Eystrahorn 34.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 27. september 2018

34. tbl. 36. árgangur

Gefandi og ánægjuleg þátttaka

Það skiptir hvert samfélag máli að geta uppfyllt væntingar og kröfur fólks. Það er ekki auðvelt mál þegar möguleikar og fjölbreytni mannlífsins er alltaf að breytast og kröfur að aukast. Samt viljum við hafa ákveðna hluti í föstum skorðum eða eiga möguleika á að geta gengið að þeim vísum. Þetta á til dæmis oft við varðandi ýmsar athafnir í kirkjunni okkar.

Margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast einmitt kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Sömuleiðis finnst okkur mikilvægt að útfarir og minningarathafnir ástvina geti farið virðulega fram og ákveðinn myndugleiki sé kringum starf kirkjunnar. Til þess að svo megi vera þarf m.a. að vera viðeigandi tónlistarflutningur. Þegar við á er

ætlast til að starfandi kór sé til staðar ef óskað er eftir þátttöku hans. Samkór Hornafjarðar hefur leyst þau mál fyrir flestar sóknir í prestakallinu þegar á hefur þurft að halda ásamt organistanum Jörg Erich Sondermann. Það getur verið krefjandi að syngja við ýmsar athafnir en þá er það um leið enn frekar gefandi að hafa tekið þátt í að þjónusta samborgarana og standast væntingar. Það er ánægjulegt hvað kórastarf er almennt í héraðinu. Sam­ kórinn hefur nokkra sérstöðu og aðrar „skyldur“ við samfélagið og þess vegna eru gerðar aðrar kröfur til hans. Fólk eldist og góðir söngfélagar í kórnum hætta eins og gerist og gengur. Nú er kórinn byrjaður að æfa fyrir komandi tímabil. Ég hvet þá sem geta hugsað sér að ganga til liðs við kórinn að hafa samband við kórfélaga og prófa að mæta á æfingu, það er án allra skilyrða. Það er tilvalið fyrir hjón að eiga sameiginlegt áhugamál og syngja saman í kórnum. Samkórinn er ekki bara kirkju­ kór. Kórinn heldur ýmsa

Á ferðalagi í suður Tíról tónleika eins og sést á þessari upptalningu, hefur farið reglulega í utanlandsferðir og kemur stundum saman til að skemmta sér; • Æfingar á þriðjudögum • Kóramót á Kirkjubæjar­ klaustri í lok október • Aðventutónleikar í desember • Vortónleikar í apríl 2019 • Utanlandsferð á næsta ári • Ýmsar uppákomur og skemmtilegheit Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem eru tilbúnir að taka þátt í samfélagsverkefnum eins og Samkórnum sem sannarlega hefur skilað sínu og ég dáist reyndar að skyldurækni og samviskusemi kórfélaga. Ég endurtek hvatningu mína til þeirra sem geta hugsað sér að koma til liðs við kórinn og vil nota tækifærið og þakka kórnum fyrir þátt hans í kirkjustarfinu og reyndar menningarlífi okkar almennt. Albert Eymundsson formaður Sóknarnefndar Hafnarsóknar


2

Fimmtudagurinn 27. september 2018

Hafnarkirkja og Hvítasunnukirkjan HAFNARKIRKJA

1966

2016

Alfa-námskeið 1. október Alfa-námskeið hefst formlega 1. október kl.18 í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn. Um er að ræða samkirkjulegt námskeið þar sem Hvítasunnukirkjan og prestar Bjarnanesprestakalls halda utan um námskeiðið. Um er að ræða 10 stundir sem hefst með léttum kvöldverði. Hægt er að skrá sig og senda fyrirspurnir á netfangið: maria.ba@kirkjan.is Einnig frekari upplýsingar á heimasíðunni www. bjarnanesprestakall.is og á Facebook Verið öll hjartanlega velkomin.

Manstu eftir taupokanum?

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Minnum á ÍÞRÓTTATÍMA FEH í Íþróttahúsinu á MIÐVIKUDÖGUM KL. 11:50 TIL 12:50. Endilega komið sem flest ! GANGAN er byrjuð, gengið frá Ekrunni kl. 10:00 á mánudögum og miðvikudögum. Allir út að ganga ! Hressandi !

Fiskbúð Gunnhildar Minnkum ruslið, höfum matarsóun í lágmarki. Mættu með eldfasta mótið eða ílátið og fáðu það magn sem þú þarft. Alltaf opið mánudag til fimmtudaga frá kl 14:00 til 18:00 S: 865-3302 og 478-1169 Verið velkomin

SKAPANDI MARGMIÐLUNARSTOFA

Þrívíddargrafík, umbrot og auglýsingagerð. Hafðu samband, tjorvi@upplausn.is eða í síma 848-3933.

Eystrahorn Vildaráskrift Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. september 2018

3

Uppbyggingarsjóður Suðurlands Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að veita styrki til áhugaverðra verkefna. Sjóðnum er skipt í tvo flokka, annars vegar atvinnuþróun og nýsköpun þar sem markmiðið er að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni ásamt því að styðja við fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi og hins vegar menningu sem hefur það að markmiði að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi. Um 50% verkefna sem sækja um í sjóðinn hafa að jafnaði fengið úthlutað og er ekkert hámark á einstökum styrkveitingum. Þar sem um samkeppnissjóð er að ræða er mikilvægt að vanda til verka til að auka líkurnar á að verkefnið verði fyrir valinu. Á þessu ári eru starfandi fyrirtæki sérstaklega hvött til að sækja um í sjóðinn.

Ráðgjöf í Nýheimum þekkingarsetri Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð

Kristín Vala Þrastardóttir

umsókna. Ráðgjafar eru dreifðir vítt og breytt um Suðurland sem búa yfir mismunandi reynslu og þekkingu. Hér í Hornafirði hefur Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir sinnt því hlutverki og er hún með aðsetur í Nýheimum. Guðrún fer í fæðingarorlof í október og mun þá Kristín Vala Þrastardóttir leysa hana af. Kristín Vala er hefur lokið meistarnámi í menningarstjórnun og hefur starfað sem verkefnastjóri í Nýheimum undanfarið eitt og hálft ár. Nánari upplýsingar um ráðgjöf má finna á vef SASS, www.sass.is/radgjof eða með

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

því að senda fyrirspurn til Kristínar Völu á netfangið kristinvala@nyheimar.is Úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á heimasíðu SASS, www.sass. is/uppbyggingarsjodur. Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum vef SASS, fyrir kl. 16.00 þann 9. október 2018.

Hvernig dreg ég úr plastnotkun? Umhver fis Suður­land er sunn­lenskt átaks­ verkefni sem snýst um að auka meðvitund Sunnlendinga á umhverfismálum með von um góða þátttöku í hinum ýmsu viðburðum

tengdum málefninu. Nú er plast mikið í umfjölluninni og margir sem kjósa að draga úr plastnoktun. Hér verður stiklað á stóru um nokkur atriði sem kjörið er að endurskoða til að draga úr notkun plasts á venjulegu heimili. Einnota plastið er það sem við ættum að byrja á að draga úr. Mikilvægt er að flokka allt plast sem fellur til á heimilinu og á Suðurlandi taka öll sveitarfélög við plasti í flokkun. Nokkur dæmi um hluti sem má auðveldlega skipta út fyrir margnota á heimilinu: Plaströr: Einnota plaströr má skipta út fyrir fjölnota stálrör og bambusrör. Pokar: Plastpokum má skipta út fyrir

fjölnota innkaupapoka, nestispoka, grænmetisnetapoka o.fl. Ruslið: Ef allt sem til fellur á heimlinu er flokkað í þaula má nánast komast hjá því að vera með „venjulegt rusl“. Það er jafnvel hægt að nota heimagerða pappapoka úr gömlum dagblöðum í tunnuna, en á meðan verið er að vinna sig á það stig má nota niðurbrjótanlega maíspoka sem lifa ekki í mörghundruð ár eins og plastið. Plastfilma: Plastfilmu má skipta út fyrir bývaxdúka sem hægt er að fá í ýmsum stærðum og gerðum eða jafnvel útbúa sjálfur. Sjampóbrúsinn: Í dag fást ýmsar tegundir af sjampóstykkjum sem má skipta út fyrir sjampó brúsann. Sjampóstykki má t.d. finna í netverslunum Visvera, Mistur og Mena svo eitthvað sé nefnt. Tannburstinn: Plast tannbursta má skipta út fyrir bambus tannbursta sem brotnar niður eftir notkun. Enn fleiri ráð má finna inná á heimasíðu verkefnisins www.umhverfissudurland/ fraedsla/topp30. #umhverfissudurland

Fjölnotarör úr stáli

Bývaxdúkar get komið í stað plastfilmu


4

Fimmtudagurinn 27. september 2018

Frístund

Þann 20. október munu Nýheimar þekkingarsetur og Sveitarfélagið Hornafjörður, í samstarfi við félög og samtök á Hornafirði, standa fyrir lifandi kynningu fyrir íbúa á fjölbreyttu félagsstarfi í sveitarfélaginu. Markmið dagsins er að draga fram og kynna margbreytileika starfsins; skapa vettvang fyrir samtökin til að kynna starf sitt; upplýsa íbúa um tækifæri þeirra til þátttöku og stuðla að aukinni virkni þeirra. Fyrirmynd dagsins er Starfastefnumót sem haldið var á Höfn haustið 2016 en kveikjan að hugmyndinni voru jafnframt niðurstöður viðhorfskannanna meðal ungs fólks á Hornafirði sem voru framkvæmdar í tengslum við verkefni setursins. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að ungt fólk telur sjálfboðaliðastörf eftirsóknarverð og

Eystrahorn

vel metin í samfélaginu. Mikill áhugi var á félagslegri virkni innan hópsins en jafnframt kom fram að hópurinn telur sig hafa litla vitneskju um tækifæri sín til þátttöku í hverskonar félagsstarfi í heimabyggð. Svo þessi dagur geti orðið að veruleika biðlum við til allra félaga og samtaka á Hornafirði að koma og taka þátt, kynna sitt starf og bjóða nýja meðlimi velkomna. Kristín Vala verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri hefur umsjón með verkefninu og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband á skrifstofu í Nýheimum, kristinvala@nyheimar.is eða í síma 470-8089 Vonir standa til að viðburðurinn verði upplýsandi og árangursríkur fyrir alla sem að honum koma en fyrst og fremst er vonast eftir góðri þátttöku allra íbúa.

Fylgstu með

@eystrahorn

Ertu með frábæra hugmynd?

opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

1

Menningarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

2

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um

RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 9. október 2018 STYRKIR@SASS.IS

WWW.SASS.IS

S. 480-8200


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.