24. september hélt undir 15 ára landslið Íslands til Finnlands að spila tvo æfingarleiki við heimamenn í Finnlandi. Leikirnir fóru fram í Mikkeli. Ungmennafélagið Sindri átti þar glæsilegan fulltrúa. Guðmundur Reynir Friðriksson markmaður úr 3 flokki Sindra var valinn í hópinn eftir flotta frammistöðu með Sindra liðinu. Guðmundur var í byrjunarliðinu í seinni leik liðsins og stóð sig vel þó leikurinn hafi tapast. Þetta er góð viðurkenning fyrir það góða starf sem er unnið innan Sindra og vonandi að fleiri leikmenn fylgi í kjölfarið í framtíðinni. Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með fyrsta landsleikinn og flottan árangur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.