Eystrahorn 33.tbl 2021

Page 1

Eystrahorn 33. tbl. 39. árgangur

Fimmtudagurinn 30. september 2021

www.eystrahorn.is

Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Lögð verður áhersla á fjögur svæði þar sem umferð og álag eru mest: Athafnasvæðin við Fjallsárlón og Jökulsárlón ásamt svæðinu frá þjóðvegi að jökuljaðri austan megin (Þröng) og svæðinu frá þjóðvegi að jaðri jökulsins að vestanverðu (Námuvegur/Breiðá). Könnuð verða þolmörk náttúru, innviða og menningarminja í ljósi vaxandi

umferðar ferðafólks um svæðið. Einnig verða viðhorf ferðafólks á Breiðamerkursandi könnuð og mun Rannsóknamiðstöð ferðamála standa að þeim hluta rannsóknarinnar. Verkefnið er liður í Vörðu, sameiginlegu verkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Varða byggir á heildstæðri nálgun í stjórnun áfangastaða og er Breiðamerkursandur einn af fjórum fyrstu áfangastöðunum sem unnið er með í verkefninu. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir er verkefnastjóri rannsóknaverkefnisins.

Guðmundur Reynir valinn í u15 ára landsiðið

Dagana 20. – 24. september hélt undir 15 ára landslið Íslands til Finnlands að spila tvo æfingarleiki við heimamenn í Finnlandi. Leikirnir fóru fram í Mikkeli. Ungmennafélagið Sindri átti þar glæsilegan fulltrúa. Guðmundur Reynir Friðriksson markmaður úr 3 flokki Sindra var valinn í hópinn eftir flotta frammistöðu með Sindra liðinu. Guðmundur var í byrjunarliðinu í seinni leik liðsins og stóð sig vel þó leikurinn hafi tapast. Þetta er góð viðurkenning fyrir það góða starf sem er unnið innan Sindra og vonandi að fleiri leikmenn fylgi í kjölfarið í framtíðinni. Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með fyrsta landsleikinn og flottan árangur.


2

Eystrahorn

HAFNARKIRKJA HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudagaskólinn 3.október kl. 11:00 Við munum heyra sögu, syngja lög, dansa og hafa gaman. Hressing eftir stundina. Verið velkomin í kirkjuna Hlökkum til að sjá ykkur.

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Bleik helgistund í Hafnarkirkju sunnudaginn 3.október kl. 17

í tilefni af bleikum október. Hugleiðingu flytur Eyrún Axelsdóttir Kaffi og kruðerí eftir stundina. Hvetjum alla til að mæta í einhverju bleiku. Tekið verður við frjálsum framlögum til Krabbameinsfélags Suðurlands eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin Prestarnir

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Kæru félagar Fyrsta samvera haustsins verður í Ekru föstudaginn 1. október kl. 17:00 Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar fjallar um safnamuni og fleira fróðlegt og skemmtilegt. Fjölmennum nú Munið Haustfundinn í dag fimmtud. 30. september kl 17:00.

Andlát Ástkær faðir okkar tengdafaðir og afi

AA fundir Reglulegir AA fundir eru haldnir í Safnaðarheimili Hafnarkirkju miðvikudaga kl. 20:00 laugardaga kl. 17:30 Fundir eru opnir öllum sem kynna sér reglur samtakanna

Sigríður Sveinsdóttir háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 14. og 15. október n.k. Tímapantanir á heilsuvera.is og í síma 4322900 virka daga milli kl. 09.00-14.00

Eystrahorn Styrktaráskrift Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Viltu styðja við útgáfu Eystrahorns ? Kynntu þér málið á: www.eystrahorn.is/ styrktaraskrift/

Jens Olsen frá Dynjanda

lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði föstudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 4. október klukkan 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs Sigurbergur Olsen Jóhanna G. Einarsdóttir Þorleifur Olsen Katrín Steindórsdóttir og barnabörn


Eystrahorn

3

Kvenfélagið Tíbrá

Hvað er svona gott við jóga?

Á aðalfundi Kvenfélagsins Tíbrár þann 6. maí síðastliðinn var tekin ákvörðun um að slíta alfarið allri starfsemi Kvenfélagsins Tíbrár og koma eignum þess til annarra aðila. Félagið átti um krónur fjörutíuþúsund inni á bankabók og það var gefið til Hafnarkirkju. Eignarhluti félagsins í Ekru 4,1% var gefinn til Félags eldri Hornfirðinga. Heiðrún, Guðbjörg og Vigdís fóru yfir skjöl og aðrar eignir félagsins. Þökkum þeim fyrir ómetanlegt starf. Fundargerðarbækur og myndaalbúm og fleira er nú komið í vörslu á Héraðskjalasafninu. Með kærri kveðju Stjórn Kvenfélagsins Tíbrár.

AÐAL FUNDUR AÐALFUNDUR SAM KÓRS SAMKÓRS HORNAFJ ARÐAR HORNAFJARÐAR 5.OKTÓBER 2021 KLUKKAN 20:00 SAFNAÐARHEIMILI

Í

HAFNARKIRKJU. HEFÐBUNDIN AÐALFUNDARSTÖRF. LANGAR ÞIG AÐ SYNGJA Í BLÖNDUÐUM KÓR? ! ÞÁ ERUM VIÐ SÁ RÉTTI FYRIR ÞIG.

NN Ý ÝI JIR MEÐLIMIR HJARTANLEGA VELKOMNIR

Jóga er dregið af yoga á sanskrít og merkir eining eða sameining og má segja að með því að iðka jóga sé verið að vinna heildrænt með manneskjuna. Ávinningurinn af jógaiðkun er mikill fyrir líkama, tilfinningar og huga. Í jóga virðum við mörkin okkar og erum ekki í neinni keppni. Í jóga erum við að æfa athyglina í að vera til staðar og safna lífsorku. Margar tegundir jóga eru til en vesturlandabúar iðka sennilega mest Hatha jóga en orðið Hatha þýðir sól og máni og má segja að með iðkun sé verið að vinna með jafnvægi á milli þessara náttúruafla. Við vinnum með öndun, gerum stöður og teygjur ásamt því að hugleiða og slaka á en með því myndast jafnvægi í stoðkerfi líkamans, þ.e. í beinum, hreyfivöðvum og liðamótum. Iðkun jóga hefur einnig áhrif á innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, taugakerfið, öndunarkerfið og meltingarkerfið. Að auki eflist einbeiting og jafnvægi milli líkama og huga. Ávinningurinn af jógaiðkun er mikill og þykir bæta lífsgæði á ýmsan hátt en jóga getur, bætt meltingu, létt á verkjum, td. langvinnum verkjum og mígreni, stuðlað að betri svefngæðum, minnkað kvíða og þunglyndi ásamt því að auka styrk og liðleika. Og hver vill ekki betri lífsgæði? Oft byrjar fólk að stunda jóga eftir erfiðar aðstæður í lífinu og það á einnig við um undirritaða. Eftir áratuga álag, áföll og erfiðleika sagði líkaminn stopp og vildi ekki halda áfram með huganum eða mér! Ég sem sagt keyrði á vegg og í smá tíma sá ég ekki hvernig ég myndi halda áfram eða hvað ég gæti gert. Ég vissi ekki hver ég var, hvað mér fannst gaman eða hvað ég vildi. Eftir að hafa svo prufað allskonar heilsurækt og námskeið stendur jóga iðkunin uppúr og er sú heilsurækt sem hefur hjálpað mér hvað mest í að ná heilsu á ný. Því miður er streita algeng í okkar samfélagi og þykir oft á tíðum kostur, það að hafa brjálað að gera hefur jafnvel talist styrkleikamerki. En þegar við búum við mikið álag í langan tíma þá hefur það neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina og veikir okkur. Þegar áföll dynja á fólki þarf oft að harka af sér og halda áfram, bæla niður tilfinningar og upplifanir til að komast í gegnum erfiðleika. Með iðkun jóga og jóga nidra sem er djúpslökun getum við náð því að halda betur jafnvægi þegar erfiðleikar steðja að okkur. Hugleiðsla og djúpslökun eins og jóga nidra hjálpa okkur að sleppa fortíðinni og ímyndaðri framtíð. Undirrituð getur vitnað um eiginleika og jákvæða hluti sem gerast við jógaiðkun en best er fyrir hvern og einn að prufa til að finna áhrifin. Allir geta stundað jóga og jóga er fyrir alla hvort sem þú ert lítill eða stór, liðugur eða stirður, öll kyn, aldna, unga, já fyrir alla sem vilja

bæta heilsuna og lífsgæðin. Yama yogastudio býður upp á fjölbreytta jógatíma á öllum tímum dags svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Byrjendanámskeið eru sniðug til að læra stöðurnar, öndunartæknina og allt hitt í rólegheitum og í litlum hópum. Framhaldsnámskeið eru góð fyrir þá sem vilja auka við þekkinguna og vera jafnframt í lokuðum hóp. Jóga nidra djúpslökun er frábær leið til að endurraða sér og núllstilla. Í boði erum morguntímar fyrir þá sem vilja taka daginn snemma og njóta áhrifanna allan daginn. Hádegistímarnir henta vel þeim sem hafa tækifæri á því að nota matarhléið sitt til endurnæringar. Tímar á kvöldin eru dásamleg leið til að byrja á að róa sig fyrir svefn með yin teygjum og góðri slökun sem bætir svefngæðin. Í jóga er hver og einn á sínum forsendum og markmiðið er að hlúa að sér og gefa sér tíma í amstri dagsins. Er ekki kominn tími til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti og prufa jóga? Ragnheiður Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og jóga Alliance kennari


4

Eystrahorn

Okkur á Skjólgarði vantar liðsauka Okkur vantar hjúkrunarfræðing í afleysingar í október. Einnig getum við bætt við okkur starfsfólki í umönnun í hlutastarf. Bæði er í boði vaktavinna og dagvinna Leikskólinn Sjónarhóll á Höfn í Hornafirði auglýsir eftir leikskólakennurum og leikskólaleiðbeinendum sem gætu hafið störf strax. Vinnutíminn er 8 – 16.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Jóhönnu framkvæmdastjóra hjúkrunar í síma 855-2305 eða johanna@skjolgardur.is

Helstu verkefni og ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta Laun eru greidd samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 7. október næstkomandi Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

AFL Starfsgreinafélag leitar að ca. 100 fm skrifstofuhúsnæði til langtímaleigu eða til kaupa. Húsnæðið má vera ófrágengið eða þarfnast lagfæringa. Vinsamlega sendið upplýsingar og fyrirspurnir á netfangið asa@asa.is AFL Starfsgreinafélag.

SUNDLAUG HORNAFJARÐAR Vetraropnun Viljum minna á vetraropnun hjá Sundlug Hornafjarðar er frá 1.október til 14. maí. Mánudaga til föstudaga Laugardaga og sunnudaga

06:45 - 21:00 10:00 - 17:00

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar


Í formi mótið verður um næstkomandi helgi. Undanfarin ár hefur mótið tekist mjög vel og almenn ánægja þátttakenda og þeirra sem standa að mótinu. Nú er þess vænst að fleiri þátttakendur verði með en áður. Allir sem tök hafa á eru hvattir til að vera með. 5

Eystrahorn

íFormi endurvakið

íFormi mótið verður haldið laugardaginn 2. október. Í FORMI Keppt verður í fjölbreyttum íþróttum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. íFormi er fyrir einstaklinga 35 ára og eldri, og er miðað við fæðingaár. Þátttökugjald er 2.500 kr. í mótið og geta keppendur tekið þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til. Hér fyrir neðan kemur dagskrá fyrir mótið og upplýsingar fyrir skráningu. Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

08:00 Golf Spilaðar verða 18 holur á Silfurnesvelli. Skráning fer fram í gegnum golfbox. Einnig er hægt að senda tölvupóst til að skrá sig. 10:00 Hlaupið fyrir Horn Hlaupið er frá Papósi og að Litla Horni. Vegalengdin er 10km. Reynt verður að sameina í bíla til að flytja keppendur frá Litla Horni. Föstudagskvöld 12:00 4 á 4 fótboltamót • Bridge í Heppuskóla kl 18:00 Keppt verður 4 á 4 á battavellinum við hliðina • Hornafjarðarmanni í Heppuskóla kl 20:00 á íþróttahúsinu. Við hvetjum keppendur til að búa til lið. Annars er hægt að skrá sig ogLaugardagur greinarstjóri finnur lið fyrir viðkomandi.

Keppnisgreinar

• Golf byrjar á Silfurnesvelli kl 10:00 og stendur allan

13:00 3 á 3daginn körfuboltamót (skráning í golfskála) • Blak kl 09:00Við til 10:30 Keppt verður 3 ákvenna 3 inni íí íþróttahúsi íþróttahúsinu. hvetjum keppendur í íþróttahúsi kl 10:30 til 12:00 til að búa •tilBlak lið. karlar Annars er hægt að skrá sig og greinarstjóri • Lengra hlaupið (12,6km) kl 10:30 til 11:30 á finnur lið fyrir viðkomandi. frjálsíþróttavelli

14:00 Sund • Styttra hlaupið (6 km) 10:45 til 11:30 á frjálsíþróttavelli Keppnisgreinar verða auglýstar síðar. eftir hádegi

15:00 Frjálsar íþróttir Keppt verður í 100m, kúluvarpi, langstökki og boðhlaupi. Keppnin fer fram á íþróttasvæðinu. 16:00 Badminton Keppt verður í einliðaleik. Húsið opnar 19:30, borðhald hefst Ennþá er hægt að bæta keppnisgreinum. Ef kr. einhvern hefur stundvíslega kl.við 20:00 (matur og mót 7.500,-) áhuga á að taka að sér og sjá um keppnisgrein er það minnsta mál að hafa samband við Jóhann Berg.

Skemmtun í Pakkhúsinu

MatseðiLL:

Forréttur: smáréttir. Humar,Nóra, hörpuskel, Keppendur gangaBlandaðir frá greiðslu í gegnum tvíreykt hangikjöt, saltfiskur ogSkráning hráskinka. í https://hornafjordur.felog.is/. keppnisgreinar skal senda á johannbergur@ aðalréttur: Hægeldað lamb og langtímaelduð umfsindri.is, fram þarf að koma nafn og greinar grísasíða með BBQ teriyaki, rótargrænmeti og sem á að keppa í. rauðvínsgljáa.

eftirréttur: Skyr, súkkulaði, hafrar og rabbabari

• • • • •

Brennibolti konur 12:00 til 14:00 á íþróttasvæði Knattspyrna karlar á íþróttasvæði 12:00 til 14:30 Hnit í íþróttahúsi frá kl 13:00 til 14:30 Skráning í greinar í frjálsum á íþróttavelli kl 13:45 Frjálsar hefjast kl 14:00 á frjálsíþróttavelli Eystrahorn hefur verið gefið út frá því 1983 og hefur verið sent • Kl. 14:00 80m konur 30 -44 ára á hvert heimili í sveitarfélaginu, íbúum að kostnaðarlausu, • Kl. 14:05 80m konur 45 og eldri undanfarin ár. Flestir eru sammála um að útgáfa sem þessi er Kl. 14:10 80m karlar 45okkar. og eldriÚtgáfan stendur oft mikilvægur• þáttur í samfélaginu Kl.gæti 14:15ekki 80mstaðið karlar 30-44 mjög tæpt• og undir ára sér nema fyrir framlag Kl 14:20 og Kringla karlar, kúla konur. fyrirtækja, •stofnanna einstaklinga á svæðinu. • Kl 15:00 Langstökk konur og karlar útgáfu blaðsins Við óskum því eftir því að Hornfirðingar styrki • Kl 15:45 Kúla karla, Kringla konur t.d. með mánaðarlegu framlagi. Nýtt kerfi hefur verið sett upp • Kl 16:20 Hástökk og karlar á heimasíðu Eystrahorns þar konur sem hægt er frjálsaðferð að styrkja blaðið • Knattspyrna konur 15:30 á íþróttasvæði með auðveldum hætti meðklmánaðarlegum greiðslum. Hægt

Eyjólfur Kristjánsson

Styrktaráskrift Eystrahorns

stórsöngvar mun taka lagð í Pakkhúsinu á meðan kvöldverði stendur.

Eftir borðhald verður pöbbastemning í kjallaranum fram eftir nóttu. Aldurstakmark 25ár

er að segja upp áskriftinni hvenær sem er. á www.iformi.is Þökkum þeimSkráning sem nú þegar styðja við útgáfuna.

1 www.eystrahorn.is/styrktaraskrift

2

SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF Nóna ehf

Steinsmíði

Páll Róbert Mattíasson • 693 7014

3 Þitt framlag styrkir útgáfu blaðsins, kærar þakkir eystrahorn@eystrahorn.is www.eystrahorn.is sími: 848-3933

Láttu þér líða vel

Rúm, dýnur og gaflar í mörgum stærðum og gerðum. Gjafavara í miklu úrvali Opið virka daga frá kl. 13:00-18:00 Símar: 478-2535 / 898-3664


Fljúgum inn í veturinn með fjölda tilboða Við fjölgum nettilboðum í hverri flugferð og lækkum verð nettilboða og barnafargjalda til 14. nóvember

Flugáætlun Mán Frá Reykjavík

Þri

l

Mið

Fim

l

Fös

Lau

Sun

l l l l

Frá Höfn í Hornafirði

l

l

l

l

l l l l

l

l

Brottför Lending 08:55 13:20

09:50 14:15

14:00

14:55

16:35

17:30

17:30

18:25

10:10 14:40

11:10 15:40

15:15

16:15

17:55

18:55

18:45

19:45

Flugáætlun gildir frá 1. október 2021

ernir.is | 562 4200 | ernir@ernir.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.