Eystrahorn 34.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 13. október 2016

34. tbl. 34. árgangur

Sögur í Listasafni Svavars Guðnasonar Sigurður Mar ljósmyndari opnar ljósmyndasýninguna “Sögur í Listasafni Svavars Guðnasonar, föstudaginn 21. október. Á sýningunni mun Sigurður sýna myndir sem hann hefur unnið í ljósmyndabók sína “Sögur”. Myndirnar eru í þjóðsagnastíl enda hefur Sigurður Mar haft áhuga á þjóðsögum frá því að hann man eftir sér. Hann er alinn upp við trú á álfa og huldufólk á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, fæðingarstað Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Hann hefur starfað við ýmisskonar ljósmyndun um árabil en lengst af sem fréttaljósmyndari. Þar er gjarnan miðað við að myndin geti staðið ein og sagt alla söguna án texta sér til stuðnings. Sigurður hverfur frá þessari reglu á sýningunni og í bókinni og myndirnar eru

augnablik í atburðarás sem enginn veit um hver er þannig að myndin segir alls ekki alla söguna. Innblástur að myndunum sækir Sigurður í Þjóðsögur og ævintýri, goðafræði og í náttúruna sjálfa en hann segir að margir staðanna sem myndirnar eru teknar á, hafi kallað fram ákveðnar kringumstæður sem hann hafi svo síðar fest á filmu. Gert er ráð fyrir að ljósmyndabókin “Sögur” komi út sama dag og sýningin verður opnuð. Bókin er óvenjuleg að því leyti að í henni eru engin orð heldur

aðeins ljósmyndir. Myndir sem gefa vísbendingar um aðstæður, atburði eða augnablik og skilja eftir spurningar sem lesandinn

verður að leita svara við hjá sjálfum sér og spinna upp sínar eigin sögur.

Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Hornafjörð Hornafjörður hefur notið góðs af fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár, líkt og víða annars staðar. Ekki síst er það jökullinn og nágrenni hans sem laðar að, svo og bæjarlífið og einstæð staðsetningin. Fjöldi ferðamanna hefur til að mynda aldrei komist í návígi við fiskibáta eða fiskvinnslur. Það er léttara yfir mannlífinu, ný fyrirtæki verða til, margt af fólk á ferli og grundvöllur skapast fyrir margvíslega þjónustu sem tengist ferðamönnum og bæjarbúar og nærsveitamenn njóta góðs af. Þessara jákvæðu áhrifa ferðamannsins gætir víða um land. Ferðamaðurinn er mikilvæg lyftistöng fyrir landshlutana sem hann heimsækir og hann skilar þjóðarbúinu dýrmætum gjaldeyri. Á þessu ári er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn skili 440 milljörðum króna í gjaldeyristekjur og að ríkissjóður fái 70 milljarða króna af þeirri upphæð gegnum skatta og gjöld.

Þörf fyrir umræðu um uppbyggingu Í ljósi þessa mikla ávinnings af ferðaþjónustunni sætir furðu hvað lítil umræða hefur verið meðal stjórnmálamanna um aðgerðir til að tryggja eðlilega uppbyggingu ferðaþjónustunnar – okkur öllum til hagsbóta. Aðallega sýna talsmenn stjórnmálaflokkanna áhuga á því að ná meiri peningum af erlendu ferðamönnunum með gjaldheimtuhugmyndum. En það eru ekki fjármunir sem helst vantar, heldur aðgerðir til að tryggja þau tækifæri sem í ferðaþjónustunni felast til framtíðar. Ef ferðaþjónustan á að halda áfram að dafna og starfa í sátt við land og þjóð, þá gengur ekki lengur að stjórnmálin sitji hjá. Við getum ekki tekið við rúmlega tveimur milljónum ferðamanna á næsta ári með sóma nema ráðist verði í uppbyggingu innviða, fyrst og fremst með því að bæta samgöngur og auka öryggi

Grímur Sæmundsen

vegfarenda og gera úrbætur á vinsælum ferðamannastöðum. Ekki síður þurfa sveitarfélögin að fá nýjan tekjustofn til að mæta margvíslegum útgjöldum sem fylgja komu gestanna. Fundur með oddvitum flokkanna í Suðurkjördæmi

Til að upplýsa stjórnmálamennina um stöðuna og eiga samtal við þá standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum með oddvitum stjórnmálaflokkanna. Fundurinn fyrir Suðurkjördæmi verður haldinn á Hótel Selfossi

Helga Árnadóttir

mánudaginn 17. október næstkomandi kl. 20. Allir eru velkomnir og einnig verður bein útsending frá fundinum á vefsíðu SAF og upptaka af honum verður sýnd á sjónvarpsstöðinni N4. Nú er það okkar að nýta tækifærið og mæta á þessa fundi, taka samtalið, hlusta og meta. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.


2

Fimmtudagurinn 13. október 2016

Hofskirkja

Sunnudaginn 16. október Messa kl 14:00 Sr. Sigurður og Kristín kveðja söfnuðinn Kaffiveitingar í Hofgarði eftir messu.

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

Sunnudagur 16. október Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

2016

Barnasálmar og sögur verða í forgrunni. Öll börn sem koma fá glaðning. Komum í kirkju og höfum gaman. Prestarnir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Samverustund Munið SAMVERUSTUNDINA á föstudaginn kl. 17:00. Sýndar verða myndir frá SUMARFERÐINNI á Snæfellsnesið. Við syngjum líka. Umsjón hafa Gróa Ormsdóttir og Helga Örvars. Fjölmennið !

Ferðafélag AusturSkaftfellinga

Útivera hressir líkama og sál.

Laugardag 15.október Flá hjá Hvalnesi og fjöruskoðun. Gengið frá mynni Hvaldals. Hækkun 400-500m. Stutt ganga en smá á fótinn upp á FLá, kíkjum svo í fjöruna við Hvalnesvita. Lagt af stað frá tjaldstæði Hafnar Þjónustumiðstöð SKG. kl. 10:00 Ferðatími 4-5 klst. Munið nesti og klæðnaður eftir veðri. Frekari upplýsingar gefur Ragna s. 662-5074 Njótum haustsins og göngum saman. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur. Ferðanefndin.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Fundarboð Fundur fyrir foreldra iðkenda í 7.-4.fl kk og kvk, í knattspyrnu verður mánudaginn 17. október kl. 20:00 í Hafnarskóla

Kynning á yngriflokka ráði, þjálfurum, farið yfir vetrarstarfið og ýmis önnur mál verða rædd.

Fundur fyrir foreldra og iðkendur 3.fl kk og kvk, í knattspyrnu verður miðvikudaginn 19. október kl. 20:00 í Hafnarskóla

Hvetjum alla foreldra til að mæta. Yngriflokkaráð Sindra


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 13. október 2016

3

Síðastliðið laugardagskvöld var haldið góðgerðarkvöld á Smyrlabjörgum þar sem sonur okkar Ægir Þór Sævarsson var meðal þeirra sem hlutu góðgerðarstyrk en Ægir greindist í sumar með alvarlegan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem kallast DMD eða Duchenne muschular dystropy. Við Sævar erum mjög snortin af þeim hlýhug og samkennd sem okkur var sýndur með þessum

viðburði og viljum við þakka öllum þeim sem komu að þessu kærlega fyrir. Einnig þökkum við öllu því góða fólki sem styrkti þetta framtak, það er ómetanlegt að finna slíkan stuðning og góða strauma frá samfélaginu.

Þakkir

Með hjartans þökk fyrir stuðninginn. Hulda Björk, Sævar Rafn og fjölskylda

Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 24. og 25. október nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum

Afurðasala haustið 2016

Afurðasala Norðlenska á Höfn haustið 2016 verður opin dagana 17. – 21. október. Pantanir skulu berast til Önnu Kristínar á netfangið annak@nordlenska.is eða í síma 460-8834 (840-8877 frá og með 17. október).

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. október

Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. október. Næsta skoðun 21., 22. og 23. nóvember.

þegar vel er skoðað

Viðtalstími lánasérfræðinga Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu Þekkingarseturs Nýheima, Litlubrú 2, Höfn þann 20. október n.k. á milli 15:00-16:30. Núverandi og nýjir viðskiptavinir velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun.

ATVINNA Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir kvenmann. Helstu verkefni: Afgreiðsla, þrif og almennt eftirlit með húsinu og gestum. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir: Gunnar Ingi Valgeirsson í síma 899-1968. Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 24. október 2016 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirsson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.

Sími 455 5400 Fax 455 5499

postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is


Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann. Verksvið Hópferðaakstur, dekkjaverkstæði og fleira. Upplýsingar gefur Guðbrandur Bugðuleiru 2 sími 894-1616

Fræðsla í bleikum mánuði. Bleiki dagurinn.

Krabbameinsfélag Suðausturlands minnir á á föstudaginn 14. október er bleiki dagurinn. Í tilefni dagsins verðum við í Nettó frá kl. 15:00 sýnum myndbönd og kynnum bleika mánuðinn. Í ár er áhersla lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini . Gaman verður að sjá einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir taka þátt í deginum með því að skreyta og eða klæðast einhverju bleiku .

Fræðslukvöld verður haldið fimmtudagskvöldið 20. október, kl. 20:00 í Nýheimum. Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands flytur erindi um brjóstakrabbamein og kvenheilsu. Konur á öllum aldri takið kvöldið frá og njótið í bleiku. Aðgangur ókeypis.

Krabbameinsfélag Suðausturlands

SMÁSKIPANÁMSKEIÐ 12 m og styttri Nám í stað- og fjarnámi Smábátanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30 brl. réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteini nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði og samlíkir, siglingareglur, stöðugleiki skipa, slysavarnir, siglingatæki og fjarskipti. Kennt verður í lotum þrjá daga í senn í staðnámi en nemendur síðan vinna verkefni á milli. Fyrsta lota verður kennd 20.-22. október, næsta lota viku seinna 27.-29. október, síðan hálfum mánuði seinna, 10.- 12. nóvember og 17.-19. nóvember, sem yrði kennsla og próf. Nánara fyrirkomulag verður kynnt í upphafi námskeiðsins. Námið er háð því, að tilskildum lágmarksfjölda verði náð. Verð 137.000. Námsgögn innifalin. Athugið niðurgreiðslu frá stéttarfélagi. Skráningarfrestur til 18. október. Skráning og nánari upplýsingar í síma 470-8070 og í fas@fas.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.