Eystrahorn 34.tbl 2019

Page 1

Eystrahorn 34. tbl. 37. árgangur

Fimmtudagurinn 26. september 2019

www.eystrahorn.is

Æfingaferð til Prag Þann 24. ágúst sl. lögðu 3 sundgarpar á vit ævintýranna og var stefnan tekin á Tékkland, nánar tiltekið til Prag. Stefnt hafði verið að því að fara í æfingabúðir með krakkana í sunddeildinni frá því 2016. Búið var að safna fyrir ferðinni og mikil tilhlökkun í hópnum. Þjáfararnir hjá sunddeildinni síðastliðið sundár eru báðir frá Tékklandi og voru nýfarnir heim í skóla en ákveðið hafði verið fyrr um sumarið að þeir tækju á móti krökkunum og skipulegðu æfingabúðir fyrir þau. Byrjað var á því að koma við í Laugardalslauginni og taka 2ja tíma æfingu með Fjölni áður en haldið var til Keflavíkur í næturflug til Vínar. Þegar komið var til Vínar undir morgun tók við rúmlega 4ra tíma lestarferð til Prag. Ekki var slegið slöku við að loknu þessu langa ferðalagi heldur byrjað á sundæfingu í

28 stiga hita og sól. Allir dagar byrjuðu á æfingu og einhverja daga voru 2 æfingar. Restina af deginum var ýmislegt gert. t.d. skoðunarferðir um borgina, farið var meðal annars upp í turn hálfa leið með kláfi og restin gengin, Prag kastalinn skoðaður, Karlsbrúin gengin, dansandi húsið skoðað, farið að sjónvarpsturninum, og einnig litið inn í kirkju. Einum degi var eytt í vatnsleikjagarðinum Aquapalas þar sem byrjað og endað var á æfingu í 25 metra innisundlaug garðsins. Farið í ýmsa afþreyingu meðal annar í Laisertag, 4W bíó og hjólabát um Dóná. Einum degi eytt í dýragarði. Heimferðadagurinn var eins og komudagurinn, lest tekin frá Prag til Vínar og þaðan flug til Íslands. Þökkum við Filip og Filip fyrir frábærar móttökur og leiðsögn um Prag, algjör forréttindi að

Magni, Alexandra og Heiðdís ásamt Filip og Filip sundþjálfurum

hafa innfædda leiðsögumenn með í för og komumst við þannig yfir að skoða marga sögufræga staði sem google hefði ekki endilega vísað okkur á. Í ferðinni var m.a. synt, gengið, notaðir

sporvagnar, kláfur, strætó, lestar, hjólabátur, hlaupahjól, einkabílinn og flugvél. Sem sagt mjög fjölbreytt upplifun fyrir 13 ára Hornfirðinga. Fyrir hönd hópsins Gunnhildur Imsland

Vetrartímabilið klárt hjá knattspyrnudeild Sindra

Knattspyrnudeild Sindra hefur ráðið þjálfara og sett upp stundatöflu fyrir vetrartímabilið. Stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar, sérstaklega þegar nýr þjálfari kemur til starfa um miðjan nóvember. Meistaraflokkur kvenna kláraði sitt tímabil í byrjun mánaðarins og endaði í 3. sæti deildarinnar. Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna en hann kemur til okkar frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur

unnið frábært starf með 2. og 3. flokk karla. Við bjóðum hann velkominn til Sindra en hann er væntanlegur til starfa um miðjan nóvember! Um leið þökkum við fráfarandi þjálfara, Alexandre Fernandez Massot fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi hjá Fram. Eftir sem áður mun 3. flokkur kvenna æfa með meistaraflokki kvenna. Vesko tekur við þjálfun 3. flokks karla en þar til hann kemur verður Ólafur Jónsson

með sameiginlegar æfingar fyrir 3. flokk karla og kvenna og meistaraflokk kvenna og verður Maté Poponja honum til aðstoðar. Vesko tekur einnig við 4. flokkum karla og kvenna en þar til hann kemur sér Róbert Marwin um æfingar hjá þessum flokkum.Kristófer Daði þjálfar 5.flokk karla og kvenna með aðstoð Einars Karls Árnasonar. Sigurborg Jóna mun síðan þjálfa okkar dýrmætustu leikmenn í 6. og 7. flokki með aðstoð upprennandi þjálfara, þeirra

Jóna Benný og Vesko við undirritun

Ægis Þórs og Sessilíu Sólar Allir aðalþjálfarar flokkanna eru með KSÍ þjálfaramenntun og aðrir eru á leið á námskeið. Knattspyrnudeildin þakkar öllum fráfarandi þjálfurum deildarinnar fyrir góð störf og býður nýja þjálfara velkomna í hópinn!


2

Fimmtudagurinn 26. september 2019

Hafnarkirkja

Sunnudaginn 29. september HAFNARKIRKJA 1966 2016

Græn messa kl. 11:00

Tímabil sköpunarinnar stendur yfir í kirkjum landsins. Kaffi og meðlæti að messu lokinni. Umhverfið verður því í forgrunni í tali og tónum í messunni. Allir velkomnir

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

Ferðafélag Austur Skaftfellinga auglýsir kynningarfund vegna Póllandsferðar sem er fyrirhuguð á næsta ári. Fundurinn er haldinn í Gömlubúð mánudaginn 30. september kl. 20.00. Jón Áki kemur á fundinn og kynnir ferðamöguleika og hugmyndir. Allir velkomnir

FLÓAMARKAÐUR

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA VÖFFLUBALL-VÖFFLUBALL Ef þú hefur gaman af að dansa og finnst góðar rjómavöfflur þá ættirðu að skella þér á VÖFFLUBALL í EKRU sunnudaginn 29.sept. kl. 16:00 til 17:30. EKRUBANDIÐ og HILMAR og FUGLARNIR spila fyrir dansinum. Aðgangseyrir 500 kr. ekki posi. Endilega kíkið við!

Bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðinni frá með mánudeginum 24. sept. n.k Bólusett er alla virka daga milli kl. 11-12. Ekki þarf að panta tíma.

Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum og illkynja sjúkdómum að láta bólusetja sig

Markaðurinn verður haldinn laugardaginn 5. október á Hafinu, Heppuvegi 5, frá kl. 12:00 – 15:00. Markaðurinn er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Hafsins og Hirðingjanna.

Manstu eftir taupokanum?

Eystrahorn Vildaráskrift Útgefandi:............ HLS ehf.

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933

ISSN 1670-4126

Kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir. Þessar einföldu en afar öflugu æfingar fara með þig strax inn að kjarna málsins, sem er sönn tenging við huga, Iíkama og sál. Þessar æfingar fara með þig á hraðferð í átt að betri heilsu og bættri vellíðan. Á þessu námskeiði munum við fara yfir: • Kuldaþjálfun, að ná stjórn við erfiðar aðstæður • Mikilvægi tengingu huga og líkama. • Öndun fyrir bættri heilsu • Köld böð/kaldar sturtur sem verkfæri fyrir bættri heilsu • Vísindin bakvið æfingarnar TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS: www.andriiceland.com/workshops Nánari upplýsingar: andri@andriiceland.com s. 898-0280


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. september 2019

3

Strandhreinsun á Suðurfjörum miðar vel Í liðinni viku var dagur íslenskrar náttúru (16. september) og alþjóðlegi hreinsunardagurinn .(21. september) og að auki stendur nú plastlaus september sem hæst. Í tilefni þess stóðu Umhverfissamtök AusturSkaftafellssýslu fyrir hreinsun á Suðurfjörum síðastliðin sunnudag. Veðurspáin var ekki hagstæð fyrir helgina en það rættist heldur úr henni og fengu þáttakendur hlýjan og mildan dag, en þó með hressilegum regngusum inn á milli. Í þetta skiptið mættu 24 sjálfboðaliðar vaskir til verks í fjöruna og héldu áfram þar sem frá var horfið síðasta vor, en þá hreinsuðu yfir 100 manns vestasta hluta Suðurfjöru. Þegar mætt var í fjöruna var auðvelt að greina hvar hreinsun tók enda í vor og þaðan var haldið áfram í austurátt. Nú hefur tæplega helmingur Suðurfjöru verið hreinsaður. Unnið var af kappi í um þrjár Myndin sýnir afrakstur tveggja strandhreinsanna, í vor og um liðna helgi, en rauða svæðið afmarkar þann hluta klukkustundir og náðist að sem hefur verið hreinsaður hreinsa tæpa þrjá kílómetra af Mynd: dr. Lilja Jóhannesdóttir, stjórnarmaður Umhverfissamtakanna og Mýrakona - heimild Esri ströndinni. Í heildina söfnuðust Umhverfissamtökin vilja nota tæp átta tonn, en miklu munaði um að tækifærið og þakka öllum nokkrir sjálfboðaliðar höfðu tök á að mæta þeim aðilum sem komu að með vélbúnað (dráttarvél, jeppa og kerrur) hreinsuninni kærlega fyrir sem nauðsynlegur er til að ná upp og ferja þeirra framlag og að sjálfsögðu það mikla magn af úrgangi sem leynist fyrir komuna. Við skemmtum í fjörunni. Án þess hefði verkefnið verið okkur konunglega saman og ógerlegt og þökkum við þeim sérstaklega hlökkum til næstu hreinsunar í fyrir það. Íslenska gámafélagið lánaði og vor. ferjaði gáma að fjörunni og að lokinni hreinsun bauð Nettó og kvenfélagið Eining upp á kræsingar á Brunnhól. Þar var boðið upp á ilmandi diskósúpu og töfrabrauð, útbúið úr afgangshráefni sem annars hefði verið fargað. Þátttakendur í strandhreinsuninni

Hundanámskeið

Fjögurra vikna Absolute Training námskeið í SPORTHÖLLINNI - HÖFN. Á þessu námskeiði eru æfingar sem henta öllum sem vilja auka úthald, bæta þol og styrk, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist að þeim í hverri viku. Allir tímar á þessu námskeiði eru 60 mínútur þar sem 15 mínútur fara í að þjálfa andlega hlutann og 45 mínútur í þann líkamlega, líkt og á öllum öðrum Absolute Training námskeiðum. Verð 18.990 kr. og skráning fer í gegnum www.abslotetraining.is Tímarnir eru kenndir í Sporthöllinni á Höfn hjá Kollu í október. Iðkendur sem eru skráðir á Absolute Training námskeið þar hafa aðgang að öllum tímum á tímatöflunni og dalnum. Tímarnir eru kenndir mánudaga og miðvikudaga kl.8:10 og kl.17:00 og fimmtudaga kl.06:10 og kl.08:10. Þjálfari námskeiðsins er Kolbrún Björnsdóttir

Næstkomandi laugardag 28. september milli kl.10:00 og ca. 16:30 verður haldið námskeið í grunnþjálfun hunda. Byrjum í björgunarsveitarhúsinu með fyrirlestri. Síðan farið á hundasvæðið í Lyngey í verklegar æfingar. Kostnaður fer eftir þátttökufjölda þar sem leiðbeinendur taka bara fyrir bensín kostnaði. Allir velkomnir og eigum góðan dag með hundunum. Ef einhverjar spurningar eru hafið samband við Björk 861-8603 eða Gunnar 822-0727.


4

Fimmtudagurinn 26. september 2019

Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Verðlaunin eru þau fyrstu sem veitt verða fyrir menningarmál í öllum landshlutanum. Samtökin hafa um langt skeið veitt Menntarverðlaun Suðurlands og árlega hafa borist marga tilnefningar á þeim vettvangi. Það er von samtakanna að eins verði á sviði menningarmála en mikil gróska hefur verið í menningu á Suðurlandi undanfarin ár. Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum í landshlutanum. Verðlaunin geta verið veitt einstaklingi, fyrirtæki, safni, sýningu, stofnun, félagasamtökum, hópi einstaklinga eða til samstarfsverkefnis, svo dæmi séu tekin. Hvatningarverðlaunin er áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands. Það er von okkar að vel takist til og að verðlaunin verði að árlegum viðburði. Verðlaunin verða veitt á ársþingi samtakanna seinni hluta október 2019. Tilnefningar verða að berast til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 30. september n.k. Tilnefningarnar skulu sendast með rökstuðningi á netfangið menningarverdlaun@sass.is. Allar upplýsingar um hvatningarverðlaunin má sjá inni á vef samtakanna sass.is Guðlaug Ósk Svansdótti verkefnastjóri

Eystrahorn

Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024, á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Mótun nýrrar sóknaráætlunar var unnin í nánu samráði við aðila í landshlutanum. Íbúafundir voru haldnir um sérhvert málefni og tóku um 400 íbúar þátt í fundunum. Afurð fundanna voru megináherslur íbúa sem lagðar voru til nánari úrvinnslu á fundi samráðsvettvangs. Samráðsvettvangurinn var skipaður 100 einstaklingum, sveitarstjórnarfólki og íbúum skipuðum af sveitarfélögunum fimmtán á Suðurlandi. Á þeim fundi var markmiðum forgangsraðað og þau tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í ferlinu var ákveðið að skipta sóknaráætluninni í þrjá málaflokka: atvinna og nýsköpun, umhverfi og samfélag. Eru það jafnframt þrjú megin málefni sjálfbærrar þróunar. Tekin verður grunnstaða í öllum mælanlegum markmiðum 1. janúar 2020 og reglulega fylgst með stöðunni út tímabilið. Afurðin er drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024, sem er landshlutabundin byggðaáætlun Sunnlendinga. Stefnan mun stýra ákvörðun um val á áhersluverkefnum (aðgerðum) og við úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands á vegum samtakanna. Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar á vefnum, samradsgatt.is, til og með 8. október næst komandi. Eru íbúar, sem og aðrir hagaðilar, hvattir til að kynna sér nýja sóknaráætlun landshlutans á samráðsgáttinni.

Jöklanámskeið Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu býður uppá jöklanámskeið. Námskeiðið er ætlað fólki sem vill öðlast grunnfærni í ferðalögum á jökli og í notkun viðeigandi búnaðar á jökli Farið er yfir helstu grunnþætt í jöklagöngum, ísklifri, sprungubjörgun, áhættumati og hópstjórnun Námskeiðið hentar vel fyrir jöklaleiðsögumenn sem vilja rifja upp eða bæta við sig þekkingu, námskeiðið er frábær grunnur fyrir frekari námskeið, sem dæmi hjá AIMG Námskeiðið er kennt í tveimur verklegum lotum 22.-25. október og 5.-8. nóvember Boðið er upp á að fólk skrái sig í skólann og kostar þátttaka þá einungis 6.000 kr. Kostnaður fyrir þá sem ekki eru skráðir í skólann er 90.000 kr. Athugið að það er takamarkaður fjöldi þátttakenda og því þarf að skrá sig fyrir 4. október með því að senda tölvupóst á solveig@fas.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Keyrðu á örygginu

Öruggt frá fyrsta til síðasta kílómetra

Michelin X-ICE Hljóðlát og naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda Frábærir aksturseiginleikar

Michelin X-ICE NORTH 4 Besta hemlun á ís, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km Betri aksturseiginleikar m.v. helstu samkeppnisaðila Hámarks grip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð Einstök ending

Michelin Alpin 6 Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar Heldur eiginleikum sínum út líftímann Lagskipt gúmmíblanda sem veitir hámarks grip

Notaðu N1 kortið Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Alltaf til staðar


Afsláttur til félagsmanna

30% afsláttur af öllu sem bakað er á staðnum Afsláttur gildir frá 26. – 29. september í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar.

-30%


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.